Tíminn - 07.09.1939, Side 1

Tíminn - 07.09.1939, Side 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 7. sept. 1939 103. blað ÁTarp iorsætisráðlierra Styrjöld gegn ,ínnri vörnum‘ A víðavangi Hluileysið er fjöregg pjóðarinnar Hlutleysi okkar er sterkari vörn en miklar hervarnir, sagði Hermann Jónasson forsætisráðherra í ávarpi til þjóðarinnar, er hann flutti í útvarpið síðastliðið þriðju- dagskvöld. í upphafi máls síns minntist ráðherrann þeirra vonbrigða, sem hin nýbyrjaða styrjöld hefði orðið öllum heiminum. Þótt ís- lendingar væru fjarri sjálfum hildarleiknum, snertu afleið- ingar hans þá ekki síður en aðra og þessvegna væri það fullkom- in nauðsyn að horfast strax í augu við erfiðleikana og gera sér ljósa_ aðstöðu þjóðarinnar. „Við íslendingar erum vopn- laus þjóð,“ sagði ráðherrann. „Hið fyrsta og síðasta, sem við verðum að hafa hugfast nú þeg- ar og alla tíð í þessari styrjöld, er það, að okkar eina vörn er hlutleysið. Það kann sumum ís- lendingum að þykja næsta und- arlegt og jafnvel óþarft, að þjóð, sem hefir engan her, lýsi yfir hlutleysi i styrjöld. En þetta er mikill misskilningur, því að þess er ekki að dyljast, að ís- lenzkt forráðasvæði, landið og Hagnýtíng fjallagrasa Það er mjög lofsvert, hversu áhugi manna fyrir ræktun ra- barbara og berjatínslu hefir aukizt á þessu ári, en hvort- tveggja hefir orðið langtum meira nú en undanfarin sumur. Sá örðugleiki er við hagnýt- ingu rabarbara og berja, að hún krefst allmikillar sykurnotkun- ar. Mun það m. a. standa i vegi þess, að t. d. Reykvíkingar auki berjatínsluna verulega úr þessu, þar sem talsverð sykurekla er í bænum. í stað þess ættu menn því að snúa sér að því að hagnýta ann- a.n jarðarávöxt, sem hefir enn meira næringargildi en berin og ekki krefst neinnar sykureyðslu. Það eru fjallagrösin. Þau má nota að V3 hluta í blóðmör og brauð, í grauta og ýmsa aðra rétti. Geta þau því verið til margvíslegra drýginda, jafn- framt því, sem þau eru bæði holl og mjög næringarmikil. Fjallagrös vaxa víða hér á Reykjanesskaganum og í hraun- unum í kringum Skjaldbreið vex mikið af þeim. Ættu kaup- félagið eða hliðstæðir aðilar að athuga, hvort það borgaði sig ekki, að efna til ódýrra ferða þangað og gefa fólki, sem lítið hefir að gera hér í bænum, kost á því að tína fjallagrös. Fyrr á öldum notuðu íslend- ingar mikið af fjallagrösum, en notkun þeirra hefir orðið að víkja fyrir ýmsum óhollum, er- lendum krásum eins og margt annað, sem verið hefir hollt og gagnlegt. Þá afturför, sem orðið hefir í þeim efnum, þarf að vinna upp aftur, og það á ekki að verða neitt neyðarúrræði á styrjaldartímum, heldur varan- legur þáttur í mataræði þjóðar- innar. Tíminn skorar á lesendur sína að hefjast handa í þessum efn- um, og þótt hér hafi aðallega verið rætt um aðstöðu Reykvík- inga, á það ekki síður við ann- arSstaðar, að menn afli sér fjallagrasa, þar sem þess er kost- ur. landhelgin, mætti á ýmsan hátt nota styrjaldaraðilum til gagns eða ógagns, án þess áð nánar sé út í það farið. Og þessvegna verðum við íslendingar sjálfir, og þeir útlendingar, sem