Tíminn - 06.06.1939, Qupperneq 2

Tíminn - 06.06.1939, Qupperneq 2
254 TÍMIMV, ]>rl5jmlaslnn 6. júní 1939 64. blað Ríðuveikín í Svaríaðardal Efíir Helga Símonarson ‘gtirtinn Þriðjuduginn 6. júní. Atvínnuskilyrðí aldraðra sjómanna Á síðastliönu ári var tekin upp sú venja, að sjómenn helguðu sér einn dag á ári til hátíða- halda og varð fyrir valinu fyrsti sunnudagur í júní. Hafa hátíða- höldin bæði nú og í fyrra farið mjög veglega fram og verið sjó- mönnum til hins mesta sóma. Það er vissulega ekki ofsög- um sagt af því, að sjómanns- starfið sé bæði hættulegt og erf- itt. Sjómennirnir eru jafnframt önnur sú stétt þjóðfélagsins, sem dregur mestan auð í þjóð- arbúið. Hin er bændastéttin. Jónas Jónsson hefir orðað þetta þannig, að bændur og sjómenn væru hlið við hlið í fremstu skotgröfum hinnar daglegu framleiðslubaráttu. Þeim þýðir ekki að fást um það, þótt vinnudagurinn verði oft langur, og iðulega sé unnið fyrir gýg. Áhættan og erfiðið er meira en hjá öðrum stéttum og launin yfirleitt minni. Milli þeirra ætti því að ríkja gagnkvæmari skilningur og stuðningur en flestra annarra stétta þjóðfé- lagsins. Á undanförnum árum hefir skilningurinn farið vaxandi á störfum þessara stétta, þó enn sé hann hvergi nærri eins mik- ill og skyldi. Þjóðfélagið hefir gert talsvert til að auka öryggi sjómannanna og bæta aðbúð þeirra á annan hátt. Bændum hefir líka verið rétt hjálparhönd. í hinum miklu átökum, sem orð- ið hafa um sum þessara mála, hafa bændur og sjómenn staðið saman og fylgt þeim fram til sigurs. Þannig á það að vera og þannig eiga þessar stéttir að halda áfram að standa saman í baráttunni fyrir því, að fram- leiðslustéttirnar njóti þeirrar aðstöðu, sem þeim ber í þjóð- félaginu. Að-einu leyti er hlutskipti sjó- mannsins örðugra en bóndans. Atvinnan á sjónum kostar svo mikla karlmennsku að menn eru tæpast fullgildir þar nema með- an þeir eru á léttasta skeiði. Þegar sjómennirnir fara að eld- ast og slitna, eru þeir látnir þoka úr sessi fyrir yngri og hraustari mönnum. í sveitinni eru venju- legast til nóg létt verkefni handa eldra fólkinu, þótt það dragi sig i hlé frá erfiðari störfum, og yngra fólkið taki við þeim. En með sjómennina er þessu öðru vísi varið. Þeir hafa að öllu jafn- aði ekki að neinu að hverfa, þegar þeir verða að hætta vinn- unni á sjónum. Er það vitanlega miklum erfiðleikum bundið fyrir aldurhnigna og vinnu- slitna menn, að skapa sér nýja atvinnumöguleika af eigin ram- leik, þar sem það veitist full- erfitt þeim, sem yngri eru. En störfin á sjónum hafa yfirleitt ekki gefið þær tekjur, að hægt hafi verið að safna svo nokkru nemi til elliáranna. Það fer vel á því, að einn af þingfulltrúum bændastéttarinn- ar, Jónas Jónsson, hefir tekið þetta mál upp á Alþingi og sýnt með því skyldleikatilfinninguna milli þessara stétta. Fyrir for- göngu hans, hefir verið skipuð þriggja manna nefnd, til að rannsaka atvinnuskilyrði fyrir aldraða sjómenn og gera tillögur um framtíðarskipulag þeirra mála. Mun nefnd þessi vera komin talsvert áleiðis með at- huganir sínar. Á sjómannadaginn nú og í fyrra, féllu mörg hlýleg