Tíminn - 08.06.1939, Blaðsíða 2
258
TÍMIi\\T, fimmtndagimi 8. jiinl 1939
65. Iilað
Kosningin í Austur-Skaita
íellssýslu
'jgtminn
Fimmtudaginn 8. jjúní.
Öfund
Öfund er leiðinlegur löstur, en
sumum mönnum er þó hægt að
virða hana til vorkunnar. Þeir
hafa kannske haft álitleg skil-
yrði til frama, en öll hin góðu
tækifæri hafa gengið þeim úr
greipum. Það hefir verið alveg
sama hvort þeir hafa reynt sem
forstöðumenn, erindrekar, blað-
stjórar eða eitthvað annað. Allt
hefir misheppnazt. Vonbrigðin,
sem þessu fylgja, geta hæglega
brotið sér útrás í kergju og af-
brýðisemi við þá, sem betur
hafa heppnast störf sín.
Það má því ekki alltaf túlka
öfundsýkina á versta veg. Hún
getur stundum átt afsakanlegar
orsakir.
Fáir íslenzkir stjórnmála-
menn, að Jónasi Jónssyni und-
anskildum, hafa orðið á síðari
árum fyrir jafnmikilli öfund og
Eysteinn Jónsson ráðherra.
Vafalaust má rekja til þess þær
ástæður, að hann hefir leyst
störf sín þannig af hendi, að
vinsældir hans og traust hafa
stöðugt farið vaxandi. Hann
hefir stjórnað fjármálum þjóð-
arinnar á erfiðustu árunum,
sem yfir þjóðina hafa gengið síð-
an hún endurheimti sjálfstæði
sitt. Niðurstaðan af stjórn hans
hefir m. a. orðið sú, að 1938 var
rekstrarafgangur ríkissjóðs 1.720
þús. kr. og verzlunarjöfnuðurinn
hagstæður um 8.6 milj. kr. Árið
1934 var hinsvegar 1.912 þús. kr.
rekstrarhalli hjá ríkissjóði og
verzlunarjöfnuðurinn óhagstæð-
ur um 4 milj. kr. Á þessum ár-
um hefir þó verið lagt úr ríkis-
sjóði meira fé til verklegra
framkvæmda en nokkuru sinni
fyrr og mun meira fé varið til
stofnunar nýrra atvinnufyrir-
tækja og orkustöðva á þessum
fjórum árum en næstu 10 árin
á undan. Atvinnuleysisskýrslur
sýna líka, að í Reykjavík var
atvinnuleysið lítið meira 1938 en
1934, þrátt fyrir mikla fólks-
fjölgun í bænum og hrörnun
sjávarútvegsins, er stafaði af
markaðshruni og aflaleysi. Á-
stæðan til þess er sú, að í skjóli
hinna opinberu ráðstafana hafa
risið upp margar nýjar atvinnu-
greinar. Skýrslur hagstofunnar
sýna einnig, að þrátt fyrir hin-
ar miklu framkvæmdir, sem
krafizt hafa mikils innflutn-
ings, og stórfellda rýrnun út-
flutningsins, sem stafar af
markaðshruninu, hafa skuldir
þjóðarinar erlendis ekki aukizt
á þessu tímabili, nema sem
svarar Sogsláninu einu.
Þegar tillit er tekið til hinna
óvenjulegu erfiðleika, hlýtur
þessi niðurstaða að teljast mjög
glæsileg. En hún hefir vitanlega
jafnframt þau áhrif að koma
þeim öfundsjúku á kreik, mönn-
unum, sem lítið eða ekkert hafa
gert gagnlegt sjálfir og finna
einhverja svölun í því að lítils-
virða það, sem vel hefir verið
gert.
