Tíminn - 27.07.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.07.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMADVR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFVR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AVGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Keykjavík, fímmtiulagmii 27. Júlí 1939 86. blað Athugun á mjólkurstöð- inni í R.vík Víðftal við próf. Kjær- gaard-Jensen Á meðal hinna mörgu er- lendu gesta, sem þessa dag- ana dvelja hér í Reykjavík, er Próf. N. Kjærgaard-Jen- sen frá Kaupmannahöfn á- samt þeim Erik V. Lind byggingarmeistara frá Skive og E. Telvad véla- verkfræðingi frá Horsens í Danmörku. Tíminn náSi tali af próf. Kjærgaard-Jensen i gær. Hann er maður miðaldra, dökkhærður, gáfulegur, aðlaðandi og blátt áfram, með einkenni góðs vís- indamanns, sem hann líka er. Próf. N. Kjærgaard-Jensen er fremsti sérfræðingur Dana í mjólkurmálum. Hann er for- maður fyrir tilraunamjólkur- búi danska ríkisins og prófess- or við danska landbúnaðarhá- skólann. Hann varð kandidat 1910, kennari við mjólkur- og landbúnaðarskólann í Dalum Próf. Kjcergaard-Jensen um 12 ára skeið og 4 síðustu árin skólastjóri þar. Prófessor við Landbúnaðarháskólann varð hann 1933, og 1935 var honum falin forstaða tilraunamjólkur- bús Dana í Hilleröd eins og áð- ur er getið. „Hver er tilgangurinn með för yðar hingað til íslands?" spyr blaðamaður próf. Kjær- gaard-Jensen. „Ég er kominn hingað sam- kvæmt tilmælum Mjólkursölu- nefndarinnar til þess að skoða mjólkurvinnslustöðina hér í Rvík og gefa álit um hvort hentugra þætti að endurbæta hana frá því sem nú er, eða byggja nýja mjólkurvinnslustöð á nýjum stað í bænum. Með mér er hér á ferðinni í sömu erind- um E. V. Lind frá Skive, sem er einn af allra mikilhæfustu og reyndustu byggingarmeisturum vorum á þessu sviði og sá þeirra, rsem byggt hefir langflest af .mjólkurbúum vorum“. „Hvert er álit yðar um þetta efni?“ „Álit okkar er í undirbúningi og munum vér að sjálfsögðu .leggja það fyrir Mjólkursölu- nefnd, jafnskjótt og vér höfum lokið því, ásamt tillögum okkar um hversu framkvæmdir skulu hafnar.“ „Hvernig eru tímarnir nú fyr- ir danskan landbúnað?" „Þeir eru ekki sérlega góðir nú sem stendur,“ segir prófess- orinn, „því að mjólkurverðið er of lágt, samanborið við fram- leiðslukostnað bændanna. Mjólkurverð hjá oss er að mestu leyti háð söluverði smjörs á heimsmarkaðinum, þar sem um 90% mjólkurframleiðslunnar fer (Framh. á 4. síðu) Frá Versölum til Miinchen Úr ræðu Mowinckels Mynd þessi var tekin, þegar nýja „Esja“ hljóp smíðastöðinni í Áldborg. af stokkunum í skipa- Ályktanír íulltrúaíundar norrænu félaganna Ræða Mowinekels mmi Geysi, viðkyiiningti ts- lendinga af konungum og norræna santvinnu. Fulltrúafundi norrænu félag- anna lauk síðdegis i fyrradag. Þá um kvöldið hélt skipstjórinn á „Stavangerfjord" veizlu fyrir fulltrúana og var boðið nokkr- um gestum úr landi. í gær hélt rikisstjórnin árdegisveizlu fyrir þá á Hótel Borg og var þangað boðið ýmsum embættismönnum og nokkrum þekktum mönnum af Norðurlöndum, er nú dvelja