Tíminn - 05.08.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.08.1939, Blaðsíða 4
360 TÍMircrc, langardagÍMn 5. ágúst 1939 90. blað Ylir landamærín tJR BÆMJM Hinn sænski K.F.U.M.-kór Erlendar myndir 1. Það virðist ekki annað sjáanlegt, en kommúnistablaðið sé orðið málgagn heildsalanna. Blaðið skrifar orðið lang- ar greinar um hin „þrælslegu höft á verzluninni" og hneykslast mjög yfir því, að kaupmennirnir skuli hafa látið bjóða sér upp á, að „verzlunarfrelsið hafi verið afnumið"! Það er alveg í samræmi við aðra þjóðrækni þessara manna, að vilja láta ofmikinn inn- flutning eyðileggja fjárhagslegt sjálf- stæði þjóðarinnar, ganga því í lið með heildsölunum til að svivirða innflutn- ingshöftin og skapa gegn þeim órétt- mæta andúð meðal þjóðarinnar. 2. Kommúnistablaðið segir að Jónas Jónsson sé að byggja sér „villu". Blaðið mun hér eiga við lítinn sumarbústað, sem J. J. er að láta reisa í Hveragerði. í þessu sambandi mætti það gjarnan skýra frá „villunum" á Sjafnargötu 14 hér i bænum og á Höfða við Mývatn. Þær eru báðar eign sama manns og eru hvor um sig langtum dýrari og fínni en sumarbústaður J. J. Ýmsum liðsmönnum kommúnista myndi á- reiðanlega þykja fróðlegt, að vita hver væri eigandi þeirra. 3. Kommúnistablaðið segir að J. J. hafi haldið því fram að í bókinni um Vatnajökul, sem Mál og menning hefir gefið út, sé Leninsdýrkun. Þetta er eins og allt annað, eintómt rugl hjá blaðinu. Mál og menning hefir gefið út hlutlausar bækur eins og Vatnajökul í þeim tilgangi að neyða lestrarhneigt alþýðufólk til að kaupa jafnframt bæk- ur, sem eru þrungnar af Leninsdýrkun og álíka trúarrugli, eins og t. d. Rauðir pennar, og meginhluti þeirra, sem eru þátttakendur í Máli og menningu, vilja helzt ekki sjá. Það er þessi þvingun, sem stjórn Máls og menningar beitir, er J. J. og aðrir frjálslyndir íslendingar fordæma. x+y. ÍSLENZK SÝNING í LEIPZIG Síðara hluta októbermánaðar verður opnuð íslenzk sýning i hinni fornfrægu háskólaborg Leipzig í Þýzkalandi. Þýzkt menningarfélag („Deutsche Kulturpolitische Gesellschaft und Institut fiir Auslandkunde“ í Leipzig) efnir til þessarar sýn- ingar á 25 ára afmæli sínu. Að sýningunni standa auk þess fjöl- margar opinberar menningar- stofnanir, t. d. háskólabóka- söfnin 1 Leipzig, Kiel, Köln og Hamborg, en einnig margir ís- landsvinir í Þýzkalandi. Sýning- ardeildir verða fyrir landafræði og þjóðminjar, þjóðlega list, málverk og höggmyndir, úr- valsbókmenntir íslendinga að fornu og nýju, viðskipti og sam- göngur, gagnkvæm menningar- áhrif íslendinga og Þjóðverja. Stjórn sýningarinnar væri mjög þakklát hverjum íslend- ingi, sem styrkja vildi sýning- una með því að lána vel valda muni. Afgreiðsla Nord-Deutche Lloyd í Reykjavík veitir slikum munum viðtöku til 15. ágúst og flytur þá til Þýzkalands (með General von Steuben). Hverjum mun fylgi kenniorð og greini- legt heimilisfang' sendanda. Nánari upplýsingar um sýn- inguna veitir íslenzki sendi- kennarinn við háskólann í Leipzig, dr. Matthías Jónasson, 16,—30. ágúst, fræðslumála- skrifstofunni, Reykjavík. Stjórn sýningarinnar biður is- lenzk blöð að styðja að sýning- unni með því að birta þessa til- kynningu. kom hingað til Reykjavíkur í gær- morgun með farþegaskipinu Drottn- ingholm kl. 9. Alls voru farþegarnir með skipinu um 650. Þegar karlakórinn kom á bryggju, bauð séra Friðrik