Tíminn - 18.04.1939, Síða 3

Tíminn - 18.04.1939, Síða 3
45. blatS TfMIIVjV. briðjndaglim 18. aprffl 1939 179 A N N A L L Dánardægur. Helga Sigurðardóttir hús- freyja á Felli á Langanesströnd andaðist í Landsspítalanum í Reykjavík 2. des. sl. Hún var fædd í Akrakoti í Innra Akra- nesshreppi 5. nóv. 1894, dóttir hjónanna Sigurðar Sigurðssonar og Guðríðar Bjarnadóttur. 19. apríl 1923 giftist hún Friðrik bónda Oddssyni á Felli og bjuggu þau þar síðan. Snemma á sl. sumri fór Helga samkv. læknisráði til Reykjavík- ur, til að leita sér heilsubótar vegna brjóstveiki, sem hún hafði fundið til um nokkurra mán- aða skeið. Þess mun þá hafa verið fastlega vænzt af vanda mönnum henn- ar og öðrum, að hún ætti aft urkvæmt. — Sú mun líka lengst af hafa verið von 1 æ k n a þeirra, er hana stunduðu syðra, einkum þegar á leið, því að góð- ur bati virtist þá sýnilegur. En skyndilega bárust að heimili hennar þau boð, að sjúkdómur- inn hefði breytzt og alls væri von. Og þótt eiginmaður hennar brygði svo skjótt við sem verða mátti til suðurfarar, var þó sá fljótari í förum, er óboðinn kem- ur og engan veitir frestinn. Hin síðasta fylgd inn í fram- andi kirkjugarð og þaðan heim um langan veg til níu móður- lausra barna. Þau spor eru þung. Og þó er þeirra raunin sárust, sem sviftir eru hinni mjúku móðurhönd áður en reynsla lífs- ins hefir gefið þeim þrekið til viðnáms því sem knýr fram tár syrgjenda og munaðarlausra verður aldrei með orðum lýst. En í hugum þeirra, er til þekktu, en fjær standa, lifir mynd hinnar þrekmiklu ósérhlífnu og um- hyggjusömu móður og húsfreyju, sem kom ung úr fjarlægu hér- aði, ávann sér traust og virðingu skyldra og óskyldra — og þau eftirmæli er bezt mega verða, að hafa gert skyldu sína, meðan dagur var. Vinur. Afmæli. Guðrún Sigtryggsdóttir hús- freyja að Ingunnarstöðum í Brynjudal á sextugsafmæli í dag. Hún er gift Lúther Lárus- syni bónda á Ingunnarstöðum. Hafa þau búið þar allan sinn (Framh. á 4. síðu) hátt yrði sköpuð heimili á borð við Hóla, Skálholt, og síðar Bessastaði, væri vissulega skyn- samlegt og þess vert að gaumur sé gefinn. Þorsteinn Einarsson er einn af okkar afburða glímumönnum, einn af fáum síðari tíma glímu- mönnum, sem skilið hafa ís- lenzku glímuna rétt, skilið hana sem íþrótt í orði og verki. Til- lögur hans um breytt dómfyrir- komulag eru miðaðar við það að drengileg framkoma, fegurð og kunnátta skipi öndvegi innan glímunnar, en kraftar einir nægi ekki til þess að færa mönnum sigur. Það er ekki ástæða til að ryfja þessar tillögur Þorsteins Einarssonar nákvæmlega upp, enda öllum glímuunnendum að sjálfsögðu kunnar. En mér finnst tvennt vanta í tillögurn- ar, sem sé einfaldara dómsform, sem er nú veigalítið atriði, og grundvöllinn, sem tillögurnar ættu að byggjast á. Þann grund- völl, sem fengist með því að skipa glímumönnum í þyngar- flokka með líku fyrirkomulagi og höfundar glímubókarinnar benda á fyrir 22 árum siðan, þó með smávægilegri breytingu eða tilfæringu á þyngd hinna mis- munandi flokka, sem ég vil hafa þannig: í stað 60 kg. komi 65 kg. og í stað 70 kg. komi 75 kg. Verður þá léttasti flokkur 65 kg. og minna, miðlungsmenn frá 65 kg. upp í 75 kg. og þyngsti flokur þar fyrir ofan. Um þessi þyngd- artakmörk má að sjálfsögðu deila, en ég tel þau nær því rétta en glímubókin gerir ráð fyrir. Aðrar þjóðir hafa, fyrir löngu síðan, tekið upp þyngdarflokks- skipulagið í flestum þeim íþrótt- um, sem líkt er ástatt um og ís- lenzku glímuna. Má þar tilnefna DEIMILIÐ Garðrækt. Víða þar, sem garðrækt er stunduð aðeins fyrir heimilin, er það hlutverk húsfreyjanna að sjá um garðana. Þeim er það oft mjög hugnæmt starf og þær rækja það með kostgæfni. Garð- jurtirnar eru