Tíminn - 03.08.1939, Blaðsíða 2
354
IÍMEVN, fimmtiidagiim 3. ágást 1939
89. blað
‘gumirm
Fímmtudaginn 3. ágúst
Hinn yaxandi
hradi
Umbætur
Ræða Guðbrands Magmissonar, flutt á flng>
deginum á Sandskeiði 30. f. m.
á barnafræðshmní
Á seinustu árum hefir ríkið
aukið stórlega framlög til
kennslumála, ekki sízt til barna-
fræðslunnar. Þegar miðað er við
fólksfjölda mun sennilega ekk-
ert ríki leggja fram hlutfalls-
lega eins mikið fé til barna-
fræðslunnar og ísland.
Þeir munu fáir, sem ekki við-
urkenna nauðsyn þess, að upp-
eldismálum sé sýnd sem mest
rækt, enda má með sanni segja,
að framtíð þjóðanna byggist að
verulegu leyti á uppeldinu. Mik-
il opinber framlög til uppeldis-
mála þykja yfirleitt merki þess,
að hlutaðeigandi þjóð standi
framarlega í menningarlegum
efnum.
Þetta einkenni er þó vitan-
lega ekki alveg einhlítt. Það er
hægt að fara illa með fjármuni
á þessu sviði eins og öðrum.
Því verður heldur ekki neitað,
að framfarir og umbætur á sviði
íslenzku barnafræðslunnar sein-
ustu árin, standa ekki í hlut-
falli við vaxandi opinber fram-
lög til hennar, enda þótt margt
hafi verið vel gert.
Það — eins og allt annað —
stendur til bóta.
Við setningu uppeldismála-
þingsins í vor minntist Her-
mann Jónasson forsætisráð-
herra mjög rækilega á þær um-
bætur, sem nauðsynlegastax
væru á sviði barnafræðslunnar.
Þær væru aukið verklegt nám,
aukin íþróttakennsla og aukin
kennsla um reglusemi og þær
skyldur, sem lífið legði einstakl-
ingunum á herðar.
„Aukning hins verklega náms
í barnaskólunum“, sagði ráð-
herrann, „verður að koma og
þolir ekki bið. Við, sem fengum
aðeins nokkurra vikna tilsögn
undir fermingu, vitum vel, hvað
vinnan var okkur, hvílíkur skóli
hún var og undirbúningur und-
ir baráttu lífsins. Þegar börn
stunda nám sitt í skólunum
slitnar þráðurinn milli námsins
og vinnunnar. Þess vegna þurfa
skólarnir, jafnhliða bóknám-
inu, að vera fyrirmyndar verk-
náms- og vinnustöðvar barn-
anna. Á vorin á að kenna börn-
um, þegar þau hafa náð vissum
aldri, garðrækt, trjárækt og
hverskonar ræktun. Ég held að
langt innisetunám barna yfir
bókum, sé okkur blátt áfram
hættulegt. Frá mínu sjónarmiði,
er það brot á öllum skynsamleg-
um vinnuaðferðum, að haga
uppeldinu þannig. Land okkar
hefir ekki efni á því, að eiga
nema tiltölulega lítið af gróð-
urhúsajurtum. Hvers vegna
skyldum við ekki fyrst og fremst
kenna börnunum að vinna,
kenna þeim virðingu fyrir vinn-
unni, við, sem iifum í landi, þar
sem aðallífsbjörgin er sótt í
hafið og moldina, sem hvort-
tveggja krefst þess, að oft sé
mikið á sig lagt.“
Um íþróttakennsluna fórust
ráðherranum m. a. þannig orð:
„Nú, á tímum þægindanna og
linkunar, eru íþróttirnar tvö-
föld nauðsyn í uppeldismálun-
um. Við megum ekki gleyma
því, að við búum í harðbýlu'
landi, og að við getum aldrei
lifað hér sem sjálfstæð og
hamingjusöm þjóð, án þess að
landið eigi mikið af harðgerðum
og þróttmiklum sonum og dætr-
um. Góðar íþróttir auka létt-
leika og lífsgleði, herða börnin
líkamlega, örva þor, drenglyndi
og einurð. Þær temja mönnum
reglusemi og vinna gegn óreglu.“
Ráðherrann minntist að lok-
um á það verkefni skólanna, að
vinna gegn nautn eiturlyfja,
hverskonar óreglu og áhuga-
leysi einstaklinganna • fyrir
skyldum sínum, bæði við sjálfa
sig og þjóðfélagið. Kennsluna
um þessi efni þyrfti að auka til
muna og vinna á þann hátt,
jafnhliða verklega náminu og
íþróttum, að auknum starfsá-
huga barnsins, en það væri ein-
mitt starfsáhuginn, sem marga
æskumenn vantaði. „Það er
kannske stærsti þátturinn í
starfi kennarans, sem veitir
barninu margskonar þekkingu",
Háttvirtu áheyrendur!
