Tíminn - 06.06.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.06.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 d. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h. f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Itcykjavík, þriðjudaginn 6. jioní 1939 64. blað Sýning sjómanna markaðsskálanum Merkileg- sýning, sem verdskuldar mikla aðsókn / fremstu röð á myndinni sjást fjórir hclztu stjórnmálaleiötogar Rússa um hessar mundir. Eru þeir í þessari röð, talið frá vinstri: Kalinin, sem að nafninu til er forseti ríkisins, Molotoff, sem er forscetis- og uátanríkisráðherra, Stalin, sem hefir það eina embœtti að vera ritari Kommúnistaflokksins, en er þó raunverulega einvaldi Rússlands, og Voroshiloff yfirhershöföingi. Styrjöld Japana og Kínverja í markaðsskálanum við Ingólfsstræti stendur nú yf- ir merkileg sýning, sem opn- uð var í sambandi við sjó- mannadaginn. Getur þar að líta óteljandi muni, er lúta að sjómennsku, hvort held- ur er farmennska eða fiski- veiðar. Verður þessi sýning opin um hálfsmánaðartíma og vafalaust fjölsótt af öll- um þeim, sem eiga þess kost að sjá hana. Sýning þessi hefir verið undir- búin af fimm manna nefnd, sem sjómannadagsráðið kaus til þess, og er skipuð þeim Þorsteini Árnasyni, Guðbjarti Ólafssyni, Bjarna Stefánssyni, Friðrik Halldórssyni og Þorgrími Sveins- syni. Er henni skipt niður í nokkuð margar deildir, sem fé- lagssamtök sjómanna hafa síð- an haft hönd í bagga með, auk stofnana, svo sem Slysavarna- félagsins og vitamálastjórnar- innar. Eru menn til gæzlu og leiðbeiningar í hverri deild. Eins og gefur að skilja, er þarna æðimargt merkilegt að sjá, og raunar miklu fleira en fólk fær komizt yfir að kynna sér á skammri stundu, hvað þá að því verði öllu lýst í stuttri blaðagrein. í innri enda skálans, fyrir miðju, hefir verið reistur stjórn- pallur af skipi, búið öllum tækj- um, sem á slíkum stað eiga að vera, en þó nokkuð fullkomnari en venja er til. Til samanburðar, eru þar ýms tæki, er tilheyra fortíðinni. Þegar gengið er upp Aðalfundur Kaupfé- lags Austur-Skaft- fellínga Viðskiptaveltan nam 755 þús. króniim síðastliðið ár. Aðalfundur Kaupfélags Aust- ur-Skaffellinga á Hornafirði, var haldinn í Höfn 30. þ. m. Á fund- inum gerði f ramkvæmdastj óri félagsins, Jón ívarsson, grein fyrir hag og rekstri þess á síð- asta ári. Fara hér á eftir nokk- ur atriði úr skýrslu hans, ásamt nokkrum fleiri: Félagið var stofnað síðast á árinu 1919 og hóf verzlunar- rekstur 1. júní 1920. Félags- svæðið nær frá Breiðamerkur- sandi til Lónsheiðar, eða yfir fjóra hreppa í Austur-Skafta- fellssýslu, Suðursveit, Mýrar, Nes og Lón. Félagsmenn eru nú 247, og höfðu 17 nýir félagsmenn gengið í félagið á árinu. Eftir atvinnu, skiptast félagsmenn þannig: Bændur og aðrir, er stunda landbúnað sem aðalatvinnu, 174, sjómenn, iðnaðarmenn ofe verkamenn 40, verzlunar- og skrifstofumenn, embættismenn, kennarar og aðrir sýslunarmenn, 17, og ýmsa aðra atvinnu stunda 16 menn. íbúatala á félagssvæð- inu er um 940. Fasteignir félagsins eru bók- færðar kr. 258,374.00, og höfðu þær hækkað á árinu um 50—60 þús. kr., vegna kaupa á útgerðar- stöðinni í Álaugarey. Fasteigna- mat eignanna er allmiklu hærra en bókfærða verðið er. Skuldir viðskiptamanna voru kr. 36,- 249.15 og höfðu lækkað á árinu um 11,197.65, og standa þær bæði í innlánsdeild og viðskipta- (Framh. á 4. síðu) í brúarvænginn stjórnborðsmeg- in, hangir þar hraðamælir með flundru. Uppi er að sjálfsögðu stýrið og