Tíminn - 13.05.1939, Síða 2

Tíminn - 13.05.1939, Síða 2
218 Töirviv. laugarclagiim 13. maí 1939 55. blað Ungmennafélög oé drykkj usamkomur Þegar Pálmi Hannesson hóf bindindisöldu í Menntaskólan- um, sem borizt hefir þaðan um allt land, var það þýðingarmik- ill atburður í sögu áfengisvarn- anna hér á landi. Skólabind- indið er þriðja stærsta nýjungin í frjálsum áfengisvörnum. Tvö fyrri sporin voru templararegl- an og ungmennafélögin. Eftir að rektor hafði komið skólabindindinu af stað, beitti ég mér á Alþingi fyrir að sú starf- semi fengi nokkurn styrk af ríkisfé. En þá brá svo undarlega við, að sumir templarar töldu sig særða af þessari nýjung. Þeim fannst að þeir hafa einka- rétt á að berjast við áfengið, og að gengið væri á þeirra hlut, ef fleiri kæmu til skjalanna. Þess- ir templarar gleymdu því, að hreyfing þeirra náði þá yfirleitt sama sem ekki neitt til skól- anna. Allt, sem þar var gert í bindindisátt, var ávinningur fyrir málstað þeirra, sem vildu halda áfengiseldinum innan viðráðanlegra takmarka. Smátt og smátt hvarf þessi afbrýðisama tilfinning. Bind- indishreyfingin nær nú til ná- lega allra skóla á landinu, þar sem ungt fólk situr á skólabekk. Nokkuð svipað viðhorf taka sumir góðir og gamlir ung- mennafélagar til vökumanna- stefnunnar. Það er æskulýðs- hreyfing, sem risið hefir í nokkr- um skólum landsins. Vöku- mennirnir koma með ný átök við gömul vandamál. Þeir beita sér gegn erlendum ofþeldis- stefnum, sem sýkja þjóðina og virðast vera studdar með er- lendu fé. Þes'si starfsemi var al- gerlega ný. Áður hafði það alls ekki þekkzt, að menn úr lýð- ræðisflokkunum þrem stæðu þannig hlið við hlið á verði móti þessari erlendu sýkingu. Hér var heilbrigð íslenzk nýjung, sjálfs- vörn þjóðfélags, sem ekki ætlar að láta erlendar þjóðir leika á tuttugustu öldinni sama leikinn og háður var hér á þrettándu öld. Vökumennirnir hafa fleiri þjóðnýt verkefni. En aðeins eitt af þeim verður drepið á hér. Það er barátta þessa félagsskap- ar við hina siðlausu og menn- ingardrepandi vínnautn margra íslendinga á samkomum og á almannafæri. Með áfengislöggjöfinni frá 1928, sem ég hafði hrundið í framkvæmd, var reynt að halda áfengisbölinu á almannafæri í skefjum með opinberu eftirliti. En mikill hluti bæjafólksins þoldi ekki þetta eftirlit og beitti margskonar áróðri til að hindra gagnlega umbót í þessum mál- um. Féll þá sú aðgerð niður. Vökumenn tóku þá upp nýja stefnu, að skapa sjálfboðalið, sem hjálpaði lögreglunni til að flytja drykkjumenn burtu af al- mannafæri. Annar þáttur í þess- ari starfsemi eru samtök ungra kvenna um að neita að umgang- ast menn, sem neyta áfengis á ósæmilegan hátt. Frægustu dæmin um átök í þessu efni eru frá Laugarvatni og Hvanneyri. Bjarni Bjarnason hefir gert vín og tóbak útlægt úr skóla sínum, og af samkom- um, sem hann lætur halda á Laugarvatni. Jafnvel í sumar- gistihúsinu er gætt meiri var- úðar um vínnautn en á nokkr- um öðrum jafn fjölsóttum stað. Þegar Runólfur Sveinsson kom að Hvanneyri, sóttu drykkju- garmar á að koma þangað á samkomur, eins og þeir leita á alla slíka