Tíminn - 13.05.1939, Side 1

Tíminn - 13.05.1939, Side 1
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI,. Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu lo. Síml 2323. FRENTSMIÐJAN EDDA h. í. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, laugardagmn 13. maí 1939 55. blað Aðalfundur stjórnar S. U. F. verður haldinn á Akureyri Á þessu ári mun S. U. F. gefa út Skinffaxagreiu- ar Jónasar Jónssonar og sennilega fyrsta liefti af sögu Framsóknarflokksins. Snorragarðnr í Reykholti Nýlega hefir verið ákveðið að halda aðalfund stjórnar Sambands ungra Fram- sóknarmanna á Akureyri dagana 11.—17. júní næst- komandi, en um það leyti er eitt ár liðið síðan sambandið var stofnað að Laugarvatni. Auk aðalstjórnar sambands- ins, sem skipuð er fimm mönn- um úr Reykjavík, eiga sæti á aðalfundi stjórnarinnar einn fulltrúi úr hverju lögsagnarum- dæmi, þar sem starfandi eru samtök ungra Framsóknar- manna. Þessir fulltrúar voru kosnir á stofnþinginu að Laug- arvatni, 23 að tölu. Jafnframt er ráðgert, að þeim forystu- mönnum og áhugamönnum úr hópi ungra Framsóknarmanna, sem þess óska, verði veitt að- staða til fundarsetu og hafi þeir þar málfrelsi og tillögurétt. Einkum er gert ráð fyrir, að ungir Framsóknarmenn úr Eyj afj arðarsýslu, Skagafj arðar- sýslu og Þingeyjarsýslum muni notfæra sér þetta, vegna hægrar aðstöðu um fundarsókn. Félag ungra Framsóknarmanna á Ak- ureyri mun taka á móti fundar- Skípti á amerískum og ísL námsmönnum Ragnar Ólafsson lögfræð- ingur S. í. S. hefir undanfarið dvalið í New York og stundað framhaldsnám í Columbia há- Ragnar Ólafsson. skólanum. Skömmu eftir að hann kom vestur, hitti hann að máli forstöðunefnd stofnunar, sem vinnur fyrir málefni Norð- urlanda í Ameríku og kallast Scandinavian Foundation. — Hafði stofnun sú fremur lítið sinnt íslendingum, enda ekki fast eftir gengið. Ragnar Ólafs- son hefir nú í vetur ritað nokkr- ar fræðigreinar um íslenzka menningu, og þá ekki sizt um samvinnuhreyfinguna, í tíma- rit félagsins, en þar hafði áður lítið verið getið um íslenzk mál- efni. Samhliða þessu fékk Ragn- ar Ólafsson komið því til leiðar, að stofnun þessi vill styrkja myndarlega námsmenn úr Bandaríkj unum, sem stunda nám í Reykjavík, gegn því, að ísland verji jafn miklu í náms- styrk í Bandaríkjunum. Er þar með opnuð leið, þótt þröng sé, fyrir íslenzka námsmenn að dvelja í þessu merkilega fram- faralandi. Þegar tók að vora, brá Ragnar Ólafsson sér á fund frænda sinna vestar í álfunni og komst alla leið vestur á Kyrrahafs- strönd. í Winnipeg var honum haldið fjölmennt skilnaðarsam- sæti. — Segja Winnipegblöðin að hann muni innan skamms snúa heimleiðis. mönnum þar nyrðra og verða þeim til liðsinnis, eins og það megnar. Um fundarsóknina af Suður- landi, og að nokkru leyti af Vest- urlandi, mun það skipulag haft, að fundarmenn verði samflota á einni stórri bifreið og verði farið úr Reykjavík á einum degi til Akureyrar. Á aðalfundinum verða tekin til umræðu og afgreiðslu mörg merkileg mál, bæði þjóðmál og málefni, er einkum varða sam- bandið sjálft. Enn er ekki að fullu gengið frá dagskrá fund- arins, en fastráðið er að tekið verði til íhugunar hið almenna landsmálaviðhorf og þær breyttu kringumstæður, sem skapazt hafa við myndun þjóð- stjórnarinnar, og afstöðu ungra Framsóknarmanna til þessa á- stands. Mun fundurinn