Frið- riksson, framkvæmdastjóri K. F. U. M. hér, hann velkominn, en Karlakór Reykjavíkur söng sænska þjóðsöngínn, „Du gamla, du fria“. Sænski kórinn svaraði með islenzka þjóðsöngnum. Síðan hélt fararstjóri Svíanna, H. Dane, þakkarræðu og lét hrópa húrra fyrir íslandi og að lokum sungu Sviar eitt lag. í gærkvöldi var samsöngur í Gamla Bíó og var hvert sæti skipað. Að afstöðnum stuttum ræðuhöldum heilsaði Karlakór Reykjavíkur Sviun- um, en þeir byrjuðu samsöng sinn með íslenzka þjóðsöngnum. Annað íslenzkt lag, Brennið þið vitar, var á söng- skránni. Að samsöngnum í Gamla Bíó loknum sungu Svíarnir fyrir framan menntaskólann. Var gifurlegur mann- fjöldi samansafnaður í Lækjargötu og á öllum stígum umhverfis mennta- skólablettinn. Voru áheyrendur mörg þúsund. Að þessu loknu hófst tedrykkja fyrir Svíana að Hótel Borg í boði Norræna félagsins, þar sem Guðlaugur Rósinkrans, séra Bjarni Jónsson og Ólafur Pálsson, formaður Sambands íslenzku karlakóranna, ávörpuðu söng- mennina sænsku, en þeir svöruðu með söng og ræðum. Karlakór Reykjavíkur söng. Guðlaugur Rósinkrans og séra Friðrik Friðriksson voru við þetta tækifæri sæmdir heiðursmerkjum frá K. F. U. M. í Svíþjóð. Um miðnætti héldu hinir sænsku gestir til skips og litlu síðar lét Drottningholm úr höfn. Stauning forsætisráðherra Dana, hélt heim- leiðis í gær með Gullfossi eftir 12 daga dvöl hér. Messað verður í Dómkirkjunni kl. 11 á morg- un, séra Garðar Svafarsson prédikar. Gullfoss fór af stað héðan í gærkvöldi áleið- is til útlanda. Voru meðal annarra með honum á þriðja hundrað farþega, er sækja ætla þjóðhátíðina í Herjólfs- dal i Vestmannaeyjum. Varð þetta fólk nær allt að hafast við í lest eða á þilfari á leiðinni til Eyja, því að sjálf- sögðu var ekkert rúm fyrir þenna fólksæg í hinum venjulegu farrýmum skipsins. Knattspyrnufélagið Fram hélt kveðjusamsæti í Oddfellowhús- inu 1 fyrrakvöld fyrir Hermann Linde- mann, hinn þýzka þjálfara sinn, er nú hefir horfið heim til sín, og hina ísfirzku knattspymumenn, er svo sig- ursæla för fóru til höfuðstaðarins. Jón Magnússon, formaður knattspyrnufé- lagsins Fram, stjórnaði samsætinu. Voru margar í-æður fluttar og þjálf- aranum færðar ýmsar gjafir, en hann gaf félaginu stækkaða mynd af sér. Isfirðingum voru einnig gjafir færð- ar, meðal annars fagurt horn frá Fram til knattspyrnukeppni á ísafirði. Einstefnuakstur hefir nú verið ákveðinn í Austurstræti og er allur akstur bifreiða, bifhjóla og relðhjóla að vestan og austur um bannaður. Fyrst um sinn verða lög- regluþjónar þarna á verði ökumönn- um til leiðbeiningar, en síðar meir verða þeir, er umferðarreglur þessar brjóta, látnir sæta sektum, eftir því, sem lög standa til. Telja má víst, að þessi ákvörðun verði til þess að draga mjög úr slysum og slysahættu á þess- ari fjölförnustu götu bæjarins. Sjúkrasamlag Reykjavíkur hefir nýlega fest kaup á húsi Sig- urðar Jónassonar, Tryggvagötu 28, og er ætlunin að það hafi skrifstofur sín- ar þar í framtíðinni. Það mun þó ekki flytja þangað fyr en næsta vor. Tveir ölvaðir menn voru á reið suður í Öskjuhlíð síðasl. miðvikudagskvöld. Réðust þeir þar að bílstjóra sem var við akstur og létu mjög dólgslega. Hafa þeir verið sektað- ir um 300 krónur hvor. Þar sem menn- irnir réðust að bílstjóranum var veg- arkanturinn mjög hár og gat þessi framkoma þeirra því hæglega valdið slysi. Ciano greifi, utanríkisráöherra ítala, /ór nýlega í heimsókn til Francos, ein- rœöisherra Spánar. Þeir sjást hér saman á myndinni. Vilhelmina Hollandsdrotning jór nýlega í opinbera heimsókn til Leopolds Belgíukonungs. Á myndinni sjást þau vera á ökuferö eftir götunum í Bryssel. Vinnið ötullega fyrir Tímann. 