viður- kenningarorð í garð sjómanna- stéttarinnar. En athafnirnar eru áhrifameiri en orð, og því ber þess að vænta, að málefnum hinna öldruðu sjómanna verði sýndur fullur skilningur og vel- vilji. Þjóðinni ber að færa þeim mönnum, sem slitið hafa kröft- unum við hina hættulegu og erfiðu framleiðslubaráttu á haf- inu, verðskuldaðar þakkir. Þær kröfur virðast bæði sanngjarnar og eðlilegar, að reynt sé eftir megni að tryggja þeim störf við þeirra hæfi, þegar sjómennskan hentar þeim ekki lengur. En jafnframt þessu þarf vitanlega að halda áfram að bæta öryggi og kjör hinna starfandi sjó- manna. Eitt af því alvarlegasta, sem íslenzkir bændur eiga nú við að stríða, eru hinir margháttuðu kvillar, er herja á búfé þeirra, einkum sauðféð. Að vísu má segja, að jafnan hafi völubeinið reynzt valt, og landsmenn hafi oft fyrri goldið stór afhroð vegna ýmissa fjárpesta. En þótt slíkt sé viðurkennt, þá raskar það ekki þeirri staðreynd, að þröng er fyrir dyrum hjá mörg- um kotbóndanum, er orðið hefir fyrir ágangi þessara herskáu víkinga, sem höggva strandhögg í hjarðir hans, tortíma og eyða, svo að lífsmöguleikar hans rýrna að sama skapi. Það er alkunna, hve mæði- veikin hefir valdið stórfelldu tjóni og lamað efnalega getu fjölda bænda. Hitt er og víst, að þing og stjórn hefir brugð- izt drengilega við til að rétta hlut þeirra, sem svo skemmilega voru leiknir, að óvíst mátti heita, hvort þeim yrði mögulegt að byggja áfxam jarðir sínar, heldur mættu nauðugir flýja byggð og ból, ef engin aðstoð var veitt. Þó að mæðiveikin sé lang- skæðasta fjárpestin, sem nú fer um landið, þá kveður töluvert að öðrum kvillum, er gera mik- inn usla í einstökum byggðar- lögum og geta víkkað landnám sitt áður en varir. Svo er því að minnsta kosti farið með rið- una hér í Svarfaöardal. Hefir hún gert hvorutveggja að valda tilfinnanlegu tjóni og færast í aukana eftir því sem tímar líða. Verður hér á eftir leitazt við að skýra frá í stórum dráttum ferli veikinnar í dalnum og hvaða ástand ríkir nú í þessu efni. Það munu vera milli tíu og tuttugu ár síðan veikin kom hér fyrst. Er sennilegt að hún hafi borizt hingað vestan úr Skaga- firði, því að sögð er hún hafa verið þar áður en á henni bólar hér í Svarfaðardal. Varla hafa þó verið að henni stórfelld brögð, því að ekki virðast svarf- dælskir bændur hafa þá nokk- urn beyg áf veikinni og jafnvel ekkert til hennar þekkja, og voru þó samgöngur við Skaga- fjörð töluverðar. En það er stað- reynd, að veikin stakk sér niður á nokkrum bæjum og drap svo verulega, að sumir lóguðu öllu fé sínu, hættu sauðfjárrækt eða skiptu um stofn. Liðu svo nokk- ur ár, að fár þetta gerði ekki stórskaða, en varð þó aldrei al- dauða. En fyrri fáum árum fær- ist veikin svo i aukana, að nú er hún komin víðsvegar um sveitina og hefir drepið álitleg- an hóp af sauðfé manna. Má Eins og kunnugt er, fengu Danir mjög frjálslynda stjórn- arskrá 5. janúar 1849, og hefir sá dagur síðan verið þjóðhátíð þeirra. Eftir stríðið 1864, er þeir misstu af hertogadæmunum þýzku, þurfti að breyta stjórn- arskránni, og var hún þá gerð mun