Tíminn - 08.06.1939, Page 1

Tíminn - 08.06.1939, Page 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 d. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 d. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h. f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, fimmtudagiim 8. jiiní 1939 65. bla» Vcga 1 sign i nga r og briiar- gerðir í snmar Frásögn Geirs Zoega vegamálastj Samningar hafa enn ekki tekizt milli Breta og Rússa, en sennilegt þykir þó að samkomulag muni nást innan skamms tíma. Hér á myndinni sjást þrír þeir menn, sem einna mest eru við samningana riðnir, en það eru, talið frá vinstri, Bonnet, utanríkismálaráðherra Frakka, Halifax utanríkismálaráð- herra Breta og Maisky, sendiherra Rússa í London. Maisky er mjög lág- vaxinn. Myndin er tekin á fundi Þjóðabandalagsins i Genf. ítalir og Þjóðverjar Er Italía að verða hjálenda Þýzkalands? Geir G. Zoega vegamála- stjóri hefir látið Tímanum í té upplýsingar um vega- lagningar og brúargerðir, sem fyrirhugaðar eru í sum- ar. Álíka miklu fé verður varið til þessa og að undan- förnu og nemur heildarfjár- veitingin til vegamála um 1,600 þúsund krónum. Um brúargerðir verður held- ur minna en stundum áður; er alls varið til þeirra um 70 þús- und krónum. Fyrir fé þetta verða byggðar brýr á Staðará í Staðarsveit, á Reykjadalsá í Borgarfirði, rétt hjá Klepp- járnsreykjum, 40 m. löng brú úr járnbentri steinsteypu, Breið- dalsá í Suður-Múlasýslu og er brúarstæðið á Klapparhyl hjá Heydölum, 29 m. löng bogabrú úr járnbentri steinsteypu, Hörgá hjá Þúfnavöllum, 22 m. löng brú úr járnbentri steinsteypu og loks Nýtt tónskáld Hallgrímur Helgason tónskáld. Hallgrímur Helgason heitir mjög efnilegur tónlistamaður, sem menn gera sér miklar vonir um. Hann kemur nú einhvern af næstu dögum frá Leipzig, þar sem hann stundar nám. Mun hann væntanlega láta til sín heyra í átthögunum, meðan hann dvelur í sumarleyfinu. Hallgrímur er sonur Helga Hallgrímssonar kennara frá Grímsstöðum á Mýrum. En Hall- grímur sá er albróðir Haralds heitins Níelssonar prófessors. Er sérkennileg listagáfa langt fram í ættir í þeim kynstofni. Hallgrímur Helgason sýndi brátt eindregna hæfileika i tón- list. Meðan hann var nemandi í menntaskólanum stundaði hann líka nám í tónlistaskólanum. Á þeim árum kom hann fram í út- varpinu á skemmtikvöldi menntaskólans og lék bæði á pianó og fiðlu. Að loknu stúd- entsprófi í Reykjavík var hann eitt ár við tónlistarnám í Kaup- mannahöfn, en fór síðan þaðan til Leipzig og ætlar að ljúka þar námi sínu. Leipzig er gamall háskólabær, við þann stað eru tengd nöfn eins og Schumann og Mendel- sohn. Þar stundaði Grieg nám, og Sibelius, einn mesti jöfur meðal núlifandi tónskálda. Þar dvaldi Páll ísólfsson áxum sam- an og gegndi á stríðsárunum, sem kunnugt er, organistastörf- um fyrir sinn fræga kennara, Straubl. Á síðastliðnum árum hefir Hallgrímur oft flutt eigin tón- (Framh. á 4. síðu) smábrú yfir Köldukvísl í Kerl- ingarskarði á Stykkishólmsvegi. Til nýrra þjóðvega á að verja 540 þúsund krónum og er það lagt til vegagerðar í 80 stöðum. Er því um smávægilegar fram- kvæmdir að ræða víðast. Á þessu ári verður að fullu lokið Holtavörðuheiðarvegi að Hrútafjarðará. Hjá Bólstaðarhlíð verður byrj- að á vegalagningu yfir Vatns- skarð og verður alls varið til þess 300 þúsund krónum í ár. Er þarna ólagður um 20 km. langur vegarkafli frá Bólstaðarhlíð að vegamótum hjá Varmahlíð í Skagafirði. Áætlað er að þessi kafli