174 William McLeod Raine: Flóttamaöurinn frá Texas Þetta var gagnstætt áætlun Taylors. Hann hljóp eins hart og hann gat nið- ur lækjarfarveginn, komst fram fyrir hestana og snéri þeim upp á brautina. Hann greip hnakkhestinn, stökk á bak og rak síðan baggahestinn upp að bugð- unni á læknum, þar sem sjúklingur hans lá. Hér losaði hann um baggana, tók poka með mat, pönnu og ketil, og batt fyrir aftan hnakkinn. Því næst batt hann klárinn við tré. Taylor hafði ekki, fyr en nú, fengið tíma til að lita eftir sínu eigin sári. Hann gekk að lítilli sandeyri, settist, fór úr jakkanum og vafði skyrtunni upp. Kúlan hafði farið gegn um vöðvann á framhandleggnum. — Laglega gert hjá þér Oakland, sagði hann hátt. — Ég vona að þú fáir að minnsta kosti eins mikla skemmt- un af sendingunni, sem ég sendi þér. Hann þvoði sárið og batt um með vasaklút. Ef ekki kæmi í það blóðeitr- un myndi það gróa með tímanum. Hann myndi að vísu finna til sársauka nokkuð lengi. Það var óþægilegt að fá annað sár, einmitt þegar sárið á öxl- inni var hætt að valda honum erfið- leikum. En hann hafði verið heppinn, að ekki varð meira úr. Fyrir hálfri stundu hafði honum verið skipað að fremja morð, eða vera skotinn eins og hundur ella. Hann hafði gert það sem hann gat til þess að hjálpa Walsh og það var ekki honum að kenna að það hafði ekki dugað. Það var svolítil harmabót, að Oakland hafði ekki slopp- ið alveg ósár. Taylor fannst samt ólánið elta sig, sem von var. Hann hafði hætt lifi sínu til að bjarga Walsh, en þó héldu þeir báðir, bæði sýslumaðurinn og Peters, að hann hefði reynt að drepa hann og hleypt af skotinu, sem særði hann. Kú- rekinn vissi auðvitað ekki til þess að Oakland hefði verið neinsstaðar ná- lægt. Enginn myndi verða til þess að sanna sakleysi Taylors, ef hann yrði handtekinn. Útlitið var Ijótt. Ef Walsh dæi, yrði hann sakaður um annað morð í viðbót. Sú staðhæfing Peters, að hann hefði séð Taylor koma út úr kofanum og skjóta á Walsh, myndi talin nægi- leg sönnun fyrir dómstólunum. Sann- leikurinn þætti svo ótrúlegur, að hann myndi síst gagna til varna, heldur bæta gráu ofan á svart. Taylor hugsaði þó, með sinni venju- legu bjartsýni, að þeir gætu aldrei hengt hann nema einu sinni og annað- hvort yrði Montana eða Texas að þola vonbrigðin. Hann fór nú aftur að vitja sjúklings- ins. Knut Hamsun áttræður (Framh. af 1. síðu) mynd af sjálfum sér. Um 1912 kaupir Hamsun sér búgarð og hefir síðan dvalið í sveit. Skáld- sögur hans taka eftir það veru- legri breytingu, hann gerist mikill aðdáandi sveitalífsins og boðberi þeirrar kenningar, að menn eigi að hverfa aftur til náttúrunnar, til hinnar einföldu og frumstæðu menningar. Há- marki sínu nær þessi túlkun hans í „Markens Gröde“, sem kom út 1917 og er tvímælalaust eitt allra glæsilegasta ritverk, sem skráð hefir verið á Norður- löndum. Þéssi bók réði mestu um það, að hann fékk Nobels- verðlaun nokkrum árum síðar. Með aldrinum hefir Hamsun gerzt bölsýnn og í seinustu bók- um hans kemur fram hörð gagnrýni á ýmsum veilum hins nýja