hér. Meðal ræðumanna þar voru Hermann Jónasson forsætisráð- hera og Stauning forsætisráð- herra. í veizlunni um borð í „Stav- angerfjord' hélt Mowinckel fyrv. forsætisráðherra rnjög snjalla ræðu. Hann sagði m. a., að Geysir væri að sínum dómi ímynd hinnar íslenzku þjóðar- sálar. Hann hefði oft tekið illa á móti konungum. Þótt látin hefðu verið í hann 200 kg. af sápu hefði hann ekki viljað sýna þeim neina vinsemd. Viðkynn- ing íslenzku þjóðarinnar af konungum hefði líka verið með þeim hætti, að hún hefði lítið lán fært þjóðinni. Slík viðkynn- ing hefði m. a. leitt af sér, að ísland hefði glatað sjálfstæði sínu. Geysir hefði einnig gosið litlu gosi, þegar fulltrúar nor- rænu félaganna hefðu heim- sótt hann á dögunum. Geysir hefði litið svo á, að norrænu fé- lögin verðskulduðu ekki meira gos að sinni, því þau hefðu enn ekki unnið íslandi eins mikið gagn og skyldi. Hvatti hann hina erlendu fulltrúa síðan til að treysta vinarböndin milli ís- lands og hinna Norðurlanda- þjóðanna og láta það samstarf (Framh. á 4. síðu) J, L. Mowinckel, fyrv. forsæt- is- og utanríkisráðherra Norð- manna og form. norska vinstri flokksins, flutti mjög merkilegt erindi í Iðnó í gær um þróun alþjóðamála frá 1918 til 1938. Stóð það í tvær klukkustundir og var hið fróðlegasta, enda er Mowinckel þessum málum gagn- kunnugur, því hann hefir lengi verið fulltrúi Norðmanna á fundum Þjóðabandalagsins í Genf og jafnan látið utanríkis- málin til sín taka. Erindi þetta, sem hann nefndi: Frá Versölum til Múnchen, flutti hann upp- haflega á fundi stúdentafélags- ins í Bergen á síðastl. hausti og vakti það þá mikla athygli í norskum blöðum. í stuttu máli verður ekki hægt að gera grein fyrir nema örfáum atriðum í þessu merkilega erindi. Mowinckel vék fyrst að Ver- salasamningunum og taldi, að þeir hefðu á margan hátt bætt úr því ástandi, sem var fyrir heimsstyrjöldina. Nefndi hann það t. d., að bæði Pólverjar og Tékkar hefðu fengið sjálfstæði sitt, en þeir hefðu verið undirok- aðir áður. Sá galli hefði samt verið á samningunum, að i mörgum löndum hefðu haldið á- fram að vera þjóðarbrot, sem beitt hefðu verið ýmsum rang- indum af aðalþjóðinni. Taldi hann m. a. að Pólverjar og Tékk- ar hefðu ekki farið eins vel með húsbóndarétt sinn í þessum efn- um og æskilegt hefði verið, og hefðu stöðugt verið að berast um það klögumál til Þjóða- bandalagsins. Sérstakir örðug- leikar hefðu líka fylgt þessu, þegar Þjóðverjar hefðu átt í hlut, því vitanlegt var, að þeim myndi falla þungt að vera orðnir minnimáttar, þar sem þeir hefðu ráðið öllu áður, og auk þess væru þeir svo dugmikill þjóðflokkur, að þeir létu ekki beygja sig. Mowinckel taldi það þó ekki nema að nokkru leyti Versala- samningunum að kenna, að nú væri komið í það óefni, sem raun bæri vitni. Aðalorsök þess væri sú, að sigurvegararnir í heims- styrjöldinni — og þá einkum Frakkar — hefðu sýnt hinum sigruðu of lítinn skilning og merki um sáttfýsi næstu árin á eftir. Þetta hefði komið fram í Mowinckel A. Hj úkr unarkvennamótið. kjallarinn á Akureyri. - - Hetjuverðlaun