Tíminn - 15.04.1939, Page 4

Tíminn - 15.04.1939, Page 4
176 TÍMITCN, langardaginn 15. aprfl 1939 44. bla6 Benedikt Jónsson frá. Auðnum (Framh. af 3. síðuj fræði, á Norðurlandamálum, þýzku og ensku. Benedikt var bókavörðurinn og geymdi þenn- an dýrmæta sjóð kaupfélags- leiðtoganna í skáp í baðstof- unni á Auðnum. Hann annað- ist að mestu um bókakaup og bókaval, og hann sótti á að koma bókunum í hendur félagsmanna þó að langt væri á milli sumra þeirra og samgöngur ógreiðar. Andstæðingum kaupfélagsins stóð stuggur af þessu bókasafni. Lék orð á því, að þar væri ó- kristilegar bækur, og að ýmsu leyti vel falnar til að auka spillingu í landinu. Smásaman hurfu þó þessir hleypidómar, eftir því, sem fleiri menn kynnt- ust þessu merkilega, en yfirlæt- islausa lestrarfélagi. Bókasafnið óx ár frá ári undir móðurlegri forsjá hins óþreyt- andi bókavarðar. Það fluttist með Benedikt til Húsavíkur í byrjun yfirstandandi aldar. Fé- lagsmönnum fjölgaði. Hreppar í austurhluta sýslunnar lögðu fram fé til bókakaupa. Sama gerði kaupfélagið og síðar sýsl- an. Að lokum varð safnið svo stórt, að það átti erfitt með að vera heimilislaust. Benedikt varð að færa það úr einu timb- urhúsinu í annað. Hann óttað- ist eld, engu síður en Árni Magn- ússon með sín dýru handrit. Að lokum kom honum óvænt hjálp í þessu efni. Einn af hin- um merkilegu, sjálfmenntuðu forystumönnum í sýslunni var Steinþór Björnsson, faðir Stein- gríms búnaðarmálastjóra og þeirra bræðra. Þegar Pétur Jónsson á Gautlöndum andað- ist 1922, vildu margir vinir hans í Þingeyj arsýslu minnast hans á skörulegan hátt. Steinþór Björnsson kom þá fram með þá hugmynd að reisa myndar- lega bókhlöðu á Húsavík og helga hana minningu þeirra vinanna og samherjanna, Pét- urs á Gautlöndum og Benedikts á Auðnum. Kaupfélag Þingey- inga, Sambandið og Louis Zöll- ner í Newcastle gáfu myndar- legar fjárhæðir í þessa hús- byggingu. Bókasafnshúsið á Húsavík er nú myndarlegasta bókhlaða á íslandi utan höfuð- staðarins og í þessu vandaða steinhúsi er fullkomnasta og fjölbreyttasta bókasafn á ís- landi um samvinnumál, hag- fræði og félagsfræði. Eftir að hús þetta var byggt, hvarf allur kvíði úr hug Benedikts Jónsson- ar um öryggi og framtíð bóka- safnsins. Hann var sjálfur hinn óþreytandi bókavörður og bóka- kaupandi safnsins. Hann mun hafa fengið 200 kr. að launum árlega hin síðari ár fyrir bóka- varðarstarf sitt, en hann notaði fjárhæð þessa oftast eingöngu til bókakaupa fyrir safnið sjálft. Hin síðustu ár sín á Húsavík vann Benedikt Jónsson með þeim hætti, að hann vaknaði um klukkan fimm á morgnana og hitaði sér kaffi á lítilli raf- suðuvél, er stóð við sæng hans. Síðan las hann í rúminu fram að fótaferðatíma annarra manna. Þá klæddist hann, at- hugaði veðrið og sendi veður- stofunni skeyti. Að því búnu fór hann á skrifstofu sýslumanns eða kaupfélagsins, eftir því sem við átti, en tók sér þó hvíld til að afgreiða bækur handa lestr- arfúsum mönnum framan úr sveit, ef hann varð þeirra var í kaupstaðarferð. Eftir vinnutíma og fram á kvöld hlustaði hann á útvarp, las bækur, eða ræddi um áhugamál dagsins við sam- vistarmenn sína. Hann var hófs- maður um alla hluti, og hafði lítinn áhuga fyrir mat og drykk. Hann var heilsugóður alla æfi, og léttur og kvikur í gangi og öllum hreyfingum eins og ungur maður