Tíminn - 13.07.1939, Page 3
80. Ma3$
TÍMIIVnV, fimmtiidagiim 13. jiilí 1939
319
ÍÞRÓTTIR
Utanför Fram.
MeistaraliS Pram kom heim úr
Danmerkurför sinni síðastl.
föstudag, en það fór utan í
boði danska knattspyrnusam-
bandsins (Dansk Boldspil Uni-
on), sem hélt hátíðlegt 50 ára
afmæli sitt um miðjan síðastl.
mánuð.
Fram háði alls fjóra kappleiki
í utanförinni. Fyrsti leikurinn
var háður í Sorö við úrvalslið
úr sex bæjum á Vestur-Sjá-
landi. Tapaði Fram honum með
3:4 mörkum. Leikurinn fór
fram í 27 stiga hita. Næsti leik-
urinn var í Rönne við úrvalslið
á Bornhólmi og vann Fram
hann með 4:2. Þriðji leikurinn
var háður í Odense við úrvals-
lið af Fjóni. Spáðu blöðin þar
að íslendingar myndu bíða mik-
inn ósigur, en reyndin varð
önnur, því Fram vann með 4:3.
Þetta var sterkasta liðið, sem
Fram keppti við í utanförinni.
Seinasti leikurinn var háður í
Tönder við úrvalslið af Suður-
Jótlandi og vann Fram með
6:1.
Hefir för Fram því orðið hin
glæsilegasta. Að vísu eru knatt-
spyrnufélög þau, sem sendu
keppendur á móti Framliðinu,
ekki í meistaraflokki dönsku
knattspyrnufélaganna, en sum
þeirra standa nærri því og kom-
ið hefir til mála að tveir menn,
sem kepptu í Odenseliðinu,
fengju að keppa í danska lands-
liðinu.
För þessi var líka að því leyti
gagnleg fyrir Framliðið, að það
fékk að sjá fjóra milliríkjakapp-
leiki. Voru þrír þeirra haldnir í
tilefni af afmæli danska knatt-
spyrnusambandsins og var það
innbyrðiskeppni milli Norður-
landanna fjögra. Lauk henni
með sigri Dana, eins og áður hef-
ir verið skýrt frá hér í blaðinu.
Auk þess fór fram milliríkja-
keppni milli Dana og Þjóðverja
meðan Framliðið dvaldi í Kaup-
mannahöfn og var því boðið
þangað. Leiknum lauk með sigri
Þjóðverja 2:0. Áttu Þjóðverjar
fyrra hluta leiksins, en í síðari
hálfleik var knötturinn lengst-
um á vallarhelmingi Þjóðverja
og veitti Dönurn þá langtum bet-
ur, þó þeim tækist ekki að skora
mark.
Þjfórsármóttð.
Héraðssambandið Skarphéð-
inn hélt íþróttamót sitt við
Þjórsárbrú á sunnudaginn var.
Sóttu það á þriðja þúsund
manns, flest úr aðliggjandi sýsl-
um og Reykjavík.
Sigurður Greipsson skóla-
stjóri í Haukadal setti mótið, en
séra Sigurjón Guðjónsson prest-
ur í Saurbæ á Hvalfjarðar-
strönd flutti ræðu. Lúðrasveitin
Svanur lék.
Þátttakendur í íþróttakeppn-
inni voru alls 31 frá 9 félögum.
í 100 m. hlaupi sigraði Sig-
hvatur Kristbjörnsson frá
Birnustöðum úr Umf. Skeiða-
manna, rann skeiðið á 11,9 sek.
í 800 m. hlaupi 'varð fyrstur
Guðm. Bjarnason á Hlemmi-
skeiði úr Umf. Skeiðamanna á
2 mín 17,5 sek. — í langstökki
bar Andrés Þórðarson úr Umf.
Skeiðamanna sigur úr býtum,
stökk 6,20 m. í hástökki varð
hlutskarpastur Guðmundur Á-
gústsson í Hróarsholti úr Umf.
