Tíminn - 08.06.1939, Síða 3
65. MatS
TÍMM, fimmtadagmn 8. jimí 1939
259
B Æ K U R
HEIMIUIÐ
Aðventa.
Um svipað leyti og mesti nú-
lifandi rithöfundur íslendinga,
Gunnar Gunnarsson, átti fimm-
tugsafmæli og litlu áöur en
hann steig á land á Austfjörð-
um, alkominn heim til fóstur-
jarðarinnar.kom út í íslenzkri
þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar
ein af sögum hans og hin nýj-
asta þeirra, Aðventa.
Þessi saga kom fyrst út á
dönsku rétt fyrir jólin 1937,
hlaut mjög góða dóma í dönsk-
um blöðum og var af sumum
jafnvel talin til hinna allra
beztu ritverka Gunnars. Þá var
einnig ritað nokkuð um bókina
í íslenzk blöð og hún nefnd
bezta bókin, sem komið hefði út
á því ári eftir íslenzkan höfund.
Nú hefir alþýða manna eign-
azt þessa sögu í góðri þýðingu
Magnúsar Ásgeirssonar, sem
beztan orðstír hefir getið sér sem
þýðandi allra núlifandi íslend-
inga.
Sagan er gripin úr lífi alþýðu-
manna til sveita á íslandi. Mað-
ur hniginn á efri ár, Benedikt
að nafni, býst að heiman þegar
líður á jólaföstu í eftirleit upp
um fjöll og firnindi. Það er föst
venja hans. Hann lætur sitt
aldrei eftir liggja um að bjarga
úr heljarklóm þeim skepnum,
sem sloppið hafa eða eftir orðið
í fyrri leitum, eða strokið inn á
öræfin úr heimahögum. Þeim
vildi hann koma til byggða áður
en hátíðin mikla gengi í garð.
Sagan hermir frá æfintýrum
Benedikts á þessari ferð, en þó
einkum hugsunum og tilfinning-
um, sem hreyfa sér í hug hans.
Þeir, sem kunnugir eru, þykj-
ast hér þekkja gamlan Þingey-
ing, er Gunnar Gunnarsson hef-
ir klætt í þann búning, sem hon-
um þykir bezt sama.
Það var ekki að ófyrirsynju,
að Gunnar skráði þessa sögu.
Það er ekki að ófyrirsynju, þótt
þeim sé veglegur sess búinn í
bókmenntunum, er slíkir eru
sem Benedikt. íslendingar hafa
til þessa áreiðanlega helzti lítinn
hlut ætlað því fólki í bókmennt-
um sínum, sem lætur lífsþæg-
indi þoka fyrir skyldurækninni
og trúmennskunni, kjósa frem-
ur óeigingjarnt starf en hóglíf-
ið. Það er t. d. eftirtektarvert,
hve lítið af öllum ljóðum hinna
íslenzku skálda eru helguð vinn-
unni, ef undan er skilin nokk-
ur sígild kvæði, eins og Sláttu-
vísur eftir Jónas Hallgrímsson,
og örfá kvæði eftir nútíma-
skáldin og þá helzt Guðmund
Inga, og smiðjukvæði Jóns
Magnússonar.
Þegar maður hefir þessa litlu
bók, Aðventu, í höndunum, flýg-
ur manni sú spurning i hug,
Græninetl.
ii.
Hreðkur vaxa fljótt og mega
ekki verða of stórar áður en þær
eru teknar úr garðinum. Þó má
helzt ekki taka þær upp fyrr en
um leið og þær eru látnar á borð.
Bezt að sækja þær út í garðinn
um leið og lagt er á borðið.
Hreðkunum er kippt upp með
kálinu, síðan þvegnar vel úr
köldu vatni. Allar rótarleifar
teknar vel burtu. Bezt að bursta
þær síðan með grófum bursta
upp úr miklu, köldu vatni og
skipta oft um það. Meginið af
kálinu er skorið burtu. Þá er
fjögra til sex cm. stilkur skilinn
eftir á hverri hreðku. Þeim er
raðað á glerskál eða disk þann-
ig að þær myndi hring og kálið
standi út af börmunum. Glas
með vatni er sett í miðja skál-
ina.
Salat.
Af salati er blaðanna neytt.
Blöðin eru tekin af salatplönt-
unni í garðinum, kastað burtu
öllum ormétnum og skemmd-
um blöðum. Þvo blöðin vel úr
köldu vatni, skipt oft um vatn
og gæt þess að engin óhreinindi
verði eftir í hrukkum blaðanna.