Málflutningur þessara manna
er hinn furðulegasti. Þeir drótta
slóðaskap og hlutdrægni að
hagstofunni, sökum þess að
skýrslur hennar sýna ekki þær
niðurstöður, sem eru æskilegar
fyrir iðju þeirra. Þá erfiðleika,
sem ekki hafa verið yfirstignir,
en hafa þó ekki aukizt í stjórn-
artíð Eysteins Jónssonar, nota
þeir, sem sönnun þess, að starf
hans hafi að öllu leyti mis-
heppnazt! Þeir reyna að blanda
þjóðstjórninni inn í þessar um-
ræ§ur, enda þótt tildrögin til
myndunar hennar væru allt
önnur en þessi mál, eins og oft
hefir verið rakið. Loks segja
þeir að ekki megi draga úr
sjálfsafneitun manna með því
að „gylla“ ástandið! Það hafa
vissulega ekki verið Framsókn-
arflokkurinn eða Eysteinn Jóns-
son, sem hafa reynt að gylla á-
standið, heldur hafa þessir að-
ilar beitzt fyrir innflutnings-
hömlum og fleiri ráðstöfunum,
sem sýndu fullan skilning á erf-
iðleikunum og nauðsyn auk-
innar sjálfsafneitunar. En all-
ar þær ráðstafanir hafa til
skamms tíma verið svívirtar og
taldar þarflausar af þeim öfund-
sjúku, er ekki hafa talið þörf
neinnar sjálfsafneitunar af
I.
Áður hefir verið frá því skýrt
hér í blaðinu, að eftir fráfall
Þorbergs heitins Þorleifssonar
alþingismanns í Hólum, komu
Framsóknarmenn í héraðinu
saman á fund í Hólum og skor-
uðu á Pál Þorsteinsson bónda og
kennara á Hnappavöllum í Ör-
æfum að verða í kjöri sem þing-
mannsefni Framsóknarmanna í
héraðinu við aukakosninguna nú
í vor.
Engar deilur eða átök voru um
þessa tilnefningu. Eldri menn
flokksins í sýslunni vildu hafa
innanhéraðsmann í kjöri og
þeir töldu bezt fyrir héraðið og
flokkinn að velja til þess hinn
unga áhrifamann úr Öræfun-
um. Síðan hefir komið frétt um
tvo frambjóðendur: Jón ívars-
son kaupfélagsstjóra í Höfn í
Hornafirði og Arnór Sigurjóns-
son, ritstjóra kommúnistablaðs
í Reykjavík.
Á kjördegi verða Skaftfelling-
ar að velja milli þessara þriggja
manna.
II.
Hér skal þá fyrst gerð grein
fyrir þeim manninum, sem hef-
ir svo lítið fylgi, að hann fær
hálfu þeirra manna, sem bezt
eru settir í þjóðfélaginu.
Annars geta þeir öfundsjúku
verið fullvissir um, að það kem-
ur fyrir sama, hvaða blekking-
um þeir beita. Meginhluti þjóð-
arinnar hefir lært að meta störf
Eysteins Jónssonar og viður-
kennir — að öðrum ólöstuðum
— að honum hefir farnazt
stjórn þessara mála betur en
nokkrum af fyrirrennurum
hans, þegar miðað er við hinar
erfiðu aðstæður. Það tekur því
enginn illa, en það þykir hins-
vegar verulega spaugilegt, þegar
menn eins og Árni frá Múla og
aðrir af hans sauðahúsi rísa upp
og segja, að allt hefði verið í
stakasta lagi, ef stjórnað hefði
verið svona og svona, og allur
galdurinn til að ráða bót á erf-
iðleikum hefði verið sá, að láta
dugnaðarmenn eins og þá hafa
völdin, en ekki liðlétting eins og
Eystein Jónsson! — Mönnum
finnst þetta ekki geta verið sagt
til annars en að hlæja að því,
enda þótt þeir, sem í einfeldni
og afbrýðisemi sinni segja þetta,
kunni að standa sjálfir í þess-
ari trú. Menn geta vel unnt
þeim að svala öfund sinni þann-
ig, ef það er gert í hófi og þeir,
sem meira ráða, gæta þess að
þetta verði ek£i til trafala fyrir
samvinnuna um hin örlagarík-
ari landsmál.
I.
Hin árlega kappglíma um ís-
landsbeltið (Grettisbeltið) fór
fram á íþróttavellinum í Rvík
kvöldið 31. f. mán.
