Tíminn - 17.06.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.06.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR : EDDUHÚSI, Llndargötu 1d. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1D. Síml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h. f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, laugardaginn 17. juní 1939 69. blað Siglingateppa yrðí afleiðing ófríðar Yiðskiptamálaráðuneytið er að láta athuga hvort og að hve iniklii leyti þjóðin gæti bjargazt á innlendri framleiðslu. Ennfremur framleiðslumöguleika á nauð- synjavörum, sem ná eru fluttar frá útlöndum. Grunnjlötur tveggja húsa, sem Byggingarsamvlnnufélag Reykjavíkur er að láta reisa. — Gerðar hafa verið tvcer mismunandi teikningar og byggt eftir þeim til þess að reyna að fá íbúðagerð, sem vœri við hœfi sem flestra fé- lagsmanna, hagkvœmar og ekki of dýrar. í öðru húsinu eru tvœr 4 herbergja íbúðir, en í hinu tvœr 5 herbergja íbúðir, auk eldhúss, baðherbergis, innbyggðra skápa og mikillar geymslu i kjallara fyrir hverja íbúð. Miðstöð og þvottahús eru sameiginleg fyrir hvert hús. Flatarmál íbúðanna er 83 m2 og 92,4 m2. Kostnaðarverð hverrar íbúð- ar fullgerðrar með steingirðingu að götu verður, samkvœmt samningi við byggingarmeistara 19.000 krónur fyrir fjögra herbergja íbúðirnar eru 19,450 fyrir fimm herbergja íbúðir. Teikninguna gerði Ágúst Pálsson arkitekt hjá húsameistara ríkisins. — Sjá nánar grein um byggingarsamvinnufélög eftir Guðl. Rosinkranz innan í blaðinu. II i ii þöglu átök Tékka ®g Þjóðverja Svo mjög hefir hernaðar- tækninni farið fram síðan í heimsstyrjöld, að ógætilegt er að gera ráð fyrir öðru en að siglingateppa yrði afleið- ing nýrrar styrjaldar, og þá einnig til landa, sem hlut- lausar væru að öðru en mat- vælaframleiðslu sem komið gætu hernaðaraðiljum að liði. Viðskiptamálaráðherra sendi stjórn Búnaðarfélags íslands svolátandi bréf 31. maí sl.: „Eins og Búnaðarfélagsstjórn- inni mun vera kunnugt, hefir fyrir alllöngu síðan verið skipuð nefnd ti 1 þess að íhuga hvaða ráðstafanir væri hægt að gera til undirbúnings, vegna þess að samgöngur til landsins kynnu að takmarkast mjög eða tepp- ast af völdum ófriðar. Nefnd þessi hefir starfað með við- skiptamálaráðuneytinu að þess- um málum og hefir það nokkuð verið rætt hvort hægt mundi vera að framleiða hér matvæli til þess að sjá þjóðinni farborða, enda þótt samgöngur kynnu að falla niður. Um þetta hefir þó ekki verið gert ítarlegt álit eða komizt að fastri niðurstöðu. í framhaldi af þessu og í sam- ráði við formann þeirrar nefnd- ar, sem að framan getur, fer ráðuneytið þess hér með á leit við Búnaðarfélag íslands, að það láti því í té, svo fljótt sem verða má, rökstutt álit um það hvort, eða að hve miklu leyti landbún- aðurinn mundi geta framleitt þá fæðu, sem þjóðinni væri nauðsynleg til viðbótar fæðu- tegundum, sem fást af fram- leiðslu sjávarafurða, enda þótt samgöngur við útlönd væru tepptar, og þar af leiðandi ekki unt að flytja frá útlöndum þau hráefni, sem landbúnaðurinn nú styðst við, svo sem áburð og fóð- urbæti eða landbúnaðarvélar og þá yrði um leið að gera ráð fyrir því, að aðflutningur erlendra matvæla væri að mestu eða öllu stöðvaður. Ennfremur óskar ráðuneytið Fjármálastjómín árin 1935-1938 Samband ungra Framsóknar- mann hefir látið semja yfirlit um fjármálastjórn ríkisins 1935 —1938, þetta