Legg salatblöðin í skál (helztj
glerskál) þannig, að þau myndi
einskonar rós. Þeyta skal rjóma,
láta í hann ofurlítið sykuT og
edik. Hell rjómanum milli salat-
blaðanna og yfir þau.
Þetta má nota til kvöldverðar
eða morgunverðar og einnig
með allskonar fisk og kjötmat.
Salat með sitrónu.
3 salathöfuð,
saft úr y4 parti úr sitrónu,
y4 dsl. vatn,
20 gr. sykur.
Legg mörg blöð hvert ofan á
annað, og sker salatið niður
fremur gróft. Lát þó innsta sal-
atknuppinn halda sér, og legg
allt upp í skál.
Blanda safanum úr sitrón-
unni, vatninu og sykrinum, svo
sykurinn renni. Hell safanum
yfir salatið og blanda þessu vel
saman með tveim silfurgöfflum.
Legg salatið í topp upp á gler-
skál og salat-knúppana ofan á.
Lát salatið bíða á köldum stað,
þar til það er framreitt.
Þetta salat framreiðist með
allskonar kjöt- og fiskréttum,
ennfremur á kvöld- og morgun-
borð. J. S. L.
hvenær verði hafizt handa um
þýðingu á höfuðritverki Gunn-
ars, Kirkjunni á fjallinu. Varla
er það vansalaust, að þess verði
langt að bíða.
Ég held að það hafi verið yf-
irsjón, þegar þessar glímuregl-
ur voru settar, að kalla ekki
menn til þess víðar að af land-
inu., Glíman hefir alltaf verið
iðkuð með nokkrum mismun í
ýmsum landshlutum. Þetta átti
að líta á allt vel og vandlega,
og meta það, og taka það eitt,
sem bezt var, því oft verður lítið
til bóta.
Nú er sá tími kominn, að það
verður ekki komizt hjá því leng-
ur, að athuga þessa hlið máls-
ins. Það er enginn vafi á því, að
glíman er í afturför; og glímu-
reglurnar eiga sinn þátt í því,
að áliti margra manna.
III.
Enginn má samt ætla það, að
eins og nú er komið um íslenzka
glímu, þá sé nóg að breyta
glímureglunum; það er margt,
sem afturför glímunnar veldur.
Eitt er aðstaða glímunnar í
íslenzku iþróttalífi. Glíman er
nú talin tiltölulega áhættusöm
íþrótt. Margir óttast meiðslin,
sem oft hafa verið tíð, og í bæ-
unum hefir leikfimin komið í
stað glímunnar; enda eru flest-
ir okkar íþróttakennarar fyrst
og fremst fimleikakennarar.
Það hafa þeir lært, og ef til vill
kunna þeir ekki allir íslenzka
glímu svo vel, að þeir treysti sér
til að kenna hana; og nemendur
þeirra vilja líka oft og einatt
alls ekki iðka glímu. — Hér hefir
það litla þýðingu, að kalla hátt
um það, að glíman sé þjóðar-
íþrótt og hana verði allir að
læra, það verði að kenna hana
í öllum barnaskólum o. s. frv.
íslendingar eru nefnilega ekk-
ert tiltakanlega þjóðlegir menn.
Eru það svo alkunn sannindi, að
ekki þarf orðum að því að eyða.
Þessvegna þarf annað og meira
til þess, að auka áhuga fyrir
glímunni, en að hún sé þjóðar-
íþrótt vor.
Það er bezt að gera sér það
alveg ljóst, að mikið átak þarf
til þess að hefja glímuna til
vegs og gengis eins og nú standa
sakir.
Ég held að hér sé verk að
vinna fyrir ungu piltana í sveit-
um landsins. í strjálbýlinu er
tiltölulega erfitt að iðka flokka-
íþróttir, svo sem fimleika, knatt-
spyrnu o. fl., en einmennings-
iþróttir er þar hægt að iðka, og
íslenzka glímu. Svo að segja
allstaðar þar sem tveir menn
hittast, geta þeir farið í eina
bröndótta, á grasbala eða fönn;
og þeir geta hugsað um glím-
una við orfið sitt og ýms störf,
en einmitt það, að skija glím-
una vel, eðli hennar, kosti og
ókosti, það er undirstaðan.