staði, þar sem ekki eru áfengisvarnir. Hvanneyri var hvorki betri né verri en gerist um staði, þar sem forráðamenn gera ekki sérstakar varúðarráð- stafanir. En það átti illa við Runólf Sveinsson að láta þess- háttar pestargemlinga sýkja hjörðina. Hann þekkti og hafði átt þátt í að móta hin nýju úr- ræði. Hann sagði drykkjuræf- ilsskapnum stríð á hendur. Hann auglýsti styrjaldarboðskapinn i útvarpinu, og skipulagði heima- lið sitt allt til að geta flutt drukknar boðslettur burtu af staðnum. Þetta hreif. Það var illa talað um Runólf Sveinsson af hinum þróttlausa drykkjulýð, sem hafði spillt friði og ánægju á samkomum hér og þar í hér- aðinu. Þó komu fjórir í fyrsta sinn. Þeim var komið fyrir á af- skekktum stað. Síðan láta drykkjumenn Hvanneyri í friði. Og svo myndi fara um hvern annan fjölfarinn stað á land- inu, þar sem beitt væri úrræði Vökumanna. Og innan fárra ára mun þetta úrræði hafa numið burt af íslenzku samkomulífi einn aumasta vanmenningar- blettinn, sem til er: Drykkju- skapinn á almannafæri. Ungur myndarmaður úr Borgaxfirði, sem mér er að góðu kunnur, hefir tveim sinnum, að ég hygg, reynt að hreyfa af- brýðissömum umræðum í garð Vökumanna. Hann og fleiri dug- andi menn i ungmennafélögun- um virðast ekki sætta sig við að nýjar hreyfingar komi í þjóðfé- laginu til að sinna nýjum verk- efnum. Eftir því, sem ég veit, er nú ekki starfandi ungmennafé- lag nema í einum ungmenna- skóla á landinu, og sama hefir reynslan verið í mörg undanfar- in ár. Mér finnst jafn fráleitt af vissum áhugamönnum í hópi ungmennafélaga að hreyfa mót- mælum gegn Vökumönnum í skólum landsins, eins og það var óviðurkvæmilegt af templurum að líta hornauga til bindindis- félaga í skólum. Úr því að templarar og ungmennafélögin hafa ekki náð um alllanga stund vakningasambandi við æskuna í skólum landsins, þá má telja það óþarflega mikinn dugnað að vilja hindra þessa æsku að finna ný form fyrir gagnlega og þjóðbætandi starf- semi. Templarar og bindindis- menn, ungmennafélagar og Vökumenn hafa ærin verkefni hver fyrir sig, án þess að telja farið yfir landamærin. Allir geta þeir sagt með hinum vitra og lífsreynda Gyðing: Ef þú fer til hægri, þá fer ég til vinstri. Verkefnin að manna og bæta hina vel gefnu, en lengi van- ræktu þjóð, exu- sannarlega mörg og stór. Góðkunningi minn úr Borgar- firði, sá, sem fyrr er nefndur, er óánægður yfir því að ég átti nokkurn þátt í því að aðferðir Vökumanna náðu í vor sem leið til ungmennamótsins við Hvítá. Þar voru í fyrsta sinn sjálfboða- liðar, sem veittu drykjumönn- unum aðhald. Þegar Runólfur Sveinsson undirbjó landhreins- un sína á Hvanneyri, stóðu menn, sem honum voru lítið vin- veittir, í þeirri trú, að hann hefði dregið að búinu mikið af stórum pokum, til að nota sem hvílustað fyrir drukkna gesti. Á Hvanneyri reyndi aldrei á, hvort pokarnir voru til. En á samkomunni á Hvítárbökkum í vor sem leið, sögðu þeir fáu drukknu menn, sem fluttir voru burtu: „Ekki pokann. Ekki pok- ann“. Þeir vildu allt annað heldur en þetta einfalda og á- hrifamikla ráð, sem þeir vissu að hin nýja vakning