Tíminn - 22.06.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.06.1939, Blaðsíða 2
282 TlMIIVIV, fimmtudagiim 22, júní 1939 71. blaS ^gímmn Fimmtudafiinn 22. jjúní Samtök og ávarp ungra Framsóknar- manna Samband ungra Framsóknar- manna var stofnað siðastliðið vor. Stofnfundinn, sem haldinn var að Laugarvatni, sóttu um 100 fulltrúar úr nær öllum sýsl- um og kaupstöðum landsins. Er það langstærsti pólitíski lands- fundurinn, sem ungir menn hafa haldið á íslandi. Á Laugarvatnsfundinum var lagður grundvöllur að framtíð- arstarfi ungra Framsóknar- manna. M. a. var samþykkt að stjórn S.U.F. skyldu skipa, auk 5 manna aðalstjórnar, einn maður úr hverri sýslu og kaup- stað, þar sem samtök ungra Framsóknarmanna voru starf- andi, og skyldi stjórnin öll koma til fundar a. m. k. einu sinni á ári. Fyrsta aðalfundi stjórnarinnar er nú nýlokið á Akureyri. Sóttu hann stjórnar- menn úr 12 sýslum og 4 kaup- stöðum eða 20 stjórnarmenn alls. Hinir gátu ekki komið, sökum anna og heimilisástæðna. Margir þeirra, sem mættu, áttu einnig örðugt heimangöngu og urðu að leggja á sig mikið erfiði og kostnað til að geta sótt fund- inn. Lýsir fundarsóknin á Laug- arvatni og Akureyri sterkum á- huga æskumanna í Framsókn- arflokknum og gefur fullkom- lega þær vonir, að hann muni ekki síður eiga kost ötulla og óeigingjarnra baráttumanna í framtíðinni en hingað til. Þegar litið er yfir hinn stutta starfsferil S.U.F. — og fullt til- lit tekið til byrjunarörðugleika, — verður ekki annað sagt en að vel sé af stað farið og ung- um Framsóknarmönnum til sóma. Auk þessara tveggja funda má sérstaklega nefna þjóðmála- námskeiðið, sem haldið var síð- astliðinn vetur og um þrjátíu ungra manna sóttu, hið vandaða fullveldisblað 1. desember síð- astliðinn og stutt yfirlitsrit, sem fjallar um fjármálastjórnina 1935—38 og nýlega er komið út. Síðast, en ekki sízt, skal nefna útgáfuna á ritgerðum og grein- um Jónasar Jónssonar, sem hik- laust má telja mikinn bók- menntalegan ávinning fyrir þjóðina alla. Eitt helzta verkefni fundar- ins á Akureyri var ávarp til ís- lenzkrar æsku, sem birt var í seinasta blaði Tímans. í ávarp- inu er megináherzlan lögð á frelsið. Það hefir verið heitasta hugsjón íslendinga frá fyrstu tíð og því eiga þeir alla sigra sína og frama að þakka. íslenzka þjóðin fær að velja um það í náinni framtíð, hvort hún vill vera fullkomlega frjáls og eiga ein land sitt. Ungir Framsókn- armenn vilja leggja sinn skerf til þess að þjóðin stigi til fulls þetta seinasta skref stjórnar- farslegu sjálfstæðisbaráttunnar. En þeir telja það ekki einhlítt. Jafnhliða verður þjóðin að gera öruggar ráðstafanir til þess að hún geti haldið stjórrfarfars- legu, menningarlegu og fjár- hagslegu sjálfstæði sínu. Það er sízt minni vandi að gæta fengins fjár en afla þess. Fullt frelsi þjóðinni til handa, kemur heldur ekki að réttum notum, ef einstaklingarnir eru beittir ófrelsi og undirokun með óheil- brigðu stjórnarfari, atvinnu- rekstri eða verzlun. Þess vegna ber að leggja jafnmikla áherzlu á andlegt og fjárhagslegt