Það mun vera óhætt að full-
yrða, að þessi kappglíma hafi
ekki verið með þeim betri, enda
var þar engin glíma glæsileg og
verulega glímumannleg viðbrögð
voru þar fá, en margar glím-
urnar voru þannig, að þær eiga
að gleymast, þær eiga að gleym-
ast eins og ljótur og ómerkileg-
ur draumur, sem þreyttan mann
hefir dreymt, þar sem lífsloftið
var lokað úti.
En alveg eins og maðurinn,
sem verður fyrir leiðindum af
ljótum draumi, á að láta sér
vítið til varnaðar verða, eins
eiga allir þeir, sem virða og
meta íslenzka glímu — þjóðar-
íþróttina, — að láta misfellurn-
ar á þessu og öðrum glímumót-
um, verða sér hvöt til þess að
hefjast handa um það að lyfta
glímunni á hærra stig, upp í
hefðarsess meðal þeirra íþrótta,
sem iðkaðar eru í landinu.
Hér á það ekki við, að sakast
um orðinn hlut, eða ásaka þá
fáu menn, sem hafa lagt krafta
sína fram, einmitt til þess að
auka gengi glímunnar, því hvað
enga þýðingu við kosninguna.
Frambjóðandi kommúnista
var um allmörg ár í Framsókn-
arflokknum, og vann þá með
nokkrum dugnaði í Suður-Þing-
eyjarsýslu að því að koma upp
skólanum á Laugum. Mjög var
elja hans þá seinheppileg. Lagði
hann m. a. hina mestu stund á
að skólinn yrði á köldum stað,
og var þá strax fullkominn
skoðanamunur milli A. S. og
þess, sem þetta ritar. Hefir
reynslan sýnt, að þessi núver-
andi kommúnisti stefndi þá svo
sem oft síðar út á hreina glap-
stigu, og myndi skólinn hafa
orðið að engu, þegar í byrjun, ef
skammsýni hans hefði ráðið.
Eftir nokkur ár fór A. S. frá
skólanum, mjög þrotinn að
heilsu og þreki, og gerðist vika-
piltur hjá hinum svokallaða
bændaflokki við blað í Reykja-
vík. Eftir nokkra mánuði var
honum veitt þar lausn í náð, og
skildu Þ. Br. og Jón í Stóradal
með litlum blíðmælum við þenn-
an fyrsta starfsmann flokksins.
Stóð Arnór þá á mölinni í Rvík
útrekinn og einangraður alls-
staðar. Létu Framsóknarmenn
hann þá njóta þess, sem hann
hafði vel gert áður fyrr, þótt
hann væri nýkominn úr ill-
kynjaðri fyrirsát. Var A. S. þá
hafður um þriggja ára skeið á
einskonar eftirlaunum á veg-
um Framsóknarmanna við störf
sem voru í sjálfu sér þýðingar-
laus, en þó þannig í eðli sínu, að
einhver gat haft af þeim lifi-
brauð. Meðan á þessu stóð kom
A. S. aftur á fundi með Fram-
sóknarmönnum og gerði sér títt
um komur til þeirra manna,
sem réðu yfir stöðum og launuð-
um störfum. Ekki tókust nein ný
kynni með mér og þessum
manni. Vissi hann glöggt hug
minn, að ég áleit hann lítt fær-
an til þeirrar vinnu, þar sem
stöðuglyndi þurfti við eða fram-
sýni. Voru mér kunnir gallar
hans af langri viðkynningu, og
margháttuðum brigðum.
III.
Rétt fyrir kosninguna 1937 var
lokið því þýðingarlitla en þolan-
lega launaða starfi, sem A. S.
hafði haft á vegum Framsókn-
armanna. Vildi hann nú sann-
prófa hvort ekkert væri „hinu-
megin“. Sagði hann sig með
símskeyti úr Framsóknarflokkn-
um, og bað sama dag, einnig
með skeyti, um inngöngu í Al-
þýðuflokkinn. Jafnframt réðist
hann þá þegar, eftir ósk Héð-
ins Valdimarssonar, til fram-
boðs fyrir Alþýðuflokkinn i Suð-
ur-Þingeyjarsýslu. Þóttist H.
mætti þá segja um alla hina,
sem ekkert hafa gert, nema þá
helzt það, að heimta fallegri
glímu, til að horfa á. Þá má geta
þess, að á kappglímu, eru glímu-
mennirnir aðeins annar aðilinn,
hinu megin eru glímudómararn-
ir, og það er ekkert hægt að
gagnrýna íslenzka glímu, nema
fullt tillit sé tekið til þessa, og
verður síðar að þessu vikið.