hér dvelja, að gæta þess fyrst og fremst til hins ítrasta, að fylgja þeim reglum um hlutleysið, sem settar hafa verið, og bendi ég í því sambandi á, að það er stranglega bannað, að gera á ís- lenzku forráðasvæði nokkrar at- huganir í þvi skyni að veita ófriðaraðilum upplýsingar um þær. Það er, sem betur fer, ennþá til í veröldinni sterkt almenn- ingsálit, sem miklu fær áorkað. Við heyrum daglega í útvarpinu, innlendu og erlendu, hve mikið styrjaldarþjóðir gera til þess að vinna þetta almenningsálit á sína sveif, og hve mikil ógn þeim stendur af því að það snúist gegn þeim. Vörn okkar íslend- inga byggist á því, að það myndi verða talið níðingsverk að ráð- ast á eina minnstu og vopn- lausustu þjóð veraldarinnar, er sýnt hefði drengilegt hlutleysi. Af þessum ástæðum verður hver íslendingur að hafa það í huga, að hlutleysið er fjöregg þjóðar- innar, sem skylt er að varðveita og standa vörð um að aðrir grandi því ekki. Með því að gera það, er hlutleysi okkur sterkari vörn en miklar hervarnir.“ Ráðherrann minntist síðan þeirra yfirvofandi örðugleika, sem okkur stafaði af styrjöld- inni. Siglingateppa væri aðal- hættan, en þess bæri að gæta, að þótt siglingar stöðvuðust til Evrópu, væri þjóðin betur stödd um siglingar til Ameríku en í seinustu heimsstyrjöld og und- irbúningur undir verzlunarvið- skipti þar meiri en þá. Fram- leiðsla landbúnaðarafurða væri líka langtum meiri nú en á styrj - aldarárunum 1914—18 og nokk- ur von væri til þess, þótt ekki væri það vissa, að hægt yrði að stunda sjóinn með svipuðum tækjum og nú. Þetta tvennt, fiskimiðin og moldin, væru mikl- ir matgjafar. Frh. á 4. s. Steindór Steindórsson menntaskóla- kennari á Akureyri hefir í sumar ver- ið við framhaldsrannsóknir á íslenzk- um hálendisgróðri, að þessu sinni á Kili. Þetta er fimmta sumarið, sem hann sinnir slíkum gróðurfarsrann- sóknum á hálendinu. Áður hefir hann verið við gróðurrannsóknir á Möðru- dals-, Brúar- og Fljótsdalsöræfum, Landmannaafrétti, Síðumannaafrétti og Sprengisandi og á hálendinu þar norður af til Eyjafjarðar. Þessar rann- sóknir Steindórs hafa að miklu leyti beinzt að athugun á gróðurfélögum í jurtaríki afrétta og öræfa og fyrst og fremst verið framkvæmdar í þágu ís- lenzkrar grasafræði. En jafnframt hafa þær verið undirbúningur að hag- nýtum athugunum á gróðrinum á af- réttunum, sem meðal annars yrði stefnt að því að komast að raun um, hve mikla sumarbeit afréttirnar þola, án þess að þeim sé ofboðið. Steindór er um þessar mundir að ganga frá langri og ítarlegri ritgerð um hálendisgróður á íslandi. Jafnhliða starfi sínu á há- lendinu hefir hann einnig rannsakað gróðurfar í byggðum og hefir í hyggju að gera ýmsar athuganir um gróður á Flóaáveitusvæðinu á sumri komanda, en þar gegndi hann gróöurrannsóknum fyrir tíu árum. t t t í sumar voru 25 ár liðin, síðan séra Sigtryggur Guðlaugsson að Núpi við Dýrafjörð hófst handa um myndun skrúðgarðs að bæ sínum, þá í minningu þess, að 150 ár voru liðin frá því, að Akstur einkabíireiða bannaður Ný reglugerð frá rík- isstjórniani Ríkisstjórnin gaf út í gær