frelsi þeirra og þjóðarinnar sjálfrar. Alda ófrelsis og undirokun- ar gengur nú yfir í heiminum. Þjóðir missa sjálfstæði sitt og eru beittar hinni grimmi- legustu kúgun. í mörgum lönd- um hafa flest réttindi einstakl- inganna verið afnumin eða stórlega skert. í lýðræðislönd- unum hafa einræðisherrar stór- þjóðanna efnt til einskonar úti- búa, sem ýmist berjast fyrir rauðu eða brúnu ofbeldi. Stund- arvelgengni sumra einræðis- herranna lamar einnig trú all- margra manna þar á frelsinu. Baráttan gegn frelsinu og mannréttindunum, sem var á- Frjál* verzlnn Niðurl. XV. Einn af þeim kaupmönnum, sem duglegastur er að skrifa fyrir sig og sína stétt, Björn Ólafsson, telur að samvinnu- menn hafi mjög unnið sér til óhelgis, með því að segja upp samkomulagi um vöruskiptingu, sem þeir gerðu við fulltrúa kaupmanna árið 1936. Sann- leikurinn er, að samkomulagið náði aðeins til einnar úthlutun- ar, og féll niður að henni lok- inni, án uppsagnar. Til að sanna enn betur rangsleitni sam- vinnumanna, birtir Björn mjög villandi samanburð um úthlutun innflutningsleyfa á nokkrum vörutegundum til Sambandsins eins og hún skyldi vera 1936, samkvæmt samkomulaginu, og eins og gjaldeyrisnefnd áætlar, að hún verði fyrri hluta ársins 1939. Samanburður Björns lítur inu, eru miðaðar við heildarút- hlutun innflutningsleyfa, en hlutfallstölurnar, sem Björn birtir úr áætlun gjaldeyris- nefndar í ár, eru aðeins miðað- ar við úthlutun innflutnings- leyfa til verzlana, en innflutn- ingsleyfum til iðnaðar, opin- berra stofnana og annarra er sleppt. Tölurnar eru þessvegna alls ekki hæfar til samanburð- ar. Er það undarleg ógætni af Birni, þegar þess er gætt, að í samkomulaginu frá 1936 er ekki aðeins tekið fram, að Samband- inu beri 14% af heildarvefnað- arvöruleyfum, heldur er og einn- ig tekið fram, að því beri 20% af innflutningsleyfum til verzl- ana, svo að um þá vörutegund þurfti Björn ekki að leggja á sig neinn útreikning, til að gera tölurnar í skýrslu sinni saman- burðarhæfar. Hve villandi samanburður Björns Ólafssonar er, kemur þannig út: Úthl. til S.Í.S. samkv. Úthl. til S.Í.S. samkv. samkomulagi áætlun gjaldeyrisn. 1. Kornvörur ................. 30 % 36% 2. Nýlenduvörur .............. 22 % 30% 3. Vefnaðarvöruverzlanir ..... 14 % 23% 4. Skófatnaðarverzlanir ...... 11 % 19% 5. Byggingarvörur ............ 13y2% 28% 6. Búsáhöld .................. 14 % 30% Sá galli er á þessum saman- burði, að hlutfallstölurnar, sem teknar eru upp úr samkomulag- vöxtur 19. aldarinnar, eykst og harðnar með degi hverjum. Ungum Framsóknarmönnum hefir því þótt sérstök ástæða til að minna æskuna á frelsið, hvetja hana til að standa vel á verði um það og vinna að efl- ingu þess. En þeir benda henni jafnframt á, að það verði ekki verndað né aukið með orðum einum. Það er ekki nóg að þykj- ast unna frelsinu, hrópa hátt um það á gatnamótum og heimta stöðugt meira og meira frelsi. Engin verðmæti fást, án fyrirhafnar, og öllu frelsi fylgja gagnkvæmar skyldur. Ef þeim er ekki fullnægt, glatast frelsið. Einræðisstjórnir hafa