sögulega tímabil utanaðkomandi erfiðleika, sem Eysteinn Jónsson hefir haft með höndum yfirstjórn þessara mála. Er ritinu skipt í tvennt. Fjallar fyrri kaflinn um viðskiptin við útlönd, en síðari kaflinn um rík- isbúskapinn. Er ritið einkar ljóst, enda byggii' það einungis á. stað- reyndum sem fyrir liggja í op- inberum gögnum. En hversu til hefir tekist um að veita erfið- leikunum viðnám á umræddu tímabili, hlýtur að auka sér- hverjum þeim manni bjartsýni á framtíðina, sem kynnir sér þessi mál. Verður að telja þetta mjög kærkomið heimildarrit fyrir alla þá, sem óska yfirlits um fjár- málastjórnina á þessum tíma. Ritið verður afgreitt frá skrif- stofu Tímans. eftir því að Búnaðarfélag ís- lands láti semja yfirlit í þessu sambandi um framleiðslu og neyzlu íslenzkra landbúnaðar- afurða og semji tillögur og á- bendingar um hvað hægt mundi vera að gera til þess að tryggja þjóðinni innlend matvæli á ó- friðartímum, meðal annars hvaða breytingar á búnaðar- háttum væru nauðsynlegar og hvað hægt væri að gera fyrir- fram til undirbúnings þeim breytingum og jafnframt hvaða ráðstafanir eðlilegt mundi verða að framkvæma, eftir að sigl- ingateppa væri fyrirsjáanleg og líkleg til þess að standa til langframa. Ráðuneytið óskar þess að sem allra fyrst væri hægt að gefa þessa skýrslu, og leggur þó jafn- framt áherzlu á, að hún sé sem ítarlegust og vill í því sambandi sérstaklega benda á, að Búnað- arfélag íslands gæti viðhaft þá aðferð að gefa bráðabirgðasvar nú þegar um þau atriði, sem því findist sérstaklega nauðsynlegt að koma á framfæri nú þegar, en heildarskýrslan kæmi siðar, en þó svo fljótt sem unt er. Að sjálfsögðu er gert ráð fyr- ir því að þeir, sem að þessu ynnu fyrir félagsins hönd, hefðu samráð við formann „stríðs- nefndarinnar" og ráðuneytið og einkum þó til þess að áætla hvaða áhrif samgönguteppa mundi hafa á þörf þjóðarinnar fyrir aukna framleiðslu land- búnaðarvara.“ Samhliða þessu ritaði við- skiptamálaráðherra landlækni á þessa leið: Erlendir knattspyrnuflokkar hafa komið hingað á hverju sumri að heita má nú um nokkur ár. Einn slíkur flokkur er nú að koma hingað til Reykjavíkur með Dettifossi. Eru það knattspyrnumenn úr enska knatt- spyrnufélaginu .Islington Corinthians', og hefir Knattspyrnufélag Reykjavíkur boðið þeim hingað. Hefir þetta félag getið sér gott orð í Englandi, þó það sé þar ekki í fremstu röðum. Knatt- spyrnumennirnir munu dvelja hér fast að hálfum mánuöi, eða til fimmtudagsins 29. þ. m. Alls munu þeir keppa hér fimm sinnum, og eru kappleikir ákveðnir sem hér segir: Fyrsti leikurinn við K. R. á mánu- daginn kemur eða 19. þ. m., annar við úrvalslið úr Reykjavikurfélögunum á miðvikudaginn þann 21., þriðji við Val föstudaginn þann 23., fjórði við Víking, sunnudaginn þann 25. og fimmti og síðasti við úrvalslið aftur á miðvikudaginn þann 28. — Knatt- spyrnuflokknum mun boðið í stuttar ferðir um nágrennið, meðan hann dvelur hér, m. a. að Gullfossi og Geysi og til Þingvalla. t t t Fiskimálanefnd og Félag íslenzki'a botnvörpuskipaeigenda hafa gengizt fyrir því að fá hingað til reynslu botn- vörpu af nýrri gerð. Hafa botnvörpur af þessari gerð verið reyndar á erlend- um botnvörpungum undanfarið og jafnvel verið talin hentugri á ýmsan hátt en gerð sú, sem hér hefir verið notuð. Fiskimálanefnd gekkst fyrir „Ráðuneytið sendir yður hér- með, herra