Tíminn - 13.05.1939, Side 3

Tíminn - 13.05.1939, Side 3
55. blað TÍMIM, lawgardaginm 13. maí 1939 219 A N N Á L L Dánardægur. Hrefna Ásgeirsdóttir, Þor- valdssonar, frá Blönduósi, kona séra Marínó Kristinssonar í Vallanesi, andaðist 22. apríl sl., tæpra 30 ára að aldri. Hún hafði um margra ára skeið átt við heilsuleysi að búa. Aldraður maður hefir beðið Tímann fyrir þessa kveðju: Ég stari á ströndina auða, stúrinn af ekka. Hjartað er þrútið af harmi, helköldum, sárum. Rósin, sem lifði sem lilja, í laufguðum lundi. Horfin er ástin og æskan til ódáins heima. Ströng var þín stríðsganga vina, þú stóðst þá sem hetja. Andinn, sem óðalið byggði, á eilífa lifið, er verndaði vorglaða hugsun, frá víli og sorgum, svo ávallt sýndist þú sælleg, á sjúkdómsins beði. Vorguðinn bænina blessar, með báru við strendur, er leiðir með lognhýru lagi, að ljóðelsku bergi, sem vorboðinn flytur í fjarlægð, til friðarins heima, hann kallar á kærleikans gróður, um komandi tíðir. D. H. ÍÞRÓTTIR Iþróttamót I Reykjavík í sumar. Það er orðin föst venja íþróttamanna að halda íþrótta- mót 17. júní árlega. Stjórn íþróttafélags Reykja- víkur mun sjá um mótið, sem verður haldið 17. júní í sumar, og ber þeim, sem vilja taka þátt í því, að tilkynna þátttöku sína til hennar. Keppt verður í þessum íþróttagreinum: 100 m. hlaupi, kringlukasti, langstökki, 400 m. hlaupi, kúlu- varpi, hástökki, 1500 m. hlaupi, sjótkasti, þrístökki, 5000 m. hlaupi, stangarstökki og 3000 m. hindrunarhlaupi. Þess skal getið, að byrjað verð- ur á hástökki í 1.55 m. með hæð og á stangarstökki í 2.80 m. hæð. Önnur íþróttamót í Reykja- vík í sumar verða þessi: Um miðjan júlí verður bæjar- keppni milli Reykvíkinga og Vestmannaeyinga. Komið hefir til orða, að Vestmannaeyingar fengu til liðs við sig íþróttamenn frá öðrum stöðum á landinu. (Franih. á 4. síðu) Grasið grær — Glcymið ekki að tryggja ykkur góða sláttnljái í tæka tíð. Eylandsljáírnír írá Brusletto reynast bezt. Þeír eru handslegnir og hertir í viðarkolum. Samband ísLsamvinnuíélaga Simi 1080. Fréttabréf til Tímans. Tímanum er mjög kærkomið að menn úti á landi skrifi blað- inu fréttabréf öðru hvoru, þar sem skilmerkilega er sagt frá ýmsum nýmælum, framförum og umbótum, einkum því er varðar atvinnulífið. Allar upp- lýsingar þurfa að vera sem fyllstar og gleggstar, svo að ó- kunnugir geti fyllilega áttað sig á atburðum, fyrirtækjum og staðháttum, sem lýst er. koma hans eins á hverfanda hveli og áður fyrr. Það er erfitt að gera sér grein fyrir' afleiðingum þess, ef fólks- straumurinn úr sveitunum hefði orðið enn meiri en raun hefir á orðið. Við eigum nú þeg- ar yfirfyllta kaupstaði og kaup- tún. Það hefir heldur eigi verið hollt menningu þjóðarinnar, hversu mikill hluti hennar hef- ir skjótlega færzt í nýtt um- hverfi — úr sveitunum í þétt- býlið við sjóinn. Hvorug þessara staðreynda hefir þó enn haft þær afleiðing- ar, að eigi megi í framtíðinni vænta heillaríkra samskipta dreifbýlis og kaupstaða. Þessi tvö mismunandi byggðaform eiga að geta styrkt hvort annað — bætt hvort annað upp at- vinnulega og menningarlega. Nú um stund hefir hallað á sveit- irnar. Með látlausu starfi þeirra, sem trúa á þýðingu þeirra fyrir ríkisheildina, mun takast að laga það misræmi, sem orðið hefir. Starf þeirra, sem á verð- inum hafa staðið, mun eigi verða til einskis. Með sameigin- legu starfi bændastéttarinnar og þeirra, sem með henni hafa barizt á þjóðmálavettvanginum, hefir verið varnað meiri jafn- vægisröskun í atvinnulífinu og þar með borgið miklum verð- mætum, bæði efnislegum og menningarlegum. III. Arftakar. Hver var yfirleitt arfur ís- lenzku bændastéttarinnar í byrjun þessarar aldar? í efnis- legum verðmætum var hann ekki mikið