stýrisútbúnaður, átta- viti, þokulúður, merkjaflögg og útbúnaður til þess að gefa merki milli vélarúms og stjórnpalls. Inni í skýlinu eru ærið marg- vísleg tæki. Nýtízku bergmáls- dýptarmælir við hliðina á gömlu handlóði, vegmælir ásamt úr- eltum skriðmæli og stundaglasi, sextantar af ýmsum gerðum, fjarlægðarmælir, ásamt ótal mörgum hlutum og áhöldum öðrum, sem oflangt yrði upp að telja. Þar eru og að sjálfsögðu allskonar kort og línurit, er að haldi fá komið í siglingum eða við fiskileit. Áhöld þessi eru eign Stýrimannaskólans, er lánaði þau til sýningarinnar. í norðvesturhorni skálans er athyglisverð deild sýningarinn- ar, þar sem gefur að líta hin helztu veiðitæki, er flutt hafa verðmætin úr djúpum hafsins upp í hendur fiskimanna. Þar er togaravarpa, snurpinót, fiski- línur, dragnót og handfæri. Að vísu er þetta ekki í eðlilegri stærð, af skiljanlegum ástæðum, en gerir þó sitt gagn sem sýning- argripir. Á veggnum eru myndir, er sýna ljóslega hvernig sum veiðitækin, botnvarpan, fiski- línan og handfærið, vinna sín hlutverk. Á sýningarborði getur að líta flest það, sem til sjó- vinnu þarf; þar á meðal eru nokkrir gamlir og merkilegir gripir, t. d. saumatöng úr tveim- ur kindaleggjum. Þessar tengur voru áður notaðar, er skinn- klæði voru saumuð, til þess að draga nálina í gegn um skinnið, og við önnur svipuð störf. Þarna eru og seilnálar úr hval- beini, hampsnældur, þorska- netariðlar, og netanálar. Há- karlaönglar liggja á borðinu meðal ýmissa veiðitækja, en þó hafa þeir, er þama eru sýndir, aldrei verið notaðir. Þarna eru einnig tvö mannslíkön i fullri stærð, annað í kafarabúningi, en hitt í skinnklæðum, slíkum Sjómannadagurinn, siðastl. sunnu- dagur, var haldinn hátiðlegur í öllum helztu kaupstöðum og sjóþorpum landsins. Veigamest voru hátíðahöldin að sjálfsögðu í Reykjavík. Klukkan 8 árdegis drógu öll skip, er lágu á höfn- inni, fána að hún. Klukkan 10 var sýn- ingin i markaðsskálanum við Ingólfs- stræti opnuð. Klukkan 1 hófst skrúð- ganga sjómanna frá stýrimannaskól- anum að Leifsstyttunni. Gengu tvær lúðrasveitir fyrir fylkingunni. Við Leifsstyttuna fóru fram ræðuhöld. Tal- aöi Sigurgeir Sigurðsson biskup fyrstur og minntist drukknaðra sjómanna. Að ræðu hans lokinni ríkti þögn í eina mínútu. — Að loknum ræðuhöldum, lúðrablæstri og kórsöng viö Leifsstytt- una, var haldið suður á íþróttavöll, þar sem fram fór reiptog milli skipshafn- anna af botnvörpungunum Garðari og Jóni Ólafssyni, er lauk með sigri hinn- ar síöarneíndu, og knattspyrna. Þá fór fram á höfninni kappróður, er lauk með sigri skipshafnarinnar af línuveið- aranum Sigríði, stakkasund og björg- unarsund. Um kvöldið var samkoma að Hótel Borg og voru þar ýmsir af- reksmenn heiðraðir. t t r Þrír bátar úr Reykjavík eru farnir af stað til Norðurlands til síldveiða. Vélbáturinn Freyja fór síðastliðinn fimmtudag, en Jón Þorláksson og Þor- steinn í gær. Allmörg hinna smærri skipa leggja af stað upp úr þessu. Tog- sem hver sjómaður notaði fyrir nokkrum áratugum. Út í horni er kúffiskplógur, sem notaður hefir verið til hjálpar við beitu- tekju. Meðfram austurvegg er sú deild sýningarinnar, er lýtur að vélunum. Fremst eru líkön af eldrúmi í skipi, allt smíðað i Hamri, mælitæki vélstjóra, lík- ön af þrem gerðum aflvéla, auk gamalla og nýrra véla í fullri stærð. Sýnir sá samanburður meðal annars, hve miklu minni vélar eru nú á tímum, heldur en jafn kraftmiklar vélar voru fyr- ir tveim eða þrem áratugum. Meðal þessara bátavéla er mótor sömu tegundar