komizt til valda í mörgum löndum vegna þess að þegnana hefir brostið þennan skilning og þess vegna búa þeir nú við réttleysi og und- irokun. í ávarpi sínu leggja ungir Framsóknarmenn því jöfnum höndum áherzlu á frels- ið og skyldurnar, sem fylgja því, og ekki slzt vegna þess er það þörf og nauðsynleg hvatning til Islenzkrar æsku, þegar margvís- legar hættur steðja að frelsi hennar og sú kannske hættuleg- ust, að reynt er að fá hana til að vanrækja hinar brýnustu og sjálfsögðustu skyldur, sem frels- ið leggur henni á herðar. berlega í ljós, þegar hann er lesinn saman við réttan saman- burð á þeim hluta af innflutn- ingsleyfum, sem Sambandinu bar að fá samkvæmt samkomu- laginu 1936 og þeim hluta af sömu vörutegundum, sem það fékk úthlutað árið 1938, en það er síðasta ár, sem tölur liggja fyrir um raunverulega úthlut- un innflutningsleyfa. Sá samanburður lítur þannig út samkvæmt útreikningi gjald- eyris- og innflutningsnefndar: er ekki talin með úthlutun inn- flutningsleyfa til ýmsra opin- berra stofnana og opinberra framkvæmda, en það var gert í samkomulaginu 1936. Þegar þess er gætt, að sam- komulagið 1936 var miðað við þörf 37 samvinnufélaga með 8.000 félagsmönnum, en úthlut- un innflutningsleyfa 1938 var miðuð við þörf 40 samvinnufé- laga með 10.100 félagsmönnum, sést að það er síður en svo, að hlutur samvinnumanna hafi verið hlutfallslega betri um út- hlutun innflutningsleyfa árið 1938, heldur en fulltrúar kaup- manna samþykktu, að hann skyldi vera í ársbyrjun 1936. XVI. Framsóknarmenn og banka- stjórar Landsbankans komu á verzlunarhöftunum 1931, þegar hin frjálsa samkeppni var að leggja fjármál lands og þjóðar í rústir, í umbrotum verðfalls, markaðstjóns og erlendrar há- tollastefnu — Samvinnumenn lögðu áður á sig innflutnings- höft, til þess að geta verið skilamenn. Framsóknarmenn hafa haldið við höftum, sem ógeðfelldri þjóðarnauðsyn. Þeir hafa löngum haft pólitíska aðstöðu til að hafa mikil á- hrif á framkvæmd haftanna, en lengst af látið sér nægja að hafa einn fulltrúa í fimm manna innflutningsnefnd. Það má telja víst, að Framsóknar- menn hefðu, á vissu tímabili, ekki þurft að gera meira en rétta út hönd til að fá alla inn- flutningsverzlunina þjóðnýtta. Þeir neyttu ekki þess færis, af því þeir vildu rólega þróun en ekki byltingu. Með samvinnu- félögunum var öllum félags- mönnum tryggt eðlilegt verð- lag, þrátt fyrir innflutnings- hömlur. Keppinautar og and- Hluti S.Í.S. af heildar- Hluti S.Í.S. af heildar- l»rír Timauieiin Á síðastliðnu ári unnu marg- ir áhugasamir flokksmenn að því, að koma betra lagi á inn- heimtu Tímans í sveitum lands- ins. Varð árangurinn af þessu starfi góður. í sumar er enn ver- ið að vinna að þessu sama og hefir innheimtumönnum blaðs- ins, svo að segja í öllum hrepp- um landsins, verið send bréf varðandi innheimtuna. Fyrstu skil um innheimtuna á þessu ári bárust innheimtu Tímans frá Birni Jakobssyni bónda á Stóra-Kroppi í Reyk- holtsdal í Borgarfirði. Var hann einnig í fyrra einn af fyrstu mönnum sem gerðu skil fyrir það ár. Er nú Björn búinn að koma svo góðu lagi á greiðslur til blaðsins í Reykholtsdal, að þar sem áður borguðu um 10% borga nú rúm 90% kaupenda, og þó gerir Björn sér vonir um að enn fleiri muni borga. Sýnir þessi góði árangur, að þegar gengið er með dugnaði að verki við inn- samkomulaginu 1936. 