Vaka í Villingaholtshreppi,
stökk 1,55 m. í fyrra stökk sami
maður 1,60 m. í þrístökki náði
beztum árangri Magnús Guð-
mundsson á Blesastöðum úr
Umf. Skeiðamanna, stökk 11,85
m. í kúluvarpi sigraði Guðmund-
ur Ágústsson í Hróarsholti úr
Umf. Vaka, varp kúlunni 11,35
m.
Skjaldarglima fór fram og
voru þátttakendur 11. Varð Da-
víð Hálfdánarson frá Núpstúni
í Hrunamannahreppi sigurveg-
ari og hlaut einnig fegurðar-
verðlaun. Skjaldarhafi frá fyrra
iþróttamóti var Jón Bjarnason á
Hlemmiskeiði, en hann keppti
ekki að þessu sinni.
Reglusemi á mótinu var mikl-
um mun meiri en verið hefir og
bar lítið á ölvun á samkomu-
staðnum.
Mót þetta er hið 24. í röðinni,
sem héraðssambandið Skarp-
héðinn heldur. Hið fyrsta var
háð árið 1910.
íjiróttamót
Borgfirðinga.
íþróttamót borgfirzku ung-
mennafélaganna var háð i Þjóð-
ólfsholti við Hvítá á sunnudag-
inn var. Sóttu það um eitt þús-
und manns og mun það nokkru
færra en verið hefir undanfarin
ár. Var meginhluti fólksins úr
héraðinu, en auk þess margt úr
Reykjavík og viðar að.
Skýjað loft var um daginn,
en veður annars gott, lygnt og
hlýtt.
Ræðu fluti Daníel Ágústínus-
son kennari, en karlakór iðn-
aðarmanna söng undir stjórn
Páls Halldórssonar.
Keppt var í mörgurn greinum
íþrótta og var þátttaka mun
betri en að undanförnu, 5—17 í
hverri grein. Sund fór að venju
fram í Norðurá. í 100 m. bringu-
sundi, 11 þátttakendur, varð
hlutskarpastur Einar Sigurðs-
son úr Umf. Brúin á 1 mín. 16,6
sek., 100 m. sundi, frjáls aðferð,
5 þátttakendur, Jón Sæmunds-
son úr Umf. Reykdæla á 1 mín.
10,6 sek., í 50 m. sundi drengja
Steingrímur Þórisson úr Umf.
Reykdæla, á 30,1 sek. og í 50 m.
sundi stúlkna Stella Magnús-
í Selvogi í Árnessýslu er 61,3
ha. ræktað land. Taða 1656 h.
og úthey 446 h. Nautgripir 31
og hverjum ætlaðir 35 hestar
hey. Verða þar 1017 h. heys
handa 2368 kindum og 59 hest-
um.
Grindavíkurhreppur er talinn
með 63,8 ha. ræktað land og 79
nautgripi. Heyfengur er þar tal-
inn 2572 h. Verður það um 32,5
h. fyrir hvern nautgrip og ekk-
ert hey handa 2732 kindum og
55 hestum.
í Hafnahreppi eru 26,9 ha. af
ræktuðu landi. Heyfengur 1222
h. Nautgripir 34 og sé þeim
ætlaðir 35 h. af heyi, þá verða
30 h. af heyi handa 697 kindum
og 9 hrossum.
Þessu líkt má halda áfram að
telja fjölda af býlum, t. d. á
Rangárvöllum og Landsveit og
víðar.
Þó að þetta búskaparlag fleyt-
ist áfram í góðum árum, þá
hljóta þó flestir að kannast við,
að það er ekkert vit í því. Ég
tek það fram, að þó að ég hafi
tekið hér upp nokkrar tölur úr
búnaðarhagskýrslum, þá veit ég
að líkt búnaðarástand er í ýms-
um öðrum byggðarlögum og hjá
einstaklingum. Sauðfé og hest-
um er mjög lítið fóður ætlað af
heyi.