Við veginn, sem við flest kom-
um hingað, skammt fyrir ofan
Lögberg, stendur stór steinn með
ártalinu 1887.
Ártal þetta táknar, að það ár,
eða fyrir 52 árum, var þangað
komið fyrstu akbrautinni, sem
lögð var hér á landi.
Tryggvi heitinn Gunnarsson
hafði nokkuru áður byggt og
gefið fyrstu brúna, sem komið
var yfir stórá á íslandi. Það var
brúin á Eyvindará á Fljótsdals-
héraði. En Ölfusárbrúin var
fyrsta stórbrúin, sem landið
sjálft lét byggja fyrir ötula for-
göngu þessa sama manns, og
með eigi lítilli fjárhagshættu
fyrir hann sjálfan, þar eð
sagði ráðherrann, „að fá hjart-
að til þess að slá með í því, sem
það tekur sér fyrir hendur. Þar
munu hollar íþróttir, verklegt
nám, tamning í reglusemi,
vakinn skilningur barnsins á
skyldum sínum, reynast vel og
áorka miklu um úrslitin, hvort
það tekst eða mistekst, að skapa
hjá barninu heilbrigðan starfs-
áhuga, þetta undirstöðuatriði
alls annars.“
Flestir þeir, sem kynna sér
þessi mál, munu áreiðanlega
fallast á þessar skoðanir ráð-
herrans. Slíkar breytingar og
umbætur á barnafræðslunni
munu að vísu draga talsvert úr
hinni miklu bóklegu kennslu,
sem nú er, en um það er ekkert
að sakast. Skólarnir eiga ekki að
rækta gróðurhúsajurtir, heldur
jurtir, sem henta íslenzkum
jarðvegi og aðstæðum.
Til þess að slíkar breytingar
nái fótfestu og komi að fyllstu
notum, er það eitt undirstöðu-
atriðið, að breyta menntun
kennaranna á þann hátt, að hún
fullnægi hinum nýju kröfum.
Forsætisráðherra hefir fyrir
nokkru skipað nefnd, sem ætlað
er að gera tillögur um þessar og
aðrar gagnlegar umbætur á
barnafræðslunni.
íslendingar geta hælt sér af
því, að þeir verja hlutfallslega
meira fé til barnafræðslu en
nokkur önnur þjóð. En þeir
þurfa líka að geta hrósað sér af
því, að hún fullnægi þeim kröf-
um, sem til hennar eru gerðar,
og að því er stefnt með þessum
fyrirhuguðu breytingum.
danski ráðherrann, sem þá réði
málum íslands, féllst því aðeins
á framkvæmdina, að Tryggvi
tæki að sér að koma brúnni upp
fyrir áætlunaríjárhæðina.