1. Kornvörur 30,00% 34,86% 2. Kartöflur, ávextir o. fl 5,00% 1,50% 3. Nýlenduvörur 22,00% 28,25% 4. Vefnaðarvara 14,00% 12,72% 5. Skófatnaður 11,00% 13,42% 6. Byggingarv. og smíðaefni .. 13,50% 16,22% 7. Vörur til útgerðar 4,00% 6,46% 8. Vörur til landbúnaðar .... 62,00% 60,16% 9. Skip, vagnar og vélar 8,00% 8,67% 10. Verkfæri, búsáhöld o. fl. . . 14,00% 21,23% 11. Hráefni til iðnaðar 11,00% 13,08% 12. Hreinlætisvörur 7,00% 7,53% 13. Pappír, bækur og ritföng. ... 8,00% 5,08% 18. Lyfjavörur, efnavörur o.fl.. . 8,00% 6,91% Séu þessar vörutegundir tekn- stæðingar samvinnufélaganna, ar i einni heild, ætti S. í. S. að höfðu víða stórum hærra verð- fá 11,20% samkvæmt samkomu- lag. Framsóknarmenn gátu, ef laginu 1936, en fékk 12,73% þeir hefðu verið jafn hatursfull- 1938. ir við kaupmenn, eins og ætla Tölurnar í þessari skýrslu mætti eftir ræðum þeirra, sem koma ekki heim við tölurnar í líkja þessari stétt við Jón Ara- skýrslum nr. III og IV, sem áð- son á aftökustaðnum, sett á há- ur eru birtar, vegna þess að þar marksálagningu 1934, en þeir gerðu það fyrst 1939. Það má vafalaust gagnrýna þetta sein- læti. En mönnum finnst óneit- anlega, að sú eina stétt, sem hefir safnað fé til verulegra muna á þessu tímabili, ætti að líta yfir þann kafla í sögu sinni með gleði, en ekki beizklega. Samvinnumenn hafa ekki farið með ófriði að þeim samlöndum sínum, sem hafa annarlega trú í viðskiptamálum. Samvinnu- menn hafa farið með hinni mestu gætni í að draga varan- lega landamerkjalínu. En þeir hafa þó gert það um síðir. Sam- kvæmt þeirri merkalínu, á hverjum íslendingi að vera frjálst, að ganga í samvinnu- félag, og fá þar sínar nauðsynj- ar, hvort sem þær eru keyptar innanlands eða í útlöndum. Eina skilyrðið er að hann sé skilamaður. Og þessi réttur, að mega vera frjáls maður, en ekki ánauðugur þræll í viðskiptamálum, er köll- uð höfðatöluregla. Um mörg undanfarin ár, hefir það verið og verður aðal hlutverk þeirra, sem unna frjálsri verzlun á ís- landi að gera þessa hugsjóna- kröfu að veruleika í lífi þjóð- arinnar. J. J. ÞÉK ættuð að reyna kolin og koksið frá Kolaverzlnn Sigurðar Ólafssonar. Símar 1360 og 1933. heimtu blaðsins, má miklu á- orka, og að hægt er að kveða niður þann gamla ósið að greiða ekki blöð. Bóndi í Vestur-Húnavatns- sýslu, Halldór Sigurðsson á Efri- Þverá hefir gert líkt átak í Þver- árhreppi. Voru þar áður fáir sem greiddu blaðið.en nú nálega allir kaupendur. Hefir Halldór verið allra manna bezt vakandi fyrir því að láta innheimtu og afgreiðslu blaðsins vita um breytingar á heimilisföngum manna og staðið í stöðugurii bréfasamböndum við inn- heimtumann blaðsins í Reykja- vík. Hefir þetta mikla þýðingu fyrir innheimtu og útbreiðslu Tímans. Jón Sigurðsson bóndi á Skíðs* holtum í