annað heldur en landið sjálft, fagurt og mikil- fenglegt eins og ætíð, en lítið ræktað og víða þreytt eftir margra alda rányrkju. Margur íslenzki bóndinn, sem nú er hniginn á efra aldur, get- ur í baksýn litið yfir furðu- miklar breytingar á jörðinni sinni, því umhverfi, sem hann hefir helgað alla sína starfs- krafta, fórnað öllum sínum mætti og lífsorku. Hann minn- ist lágreista bóndabæjarins, sem var æskuheimili hans. Hann man eftir litla, þýfða túninu í kringum hann. Hann rifjar upp endurminningar hinna björtu vornátta, þegar hann varði þenna litla blett fyrir ágangi búfjárins. Hann minnist þess, hversu erfiðið var oft mikið, hversu mjög hann fagnaði hvíldinni. Hinir frumstæðu bún- aðarhættir leyfðu ekki langar tómstundir, heldur kröfðust mikils starfs, mikillar árvekni, einnig af unglingunum — strax og þeir hófust á legg. — Nú lít- ur hann yfir jörðina sína eins og hún er. í staðinn fyrir litla bóndabæinn hefir risið hús, byggt á varanlegan hátt. Túnið er margfalt stærra en fyrr. Á vorin bylgjast grasið þar um grænar grundir. Bóndinn þarf ekki lengur að nota stutta þúfnaljáinn sinn. Ef til vill er það nú sláttuvélin, sem léttir honum starfið. — í stuttu máli: Þeir eru furðu margir, íslenzku bændurnir, sem hafa verið mik- ilvirkir við að bæta og fegra VLL allar tegnndir kaupir .,Alafoss“ hæsta verði. Verzlið við ,, Á 1 a f o s s Þingholtsstræti 2 Til Borgarfjarðar fyrir Hvalfjörð. Prá Reykjavík alla mánudaga og frá Borgarnesi alla þriðjudaga. Bifreiðastödin Geysir Sími: 1633, tvær línur, 1216, tvær línur. Húðir Kálískínn — Selskinn Æðardún — Hrosshár og hreinar ullartuskur kaupir ætíð hæsta verði gegn staðgreiðslu Heildverzlun Þórodds Jónssonar Tilkynniné frá húsaleigunefnd til fasteiguaeigenda og leigutaka í Reykjavík. Samkvæmt 7. grein laga um gengisskráningu og ráðstafanir í því sambandi, er á tímabilinu frá gildistöku laganna til 14. maí 1940 óheimilt að hækka leigu eftir hús og aðrar fasteignir frá því sem gildir og umsamið var, þegar lögin tóku gildi. — Ennfremur er leigusala óheimilt á þessu tímabili að segja upp leigusamning- um um húsnæði, nema hann þurfi á því að halda fyrir sjálfan sig eða vandamenn sína. Ágreining, sem rísa kann út af því, hvort á- kvæðum þessum sé fylgt, skal leggja fyrir húsaleigunefnd. Þá er skylt að leggja fyrir húsaleigunefnd til samþykktar alla leigumála, sem gerðir eru eftir að lögin gengu í gildi. Ennfremur ber að láta nefndina meta leigu fyrir ný hús. Nefndin verður fyrst um sinn til viðtals í bæjarþingsstofunni í Hegningarhúsinu á hverjum mánudegi, miðvikudegi og laugardegi kl. 5—7 síðdegis. Nefndinni sé látið í té samrit eða eftirrit leigusamninga, er komið er með til samþykktar. Reykjavík, 6. maí 1939. Hafnarstræti 15 Sími 2086. Þennan sumarbústað, sem virtur er á 9500 krónur, getið þér eignast með því að kaupa happdrættismiða skátanna. Skátarnir selja miðana til 1. júní, en þá Hiisaleigimefnd. Tilkyniilng:. Þau félög og klúbbar sem halda dansleiki og vantar harmonikumúsik, hringið í síma 4652. Opið frá 8—6 daglega. Félag Harmonikuleikara í Reykjavík. verður dregið. DRÆTTI VERÐUR EKKI FRESTAÐ. ■-----—-——----------■ Til auglýsenda! Tíminn er gefinn út í fleiri eintökum en nokk- urt annað blað á íslandi. Gildi almennra auglýs- inga er í hlutfalli við þann fjölda manna er les þær. Tíminn er öruggasta boðleiðin til flestra neyt- endanna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna vör- ur sínar sem flestum auglýsa þær þessvegna í Tímanum — -----—-------—-----■ !! Legubekkir og !! ;; allsk. bólstruð húsgögn Mesta úrvalið er á Vatnsstíg 3. Húsgagnaverzl. Reykjavíkur. starfsvettvang sinn. Þeir haí létt eftirkomendunum starfiu. Þeir tilheyra fyrstu