landlæknir, afrit af bréfi, sem ritað hefir verið Bún- aðarfélagi íslands, þar sem þess er farið á leit, að Búnað- arfélagið geri margháttaðar skýrslur og áætlanir um mögu- leika landbúnaðarins til þess að framleiða matvæli og auka framleiðslu í vissum greinum, enda þótt samgöngur til lands- ins væru að meira eða minna leyti tepptar. Það leiðir af sjálfu sér, að það er mjög nauðsynlegt fyrir Bún- aðarfélagið að hafa hugmynd um það hvaða áhrif samgöngu- teppa mundi hafa á þörf þjóð- arinnar fyrir aukna framleiðslu landbúnaðarafurða og þá hvaða tegundir helzt. Þessi vitneskja verður að teljast nauðsynlegur grundvöllur fyrir því starfi, sem Búnaðarfélaginu er ætlað að vinna samkvæmt tilmælum ráðuneytisins. Samkvæmt þessu leyfir ráðu- neytið sér hér með að óska, að þér, herra landlæknir, í samráði við nefnd þá, sem væntanlega verður skipuð til þess að hafa með höndum matvælarann- sóknir, takið nú þegar upp sam- (Framh. á 4. síðu) reynsluför með botnvörpu þessa á botn- vörpungnum Venusi á fimmtudags- kvöldið. Voru með í förinni nær allir togaraskipstjórar, bæði úr Reykjavík og Hafnarfirði. Auk þess var með í förinni Englendingurinn Mr. Jones, en hann kom með vörpuna að utan og annar sérfræðingur frá firmanu, sem vörpuna hefir gert. Venus kom aftur í höfn síðdegis í gær. Hafði hann þá aflað um 12 smálestir fiskjar, mest- megnis í þessa nýju vörpu. Töldu skip- stjórarnir að varpan mundi álíka fisk- in og þær vörpur, sem áður hafa verið notaðar. Þó þarf að gera á henni ýms- ar breytingar til þess að hún verði henfug til fiskveiða við ísland. Einkum þarf að lengja belginn og pokann, og hafa meiri flot en gert er nú. — Höfðu skipstjórarnir mikla ánægju af förinni, enda er ekki oft að þeir koma svo margir saman. t t t í gær lögðu Snæfellingar og Dala- menn upp í bændaför sína. Eru þeir um 80 saman. í gær var farið til Reyk- holts og gist þar í nótt. Á þeirri leið var komið við í Borgarnesi, Hvann- eyri og Svignaskarði. í Borgarnesi skoðuðu ferðamennirnir meðal annars mjólkurstöð Kaupfélags Borgfirðinga, og veitti kaupfélagið þeim skyr og rjóma. Að Hvanneyri skoðuðu þeir staðinn og mannvirki öll, gazt mjög vel að. Guömundur Jónsson kennari flutti þar stutta tölu um skólann og sögu hans. Var þarna drukkið kaffi áður en haldið var til Svignaskarðs. í Svigna- Þessa dagana berast fregnir um mikinn liðssafnað Þjóðverja í Slovakiu. Einnig berast nýjar og nýjar fregnir um flóttamenn frá Tékkíu. Allt virðist benda til þess, að Tékkar sýni stjórn Þjóðverja vaxandi andúð. Það segir sig sjálft, að sú mikla umsköpun sem hafin er á atvinnuvegum, til þess að „móta framleiðslu verndarsvæðisins eftir þörfum Stór-Þýzkalands,“ getur ekki átt sér stað átaka- laust. Þjóðverjar hafa veitt mörgum atvinnu. Þetta er einkum gert með því móti, að þúsundir Tékka eru fluttir til Þýzkalands, þar er þeim fenginn starfi annaðhvort við landbúnað eða iðnað. Er jafnvel játað í Berlín, að þessir flutningar séu í ætt við útlegð, séð frá þjóðernislegu sjónarmiði. Tékknesku verkamönnunum er dreift um allt Þýzkaland, og innan verndarsvæðisins fjölgar Þjóðverjum dag frá degi. Stöð- skarðl gengu ferðamennirnir upp á „Kastalann" og sáu um héraðið. Skyggni var sæmilegt, þó sólskynslaust væri, og leizt þeim blómleg byggðin. Komið var að Reykholti í gærkvöldi og hélt Búnaðarsamband Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu þátttakendum þar hóf. Förinni er haldið áfram í dag, og var lagt af stað frá Reykholti i morgun tímanlega. Koma ferðamennimir um hádegi í Mosfellssveitina, en þar verða skoðuð stórbúin að Reykjum, Blika- stöðum og Korpúlfsstöðum. í kvöld verður farið til Þingvalla og gisti þar í nótt. t t t Aðalfundur Útvegsbankans hófst á föstudaginn. Voru þar lagðir fram reikningar fyrir árið 1938. Störfum áð- alfundar varð ekki lokið og er honum frestað til 21. júli. Áður en fundi var frestað voru kosnir varamenn í full- trúaráð bankans í fyrsta sinn. Er það gert samkvæmt nýrri reglugerð, sem gefin var út 12. júni s. 1. Þessir voru kosnir: Skúli Guðmundsson alþingis- maður, varamaður Magnúsar Torfa- sonar, Runólfur Sigurðsson forstjóri, varamaður Gísla Guðmundssonar, Guðmundur R. Oddsson forstjóri, vara- maður Stefáns Jóhanns Stefánssonar, Eyjólfur Jóhannsson framkvæmda- stjóri, varamaður Guðmundar Ás- björnssonar, og Björn Ólafsson stór- kaupmaður, varamaður Lárusar Fjeld- sted. Endurskoðendur voru kosnir Björn Steffensen og Haraldur Guð- mundsson fyrverandi ráðherra. ugt er verið að flytja Þjóðverja til þeirra landamærahéraða, sem hafa hernaðarlega þýðingu, og skipulag allt er falið þýzkum mönnum. Æfi hinnar tékknesku þjóðar undir stjórn „Þriðja ríkisins," er á flestum sviðum þvínær bein andstaða þess, sem var undir hinni gömlu stjórn Tékko-Sló- vakiu. Breytingin eftir hernám- ið er svo gagnger, að Tékkar telja allt himinhrópandi rang- læti, sem hin þýzku yfirvöld taka sér fyrir hendur. Þeir eru til dæmis sárgramir yfir því, að opinberar samkomur hafa verið bannaðar og telja sig með því svifta frumatriðum frelsisins. Þýzka leynilögreglan, Gesta- po, reynir að hindra alla and- stöðu, og hinir nýju húsbændur reyna mikið til þess að gera tékkneskað iðnað þýzkan með því, að taka öll fjármálavöld af Tékkum. Skólabókasöfnum í Prag er bannað að lána bækur eftir þjóðlega tékkneska höf- unda og einnig er bannað að sýna slíkar bækur í gluggum bókaverzlana. í Prag búa aðeins 60 þús. Þjóð- verja, en samt eru þrjú af leik- húsunum þar þýzk. í skeyti til Havasfréttastofunnar,frá frétta- rétara hennar í Prag, var sagt frá því, að „Slovenska Pravda“ sé eina blað Slovaka, sem ekki hafi verið sett undir ritskoðun. Þannig er með öllum ráðum reynt að koma í veg fyrir hina andlegu andstöðu. Þýzkur réttur hefir verið inn- leiddur og segir Lundúnablaðið Times til dæmis frá því, að dr. Sekanini, hinn kunni málaflutn- ingsmaður, hafi verið fluttur til Þýzkalands. Er hann sakaður um að „hafa stofnað til glæp- samlegrar hreyfingar gegn hinni þýzku þjóð.“ Hann á að fá dóm fyrir að hafa unnið gegn þýzkum stjórnmálum áður en Þjóðverjar tóku Tékkíu. Nazistar hafa ákafa trú á harðsnúnu valdi, en samt hafa þeir komist að raun um, að þróttur tilfinninganna og hinn- ar þrjóskufullu andúðar getur orðið geigvænlega mikill. Laugardaginn 3. júní hélt Frank ríkisritari ræðu í Bud- weis. Hann varaði Tékka ákveð- ið við því, „að taka loðna og möglandi afstöðu eftir fyrir- mynd Benes.