reglugerð um sölu og afhend- ingu benzíns og takmörkun á akstri bifreiða og kom hún í stað bráðabirgðareglugerðar, sem sett var síðastliðinn laugar- dag. Samkvæmt þessari reglugerð er bannaður akstur allra einka- bifreiða, sem ekki annast mann- flutninga fyrir borgun. Undan- þegnar eru þó bifreiðar lækna og yfirsetukvenna, þegar um sjúkravitjanir er að ræða, og bifreiðar fulltrúa annarra ríkja. Bifreiðum opinberra stofnana má veita undanþágu frá banni þessu. Allur akstur er bannaður um kaupstaði og kauptún frá mið- nætti til kl. 6 árdegis öðrum bifreiðum en langferðabifreið- um, strætisvögnum, vöruflutn- ingabifreiðum og bifreiðum lækna og ljósmæðra. í Reykja- vík skal þó vera opin ein bif- reiðastöð á hverri nótu til bráðnauðsynlegs aksturs og á- kveður póst- og símamálastjóri, hvernig stöðvar bæjarins skuli skiptast á um það, og hversu margar bifreiðar megi hafa í notkun til þessa aksturs. Bannaður er allur ónauðsyn- legur akstur leigubifreiða og verða bifreiðarstjórar og far- þegar að gera lögreglunni grein fyrir ferðum sínum, þegar þess er krafizt. Vörubifreiðar má ekki nota til ónauðsynlegra ferða og ekki til flutnings á vörum úr verzlunum í bæjum, nema um þungavörur sé að ræða. Umráðamaður hverrar bif- reiðar, sem heimilt er að fá benzín samkvæmt reglugerðinni, skal fá skírteini fyrir því hjá hlutaðeigandi lögreglustjóra og má ekki láta benzín á bifreið, nema þessi akstursheimild séra Björn í Sauðlauksdal hóf ræktun jarðepla. Garður þessi er sem kunnugt er nefndur Skrúður og er drjúgan spöl innan við bæinn á Núpi, í dálitlum hvammi. Hann er nær 700 ferfaðmar að stærð og eru í honum á annað hundrað trjáa, reyniviður, björk, fura, greni og lævirkjatré. Auk þess hefir þar verið ræktað talsvert af blómjurt- um, bæði útlendum og innlendum, þar á meðal jurtum, sem annars vaxa ekki á Vestfjörðum, og nokkuð nytjajurtum. Margt hefir að öðru leyti verið gert til að prýða garðinn og er þar meðal ann- ars hlið eitt fáséð úr kjálkum úr stórum hvalfiski. Ræktunarskilyrð- in voru upphaflega fremur örðug, þar sem Skrúður er; jarðvegur mjög grýtt- ur og hefir grjót það, sem rutt var úr reitnum verið notað í mikla skjólgarða um hann. Við umhirðu, viðhald og um. bætur á Skrúði hefir séra Sigtryggur notið lítilsháttar styrks frá Búnaðar- sambandi Vestfjarða. t t t Samkvæmt upplýsingum frá skrif- stofu kjötverðlagsnefndar, var um mánaðamótin búið að slátra alls 10211 kindum í sumar á öllu landinu. Hefir slátrunin verið mest í Reykjavík, Borgarnesi, Siglufirði og á Akureyri. Um vænleika fjárins er ekki hægt að fá beinan samanburð við það, er var í fyrra, þar eð slátrun hófst ekki fyrr en í lok ágústmánaðar þá, en nú allt að fimm vikum fyrr. Þyngd dilka, sem slátrað er í þessari viku, er hins vegar hliðstæð og sambærileg við það, sem Hvað eiga þessir ómerkilegu bréfmiðar, sem enskar flugvélar hafa kastað yfir Þýzkaland, að þýða? Hversvegna byrja Frakkar og Bretar ekki strax loftárásir á Þýzkaland? Hversvegna flytja Bretar ekki tafarlaust herlið til Frakklands? Hversvegna hefja Frakkar og Bretar ekki öfluga