Carnegiesjóðsins. Sænskur karlakór kemur hingað. Kartöflu- Síldveiðin. Norræna hjúkrunarkvennamótinu lýkur í kvöld um borð í „Stavanger- fjord“ á Akureyri. Verður þá m. a. ákveðið, hvar næsta mót verður haldið. Aðalumræður mótsins fóru fram á þriðjudaginn. Var þá m. a. rætt um þessi mál: Menntun hjúkrunarkvenna, heilsuvernd og hjúkrunarnám, starf- svið hjúkrunarkonunnar sem heimilis- ráðunauts, barnaheimili og hjúkrunar- konur, sjúkrahjúkrun og þarfir sjúk- linga, mataræði í sjúkrahúsum og samvinnu norrænna hjúkrunarkvenna. Héðan fóru hjúkrunarkonurnar til Akureyrar í þremur hópum. Fyrsti hópurinn lagði af stað landleiðis í gær og ætlaði að gista á Reykjum og Blönduósi; annar þeirra fór með „Stavangerfjord" í gærkveldi, og sá þriðji fór landleiðis í morgun. Frá Akureyri fer „Stavangerfjord" um mið- nætti í nótt áleiðis til Oslo. t t t Carnegiesjóðurinn hefir á þessu ári veitt sex íslendingum 1700 kr. í hetju- verðlaun. Eru það þessir menn: Magnús Árnason smiður á Grund í Hrafnagilshreppi fékk 300 kr. fyrir að hafa bjargað manni, sem farið hafði niður um ís með hest og sleða. Jón Sigurðsson vinnumaður á Hlíðarenda í Bárðardal fékk 200 kr. fyrir að bjarga gömlum manni, sem hafði losnað við hest sinn í vatnsmikilli á, og var straumurinn að bera hann burtu, þegar Jón hljóp á bak ósöðluð- um hesti, reið út í ána og náði hon- um. Ólafur Tómasson háseti og Odd- ur Oddson vélstjóri, báðir á Gullfossi, fengu 300 kr. fyrir að hafa kastað sér útbyrðis til að bjarga manni, sem fallið hafði útbyrðis, er skipið var í rúmsjó á leið frá Leith til Vestmanna- eyja. Páll Ásgeir Tryggvason, Hávalla- götu 9 í Reykjavík, 10 ára gamall, hlaut 300 kr. fyrir að bjarga dreng, sem hafði hvolft kajak undir sér. Frið- rik Ottóson, sendisveinn á ísafirði, 17 ára gamall, hlaut 300 kr. fyrir að hafa bjargað sex ára gömlum dreng, sem fallið hafði milli skips og bryggju á ísafirði. Fyrir tveimur árum réðist Akur- eyrarbær í þá merkilegu framkvæmd, að láta byggja kartöflukjallara, þar sem geymt er útsæði og kartöflur, að- allega til sumarsins. Kjallarinn er 12% x 8% m. að stærð, hólfaður í þrennt, og tekur um 600 tn. Kartöfl- urnar eru geymdar í rimlaskúffum, sem taka 100 kg. og 150 kg. hver og er tvöföld röð af skúffum undir hverri hlið. Þegar tekið er úr innri skúffunni er fremri skúffunni ekið til hliðar á ganginum á þar til gerðum litlum vagni. Kartöflukjallarinn er grafinn inn í brekku og er hann þakinn af grasigrónum jarðvegi. Þak og veggir eru asfaltaðir að utan til rakavarnar. Tveimur rafknúðum loftdælum er komið fyrir við dyr kjallarans. Hefir framkvæmd þessi mælst vel fyrir á Akureyri og mætti hún vera öðrum kaupstöðum og kauptúnum til fyrir- myndar. Auk þessa hefir Akureyrar- bær látið brjóta og girða um 7 ha. af landi til garðræktar handa bæjarbú- um og rækta nú rúm 200 manns kartöflur í þessu landi handa heimil- um sínum. r r r Karlakór K. F. U. M. í Stokkhólmi er væntanlegur hingað 4. næsta mán- aðar með skemmtiferðaskipinu „Drottningholm“. í kórnum eru 70 manns. Hann er nokkuð þekktur í Svíþjóð. Þekktur sænskur