Engin tök voru á því að koma
efninu í brúna eftir hinni nýju
akbraut frá Reykjavík. Sjálfur
átti höfuðstaðurinn þá við hafn-
leysu að búa. Hengibrúin á Öl-
fusá var smíðuð í Englandi, flutt
að sumarlagi upp á Eyrarbakka,
og beið þar eftir ísalögum. En
var síðan dregin yfir vegleysur
á sleðum, og aðallega af mönn-
um, því tæki til aksturs voru
þá mjög sjaldgæf og ófullkom-
in hér á landi.
í harðneskjulegum átökum af
hendi danskrar selstöðuverzlun-
ar, þegar freistað skyldi að
svelta fyrsta íslenzka kaupfé-
lagið í hel, kom fátækur þing-
eyskur bóndi, Snorri Oddsson að
nafni, fram með þá stórbrotnu
hugmynd, að vöruskipi yrði
siglt norður fyrir land um há-
vetur, en þetta hafði aldrei átt
sér stað, og almenningur þá
vísast talið þetta ótiltækilegt.
Á haustnóttum, með síðasta
skipi, sendi kaupfélagsstjórnin
Louis Zöllner lánardrottni sín-
um ósk um að útvega skipið og
leggja til vörur í það. Otto Wat-
hne, merkur Norðmáður, sem
síðar nam hér land, lagði til
skipið, en Tönnes bróðir hans
sigldi því heilu til hafnar á
Húsavík laugardaginn fyrir
pálmasunnudag' árið 1887, og
hafði þó mætt miklum hafís
þegar fyrir Austurlandi.
Kerran kom ekki til sögunnar
fyr en nokkru á eftir stjórnar-
skránni, sem Kristján konung-
ur færði þjóðinni á þúsund ára
hátíðinni 1874. En fyrsti hreyf-
ill í íslenzkan fiskibát 1902. Sæ-
síminn 1906 og útvarpið 1930.
Og glæsilegastur farkostur í
byrjun aldarinnar á landi voru
póstvagnar Hans pósts! Með
þeim tók ferðin tvo daga frá
Reykjavík til Ægissíðu. Þetta
voru fjaðrakerrur með setbekkj-
um, en tjaldað yfir með tjald-
dúk, ef úrfelli var, og drógu
tveir hestar hvern vagn. Dag-
leið þessara farartækja var þar
að meðaltali 45 km.
En árið 1913 eiga sér stað
tveir stórviðburðir í íslenzkum
samgöngumálum. Þá leggja þrír
menn vestur í Ameríku, prestur,
prentari og kaupmaður, fram fé
Avarp Slaiiiiíii$*s
til ísl. þjóðarinnar
Hér fer á eftir ávarp það til
íslenzku þjóðarinnar, sem Th.
Stauning forsætisráðherra
Dana flutti í útvarpið á
sunnudagskvöldið, í orðréttri
íslenzkri þýðingu:
„Ég hefi með ánægju þegið
það boð, að ávarpa íslenzku þjóð-
ina á þessum vettvangi. Ég er
útlendingur, en ég kem sem vin-
ur og aðdáandi þessa stórkost-
lega, sérkennilega lands.
Fjórum sinum hefi ég komið
hingað, knúin af lönguninni til
að sjá landið og hina elskulegu
íbúa þess. Nú er það sennilega í
síðasta sinn, því að árin líða, og
ég lít með ánægju yfir það starf,
sem unnið hefir verið, einnig í
sambúðinni við ísland. Ég skil
stolt íslenzku þjóðarinnar yfir
því, sem hér hefir verið afrekað,
síðan hún fékk það sjálfstæði,
sem var árangurinn af samning-
unum 1918. Með sjálfstæðinu og
sjálfsákvörðunarréttinum hefir
þróazt hér ábyrgðartilfinning
gagnvart landi og þjóð, sem hef-
ir komið fram á hinn fallegasta
hátt, og ég hefi hina mestu á-
nægju af því að sjá í hvert skipti,
hvernig allt vex á íslandi. Að sjá
gróandann i hinu merkilega at-
vinnulífi, sem er að skapast, og
sjá, hvernig náttúruöflin og
náttúruverðmætin eru tekin til
afnota í þróun landsins og lífi
þjóðarinnar.
