Tíminn - 18.04.1939, Qupperneq 1

Tíminn - 18.04.1939, Qupperneq 1
RITSTJÓRAR: GÍSLX GUÐMUNDSSON (á,bm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARPLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 d. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIDSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 1d. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h. í. Símar 3948 og 3720. 'H 23. árg. TtMINN, þriðjndagiim 18. apríl 1939 Verkefni nýju stjórnarínnar Ræða Hermaims Jónasson- ar í sameinuðu þíngí í dag Ríkisstjórn, sem skipuð er fulltrúum þriggja aðal- flokka þingsins, tekur við völdum í dag. Fullnaðarsamkomulag um myndun slíkrar stjórnar, aðal- verkefni hennar og verkaskipt- ingu hins nýja ráðuneytis, náðist milli fulltrúa flokkanna síðdegis á sunnudaginn. Símaði forsætis- ráðherra þá um kvöldið til kon- ungs lausnarbeiðni fyrir Skúla Guðmundsson og skipunarbeiðni fyrir hina nýju ráðherra. Barst staðfesting konungs fyrir hádegi í dag. Hermann Jónasson forsætis- ráðherra fer með dómsmál, landbúnaðarmál, kirkju- og kennslumál. Eysteinn Jónsson viðskipta- málaráðherra fer með gjald- eyrismál, verzlunarmál og bankamál. Ólafur Thors atvinnumála- ráðherra fer með sjávarútvegs- mál og samgöngumál. Jakob Möller fjármálaráð- herra fer með fjármál ríkisins, yfirstjórn ríkiseinkasalanna og iðnaðarmál. Stefán Jóhann Stefánsson fé- lagsmálaráðherra fer með bæj- ar- og sveitarstjórnarmál, heil- brigðismál og utanríkismál. Forsætisráðherra tilkynnti þessar niðurstöður á fundi í sameinuðu þingi í dag og gerði grein fyrir stefnu hinnar nýju rikisstjórnar í eftirfarandi ræðu: Eins og kunnugt er, hafa síðan I þingbyrjun farið fram viðræð- ur milli Alþýðuflokksins, Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins um að taka upp sam- starf um lausn þeirra viðfangs- efna, sem nú eru mest aðkall- andi með þjóðinni. Árangur þeirra viðræðna hefir orðið sá, að mynduð hefir verið rikisstjórn, sem skipuð er full- trúum þessara þriggja flokka og hefir stuðning þeirra, svo sem ég hefi tilkynnt hér á háttvirtu Alþingi. Ríkisstjórnin telur, að megin- viðfangsefni hennar verði fyrst og fremst: 1) Að efla framleiðslustarf- semina í landinu, 2) Að búa þjóðina undir að geta lifað sem mest af gæð- um landsins, og gera aðrar ráðstafanir þjóðinni til sjálfsbjargar, ef til ófriðar kemur, 3 Að sameina lýðræðisöflin í landinu til verndar og efl- ingar lýðræðinu, 4) Að sameina þjóðina um þann undirbúning, sem gera þarf í sambandi við framtíð- arákvarðanir í sjálfstæðis- málinu. Samkvæmt þessari megin- stefnu mun rikisstjórnin starfa, og marka aðgerðir sínar sam- kvæmt henni, en með tilliti til þeirra úrlausnarefna, sem næst liggja fyrir, tekur ríkisstjórnin þetta fram: Skráningu íslenzku krónunnar hefir nú nýlega verið breytt og með því gert mikið átak til hags- bóta fyrir framleiðendur. Ríkisstjórninni er ljóst, að þrátt fyrir þá breytingu, sem gerð hefir verið á skráningu krónunnar, er ekki fært að af- nema innflutningshöftin, en hún er einhuga um það, að stefna að þvf, að innflutningshöftunum verði af létt jafnóðum og fiár- hagur þjóðarinnar og viðskipta- ástandið leyfir. Ennfremur telur ríkisstjórnin rétt, að veita nú þegar frjálsan