og sá, er Árni Gíslason fiskimatsmaður á ísa- firöi lét fyrstur íslenzkra manna setja í fiskibát, árið 1902. Er hér vafalaust ánægjulegt tækifæri til samanburöar fyrir þá, sem þekkingu hafa á þessum hlut- um. Merkilegur minjagripur er skrúfan úr fyrsta gufuskipinu, er var hér við land, „Hvítánni,“ er baróninn á Hvítárvöllum fékk hingað til lands fyrir aldamót. Ennfremur er í þessari deild líkön af síldarverksmiðju og vélum, sem þar eru notaðar, og uppi á veggnum eru margsháttar myndir af vélum og síldarverk- smiðjum. Það virðist helzt skorta á um þessa deild, að sýna nokk- uð það, sem minnir fólk á, hvernig skip og bátar voru knúin áfram áður en aflvélar komu til sögu, sem sé segl og árar. Ef sýna á þróunarferilinn ararnir munu hins vegar tæpast fara norður fyrr en nokkuð er liðið á mán- uðinn. t r r Á undanförnum árum hafa hjónin á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð, Guðrún Erlendsdóttir og Davíð Þorsteinsson, starfrækt sumargistihús á bæ sínum. Nú í sumar hafa þau ákveðið að taka upp þá nýbreytni, að starfrækja þar dvalarheimili fyrir börn á aldrinum 5-10 ára.Er frú Guðrún stödd í Reykja- vík þessa dagana í þeim erindagerðum að undirbúa opnun og rekstur barna- heimilisins. Fyrirhugað er að barna- heimilið verði opnað um miðjan mán- uðinn og verður alls veitt móttaka um 40 börnum. Útbúnaöur er allur hinn bezti á staðnum og umhverfið mjög vel fallið til þessarar starfrækslu, skóglendi í nánd við bæinn og engar hættur, sem gætu orðið börnum háskasamlegar. — Gert er ráð fyrir, að börnin dvelji efra fram í septembermánuð. Starfsstúlkur hafa verið ráðnar til þess að annast börnin og líta eftir þeim, en forstöðu- kona barnaheimilisins hefir verið ráðin Sigurveig Guðmundsdóttir, Hjaitáson- ar, kennslukona við Landakotsskól- ann. t t r Kristján H. Breiðdal á Jörfa í Kol- beinsstaðahreppi skrifar Tímanum á þessa leið: Mæðiveikin hefir gert vart við sig á stöku bæjum með vorinu. Að öðru leyti eru fénaðarhöld ágæt. Á- Það þykir víst, að Þjóðverjar hafi lagt fast að Japönum að ganga i hernaðarbandalag með þeim og ítölum. Ástæðan til þess að Japanir hafa færzt und- an þessu er almennt talin sú, að þeir geri sér orðið minni vonir en áður um fullnaðarsig- ur í Kínastyrjöldinni og vilja ekki óvingast meira við Breta og Frakka en þörf krefur. Meðal margra japanskra stjórnmála- manna hefir að undanförnu bryddað á þeirri skoðun, að bandalagið við ítali og Þjóðverja hafi frekar gert þeim ógagn en gagn og miklu réttara hefði verið frá upphafi, að reyna að halda góðri sambúð við Breta og Frakka, sem eru miklu á- hrifameiri austur þar en ein- ræðisþjóðirnar í Evrópu. Það má heita svo, að Japanir hafi nú mikinn hluta Kínaveldis á valdi sínu og m. a. allar helztu borgirnar. En þeim hefir samt enn ekki auðnazt að ráða nið- urlögum Kínahersins, heldur hefir hann þvert á móti aukizt og eflzt síðan styrjöldin hófst. Chiang Kai Shek hefir haft þá aðferð, að forðast allar stóror- ustur og hopa heldur undan. Það er talið, að hann hafi nú um tvær miljónir manna undir vopnum. Þótt Japanir geti hindrað aðflutninga um hafnar- borgirnar, fær Chiang Kai Shek stöðugt miklar hergagnasend- vinnslu á túnum var lokið hér um slóð- ir mun fyrr en venjulega og kúm hleypt út um mánuði fyrr en oft áður. Nokkrir bændur hafa lagt inn á nýjar leiðir í búskap sínum. Síðastliðið ár keypti bóndi, sem misst hafði fé sitt af völd- um mæðiveikinnar, einn ref og tvær grenlægjur. Er það fyrsta og eina refa- búið í hreppnum. Nokkrir