ófrjálslegri, þess að stór- bændur og stóreignamenn réðu miklu meira en áður. En það varð með því móti, að kosninga- réttur til landsþingsins var gerð- ur miklu þrengri, og á parti bundinn við talsvert háar tekj- ur eða skattgreiðslu, auk þess sem 12 konungkjörnir þing- menn áttu þar æfilangt sæti. Eftir þá breytingu fór þegar að bera á því, að fólksþingið, sem kosið var til með almenn- um kosningarétti, og landsþing- ið, komu sér ekki saman um málin,' og í skjóli konungs og trausti landsþingsins, óðu stór- eignamenn brátt uppi og tóku stjórnartaumana. Kom þar, að stjórnin fékk ekki samþykkt fjárlög, og gaf út bráðabirgða- fjárlög og sveifst þá vitanlega ekki, að hrúga þar á út- gjöldum, er fólksþingið hafði neitað um, einkum þó til lið- ónýtra hervarna. Stóð sú deila full 20 ár, og var oft hin snarp- fyrir skaðvaldi þessum, og eru því þeir, sem enn hafa sloppið, kvíðafullir vegna framtíðarinn- ar, en hinum, er teknir hafa ver- ið glímutökum, daprast viðnám- ið, þegar ekki virðast líkur til sigurs. Og þó má óhætt segja, að svarfdælskir bændur verði ekki uppnæmir af smámunum eða missi kjarkinn af litlu til- efni fram yfir aðra stéttar- bræður sína. Til þess að sýna, að áhyggjur svarfdælsku bændanna út af þessu máli séu á rökum reistar, þykir mér hlýða að benda á at- riði, sem máli skipta. í fyrra fór fram skýrslusöfn- un um það fé, sem farizt hafði af völdum riðunnar. Var vitan- lega ekki hægt að láta öll kurl koma til grafar frá því að veikin barst hingað, vegna þess, að tjón fyrstu ára var fallið í gleymsku. Þaö ráð var því tekið, til þess að skýrslan yrði sem á- reiðanlegust, að fara ekki lengra aftur en til ársins 1930. Höfðu þó nokkrir bæir orðið hart úti fyrir þann tíma. Við þessa skýrslusöfnun kom í ljós, að milli 50 og 60 fjáreigendur höfðu orðið fyrir barðinu á riðunni, og að hún hafði drepið um 750 fjár á þeim sjö árum, sem skýrslan náði yfir. Þó var ekki talið annað en það, er sannan- lega hafði drepizt úr riðu. Til dæmis var öllu fé sleppt, sem vantað hafði af fjalli, enda þótt líkur bentu ótvírætt til þess, að nokkurn hluta þess bæri að taka með. Einnig sást af skýrslunni, veikin var i örri útbreiðslu, en virtist hinsvegar lítið í rénun eða alls ekki þar, sem hún þó var búin að vera í nokkur ár. í vetur hefir enn ekki verið safnað gögnum um fjárdauðann, en fullvíst má telja, að á hon- um sé ekkert lát heldur þvert á móti. Mönnum mun nú kannske finnast þetta ekki meir en al- geng afföll. Auðvitað er fjár- dauðinn ekki jafn hroðalegur og á mæðiveikisvæðunum. En hann er engu að síður stórfelld- ur á okkar vísu. Þess er að gæta, að hér í Svarfaðardal er fjár- stofn manna lítill, þar sem meðalbú hefir ekki meira en 60—70 fjár, en margir, sem við sjóinn búa aðeins nokkrar kind- ur. Þá er einnig á það að líta, að sauðkindin er hér mjög þung á fóðrum, þar sem ekki mun varlegt að ætla henni minna til vetrarfóðurs en þrjá útheys- hesta í venjulegu árferði. Þeg- ar þetta er athugað og svo það, að nokkur dæmi eru til um bæi, sem riðan hefir á einu ári drep- ið fjórða hluta og allt upp i asta, því stjórnin beitti