Tíminn - 06.06.1939, Side 4

Tíminn - 06.06.1939, Side 4
256 TÍMITVN. j>rig|ndagSnn 6. |nní 1939 64. blað ~N/rOT . A T?. Molotov, forsœtisráðherra So- vétríkjanna, er 47 ára að aldri. Hann er verkamannssonur .og hefir engrar skólamenntunar notið, en sjálfmenntaður er hann í betra lagi. Hann neytir hvorki tóbaks né kjötmetis og er sagöur samvizkusamur og duglegur, svo af ber. Molotov gekk í flokk bolshe- vika árið 1906 og hefir siðan gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan flokksins. Hann nýtur mikils trausts samherja sinna og milli hans og Stalins hefir ávallt verið gott samstarf. Hann er talinn hafa stutt einangrunar- stefnu Stalins í utanríkismálum, enda gegnir hann nú störfum ut- anríkismálaráðherra síðan Lit- vinov lét af því starfi. — For- sœtisráðherra hefir hann verið síðan 1928. Hið rétta nafn Molotovs er Vlasheslav Skriabin. Molotov þýðir „hamar“ og það var upp- haflega gœlunafn félaga hans á honum. AðalfuncBur kaupfél. A.-Skaftfellinga. Pramh. af 1. sfðu. reikningum. Á árinu lækkuðu innieignirnar um 15,300 kr. Skuldir félagsins í lánsstofn- unum voru kr. 81,000.00, en hins- vegar átti félagið innstæður í bönkum og hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga um 11214 þús. kr., auk þess átti félagið nokkuð í verðbréfum, ríkistryggðum. Af fé því, sem í félaginu stendur um áramót, eru um 12% fengin að láni hjá lánsstofnunum, en hitt er eign félagsins og við- skiptamanna þess innan héraðs. Stofnsjóður, sem er séreign fé- lagsmanna, var kr. 64,094.39, en sameignarsjóðir þess voru kr. 160,018.21, þar af varasjóður tæp 123 þús. kr., og höfðu þeir hækk- að á árinu um 23 þús. kr. Félagið fær eins mikið af inn- stæðum sínum utan héraðs i vexti, og það greiðir af lánum sínum til banka. Vaxtaútgjöld félagsins eru því öll tekjur fyrir innanhéraðsmenn. Samanlögð sala aðkeyptra vara og afurða, nam 755,676 kr. á árinu, og er það nokkru minna en árið á undan, aðallega vegna lægra verðlags, en líka vegna minni framleiðsluvara, svo sem sjávarútvegsvaranna. Tekjur fé- lagsins og gjöld voru svipuð og næsta ár áður, tekjurnar um 98 þús. kr., én útgjöldin rúmlega 75 þús. kr. og tekjuafgangur því kr. 22,757.80. Aðalfundur ákvað að úthluta 10% í ágóða á skuld- laus ágóðaskyld viðskipti félags- manna á árinu sem leið. Aðalfundur endurkaus í fé- lagsstjórn, þá Kristján Bene- diktsson, Einholti, og Steinþór Þórðarson, Hala, og í varastjórn Guðna Jónsson. Auk þeirra eiga sæti í stjórninni: Þorleifur Jónsson fyrv. alþm. í Hólum, Sigurður Jónsson á Stafafelli og Gunnar Jónsson í Höfn. Hafa þeir átt sæti í stjórninni og Þor- tJR HÆTVUM Frú de Arlandis flytur í dag kl. 6.15 annan háskóla- fyrirlestur sinn í háskólanum. Efni fyrirlestursins er: Vöruskipti milli Norðurlanda og Miðjarðarhafslanda. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Inga Guðmundsdóttir í Vina- minni á Stokkseyri og Gunnar Guð- mundsson bifreiðarstjóri í Hólmi á Stokkseyri. Á síðasta bæjarráðsfundi var samþykkt að mæla með þv£, að Herði Bjarnasyni húsameistara yrði veittur 1500 króna styrkur til utanfarar til þess að kynna sér húsagerð og skipulagsmál ytra. — Einnig var sam- þykkt að æskja þess, að Guðmundur Eiríksson bæjarfulltrúi færi fyrir hönd bæjarins á alþjóðaráðstefnu um húsa- byggingar og bæjaskipulagsmál, sem haldin verður í Stokkhólmi 8.