Tíminn - 08.06.1939, Síða 4

Tíminn - 08.06.1939, Síða 4
260 TÍMINN, fimmtndagmn 8. júní 1939 65. blað tJIl BÆMJM Ferðafélag íslands ráðgerir gönguför á Skarðsheiði á sunnudaginn kemur. Farið verður með Fagranesinu til Akraness, ekið í bif- reiðum að Miðfelli og gengið á Heiðar- hom. — Ráðgerð gönguför á Botns- súlur fellur niður. Leiffrétting. Sigurður Heiðdal biður þess getið vegna missagnar í blaðinu um daginn, að hann hafi ekki látið af störfum við vinnuhælið vegna heilsubrests sjálfs sin, heldur vegna langvarandi veikinda innan fjölskyldu sinnar. Ragnar Ólafsson lögfræffingur kom heim úr Ameríkuför sinni með Brúarfossi í fyrradag. Hann fór utan 1 septembermánuði í fyrra og hefir dval- ið lengst af í New York. Sótti hann tíma við Columbia-háskólann þar, auk þess sem hann vann um skeið á endur- skoðunarskrifstofu þar í borginni. Sláttur. í Reykjavík er fyrir nokkru síðan byrjað að slá túnbletti. Arnarhólstúnið hefir verið slegið í þessari viku og var það orðið allvel sprottið. Mun afar ó- venjulegt, að tún séu orðin svo loðin svo snemma júnímánaðar. Á krossgötum. (Framh. aí 1. síðu) þessi vöxtur í ánni stafi af eldsumbrot- um í jöklinum, þar eð hvorki hafa ver- ið þær rigningar né hlýindi að undan- fömu, sem vöxturinn í ánni geti stafað af. „Brúarfoss“ fer á föstudagskvöld 9. júní vestur og norður. Aukahafnir: Ólafsfjörffur, Önundarfjörffur, Bíldudalur og Stykkishólmur í SUÐURLEIÐ. Farsefflar óskast sóttir fyrir há- degi á morgun. ,,Godafoss“ fer á mánudagskvöld 12. júní um Vestmannaeyjar til Hull og Hamborgar. Nýtt tónskáld. (Framh. af 1. siBu) smíðar erlendis og hlotið lof- samleg ummæli. Mun hann eiga í fórum sínum nú þegar mikið af tónsmíðum, meðal annars endursamin íslenzk þjóðlög. — Hér heima hefir Hallgrímur að- eins dvalið hin síðari ár nokk- urn hluta sumarsins. Tvö síð- astliðin sumur hefir hann flutt eigin verk í útvarpinu. Tíminn vill að þessu sinni vekja sérstaka eftirtekt á Hall- grími í sambandi við pianoson- ötu hans, þá sem Haraldur Sig- urðsson spilaði á norræna tón- listarmótinu, er haldið var í Kaupmannahöfn í sl. septem- ber. Fyrsta sinn sem ísland tók þátt í slíku móti ásamt hin- um Norðurlandaþjóðunum. — Þessa sónötu spilaði Haraldur einnig 1. desember sl. á hátíða- höldum íslendinga í Höfn, og auk þess fyrsta kafla sama verks, er hann, Stefán Guð- mundsson og María Markan höfðu hvert um sig 5 mínútur til afnota, þegar íslandsmynd Kapt. Dam fyrst var sýnd í Kaupmannahöfn, við nokkra viðhöfn. Þetta mun vera fyrsta ís- lenzka sonatan, sem opinber- lega kemur fram. Því má hik- laust treysta, að jafn viður- kenndur maður, sem Haraldur Sigurðsson er, myndi varla flytj a sama verk hvað eftir ann- að, ef hann ekki teldi það gott. Nú hefir þessi sonata verið gefin út í litlu upplagi, ljós- myndað handrit. Tileinkar Hallgrímur verkið Haraldi Sig- urðssyni. Bráðlega mun sonat- an verða til sölu, og er þess að vænta, að Hallgrími veitist örvun og viðurkenning, eins og hann hefir unnið til. Þetta verð- ur bezt gert með því að kaupa verkið. 