Tíminn - 15.07.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.07.1939, Blaðsíða 4
324 TÍMIIVN, lawgardaginn 15. jiili 1939 81. hlað Dragnótaveídín Aflinn hefir yfirleltt verið tregur. Tíminn hefir fengið eftirfar- andi upplýsingar um dragnóta- veiðina hjá Runólfi Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Fiskimála- nefndar: Dragnótaafli bátanna hefir veríð mjög misjafn og yfirleitt rýr, það sem af er veiðitímanum. Þann 30. júní var búið að leggja á land til frystingar í frystihúsunum alls 702.166 kg. af rauðsprettu og sólkola, sem skiptist þannig eftir stærðar- flokkum: Rauðspretta 1. Rauðspretta 2. Rauðspretta 3. 255.146 kg. 123.872 — 85.647 — Sólkoli 1. Sólkoli 2. Sólkoli 3. Samtals 464.665 kg. ......... 140.749 kg. .......... 51.425 — .......... 45.282 — Samtals 237.456 kg. Kolinn hefir verið ýmist flak- aður eða heilfrystur. Af rauð- sprettunni, sem veiðst hefir, eru 45% undir 500 gr. hver fiskur, en ekki nema 41% af sólkolanum. Hefir aldrei verið fryst jafnmikið af sólkola og nú, sem stafar af því, að í Vestmannaeyjum starfa nú tvö frystihús, en þar hefir ekki áður verið frystur fiskur svo teljandi sé, en veiðin hinsvegar aðallega sólkoli. Þann 30. júní var búið að frysta í Vestmanna- eyjum 142 smál. af sólkola og 18 smál. af rauðsprettu.Munu Vest- mannaeyingar telja frystinguna öruggari en ísfiskssölu, á léleg- um markaði eins og verið hefir í vor. Skipaferðir hafa líka verið frekar óhentugar fyrir ísfisksút- flutninginn frá Vestmannaeyj- um í ár, þar sem Glasgow-ferðir „Esju“ hafa lagzt niður. Síðan 30. júní hefir dragnóta- veiðin verið mjög rýr, og þátt'- taka í veiðunum minnkax nú mjög vegna þess, hve margir bátar búast til síldveiða. Það má því búast við að heildarafl- inn minnki frá því sem var í fyrra, en þá voru frystar um 1350 smálestir af kola. Vestmanna- eyjar bæta þó nokkuð upp heild- armagnið til frystingar, en það kemur aftur fram í minnkandi útflutningi á kassafiski þaðan. Smæstur hefir kolinn verið á Bíldudal og ísafirði, 55% undir 500 kr., en stærstur á Akureyri, 25% undir 500 gr. Stærðarhlutföllin eru á þess- um stöðum yfirleitt sízt lak- ari en í fyrra, og má án efa þakka það nokkuð, að verðið á smákolanum var lækkað í vor, en hækkað verðið á stóra kolan- um. Hafa sjómenn því lagt sig meira eftir að veiða stóra kol- ann nú en áður, og yfirleitt gætir vaxandi skilnings á þeirri nauðsyn að vernda smákolann og lofa honum að vaxa. Fjölgun frystihúsanna og minnkandi veiði valda nú því, að mörg þeirra hafa nú lítið að starfa, og er hætt við að rekst- ursafkoma margra frystihús- anna verði óhagstæð á þessu ári. — tm bæmjh Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11, séra Friðrik Hallgrímsson. — í fríkirkjunni kl. 2, Ragnar Benediktsson cand. theol. predikar. — í Laugarnesskóla kl. 2, séra Garðar Svavarsson. Veitingaskáli við Kleifarvatn. Veitingaskáli, sem tekur allt að hundrað manns, hefir verið byggður og opnaður við Kleifarvatn norðanvert, þar sem veginn þrýtur. Eigendurnir eru tveir Hafnfirðingar, Guðmundur Þ. Magnússon kaupmaður og Kristinn Steingrímsson bifreiðastjóri. í sumar hefir verið afar mikill straumur ferða- manna að Kieifarvatni um helgar, og farið vaxandi. Mikill fjöldi fólks hefir gist