semja ávarp til Framsóknaræskunnar í landinu. Einnig munu þar verða gerðar ályktanir um launamál, þegnskylduvinnu, menningarmál og fleira, eftir því, er síðar verður ákveðið. Að sjálfsögðu verður og fjallað um málefni sambandsins, svo sem einstaka þætti í starfsemi þess, þar á meðal bókaútgáfu, þjóð- málanámskeið, útbreiðslustarf- semi og fleira; ennfremur skipu- lag og uppbyggingu sambands- ins, stóraukið og náið samstarf ungra Framsóknarmanna, fjár- öflunarleiðir fyrir félög þeirra og fjölmargt annað. Jónas Jónsson, formaður flokksins, og Eysteinn Jónsson viðskiptamálaráðherra munu flytja erindi á fundinum, og ef til vill fleiri af forráðamönnum flokksins. Samband ungra Framsóknar- manna hefir þegar á hinu fyrsta ári innt allmikil og merkileg störf af höndum og jafnhliða lagt grundvöllinn að því, að þau störf geti orðið enn meiri og (Framh. á 4. síöuj Ásgeir Einarsson dýralséknir er gest- komandi i bœnum. Hefir tíðlndamaður Tímans haft af honum tal og spurt hann um útbreiðslu gamaveikinnar austan lands og möguleika á útrým- ingu þessa mikla vágests. Ásgeir hefir síðan um áramót verið á sífelldu ferða- lagi um sýkingarsvœðin og rannsakað til jafnaðar 100 kindur á dag. Aðalsýk- ingarsvœðin eru þrjú. í Breiðdal og þrem bæjum í Stöðvarfirði voru rann- sakaðar 7.400 kindur, alls af 36 bæjum. Af þessum kindum fundust 340 sýktar. í Vopnafirði voru rannsökuð rúm 10.000 fjár á 37 bæjum. 610 kindur voru sýkt- ar. Á Fljótsdalshéraði var rannsakað 2900 fjár á 24 bæjum. Alls 136 kindur sýktar. Á flestum þessara nær hundrað bæja gætti veikinnar eitthvað, en þó varð hennar ekki vart á efstu bæjum í Breiðdal og nokkrum bæjum í Vopna- firði, en þar er enn ekki fullrannsakað allt fé. Af hinu sýkta fé var 940 kindum slátrað, en 150 sýktar kindur af Héraði og úr Vopnafirði, sem ekki fundust fyrr en eftir sumarmál, verða látnar lifa til hausts og verða geymdar i girðing- um í sumar. í haust verða enn víð- tækari rannsóknir látnar fara fram til þessa að komast að fullu fyrir veikina og þess freistað að útrýma henni með öllu. t t t Péð gengur langa hríð með veikina áður en unnt er að komast að raun um hvort það er sýkt. Verða því endur- Ýmsum mönnum er það á- hugamál að gerður verði fagur garður sem umgjörð um hið mikla Snorralíkneski, sem Norðmenn ætla að reisa í Reyk- holti árið 1941. í fyrrasumar fóru þeir Hörður Bjarnason húsameistari og Unnsteinn Ól- afsson garðyrkjuskólastj. upp að Reykholti, athuguðu staðhætti fyrir skemmtigarð þar og báru saman ráð sín, en síðan gerði Hörður uppdrátt af Reykholts- garði eins og hann vill leggja til að hann verði í framtíðinni. Fylgir hér mynd af uppdrætt- inum. Akbrautin heim að skól- anum verður allmikið vestar en nú. Ætlazt er til, að stórt torg verði fyrir vestan skólann, en á því miðju standi líkneskið í blómaxeit. Benzíngeymar og bifreiðastæði verði flutt burt af torginu fyrir framan skólann. Allt svæðið fyrir neðan skólann niður að þjóðveginum verði gert að skemmtigarði. Eiga þar að skiptast á raðir trjáa og gras- fletir. Fallega sé búið um Snorralaug. Nokkuð fyrir neðan skólann sé opin, volg sundlaug, en til hliðar sólbaðsskýli og í- þróttasvæði, t. d. tennisvellir. Volgur lækur rennur nú þarna niður og verður hann notaður í sundlaugina og ennfremur í skrúðgarð fyrir íslenzkar jurtir, sem sé í norðausturhorni