and- stæðinga sína óvenjulegri harð- ýðgi, eftir því sem þar gerist í landi, ofsótti frjálslynda menn á allar lundir, setti beztu menn þeirra í steininn (Berg og Hö- rup), bönnuðu landsmálafundi, hentu sakir á foringja þeirra hvenær sem færi gafst, og bug- uðu þeim frá embættum. Var þá yfir höfuð hin mesta harð- stjórn þar í landi, og mátti heita að enginn andstæðingur, er nokkuð bar á, gæti um frjálst höfuð strokið (Estrups stjórnin). Slotaði deilunni nokkuð, er Est- rup varð loks að láta af stjórn, en óvildin gegn lands- þinginu magnaðist svo, að stjórnarsinnar, eða hægri menn, urðu loks einir 8 í fólksþinginu. Sá þá konungur sitt ráð vænst, að kveðja vinstri menn í stjórn 1901, og hefir síðan engin í- halds- eða hægristjórn verið þar í landi. Árið 1915 voru svo sniðn- ir verstu agnúarnir af kosninga- lögunum til landsþingsins, en þó kom það brátt í ljós, að á- greiningur varð milli þinganna, og kom það fxam á þann hátt, að er jafnaðarmenn og róttækir vinstrimenn sátu við stýrið sam- kvæmt kosningu fólksþingsins, gátu þeir eigi komið málum sín- þriðjung ánna, og nú í vetur er einn bóndi búinn að missa y5 hluta af fénu, sem sett var á í haust, má augljóst vera, að hér er um alvörumál að ræða, ekki aðeins fyrir einstakan bónda heldur og sveitarfélagið í heild. En hvað hefir þá verið gert hér til að athuga og stemma stigu veikinnar? Eins og að líkindum lætur voru bændur óvarkárir og fálm- andi meðan þeir höfðu ekki verulega kynnzt þessum sjúk- dómi og þekktu hann lítt. Létu þeir því veikt fé oft vera saman viö heilbrigt, þar til það valt út af. Má nærri geta hve þetta var háskalegt, ef um smitandi veiki var að ræða. Nú taka menn féð frá eða drepa það jafn skjótt og á því sést, enda er ekki vitað að nokkurri kind hafi batnað. Einu ráö manna hafa svo verið þau, að breyta um stofn að nokkru eða öllu eða kaupa fullorðið fé og láta lömb ekki lifa, því að yngsta fénu er hættast. En þetta hefir gefizt misjafnlega og sýn- ist ekkert framtíðarúrræði. En fyrsta tilraun, sem nokkru skipti, til þess að rannsaka þessa fjárpest hér, varð fyrir atbeina Þorsteins Baldvinssonar á Bögg- visstöðum. Fékk hann því til leiðar komið, að Níels Dungal prófessor kom hingað norður til athugunar. Gerði hann tilraun með að smita lömb, en á þeim sást ekkert, þegar þeim var slátrað um haustið, enda tím- inn of stuttur eftir þeirri reynslu, sem bændur hafa í því efni. Þá sendi Þorsteinn veikar kindur suður til rannsóknar, og stóð í bréfaskiptum við Dungal um gang veikinnar hér heima. En svo sem kunnugt er, fékk Dungal öðru enn alvarlegra verkefni að sinna, og varð því ekki um gagnlegan árangur að ræða af þessari viðleitni. Þá kemur til sögunnar ungur lækn- ir, ættaður héðan úr dalnum, Snorri Hallgrímsson að nafni. Hann fær áhuga fyrir rannsókn á riðunni og setur sig í sam- band við Þorstein, því að honum var kunnugt um, að hann hafði gengið fram í því, að eitthvað væri gert. Biður hann Þoxstein að senda sér til Danmerkur, því að þar hefir Snorri verið síðustu ár, innýfli, mænu og heila úr veikum kindum. Brást Þorsteinn vel við og lagði á sig