taldi vel mega nota við sérstök tækifæri. Ég hygg að góðkunningi minn í Borgarfirði muni vita, að ég er öllu kunnari en hann um upp- runa ungmennafélaganna, og hinu lífræna starfi þeirra áður fyrr. En vel má vera að hann sé ekki kunnur því, að ég hefi átt í því mjög verulegan þátt, að ungmennafélögin hafa um mörg ár fengið meiri viðurkenningu af Alþingi, en þau fengu, þegar ég var ritstjóri Skinfaxa með 200 kr. árskaupi. Ég býst þess vegna ekki við að þessi góðvinur minn, eða aðrir hans jafningj- ar þurfi beinlínis að segja mér fyrir verkum um það hversu eigi að skilja eða meta ung- mennafélögin á íslandi. En tvennt vil ég þó taka fram út af hinni þröngsýnu ádeilu hans. Fyrst, að mér þykir mjög vafasamur heiður fyrir ung- mennafélögin, sem um eitt skeið gáfu út minnsta en áhrifamesta blað á landinu, skuli nú hafa með ærnum kostnaði gefið út sögu sína á þann hátt, að það er Jón Emil Guðjónsson: Sveitaþættir 'jgímtnn Laugardaginn 13. maí. Verðlaun fyrír dugn- að og hagsýní Á síðari árum hefir það farið í vöxt að veita mönnum sérstaka viðurkenningu fyrir ýms afrek. Tilgangurinn er sá, að vekja al- mennari athygli á því, sem vel hefir þótt gert, og örfa bæði þá, sem afrekin hafa unnið, og hina, sem stefna að sama marki. Þessi venja hefir þó enn ekki náð öllu lengra en til íþrótta, skólanáms og ýmislegs þess, sem svipað er ástatt um. Hinsvegar hefir sama og ekkert vert gert að því, að verðlauna menn fyrir vinnuafrek eða óvenjulega hag- sýni og hyggindi, sem þeir sýna í daglegum störfum. Ætti þó ekki síður að þykja ástæða til þess, að örfa framtak og ástundun manna í þeim efnum. Þessu hefir líka verið gefinn nokkur gaumur, þó enn hafi lítið orðið úr framkvæmdum. Einkum virðist áhugi fyrir þessu vera meiri í sveitum. Þar hafa menn líka vanizt því, frá fornu fari, að meta ráðdeild og dugnaö mikils, en slíkt virðist frekar hverfa í skuggann í fjölmenninu. Má í þessu sambandinu minna á frá- sögn, sem Tíminn birti nýlega um Búnaðarfélag Gaulverjabæj- arhrepps. Félagið hefir á þessu ári veitt nokkrum búendum hreppsins verðlaun fyrir sér- staklega góðan árangur í ýms- um greinum búnaðarins. Ættu önnur búnaðarfélög að athuga, hvort ekki væri rétt að taka það til eftirbreytni. Verðlaunin þurfa ekki að vera há. í þeim felst eigi að síður sama viður- kenningin og þau geta þar fyrir vakið athygli, sem örfar aðra. Af ráðandi mönnum hefir Ey- steinn Jónsson viðskiptamála- ráðherra einkum hreyft þessu máli. Hugmynd hans er sú, að veitt yrðu verðlaun þeim mönn- um, sem sérstakiega skoruöu fram úr í búnaði, sjávarútvegi og öðrum hagnýtum atvinnugrein- um, þar sem slíku mati verður komið við. Gæti t. d. komið til mála að verðlauna einn bónda í byggðarlagi og einn „aflakóng“ í hverri verstöð. En ráðherrann álítur, að ekki eigi að binda þessi verðlaun við mesta ræktun, mesta skepnueign, mestar heild- artekjur, mestan afla o. s. frv. Verðlaun eigi að miða við bezta afkomu, þegar búið sé að taka tillit til allra aðstæðna. Þannig sé t. d. sá formaður, sem kemur með mestan afla á land, engan veginn viss með verðlaunin, heldur geti