kosti um 380 þúsund krón- ur, eða álíka mikið og vegurinn yfir Holtavörðuheiði, enda svip- uð vegalengd. Hinn nýi vegur mun liggja allfjarri núverandi vegi frá Bólstaðarhlíð og allt austur að sýslumótum og kem- ur því sá kafli ekki að notum fyrr en hann er allur fullgerður. Verður því lagt kapp á að ljúka þessum kafla sem fyrst. Gert er ráð fyrir, að þessi nýi vegur, þegar hann er fullger, verði fær bifreiðum alla snjólétta vetur.Er vegarstæðið á Vatnsskarði að- eins litlu hærra yfir sjávarmál en á Holtavörðuheiði. í Skagafirði verður fullgerð- ur nýi vegurinn fram að Silfra- stöðum, en þar er enn ekki lok- ið við dálítinn spöl hjá Bólu. Á Öxnadalsheiði verður veg- urinn lagfærður í Giljareitun- um og í Öxnadal verður haldið áfram vegagerð og henni lokið að Þverárbrú. í Ljósavatnsskarði verður lok- ið vegagerð austur að Litlu- tjörnum og byrjað lítilsháttar neðan við Háls í Fnjóskadal. Nokkuð verður unnið að Aust- urlandsvegi. Er nú í rauninni fært bifreiðum alla leið austur að Jökulsá, sem er síðasti farartálminn. Brú yfir Jökulsá hjá Grímsstöðum á Fjöllum yrði hins vegar mikið og dýrt mannvirki, yrði um 110 m. löng hengibrú, hin stærsta á Eins og kunnugt er, er fyrirhuguð fyrirhleðsla vatnanna í Rangárvalla- 'sýslu, Þverár, Affalls og Ála í áfram- haldi af vamargarði þeim, er byggður var þar, þegar Markarfljótsbrúin var reist. Þá var einnig hlaðinn varnar- garður sunnan við Stóra-Dímon, allt frá brúnni og upp að höfðanum, alls um tveir kílómetrar að lengd. Pyrir- hleðslur þessar allar eru hin mestu mannvirki og er kostnaður áætlaður yfír hálf milljón króna við það, sem enn er ógert. Yrði fyrirhleðsla Ála 1150 metra löng, Affallsgarður 2000 metrar og Þverárgarður 2000 metrar. Tilgangurinn er sá, að veita öllu því vatni, sem hingað til hefir náð að renna vestur á bóginn í mörgum far- vegum, í Markarfljót. Þarf þá jafn- framt að endurbæta gamlan varnar- garð hjá Seljalandi, austan fljótsins, er byggður var 1910. Ákveðið er að verja 50 þús. krónum til þessara fram- kvæmda í ár og er vinna við fyrir- hleðsluna þegar hafin. Verður í sumar litilsháttar byrjað á Þverárgarði frá Háamúla í Fljótshlíð, en mest af fénu verður lagt í fyrirhleðslu Álanna, sem væntanlega verður því nær lokið i sum- ar. Þessum mannvirkjum er þann veg háttað, að mikil nauðsyn er á að hraða verkinu, þegar það er á annað borð hafið, þar eð því yrði hætt við skemmdum, ef það biði lengi hálfgert. t t t Vigfús Guðmundson gestgjafi kom til bæjarins i gærkvöldi úr Borgarfirði, íslandi, og myndi kosta um 200 þúsund krónur. Búizt er við, að á þessu sumri takist að gera bílfært yfir Breiðdalsheiði, milli Skriðdals og Breiðdals. Haldið verður áfram vinnu við Krýsivíkurveg. Er nú alls búið að leggja 11 km. að vestan og 9 km. * í Ölfusi og hefir sú vegagerð kostað um 450 þúsund krónur alls. Um þriðjungur af því er atvinnubótafé Reykjavík- urbæjar. Haldið verður áfram að steypa kafla í veginum milli Hafnar- fjarðar og Reykjavíkur og veg- inum inn að Elliðaám. Við Sogsveg austan Þing- vallavatns verður unnið fyrir um 20 þúsund krónur, auk þess sem þar verður unnið fyrir at- vinnubótafé unglinga. Eru enn 6 km. leið, sem þar er eftir að fullgera, og mun það kosta um 90 þúsund krónur. Auk þess, sem hér hefir verið nefnt, verður litlum fjárupp- hæðum varið til vegagerða afar- víða um land. Til viðhalds þ j óðvegunum verður varið 750 þúsund krón- um. Viðhald veganna verður æ fjárfrekara með hverju ári sem