erfiöi og fyrirhöfn í þessu skyni. Hefir Þorsteinn svo séð um sendingar til Snorra, þar til síðastliðið haust, að Búnaðarfélag Svarf- dæla tók málið að sér, enda hefir Þorsteinn verið fjarvistum í vetur. Hefir Þorsteinn lagt þarna fram fé og vinnu, sem að litlu hefir verið launuð, nema hvað Búnaðarfélag Svarfdæla veitti ofurlitla upphæð til þessa. Nú í vetur hefir Búnaðarfélagið sent Snorra umbeðin líffæri úr milli 10 og 20 kindum, sem hann um fram gegn íhaldsöflunum í landsþinginu frekar en þau létu teygja sig. Við kosningar til landsþings- ins 1936, tókst róttæku öflunum loks að ná þar í meira hluta. Var þá þegar undið að því, að breyta kosningarlögum til lands- þingsins á þá leið, að það stæði á grundvelli almenns kosningar- réttar á borð við fólksþingið. Síðasta vetur voru svo sam- þykktar breytingar á stjórnar- skránni, nýjar kosningar látnar fara fram og breytingar sam- þykktar enn á ný með mjög ríf- legum meira hluta. Síðan átti að bera frumvarpið undir sam- þykki kjósanda, og fór sú at- höfn fram 23. fyrra mánaðar. Þurfti 45% af kjósendum að greiða atkvæði með málinu, en sú atkvæðagreiðsla fór þannig, að það var fellt á þann hátt, að örlitlu munaði (0.06%) að hundraðstalan næðist. Að frum- varpinu stóðu þó 3 stórflokkar, jafnaðarmenn, róttækir vinstri- menn og íhaldsmenn vel flestir, auk tveggja smáflokka, en þeir höfðu samlagt fengið yfir gnæfandi meiri hluta í báðum þingdeildum við nýafstaðnar kosningar. í gegn frumvarpinu gengust aðallega vinstrimenn og bændaflokkurinn, en þeir njóta mest fylgis bænda, að undan- skildum húsmönnum eða smá- bændum. Virtist því andstaðan koma úr hörðustu átt, því bænd- ur höfðu jafnan verið kjarninn í baráttunni í hinum fornu deilum við landsþingið. Að sjálfsögðu eru mýmargar ástæður til þess, að svona fór, Jósef Jónsson bóndi á Melum. Þú sigldir á hafið í blásandi byr, um björtustu vordaga nætur. Hækkaðir trafið, sem hetjurnar fyrr, hafðir á stjórninni gætur. Þó blési úr vörum og kólnaði kvöld, með kímni þú horfðir til leiða. Höfnin var örugg og hásetafjöld, með hollustu trúnaðareiða. í fylkingarbrjósti með samtíðarsveit var sigrum þinn starfsmáttur hlaðinn. Arfinn þann tókstu úr æskunnar reit, öðlaðist virðing í staðinn. Um ættniðja borna var aldjúp þín sál á umræðu ljósvaka kvöldum. Gimsteina forna og menningarmál þú mundir frá liðnum öldum. Dómgreind var prísuð þitt einkunarorð, ýtti fram manngildisskrefi. Þú hentir oft flísar, er fuku yfir borð, og færðir í ljóðofna vefi. Einkenni barstu í anda og blæ, sem oft er hjá göfugum heima. Varpa ekki meira á veraldar glæ en vitka og staðreyndir geyma. Andlega þrekið og atgervið hans var augljóst um hugsjónamanninn. Sporin má rekja frá legu til lands, er lýsa og grundvalla sanninn. Eg kveð þig á hausti í skilnaðar skúr. Skammdegisnótt er að tjalda. Veit, að þinn trausti minningamúr málast til komandi alda. í desember 1938. er nú að rannsaka. Þá er í ráði, að hann komi í vor og dvelji hér eitthvað til að athuga veikina. Standa nú vonir manna mjög til þessa unga sveitunga, að hon- um takist að finna orsakir veik- innar og