einhver annar, sem hefir haft minni reksturskostn- að og farið betur með bát sinn og veiðarfæri, orðið honum hlutskarpari. Verðlaunin séu þannig jöfnum höndum bundin við hagsýni og dugnað. Með þessu móti telur ráðherr- ann að mönnum verði veitt auk- in hvöt til þess, að fara vel með þau framleiðslutæki, er þeir hafa undir höndum, og það eitt gæti reynzt ótrúlega mikils virði. Má í því sambandi geta þess, að svo virðist um ýmsa togaraskip- stjórana að vegna ágóðahluta síns reyni þeir að afla sem mest, án tillits til kostnaðar, og þess- vegna verði oft lakari afkoman hjá þeim en hinum, sem afla minna. Um það hefir oft verið rætt að framleiðslustéttunum sé ekki sýndur sá sómi, er þeim beri. og hlutur þeirra sé fyrir borð borinn af öðrum stéttum þjóð- félagsins. Þetta er allt of satt og því er hinn svonefndi „flótti frá framleiðslunni" vel skilj anlegur. Til að vinna gegn honum þarf að bæta kjör framleiðendanna og vekja meiri virðingu og á- huga fyrir störfum þeirra. Að því síðara er stefnt með um- ræddri tillögu viðskiptamála- ráðherrans. En jafnhliða er ver- ið að verðlauna og styrkj a tvenn þýðingarmestu undirstöðuatriði allra sjálfbjarga einstaklinga og þjóða, hagsýnina og dugnaðinn. Eins og málum er nú komið í þjóðfélaginu og fátækraþungi bæjanna og flóttinn frá fram- leiðslunni sýnir gleggst, er þess vissulega full þörf að engra ráða sé látið ófreistað til að vekja aukinn áhuga fyrir framleiðslu, hagsýni og dugnaði. I. Nýtt viðhorf. ísland hefir lengst af verið fyrst og fremst landbúnaðar- land. Það hefir verið land hinna dreifðu byggða. í skjóli þeirra festi hin íslenzka menning ræt- ur. Þar hefir hún náð þeim vexti, sem framar öllu öðru réttlætir tilveru okkar íslend- inga sem sérstakrar ríkisheild- ar 1 augum annarra þjóða. En nútíminn er tími mikilla breytinga. Hægstreymi liðna tímans hefir breytzt í fossandi elfu. Það hafa orðið mikil og margvísleg straumhvörf. — ís- land hefir eigi verið þar undan- tekning. Á þessari öld hafa án efa orðið hér meiri straum- hvörf og breytingar heldur en á þeim rúmum 10 öldum, sem ís- lenzka þjóðin hefir áður dvalið hér. Sérstaklega gildir þetta um atvinnulíf þjóðarinnar. Með komu tækninnar hefir tekizt að skapa möguleika til nýs og fjöl- breytts atvinnulífs. Það, sem áður hefir aðeins vakað í draumsýn nokkurra framsýnna manna, hefir nú orðið að veru- leika í framsóknarbaráttu síð- ustu ára — og mun þó eiga eft- ir að verða það enn betur á næstu áratugum. Hver sannur íslndingur hlýt- ur að fagna þeim átökum, sem hér hafa verið gerð. Það hefir sannazt,að landið okkar er miklu auðugra en áður var álitið. Við þurfum ekki eingöngu að treysta á hina íslenzku mold til að afla lífsnauðsynja okkar. Við vitum betur en áður um hin miklu auðæfi hafsins, um hið hagnýta gildi fossanna okkar og hver- anna, svo að drepið sé á nokkuð, er mestu máli skiptir. Við íslendingar fögnum komu vorsins. Til þess höfum við líka ríkar ástæður. íslenzki veturinn er langur og á stundum harður. En vorið færir nýja útsýn — nýja möguleika. — Á sama hátt ber okkur að fagna framsókn síðustu