fram á tíræðisaldurinn. Vinna og hugsjónir tóku hug hans og orku alla. VI. Það er mikils virði fyrir um- bótahreyfíngu að fá í sína þjón- ustu sjálfboðaliða, sem gleymir að biðja um kaup, en vinnur í tvo mannsaldra með allri orku að því að bæta kjör samferða- manna sinna, og auka hin and- legu verðmæti í landinu. En því- líkur maður var Benedikt Jóns- s.on á Auðnum. Hann notaði sína löngu æfi til að læra og kenna öðrum. Hann kenndi af innri þörf. Bókasafnið var skóli hins óskólagengna manns. Hvar sem hann frétti um námfúsan ungl- ing, karl eða konu, í þeim byggðum, sem sóttu verzlun til Húsavíkur, valdi Benedikt handa þeim bækur og sendi þeim. Og bókaval hans var ekki handahóf. Hann valdi með skilningi og samúð handa hverj- um lærisveini. Hann valdi úr sínu andlega vopnabúri þau sverð og spjót handa hverjum manni, er hann hugði bezt við hans hæfi. í höndum Bene- dikts Jónssonar varð bókasafn Þingeyinga á Húsavík sam- vinnuskóli héraðsins, og áhrif þess náðu svo að segja inn á hvert heimili, sem skipti hafði við Húsavík. VII. Benedikt Jónsson varð elztur maður í þeirri frægu sveit þrosk- aðra forgöngumanna, sem stofnsett hefir samvinnufélags- skapinn á íslandi. Og í þeirri sveit er hann einn í sinni röð. Hann er hinn fyrsti og mesti fræðimaður íslenzku samvinnu- hreyfingarinnar. Hann er alinn upp í afskekktum dal í harð- býlu héraði. Hann sinnir störf- um smábændanna í sinni byggð, og hinum launalitlu almennu störfum sveitanna. Hann kem- ur til manns stórum barnahóp. En samhliða erfiði hversdags- baráttunnar nemur hann höf- uðtungur álfunnar og dregur að sér fegurstu gimsteinana úr bókmenntum þessara þjóða og sinnar eigin þjóðar. Hann gerir það að meginhugsjón æfi sinn- ar að safna þessum auði og dreifa honum með heiðarlegri óeigingirni til allra, sem hann náði til. Benedikt Jónsson gekk með fræ þekkingarinnar í vös- um sínum og dreifði þeim hvar sem nokkur von var að tækifæri væri fyrir lítið lautarblóm að festa rætur. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að móðir okkar og tengdamóðir, Agnes Jónsdóttir, fyrrum ljós- móðir, andaðist 5. þ. m. Ingvar Jónsson, Jóna Vilhjálmsdóttir. Páll Jónsson. Hólmfríður Jónsdóttir. Þorvaldur Jónsson. Helga Árnadóttir. Jón Jónsson. Sigríður Jónsdóttir. Tilkynning irá FiNkimálanefnd Fiskimálanefndinni hefir verið falið að hafa á hendi allan útflutning á frystum fiski til Bretlands, sem fram- leiddur kann að verða á yfirstandandi ári. Er því öllum öðrum óheimilt að bjóða til sölu, selja eða flytja út frystan fisk til Bretlands. Fískímálanefnd. F L Ó R A Kaupið fræið í tíma. F L 6 R A Benedikt Jónsson hefir ekki eingöngu átt þátt í að skapa hið fyrsta samvinnufélag á íslandi og gefa því fagurt og einfalt heiti. Hann hefir einnig sýnt samvinnumönnum, að maðurinn lifir ekki af brauði einu saman. Betur en nokkur annar íslend- ingur hefir hann sýnt í verki, að samvinnufélagsskapurinn er tvíþættur. Annarsvegar hag- nýtt fjárhagslegt starf. Hins- vegar andlegt hugsjónamál. Og þau ein samvinnufyrirtæki hafa varanlegt lífsgildi, sem fylgja báðum þessum stefnu- miðum. Nú er þessi merkilegi öldung- ur genginn til hinztu hvíldax, eftir langan og óvenjulegan starfsdag. Hann virtist starfa eingöngu fyrir byggð sína og hérað. En án þess að hann hafi beinlínis ætlazt til, breiðir meið- ur