í meira en 500 ár var ísland í
sambandi við Danmörku. Um
langt skeið ásamt Noregi, undir
stjórn Danakonungs, og að svo
miklu leyti, sem hægt er að sjá
á sögunni, hafa verið slæmir
timar á þessum árum, fyrir ís-
land eins og fyrir aðra, já, eins
og líka fyrir alla alþýðu manna
á meðal dönsku þjóðarinnar.
Hin gamla sjálfstæðistilfinn-
ing, sem var ríkjandi meðal ís-
lendinga, varðveittist í aldanna
rás og var enn við líði á þessari
öld, þegar nýjar hugsanir og ný-
ir starfshættir tóku að ryðja sér
til rúms á sviði stjórnmálalífsins.
Menntun og pólitísk menning
fyrir fyrstu bifreiðinni, sem að
gagni varð hér á landi, og réðu
jafnframt bílstjóra til þess að
stjórna henni. Og sama árið var
hafin smíði á fyrstu skipum
Eimskipafélags íslands.
Þjóðleiðin frá Reykjavík til
Akureyrar var farin lausríðandi
á sex dögum. Nú fara bifreiðar
þessa sömu leið ýmist á einum
eða tveimur dögum.
Hversvegna eru þetta mikils-
verðar framfarir?
Vegna þess að tíminn er pen-
ingar!
Breytingin, sem orðin er á
heiminum á síðustu áratugum,
lýsir sér hvergi greinilegar en
í hraðanum! Allar þjóðir kepp-
ast um að fá sem mestu orkað
á sem skemmstum tíma. Og
vissulega er þá ekki lögð minnst
áherzlan á hraðann í samgöng-
unum.
Og nú erum við að gera okkur
vonir um að flugvélin eigi eftir
að verða að hlutfallslega jafn-
miklu liði í íslenzkum sam-
göngum, eins og bíllinn hefir
orðið.
Flugvélin leikur sér að því að
fara hinar gömlu sex dagleiðir
reiðhestsins á 2—3 klukku-
stundum.
í rekstri er hún ótrúlega ódýr,
og ekki slítur hún vegunum.
Hér á vellinum eru tvær litl-
ar landflugvélar, sem að vísu
flytja aðeins tvo menn í senn.
Önnur þessara flugvéla
eyddi aðeins eldsneyti fyrir 60
—70 krónur í fluginu kringum
land síðastliðið haust!
Við trúum því, að með var-
færni, og með því að sníða okk-
ur stakk eftir vexti, þá verði
beinn hagur að því, einnig fyrir
okkur, að taka þetta dásamlega
samgöngutæki í okkar þjónustu,
samhliða vonum þeim, sem
menn gera sér um flugvélina
sem samgöngutæki, er hér
einnig á ferð ný og merkileg í-
þrótt, tvígild íþrótt, eins og
svifflugið hefir verið kallað,
vegna þess, að það er hvoru-
tveggja í senn ágætt uppeldis-
meðal og jafnframt einskonar
segulstál, sem dregur til sín þá
menn, sem vel verður að vanda
valið á, þá menn, sem stjórna
eiga samgöngutækjum hinna
víðu vega í framtíðinni.
En meðal annars vegna þess
er svifflugið holl íþrótt, að það
skapar sterkt aðhald um reglu-
semi, reynir á þrek og þolin-
mæði, og skerpir athugunar- og
ályktunargáfu. Er almennt tal-
ið, að í þeim, sem dugur er til
svifflugs, sé einnig dugur til
annarra starfa.