ára, þessum táknum vorsins, sem orðið hafa í menn- ingarbaráttu þjóðar okkar. En vorleysingarnar skola því stund- um burtu, sem eftirsjón er að. Og elfurnar falla stundum í aðra farvegu en æskilegt er. — Þannig hefir það líka að sumu leyti orðið hér hjá íslenzku þjóð- inni, þegar vorönnin hefir mót- að l^f hennar eftir langt og þjakandi ríki vetrarins. Nýtt viðhorf hefir skapazt í sveitum landsins. Annars vegar einkennist það af miklum ytri breytingum: Nútímastarfshætt- ir hafa rutt sér furðu víða til rúms og einangrun sveitanna hefir stórum minnkað. Hins vegar hafa orðið nýir fólksflutn- ingar þaðan. Ekki vestur um haf — svo sem áður fyrr — heldur til kaupstaða og sjávar- þorpa út við strendur landsins. — Á sama tíma og þjóðinni fjölgar um 1700 manns árlega, fer þeim fækkandi, sem í sveit- um dvelja. Það hefir ötullega verið reynt að hamla þessum straumhvörfum í atvinnulífinu. Af slíku hefir líka orðið mikill árangur. Enn sýnist samt eigi hafa tekizt að hverfa straumi fólksins. Þrátt fyrir mikla fram- sókn sveitanna í mörgum grein- um, virðast kaupstaðirnir enn hafa undirtökin — a. m. k. í flestum héruðum — í baráttunni um fólkið, starfskrafta þjóðfé- lagsins. Út af fyrir sig þyrftu þessar staðreyndir ekki að vera svo sérstaklega ískyggilegar. Þær gætu aðeins verið eðlileg afleið- ing hinna nýju atvinnumögu- leika. Hinn hraði vöxtur kaup- staðanna væri þá nauðsyn vegna nýrra starfskrafta og þar biðu allra nægjanleg verkefni. En svo hefir þetta eigi verið. Fólkið hefir flutzt til kaupstað- anna meira en í réttu hlutfalli við aukna atvinnumöguleika þar. Þannig hefir hið hálf- numda land orðið fóstra at- vinnuleysis og annarra ein- kenna yfirfylltra kaupstaða og sjávarþorpa. Mörgum hefir fundizt þessi mikla tilfærsla fólksins óheillavænleg mjög. Svo er líka að mörgu leyti. Sér- staklega óeðlileg getur hún þó sennilega ekki talizt. Það er von, að nokkurt misræmi verði leiðinlegasta bók ársins og skrifuð með mestum viðvanings- hætti. Þykir mér mikið giftu- leysi að svo skyldi haldið á góðu máli. Hitt atriðið er stefnuhvörf ungmennafélaga viðvíkjandi opinberum drykkjuskap. Um nokkur undanfarin ár hefir hið gamla og góða nafn ungmenna- félaganna liðið undir fréttun- um frá tveim árlegum samkom- um með stórum titlum. Annað var íþróttamót ungmennafélaga við Hvítá. Hitt var íþróttamót ungmennafélaga við Þjórsárbrú. Á báða staðina var stórfelld að- sókn af lélegasta drykkjuskríl byggðanna, og þó einkum úr Reykj avík. Ég hefi ástæðu til að halda, að á báðum stöðunum hafi ung- mennafélagarnir sjálfir haldið sér frá vínnautn, og það er gott, svo langt sem það nær. En hitt var óþolandi og óskiljanleg nið- urlæging fyrir ungmennafélög- in í þessum héruðum, að halda ár eftir ár sína árshátíð, og þar á ofan sitt íþróttamót, og hafa fullt af dauðadrukknum vesa- lingum, sem gestum á samkom- unum. Ég hefi við Þjórsárbrú á slíku móti séð fólk í tugatali liggja sama sem afvelta milli þúfna á svokölluðu íþróttamóti bindindissamra ungmenna. Sú kynslóð, sem hóf merki ungmennafélaganna hér á landi, gerði stórfellda umbót í