fiðlusnill- ingur, Sven Karpe, er með kórnum og mun leika nokkur lög. Meðal annars ætlar kórinn að syngja hér lag Páls ísólfssonar „Brennið þið vitar“. r r r Sama og engin síldveiði hefir verið síðan fyrir helgi. Um helgina hömluðu kuldar veiðum, síðan glaðnaði heldur til, en í gær hindraði þoka veiðarnar Eru horfur fyrir að sumar síldar- verksmiðjurnar verði að stöðvast um stund, sökum þess að þær fá ekki síld til vinnslu. skaðabótamálunum, innrásinni í Ruhrhéruðin o. s. frv. Með þessu hefðu sigurvegararnir gert Þjóð- verjum örðugra að gleyma ó- sigrinum og haldið hefndarhvöt- inni vakandi. Mowinckel rakti þessu næst friðarstarf áranna 1924—29, þeg- ar sigurvegararnir hefðu byrj- að að reyna að bæta fyrir þessa yfirsjón sína, Locarno-sáttmál- inn og Kelloggsáttmálinn hefðu verið gerðir, Þýzkaland gengið í Þjóðabandalagið o. s. frv. Aðal- menn þessa timabils hefðu verið Stresemann, Briand og Austen Chamberlain. Ræðumaður lauk frásögninni um þetta tímabil með því að skýra frá því, að hann hefði ver- ið staddur á Þjóðabandalags- fundi í Genf í september 1930, þegar Hitler vann fyrsta störa kosningasigur sinn. Briand hefði orðið mjög hnugginn, er hann frétti um úrslitin og látið orð falla á þá leið, að lífsstarf sitt myndi eyðilagt. Hann virðist hafa reynzt sannspár. Briand lézt nokkru seinna. Stresemann var látinn áður, en Austen Chamberlain lifði það, að sjá verk þeirra þremenninganna lögð í rústir. Mowinckel rakti síðan ítarlega viðburði tveggja síðustu ára og mátti glöggt heyra, að hann taldi vesturríkin, England og Frakk- iand, eiga mikla sök á því, hvernig farið hefði. í janúar 1938 hefði Hitler haldið mikla ræðu og ráðizt harðlega á Anthony Eden, utanríkismálaráðherra Breta. Skömmu seinna hefði Eden veriö látinn fara úr stjórn- inni og hefði sá atburður orðið með þeim hætti, að augljós var sá vilji Chamberlains, að slaka til við Ítalíu og Þýzkaland. Nokkrum dögum eftir brottför Edens úr stjórninni; hefði Hitler líka innlimað Austurríki í Þýzka- land. Ræðumaður sagðist ekki vera í neinum vafa um það, að hefði atkvæðagreiðslan farið fram áður í Austurríki um samn eininguna, hefði mikill meiri- hluti orðið á móti henni. Mowinckel dvaldi lengi við Tékkoslóvakíumálin. Hann taldi, að það hefði verið rangt af Chamberlain, að fara á fund Hitlers og hefði það stafað af því, að hann hefði ekki þekkt þýzkan hugsunarhátt, og litið um of á alþjóðamálin með aug- um kaupsýslumannsins. Flug- ferðir Chamberlains hefðu sýnt Hitler vilja ensku stjórnarinnar til undanhalds og tilslökunar og hefðu því hert hann i áformum hans. Mowinckel sagði, að Chamber lain hefði látið svo um mælt þegar hann kom heim frá Mún- chen, að „friður væri tryggður um vora daga“. Innrás Þjóðverja í Tékkoslóvakíu í marz síðastl. hinn mikli vígbúnaður og vax- andi viðsjár stórveldanna, hefðu sýnt, að þessi orð voru töluö af helzt til mikilli bjartsýni. Ræðumaður vék að seinustu að (Framh. á 4. síðu) Á víðavangi Þeir munu vafalaust nokkuð margir, sem telja að engin stétt eigi erfiðara með samvinnu en blaðamennirnir. í