líður. Er allt í senn, að akveg- irnir lengjast óðum og eru nú orðnir um 3300 km., umferðin eykst og menn teknir að nota miklu stærri og þyngri bifreiðar en áður. Loks er hentugur of- aníburður í vegi sumstaðar á þrotum og verður að sækja hann langar leiðir. Beztu og nærtækustu malargryfjurnar eru víða tæmdar. En þrátt fyr- ir allt það fé, sem lagt er til viðhaldsins, er það of lítið og vart er til sá vegarspotti, sem ekki þarfnast endurbóta. Til fjallvega er á þessu ári veitar 22 þúsundir króna. Geng- ur það mest til bifreiðavega í ó- byggðum. Til sýsluvega ver ríkissjóður um 100 þúsund krónum. Loks er 113 þúsund krónum varið til vegagerða á mæðiveiki- svæðunum, samkvæmt sér- fjárveitingu. Eru 43 þúsundir króna af þessu fé lagðar til vega í Húnavatnssýslum, 26 þúsund í Mýrasýslu og 20 þús. í Borgar- fj arðarsýslu. og náði fréttamaður Tímans tali af honum litla stund. Kvað hann gras- sprettu nú betri um Borgarfjörð en verið hefði um þetta leyti í þrjátíu ár. En árið 1909 var hún ekki minni. Þá var sumstaðar uppi í fjalladölum lokið við að slá tún fyrir Jónsmessu. Nú lítur út fyrir að verði góð slægja á túnum eftir viku til hálfan mánuð og á ein- staka stað er byrjað að slá dálitla bletti nú þegar. — Lambahöld hafa verið ágæt í vor, en víðast um héraðið stingur fjárpestin sér niður ennþá, þótt ekki sé það mjög mikið, þar sem hún er búin að vera í mörg ár. — Með tófu- yrðlingana hefir víðast gengið vel í vor, en ekki eru menn almennt bjart- sýnir á refaeignina. — Garð- og græn- metisrækt fleygir stórum fram, einkupi við jarðhitann. Byggingar og ýmsar framkvæmdir eru talsverðar í héraðinu, en dregur þó mjög úr það fámenni og verkafólksskortur sem nú er á bæjun- um almennt. — Laxveiði er allgóð í Hvítá og litur vel út í smærri ánum, er t. d. allmikill lax kominn í Norðurá upp að Laxfossi, en kemst ekki lengra upp ána ennþá, þar til léttir vatns- þunganum í fossinum, sem verður strax ef þurrviðri haldast í nokkra daga. t t t Aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga verður að þessu sinni háður að Reykholti í Reykholtsdal. Hefst hann 30. júní og er ráðgert að hann hann standi yfir í fjóra daga. í heimsblöðunum er oft um það rætt, hvort Ítalía geti ekki alveg eins brugðizt samning- um sínum við Þjóðverja nú eins og í heimsstyrjöldinni 1914—18, ef til styrjaldar kæmi. Virðast þeir öllu fleiri, sem halda því fram, að slíkt sé mjög ósenni- legt og þótt ítalir jafnvel ósk- uðu þess, yrði erfitt fyrir þá að losna úr bandalaginu við Þjóð- verja, eins náið og það er orðið. Forsendur þeirra eru í aðal- atriðum þessar: Hinn nýi hernaðarsáttmáli Þýzkalands og Ítalíu knýtir ut- anríkismál og hermál þeirra svo fast saman, að þau mega teljast ein heild, ef litið er á þau frá sjónarhæð alþjóðlegra stjórn- mála. Þau eru skuldbundin til að fylgja hvert öðru gegnum þykkt og þunnt. í svo nánu bandalagi fellst hin mesta hætta fyrir sjálfstæði Ítalíu, því undir slikum kringumstæð- um er það sterkari þátttakinn, sem mestu ræður, og hann er í þessu tilfelli Þýzkaland. Það kemur ekki að neinum notum, þó i samningunum sé talað um jafnrétti beggja ríkjanna. Það er fjölmargt, sem veldur þvi, að Þýzkaland er sterkari aðilinn í bandalaginu. Landmælingunum hér verður lokið á þessu sumri. Eru mælingamennirnir væntanlegir hingað til lands með Dr. Alexandrine nú um næstu helgi og mun mælingastarf þeirra hefjast upp úr því. Mælingaflokkarnir verða að þessu sinni fimm, fjórir undir