—15. júlí næstkomandi. Gestir í bænum: Sigurður Egilsson kennari I Reykja- skóla í Hrútafirði, Jóhanna Sigurðar- dóttir húsfreyja á Fossi í Mýrdal, Guð- rún Erlendsdóttir húsfreyja á Arn- bjargarlæk í Þverárhlíð, Karl Finn- bogason skólastjóri á Seyðisfirði, Sig- fús Pétursson trésmíðameistari á Seyðisfirði, Jón Jónsson bóndi í Firði í Seyðisfirði. leifur verið formaður félagsins frá stofnun þess. Endurskoðandi var kosinn Vilhjálmur Guð- mundsson, og til vara Jón pró- fastur Pétursson. Fulltrúi á fundi Sambands ísl. samvinnufélaga var kosinn Benedikt Þórðarson á Kálfafelli, og varafulltrúi Björn Guð- mundsson póstafgreiðslumaður á Höfn. Framkvæmdir í héraðinu, svo sem húsabyggingar, bæði íbúð- arhúsa og peningshúsa, girðing- ar og ræktun, voru með allra mesta móti á árinu, og verða það einnig á þessu ári. Kaup til- búins áburðar fara mjög vax- andi, mest vegna aukinnar garðræktar, en einnig vegna stækkandi túna. Heyvinnuvélar og jarðræktarverkfæri fara ört fjölgandi í héraðinu, og tvær dráttarvélar hafa verið í notkun í vor. Sýning sjómanna í MarkatSsskálaiium. (Framh. af 1. síðu) skýrt, vantar eitt og annað á sýninguna yfirleitt, er notazt var við í gamla daga. En hús- rúm hefir sjálfsagt verið af skornum skammti, og ekki verð- ur á allt kosið, auk þess sem erfitt er um vik að afla ýmissa slíkra muna. Við vesturhliðina er loft- skeytaútbúnaður og deild mat- sveinanna. í loftskeytadeildinni eru gömul og ný senditæki og móttökutæki. Má þar rekja að nokkru þróun loftskeytatækn- innar. Hér rekur maður augun í hið sama og í véladeildinni, hve mjög þróun hefir gengið í þá átt, að gera tækin fyrir- ferðaminni en áður. Af merki- legum gripum má nefna fyrstu loftskeytatækin, sem sett voru í ísl. skip, Goðafoss eldra, árið 1915, tæki úr loftskeytastöð, er sett voru upp hér á landi árið 1914, og eina sjónvarpstækið, sem hér er til, og Arthur Gook á Akureyri á. í deild matsveinanna stendur dúkað borð, og í næsta sýningar- bás við, eru hverskonar niður- suðuvörur úr sjófangi. Á miðju skálagólfi er komið fyrir öllum útbúnaði Hafnar- nesvita, sem lýsir þar eins og hann á að sér, og lætur sér fátt um finnast allt umstangið. Á gafli hangir nýtt vitakort, en við hliðina á því ýmsir gamlir uppdrættir af íslandi, þar á meðal einn frá 1640. Á gólfinu innan við vitann er sýnt ýmislegt það, er viðkemur Slysavarnafélaginu. Þar á með- al er hinn nýi uppdráttur Jóns Bergsveinssonar erindreka, þar sem staðsett eru og sýnd öll þau skipstöp, sem orðið hafa hér við land árin 1928—1937. Alls eru það 128 skip, yfir 12 smálestir að stærð, sem farizt hafa á þess- um áratug. Má glögglega af þessu korti sjá, hve háskasam- leg suðurströndin er sjófarend- um, og Faxaflói sunnanverður. ískyggilega mörg skip hafa einnig endað hina síðustu ferð milli Siglufjarðar og Skagafjarð- ar. Slysavarnafélagið sýnir einn- ig línubyssur og ýmsan björgun- arútbúnað. Ein línubyssan er af sömu gerð og byssa, sem bjarg- að hefir verið með þrem skips- höfnum úr bráðum háska. Auk þess, sem hér hefir verið getið, eru sýnd líkön af mörgum skipum og mörgum gerðum skipa, ýmsir merkilegir hlutir, sem sjómenn hafa unnið að í tómstundum sínum, sumt afar fallegir gripir, og loks margs- háttar töflur og línurit, m. a. um fiskafla, skipastól, loft- skeytatæki í skipum, vélar í ís- lenzkum skipum, drukknanir við ísland, og margt fleira. Þótt á mörgu hafi verið stiklað Japanir og Kínverjar. (Framh. af 1. síöu' ur til að verja sjálfa sig, fjöl- skyldu sína og byggðarlag. Ef maður spyr þá, hversvegna þeir berjist gegn