sá, sem hann gróðursetti í átthögum sínum, sig yfir land allt. Meir en hálf íslenzka þjóð- in starfar nú í skjóli við þess- ar merkilegu byggingar, sem hinir sj álfmenntuðu forgöngu- menn samvinnufélaganna reistu á fyrstu árum hins nýfengna þjóðfrelsis. J. J. Bridgfe-keppni Efnt verður til Bridge-keppni á milli þeirra fjögurra sveita, er b e z t u m árangri náðu á keppninni í vetur. Keppnin hefst á morgun kl. 2 e. h. í Oddfellowhúsinu. Öllum heimilt að horfa á. Aðgangseyrir 2 krónur. NEFNDIN. lejtið hinna eggjahvítuauð- ugu fiskirétta: Fiskibui! Fiskibollur Fiskigratin Fiskibúðingar Fiskisúpur. Allt úr einum pakka af manneldismjöli. — Fæst í öllum matvöruverzlunum. Heildsölubirgðir hjá: Sími 5472. Símnefni Fiskur. 22 Lettice Ulpha Cooper: Málarinn 23 eitt eSa tvö málverk og gekk síðan brott og reykti úr pípu sinni. Ungfrú Radleigh keypti tvö málverk. Annað var myndin, sem hann var að mála, þegar ég sá hann í fyrsta skipti, tréð með bláu blómunum, vagntunnan og húsveggurinn. Mér féll illa, að hún skyldi fá þessa mynd; þó var hún ekkert falleg. Mér fannst ég eiga hana sjálf. Clare var ánœgður. Þeim duldist það ekki, að hann ætti örðugt uppdráttar, en það jók dálæti þeirra á honum um allan helming. Til slíks höfðu þær aldrei þekkt sjálfar. Þær kenndu líka í brjósti um hann, vegna heilsubrests og veikindamerkja, er hann bar. Börnin voru líka hrifin af honum. Hanna var í fyrstunni dálítið feimin, en það rættist fljótlega úr henni, þegar hann fór að tala við hana. Tamsína, sem alltaf var fjörug og gamansöm, gat tæpast við hann skilið. Ung- frú Radleigh bauð honum að borða með þeim næsta kvöld og fara með þeim á hljómleik. Þetta var heppilegt og ánægjulegt fyrir hann, en ég var þó í öngum mínum og vissi, að nú myndi vera úti um gönguferðir okkar. Ég var líka reið við sjálfa mig fyrir að vera svona haldin af sjálfselsku, þegar hann, sem átti svo fáar á- nægjustundir, gat skemmt sér. Þegar hann kvaddi, hélt hann lengi í hendina á mér og hvíslaði lágt: — Þakka þér innilega fyrir, elskan mín! Þá skammaðist ég mín og hljóp inn í her- bergið mitt, fleygði mér upp í rúmið og grét ofsalega. En upp frá þessari stundu tók allt stakka- skiptum. Þær voru einlægt að bjóða honum til máltíða og taka hann með sér í skógarferðir. Frú Halliday vildi vera honum góð, því að hún vorkenndi honum. Mér stóð enginn stuggur af henni. Það var ungfrú Radleigh, sem mér var ekki sama um. Hún skrafaði um hann eins og hún væri að tala um nýjan hatt eða einhvem grip, er hún hefði eignazt. Hún dansaði við hann og fékk fólk til þess að kaupa málverkin hans. Sjálfur var hann farlnn að slá slöku við að mála; hann hafði naumast tíma til þess. Þetta var að sumu leyti gott fyrir hann. Hann fitnaði og varð hraustlegri útlits.... en nú talaði hann aldrei um stóra málverkið. Smám saman hurfu kvöldgöngur okkar úr sögunni. Hann var alltaf með þeim á kvöldin. Hann dansaði prýðisvel og var dágóður tennisleikari, þótt hann hefði ekki þol til þess að leika lengi í einu. Ungfrú Radleigh var sífellt að efna til skógarferða. Hún leigði stóran vagn og hafði nóg af kampavíni með í förina, ásamt þjóni til að hella í glösin og bera þau á milli. Það var fyrirlitningarblær á lágværri röddinni. Ég er líka viss um að heima á gamla og trausta prestssetrinu hefðu slíkar skógarferðir