Ungmennafélögin í sveitum
landsins ættu að hefjast handa,
og leggja rækt við glímuna. Það
er í þeirra verkahring, og það
er þarft verk, því glíma er góð
íþrótt, sem reynir á hug og hönd,
ef rétt er á haldið.
í Reykjavík á að stofna glímu-
skóla, og það eiga þeir gömlu
og góðu glímumenn að gera.
Glíman hefir veitt þeim marga
yndisstund, á meðan þeir iðk-
uðu hana, og henni eiga þeir,
auðvitað ásamt ýmsu fleiru,
manndóm sinn að þakka, og þó
að þeir hafi margt vel til glím-
Barnaheimíli
verður starfrækt að Arnbjarg-
arlæk yfir sumarmánuðina. —
Tekin verða börn á aldrinum 5
—10 ára. — Allar nánari upp-
lýsingar á Vesturgötu 32 frá kl.
1—3 e. h. — Fyrirspurnum ekki
svarað í síma.
Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag.
Niðnrsnðnverksmiðja. — Bjúgnagerð.
Reykbús. - Frystihús.
Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt
og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð,
mest og bezt úrval á landinu.
Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt
allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútíma-
kröfum.
Egg frá Eggjasölusamlagi Reykjavíkur.
Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um
allt land.
Hraðferðír B. S. A.
Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. —
M.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á
Bifreiðastöð íslands, sími 1540.
Bifreiðastöð Akureyrar.
JOR
frá Mjólkursamlagi Eyfirdínga
fyrirliggjandi í ’|2 kg. pökkum
Kosningin
í A.-Skaftafellssýslu.
(Framh. af 2. síðu)
Þar hafa staðið hlið við hlið,
miðaldra og aldraðir menn með
þeirri æsku, sem samkvæmt eðl-
islögum lífsins á þó eitt sinn að
erfa landið.
Hlutverk Framsóknarmanna í
Skaftafellssýslu, er að fylkja sér
þétt um þann álitlega fram-
bjóðanda, sem þeir hafa valið,
og bera mál hans fram til sigurs,
með öfgalausum en föstum
vinnubrögðum. Með því sam-
starfi, sem nú er í landi milli
þriggja flokka, skapast nýtt við-
horf. Flokkarnir vinna saman
um mörg mál, en þeir halda, og
það er þjóðinni lífsnauðsyn, fast
við sitt flokksskipulag. Stuðn-
ingsmenn núverandi ríkisstjórn-
ar, hafa beztu vonir um að for-
usta þeirra fimmmenninganna
verði örugg og happasæl. En
eftir tvö ár koma kosningar. Þá
kemur fram, eins og vant er,
hinn varanlegi skoðanamunur
milli flokkanna. Þá mun Sjálf-
stæðismaður bjóða sig fram móti
Hermanni Jónassyni, og Fram-
sóknarmaður gegn Ólafi Thors.
En að loknum kosningum fylkja
unnar gert, þá geta þeir nú bætt
þessu við. Ánægja þeirra og gleði
mun aukast við það, að mæta á
vettvangi með unga og nýja
glímumenn, sem þeir hafa sjálf-
ir þjálfað og alið upp, til þess
að bera uppi hróður glímunnar
eins og þeir gerðu sjálfir „á sín-
um yngri.“
Magnús Stefánsson.
flokkarnir þingliði sínu á ný.
Ef Framsóknarmenn hefðu í
hverju kjördæmi, gefist upp fyr-
ir ágætum utanflokksmönnum,
þá væri sögu og starfi flokksins
lokið. En reynslan mun ekki
verða þessi. Framsóknarmenn í
Skaftafellssýslu munu að vísu
beita fullri kurteisi og dreng-
skap við keppinaut eins og J. í.,
sem þeir meta mikils fyrir marg-
háttaða þjóðnýta baráttu fyrir
atvinnulífi héraðsbúa. En þeir
munu líka minnast þess, að þeir
hafa ekki einungis átt gott og
myndarlegt kaupfélag, heldur
líka verið félagsbræður í lands-
málastarfsemi, sem á glæsilega
sögu. Þeir munu minnast þess,
að undir pólitískri forustu Fram-
sóknarmanna hafa „verkin tal-
að“ skýru máli í Austur-Skafta-
fellssýslu. Og þau hin miklu póli-
tísku átök, sem þar hafa verið
gerð síðan 1916, hafa verið fram-
kvæmd af Framsóknarmönnum
í sýslunni, í órjúfandi sambandi
við Framsóknarmenn í öllum
öðrum byggðum landsins. Ef
Páll Þorsteinsson nær kosningu
til þingsetu í vor, er full vissa
fyrir því að Skaftfellingar munu
framvegis hafa góða og örugga
forustu, bæði í samvinnumálum
sínum og þá ekki síður um öll
þau merkilegu mál, sem ráðið er
til lykta af fulltrúum þjóðarinn-
ar á Alþingi. í þessari lausn mál-
anna er heilbrigð verkaskipting,
studd af reynslu margra undan-
genginna ára.