Japönum, verður svarið eitthvað á þessa leið: Þeir stálu uxanum og vagninum mín- um, þeir brenndu húsið mitt, þeir tóku barnið mitt, þeir mis- þyrmdu konunum í þorpinu mínu 0. s. frv. Það er sennilegt, að Japanir stæðu nú miklu bet- ur að vígi, ef þeir hefðu ekki sýnt jafn mikla harðýðgi og vægðarleysi. Grimmd þeirra hef- ir jafnvel knúið hina þekkingar- minni alþýðu, sem hefir lítinn þjóðernislegan skilning. til mót- stöðu. — Það er oft um það rætt, hversu lengi Kínastyrjöldin muni vara. Séu Kínverjar spurðir sjálfir, segja þeir venjulegast, að hún muni standa í mörg ár, jafnvel marga áratugi. Þeir eru ekki eins bráðlátir og Vesturlandaþjóð- irnar og þolinmæði þeirra og út- hald er vafalaust meira. Reynsl- an virðist líka hafa sýnt, að Japanir muni ekki vinna neinn skyndisigur úr þessu, en það er jafnrangt að álykta, að fjár- hagsástæður hamli þeim að halda áfram langri styrjöld. í einræðislandi, þar sem fólkið er vant litlu, er hægt að komast ótrúlega langt með takmörkuð- um efnum. Það er því ekki á neins manns færi að segja hve- nær styrjöldinni muni lykta eða hvernig hún fari að lokum. En sigurvonir Kínverja eru vissu- lega ekki minni nú en í upphafi styrjaldarinnar, þótt þeir hafi orðið að láta mikil lönd af hendi. í þessari frásögn, er sagan þó ekki hálfsögð, enda allstaðar reynt að gera langa sögu stutta. Munid Sýníng sjómanna er opín daglega frá kl. 10—10 THE WORLD'S GOOD NEWS will come to your home every day through THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR An International Daily Newspaper It records for you the world’s clean, constructive doings. The Monitor does not exploit crime or sensation; neither does It ignore them, but deals correctively with them Features for busy men and all the íamily, including the Weekly Magazine Section. The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Boston, Massachusetts Please enter my subscription to The Chrlstian Science Monitor for a period of 1 year $12.00 8 months $6.00 3 months $3.00 1 month $1.00 Wednesday issue, including Magazine Section: 1 year $2.60. 6 issues 25o Name __________________________________________— Address _____________________________________— Sample Copy on Request 70 Willlam McLeod Raine: — Herra Prescott er gefinn fyrir skýr svör, sagði Walsh brosandi. — Mér skilst að svo sé. Taylor virti eigandann að Quarter Circle fyrir sér. Hann var stór og kraftalega byggður, með nautsvíra og sterklega kjálka. Hendur og andlit voru hvorutveggja veðurbitið. Hrukkurnar mörkuðu tígla á hálsinum, hörkuleg aug- un og beinar varirnar bentu á stálvilja. Hann bar það með sér, þar sem hann sat þarna í baðmullarskyrtunni og baðmullarbuxunum, að hann var af gömlu kynslóðinni. Gestur hans gerði sér þegar þær hugmyndir um hann, að hann væri bæði ráðríkur og uppstökkur. Hann myndi verja það, sem hann teldi rétt sinn, til hins ýtrasta. — Ef þú hittir Clem, herra Taylor, getur þú sagt honum, að ég sé reiðubú- inn að mæta honum hvenær, sem hon- um þóknist, sagði Prescott. — Og þú getur sagt honum, sagði Walsh, að ég hafi sagt, að ef einhver fengi flugur í höfuðið og færi að valda vandræðum, þá skyldi ég ljúka þeim fyrir hann. — Er sennilegt að ég hitti hann? spurði Taylor blátt áfram. — Það er nú einmitt það, sem ég vildi gjarna vita. Er það sennilegt? spurði Prescott skipandi röddu, og augu hans Flóttamaðurinn frá Texas 71 skutu neistum undir loðnum brúnun- um. — Maður getur ekki alltaf