þar í tjöldum um helgar og á sunnudögum hafa verið þar hundruö manna. Kvikmyndahúsin. Nýja Bió hefir sýnt þessa viku mjög athyglisverða ameríska mynd: Slíkt tekur enginn með sér. Myndin er góð ádeila á þá menn, sem hugsa eingöngu um peningana, en njóta aldrei sannr- ar lífshamingju. — Gamla Bíó sýnir nú ameríska gleðimynd: Geta þessar varir logið? Myndin er fjörug og vel leikin. Ríkisstjórninni hefir borizt tilkynning um það, að tveir þýzkir kafbátar muni koma hing- að næstk. föstudag og hafa hér við- dvöl í þrjá daga. Ekki er vitað, hversu stórir þessir kafbátar eru. Námskeið í háf jallaíþróttum, hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi, hefst 25. júlí næstkomandi, að tilhlutun hins nýstofnaða félags, Fjallamenn. Námskeið þetta stendur í tæplega hálfsmánaðartíma og verður haldið í Kerlingarfjöllum. Kennari verður hinn þýzki fjallgöngumaður, dr. Rudolph Leutelt, en aðstoðarmenn hans Ludwig Bauer, Þjóðverji, og Guðmund- ur Einarsson frá Miðdal. Banmerkurlið Fram keppir bráðlega víð úrvalslið úr öllum hinum knattspyrnufélögunum, Val, K. R. og Víking. Verða í úrvalsliðinu fimm menn úr Val, fjórir úr K. R. og tveir úr Víking. Kappleikur þessi á að fara fram á mánudagskvöldið. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband Kristín Þórðardóttír, verzlunarmær, og Björn Magnússon, vélstjóri. Heimili brúðhjónanna verður Hellusundi 7. ALLTAF S A M A TÓBAKIÐ I BRISTOL Bankastræti 6. - Sími: 4335. - REYKJAVÍK. Þetta þjóðfræga neftóbak, sem er selt á snyritlegum flöskum, er sent gegn póstkröfu um land allt. Innheimtumenn! Vinnið ötullega að innheimtu jg útbreiðslu Tímans í ykkar sveit. Svarið fljótt bréfum frá nnheimtu blaðsins í Reykjavík, jg gerið skil til hennar svo fljótt ;em möguleikar leyfa. Tíminn er ódýrasta blaðið, sem gefið er út á íslandi. Allir Framsóknar- menn eiga að kaupa, lesa og borga Tímann. Frá baðstað í Paris. Á myndinni sést fólk i sólbaði. Orðsending til Tímamanna. Tíminn biður Tímamenn, hvar sem er á landinu, að senda við og við fréttabréf úr byggðarlög- um sínum. Ekki hvað sízt væri kært að fá slík bréf úr byggð- arlögum, sem annars er sjaldan getið um í fréttaflutningi blaða og útvarps. í öllum slíkum bréfum verður að skýra greinilega og itarlega frá hverju einu, sem um er rit- að, og vanda alla frásögn, svo að hvergi skeiki þar réttu máli né um misskilning geti orðið að ræða, og ókunnugir geti gert sér það skýrt í hugarlund, sem ver- ið er að lýsa. Loks er mjög þýð- ingarmikið, að allar fréttir, sem bréfin herma frá, séu sem allra nýjastar. Hið sama gildir um dánarfregnir og afmælisfregnir, sem eru blaðinu sendar. Minni háttar fréttir, t. d. um samkomur og fundi, félagsaf- mæli og fleira, er lítilsvirði, þegar um langt er liðið, þótt fréttnæmt sé um það leyti, sem það gerist. í slíkum fréttabréfum getur verið gott að miða frásögnina við það, sem gæti orðið öðrum héruðum til fyrirmyndar. 