Þess ber hér að geta, að á
þesari síðustu Íslandsglímu,
tóku þátt aðeins menn frá hin-
um góða íþróttamanni og glímu-
vini Þorsteini Einarssyni, og
Glímufélaginu Ármann, sem öt-
ullegast hefir barizt fyrir iðkun
islenzkrar glímu hin síðustu ár.
Engum manni, sem til þekkir,
mun koma til hugar, að skort
hafi á fullan vilja hjá þessum
aðilum, til þess að glíman færi
sem bezt fram. — En oft hefir
„Ármann“ lagt sig betur fram
um það, að gefa þessu glímu-
móti svip, og má ef til vill skilja
það sem þreytumerki.
II.
Um íslenzka glímu hefir verið
ritað töluvert. Því má aðallega
skipta í tvennt, þ. e. lýsing á
glímunni, og um glímureglur
annarsvegar, og svo dómar um
V. hafa veitt vel, að fá hann sem
andstæðing minn, því að A. S.
var svo skapi farinn, að hver
velgjörð, sem ég hafði honum
veitt, varð í hans augum blóð-
ugur mótgangur og óvildarefni.
Kom sjúkleiki hans fram með
þessum hætti. Um leið og A. S.
var genginn í Alþýðuflokkinn
hringdi ég til Jóns Baldvinsson-
ar og bað hann að minnast þess,
að samkvæmt nýju sveitar-
stjórnarlögunum hvíldi fram-
færsluskylda á dvalarsveit. Jón
hló við, en þótti nokkur vandi
kominn sér á hendur.
Heilsufari A. S. var þó ekki
þann veg háttað, að hann gæti
til lengdar samið sig að siðum
Alþýðuflokksins. Hann skipti
enn um skoðun, og tók upp bylt-
ingarhyggjuna. Fylgdi hann
Héðni Valdimarssyni og var einn
af þeim þrem mannheiglum,
sem telja mátti læsa og skrif-
andi í lífverði Héðins Valdimars-
sonar, er hann settist að sem
flóttamaður hjá kommúnistum.
Var A. S. þá gerður að ritstjóra
að sveitaútgáfu kommúnista-
blaðsins, en talið er að hús-
bóndinn muni vel, að A. S. á
hvergi undankomuvon, ef slepp-
ir núverandi vist.
Skaftfellingum gefst nú kost-
ur á að heyra hversu þessi sendi-
maður olíusalans túlkar mál-
stað öreiganna fyrir fólki í sveit.
Mjög mun kjósendum þar þykja
fróðlegt að heyra af vörum
þessa frambjóðanda skýringu á
hinni undarlegu ást H. V. á
allsleysingj anum, þar sem hann
sjálfur hefir alt aðra lífstrú.
Árið sem leið fékk H. V. af hlut-
um sinum í Olíuverzlun íslands
30% ágóðaþóknun, og var sú
upphæð 12 þús. kr. Hungurlaun
þau, sem olíufélagið borgar hon-
um árlega eru 18 þúsund kr.
í viðbót við þessi 30 þús., er
H. V. stjórnandi í ýmsum smá-
fyrirtækjum, sem gefa rúmlega
10 þús. kr. í árstekjur. Þetta
smáræði leggur H. V. á útgerð-
ar-olíuna og bílabenzínið. Hlut-
verk A. S. í framboðinu verður
að sannfæra þá öreiga, sem
hann kynni að mæta i Austur-
Skaftafellssýslu, um það, hve
Héðinn Valdimarsson sé einlæg-
ur í trú sinni á skaðsemi auð-
legðarinnar, og Paradísarvonir
allra sannra öreiga.
IV.
Meginfylgið i þessari kosningu
skiptist milli Páls Þorsteinsson-
ar og Jóns ívarssonar. Annar
eindreginn Framsóknarmaður.