innflutning á nokkrum nauðsynjavörum, og verður gefin út um það opinber auglýsing jafnóðum og þær ráð- stafanir koma til framkvæmda. Ríkisstjórnin telur mikla nauðsyn á því í sambandi við gengisbreytinguna, að gera ráð- stafanir til þess að vinna gegn aukinni dýrtíð, m. a. með því að framkvæma verðlagseftirlit og þau ákvæði, sem leidd hafa verið í lög um húsaleigu. Ennfremur mun ríkisstjórnin vinna eftir megni að sparnaði og lækkun útgjalda, bæði hjá ríkinu og bæjarfélögum. í þvi sambandi tekur ríkis- stjórnin þó fram, að hún telur, að ekki beri að draga úr verk- legum framkvæmdum hins op- inbera eða framlögum til at- vinnubóta eins og atvinnuá- standið er nú í landinu. En hún mun stefna að því til hins ítr- asta, að framleiðslustarfsemi landsmanna færist svo í auk- ana, að hún geti fullnægt at- vinnuþörfinni. Meðan þess ger- ist þörf, að leggja fram fé til atvinnubóta, mun ríkisstjórnin nota atvinnubótaféð til þess að draga úr atvinnuleysinu og einnig, eftir því sem við verður komið, verja þvi til þess að auka hinar eldri atvinnugreinar, og koma á fót nýrri, arðgæfri fram- leiðslustarfsemi, þannig, að at- vinnubótaféð hjálpi til að út- rýma þörfinni fyrir áframhald- andi framlög. Ríkisstjórnin mun og stuðla að því eftir fremsta megni, að þau fiskiskip og bátar, sem til eru í landinu og nothæf eru, verði rekin til útgerðar og fram- leiðslan einnig aukin á þann hátt. Ennfremur vill ríkisstjórnin vinna að aukningu og endurnýj - un fiskiflotans með því að veita til þess fé á svipaðan hátt og verið hefir undanfarin tvö ár, eftir því sem fjárhagur leyfir. Þótt hér séu talin nokkur at- riði viðvíkjandi útgerðinni, vegna þess, hve mjög þau mál hafa verið rædd síðustu mán- uðina, og þörf aðgerða aðkall- andi, er það að sjálfsögðu meg- instefnuatriði stjórnarinnar svo sem að framan segir, að styðja og efla framleiðslustarfsemina yfirleitt, ekki sízt landbúnaðinn, nauðsynlegan iðnað og enn- fremur rannsókn og meiri nýtni á auðlindum landsins, sem þeg- ar er hafinn nokkur undirbún- ingur að. — í því sambandi mun stjórnin m. a. leggja sérstaka á- herzlu á stóraukna framleiðslu ýmissa landbúnaðarvara til notkunar innanlands, svo sem garðávaxta, grænmetis o. fl. Og ennfremur verður áherzla á það lögð að auka verulega notkun landbúnaðarafurða innanlands. Að sjálfsögðu er þessi yfirlýs- ing enganveginn tæmandi starfsskrá, heldur, eins og fyrr segir, megindrættir og nokkur höfuðmál, er næst liggja fyrir. — Ríkisstjórnin hefir þegar rætt um ýmsar framkvæmdir, er síð ar verða ræddar opinberlega. Ráðherrar Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins munu í stuttum ræðum gefa yfirlýsing- ar um viðhorf sinna flokka, m. a. um samstarf í ríkisstjórninni. Framsóknarflokkurinn leggur fyrir sitt leyti áherzlu á, að um framkvæmd fjárlaga sé náið samstarf af ráðuneytinu og enn- fremur framkvæmd í samgöngu- og sjávarútvegsmálum. — En þó ber að minni hyggju að leggja megináherzlu á það, að samstarfið í ríkisstjórninni sé yfirleitt sem bezt og gagnkvæm- ast. Flokkar þeir, sem megin- hluti allrar þjóðarinnar stendur að, og sem áður hafa deilt hart í þremur andstæðum fylkingum, hafa nú tekið upp samstarf. Það hefir tekið langan tíma, m. a. mikið af störfum