stjórn danskra manna, en einn undir stjórn íslendings, Ágústs Böðvarssonar. Alls eru þrír menn í hverjum flokki. Yfir- maður alls mælingastarfsins heitir Ber- telsen, hinn sami og í fyrrasumar. Eins og áður er fram tekiö, á að ljúka land- mælingunum í sumar. Liggja svæði þau, sem enn eru ómæld, suður af byggðum í Húnaþingi og umhverfis Langjökul. Auk þess er ofurlítill skikl ómældur suðvestur af Vatnajökli. — Verður starf mælingamannanna því á þessum slóðum. r t t Samkvæmt fregnum, sem veðurstof- unni hafa borizt frá ísafirði, sá ensk- ur togari, er var að veiðum út af Horni í gær, mikla hafísbreiðu langt til hafs, um þrjátíu sjómílur út' af Hornbjargi. Er það í fyrsta skipti, sem skip verða vör við hafís á djúpmiðum í vor. t t t Samkvæmt fregnum, sem Tímanum hafa borizt frá Helga Arasyni bónda á Fagurhólsmýri, hefir Skeiðará verið að vaxa undanfarna viku og er enn hægt vaxandl. Er nú á að gizka tvöfalt sumarvatn í ánni, miöað við það, sem venjulegt er. Telja Skaftfellingar, að (Framh. á 4. slðu) Þýzkaland hefir nú um 84 milj. íbúa, en Ítalía 44 milj. Hlutfallslega sterkari er af- staöa Þýzkalands í vígbúnaðar- málum. Það þarf að vísu að flytja inn mörg hráefni, en ít- alíu vantar þau næstum öll, þar eru engin kol, engar járn- tegundir, engin olía, engin ull, ekkert gúmmí, og þar eru held- ur engin hráefni eins og í Þýzka- landi, sem hægt er að nota í gerfibenzín eða gerfigúmmi. í Ítalíu er heldur ekki neinn verulegur járniðnaður. Herinn verður að kaupa mikið af vopn- um sínum og flugvélum, full- gerð eða hálfgerð, frá öðrum löndum. í viðskiptalegum efn- um er Ítalía stöðugt að verða meira og meira háð Þýzkalándi. Áður keypti Ítalía kol í Englandi og Belgíu, en nú nær eingöngu í Þýzkalandi. Hergögnin keypti Ítalía áður nær aðallega í Tékkóslovakíu, en eftir innlim- un hennar í Þýzkalandi, ráða Þjóðverjar orðið yfir þessum við- skiptum. ítalir virðast líka orðnir háð- ir Þjóðverjum á fleiri sviðum en vopnaframleiðslunni. ftalski herinn er stöðugt að komast meira og meira undir áhrif Þjóð- verja. Sá orðrómur, að á styrj- aldartímum verði landher beggja ríkjanna settur undir eina þýzka yfirstjórn, hefir enn ekki fengizt staðfestur, en í 4. grein hernaðarsáttmálans segir, að skipa skuli nefndir, er eiga að fjalla um nánari hernaðar- samvinnu milli landanna. Eitt- hvað, sem er í samræmi við orð- róminn, virðist því í undirbún- ingi. Það er líka mjög athyglis- vert, að margir af helztu her- foringjum Þjóðverja hafa dval- ið um lengri tíma í Ítalíu og Libyu og kynnt sér landvarnirn- ar þar, en það er hinsvegar und- antekning, að háttsettir ítalskir herforingjar fari til Þýzkalands. Auk þess hafa ýms frönsk og ensk blöð, einkum „Manchester Guardian", birt frásagnir um herlið bæði í Libyu og Ítalíu aðal lega við landamæri Frakklands. Þá hefir þýzku leynilögregl- unni, Gestapo, verið falið að endurskipuleggja ítölsku leyni- lögregluna, Ovra. Er talið að nokkur þúsund þýzkra leynilög- reglumanna séu starfandi á ít- alíu um þessar mundir, aðallega við þessi störf. Margt fleira er nefnt, sem sönnun þess, að Ítalía sé orðin svo bundin og háð Þjóðverjum, að enginn möguleiki sé fyrir hana úr þessu að rjúfa banda- lagið við þá. Almennt er líka talið, að Mussolini hafi verið mjög þvert um geð að gera hern- aðarsáttmálann, en hann hafi ekki átt annars kost, þvi Þjóð- verjar hefðu þá hótað að svipta ítali öllum stuðningi. Mörg er- lend blöð tala orðið um Ítalíu eins og hjálendu