138 William McLeod Ralne: Flóttamaðurinn frá Texas 139 meðvitundina sem snöggvast. Ég hrað- aði mér á burt eins og ég gat. — Ég veit ekki hvort þú lýgur eða segir satt, sagði Oakland hreinskilnis- lega. — En mér finnst þetta hálf ó- trúlegt. — Því þá það? Hvernig gæti staðið á því að ég væri hér kominn með byssu Walsh, ef ég lýgi? — Getur verið, að það sé ekki hans byssa, sagði Flamigan. — Getur verið, að ég hafi grafið staf- ina á byssuna fyrir sex mánuðum, af því að ég hafi búist við að hitta ykkur hér í dag, herrar mínir, sagði Taylor háðslega. — Getur verið, að ég hafi verið hér á vakki vikutíma, til þess að sjá hvort ég gæti ekki stolið öðrum hesti í viðbót. — Þú gætir hafa villzt, sagði Flami- gan áherzlulaust. — Og sólin alltaf á lofti til að segja mér hvað væri suður og hvað norður! Þú verður að geta aftur, lagsmaður. Taylor snéri sér nú að Oakland. — Ég ætla að segja sér það hreint út, Oak- land, að ég hélt að við myndum geta komið okkur saman. Ég hefi sagt þér hvernig stendur á fyrir mér, ég er í klípu eins og ég sagði, og þarf að hola mér einhversstaðar niður, um hríð, þar sem lítið ber á mér. Það er heldur ekki ómögulegt, að þú þurfir einhverntíma á manni eins og mér að halda. — Þú segist vera frá Colorado? Taylor lygndi augunum og það brá fyrir glampa í þeim. — Colorado getur gengið eins og hvað annað, annars gæti ég hafa kom- ið frá tveim eða þrem stöðum. — Með sýslumanninn á hælunum? — Ég hefi heyrt, Oakland, að menn. væru ekki oft spurðir hér um slóðir. — Það fer eftir aðstæðunum. Ég er liklegur til að verða nokkuð nægröng- ull, þegar ég hitti ókunnugan mann á reiðhestinum mínum, og þú getur reiknað með því. — Ég fer nú ekki að rekja neinar harmatölur. Allt sem ég segi, er að ég á eitt eða tvö leyndarmál út af fyrir mig, sem myndu ekki hafa neina þýð- ingu fyrir þig. — Hvernig lítur Steve Walsh út? — Hann er hrokkinhærður strákur, brúneygur og hefir liðlegan skrokk. Ég býst við að stelpurnar segi að hann sé snotur, en ég vil ekki kalla hann það. Ég vil segja að hann væri einn af þessum montnu strákum, sem ekkert sjá nema sjálfa sig. í rödd Taylors brá fyrir illgirni. Það var ekki einungis að hegðun hans hefði breytzt síðustu mínúturnar, heldur hafði Verksmiðjur S. I. S. (Framh. af 1. síðu) Verðlag hjá verksmiðjunum hefir hingað til haldizt því nær óbreytt, þrátt fyrir hækkunina. Þá vék framkvæmdarstjórinn að iðnaði almennt og lét m. a. svo ummælt: — Hér hefir verið gerð nokk- ur grein fyrir iðnaðarfyrirtækj- um samvinnufélaganna, en það er freistandi að verja meiri tíma til að ræða um þau mál. Sam- vinnufélögin eiga enn mjög mik- ið óunnið á þessu sviði. Ýmsar vörur, sem samvinnufélögin verzla með í stórum stíl, eru framleiddar af samkeppnis- mönnum. Hinsvegar ber einnig á það að líta, hvort iðnaðurinn hér á landi er ekki að komast út i öfgar. Þess eru dæmi, að efni í iðnaðarvörur, sem þó kostar talsvert að framleiða, hefir verið eins dýrt og samskonar vörur hafa kostað fullgerðar frá útlöndum. Að sumu leyti hefir þetta e. t. v. stafað af óhæfilegri álagningu (veiðarfæri), sem sumpart hefir vexið ráðin bót á og sem hægt er að ráða bót á, en að sumu leyti stafar þetta af því, að smáiðnaðarfyrirtækin hér á landi ná aldrei eins hagfelldum innkaupum, eins og stór-fyrir- tæki í öðrum löndum. T. d. skal þess getið, að S. í. S. kaupir viss- ar vörur til skóiðnaðarins með aðstoð all-stórrar erlendrar skóverksmiðju og fær því þess- ar efnivörur til muna ódýrari heldur en var, á meðan það | keypti þær upp á eigin spýtur. Annað atriði í sambandi við 1 iðnaðarmál