bændur keyptu unga grísi, þrjá á bæ. Munu svín nú vera til á þremur bæjum. Slátr- un grísa er framkvæmd í sláturhúsinu að Grund. Gera bændur sér meiri vonir um arð af grísunum með þessum hætti, heldur en að flytja þá til Reykjavíkur til slátrunar, sem er bæði mjög kostn- aðarsamt og fyrirhafnarsamt. Handa grísunum geta bændur hagnýtt ýmis- legt, er til fellst, sem annars yrði til lítilla nota. t t t Halldór Pálsson ráðunautur er ný- kominn úr ferðalagi í Húnavatnssýslu. Segir hann tíðarfar hafa verið hið á- kjósanlegasta þar í byggðum í vor, eins og reyndar um land allt. Tún eru tekin að spretta og úthagi orðinn mikið til grænn. Er gróður nú jafn vel á veg kominn og venjulega er tveim til þrem vikum seinna. Fénaðarhöld hafa verið ágæt, að öðru leyti en því, sem tekur til mæðiveikinnar. Er hún þó í rénun og hefir víðast dregið mikið úr fjár- dauðanum vestan Blöndu. Þó er hún engu vægari en áður á einstöku bæj- um. ingar frá Bretum og Rússum. Hafa þessar þjóðir aukið stuðn- ing sinn við hann í seinni tíð og er talið að kínverski herinn sé nú mun betur vopnum búinn en í upphafi styrjaldarinnar. Chiang Kai Shek hefir nú í hálft ár lagt meginkapp á svo- nefndan smáskæruhernað. Er talið að nær þriðjungur kín- verska hersins sé dreifður í smá- flokka um það svæði, sem Jap- anir hafa á valdi sínu. Gera þeir stöðugar árásir á Japani og njóta víðast hvar fyllsta stuðn- ings íbúanna. Japönum hefir í mjög fáum tilfellum heppnast að vinna bug á þessum flokkum, en iðulega beðið ósigur og orðið fyrir miklu tjóni og mannfalli. Fullyrða Kínverjar, að seinustu fjóra mánuðina hafi Japanir engan teljandi sigur unnið og fyrstu tvær vikurnar í mai hafi um 30 þús. japanskra hermanna fallið í orustum, en mannfall Kínverja orðið mun minna. Vegna þessara stöðugu smá- skæra hefir japanski herinn ekki getað sótt lengra inn í landið um langt skeið, heldur hefir hann orðið að snúa sér gegn óvinunum á bak við víg- línurnar. Á ýmsum stöðum, t. d. nálægt Kanton, hafa Japanir orðið að hörfa undan og láta aftur af hendi allstór landsvæði, sem þeir voru búnir að leggja undir sig. Jafnvel í þeim borgum og hér- uðum, sem Japanir hafa alger- lega á valdi sínu, gengur þeim mjög erfiðlega að koma á stjórn og reglu. Flestir þeir Kínverjar, sem hafa gengizt þeim á hönd og tekið að sér ábyrgðarmeiri stöður, hafa verið myrtir af löndum sínum, er telja þá föð- urlandssvikara. Spillir þetta orð- ið mjög fyrir því, að Japanir fái Kínverja til að takast nokkur þýðingarmeiri störf á hendur. Gremja Japana yfir óförum þeirra seinustu mánuðina og því, að styrjöldin hefir orðið miklu langvinnari en þeir hugðu i fyrstu, hefir m. a. komið fram á þann hátt, að þeir hafa mjög aukið loftárásir á varnarlaus þorp og borgir. Hafa þeir drepið tugi þúsunda manna, kvenna og barna i þessum árásum undan- farna mánuði. Þetta hefir þó ekki haft tilætluð áhrif, því í stað þess að draga kjarkinn úr fólkinu, hefir það aukið mót- stöðuþrótt þess og hatur til Japana. Styrjöldin hefir mjög eflt þjóðerniskennd Kínverja og á hún tvímælalaust meginþáttinn í hinni vasklegu vörn Kínverja. Vafasamt er þó, hvort kínverska þjóðin öll hefði snúizt eins sam- huga til mótstöðu gegn Japön- um, ef þeir hefðu farið hóflegar af stað. í frásögn amerísks blaðamanns, sem nýlega hefir ferðazt um Kína, segir m. a.: Fjölmargir þeirra, sem berjast gegn Japönum, gera það ekki af þjóðernislegum ástæðum, held- (Framh. á 4. siðu) A vióavangi Fyrir nokkrum árum síðan ritaði Guðjón