Þýzkalands. A víðavangi Sjómannasýning, sem stend- ur yfir hér í bænum þessa dag- ana, hlýtur að vekja marga til umhugsunar um það, hversu lítil rækt er lögð við geymslu sögulegra minja frá atvinnulífi og lifnaðarháttum fyr á tímum. Að vísu eru þarna margt slíkra hluta og er síður en svo ástæða til þess, að ásaka forstöðumenn sýningarinnar fyrir það, þótt ýmislegt vanti. Þeir hafa vafa- laust gert sitt bezta. En þetta sýnir, að haldi slíkt ræktarleysi áfram í þessum efnum og verið hefir að undanförnu, hljóta lessar minjar smásaman að eyðileggjast og týnast og þekk- ing þjóðarinnar á sögu sinni og störfum forfeðranna verða þeim mun fátækari. En það er aðalsmerki allra sjálfstæðra þjóða að reyna að vernda minn- ingarnar og minjarnar um sögu sína sem allra bezt. * * * í þessu sambandi hlýtur það að rifjast upp, hversu lélegan aðbúnað Þjóðminjasafnið hefir. Það er í þröngum og dimmum súðarherbergjum í Safnahús- inu. Þrengslin eru svo mikil, að mununum hefir orðið að hrúga saman svo erfitt er að skoða þá. Ef eldur kemur upp í húsinu, er safnið í mikilli hættu. Þessi aðbúnaður á safninu er vissu- lega hneysa fyrir þjóðina og sýnir, að hún kann ekki að meta fortíð sina eins og vera ber og hún gerði á fyrstu áratugum sjálfstæðisbaráttunnar. — Þarf vissulega að hefjast handa í þessum efnum og vekja áhuga þjóðarinnar fyrir hinni gömlu menningu og minningum. Forn- minjasafnið verður að fá viðun- andi húsnæði og þar eiga að vera sérstakar deildir fyrir at- vinnuvegina, er gefa sem gleggst yfirlit um þróun þeirra frá fyrstu tíð. Einnig ætti að byrja á því að koma upp vísi að byggðasöfnum, t. d. við skólana. Gætu ungmennafélögin, Vöku- menn eða hliðstæður félags- skapur haft forgöngu í þeim efnum. Markmiðið á að vera, að forða sem mestu af sögulegum minningum þjóðarinnar frá eyðileggingu og gleymsku. * * * Framsóknarmenn héldu tvo flokksfundi í Skagafirði í þess- ari viku, á Sauðárkróki á mánu- daginn og Hofsósi á þriðjudag- inn. Á fundunum voru mættir báðir þingmenn Skagfirðinga, Steingrímur Steinþórsson og Pálmi Hannesson. Skúli Guð- mundsson sat einnig fundina. Fundir þessir voru vel sóttir; sátu þá um 100 manns á Sauð- árkróki og 70 manns á Hofsósi. Voru fundarmenn víðsvegar að úr öllu héraðinu. Einkum var rætt um þjóðstjórnina og geng- ismálið. Þótt menn litu nokkuð misjöfnum augum á þær ráð- stafanir, kom fram mikil ein- drægni á fundinum og mikill á- hugi fyrir því að efla fylgi Framsóknarflokksins í Skaga- firði. * * * Vigfús Guðmundsson gest- gjafi, sem staddur er hér í bæn- um, hefir skýrt blaðinu frá eft- irfarandi: Fjöldi fólks fer nú daglega um Borgarfjörð til Norðurlands. Mun margt af því vera að fara í sumaratvinnu nyrðra. Langflestir þeirra, sem ferðast um Borgarfjörðinn, fara með Laxfossi, ýmist til Borgar- ness eða Akraness. Fara vin- sældir hans, sem faraþegaskips, vaxandi. En nokkuð mun unn- ið á móti honum af einstökum mönnum, og þá með öðru smærra og seinskreiðara skipi. En sannleikurinn er, að leiðin milli Reykjavíkur og Akraness og Borgarness er orðin svo fjöl- farin, að tæplega er forsvaran- legt að hafa miklu minna skip til þeirra flutninga en Laxfoss er. Mætti gjarnan vera nokkru stærra skip á þessari fjölförnu leið. A. KROSSGÖTTJM Vatnamál Rangæinga. — Úr Borgarfirði. — Aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga. — Landmælingunum lokið í sumar. — Hafís. — Vöxtur í Skeiðará.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.