Að svo mæltu vil ég biðja ís-
lenzkum flugmálum gæfu og
gengis í nútíð og framtíð, og
lýsi svo þennan flugdag Svif-
flugfélags Reykjavikur settan.
hefir um aldaraðir mótað skap-
gerð hinnar dönsku þjóðar. Og
þegar hugmyndin um sjálfstæði
hinnar sérkennilegu, íslenzku
þjóðar var sett fram á ný í byrj-
un þessarar aldar, var sá þroski
fyrir hendi, sem var skilyrðið
fyrir friðsamlegum og vinsam-
legum skilnaði.
Síðan 1. desember 1918 er ís-
land frjálst og sjálfstætt ríki, og
sem frjáls og sjálfstæð ríki hafa
ísland og Danmörk gert með sér
samning, sem hefir staðizt próf
reynslunnar í þessi 20 ár. Sá
fjandskapur og sú beizkja, sem
gerði vart við sig fyrr á tímum,
eru nú horfin fyrir bróðurlegri
einingu, vináttu og hjálpfýsi. Við
höfum sameiginlega lifað slæma
og stranga tíma á síðustu 8—10
árum. Við höfum orðið að berj-
ast við heimskreppu, sem hafði
það í för með sér, aö horfið var
frá gömlum reglum um viðskipti
þjóðanna og nýir viðskiptahætt-
ir teknir upp í staðinn fyrir
frjálsa verzlun og umsetningu.
Marga erfiðleika höfum við orðið
að yfirstíga, og þó að lönd okkar
séu um margt mjög frábrugðin
hvort öðru, þá er þeim það þó
sameiginlegt, að aðalatvinnu-
vegir okkar eru einhliða. Á öðr-
um staðnum eru fiskveiðarnar
það, sem allt veltur á, en á hin-
um landbúnaður, sem byggist á
stórkostlegum útflutningi. Báðir
þessir atvinnuvegir eru háðir
markaðssveiflum, veöráttu og
öðru, og báðir hafa orðið að
semja sig að mjög breyttum skil-
yrðum á sviði viðskiptanna. Við
höfum reynt að yfirstíga erfið-
leikana, sem hafa hrúgazt upp,
og þegar við öðru hvoru höfum
getað rétt íslandi hjálparhönd,
Foreldrafélög
Eftír Árna M.
íslendingar hafa verið sagðir
fúsir og ötuhr starfsmenn á sviði
skólamála. Á það þó einkum við
alþýðuskólana og ýmsa æðri
skóla, er sérréttindi veita að
loknu námi. Aftur á móti virðist
ríkja almenn deyfð í uppeldis-
málum og fræðslu smábarna. Að
vísu hafa risið upp barnaskólar
og kröfur til meiri fræðslu aukizt
að mun síðustu áratugi. En með
hinum nýju og auknu kröfum
hafa skapazt vandræði, sem ekki
verða bætt, ef ekki verður nú
þegar hafizt handa og úr þeim
leyst.
Sá hugsunarháttur virðist fara
sívaxandi meðal heimila í sveit-
um og þorpum, að barnakennar-
ar séu ekki of góðir til að annast
fræðslu barnanna frá byrjun,
eins og nú er í kaupstöðum, þó
aðstaðan þar sé allt önnur. Það
er vitanlegt að heimilin, /utan
kaupstaða, geta unnið mikið
meira en reynslan sýnir, að und-
irbúningsfræðslu barnanna. Að-
staða þeirra er að vísu lakari en
áður var sökum fólksfækkunar,
en því verður ekki neitað, að á-
hugi á þeim málum virðist fara
stórum þverrandi og verður það
heimilunum til tjóns og börn-
unum til óheilla. Foreldrar og
aðrir, sem annast börnin, hafna
þeim þætti uppeldisins, sem að
fræðslunni lýtur og er hann þó
ekki svo veigalítill. Við það glata
heimilin trausti barnanna og
börnin leysast frekar úr tengsl-
um við heimilin. Slík börn, sem
vanrækt hafa verið og koma illa
undirbúin í skóla, eiga á hættu
að glata trausti á sjálfum sér,
fá oft óbeit á skólanum og getur
átt sér stað, að þau ásaki for-
eldrana fyrir vanræktar skyldur
þeirra gagnvart sér. Sérhver sá,
er þetta athugar, finnur hvílík
hætta er í þessu fólgin.