veikbyggðar smá- verur, sem þeim er svo ljúft að annast um. Allar plöntur þurfa að eiga völ á lofti, ljósi, hita, vatni og næringu. Ekkert af þessu má vanta til þess að þær geti lifað og þroskazt. Þarf að gæta þess, að þeim sé veitt nóg af þeim efnum, sem við verður ráðið, t. d. fyllilega nóg næring úr jarð- veginum. Þá er hægt að hafa áhrif á loftið og ljósið með því að velja garðstæði þar, sem sólarinnar nýtur bezt og skjól er fyrir næð- ingum. Vatnið leggur náttúran til. Þá má hafa áhrif á rakann með því að vökva þegar þurk- ur er mikill, eða ræsa fram þar sem jarðvegurinn er of rakur. Plönturnar þurfa næringu eins og menn og dýr, og hana fá þær úr jarðveginum. Jarð- veginn þurfum við því að gera þannig úr garði, að hann veiti garðjurtunum hæfilega nær- ingu. Vegna þess að sumurin hér eru yfirleitt stutt og köld, þurfum við að vanda meira til undirbúnings jarðvegsins en víðast hvar annarsstaðar. Okk- ar garðjurtir þurfa að þroskast á svo skömmum tíma. Plönturnar fá næringarefni úr loftinu og jörðinni, uppleyst í vatni. Mörg efni fá þær úr jörð- inni, en í áburðinum þarf að gefa þeim köfnunarefni, fosfór- sýru, kali og kalk. Kalkið er þó frekar talið sem j arðblöndunar- efni. í góðum búfjáráburði geta garðjurtirnar fengið öll þessi þrjú efni. En þvi miður er hann ekki alltaf nógu vel hirtur og kemur því ekki að fullum notum. Sé búfjáráburður notaður í garða, skal bera hann á áður en garðurinn er stunginn upp eða plægður. Það er nauðsynlegt að hann blandist sem bezt jarðveg- inum. Hrossatað og sauðatað er talið betri áburður í garða en kúamykja. Þó reynist kúamykj- an vel í kálgarða. Tilbúinn á- burður er nauðsynlegur við alla garðrækt. Hann flýtir mjög fyrir þroska jurtanna. Nitrophoska, sú tegund, sem er klórlaus, er handhægast að nota. Nitrophoska hefir inni að halda 15% köfnunarefni, 15% fosfórsýru og 18% kali. Hefir því ýmsar glímur og hnefaleika. Þetta fyrirkomulag í íslenzku glímunni hlyti að breyta við- horfi ungra manna mjög mikið, ungir menn eða drengir æfa glímuna mjög lítið almennt, og verður að ráða bót á því ástandi hið fyrsta, annars deyr glíman alveg út. í sveitunum óx upp kjarni hinna íslenzku glímu- manna, og einmitt þeir hafa haldið glímunni lifandi í kaup- stöðunum upp á síðkastið, en þetta er líka að hverfa og breyt- ast til hins verra. Að undan- förnu hefi ég átt tal við ýmsa glímuunnendur og spurt þá álits á framangreindum tillögum. Skoðanir þessara manna eru mjög breytilegar, en bentu þó á það eitt sameiginlegt, að ástand- ið væri slæmt og eitthvað þyrfti að gera til að bæta úr því á- standi. Mér er að vísu vel ljóst, enda þótt ég bendi sérstaklega á þyngarflokkaskipulagið, að það eitt Tæður ekki fullkomna bót á öllu því, sem hamlar gengi íslenzku glímunnar, en hitt veit ég, að það hlýtur að vera stórt spor í rétta átt. Aðstöðumunur mannanna verður aldrei jafnað- ur að fullu og öllu á nokkru sviði, til þess þyrfti eitthvað ó- þekkt að koma fram, en sjálf- sagt er að byggja umbætur í glímunni á því sem skynsamlegt sýnist; það reynist hvarvetna haldbezt sem umbóta er þörf. Áhuga og aðstöðu til glímuiðk- ana ætti að vera hægt að skapa, með því að taka glímuna upp t. d. í héraðsskólunum, eins og E. B. leggur til. Svo og að íþrótta- félög og aðrir skólar sýni henni þann skilning sem nauðsynlegur má teljast. Við megum ekki gleyma því að íslenzka glíman er harðfeng í- þrótt og krefst þess að menn séu Tún tíl sölu í Haínarfirði. Óskað er kauptilboða í eftirfarandi fasteignir tilheyrandi dánarbúi Þorsteins Björnssonar: 1. Tún á Öldum austan Öldugötu að stærð ca. 3 dagsláttur. 2. Tún í Hörðuvöllum að stærð ca. 2 dagsláttur. 3. Tún á Hörðuvöllum að stærð ca. 3 dagsláttur. 