blöðunum eru þeir sjaldnast á sama máli, bera iðulega þungar sakir hver á annan. Raunin er þó sú, aö erlendis hafa blaðamenn öflug samtök, sem eru öðrum stéttum til fyrirmyndar. Hér heima hefir slík samvinna verið reynd nokkrum sinnum, en sjaldnast haldizt til lengdar. Fyrir nokkru síðan var efnt til nýs blaðamannafélags og fyrsti verulegi árangur þess er heimboð til danskra blaða- manna. * ý * Boð þetta hefir verið þegið og munu 10 danskir blaðamenn koma hingað um miðjan ágúst og dvelja hér í 12 daga. Þennan tíma munu þeir nota til að ferð- ast um landið og kynnast því, mönnum og málefnum eins og tími vinnst til. Blaðamannafé- lagið mun kosta ferðalög þeirra og dvöl hér. Hafa ýms fyrirtæki og stofnanir veitt því aðstoð sína og gert því kleift að standast iann kostnað, sem af þessu leið- ir. M. a. munu blaðamennirnir fara til Siglufjarðar, Akureyrar, Mývatnssveitar, Þingvalla o. s. frv. Þeir verða frá stærstu dag- blöðum Kaupmannahafnar og fréttastofum blaðanna utan Kaupmannahafnar. * * * Til þess er ætlazt að Blaða- mannafélagið haldi þessum heimboðum áfram og bjóði áx- lega tilteknum fjölda blaða- manna frá ákveðnu landi. Munu Norðurlöndin verða fyrst fyrir valinu. Ætlunin er að gefa helztu stórblöðum og fréttastofum þannig kost þess, að hafa á að skipa manni, sem hefir komið hingað og hefir því sæmilega lekkingu á landi og þjóðarhög- um. Slíkt ætti að geta orðið okkur til verulegs gagns og unn- ið gegn ýmsum missögnum og fákunnáttu um ísland erlendis. Það er víst, að fátt gæti gert okkur meiri greiða meðal er- lendra þjóða en góður skilningur og velviljaðar frásagnir blað- anna um hagi okkar og afkomu. Blaðamannaféiagið hefir því vissulega tekið sér þarflegt verk fyrir hendur og má vænta þess, að margir vilji verða til að stuðla að því, að félaginu takist 9,ð leysa þetta kynningaTstarf fyrir þjóðina vel af hendi. * * * Auk þessa hefir Blaðamanna- félagið beitt sér fyrir ýmsum sérmálum félaga sinna og feng- iö nokkuru framgegnt. Verði haldið þannig áfram, má festa verulegar vonlr við starfsemi þess. Það væri óneitanlega skemmtilegt að hugsa til þess, að blaðamenn gætu með sam- tökum sínum komið því til leið- ar, að blöðin gættu meira hófs í orðbragði og ýktum frásögnum um andstæðingana en nú á sér oft stað. En því má ekki gleyma, að blaðamennirnir eiga í þeim efnum eina stóra afsökun. Merkur maður hefir sagt, að íslendingum þætti meira varið í laglega skrifaða skammagrein en nokkurri annari þjóð. Þau ummæli eru líka höfð eftir harðskeyttum sjálfstæðismanni, að hann hafi sagt eitt sinn, þeg- ar engin ádeilugrein var í Morg- unblaðinu: Engin grein í Mogga! Almenningur ætti því ekki að dæma blaöamennina of hart fyrir skammagreinarnar meðan mjög stór hluti hans dýrkar þær í raun og veru. Umbæturnar í þessum efnum verða að koma jöfnum höndum frá almenn- ingsálitinu og blaðamönnunum. Vesturfarir Á öðrum stað í blaðinu í dag birtist hin ágæta ræða, sem Jakob Kristinsson fræðslumála- stjóri flutti á fyrsta Vestmanna- deginum á Þingvöllum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.