Hinn býður sig nú fram utan
flokka. Fyrr á árum var hann
eindreginn flokksmaður Fram-
sóknarmanna. En heima í héx-
aði gerðist greinir með honum
og fornum samherjum þar í
sýslunni. Varð af þessu allmik-
ill skoðanamunur og hefir J. í.
við tvær síðustu kosningar unn-
ið með andstæðingum Fram-
sóknarmanna í sýslunni.
glímuna yfirleitt og sérstakar
kappglimur. í fyrri flokknum
eru mikilsverðar upplýsingar um
það, hvernig glíman var og eftir
hvaða reglum var glímt og
dæmt, svo og um þær breyting-
ar, sem á þessu hafa orðið. Þess-
ar ritgerðir eru nú að verða al-
veg sérstaklega mikilsvirði, því
af þeim má sjá það nokkurn-
veginn glöggt, að þær eru orðnar
í ósamræmi við glímuna sjálfa.
í síðari flokknum, ber mest
á óánægjunni með einstakar
glímui' og glímumenn, og þar
kemur það líka mjög greinilega
fram, að margir af þeim, sem
þessar greinar hafa skrifað,
hafa gengið framhjá öðrum að-
ilanum í glímunni, þ. e. glímu-
dómnefndunum; þeir tala mest
um það, að þessi hafi glímt vel,
hinn illa, og að það þurfi að
breyta glímureglunum, til þess
að glíman verði falleg. Það er
alveg sjálfsagt að þeim glímu-
reglum sé fylgt, sem í gildi eru,
eins fyrir því þó rétt sé að breyta
þeim.
Margir tala um það, að glímu-
mennirnir „boli“, og að þeir
beiti á ýmsan hátt óleyfilegum
brögðum, til að sigra keppinaut
sinn. Því er þessum mönnum
ekki vísað úr glímunni, eftir að
þeir hafa verið aðvaraðir? Ekki
banna glímureglurnar það, því
þar er komist svo að orði:
„Ef glímumaður bolast, beit-
ir níði, óleyfilegum brögðum,
eða tökum, keyrisveiflu, eða
nokkru því atferli, sem ekki
sæmir í glímu, þá skal dóm-
nefnd átelja hann, og skeyti
hann því eigi, er henni heim-
Þessi aðstaða var að mörgu
leyti mjög ógeðfelld öllum þorra
Framsóknarmanna. J. í. var
gamall samherji. Hann var auk
þess óvenjulega duglegur og
ráðsettur kaupfélagsstjóri. Hann
hafði tekið við kaupfélaginu í
kreppunni eftir 1920, í miklum
skuldum, en með útsjón og lagi
rétt algerlega við hag félagsins,
svo að það er nú eina verzlun í
sýslunni, á miklar eignir og
sjóði, en skuldar lítið. Jón ívars-
son hlaut að verðleikum mikla
tiltrú utan héraðs fyrir stjórn
sína á kaupfélaginu, en innan
byggðar voru allmargir, sem ekki
undu vel því, sem kalla mátti
harðfylgi hans við að innheimta
og greiða skuldir.
Þegar þvílíkur kaupfélagsleið-
togi var í landsmálum á annari
bylgjulengd, skapaðist vanda-
samt viðhorf fyrir marga sam-
vinnumenn og þar á meðal þann,
sem þetta ritar. Við vorum mjög
fylgjandi þessum ötula sam-
vinnuforkólfi, en við unnum
móti honum í pólitík. Samvinnu-
menn kusu og endurkusu J. í. í
stjórn S.Í.S. Hermann Jónasson
valdi hann til að stýra kjöt-
skipulaginu 1934. Jón Árnason,
formaður í bankaráði Lands-
bankans, vildi fá hann til að
gegna vandasamri trúnaðar-
stöðu við fjármál í Reykjavík.
En J. í. afréð að sitja kyrr við
sitt félag austur í Hornafixði.
Með okkur J. í. var góð vinátta
frá yngri árum, og leit ég á hann
sem samvinnumann sömu aug-
um og forsætisráðherra og for-
maður bankaráðsins. En þessi
samvinnutrú hindraði mig ekki
frá að gera það sem ég gat til
að fella frambjóðendur, sem
hann studdi í andstöðu við
' Framsóknarflokkinn. Fór ég
langa og skemmtilega ferð um
Austur-Skaftafellssýslu haustið
1936 til að treysta samtök Fram-
sóknarmanna. í Hornafirði bjó
ég hjá Jóni og veitti hann mér
allan farargreiða. Við deildum
um skoðanamun flokkanna með
harðfylgi, en skyldum svo sem
ekkert hefði í skorizt, eins og
góðir leikbræður eftir harða
samkeppni.