sókn á vesturvígstöðvunum? Ætla þeir að bíða þangað til Þjóðverjar hafa gersigrað Pól verja? Þannig hefir verið spurt víða um heim seinustu dagana. Skýringu við þessum spurn- ingum má finna í ýmsum ritum enskra hernaðarfræðinga, er skrifuð hafa verið síðustu árin. Þeir telja það flestir hreint óráð, ef hafin yrði strax mikil sókn á hendur Þjóðverjum, bæði á landi og í lofti. Þeir telja að varnartækin séu orðin svo öfl- ug, að það séu litlar líkur til að skyndisókn nái verulegum á- rangri. Jafnvel þótt það tækist að rjúfa fremstu varnarlínur ó- vinanna á einhverjum stað væri líklegt að þeim tækist að stöðva sóknina mjög fljótt. Miklar loft- árásir telja þeir heldur ekki heppilegar í byrjun styrjaldar, meðan þjóðin sé ekki farin að finna á annan hátt til styrjald- arinnar og samhugurinn er einna mestur. Slíkt gæti aðeins þjappað henni saman og skapað aukna andúð gegn árásarþjóð- unum. Þeir benda einnig á það, að sókn murý einnig undir öllum kringumstæðum hafa mikið mannfall í för með sér og ef hún yrði árangurslaus myndi það skapa óhug meðal almenn- ings í heimalandinu. Skoðun þeirra er því sú, að ekki eigi að byrja á því, að reyna að eyðileggja hinar „ytri varnir“ andstæðinganna, en svo nefna þeir víggirðingarnar og herinn. Höfuðáherzluna eigi að leggja á það, að brjóta niður hinar „innri varnir“,en það er úthald og mót- stöðuþróttur þjóðarinnar eða þess meginhluta hennar, sem ekki tekur nema óbeinan þátt í styrjöldinni. Bezta ráðið til þess telja þeir siglingabannið, sem muni hafa í för með sér marg- víslegan skort, og svo margvís- var í byrjun sláturtíðar í fyrrasumar. Vlrðlst að mjög muni áþekkt um kjöt- þungann nú og þá. En í fyrra reyndust dilkar viðast um venju fram til frálags. t t r Ýms haustmerki eru að byrja að koma í ljós. Mýrgresi fer að falla hvað líður, ber eru orðin mjög kröm, enda snemma fullþroskuð, og lyng og skóg- arlauf tekið að roðna meira en venja er til svo snemma, aðeins röskri viku eftir höfuðdag. Mun allur gróður sölna snemma í þetta skipti og er það mjög að líkum, svo árvaxinn sem hann var. r r r Að Starmýri í Álftafirði eystra náðist lifandi dúfa, hvít að lit með brúnleitum röndum á vængjum og hálsi, hinn 19. júlí síðastliðinn. Hún var með alumin- iumhringi á báðum fótum og rauður gúmmíhringur utan yfir aluminium- hringnum á hægra fæti. Hringirnir voru merktir sem hér segir: Á hægra fæti: CWM1418NURP38; á vinstra fæti: CWM121NUHW38. Fyrir sex ár- um kom önnur ókunnug dúfa að Star- mýri, settist þar að og er ennþá lifandi. Hefir nú með þeim tekizt vinátta. Tím- inn hefir grennslazt eftir því hjá Nátt- úrufræðifélaginu, hvað bókstafamerkin á nýkomnu dúfunni muni tákna, en þar sem slíkar merkingar dúfna eru fram- kvæmdar af bréfdúfnafélögum, oftast með keppni fyrir augum, en líkindi til að hér sé um bréfdúfu að ræða, og þessi starfsemi er ekki rekin í sambandi við merkingu villifugla, hefir það ekki getað leyst úr þessari spurningu. Uppdrátturinn sýnir m. a. hin sam- eiginlegu landamœri Frakklands og Þýzkalands og hinar miklu víggirðing- ar, sem reistar hafa verið