þótt of- látungslegar og harla vansæmandi. — Ég fór ekki oft. Þau vildu reyndar taka mig með, en.... Ég var alltaf alein á kvöldin; þau héldu, að mér félli það bezt. Clare var ávallt góður við mig, en ég sá hann sjaldan einan. Hann var eins og drengur, sem nýtur leyfisdag- Stefnubreyting Breta (Framh. af 1. síðu) betra tækifæri nú en síðar, þegar lýðræðisríkin hafa komið vörn- um sínum og hergagnafram- leiðslu í betra horf. Frá flestum Evrópulöndum berast líka frétt- ir, sem benda til að ráðandi menn þar búist við ófriði. Sú afstaða, sem Bretar hafa nú tek- ið og hinn mikli vígbúnaður þeirra, mun þó vafalaust valda því, að einræðisherrarnir hugsa sig vel um áður en þeir hefja styrjöldina. Saga Napoleons, Vilhjálms keisara o. fl. sýnir þeim að áður hafa verið gerðar tilraunir til þess að drottna yfir öllu meginlandi Evrópu, en að þær hafa strandað á hinni þrautseigu mótstöðu Breta. tJR BÆIVUM Framsóknarskemmtun verður að Hótel Borg á mánudags- kvöldið kemur og hefst kl. 8,30. Þetta er síðasta skemmtun Framsóknarfé- laganna á þessum vetri. MGAMLA Þegar lífið er leikur. (Mad about Music) Bráðskemmtileg og hríf- andi amerísk söngvakvik- mynd. Aðalhlutv. leikur hin yndislega 16 ára söng- stjarna: DEANNA DURBIN, er allir muna úr söng- mvndinni, „100 menn og ein stúlka“. ■ NÝJA BÍÓ- Hrói hðttur Hrífandi fögur, spennandi og skemmtileg stórmynd frá VARNEE BROS. Aðalhlutverkið, Hróa hött, leikur hinn karlmannlegi og djarfi ERROL FLYNN. Öll myndin er tekin í eðli- legum litum. Sýnd í kvöld kl. 9. Aðgöngum. seldir frá kl. 5. Menn muna gæðin löngu eitir að verðið er gleymt. Reiðhjólin „ÖRNINN“ og „BAUER“ hafa hlotið viðurkenningu hvers einasta notanda. 5 ára skrifleg ábyrgð fylgir hverju hjóli. Allir viðskiptavin- irnir ánægðir. Það er okkar stefna. — o u o o o o o •o < * :: O o o Laugaveg 8^ | Tilkynnin írá Fiskimálaneínd Til að tryggja sem hagkvæmasta nýtingu markaða fyrir saltaða grálúðu, hefir Fiskimálanefndinni verið falið að hafa á hendi alla sölu og útflutning á saltaðri grálúðu, sem framleidd verður á þessu ári. Vegna hinna miklu framleiðslumöguleika á þessari fisktegund hér við land, svo og markaðsástandsins er- lendis, telur Fiskimálanefndin nauðsynlegt að takmarka framleiðslu á grálúðu á komandi sumri, til að fyrir- byggja offramleiðslu og söluerfiðleika, sem af henni myndu stafa. Er því öllum óheimilt að framleiða grálúðu til út- flutnings, nema með leyfi Fiskimálanefndar. Fiskimálaneínd. Tilkynning. í tilefni af gengisbreytingunni vill verðlagsnefnd hérmeð beina þeirri ósk til innlendra verksmiðja og iðnaðarfyrirtækja, að þau ákveði ekki verðlagsbreytingar á framleiðsluvörum sínum, nema hafa áður gefið verð- lagsnefnd tækifæri til að ganga úr skugga um að slíkar verðbreytingar séu eðlilegar og sanngjarnar. Ennfremur óskar verðlagsnefnd að fá ítarlega gild- andi verðlista frá sömu aðilum yfir allar framleiðsluvörur þeirra, og hafi verðbreyting nýlega átt sér stað, óskast einnig upplýst hvert verðið var áður en breytingin var gerð. VerðlagsneÍncL Framsóknarfélögin í Reykjavík Skeiiimttfuncliir að Hótel Borg n. k. mánudag kl. Sí */» • Kaffidrykkja — Bæðuhöld — Söngur — Spil — Dans. Aðgöngumiðar Framsóhnarmenn! Fjölmennið. fást á afgreiðslu Timans og við innganginn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.