Ég vildi mega óska þess, að
kappglíma þeirra Páls Þorsteins-
sonar yrði háð með þessum
hætti. Það sem mestu skiptir
fyrir héraðið, er að slíta ekki
þráðinn um hið volduga og
þjóðnýta samvinnufélag, sem
Jón ívarsson stýrir, og er sann-
arleg lyftistöng héraðsins. Það
er með öllu óhugsandi fyrir
Framsóknarmenn, að neita J. í.
um viðurkenningu, fyrir stjórn
hans á félaginu. En um leið og
það er gert, má ekki gleyma
hinu, að í tveim þýðingarmiklum
þingkosningum má telja sannað,
að hann hafi stutt fulltrúaefni,
sem ógiftusamlegt var að hafa
við pólitiskt samneyti.
Þessi ályktunarvilla J. í„ var í
ilt að víkja honum úr kapp-
glímu. En fyrir öldungis ó-
sæmilegt athæfi, svo sem
fólskubrögð og ósvífni, skal
glímumaður tafarlaust ræk-
ur.“
Það er svo á valdi dómnefnd-
ar, að dæma um það, hvenær
þessu eigi að beita, og ef að þessu
heíir ekki verið beitt, þá er það
alveg rangt að segja, að glímu-
maður hafi brotið glímureglur,
að þessu leyti, því dómnefndin
hefir dæmt, að hann hafi ekki
gert það. Ef að gagnrýnin er
réttmæt, þá á hún að beinast
að dómnefnd en ekki keppanda.
Náttúrlega eru margir glimu-
menn þannig skapi farnir, að
þeir vilja ekki byggja á heiðar-
leikanum, þó þeir ætti auðvitað
að sigra á heiðarlegan hátt, en
ef að Páli helzt það uppi óátalið
að „níða ofurlítið“, þá fylgir
Pétur eftir, á meðan dómnefnd-
in lætur það afskiptalaust.
Ég hefi horft á flestar kapp-
glímur í Reykjavík í 15 ár, og ég
er ekki í vafa um það, að dóm-
nefndir hafa oft látið það óátal-
ið, að glímureglur væru brotn-
ar, og sjálfur þykist ég oft hafa
orðið fyrir því, að vera beittur
órétti. Fyrst átti ég hægt með
að þola þetta, en í síðustu kapp-
glímunni sem ég tók þátt í, tók
ég mér þetta mjög nærri, og
aldrei held ég, að ég gleymi því
alveg, enda minnir hægri hend-
in á það af og til ennþá.
Þó að ég hafi nú lagt áherzlu
á það, að glímureglum, sem í
gildi eru, eigi að fylgja, þá er
það eigi að síður álit mitt, að
reglunum eigi að breyta. Mér
Yfir landamærin
1. Blað Sjálfstæðismanna á Akur-
eyri þakkar þátttöku Sjálfstæðisflokks-
ins í ríkisstjórninni aukningu síldveið-
anna á þessu sumri. Hefði' blaðið viljað
fara rétt með, hefði það þakkað geng-
islækkuninni aukningu síldveiðanna.
Pramsóknarflokkurinn lagði fram allt
þingfylgi sitt til að koma henni í fram-
kvæmd en Sjálfstæðisflokkurinn 9^-8
þingmenn eða raunverulega einn. —
Sjálfstæðisflokksblöðin ættu því að fara
varlega í þær sakir að eigna Sjálfstæð-
isflokknum einum áhrif gengislækk-
unarinnar.
2. Blað Sigfúsar Sigurhjartarsonar er
farið að átelja bitlinga. Ferill Sigfúsar
og Héðins hefir þó ekki sýnt neina sér-
staka óbeit á bitlingum.