J. J.
Samband ísL samvinnuíélaga
Sími 1080.
MYSUOSTUR
FRÁ K. E. A.
KOMINN AFTUR
Samband ísl.samvinnufélaga
Síml 1989.
Alt til
rekncta- og
snurpínótaveída
Verzlunin O. ELLINGSEN h. f.
§ ÚTBREIÐIÐ TÍMANNf
FIÐURHREINSUN.
Við gufuhreinsum úr sængur-
fötum yðar samdægurs. — Sími
4520. —
Fið’urhreinsun íslands.
Skrifstofa
Framsóknarflokksins
í Reykjavík
er á Lindargötu 1D
Framsóknarmenn utan af
landi, sem koma til Reykja-
víkur, ættu alltaf að koma
á skrifstofuna, þegar þeir
geta komið því við. Það er
nauðsynlegt fyrir flokks-
starfsemina, og skrifstof-
unni er mjög mikils virði
að hafa samband við sem
flesta flokksmenn utan af
landi.
Kaupendur Tímans
eru vinsamlega beðnir að láta
afgreiösluna vita um breytingar
á heimilisföngum, til að fyrir-
byggja töf á blaðinu til þeirra.
76 William McLeod Raine:
þá lá við, að hann hlægi upp í opið ginið
á mér.
— Það er ég nú ekki viss um, Clint,
sagði Walsh.
— Þú ert auðtrúa, ef þú heldur, að
þessi náungi sé hér í heiðarlegum er-
indagerðum. Heiðarlegur maður þarf
ekkert að dylja í sambandi við sjálfan
sig.
— Ég sagði ekki, aö hann væri heiðar-
legur maður.
— Hvað áttu við?
— Ekkert ákveðið? Ég er í vafa, Clint.
Ég hefi séð þennan mann einhvers stað-
ar, en ég get ekki munað hvar. Það er
skrítið, því að maður á ekki svo gott með
að gleyma honum, hann er þannig.
— Þú hefir sennilega séð hann með
Oakland.
— Ég held ekki, ég myndi muna það.
Það er bara hvernig ég sá hann, sem
ég get ekki munað.
Walsh horfði hálfluktum augum á
snjóbreiðuna fyrir utan gluggann. Hann
var að leita í huga sér að einhverju, sem
virtist rétt undir yfirborðinu.
— Hvað hefir það að þýða, að búa
til úr honum ráðgátu, drengur minn?
Hann kemur hingað ríðandi á hesti,
merktum C. O. Hann getur ekki sagt,
hvernig hann náði í hestinn, eða hvað
Flóttamaðurínn frá. Texas 73
sagði Taylor og leit í augu bónda. Ég
ætla ekki að segja þér það. Þú kannt að
vera húsbóndi hér um slóðir, en mér
kemur það ekki við. Ég er ekki í vitna-
stúkunni núna og ég ætla ekki að láta
þig skipa mér að segja þér þetta eða hitt,
eða pína mig til þess. Kannske að ég hafi
keypt hestinn, kannske að ég hafi fengið
hann að láni, kannske að ég hafi stolið
honum.
Molly birtist i dyrunum.
— Ætli ég hafi skilið bókina mína
eftir hérna, spurði hún og leit fyrst á
föður sinn og síðan á Taylor.
— Ég veit það ekki, góða mín, svaraði
Clint, en það var reiðihreimur í rödd
hans. Þú finnur hana áreiðanlega, ef
þú hefir skilið hana eftir hér.
— Eruð þið að rabba saman, ykkur
til skemmtunar? spurði Molly glaðlega.
— Eitthvað í þá áttina, svaraði Walsh
og glotti.
— Ég býst við, að pabbi sé að þakka
Taylor fyrir hve hann var góður við
mig.
— Farðu, telpa, sagði faðir hennar
gramur.
Molly brosti, en bros hennar duldi ekki
fyllilega háðið, sem á bak við bjó.
— Á ég að fara að hátta, pabbi? spurði
hún.
Hún var eina mannveran, sem gat