þingsins, að eyða tortryggni og laða saman hin mismunandi sj ónarmið flokkanna. Allur þorri lands- manna mun skilja, hve stórt verk hefir hér verið unnið, og þeir munu ekki sjá eftir þeim fjármunum og tíma, sem til þess hefir verið varið, — ef þetta samstarf getur tekizt. Það sem tvímælalaust hefir átt sterkastan þátt í því að þoka mönnum saman til samstarfs, er hið erfiða ástand íslenzks at- vinnulífs, fyrst og fremst fram- leiðslunnar, og þá einkum við sjávarsíðuna, — og þar af leið- andi fjárhagserfiðleikar þjóðar- innar allrar. — Við vitum allir, að framleiðslan er undirstaða þess að við íslendingar getum lifað og starfað sem sjálfstæð menningarþjóð. Við finnum það einnig, hvar í flokki sem við stöndum, að vegna þeirra erfið- leika, sem nú steðja að íslenzkri framleiðslu, og um leið þjóðinni sem heild, vegna fjárpestar og langvarandi aflabrest, verð- lækkunar og markaðshruns, er þess brýn þörf, að þjóðin standi saman sem heild — og keppi sem heild að sameiginlegu marki. Þegar og stöðugt syrtir að í al- þjóðamálum og striðshættan virðist vaxa ört með hverjum degi, vænti ég þess af hverjum góðum íslendingi, að hann skilji það sjónarmið, að það sé nauð- syn, að þjóðin mæti þeim erfið- leikum, sem ófriður myndi valda, sem heild en ekki í hörð- um deilum hver við annan. Af þessum ástæðum göngum við til samstarfs, því þótt við séum allir hinir sömu flokks- menn og við höfum verið, erum við þó fyrst og fremst íslending- ar, sem höfum þær skyldur, að horfa yfir flokkssjónarmiðin þegar, og að svo miklu leyti, sem Hermann Jónasson forsœtisráðherra 45. blað Eysteinn Jónsson viðskiptaviálaráðherra Stefán Jóhann Stefánsson félagsmálaráðherra við erum sannfærðir um, að líf þjóðarinnar og heill krefst þess. Að þetta sjónarmið verði ríkj- andi í samstarfinu, bæði í rikis- stjórninni og hjá þjóðinni, tel ég vera grundvöll þess, að sam- starfið megi takast. Ef félagsheildir, stéttir eða einstaklingar, sem standa að baki ráðherrum í ríkisstjórninni, sýna ásælni í því að fá dreginn sinn taum eitt fet framar því, sem réttlátt er, samanborið við aðra, og framar því sem alþjóð- arheill leyfir, og látið verður undan þeirri ásælni, þá mun samstarfið, að mínu áliti sem forsætisráðherra, mistakast. Til samstarfsins er stofnað til þess að stjórnin geti haft nægi- legan styrkleika og öryggi til þess að framkvæma hvert mál (Framh. á 4. síðu) Olafur Thors atvinnumálaráðherra Jakoó Möller fjármálaráðherra A. Jarðyrkjan á Sámsstöðum. — Tilraunir með ræktun sojabauna. — Kveðju- samsæti. — Aflabrögð í Keflavík. — Bátasmíðar í Innri-Njarðvíkum. Tíðindamaður Tímans hefir nýlega átt tal við Klemenz Kristjánsson bú- stjóra að Sámsstöðum í Fljótshlíð. Verður á morgun byrjað að sá korni í akrana á Sámsstöðum, en allri sán- ingu á að vera lokið um mánaðamótin. Hafa tólf ára tilraunir Klemenzar sýnt, að ávallt er hentugast, öll ár, að sá kominu 20. apríl til 1. maí. Að þessu sinni verður korni sáð í 25 dagsláttur lands. Er það fjórum dagsláttum meira en venjulega og hafa kornakrarnir á Sámsstöðum aldrei fyrr verið svo stór- ir. Verður höfrum sáð í tæpan helm- ing sáðlandsins, 12 dagsláttur, en byggi í hitt, auk nokkurs af vorrúgi og til- raunakorni. — Grasfrærækt