beggja megin landamœranna. Þýzka borgin, Saar- briicken, sem Frakkar sœkja til, er rétt við landamaerin nœr miðja vegu milli Luxemburg og Rínar. legan áróður með útvarpi, flug- miðum o. s. frv. Það muni taka sinn tíma að ná þessum árangri, en þegar úthaldsleysi þjóðarinn- ar sé byrjað að gera vart við sig, muni það neyða valdhafa henn- ar til sóknar. Þeir verði að reyna að sýna einhverja sigra til upp- örvunar fyrir þjóðina. Þeir muni því hefja sókn, en sá aðilinn, sem það geri, standi alltaf ver að vígi, og beri sóknin ekki tilætlaðan árangur hjálpi það aðeins til að veikja úthald þjóðarinnar. Því eigi síðan að fylgja eftir, með voldugri gagnsókn á landi, sjó og í lofti og þá eigi Bretar og Frakk- ar að vera orðnir langtum sterk- ari, einkum í loftinu, þar sem tíminn hefir vitanlega verið notaður til hins ítrasta undir- búnings í þeim efnum, og Þjóð- verjar hafi ekki skilyrði til að standast þá samkeppni yið Breta og Frakka, þar sem þeir hafi miklu minna af hinum nauðsyn- legu hráefnum. Þessi gagnsókn á að brjóta niður til fullnustu hinar „innri varnir“ Þjóðverja og fullkomna sigur Banda- manna. Það er m. ö. o. taugastríðið, sem þessir menn gera ráð fyrir, að ráði úrslitum styrjaldarinnar, enda hefir einn þeirra látið svo ummælt, að þótt menn tali um „taugastríð“ fyrir styrjöldina, myndi það sannast að „tauga- stríðið" byrjaði fyrst eftir að styrjöldin væri hafin. Um það verður að vísu ekki sagt, hvort herstjórnir Breta og Frakka muni fylgja þessari stefnu, en margt bendir til þess eins og t. d. flugmiðarnir, sem ensku flugvélarnar dreifa yfir Þýzkaland. Þær eru liður í bar- áttunni gegn „innri vörnunum“. Má því alveg eins gera ráð fyrir því, að fyrst um sinn gerist ekki mikil tíðindi á vesturvígstöðv- unum. Frá styrjöldlniii. í Póllandi miðar þýzka hern- um vel áfram. Nyrzt á vígstöðv- unum hefir þeim tekizt að loka pólsku göngunum og sækir her þeirra þaðan í áttina til Varsjá. Sömuleiðis miðar þeim vel á- fram í áttina til Lods og virðist ætlun þeirra að sækja einnig þaðan til Varsjá. Þá tilkynna þeir, að þeim hafi tekizt að ná allri Efri-Schlesíu á vald sitt og sóknin frá Slovakíu hafi gengið það greitt, að þeir séu búnir að taka Krakau, sem um eitt skeið var höfuðborg Pólverja. Pólska stjórnin hefir flutt aðsetur sitt frá Varsjá til Lublin, sem er 200 km. suðaustur af höfuðborg- inni. Talið er að þýzki herinn eigi ekki nema 50 km. ófarna til Varsjá. Tilkynnt er að pólsk- ar hersveitir verjist enn í neð- anverðum pólska ganginum. Franski herinn hóf sókn á vesturvígstöðvunum í gær og er talið, að hann hafi komizt yfir (Framh. á 4. síöu) Á öðrum stað hér í blaðinu birtist reglugerð, sem ríkis- stjórnin gaf út i gær, um sölu og afhendingu benzíns og tak- mörkun á akstri bifreiða. Sam- kvæmt henni er akstux einka- bifreiða bannaður og reynt að draga eftir megni úr óþörfum akstri annarra bifreiða. Að vísu eru ekki reistar fullnægjandi skorður við hinum algera óþarfa akstri, sem virðist vera orðin ein eftirsóknarverðasta skemmt- un allmargra unglinga hér í bænum. Verður að treysta því, að