4. Hæsnahús fyrir ca. 200 hænsni, austan í Öldum með til- heyrandi lóð. Skriflegt kauptilboð í hverja eign út af fyrir sig eða allar í sameiningu, sendist undirrituðum umboðsmanni skiptaráðanda fyrir 25. þ. m. Hafnarfirði, 15. apríl 1939. Björn Jóhannesson, Vesturbraut 9. Jörðín Krossnes í Álftaneshreppi í Mýrasýslu fæst til kaups eða ábúðar næsta far- dagaár. — Upplýsingar gefur BJARNI ÁSGEIRSSON, alþingismaður. E.m. „E»»A“ hleður í GEÁOA, LIVOMO og NEAPEL dag- ana 8.—13. maí beint tll Reykjavíkur. — Um- boðsmcnn á öllum höfnum lYortherii Shipping Ageney. — Vörur óskast tilkynntar sem fyrst. Gunnar Guðjónsson skipamiðlari. Símar 2201 og 5206. öll áburðarefnin inni að halda. Skal bera það á um leið og jarð- vinnsla fer fram að vorinu. Túnræktin er sú ræktun, sem við þekkjum bezt. Garðjurtirnar þurfa mikið meiri áburð en tún- in. Það er talið bezt að nota helming búpeningsáburðar og helming tilbúins áburðar. Garð- jurtunum virðist falla það bezt. Til frekari tryggingar upp- skeru í kaldari hluta landsins, mun ekki veita af að bera 9—12 kg. af Nitrophoska á 100 ferm. kartöflu- eða rófugarð, sé hann notaður eingöngu, og allt upp í 15 kg. fyrir káltegundir. Sé bú- fjáráburður notaður eingöngu, mun þurfa allt að 900 kg. á sama flatarmál, sem áður er getið. Sé hvort tveggja borið á, má auka eða minnka skammtinn eftir þessum hlutföllum. J. S. L. ekki hræddir við hrumlu eða fall, en þessa gætir mjög lítið hjá mönnum, sem læra glímu á réttan hátt, læra að verja sig og sækja brögð svo að fegurð fylgi hverri hreyfingu. Það getur enginn orðið góður glímumaður nema með mikilli æfingu og lær- dómi. Það er jafnan einkenni erfiðra íþrótta. Dagblöðin skýra frá því að ís- lenzka ólympíunefndin hafi í byggju að sækja um það, að fá leyfi til þess að sýna íslenzka glímu á Olympíu-leikjunum í Finnlandi 1940. Þetta er mjög mikið gleðiefni og væri óskandi að það mætti takast, því alltaf hefir íslenzka giíman vakið at- hygli, þar sem hún hefir verið sýnd utanlands. En svo bezt get- ur íslenzka glíman unnið sér verulegt álit utanlands, að hún sé æfð hér heima, og skilin á réttan hátt. í tilefni af þessari hugmynd ættu allir, sem unna þjóðlegum einkennum þessa lands, að hefja nýja sókn með það markmið í stafni að lyfta einu íslenzku íþróttinni, glim- unni, upp í sitt forna öndvegi. íslenzka gliman er þjóðaríþrótt, íslenzka glíman er andlegur og líkamlegur orkugjafi, hún er skemmtun, ímynd drenglundar, fegurðar og reglusemi þeim, er hana æfa og skilja til fulls. Þessa eiginleika glímunnar meg- um við ekki missa, þeir eru þjóð- legir og göfugir, og þeir hafa verið leiðarljós og þróttur í lífs- baráttu margra okkar ágætustu manna. Ég heiti því á hvern sannan íslending að leggja sitt lið fram til þess að koma Is- lenzku glímunni upp í þann virðingarsess, sem hún lengst af hefir skipað með þessari þjóð, og hún vissulega verðskuldar flestum íþróttum fremur. Sígurður Ólason & Egill Sígurgeírsson Málflutningsskrifstofa Austurstræti 3. — Sími 1712 Tilkynning tíl útgerðarmanna og síldarsaltenda. Þeir útgerðarmenn og síldarsaltendur, sem óska eftir löggildingu sem síldarútflytjendur fyrir árið 1939, skulu sækja um löggildingu til Síldarútvegsnefndar fyrir 30. apríl n. k. Umsókninni fylgi tilkynning um, hvort salt- endur hafi ráðið sérstakan eftirlitsmann með síldverk- uninni, hver hann sé, og hvort hann hafi lokið síldverk- unarprófi. Ennfremur vill Síldarútvegsnefnd vekja sérstaka at- hygli útflytjenda á því, að enginn má bjóða síld til sölu erlendis án leyfis nefndarinnar, og þurfa þeir, er ætla að gera fyrirframsamninga, að sækja um leyfi til nefnd- arinnar fyrir 30. apríl n. k. Allar umsóknir þessu viðvíkjandi sendist