verður stunduð á 8—9 dagsláttum lands, kart- öflurækt og tilraunir með kartöflur á 4% dagsláttu og í einni dagsláttu verða ræktaðar fóðurrófur og ýmsir aðrir rótarávextir, svo sem gulrætur, gulróf- ur og fleira. Fjórir piltar eru nú á Sámsstöðum til þess að nema akur- yrkju. Hafa jafnan verið þar hin seinni ár 3—4 piltar til slíks náms á hverju vori og sumri. t r t Fyrir nokkru síðan ritaði ungur ís- lendingur, Áskell Löwe, er dvelur við nám við háskólann í Lundi í Svíþjóð, grein í Samvinnuna um sojabaunina og möguleika á þvi að rækta hana hér á landi. Að uppruna er sojabaunin austurlenzk, en er ræktuð víða um heim og mjög gagnsöm jurt, vegna fjölnýtilegra hráefna, er hún gefur til iðnaðar og neyzlu. í sumar verða tilraunir gerðar með ræktun sojabauna að Laugarvatni, í umsjá Ragnars Ás- geirssonar garðyrkjuráðunauts. Hefir ræktun þeirra aldrei áður verið reynd svo norðarlega á hnettinum. Útsæðis- baunirnar eru fyrir nokkru komnar austur að Laugarvatni, en þær útveg- aði Áskell Löwe frá ættgengisstöðinni í Svalöf í Sviþjóð. Verður þvi fyrsta sáð í þessari viku, að nokkru í lauga- jörð og að nokkru í kalda jörð. Eru út- sæðisbaunirnar af allmörgum mis- munandi afbrigðum, um 1—200 baun- ir af hverju afbrigði. Sojabaunin spirar í jörð, sem er um níu stiga heit, en þolir hinsvegar nokkurra stiga frost, þegar hún er komin upp. Gera ýmsir sér því vonir um að takast megi að rækta hana í hlýrri hverajörð. Allt er þó, eins og gefur að skilja, í óvissu um slíka ræktun, þar sem um fyrstu tilraun er að ræða. Meðal annars þyldu mörg afbrigði ekki hinn langa dag og sífelldu birtu á vorin. í öllum lönd- um Norðurálfunnar, að íslandi og Nor- egi undanskildum, hafa verið byrjaðar tilraunir með ræktun sojabaunarinnar. t r r Tíminn hafði fregnir af því í gær, að Vopnfirðingar hefðu á sunnudags- kvöldið haldið Gunnari Gunnarssyni hreppstjóra á Ljótsstöðum og Guðrúnu dóttur hans kveðjusamsæti í samkomu- húsinu í Vopnafirði, en Gunnar er á förum að Skriðuklaustri á Fljótsdals- héraði, þar sem Gunnar skáld, sonur hans, sezt að á komandi vori. Sátu hófið um 150 manns. Var Gunnari gef- inn vandaður göngustafur, útskorinn. Gunnar eldri flytur einhvern næstu daga að Skriðuklaustri, en Gunnar skáld kemur sennilega heim í maí- mánuði. t t r Aflahæsti bátur í Keflavík á þessari vertíð er búinn að veita hátt á 10. hundrað skippund. Er það m.b. Guð- finnur; skipstj og eigandi Guðmundur Guðfinnsson. Flestir bátar hafa veitt 6—8 hundruð skp. Gera útgerðarmenn sér vonir um, að ekki verði rekstrar- halli á þessari vertíð. í Innri-Njarðvíkum eru nú í smið- um tveir bátar og verður byrjað á þeim þriðja næstu daga. Bátar þeir, sem í smíðum eru, eru 55—60 smálestir, eign Samvinnuútgerðarfélags Kefla- víkur, og 24 smálestir, eign Sveinlaugs Helgasonar á Seyðisfirði. Þriðja bát- inn lætur Þorbergur Guðmundsson skipstjóri smíða. Yfirsmiður við báta- byggingarnar er Peter Wigelund. Hefir hann áður smiðað yfir tuttugu fiski skip og hafa bátar þeir, sem hann hefir smíðað, þótt bera af öðrum skip um um vandvirkni og fegurð. t r r Á víðavangi Louis Zöllner konsúll fslend- inga og Dana í Newcastle átti í gær 85 ára afmæli. Samvinnu- félögunum íslenzku er hann, sem viðskiptavinur, að