foreldrar og aðrir umráðamenn reirra reyni að gera sitt ítrasta til að kveða þennan ósóma nið- ur og sem hverfa ætti úr sög- unni, þótt engri benzíneklu væri til að dreifa. * * * Það, sem nú þarf að gera, er að fylgja þessari reglugerð fram á þann hátt, að auka notkun hesta frá því, sem verið hefir seinustu árin, bæði til áburðar og skemmtiferða. Margir bænd- ur gætu sparað sér góðan skild- ing með aukinni notkun hest- anna, og ýmsar stofnanir í bæj- um geta hæglega notað hesta til flulninga í stað bifreiða. Þeir, sem hafa haft efni á því, að eiga bifreiðar til skemmtiferða, ættu ekki síður að hafa efni á því að nota hesta. Slík ferða- lög eru hinsvegar miklu skemmtilegri. Það væri vel, ef styrjöldin kenndi okkur að nota hestana meira en gert hefir ver- ið síðari árin og aö þær venjur, sem sköpuðust i þeim efnum, gætu orðið varanlegar. * * * Norðlenzkur ferðamaður, sem staddur er hér í bænum, hefir sent Tímanum eftirfarandi smá- grein: „Ríkisstjórnin hefir fyrir nokkrum dögum gefið út bráða- birgðareglugerð um sölu og af- hendingu á benzíni. Er það sjálf- sögð ráðstöfun, að koma í veg fyrir, að einstaklingar geti safn- að birgðum af þessari vöru eins og öðrum, og einnig að tak- marka óþarfa eyðslu á benzíni eftir því, sem mögulegt er. Til viðbótar framangreindri ráð- stöfun ætti ríkisstjórnin nú þeg- ar að gera breytingar á sérleyf- um til fólksflutninga með bif- reiðum milli Akureyrar og Reykjavíkur. Nú er þessum flutningum þannig fyrir komið, að B. S. A. hefix ferðir 6 daga í viku hverri milli Akureyrar og Akraness eða Borgarness, en Bif- reiðastöð Steindórs 4 ferðir í viku milli Akureyrar og Akra- ness. Fara því bílar frá báðum þessum bifreiðastöðvum flesta daga milli Akureyrar og Faxa- flóa, en afleiðing þess er sú, að venjulega fer 1—2 bílum fleira bæði suður og norður á þessari leið heldur en nauðsynlegt er til að fullnægja flutningaþörf- inni. Með því að fækka ferðun- um, mætti draga mjög úr þeirri óþörfu benzíneyðslu, sem hér á sér stað. í stað 10 ferða á viku, sem nú eru á þessari leið, væri nóg að hafa ferðir frá einni stöð aðeins 5—6 daga vikunnar. Þeim ferðum ætti að skipta á milli þessara tveggja bifreiða- stöðva, þannig, að aldrei .yrði ferð frá þeim báðum sama daginn. Með því móti væri komið í veg fyrir þann kapp- akstur með hálftóma vagna, sem nú á sér stað milli þessara bifreiðastöðva á Norðurlands- veginum, og þá miklu óþörfu eyðslu, sem af því stafar.“ * * * Síðan þetta var skrifað hefir ríkisstjórnin gefið út reglugerö þá, sem birt er hér á öðrum stað. í meðfylgjandi greinargerð segir, að bráðlega verði sett ákvæði um nokkra takmörkun sérleyfis- ferða. Þá ráðstöfun, sem rætt er um hér að ofan, mætti gera strax og má líka vafalaust treysta því, að það verði gert. Virðist þá eðli- legt, að ferðirnar féllu aðallega til þess sérleyfishafans, sem (Framh. á 4. síöu) (Framh. á 4. síöu) A ICI?,OSSa-ÖTTJ3SÆ Gróðurfarsrannsóknir á hálendinu. — Skrúðgarðurinn að Núpi. — Slátrun- in í sumar. — Gróður farinn að sölna. — Bréfdúfur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.