Mýrasýslu er einn af á- gætustu stuðningsmönnum Tímans. Hann hefir um mörg ár verið trúnaðarmaður blaðs- ins í Hraunhreppi og hefir inn- heimtu blaðsins verið vel borg- ið í hans höndum. Á hverju hausti hefir hann fært blaðinu greiðslur frá næstum öllum kaupendum í mjög fjölmennri sveit. Marga fleiri mætti telja, sem vel hafa unnið fyrir Tímann. En þessir þrír menn eru teknir hér sem sýnishorn um það, hvað hægt er að gera fyrir blað- ið, ef gengið er ötullega að verki. Þar sem áður hafa verið van- skil, er hægt að bæta með snöggu og föstu átaki eins og Björn á Stóra Kroppi gerði. Þá er það mjög þýðingarmik- ið að trúnaðarmenn blaðsins standi í sambandi við innheimtu og afgreiðslu blaðsins og að sem nánust samvinna sé á milli þeirra og innheimtunnar. Á þessu hefir Halldór á Þverá sýnt glöggan skilning. Og þegar einu sinni er búið að koma innheimtunni á hreinan grundvöll, þá er auðveldara að halda öllu í góðu lagi og gæta þess að ekki safnist vanskila* skuldir á ný. Um það ber margra ára innheimtustarf Jóns í Skíðsholtum glöggt vitni. Timinn þakkar þessum mönn- um og fjöldá mörgum öðrum gott starf fyrir blaðið á síðasta ári og vonar, að sá árangur, sem næst með innheimtu og út- breiðslu blaðsins, verði enn betri á þessu sumri. Enn eru margir hreppar á landinu, þar sem Tíminn er lít- ið borgaður. Þar þarf að ganga vel að verki og bæta úr ástand- inu. Og þá verður þess ekki langt að bíða að Tíminn verði borgaður af öllum,sem fá blaðið. E. B. Jónas Þorbergsson: (J tvar |>ssii iii v i ii n a á NorðnrlöiulHm i. Þegar íslendingar, árið 1918, endurheimtu fullan ríkisrétt sinn og sjálfsforræðí, gerðist mikil breyting um viðhorf þeirra til annara þjóða, einkum frænd- þjóða þeirra á Norðurlöndum. Eftir margra alda áþján og nið- urlægingu tóku þeir sér stöðu sem sjálfstætt ríki við hlið ann- ara Evrópuþjóða. Og þótt þjóðin sé ein meðal hinna fámennustu, var það hvorttveggja, að hún bar til öndvegis merkilegan, sögulegan arf, og að hafin var hér á landi öld stórstígra þjóð- framkvæmda, er síðan, eftir fengið þjóðarsjálfstæði, gerðust enn stórstígari. Sambúð Dana og íslendinga fór batnandi, og skilningur ýmsra góðra manna hjá sambandsþjóð okkar á þjóð- réttindum okkar og réttmæti fulls sjálfsstæðis okkur til handa glæddist. Aðrar frændþjóðir okkar norrænar tóku feginsam- lega móti þessari viðbót í hóp sjálfstæðra Norðurlandaríkja. Norræn þjóðréttindi höfðu fært út kvíarnar, Norðurlönd höfðu stækkað. Árið 1918 gerðist samskonar atburður í sögu Norðurlanda eins og gerðist árið 1905, er Noregur sleit sig lausan úr tengslum við Svíþjóð, enda þótt tengsli okkar við sambandsþjóð- ina séu ekki að fullu slitin. Hin minnisstæða og undanlátslausa þjóðarákvörðun Norðmanna 1905 á aðra hönd, en skilningur og þroski Svía á hina, orkaði miklum vexti í sögu Norður- landa og skipaði norrænum þjóðum til sætis aukinnar virð- ingar við hlið annarra Evrópu- ríkja. — Endurheimt þjóðar- sjálfstæði íslendinga var spor stigið í sömu átt. Og enda þótt lítið fari enn fyrir almennum skilningi í hinum stærri