Við barnakennarar, sem kynn-
umst börnunum í skólunum, vit-
um bezt hversu mjög uppeldi
heimilanna er ábótavant, hvað
fræðslu snertir. Okkur er líka
ljóst, að uppeldið á öðrum svið-
um er víða stórlega gallað, bæði
vegna vanþekkingar og ýmissa
erfiðleika. Það er vissulega tími
til kominn að athuga þetta og
gera ráðstafanir.
Uppeldisleg fræðsla foreldra
er yfirleitt mjög lítil eða engin.
Og það sýnir bezt áhugaleysi i
þessu efni, að sjaldan heyrist
talað eða rætt um slikt er menn
ræðast við, eða koma á mann-
fundi. Og ennfremur, að fjöldi
kennara víðsvegar um land, er
hlaðinn miklum og vandasömum
hrepps- og öðrum félagsstörfum,
höfum við með ánægju tekið
málið til athugunar og gert það,
sem í okkar valdi stóð.
Við höfum með mikilli athygli
fylgzt með þróun atvinnulífsins
og stjórnmálanna í þessu ríki, og
ég nota tækifærið til þess að
láta ánægju mína í ljós yfir
þeirri sameiningu kraftanna, er
hér hefir átt sér stað á alvarlegri
stundu, því að tímarnir hvetja
til sameiningar og samvinnu um
hin alvarlegri hagsmunamál
hvers einasta lands.
Ég get auðvitað ekki dæmt um
framtíðarmöguleika þessa lands,
hins íslenzka þjóðfélags, en ég
byggi skoðun mína á kynnum
mínum af hinni tápmiklu skap-
gerð þjóðarinnar, af hinni glæsi-
legu íslenzku list, og þá kemst
ég að þeirri niðurstöðu, að það
hljóti að vera hægt að skapa
þjóöinni lífvænlega framtíð. Það
er ekki glæsilegt að líta inn í
framtíðina, þegar gætt er þeirra
átaka, sem nú leiga sér stað á
milli Evrópuþjóðanna, en með
góðum vilja hljóta Norðurlönd
að hafa möguleika til að lifa lífi
sínu í samræmi við skapgerð og
hugsunarhátt Norðurlandaþjóð-
anna.
Við óskum friðar og samvinnu
milli Norðurlanda og íbúa þeirra,
og við Norðurlandaþjóðirnar
fimm erum einhuga um að halda
fast við óhlutdræga og hlutlausa
afstöðu gagnvart öörum.
Við vonum, að þessi afstaða
verði viðurkennd og virt þannig,
að ekki verði ráðizt á frelsi og
sjálfstæði Norðurlanda, og við
óskum þess fyrir allan heiminn,
að þær tilraunir, sem nú er verið
að gera til þess að tryggja frið-
samlega lausn þess ágreinings,
Rögrnvaldsson
sem héraðsbúar hafa þrengt
þeim í. En vitanlega dregur það
mjög úr fræðslu- og uppeldis-
starfi þeirra, svo jafnvel kennsl-
an sjálf getur orðið aukaatriði
og áhugi fyrir henni eðlilega far-
ið þverrandi. Ég tel það bera vott
um skilningsleysi og ónærgætni
héraðsbúa, gagnvart kennslu og
uppeldisstarfi kennara, að hlaða
þá óvinsælum og tímafrekum
hreppsmálum, nema ef til vill
því aðeins, að þeir hafi gefið kost
á sér til slíkra starfa.