ráða með því einhverja bót á þessu meini. Þess má geta, að Snorri mun hafa einhvern styrk frá því op- inbera til þessara rannsókna. Þá ber að taka fram, að Kaup- félag Eyfirðinga hefir sýnt góð- an skilning á þessu máli með því að veita kr. 200.00 til að standast kostnað hér heima af þessum rannsóknum, er vitan- lega getur orðið mikill og er þegar orðinn nokkur. Svona standa sakirnar nú. En hver veit, hve lengi þarf að bíða eftir öruggu ráði til að útrýma þessu faraldri. Og á meðan munu áreiðanlega fleiri eða færri fátækir bændur sjá ærnar sínar dragast upp og hrynja niður og standa eftir úrræða- litlir til að sjá sér og sínum far- borða. Þessum mönnum þarf að hjálpa. Er það nú of mikil kröfupólitík að fara þess á leit við ríkið, að það hlaupi undir bagga hjá þeim, sem harðast verða úti sökum riðunnar, eins og það hefir gert þegar líkt hef- ir staðið á? Mér finnst, að það opinbera eigi að taka alla rann- sókn þessa máls á sínar herðar og gera ráðstafanir til, að hún og enginn vegur nema fyrir þrautkunnuga, að rekja þær. En eigi að benda á eitthvað öðru fremur, mætti taka á því, að einn þingmaður jafnaðarmanna lét, er kosningarhitinn var að færast um hann, svo um mælt, að jafnaðarmennmundunúberj- ast til hreins meira hluta. Tóku íhaldsöflin þetta mjög óstinnt upp, enda fóru svo leikar, að jafnaðarmenn misstu af 4 sæt- um í kosningum til fólksþings- ins, en fyrir það unnu vinstri menn, er á þingi höfðu greitt atkvæði móti stjórnarskrár- breytingunni, 1 atkvæði að kalla og færðust við það í aukana. En þessi afturkippur í fylgi jafnaðarmanna þótti þeim mun merkilegri, sem þeir höfðu jafnan bætt við sig atkvæðum í síðustu 50 ár, og varð því fremur áberandi sem hinn stjórnar- flokkurinn hélt fyllilega velli. Liggur því nærri að gjöra því skóna, að ekki hafi þótt vert að draga úr þeirri hömlu sem gamla landsþingið langar stund- ir mundi verða gegn alveldi jafnaðarmanna þar í landi. En sé hér rétt til getið, liggur það í augum uppi að þetta hrakfall jafnaðarstefnunnar, má alls ekki skoða sem ósigux lýðræðis- stefnunnar þar í landi, heldur þvert á móti sem vott um að lýðræðið á mjög djúpar rætur í hugum þjóðarinnar. Frá þessu sjónarmiði, er því niðurstaðan vel skiljanleg. Á síðari árum hefir þjóðar- atkvæði verið hampað sem nokkurskonar sáluhjálparatriði, er allt beri að lúta, og það talið Áslang Krlstjánsdóttir frá Húsavík. Eg sá hana meðal svanna, sá hana, en þekkti eigi. Eg þekki svo fátt af fólki, þótt ferðist um sömu vegi. En seinna eg horfði á hana í hópi saklausra barna, þá fannst mér ég líta svo leifturhratt sem Ijós, hennar innsta kjarna. Við skiptumst á örfáum orðum þá erindum þurfti að svara. Eg sá hana í skólasölum, e™ sá hana koma og fara, barnslega, blíða og prúða, broshýra, létta í spori, með æskunnar djörfung og yfirbragð op; augun Ijómandi af vori. Eg sá hana dansandi svífa með samræmdum, mjúkum hætti. Stílfögur lífsgleði og leikni var letruð í hverjum drætti. Hún hóf sig úr hafi fjöldans með herskara glæstra vona, og fangaði augu mín ósjálfrátt, þessi unga fimleikakona. Mér finnst ég auðugri en