þjóð- löndum álfunnar á sjálfstæði okkar og yfirleitt á tilveru okk- ar sem þjóðar, og þrátt fyrir það, að Danir fara enn að nafni til með utanríkismál okkar, sam- kvæmt samningi, þá verður það ekki dulið fyrir ráðamönnum þeirra ríkja, sem við þurfum vexulega við að skipta, að við látum okkar eigin fulltrúa mæta til hverskonar alþjóðlegra samn- ingagerða, sem okkur varða, og að við höfum síðan á ár- um heimsstyrjaldarinnar farið sjálfir með utanríkismál okkar að öllu því leyti, sem verulegu máli skiptir. II. Menningarsamvinna Norður- landaþjóða hefir mjög farið vaxandi á síðari árum. Koma þar til greina ráðstefnur og kynningafarir, íþróttasýningar og gagnkvæmar heimsóknir í margvíslegu augnamiði. „Nor- rænafélagið“, sem starfar í deildum í hverju af hinum fimm löndum, hefir mjög geng- izt fyrir aukinni kynningu milli þjóðanna með námskeiðum, ferðalögum, útgáfu árbókar o. fl. Síðan íslendingar endurheimtu sjálfstæði sitt hafa þeir með hverju ári orðið vaxandi hlut- taki í norrænni menningar- samvinnu. Og fortakslaust mun óhætt að staðhæfa, að þeir menn, sem af hálfu íslands hafa tekið þátt í ráðstefnum, kynningarmótum, námskeiðum og hverskonar samnon-ænum samkvæmum, hafa mætt af hálfu annarra Norðurlanda- þjóða sívaxandi ástúð og áhuga fyrir því, að við íslendingar, þó fámennir séum, slitnum ekki úr lestinni, heldur gerumst sívak- andi þátttakendur í norrænu menningar- og kynþáttarsam- starfi. Og út frá þessari staðreynd ber á það að líta, að frænd- þjóðum okkar á Norðurlöndum, sem um mannfjölda, auðæfi og ýmiskonar menningarfram- kvæmdir standa okkur framar, getur ekki gengið til eigingirni í þessu falli. Við íslendingar, aðeins 120 þúsund að tölu, ó- vopnuð þjóð, sem hefir lýst yfir ævarandi hlutleysi I styrjöld- um, gæti aldrei komið þeim að neinu liði, ef að höndum bæri háska fyrir sjálfstæði þeirra. Fyrir því er það auðsætt, að sú mikla samúð, þau sérstöku hlýindi, sem hver einasti ís- lendingur mætir á samnorræn- um mótum, eru sprottin af öðr- um dýpri og göfugri rótum. Það er hin samnorræna kynþáttar- samkend, hinn samnorræni sögulegi arfur og hin norræna þjóðarsál, sem ræður slíku ást- úðlegu viðhorfi frændþjóða okkar gagnvart okkur íslend- ingum. Ég hefi heyrt því haldið fram, að allt þetta skraf um norræna samvinnu og vanefnaháð þátt- taka okkar í henni sé okkur einskisvirði. Því er haldið fram, að ef við ekki hjálpum okkur sjálfir, þá hjálpi okkur ekki aðrar þjóðir. Þetta er að vísu rétt, að því er varðar þjóðar- sjálfstæði okkar, fjárhag og menningu. En hver er sá mað- ur, sem vill og getur haldið því fram í alvöru, að allar aðrar þjóðir séu okkur óvið- komandi, að við getum slit- ið okkur lausa úr rás heims- viðburðanna, meðan svo má í raun réttri telja, að líf okkar sem þjóðar sé enn sem komið er, að ' mestu háð viðskiptum (Framh. á 3. síSu) Útvarpsstjórar Norðurlanda. — Frá vinstri: Jónas Þorbergsson, F. E. Jensen, Danmörk, J. V. Vakio, Finnland, C. A. Dymling, Svíþjóð og Olav Midttun, Noregur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.