Nú lít ég ekki á málið frá
lagahliðinni og dreg þetta ekki
fram með það fyrir augum, að
menn séu lögbrjótar og drepi úr
hor. Ég dreg þetta fram vegna
þess, að ég álít að hér sé ekki
hagsýni í búskapnum. Sú bú-
skaparaðferð að hafa margan
beitarfénað, ætla honum lítið
fóður, en láta hann koma land-
inu í auðn, bryðja upp skógana
og rífa í sundur grassvörðinn til
þess að naga rætur sér til bjarg-
ar, dragast fram horaður og
arðlítinn, verður til þess að eyði-
leggja hvorttveggja, landið og
fénaðinn. Svo er hlaupið til og
keypt útlent fé til þess að auka
kroppþyngd dilka. Skyldi ekki
bætt meðferð á íslenzku sauð-
fé eins happasæl til umbóta og
aukins kroppþunga á dilkum og
aðkeypt sauðfé?
Það er ekki meining min að
fordæma og fyrirlíta það, sem
keypt er frá öðrum löndum, en
ég held hinu fram, að það eigi að
leggja meiri rækt við það, sem
íslenzkt er og kynbæta það,
bæði jurtir og dýr. Það sem er
hér heimilisfast og er mótað af
íslenzkum staðháttum, og búið
að laga sig eftir þeim örðugleik-
um, sem hér þrengja mest lífs-
kjörin.
Það sem útlent er, reynist oft
misjafnlega og vill úrkynjast.
Reynslan sýnir, að það er af-
ar örðugt að flytja bæði dýr og
jurtir frá betri skilyrðum til
þeirra lakari, með það fyrir aug-
um að árangur verði sæmilegur.
Viðnámsþróttur og vaxtarskil-
yrði breytast við staðháttaskipt-
in, og breytt lífsskilyrði.
Auðnirnar á landi hér verða
að græðast af þeim gróðri, sem
hér er innlendur.
Það er dýrt að láta féð naga
upp allt birkikjarrið, ef á að
klæða landið skógi að nýju.
Blaðagreinir eru skrifaðar af
2O°|0 3O°|0 45°|0
O S T A R
irá Mjólkursamlagi Eyiírdinga
alltaf iyrirlíggjandi
í heildsölu.
Hraðferðir B. S. A.
Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. —
M.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á
Bifreiðastöð íslands, sími 1540.
Blfreiðastöð Akureyrar.
SILFUBREFIB
Samband ísLsamvinnufélaga
Sími 1080.
Krafthveitibrauðin
fara sigurför um bæliin. Þau eru liollust og
næringarmesf og um leið ódýrust.
Seljum silfurrefahvolpa m. a. undan dýrum frá Svarstad,
Oslopels., 1. verðlaunalæðum og refum, er hlotið hafa heiðurs-
verðlaun og verðlaunabikar.
Á refasýningunum s. I. haust sýndum við 23 silfurrefi og
fengum 22 verðlaun og auk þess tvenn heiðursverðlaun og verð-
launabikar fyrir bezta silfurrefinn (refhvolp) á sýningunni á
Blönduósi.
Tryggið yður í tíma kyngóða silfurrefi til að bæta hjá yður
stofninn eða til að byrja silfurrefarækt með.
Verð frá kr. 300 eftir kyngæðum og verðlaunastigum.
Upplýsingar gefur EYSTEINN BJARNASON, Sauðárkróki.
Meðmælaiidi Jónas Kristjáiisson læknir.
Refabúið á Reyiiistað.
— Pantið í tíma. —
Hið Islenzka Fornritafélag.
Sveinabakaríið
Vesturgötu 14. Frakkastíg 14. Vitastíg 14.
Sími 5239. Sími 5239.
Nýtt bindi er komið út:
Vatnsdæla saga
dóttir úr Umf. Reykdæla á 31
sek.
í hlaupum voru 17 þátttak-
endur. Var keppt í 100 m. hlaupi
og 400 m. hlaupi og sigraði Sig-
urður Guðmundsson úr Umf.
Skallagrímur í báðum á 11,9 sek.
og 57,5 sek.
í hástökki voru 16 þátttakend-
ur og hlutskarpastur Pétur
Jónsson úr Umf. Reykdæla,
stökk 1,56 m., í langstökki, 13
þátttakendur, Sigurður Guð-
mundsson úr Umf. Skallagrími,
stökk 5,54 m., og í þrístökki, 9
þátttakendur, Sigurður Guð-
mundsson stökk 11,86 m.