góðu kunnur, og mikla velvild hefir hann jafnan sýnt í garð íslend- inga. Hann hefir alls farið xúm- lega 50 ferðir hingað til lands. * * * í dag tekur þjóðstjórnin til starfa. En fyrstu kveðjurnar fékk hún í gær í Alþýðublaðinu og Vísi. Var það þá þegar orðið kunnugt, að samkomulag hefði náðst og ráðherrar væru á- kveðnir. Alþýðublaðið tekur stjórninni vinsamlega. En Vísir hefir í frammi ýms skætings- ummæli, sem tæplega eiga heima í blaði, sem þykist túlka skoðanir eins af stuðnings- mönnum stjórnarinnar. * * * Vísir talar um það í skrifum sínum í gær, að Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafi ekki „treyst sér til“ að fara lengur með völd í landinu, muni nú ætla að „hverfa í verulegum atriðum frá hinni fyrri stefnu“ o. s. frv. Varla getur það verið til mikils gagns fyrir samvinn- una í hinni nýju stjórn, að tekn- ar séu upp þrætur um það, hverjir hafi slegið af stefnu sinni og hverjir ekki við samn- inga þá, er fram hafa farið. Fyrir ritstjóra Vísis væri það heillaráð, að lesa síðustu fund- arsamþykkt Varðarfélagsins áð- ur en hann heldur lengra á þess- ari braut. 4 * * Vísir segir í gær: „Þau fjár- lög, sem nú liggja fyrir þing- inu, eru ekki þannig úr garði gerð, að forsvaranlegt geti tal- izt, að afgreiða þau eins og þau eru, og þess verður að krefjast, að alir ónauðsynlegir útgjalda- liðir verði lækkaðir eða þeir numdir í burtu að fullu ef unnt er, þannig að ríkið hvíli ekki með enn tilfinnanlegri þunga á gjaldþegnunum en verið hefir“. Verður ekki annað sagt en að hinn nýi fjármálaráðherra fái þarna karlmannlegar ráðlegg- ingar. Gott er að eiga slíka vini! * * * Mbl. í dag ritar sanngj arnlega um stjórnarmyndunina. Segir blaðið, að það sé „stórmerkur viðburður í íslenzku stjórnmála- lífi, er menn, sem barizt hafa í návígi hinnar pólitísku orra- hríðar hér á landi, ganga til samvinnu um stjórn landsins". * * * Þjóðviljinn í morgun er tals- vert úrillur eins og vænta mátti. Aðalrök hans á móti þjóðstjórn- inni eru þau, að hún sé „fylgis- lausasta stjórn,_ sem setið hefir að völdum á fslandi"! Fylgis- leysi stjórnarinnar er þó ekki meira en svo, að af 49 þing- mönnum er ekki vitað um nema 4 þingmenn, sem telja má yfir- lýsta andstæðinga hennar. Má að vísu vera að þingmenn hins svokallaða Bændaflokks bætist í þennan 4 manna hóp, en eng- anveginn er það þó víst. Stjórn- in má una því vel, ef ekki finnst annað alvarlegra að bera henni á brýn en fylgisleysi. Og létt verk og löðurmannlegt ætti það að vera að fást við stj órnar- andstöðu, sem ekki hefir önnur bitrari vopn í höndum. * * * Til áréttingar frétt, sem birt var nýlega, skal það tekið fram, að hin umtalaða bygg- ing 5000—6000 mála síldarverk- smiðju á Siglufirði mun enn svífa mjög í lausu lofti og of snemmt um það að spá, hvort úr henni verður. Ríkisstjórnin hefir ekki enn veitt leyfi til að reisa fleiri verksmiðjur en nú eru á þessum stað, og á Alþingi hefir komið fram ákveðinn vilji í þá átt að leggja aöaláherzlu á verk- smiðjubyggingu á öðrum stað. Ekki mun heldur vera tryggt neitt lán til þessa fyrirtækis um- fram hinar norsku vélar, sem fást myndu með afborgunum, ef bankatrygging væri fyrir hendi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.