áfengis- málum. Samkomur ungmenna- félaganna, hvers fyrir sig, voru fyrirmynd um manndóm og háttprýði. Og eftir að sleppti baráttu æskuáranna, hefir þessi kynslóð átt meginþátt í að framkvæma stórfelldustu um- bótabaráttu, sem gerð hefir ver- ið hér á landi. Enn mun það vera svo, að í flestöllum ung- mennafélögum í dreifbýlinu lif- ir hinn forni andi, þó að gestir á sumum stórsamkomum brjóti í bág við stefnu og lífsskoðanir félagsmanna. En úr því að umræður hefjast um þetta mál, þá er bezt að gera því full skil. Ungmennafélögin geta ekki, ef þau ætla að standa undir nafni sínu, sætt sig við drykkjuskap á samkomum, er þau halda. Þegar góðir menn úr Borgarfirði báðu mig um lög- gjafaraðstoð viðvíkjandi sínum málum, neitaði ég að styðja um- beðið mál, nema tekin væri upp Hvanneyraraðferðin um áfeng- isgæzlu á íþróttamótinu. Góð- vinur minn úr Borgarfirði neit- ar að ég hafi lagt nokkuð til þeirra mála. Sama er hvaðan gott kemur. En mér finnst að- eins dálítið undarlegt, að drykkjuskapurinn á þessu í- þróttamóti skyldi fá að þrífast óátalið í fjölmörg ár, þangað til hin nýju ytri atvik komu, ef ekkert samband er þar á milli. Nú má vænta, að „andinn frá Hvanneyri" muni óátalið hér eftir ríkja á samkomum ungra í lífi ungrar og lítt reyndrar þjóðar, þegar hún hefst svo skjótlega á legg eftir margra alda áþján og erfiðleika. Þær raddir hafa þó líka heyrzt, að eigi sé vert að sakast um það, þótt liðfátt gerist í hinum dreifðu byggðum, — að landið sé lélegt, en fiskimiðin góð, og þess vegna sé það að kasta verðmætum á glæ að verja þeim til umbótastarfsemi í sveitunum. Sem betur fer hafa þessi sjón- armið eigi verið ráðandi hjá þjóðinni og verða vonandi aldrei. Þess vegna hefir verið reynt að rétta hlut dreifbýlisins í atvinnuróti síðustu ára. Og þess vegna mun líka verða hald- ið áfram að bæta lífsskilyrðin í sveitunum og græða þau sár, sem vanræksla liðna tímans hefir þar eftir skilið. II. Á verði. Mjög virðist mér það tákn- rænt um starf íslenzkra bænda og búaliðs þessarar aldar að líkja því við starf varðmanns- ins. Á þessu tímabili hefir að minni hyggju engin ein stétt þjóðfélagsins fremur verið á verði heldur en einmitt þeir, sem ekki hafa hopað á hæli fyrir hinum nýju og að mörgu leyti erfiðu aðstæðum dreif- býlisins. íslenzki bóndinn í dag hefir horft á eftir nágranna sínum, þegar hann hefir yfirgefið sveit- ina sína. Hann hefir kvatt marga vini og ættingja, sem einnig hafa horfið til þéttbýlis- Hitaveita Reykjavíknr Eftir mikla leit virðist nú svö komið, að Reykjavík hafi von um nokkurt lán erlendis til að framkvæma hitaveituna. Samt er enn óvíst um kjörin og ekki gengið frá samningi við lán- veitanda. Allir landsménn munu fagna því, ef stórvirki þetta kemst í framkvæmd og lánast vel. Munu allir flokkar nú standa saman um málið. En langur er orðinn baráttutíminn um jarðhitanotkunina. Eitt- hvert fyrsta átakið var innan Framsóknarflokksins út af Laugaskóla, milli mín og manns, sem síðar varð kommúnisti. Sá maður sótti fast að reisa skól- ann á köldum stað, en gifta hér- aðsins varð meiri en forstokkun