í spjótkasti, þátttakendur 8,
sigraði Helgi Júlíusson úr Umf.
Hauki, skaut 32, 58 m., í kringlu-
kasti, 9 þátttakendur, Helgi Júlí-
usson, kastaði 30,95, í kúluvarpi,
7 þátttakendur, Hilmar Hovland
úr Umf. Reykdæla, varp 10,63 m.
Ungmennaíélag Reykdæla
vann mótið með 41 stigi, næst
var ungmennafélagið Skalla-
grímur með 14 stig.
Stúlkur af Akranesi og úr
Borgarnesi kepptu í handknatt-
leik og sigruðu Akranesstúlkur
með 8 mörkum gegn 3.
Samkoman fór vel fram og bar
lítið á ölvun á skemmtistaðnum.
Sjálfboðaliðar frá ungmenna-
félögunum héldu uppi reglu, á-
samt lögregluþjónum úr
Reykjavík.
1« Ot Cr* T.
St. Framtíðin nr. 173.
Að aflokinni minningarguðs-
þjónustu í Gaulver j abæj ar-
kirkju um síra Pál Sigurðsson
næstk. sunnudag, 16. júlí, sem
hefst kl. 1 y2 síðd. (100 ára minn-
ing), verður bindindismálafund-
ur haldinn þar á staðnum, og
er hann opinn jafnt fyrir Reglu-
félaga sem aðra. Ræður og á-
vörp fulltrúa frá öðrum stúk-
um verða flutt. Meðal ræðu-
manna á fundinum verður herra
biskupinn Sigurgeir Sigurðsson,
sem einnig prédikar við guðs-
þjónustuna. Síðan fara fram öll
venjuleg fundarstörf á lokuöum
fundi stúkunnar Samtíðin nr.
250, þar á meðal inntaka nýrra
félaga. Á eftir fundi verða ýms
skemmtiatriði. Félögum Góð-
templarastúknanna í Árnes-
sýslu er sérstaklega boðið á
fundinn. — Bílar fara frá Góð-
templarahúsinu i Reykjavík kl.
11 árd. á sunnudaginn. Farmið-
ar afhentir þar frá kl. 3—9 á
föstudag.
Útbreiðslunefndiii.
Innheimtumenn!
Vinnið ötullega að innheimtu
Hallfreðar saga, Kormáks saga, Hrómundar
þáttr halta, Hrafns þáttr Guðriinarsonar.
ElXAIt ÓL. SVEIXSSIW gaf út.
Verð kr. 9,00 heft og kr. 16,00 í skinnbandi.
FÆST HJÁ BÓKSÖLUM.
Aðalútsala:
Bókaverzlun Sígfúsar Eymundssonar
Höfum fengið nýjar gerðir aí
sportfataefnum
Verksmiðjuútsalan
Gefjun — Iðunn
Aðalstræti.
— ÞÉR ættuð að reyna kolin og
Útbreiðið TÍMAXX
eldmóði og af fjálgleik og það
eru fengnar furur frá Noregi til
þess að klæða landið, og það
þykir býsn að þessar útlendu
plöntur lifa — en birkikjarrið,
sem hefir klætt landið frá því að
það byggðist, það er urið upp af
hundruðum beitarpeningi. Hve
mikið af útlendum skógarsýkl-
um fæst í kaupbæti með útlendu
plöntunum, er ekki gott að
segja, en áreiðanlega er það eitt-
hvað.
Þetta útlenda fálm er hættu-
legt og hégómlegt. Verum vand-
ir í vali með það sem útlent er.
Margar útlendar trjátegundir
geta vafalaust lifað hér og vax-
ið í skjóli íslenzkra birkiskóga.
Það útlenda er margt dýrt og
ótryggt — en það sem hér er
upp alið og þolað hefir hörmung
elds og ísa, er vígt til sömu lífs-
baráttunnar og þjóðin, sem
þetta land byggir. Það eru vinir,
sem er helgað landi og þjóð.