áður, eftir þau stuttu kynni. Barnslega brosið hennar blikar í vitund minni. Og geymd mun þín ímynd, Áslaug, í ættingja og vina högum, þú hefir þar gróðursett „gleym-mér-ei“ við geisla frá liðnum dögum. Svo breyta bylgjurnar s.tefnu, þær brotna til nýrra stranda. Með farmönnum heim er haldið um höfin til fegri landa. Og staðnæmst við frelsarans fótskör í fjarska þar eilífð vakir. En skapadóminn við skiljum öll, þennan skilnað um stundarsakir. Tómas R. Jónsson. verði framkvæmd svo fljótt og vandlega, sem kostur er á. Bún- aðarþing, sem nýlega er lokið, hefir lagt til, að vissar fjár- pestir verði settar undir sama hatt og mæðiveikin, að því, er aðstoð til bænda snertir. Ef að þessu ráði verður horfið, þá er það næsta sanngjarnt, að riðan verði tekin með og látin skipa sama bekk. En sú minnsta líkn, sem hægt væri að láta bændum hér í té, er að veita þeim und- anþágu frá mæðiveikigjaldinu. Það bætir að vísu lítið upp mik- inn fjárskaða, en væri þó betra en ekki, ef verja mætti upphæð- inni til styrktar þeim, sem harð- ast verða úti og fátækastir eru. Það, sem hér er farið fram á, er ótvírætt í sámræmi við vilja sveitarmanna. Má því til stuðn- ings geta um, að þegar ég er að skrifa þessar línur, berast mér fregnir um, að almennur sveitarfundur hafi rætt um mál- ið og samþykkt tillögur, er stefna í svipaða átt. Ég hefi ritað þetta til þess, ef verða mætti, að vekja ofur- lítinn skilning á þessu vanda- máli okkar Svarfdælinga. Vík ég því svo’ til þeirra, sem nokkra getu hafa til úrbóta, en það er fyrst og fremst þing og ríkis- stjórn. hyrningarsteinn lýðræðisins í þingfrjálsum löndum. Þeirri kenningu er óneitanlega að talsverðu hnekkt með þeirri niðurstöðu, sem það fékk, og að minnsta kosti bendir hún á- þreifanlega til, að þjóðarat- kvæði getur verið tvíeggjað vopn, er varlega þai'f að beita. Og það því fremur, sem Danir eru taldir með allra gagnmennt- uðustu þjóðum álfunnar, manna frjálslyndastir, kreddulausir og framúrskarandi kosningakærir, auk þess sem þeir hafa öðlazt fágætan stjórnmálaþroska í hinni langvinnu frelsisbaráttu sinni, þarna í nábýlinu við Þjóðverja. En sérstaklega færir þessi niðurstaða mönnum heim sanninn um, að mjög varlega er í það farandi, að setja mikla þátttöku í slíkri atkvæðagreiðslu sem skilyrði fyrir gildi hennar, enda sú orðin raunin í félags- skap einstaklinga. Og þó höfðu Danir sýnilega þrauthugsað þá hlið atkvæðagreiðslunnar. Var risið ekki haft hærra en það, að þjóðmálið ætti að ná skorn- um meira hluta kjósenda í land- inu, þeirra er greitt gætu at- kvæði, og þá ætlast til að nóg væri að draga 10% frá fyrir van- höldum. Og vissulega virðist krafan um hluttökuna ekki geta verið öllu minni og sanngjarn- ari, ef þjóðaratkvæðis á að leita á annað borð. Hinsvegar er að því gætandi, að nýafstaðnar kosningar sýndu tvímælalaust, að málið átti meira en nægt fylgi með kjós- endum, og styrkist það við, að með stjórnarskrárbreytingunni Helgi Símonarson. Magnns Torlason: Þjóðaratkvæðið og stjórnar skrá Dana GuSjón Jónsson, HermundarstöSum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.