bændakyn- slóðinni, sem leggur efnislegan arf í hendur sona og dætra — arf, sem þeir fengu ekki, heldur hafa skapað sjálfir með lífi sínu og starfi. ÞÉR ættuð að reyna kolln og koksið frá Kolaverzluu Sigurðar Ólafssonar. Símar 1360 og 1933. er öruggasta vörnín gegn ryðí og fúa. Smekklegir litir! En þeir fengu annan arf — voru arftakar á annan hátt heldur en þeir, sem nú eru að byrja í starfslífi sveitanna. Þeir tóku við hinni gömlu, íslenzku bændamenningu. Hvers virði var sá arfur? Var eigi rétt að varpa honum fyrir borð um leið og nýjar aðstæður sköpuðust í sveitum landsins? Slíkt er merkilegt íhugunarefni, eigi sízt fyrir sveitafólkið sjálft og aðra þá, sem órofin hafa tengsl sín við lífsháttu þess og menningu. í sveitunum hafa skapazt og varðveitzt mikil og sérstæð menningarverðmæti. Þau eru mjög samrunnin því lífi, sem þar hefir verið lifað — tjáning margs þess upprunalegasta og dýpsta í sál landsins og þjóðar- innar. Þessi verðmæti bera glöggt vitni um óvanalega al- mennt og þróttmikið andlegt líf hjá íslenzku bændafólki á liðn- um öldum. Birtist þetta í því, hversu vel hefir tekizt að varð- veita íslenzka tungu, miklu sjálfsnámi þjóðarinnar, venju- lega við erfið kjör, auk sjálfra hinna bókmenntalegu afreka. Má líka segja, að allt þetta fléttist mjög saman. Við eigum að minnast þess- (Framh. á 4. síOu) 36 William McLeod Raine: — Það voru ekki mín orð. En ég skil ekki hvað það ætti að þýða að vera alltaf að hnakkrífast. Ég hefi heyrt talað um óvini, sem voru vingjarnlegir hvor við annan, eða létu að minnsta kosti hvor annan í friði. Honum fannst hugmyndin skemmtileg. — Látum svo heita. Við skulum þá loka handaxirnar niður, ef þér skyldi decta þær í hug næst. Þú getur látizt vera hefðarmær og ég skal gleyma því, að ég er moröingi, þrælmenni og þjófur, að ég ekki nefni ýmislegt fleira smávegis, sem þú hafðir ekki tíma til að segja, þegar þú varst að þylja upp einkenni mín. — Mér finnst ekki að þetta sé góð byrjun, sagði hún andmælandi. Þú verð- ur að mæta mér á miðri leið, ef þetta á að fara sómasamlega úr hendi. — Rétt er nú það, sagði hann sam- sinnandi. Ég verð líklega að bregða fyrir mig betri fætinum, eins og það er kallað. Ég ætla þá að byrja með því að raka mig, ég sá rakvél þama á hillunni. Það var furðulegt, hve útlit hans tók miklum stakkaskiptum, er hann losnaði við þriggja vikna gamalt skeggið. Hann hafði sterklega, vellagaða kjálka og munn, sem gaf til kynna staðlyndi. Áður en hann hneppti að sér skyrtunni, tók hún eftir því, hvernig axlavöðvarnir Flóttamaðurinn frá Texas 33 neinum kröfum, svaraði hann jafn kuldalega. Skúrinn, sem var áfastur við aðal- kofann, var fullur af brenni. Á vegg- hillunum voru niðursoðnar matvörur, flesk, kaffi, sykur, maís, haframjöl og hveiti. Þó bylurinn stæði yfir vikum saman myndu þau geta látið sér líða vel. Það sem þau urðu að gera, var aðeins að laga sig eftir aðstæðunum. Þetta viðurkenndi Molly með sjálfri sér. Hvorugt þeirra gat yfirgefið þetta eina herbergi og í Sjömílnakofanum var ekki húsrúm fyrir neina óvináttu. Það myndi bezt að reyna að semja um vopnahlé, en nú hafði hún móðgað hann með því að bjóða honum fé fyrir að hann hafði bjargað lífi hennar. Hún skipti skyndilega um tón. — Ef þú hendir til mín samfestingn- um þarna á naglanum, þá skal ég laga morgunmatinn. Rödd hennar kom hon- um á óvart, hún var hvorki ónotaleg né fjandsamleg. Hann henti til hennar samfestingnum. — Hvíldu þig bara, ég skal sjá um morgunmatinn. Það er ekki ólíklegt að þú fáir nóg tækifæri til að reyna þig á eldamennskunni, áður en við losnum héðan. Hún var innan stundar komin að eld- stónni til hans á sokkaleistunum. Hún

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.