Það má vel vera að áhuga-
mönnum finnist það margt, sem
sækja þarf til annarra landa og
einhæfnin of mikil í störfum og
framleiðslu. Það er orð að
sönnu, að æskilegt er, að fjöl-
hæfnin sé meiri, — en með
flestu góðu kemur eitthvað illt,
og má þá gjalda varhuga að inn-
leiða og landfesta það, sem ekki
er vel þekkt og lítt rannsakað.
ísland hefir ekki efni á að
eyðileggja þær skógarleifar, sem
eftir eru. Auðnir og örfokaland
er orðið svo stórt, að við það má
ekki bætast. Það ættu ekki að
vera margir áratugir þar til
(Framh. á 4. siðu)
jg útbreiðslu Tímans í ykkar
íveit. Svarið fljótt bréfum frá
nnheimtu blaðsins í Reykjavík,
>g gerið skil til hennar svo fljótt
sem möguleikar leyfa. Tíminn
>ir ódýrasta blaðið, sem gefið er
út á íslandi. Allir Framsóknar-
menn eiga að kaupa, lesa og
borga Tímann.
koksið frá
Kolaverzlnn
Signrðar Ólafssonar.
Símar 1360 og 1933.
Kopar
keyptur í Landssmiðjunni.
136 William McLeod Raine:
hrossaþjófa hér um slóðir, og þú spinn-
ur þetta upp, til þess að reyna að bjarga
lífinu.
— Hvað erum við langt frá þeim stað,
þar sem klárnum var stolið?
— Svona 12—15 mílur. Hvað um það?
— Hvenær var honum stolið?
— Þú veizt það nú sjálfur, lagsmaður.
Það var á föstudaginn. En hvað kemur
það þessu máli við?
— í dag er miðvikudagur. Fimm dag-
ar til að fara 15 mílna veg. Ég hefi
sveimér farið mér hægt, svona á flótta.
Taylor vissi að hann hafði komið með
gott innlegg. Það var ekki gott að í-
mynda sér, að hrossaþjófur væri 5 daga
að slæpast þar, sem hann hafði stolið
hesti, að eins til þess að bíða eftir því
að upp um hann kæmist. Hann bjóst við
öðru góðu innleggi, undir eins og Fla-
nnigan gerði smáuppgötvun, sem hann
áreiðanlega myndi gera. Taylor gat bent
honum á það straks, en það mundi
betra að hann ræki augun í það af til-
viljun.
— Hvað heitir þú, spurði Oakland.
— Jeb Taylor.
— Áttu heima í Ten Sleep?
— Ekki er það nú beint. Ég fór þar
bara um. Þú getur sagt að ég sé frá
Colorado.
Flóttamaðurinn frá Texas 133
og dró andann léttar. — Ég skal nú
segja ykkur það.
— Þú segir okkur það, þegar Ed hefir
séð fyrir járnvöru þinni, sagði sá með
riffilinn ákveðinn. — Gleymdu því ekki,
að ég miða á þig, og ef þú svo mikið sem
deplar augunum-----------
Taylor hreyfði sig ekki, meðan minni
maðurinn tók skammbyssu hans.
— Byssan er ekki nema ein, Clem,
sagði hann.
Þetta var þá Clem Oakland og einn af
piltunum hans! Ekki var að furða þó
Clint Prescott geðjaðist ekki að þeim.
Ef þessir menn voru ekki báðir þorpar-
ar þá voru andlitin á þeim meira en
litlir lygarar. Taylor vissi, að hann vat
í klípu og varð að Ijúga sig út úr henni.
Þessir náungar voru miklu líklegri til
að kyrsetja hann, en bíða eftir úrskurði
dómstólanna.
— Hann kallaði þig Clem, sagði Taýl-
or, — Ertu Clem Oakland?
— Rétt segir þú.
— Og ég er Ed Flannigan, sagði minni
maðurinn og glotti, — ef það þýðir nokk-
uð fyrir þig að vita þaö.
Taylor horfði á Oakland. — Þú ert .
maðurinn, sem ég var að leita að, sagði
hann.
— Einmitt það, sagði Oakland og hló
hrottalega. — Þú hefir þá fundið mig.