Samúelsson, húsa- meistari ríkisins, grein í Tímann um saltvinnslu hér á landi. Lagði hann til að heita vatnið yrði notað til að láta sjóinn gufa upp, og kæmi það þannig í stað- inn fyrir sólarhitann í hinum suðlægari löndum. Ríkisstjórn- in hefir fyrir nokkru síðan falið Guðjóni og dr. Jóni Vestdal að athuga, hvort möguleikar væru fyrir hendi að koma slíkri vinnslu í framkvæmd, án of- mikils kostnaðar. Hafa þeir und- anfarið unnið að rannsóknum í Dessu skyni og virðast niðurstöð- ur þeirra benda til að slíkt muni svara kostnaði. Hafa þeir einkum athugað skilyrðin á Reykjanesi syðra, en vinnslan er hugsuð þannig, að sjónum sé dælt á land og hann síðan látinn gufa upp við hverahita. Saltið yrði síðan flutt þaðan með bíl- um til næstu hafna, eða sætt lagi, að flytja það burtu með skipum, en slíkt yrði ekki hægt, nema í beztu veðrum, því sjór er þarna mjög ókyrr og hafn- leysi mikið. Ber að sjálfsögðu, að halda þessum athugunum áfram og freista þess að hefja fram- kvæmdir, ef þær þykja álitlegar. * * * Þingvallanefndin, en hana skipa nú alþingismennirnir Har- aldur Guðmundsson, Jónas Jónsson og Sigurður Kristjáns- son, dvaldi um seinustu helgi á Þingvöllum. . M. a. athugaði nefndin möguleika fyrir bygg- ingu nýrra sumarbústaða með- fram vatninu, utan hins frið- aða landsvæðis. Virðast skilyrði einkum góð í Arnarfellslandi, en ríkið hefir það hálft til umráða. Guðjón Samúelsson próf. hefir komið fram með þá hugmynd, að láglaunuðu starfsfólki ríkis- ins væri hjálpað til að koma upp sumarbústöðum meðfram Þingvallavatni, og ætti að taka það mál til nánari athugunar. Ýmsar stofnanir hafa undan- farið stutt starfsmenn sína til að koma upp sumarbústöðum, og gæti ríkið að einhverju leyti tekið það til fyrirmyndar, enda ætti það ekki að þurfa að kosta mikil útgjöld. * * * Verkfalli eða uppreisn kom- múnista í Landssímahúsinu er nú lokið. Urðu endalok þess þau, að stjórn stofnunarinnar fyrir- skipaði öllu starfsfólki símans að nota stimpilklukkurnar frá 1. þ. m., en áður höfðu ýmsir þeirra, sem hærra voru settir, ekki þurft að fullnægja þeirri skyldu. Töldu uppreisnarfor- kólfarnir þann kost vænstan að beygja sig fyrir þessum fyrir- mælum. Voru þeir sumir í hópi þeirra, sem ekki höfðu þurft að stimpla áður. Má því segja, að fyrir þá hafi verið betur heima setið en af stað farið. Hefir stjórn Landsímans tekið þannig á þessu máli, að hún á skilið þakkir fyrir, og munu kommún- istar tæplega fyrst um sinn byrja aftur á slíkum leik við stofnanir ríkisins. * * * Kommúnistar hafa jafnframt séð það ráð heillavænlegast, að gefast upp í öðru verkfalli, sem þeir hafa stofnað til. Eins og skýrt var frá í seinasta blaði, lét stjórn Dagsbrúnar stöðva alla byggingarvinnu hér í bænum í seinustu viku, sökum þess að trésmiðir og múrarameistarar vildu ekki fallast á þá kröfu, að allar útborganir til ófaglærðra verkamanna færu fram á skrif- stofu félagsins og fengi hún fyrir 1% skatt af öllum greiðsl- unum. Eftir nokkurt þóf féllu kommúnistar frá kröfunni um 1% skattinn, en greiðsla til verkamannanna verður fram- vegis afhent á skrifstofu félags- ins í lokuðum umslögum til hvers einstaks og taka þeir hana þar. Höfðu trésmiðir og múrara- meistarar frá upphafi boðizt til (Framh. á 4. síðuj (Framh. á 4. síöu) A khr.osso-ötttim: Hátíðahöldin á sjómannadaginn. — Þrír Reykjavíkurbátar farnir á síldveið- ar. — Barnaheimili að Arnbjargarlæk. — Úr Kolbeinsstaðahreppi. — Úr Húnaþingi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.