garðs- ins. Breiður stígur með tröppum með vissu millibili gangi frá torginu fyrir framan skólann og alla leið niður í blómagarð- inn. Slíkur garður verður mjög fagur á sumrin og ætti að hafa mikið aðdráttarafl fyrir gesti. Skemmtigarður sem þessi verður ekki dýr. Sjálfsagt verða teknar rannsóknir að fara fram með nokkurra mánaða millibili. Þó má ekki svo langur tími líða um, að kindur, sem ekki sást á við bólusetningu í fyrra skiptið, geti verið orðnar sýklaberar áður en rannsóknin er endurtekin. Féð sýkist þannig, að sýklar úr saurnum berast í heyið. Inni geta þeir lifað all- lengi, og er líklegt að rífa þurfi þök af ýmsum fjárhúsum, þar sem sýkingin var mest og láta tóftina standa opna í sumar, svo öruggt sé, að sýklarnir drep- ist, þvi að erfitt er um sótthreinsun. Úti lifa þeir skamma hríð, en þess þarf stranglega að gæta að fé komist ekki á tún, sem nýlega hefir verið borið á sauðatað. Kindur, sem stökkva upp í garða, eru hreinustu skaðræðisgripir. Á einum bæ í Breiðdal fundust 18 kindur veikar i 40 kinda húsi, þar sem sýkt garðakind var, en aðeins ein kind veik i öðru 40 kinda húsi á sama bænum. t t r Gunnlaugur Kristmundsson sand- græðsluvörður kom í gær austan úr Árnessýslu úr eftirlitsferð. — Frétta- maður Tímans átti tal við hann í gær- kvöldi, er hann var nýkominn heim. Sagðist Gunnlaugi svo frá: — Sand- græðslustöðvarnar eru nú yfir þrjátíu. Er sumstaðar búið en annarsstaðar verið að dytta að sandgræðslugirðing- unum. Um átta smálestum af melfræi verður sáð í sandgræðslulöndin í ár, mest í girta landið út frá Gunnarsholti og Klofa í Landsveit, þar sem korn- margir áhugamenn í Borgar- firði til þess að leggja fram nokkur dagsverk í garðinn. Ung- mennasamband Borgarfjarðar hefir riðið myndarlega á vaðið Hinn þekkti enski stjórnmála- maður, Winston Churchill, sem manna mest hefir barizt fyrir endurvígbúnaði Breta, hefir ný- lega skrifað grein um afstöðu Ítalíu, ef til styrjaldar kæmi. Er meginefni greinarinnar á þessa leið: Margir hafa efazt um, að Mussolini myndi fylgja Þjóð- verjum, ef heimsstyrjöld bryt- ist út. Brotin á brezk-ítalska sáttmálanum og hin nána sam- vinna Þjóðverja og ítala að undanförnu, mun þó sennilega hafa sannfært flesta um, að af- staða ítala í næstu styrjöld sé þegar afráðin. En menn skulu ekki leggja of mikla trú á samninga. Þeir geta verið rofnir, þegar minnst von- um varir. Annað er varanlegra og það eru hagsmunirnir. Hinn mikli stjórnmálamaður, hertog- inn af Marlborough, lét eitt sinn svo ummælt, „að hagsmun- irnir skrökvuðu aldrei“. Það er víst, að hagsmunir ítala eru í verulegri hættu, ef þeir þurfa að berjast við Breta og Frakka í Miðjarðarhafinu. ítalir hafa herlið á fjórum stöðum fjarri heimalandinu, á Spáni, í Alban- íu, Libyu og Abessiníu. Yrði ít- geymslurnar eru og fræsöfnun mest. Einnig verður talsvert miklu sáð í Höfnum og í Þorlákshafnargirðinguna. t t t Helzta framkvæmdin, sem fullráðin er í ár, er að ganga að fullu frá girð- ingunni milli Sandgerðis og Býjar- skerja, og gera við skemmdir, sem urðu þar á varnargarði í hafróti og stormi í vetur. Ef til vill verður einnig sett upp alllöng girðing í Austur-Landeyj- lun, um 17 km. Er áætlað, að hún kosti 18 þúsund krónur. Eiga átta jarðir hlut að þessu máli, Bakki, Ön- undarstaðir, Kirkjuland, Kirkjulands- hjáleiga, Kross, Tjarnarkot, Hallgilsey