15. júní næstkomandi syngur sænsk söngkona 4 lög eftir Hall- grím á norrænum hátíðahöldum, sem verða þá í Leipzig. Hreinar léreftstuskur kaupir PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. Lindargötu 1D. Hraðíerðir norður frá B. S. A. eru alla daga nema mánudaga, ýmist um Akranes eða Borgarnes. Sjóleiðina er farið með farþegaskipinu Laxfoss. Fyrsti áningarstaður á norðurleið, er á hinum fagra og vinsæla stað, Ilreðavatni. B. S. A. bifreiðunum aka sömu traustu og þekktu bifreiðastjórarnir eins og undanfar- in ár. — Afgreiðsla í Reykjavík á B. S. I., sími 1540, og afgreiðslu Laxfoss, sími 3557. — Ferðamenn veljja he/tu skipin, beztu bílana, beztu bílstjórana og beztu veitingastaðina. í. S. í. Fyrsta Slokks mótið K. R. R. Urslífakappleikur míllí li.it. og TALN er í kvöld klukkan 8,30 Hverníg íer nú? Tilkynniná Við undirritaffir höfum opnað teiknistofu á Sóleyjargötu 9 (uppi), sími 3891. — Tökum að okkur að teikna og sjá um smíð- "“""“"GAMLA EÍÓ~>~>*~* EVDÍÁNA- STÚLKAX Spennandi og vel leikin amerísk kvikmynd, gerð eftir einni þektustu skáld- sögu ameríska rithöfund- arins REX BEACH: „The Barrier“. Kvikmyndin ger- ist öll í undurfögru og tignarlegu landslagi norð- ur í Alaska. Aðalhlutverk: LEO CARILLO, JEAN PARKER og JAMES ELLISON. **—°~»NÝJA BÍÓ~— GOLDWEV FOLLIES íburðarmikil og dásamlega skrautleg amerisk „revy“- , kvikmynd, þar sem fræg- ustu listamenn Ameríku sýna listir sínar. Myndin er öll tekin í effli- legum litum. Auglýsing ar og framkvæmdir á: húsgögnum, allskonar innréttingum, byggingum og skipulagningu fyrir einstaklinga og einkafyrir- tæki. Virðingarfyllst. Helgl Slalljí’rímsson, húsgagna- og innréttingaarkitekt. Þór Sandholt, arkitekt og skipulagsfræðingur. um skoðun bifreiða og bifhjóla í Gullbringu- og Kjósarsýslu og Hafnarfjarðarkaupstað Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist hérmeð, að hin árlega skoðun bifreiða og bifhjóla fer á þessu ári fram sem hér segir: I Kcflavík: G.J. FOSSBERG Vélaverzlun Vcsturgötu 3 Reykfavík Símar: 3027, 2127 - Símnefni: Foss ALLSKONAR SMÍÐATÓL FYRIR VÉLSMIÐI OG JÁRNSMIÐI ALUMÍNÍUM-, NÝSILFUR- 0 OG ZINKÞYNNUR o BOLTAR, SKRÚFUR, RÆR OG HNOÐ o BLÝ-, EIR- OG KOPAR- PÍPUR o EIR OG KOPAR í STÖNG- UM OG ÞYNNUM o EIMSVALAPÍPUR OG NIPLAR O EBONITE, FIBER o GÚMMÍ- OG STÁL- SLÖNGUR o HVÍTMÁLMUR o KETILZINK, KETILSÓDI o KIESELGUHR O LÓÐTIN OG LÓÐFEITI O MÓTORLAMPAR o MÁLNINGARVÖRUR ALLSKONAR PENSLAR REIMLÁSAR REIMÁBURÐUR o SKÓFLUR, SLEGGJUR OG HAKAR o SLEGGJU- OG HAKA- SKÖFT o SMERGELSKÍFUR SMERGELDUFT O SKRÚFST YKKI, STEÐJAR, SMIÐJUR o STÁL-, KOPAR- OG NÝSILFURVÍR O KÚLULEGUR OG REIMHJÓL o SNITTVERKFÆRI FYRIR PÍPULAGNINGAMENN o VÉLAREIMAR ÚR LEÐRI GÚMMÍ OG STRIGA o VÉLAÞÉTTI ALLSKONAR VÉLAFEITI OG OLÍUR o VENTLAR OG KRANAR FYRIR GUFU OG VATN o ÞRÝSTIMÆLAR FYRIR GUFU OG LOFT O. FL., O. FL. • 0 s Tí u s © s v® -w s 0 13 s u s © B :© > U s X » 4* OT X vO & u s 'ot s © s íl ð cá u s Œ TS s © © X ÍC U 0 > u ■tai > mánudag 12. júní og þriðjudag 13. júní kl. 10—12 ár- degis og 1—6 síðdegis báða dagana. Skulu þá allar bif- reiðar og bifhjól úr Keflavíkur-, Hafna-, Miðness- og Gerða-hreppum, koma til skoðunar að húsi Stefáns Bergmanns bifreiðaeiganda. 1 Grindavík: miðvikudaginn 14. júní kl. 1—5 síðdegis, við verzlun Einars í Garðhúsum. Skulu þar koma til skoðunar all- ar bifreiðar og bifhjól úr Grindavíkurhreppi. í Hafnarfirði: fimmtudaginn 15. júní og föstudaginn 16. júní kl. 10— 12 árdegis og 1—6 síðdegis báða dagana. Fer skoðun fram í Akurgerðisportinu og skulu þangað koma til skoðunar allar bifreiðar og bifhjól úr Hafnarfirði, og ennfremur úr Vatnsleysustrandar-, Gerða- og Bessa- staða-hreppum. í Markaðsskálanum: í Reykjavík mánudaginn þann 19. júní kl. 10—12 ár- degis og 1—6 síðdegis, og skulu þar koma til skoðunar allar bifreiðar og bifhjól úr Kjósarsýslu. Þeir, sem eiga farþegabyrgi á vörubifreiðar, skulu koma með þau til skoðunar ásamt bifreiðum sínum. Vanræki einhver að koma bifreið sinni eða bifhjóli til skoð- unar, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalög- unum. Bifreiðaskattur, sem féll í gjalddaga þann 1. þ. m„ (skattár- ið frá 1. júlí 1938 til 1. júlí 1939), skoðunargjald og iðgjöld fyrir vátryggingu ökumanns, verður innheimt um leið og skoðun fer fram. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í lagi. Þetta tilkynnist hérmeð öllum, sem hlut eiga að máli, til eftirbreytni. Vinnið ötullega tyrir Tímann. 74 William McLeod Raine: Flóttamaðurinn frá Texas 75 Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu og Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, 1. júní 1939. BEHGUH JÓ\SSO\. staðið uppi í hárinu á Clint Prescott, án þess að hefnast fyrir það. Hún var hon- um kærari en allt annað og hafði, frá því að hún fór að geta talað, ert hann og stritt honum á sinn góðlátlega hátt. — Auðvitað þarft þú að hafa síðasta orðið, eins og vant er. Ef ég þyrfti að ala þig upp aftur, skyldi ég athuga, hvað vöndurinn gerði þér. Þú ert.... Hann hætti í miðju kafi, því að hann var í vandræðum með að lýsa henni eins og hann vildi. — Taylor heldur, að það sé ekki orðið of seint ennþá, sagði hún tilgerðarlega. — Hvað þá, spurði faðir hennar hranalega. Molly leit á Taylor, og er augu þeirra mættust, fann hún ennþá einu sinni til spenningsins frá æfintýrinu, eins og blóðið hæt'ti sem snöggvast að renna eftir æðum hennar, og svo tæki það til að suða aftur. — Hann sagði mér, hvaða álit hann hefði á konum, og eftir því á að beita hörku við þær; það kvað vera eina leiðin til að þær séu eins og þær eiga að vera. Walsh var forvitinn. Hann hafði séð augnaráðið. Það var varla ástæðulaust, að Molly stokkroðnaði svona. Hann ákvað að reyna að fá meira að vita. — Hvernig eiga svo konur að vera, eftir skoðunum Taylors? spurði hann. — Þér myndi líklega þykja skoðanir hans nokkuð undarlegar. Konan er eign, og þar af leiðandi á hún að gera eins og henni er sagt. Hún á að vera kurteis og lítillát og koma þegar kallað er á hana. — Á hún að fara, þegar henni er sagt? spurði faðir hennar. Molly brosti að sneiðinni. — Já, pabbi, og ég held, að hún eigi að hneigja sig þegar henni eru gefnar skip- anir, annars er ég ekki viss um það, bætti hún við og leit spyrjandi á Taylor. Hann skyldi, að hún ætlaði ekki að láta taka kæru sína fyrir, ef svo mætti segja. Hún ætlaði ekki að segja, hvað þeim hefði farið á milli, og það gat verið að stærilæti hennar varnaði henni þess. Ef til vill vildi hún aðeins láta hann vita, að hún gæti barizt fyrir sig sjálf, og þyrfti ekki að kalla á aðra sér til hjálpar. — Spurðu mig ekki, sagði hann og brosti ertnislega, en þó háðslega. — Eg kannast ekki við þennan mann, sem þú ert að lýsa. Molly fann bók sína og fór og Taylor á hæla henni. Eigandinn að Quarter Circle tók þegar til, þar sem fyrr hafði verið frá horfið: — Tókstu eftir því, Steve, hvernig hann forðaðist allar spurningar? Þegar hann sagði, að hann þekkti Clem ekki, AÐALFmDlJR Sambands ísl. samvínnufélaga verður haldinn að Reykholti í Borgarfirði, dag- ana 30. jiiní til 3. júlí n.k. og hefst kl. 9 árdegis fyrsta daginn Nambandsstjóriiiii »ÍÍÍÍSÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍSÍSÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ^^ Lesið og útbreiðið TÍMANN liopar keyptur i Landssmiffjunni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.