“ Þetta eru hörð orð í munni Þjóðverja, þar eð þeir telja afstöðu Benes glæp- samlega. Þetta mun vera hin fyrsta opinbera viðurkenning þess, af Þjóðverja hálfu, að Tékkar sýni þrjósku. Danska blaðið „Potitiken" fékk á dögunum skeyti frá fréttaritara sínum í Berlín, er A víðavangi Hin mikla eftirspurn eftir vinnuafli kvenfólks í bæjum á ”slandi, ekki meira iðnaðarlandi, er umhugsunarvert fyrirbrigði. Á haustnóttum, þegar framboðið er mest t. d. í Reykjavík, má lesa langar raðir af auglýsingum eftir þjónustustúlkum, og er tal- ið að elzta stjórnmáladagblað Sjálfstæðisflokksins hafi lifað fram á þennan dag, einungis á leirri hefð, að einkum þar birt- ast þessar auglýsingar haust og vor. * * * I Ameríku, einnig í stórborg- inni þar sem flestir íslendingar eiga heima, Winnipeg, kvað það vera alveg undantekning ef hús- freyja við nokkurnveginn heilsu hafi vandalausa, launaða, þjón- ustustúlku sér til aðstoðar við heimilisstörfin. Og þá helzt ekki nema hjá stórauðugu fólki. Hitt er staðreynd, að karlmennirnir hjálpa konunni þar meir en hér. Verkaskiptingin er bókstaflega önnur. Einnig í sveitabyggðum Ameríku er verkaskipting karla og kvenna miklu hagstæðari konunni en í sveitum hér á landi. Konan þarf ekki að mjólka, ekki hugsa um eldivið, jafnvel ekki þjónustubrögð né ræstingu nema þá að nokkuru leyti. Og að sjálf- sögðu eru börnin, sem enga hafa aðkeypta þjónustustúlku að met- ast við, miklu vinnusamari en í okkar ungu bæjum. * * * Hins er einnig að geta, að hjálpartæki húsfreyjunnar við heimilisstörfin í borgum og byggðum Ameríku eru yfirleitt fullkomnari en hér. Ryksugur, þvottavélar og hrærivélar eru þar miklu algengari en hér, jafn- vel kæliskápar eru að ná þar út- breiðslu, þar sem rafmagns nýt- ur við. * * * En skýringin á þessu þjóðfé- lagslega fyrirbrigði, sem nú er að verða að alvarlegu vanda- máli, svo sem hugleitt er á öðr- um stað hér í blaðinu i dag, ligg- ur nær en margan grunar. Kaupstaðakonan var til skamms tíma sveitakonan, og er það jafnvel enn. Meðan landbúnað- urinn var eini atvinnuvegurinn, voru heimilin yfirleitt fjölmenn og skorti ekki hjúin. Þá varð til verkaskipting sú milli karla og kvenna.húsmæðra og húsbænda, sem eymir eftir af. Á þess- um tímum þurftu konur jafnvel að draga vosklæði af karlmönn- um. Hlutskipti húsfreyjunnar var fyrst og fremst bústjórnin. Hjúahaldið var því tízka, sem fluttist með á mölina, er þar tízka enn í dag, og þannig stend- ur á þessum 3000 konum um- fram okkur karlmennina, sem nú eru í höfuðstað landsins. * * * Framkvæmd hitaveitunnar er ráðin. Fregnin barst bæjarbúum í gær. Ef hitaveitan verður til þess ofan á alla áður framtalda kosti hennar, að afnema hið dýra en að því er virðist langoft- ast óþarfa hjúahald kaupstaða- húsfreyjunnar, þá er ekki aðeins vissa orðin fyrir því, að höfuð- staðabúar hafa ráð á fram- kvæmdinni, heldur hefir hún þá orðið til þess að afnema fyrir- ferðarmesta „luxus“ islenzkra lifnaðarhátta, og þá hefir hún orðið til að leysa íslenzku sveita- konuna úr álögum, en landbún- aðinn úr einni voveiflegustu hættunni, sem hann hefir í komizt. fjallaði um þá erfiðleika, sem Þjóðverjar eiga við að etja í Tékkíu. í skeytinu stóð meðal annars: „Það er ekki orðið neitt laun- ungarmál, að hertakan var ekki jafn sársaukalaus og haldið var fram í Þýzkalandi á sínum tíma, þar eð þýzk blöð gátu ekki um ýms smáatriði, eins og til dæmis tékkneskar árásir á þýzkp her- sveitirnar á leið þeirra inn i landið.“ (Framh. á 4. síðu) A. KROSSGÖTUM Enskir knattspyrnumenn í heimsókn. — Ný botnvarpa. — Bændaför Snæ- fellinga og Dalamanna. — Aðalfundur Útvegsbankans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.