3. Kommúnistablaðið birtir alllanga
grein í gær, þar sem reynt er að sýna
fram á, að burgeisarnir séu óhæfir til
allrar forustu og „forustan sé því hlut-
verk verkalýðsins". Hver er formaður
Sósíalistaflokksins — Sameiningar-
flokks alþýðu — „út á við“?
x-\-y.
augum margra af samherjum
hans í verzlunarmálum torráðin
gáta. Tóku þeir þann kostinn,
að unna honum hins bezta hlut-
ar í samvinnumálum, en beita
sér á móti honum með fullri
alvöru, þar sem hann studdi
óefnileg þingmannsefni, eins og
Pálma Einarsson og Brynleif
Tóbíasson. í mínum augum er
leið Skaftfellinga auðfarin. Þeir
halda áfram að hlíta forustu J.
í. í samvinnumálunum, en leið-
sögn Framsóknarflokksins í
landsmálunum. Hefir sú verka-
skipting gefizt sýslunni vel í
undanfarin tuttugu ár.
Enginn íslenzkur þingflokkur
hefir komizt til jafns við Fram-
sóknarmenn í tveim hagnýtum
aðgerðum: Að skilja vel og
drengilega við sína gömlu menn,
og að þora að gefa ungum mönn-
um tækifæri að reyna orku sína.
Framsóknarmenn myndu hafa
fagnað því, að fá Þorleif í Hólum
aftur til nokkurra ára þingsetu,
þó að hann sé hátt á áttræðis
aldri. En úr því þess var ekki
kostur, er það mjög í anda
flokksins, að velja til framboðs
ungan, hraustan, vel gefinn og
vel metinn mann eins og Pál
Þorsteinsson. Hann er valinn til
framboðs af þeim mönnum í
héraði, sem þekkja hann bezt,
án þess að hafa sjálfur gert
minnstu tilraun að þoka sér
fram fyrir eldri menn í héraði.
Það eru einmitt hinir eldri
Framsóknarmenn í Austur-
Skaftafellssýslu, sem treysta P.
Þ. bezt til að fylla það sæti, sem
feðgarnir í Hólum hafa skipað
á Alþingi í nálega þriðjung
aldar.
Sú nýbreytni Framsóknar-
manna, að halda tiltölulega
ungum en efnilegum mönnum
fram til vandasamra starfa, hef-
ir gefið flökksstarfseminni þann
æskuþrótt, sem ótvírætt hefir
komið fram í verkum flokksins.
(Framh. á 3. síðu)
sýnist það alveg augljóst mál,
að sá maður sem hefir fallið á
báðar hendur, hann hefir beðið
lægra hlut, og sá maður sem
allt af er á fjórum fótum, er
ekki sigurvænlegur í þeirri
glímu, ef að glímubragði er þar
um að kenna; en þá ber líka að
gæta þess, að keppandi í glímu
sé ekki keyrður niður með hand-
afli einu saman, og síðan lagst
ofan á hann við fætur dómar-
anna, því það er ekki íslenzk
glíma, heldur áflog, sem að vísu
geta verið skemmtileg, en þau
eiga ekki heima í íslenzkri glímu.
Glímureglunum á að breyta í
samræmi við það, „að fallinn er
hver sem fótanna missir“. Þar
með á ég ekki við það, að ekki
megi bera fyrir sig hendi, því
að það getur oft viljað til, að
maður reki niður hönd, án þess
að vera nálægt því að falla.
Ég hefi þá skoðun, að ef fall
væri dæmt á báðum höndum,
þá mundi koma fram meiri fót-
fimi í glímunni, þá mundu menn
leggja meiri stund á að læra
þær réttu varnir við stóru brögð-
unum, sem nú ber mest á í
kappglímum, en nú er það áber-
andi, hvað varnirnar niðri við
klofbragði og loftmjöðm eru
lítið notaðar, og það held ég að
sé af því, að menn, sem iðka
fimleika, treysta einhliða á
handvarnirnar.
Þegar glímureglunum verður
breytt, þá á ekki að gera það
eingöngu af því, að kröfur koma
fram um það, heldur eftir það,
að athugun og reynsla hefir
fengizt fyrir því, að það sé til
bóta.
Magnús Stefánsson
Islandsglíman og
íslenzk glíma