hans, og má segja, að jarðhitinn hafi verið fjöregg hins fyrsoa héraðsskóla, og siðan hinna yngri stofnana, sem fylgt hafa í það kjölfar. Lengi þótti mörg- um af áhrifamönnum Reykja- víkur lítið koma til jarðhitans, og frestaði sá skoðunarháttur eðlilegum framkvæmdum, þar til þungi kreppunnar hafði fall- ið á málið. En nú hefir varmi ættjarðarinnar brætt jafnvel hinar hörðustu mannssálir. — Héðan af mun jarðhitinn verða talinn einna þýðingarmestur af gæðum landsins. J. J. manna í Borgarfirði. En eftir því sem ég veit bezt, er enn eng- in siðabót sýnileg við Þjórsár- brú. Drykkjuskapurinn í sínum sóðalegustu myndum hefir svo að segja helgað sér land í mó- unum kring um hið svokallaða íþróttasvæði. En þetta má laga á svipstundu. Æska Suðurlands sýnir á Laugarvatni, að það er ekki að hennar skapi, þó dreggj - ar mannfélagsins leiki lausum hala í útjöðrum hins svokallaða íþróttamóts við Þjórsárbrú. Ég vildi mega benda ungum mönnum á Suðurlandi á, að þeim ber skylda til, sem lið í við- reisn landsins, að endurskapa íþróttamótin við Þjórsárbrú. Ef 100 röskir, ungir menn, bjóða sýslumönnum Rangárvalla- og Árnessýslna þjónustu sína á næsta íþróttamóti við að flytja á öruggan og óhultan stað, t. d. Litla Hraun, alla drukkna gesti, sem sýna sig á íþróttamótinu, þá myndi vera numinn burtu leiðinlegur blettur af sunn- lenzku samkvæmislífi. Við hið mikla starf, að halda áfengiseitrinu í skefjum, eru aldrei of margir að verki. Þar er hægt að nema land til hægri og vinstri fyrir templara og bindindismenn skólanna, ung- mennafélaga og Vökumenn. Vandinn er ekki annar en sá, að hugsa nógu mikið um starfið og nógu lítið um allar tegundir af launum. J. J. ins. Störfin hafa þyngzt á herð- um hans sjálfs. — Sveitakonan hefir líka unnið margfalt starf við hlið samherja síns. Hann og hún — þau hafa ekki látið und- an síga. — En hvers vegna hafa þau ekki borizt með straumnum, heldur sótt á móti? Því má eflaust svara á marga vegu. Ein skýr- ing vixðist þó liggja sérstaklega nærri. Við barm sveitanna hefir þjóðin lifað og háð baráttu sína um aldaskeið. Þar hefir hún bú- ið í skauti hinar mikilfenglegu, en oft óblíðu náttúru landsins. Við erfið fangbrögð hefir hún varðveitt kraftana og stælt vilj- ann. Þess vegna eru íslenzki nútímabóndinn og bóndakonan ekki niðurbeygð af vantrú á framtíð sína né byggðarinnar sinnar. Yfirleitt eru þau miklu fremur gunnreif og starfsglöð í lífsbaráttu sinni. Þau trúa á sveitina sína. Það hafa þau sýnt í verkinu. Með auknum átökum hafa þau svarað erfiðleikunum. Þau hafa ekki aðeins verið á verði, heldur hafa þau líka sótt fram. Að vissu leyti hafa þau snúið vörn í sókn. — Áður fyrr var aðstaða íslenzka bóndans fyrst og fremst varnarstaða. Nú hefir hann skapað sér meira rými. Hann hefir tekið tæknina í þjónustu sína. Aldagamlar viðjar hefir hann leyst. Hinar „grænu eyjar“ sveitanna hefir hann einnig aukið stórkostlega. Þannig er allt líf íslenzka bónd- ans öruggara en fyrr. Með bætt- um búnaðarháttum og félags- legum samtökum virðist eigi af-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.