okkar, sem varla hefir verið athugað sem skyldi, er sú breyting eða straumhvörf í fjármálalífi þjóðarinnar og í viðskiptunum við útlönd, sem af því leiðir, að margir menn, sem áður unnu að þvl að fram- leiða útflutningsverðmæti af landi og sjó, eru nú farnir að lifa á því að búa til skyrtur og axlabönd hver handa öðrum. Tvo síðastliðna áratugi höfum við íslendingar tekið hvert stór- lánið eftir annað í útlöndum. Þessar lántökur eru byggðar á því, að við framleiðum mikið af útflutningsverðmætum. Dragi til muna úr framleiðslunni eða hún breytist mjög hröðum skref- um úr stórframleiðslu til út- flutnings í smáiðnað og handa- vinnudútl til eigin þarfa, er hætt við að okkur verði örðugt að borga hinar erlendu skuldir. — Miklar umræður urðu um þetta mál á fundinum og voru samþykktar nokkrar tillögur, sem áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu og nánar verða ræddar síðar. Sígurður Ólason & Egíll Sígurgeírsson Málflutningsskrifstofa Austurstrœti 3. Sími 1712. “~“<>“<>“GAMLA EÍÓ* Geta pessar varir logíd? Framúrskarandi fjörug og óvenjulega efnisgóð ame- rísk gamanmynd. Aðalhlutv. leika: CAROLE LOMBARD, FRED MCMURRAY og JOHN BARRYMORE. NÝJA BÍÓ" Slíkt tekur engin með sér. Amerísk stórmynd frá Col- umbia film. Snilldarvel samin og ágætlega leikin af sjö frægum leikurum: LIONAL BARRYMORE, JEAN ARTHUR, JAMES STEWARD, EDWARD ARNOLD, MISCHA AUER, ANN MILLER, DONALD MEEK. Sjáið þessa mynd, hún veitir óvenjulega góða og eftirminnilega skemmtun. Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. IViðursuðuverksmiðja. — Bjúgnagerð. Reykhús. — Frystihús. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútíma- kröfum. Egg frú Eggjasölusamlagi Reykjavíkur. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. VlOtækjirafiuiur ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. SONNENCHEIN. Bændaför Búnaðarsam bands Dala og Snæ- fellsnessýslu (Framh. af 3. síðu) prýðilegasta erindi. Þar voru og fleiri ræður fluttar. Er að Laugarvatni kom, til- kynnti fararstjóri, að allar kon- ur skyldu ganga til herbergja, sem þeim væri búið í öðrum enda skólans, en karlmenn í aðra staði, því að svo væri til ætlazt að hjón yrðu aðskilin þessa nótt!Að þessu hentu menn gaman nokkurt, þar á meðal Guðmundur Tindaskáld frá Stykkishólmi, og sagði undir borðum: Hér er stefnu- skrítin skrá, — skapið held ég batni. Eina konu enginn má eiga á Laugarvatni. Eftir að menn höfðu matazt var gengið um gróðrarstöð Ragnars undir leiðsögn hans. Er þar sönn fyrirmynd um allan frágang og hirðingu blóma og matjurta. Skýrði hann fyrir mönnum allt með stakri alúð og prýði. Það er sannarlega holl og góð hugvekja að vera með Ragnari í hinum fagra ald- ingarði hans. Það var komið langt fram yfir miðnætti, er við vorum að reika þarna um með Ragnari og konu hans, og voru þau eins sæl og glöð og sagt er um fyrstu foreldra okkar í ald- ingarði þeirra. Framhald. Kopar keyptur í Landssmiðjunni. I Nú hlakka ég til að fá kaffi- sopa með Freyjukaffibætis- dufti, því þá veit ég að kaff- ið hressir mig Hafið þér athugað það, að Freyju-kaffibætisduft inni- heldur ekkert vatn, og er því 15% ódýrara en kaffi- bætir í stöngum REYNIÐ FREYJU-DUFT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.