til Síldar- útvegsnefndar, Siglufirði. Siglufirði, 31. marz 1939. Síldarútvegsnefnd. T i I k y ii ii í ii « tll nt^erðarmanna »8 Nkipaei^enda. Þeir útgerðarmenn, sem hafa í hyggju að gera út skip á síldveiðar til söltunar næsta sumar, eru beðnir að tilkynna Síldarútvegsnefnd tölu skipanna, tilgreina nafn skipsins, einkennistölu, stærð og hverskonar veið- arfæri (reknet, snurpunót). Ef fleiri en eitt skip ætla að vera saman um eina herpinót, óskast það tekið fram sérstaklega. Tilkynningin óskast send Síldarútvegsnefnd, Siglu- firði, fyrir 1. júní n. k. Það athugist, að skipum, sem ekki sækja um veiði- leyfi fyrir þann tíma, sem að ofan er tiltekinn (1. júní) eða ekki fullnægja þeim reglum og skilyrðum, sem sett kunna að verða um meðferð síldar um borð í skipi, verður ekki veitt leyfi til söltunar. Siglufirði, 31. marz 1939. Síldarúivegsnefnd. ÚTBREIÐIÐ TÍMANN 28 Lettice Ulpha Cooper: Málarinn 25 ekki. Aðeins eitt hryggði mig: Að ég hafði sagt henni frá honum. Ég vissi, að með „henni“ átti hún ekki við frú Halliday, heldur konuna, sem hafði bolað henni burtu, konuna, sem hún, jafn heil í afbrýðisemi sinni sem ást, hafði oft hugsað um að drepa. Ég var að hugleiða það, um hve þrönga farvegi og djúpa hinir innibyrgðu straumar huga hennar hefðu flætt, þegar hún '.agöi sannfærandi: — Hann málar aldrei stóra málverkið. Ég býst ekki við, að hann geri það. Ef lýsing hennar hefir gefið mér rétta hugmynd um manninn, þá hefir stóra málverkið fremur verið reikul ósk um fullnægju þess, er hann áður skorti, auðlegð, upphefð, aðdáun, er hann hafði nú öðlazt, heldur en hinn sanni draumur lista- mannsins. Afrek af hans hálfu hefði verið Ellen Crane ánægjuauki og málsbætur — ef hún hefði þurft málsbóta við. En hún þurfti ekki á neinum málsbótum að halda, og það vissi hún bezt sjálf. Ég hygg að henni hafi ekki verið það lagið að blekkja sjálfa sig. Hún hefir ef til vill aldrei reynt það. Hún rétti sig upp og dróg hendumar að sér og sagði með hinum venjulega hreim almennrar kurteisi í röddinni: — Ég bið afsökunar. Góða nótt. — Góða nótt, svaraði ég. Ekkert annað gat ég sagt. Ekkert, sem þýðingu hefði fyrir hana. Ég tók að horfa út á sjóinn að nýju, en hún gekk kyrrlátlega burtu í myrkrinu. ENDIR. hún.hafði gefið á peningatökunni: Skilurðu það ekki? Ég elskaöi hann. — Endalokin komu alveg óviðbúið og ég varð ekki áhorfandi að þeim. í byrjun febrúarmán- aðar fékk Tamsína mislinga. Það varð auðvitað mesta uppþot í gistihúsinu. Við vorum öll, frú Halliday, fóstran, börnin og ég, sett í sóttkví í einni álmu hússins. Okkur fannst það ekki ó- maksins vert, að halda Hönnu sér, og fáum dögum seinna tók hún veikina líka. Tamsína varð ekki mikið veik, leið bara illa og var stúrin í geði, en Hanna fékk strax mikinn hita og upp úr því hastarlega lungnabólgu. Hún var ekki heilsuhraust og hafði vaxið mikið örar en góðu hófi gegndi. Það var meðfram vegna hennar, að Halliday-hjónin dvöldu á Madeira. Eitt kvöld- ið hugðum við henni alls ekki líf. Við gátum ekki fengið húkrunarkonu og skiptumst á um að vaka yfir henni, móðir hennar og ég. Nanna, barnfóstran, annaðist um Tamsínu. Hanna hafði ávallt haft ótta af Nönnu og var ekki róleg hjá henni. Þú veizt hvernig það er í tvísýnum veikindum. Maður gleymir öllu öðru og við vorum alveg einangruð frá umheiminum. Jafnvel Halliday sjálfum var ekki leyft að koma til okkar, nema kvöldið, sem Hanna litla var þyngst haldin. Clare sáum við aldrei. Hönnu batnaði fremur seint. Dag einn, litlu eftir að hún fór að hafa fótavist, hafði ég lagt hana upp i rúmið, svo hún gæti notið hvfldar seinni hluta dagsins. Frú Halliday kom inn með

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.