tíma. Jafnframt hefir hann byrjað nokkur afskipti af stjórnmálum og helzt hallast að nazistum. Sá áróður hans hefir engan árangur borið. Landar hans hafa látið hinn pólitíska áróður hans eins og vind um eyru þjóta, og látið hann eftir sem áður njóta sann- mælis sem skáld. Tvær af sögum Hamsuns, „Pan“ og „Viktoría", hafa verið þýddar á íslenzku. Þýðingarnar hefir gert Jón Sigurðsson skrif- stofustjóri Alþingis og eru þær framúrskarandi góðax. —*—GAMLA ~ Gamall bragða- refur Efnismikll og vel leikin mynd frá Metro Goldwyn Mayer. Aðalhlutv. leikur WALLACE BEERY. NÝJA BÍÓ— Josette & Co. Bráðfyndin og svellandi fjöxug mynd frá FOX-fé- laginu. Aðalhlutverkin leika hinir vinsælu leikarar: SIMONE SIMON, DON AMECHE og ROBERT YOUNG, sem öllum koma í sólskins- , skap með sínum skemmti- j lega leik. Aukamynd: I TALMYNDAFRÉTTIR | 2O°|0 3O°|0 45°|0 O S T AR frá Mjólkursamlagí Eyfírdinga alltaf Íyrirlígfgjandí í heildsölu. Samband íslsamvinnuíélaga Sími 1080. Bann. Vegna sjúklinga og annarra ástæðna er öllu óviðkomandi fólki bönnuð berjatínsla í landi heilsuhælisins á Vífilsstöðum. Ráðsmaður heilsuhœllsins. Orðsending til Tímamanna. Tíminn biður Tímamenn, hvar sem er á landinu, að senda við og við fréttabréf úr byggðarlög- um sínum. Ekki hvað sízt væri kært að fá slík bréf úr byggð- arlögum, sem annars er sjaldan getið um í fréttaflutningi blaða og útvarps. í öllum slikum bréfum verður að skýra greinilega og itarlega frá hverju einu, sem um er rit- að, og vanda alla frásögu, svo að hvergi skeiki þar réttu máli né um misskilning geti orðiö að ræða, og ókunnugir geti gert sér það skýrt í hugarlund, sem ver- ið er að lýsa. Loks er mjög þýð- ingarmikið, að allar fréttir, sem bréfin herma frá, séu sem allra nýjastar. Hið sama gildir um dánarfregnir og afmælisfregnir, sem eru blaðinu sendar. Minni háttar fréttir, t. d. um samkomur og fundi, félagsaf- mæli og fleira, er lítils virði, þegar er um langt liðið, þótt fréttnæmt sé um það leyti, sem það gerist. í slíkum fréttabréfum getur verið gott að miða frásögnina við það, sem gæti orðið öðrum héruðum til fyrirmyndar og eftirbreytni. Til auglýsenda! Tíminn er gefinn út 1 fleiri eintökum en nokk- urt annað blað á íslandi. Glldi almennra auglýs- inga er í hlutfalli við þann fjölda manna er les þær. Timinn er öruggasta boðleiðin til ílestra neyt- endanna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna vör- ur sínar sem flestum auglýsa þær þessvegna 1 Tímanum — Veytið hinna eggjahvítu auðugu fisk- rétta: Fiskibuff, Fiskibollur, Fiskigratín, Fiskibáðiugar, Fiskisupur. Allt úr einum pakka af mann- eldismjöli. Fæst í öllum mat- vöruverzlunum. Heildsölubirgðir hjá Sími 5472. Símnefni Fiskur. Ý m i slegt Speglar Greiður Höfuðkambar Hárkambar Skæri Vasahnífar Nælur Armbönd Hálsfestar Peningabuddur Dömutöskur Spennur Tölur Handsápur Manchethnappar frá 0.50— 3.00 — 0.50— 1.25 — 0.75— 2.50 — 0.75— 1.65 — 0.50— 2.75 — 0.50— 4.50 — 0.40— 2.75 — 2.00— 7.50 — 1.00— 4.50 — 0.35— 3.85 — 4.00—18.00 — 0.25— 1.65 — 0.05— 0.60 — 0.40— 0.75 — 0.75— 1.00 K. Einarsson & Björnss. Bankastræti 11. ÞÉR ættuð að reyna kolin og koksið frá Kolaverzlun Sigurðar Ólafssonar. Símar 1360 og 1933. Oddíellowhúsið s e 1 u r: EINSTAKAR MÁLTÍÐIR. MÁNAÐARFÆÐI. YIKUFÆÐI. Útbreiðið TÍMANN — Spyrjið um verð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.