og Hallgilseyjarhjáleiga. Leitar sand- urinn á þessum slóðum frá ströndinni og inn í landið. Eru þar nokkur forn eyðibýði. Girðingunni er fyrirhugað að haga þannig, ef úr framkvæmdum verður, að girða neðan við fremstu bæjaröðina, en ofan við sandana, allt vestan frá Affalli og austur í Ála. t t t Tið er nú ljómandi góð um mestan hluta lands og útjörð tekin mikið að gróa, að minnsta kosti í hinum hlý- viðrasamari héruðum. Yfirleitt er byrjað að hieypa út kúm í þessum sveitum, og hjá einstöku bændum jafn- vel fyrir nokkru síðan. Verði framhald á þessu góðviðri og bíði grasvöxturinn engan hnekki, mun nautgripum víða bráðlega létt af gjöf. með því að lofa 100 dagsverkum til hans. Væri mjög æskilegt, að undinn yrði bráður bugur að því að koma upp þessum skemmtigarði. S. J. alski flotinn sigraður, myndu þessar fjölmennu hersveitir verða að gefast upp, sökum forðaleysis. En öll rök virðast benda til þess, að ítalski flotinn hafi enga möguieika til að standast hinn margfallt sterk- ari flota Breta og Frakka í Mið- jarðarhafinu. Og það jafnvel þó hvert einasta rúm á ítalska flotanum væri skipið jafnokum Mussolinis í dugnaði og hug- rekki. Það er meira en sennilegt, að í styrjöld milli Breta og Frakka annarsvegar og Þjóðverja og ítala hinsvegar, myndi fyrstu úrslitaorusturnar verða háðar i Miðj arðarhafinu. Margir brezkir hernaðárfræðingar telja það til bóta, að Ítalía fylgdi Þýzkalandi í styrjöld. Þetta strandlanga og hráefnalausa land myndi gefa herjum Breta og Frakka tæki- færi til að vinna fljótunna sigra, en það hefir ótrúleg áhrif á sigurvissu hermannanna að geta unnið fyrstu sigrana. Jafnframt telja þessir menn, að Ítalía muni aðeins verða til trafala fyrir Þjóðverja eins og Austurríki var í seinustu heimsstyrjöld. Þjóð- verjar yrðu fljótlega að koma ítölum til hjálpar og gætu því ekki eins einbeitt sér á öðrum stöðum. En hver sem úrslit styrjaldar- innar yrðu, myndu ítalir alltaf tapa. Sigruðu Þjóðverjar, myndu þeir einir vilja njóta herfangs- ins og ítalir myndu fljótt finna að þeir væru „litli bróðirinn" í leiknum, sem bráðlega yrði að lúta boði og banni „stóra bróð- ursins“. Ítalía myndi verða svipuð hjálenda Þýzkalands og hin kúguðu lönd. Það er held- ur ekkert líklegra að stríðs- gæfan muni verða með Þýzka- landi en hinum vestrænu lýð- ræðisrikjum, sem finndu að þau væru að berjast fyrir tilveru sinni. Undir slíkum kringum- stæðum eru þau engu ósigur- vænlegri. Og endaði síyrjöld á þá leið hefðu ítalir orðið að bera hita styrjaldarinnar og yrðu jafnframt að þola erfiðleika ó- sigursins. Það er öll ástæða til að halda að þetta sé álit hins ítalska al- mennings. Áreiðanlegar heim- ildir herma að þetta álit eigi jafnvel talsmenn í hinu fasist- iska stórráði og þar hafi fallið þau orð, að Ítalía mætti ekki fara í stríð móti „vilja kirkj- unnar, konungsins og fólksins“. Það hefir gengið illa að fá ítalska alþýðu til að trúa því, að Englendingar væru sokknir niður í ómennsku og kommún- isma og ólíklegir til nokkurra stórræða. Það er því ekki víst, að Mussolini fengi þjóðina til að berjast gegn Bretum og Frökk- um, jafnvel þótt hann hefði vilja til þess. Margir segja að Mussolini hafi (Frarrih. á 4. síðu) w A viðavangi Indriði Þorkelsson á Fjalli og Þura Árnadóttir í Garði gefa í haust út sýnishorn af ljóðum sínum. Hafa þau bæði dvalið