sagt ákveð- ið um það hverja maður muni hitta og hverja ekki, sagði Taylor rólega. í annað sinn sló Prescott veðurbitnum hnefanum af afli í borðið. — Ég vissi þetta undir éins! Þú ert einn af bölvuðum hvolpunum hans! — Úr því að þú ert svo viss um þetta, þá viltu ef til vill segja mér, hvaða leið ég eigi að fara héðan? spurði Taylor. Nú greip Walsh fram í: — Andartak, herrar mínir. Athugum nú, hvernig spilin liggja. Varstu á leið hingað, herra Taylor, þegar þú lentir í bylnum? — Nei, svaraði Taylor, eftir örlitla um- hugsun. — Og komst ekki á þessar slóðir til að njósna um Quarter Circle? — Alls ekki. Svarið var stutt og skýrt, en brosið, sem fylgdi þvi, var tvírætt. — Eða til þess að fremja neitt af ó- dæöum Clem Oakland’s? spurði sýslu- maður, en bros hans dró úr biturleik orðanna. — Hvernig mgetti það eiga sér stað, þar sem ég þekki hann ekki? — Ef þú ekki þekkir hann, hvernig stóð þá á því, að þú reiðst blesótta klárn- Á víðavangi. (Framh. af 1. siðu) að afhenda launin þannig, en ekki víljað fallast á skattinn. Óánægja var orðin mjög mikil hjá byggingarmönnum yfir þessu framferði kommúnista og þorðu þeir því ekki annað en að láta undan. Ættu kommúnistar að hafa lært það af þessum tveim verkföllum, að þeim er hollast að hafa hægt um sig. Fréttabréf til Tímans. Tímanum er mjög kærkomið að menn úti á landi skrifi blað- inu fréttabréf öðru hvoru, þar sem skilmerkilega er sagt frá ýmsum nýmælum, framförum og umbótum, einkum því er varðar atvinnulífið. Allar upp- lýsingar þurfa að vera sem fyllstar og gleggstar, svo að ó- kunnugir geti fyllilega áttað sig á atburðum, fyrirtækjum og stáðháttum, sem lýst er. Mörgum mun ef til vill finn- ast fátt til frásagnar úr fá- mennum og strjálum byggðum. En þó mun mála sannast, að I hverju byggðarlagi gerist nokk- uð það, sem tíðindum sæti, sé vel að gætt. ■nýja BÍÓ" GOLDWIA FOLLIES “°~*GAMLA EÍÓ"“*1-" INDÍANA- STtLKAN Spennandi og vel leikin amerísk kvikmynd, gerð eftir einni þektustu skáld- sögu ameríska rithöfund- arins REX BEACH: „The Barrier“. Kvikmyndin ger- ist öll í undurfögru og tignarlegu landslagi norð- ur í Alaska. Aðalhlutverk: LEO CARILLO, JEAN PARKER og JAMES ELLISON. íburðarmikil og dásamlega skrautleg amerísk „revy“- kvikmynd, þar sem fræg- ustu listamenn Ameríku sýna listir sínar. Myndin er öll tekin í eðli- legum litum. Jafnvel ungt fólk eykur vellíðan sma með því að nota harvötn og ílmvötn Við framleiðnm: EAIJ DE PORTUGAL EAU DE OUIAIAE EAU DE COLOGAE RAYRHUM ÍSVATTV Verðið í smásölu er frá kr. 1,10 til kr. 14,00, eftlr stærð. — Þá höfum við hafið framleiðslu á ILMVÖ'mUM úr hinum beztu erlendu efnum, og eru nokkur merki þegar komin á markaðinn.- Auk þess höfum við einkainnflutning á erlendum ilmvötn- um og hárvötnum, og snúa verzlanir sér því til okkar, þeg- ar þær þurfa á þessum vörum að halda.- Loks viljum vér minna húsmæðurnar á bökunardropa þá, sem vér seljum. Þeir eru búnir til með réttum hætti úr r é 11 u m efnum. — Fást allsstaðar.- Áfeng’ísverzl. ríkisins. ......................... Tilkynniné Irá ríkisstjórninni Viðtalstími ráðherra verður framvegis: Mánudaga, midvikudaga og föstu- daga kl. 10—12 f. h. Graiið grær Gleymið ekki að tryggja ykkur g ó ð a sláttuljái í tæka tíð. Eylandsljáirnir irá Brusletto reynast bezt. Þeir eru handslegnir og hertir í vlðarkolum. Samband ísLsamvinnuféÍaga Sími 1080. Lesid og útbreiðið TÍMANN

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.