Uppeldi foreldra styðst að
mjög litlu leyti við það sem á-
unnizt hefir við reynslu liðinna
kynslóða, og uppalendur tileinka
sér lítið af þeim hagnýtu aðferð-
um, sem fyrir hendi eru. Uppeld-
ið er því hjá fjöldanum stefnu-
laust fálm og „eitthvað út í blá-
inn“. Þó er það eitt af allra þýð-
ingarmestu og vandasömustu
málum sérhvers þjóðfélags. Því
betur sem til uppeldisins er
vandað, því heilbrigðari og
traustari verður þjóðin í heild,
andlega og líkamlega.
Vanþekking meðal almennings
hvað snertir uppeldismál, er
mjög eðlileg. Fólki hefir ekki
gefizt kostur á að kynnast þeim
málum. Bækur um slíkt hafa
ekki verið við alþýðuhæfi og
margir geta ekki lesið þær sér til
gagns, nema með tilsögn og út-
skýringum. En til þess að veru-
legur árangur náist, þarf að
vekja almennan áhuga og fólk
þarf að skilja það, að hægt er að
bæta uppeldi barna að stórum
mun með því að hagnýta beztu
uppeldisaðferðir annarra og að
kynnast rannsóknarniðurstöðum
sálarfræðinga, sem að gagni
hafa komið við ýms uppeldismál.
Leiðina til að bæta úr þessum
vandkvæðum, sem um getur hér
að framan, hefi ég hugsað mér
þannig, að stofnuð verði for-
eldi-afélög víðsvegar um land, er
síðan mynduðu landssamband.
Kennarar landsins og aðrir á-
hugamenn uppeldis- og fræðslu-
mála væru sjálfkjörnir braut-
ryðjendur þessara samtaka, hver
í sínu héraði. Slík félagssamtök
eru ekki síður nauðsynleg en t.d.
Búnaðarfélag íslands, ræktunar-
félög o. s. frv. Það er áreiðanlega
ekki síður áríðandi að leggja
rækt við uppeldi uppvaxandi
kynslóðar en að rækta dauða og
ófrjóva mold.
Viðfangsefni þessara félags-
samtaka gæti orðið mjög fjöl-
þætt og víðtækt. Aðaltilgangur
félagsins yrði sá, í fám orðum
sagt, að vekja almennan áhuga
(Framh. á 3. síöu)
sem er á milli þjóðanna, megi
bera árangur, þannig — að þeim
vopnum, sem smíðuð hafa verið
á þessum árum, verði ekki beint
á móti mönnunum.
Ég er sannfærður um, að ís-
lenzka þjóðin muni framvegis
sem hingað til fylgja hinni nor-
rænu stefnu í áttina til sam-
vinnu og skilnings innbyrðis
milli Norðurlandaþjóðanna, og
þá ekki síður í sambúðinni við
aðrar þjóðir.
ísland, sem einmitt með sinni
sérkennilegu náttúru setur mót
á skapgerð þjóðarinnar, hefir átt
sinn þýðingarmikla þátt í þróun
þjóðarinnar, en það getur einnig
átt sinn þátt í því að auðga
heiminn innan takmarka þessa
einkennilega lands. Það gerir það
í andlegum efnum, með listun-
um, með vísindunum, með starf-
semi skólanna og með þeim
frumdráttum, sem eru í upp-
byggingu þjóðfélagsins. Þegar
náttúruöflin eru beizluð og tekin
í þjónustu mannfélagsins, þá
hljóta að vera að verki sterkir
viljar í þessu landi, og þeir geta
mjög vel verið fordæmi, einnig
utan takmarka landsins.
Ég óska íslandi allra heilla og
árangurs í viðleitni þess til að
skapa þjóðfélag á nútímagrund-
velli. Ég þakka íslenzku þjóðinni
fyrir það fordæmi, sem hún er að
gefa heiminum, og flyt henni
kveðju frá bræðraþjóðinni í
Danmörku, þar sem hinar beztu
og hjartanlegustu tilfinningar
eru ríkjandi gagnvart hinni ís-
lenzku þjóð.“