sunnanlands í vetur, meðfram til að ljúka undirbúningi þess- ara mála. Indriði verður sjö- tugur á næsta hausti og er þá gert ráð fyrir að bók hans komi á markaðinn. Bók Þuru kemur væntanlega um líkt leyti. Bæði þessi skáld eru fyrir löngu landskunn. Indriði á Fjalli er einhver mesti ættfræðingur landsins, og sögufróður í bezta lagi. Hefir hann skipt æfi sinni milli búskaparins, opinberra starfa í sveit og héraði, ætt- fræðinnar og skáldskaparins. Munu ljóð hans bregða mildu ljósi yfir styrkinn í bænda- menningu landsins, áður en vélaöldin hófst. Vísur Þuru í Garði hafa flogið á vængjum vindanna um land allt um undangengin tuttugu ár. Er hún í þeim efnum arftaki Páls Ól- afssonar. í bók hennar verður eingöngu takmarkað úrval af beztu vísum hennar, og er þá almenningi fengið til eignar það sem bezt er gert i þeirri grein af hendi þeirra skálda, sem nú lifa. * * * Svo sem kunnugt er kaupir Árni Eylands inn mestallar vinnuvélar, sem bændur á ís- landi fá frá útlöndum. Auk þess hefir hann átt meginþátt í að velja vélar og vinnutæki handa bændum og hefir til þess mikla hugkvæmni. Er þýðing hans fyrir landbúnaðinn mikil og varanleg. Stýrir hann nú innkaupum fyrir bændur, þar sem veltan nemur um hálfri annarri miljón króna árlega. Auk þess leggja margir for- göngumenn bænda mikla stund á að Árni taki við ritstjórn landbúnaðarblaðsins, og þykir það miklu skipta, af því að mað- urinn er vel ritfær og hefir mik- inn áhuga og þekkingu á bún- aði. Síðasta búnaðarþing sam- þykkti áskor'un til þings og stjórnar að senda Árna Eylands á New York sýninguna og víðar um í Ameríku, til að kynna sér beztu vinnutæki við landbún- að. Fjárveitinganefnd tók þetta mál til meðferðar og beindi ein- dregnum tilmælum til ríkis- stjórnarinnar, að láta verða af þessari för. Hafa margar minni og fátækari íslenzkar verzlanir sent þýðingarminni menn en Árna Eylands til útlanda, til að annast innkaup fyrir viðskipta- vini sína. Árni mun hafa í hyggju að fara í sláttarbyrjun. * * * Ríkisstjórnin vinnur nú með miklu kappi að því að koma í lag, eftir því sem efni leyfa, var- úðarráðstöfunum, ef siglinga- teppu ber að höndum. Ríkar þjóðir, eins og Svíar, birgja sig upp með stórfelldum innkaup- um, sem svara því að íslend- ingar keyptu varaforða fyrir 5 miljónir. Það geta íslendingar ekki. En hér er þó af miklu að taka um framleiðslu landsins: kjöti, mjólkurvörum, fiski, síld og lýsi. Það tvennt, sem mest þarf að leggja stund á að auka, er grænmetisræktun og inn- lendur eldiviður. Nánar tiltekið má tákna þetta með tveim orð- um: Kartöflurækt og mótekju. Ef stríð skellur á með margra ára siglingavandræðum, verður það höfuðnauðsyn, að geta framleitt nægar kartöflur til almennrar neyzlu, og hitað sem mest af híbýlum manna með mó. Ríkisstjórnin vinnur nú með stríðsnefndinni að því að svo fljótt sem unnt er verði keyptar vélar til að gera móinn að öruggara og betra eldsneyti. Erlendis er gert ráð fyrir, að í næsta ófriði verði miklu meiri annmörkum bundið að halda uppi siglingum milli landa, heldur en var í styrjöldinni miklu. A. KROSSGÖTUM Útbreiðsla garnaveikinnar austanlands. — Sýkingarhættir. — Frá sand- græðslustarfinu. — Nýjar sandgræðslugirðingar. — Farið að beita kúm. — Svíkur Mussolini Hitler? Álii Winston Churchíll

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.