Tíminn - 30.09.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTQEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
RITSTJÖRNARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D.
SfMAR: 4373 og 2353.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
Sími 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720.
23. árg.
Reykjavík, langardaginn 30. sept. 1939
113. blað
Hið nýja mjólkursamlagshús á Akureyri.
Mjólkurvinnslustöð K. E. A.
líttekt hennar til löggildíngar íór fram í
síðastliðinni viku
„Félagi" Stalin og von Ribbentrop.
Steína Rússlands í utanríkís-
málum síðan 10. marz 1939
Rakin samkvæmt rússneskum einkaskeytum
í Þjóðviljanum
Tvö undanfarin ár hef-
ir nýtt mjólkursamlagshús
verið í smíðum á Akureyri,
í brekkunni norðan Kaup-
vangsstrætis, litlu ofar en
gamla mjólkurstöðin var. —
Byggingu þess og frágangi
ölluin er nú lokið. Er þetta
stórhýsi, fjögurra hæða
bygging, búið hinum beztu
tækjum, sem til eru hér á
landi, til mjólkuriðnaðar og
mj ólkurmeðf erðar.
Mjólkursamlag Kaupfélags Ey-
firðinga hefir nú starfað í hálft
tólftá ár. Starfsemi þess hófst 1
byrjun marzmánaðar 1928 og var
það þá hið eina mjólkursamlag
hér á landi, sem sinnti marg-
þættri mjólkurvinnslu, enda bú-
ið þeim beztu tækjum, sem þá
var völ á til mjólkuriðnaðar.
Fyrsta árið sem það starfaði, tók
það á móti 600 þúsund lítrum
mjólkur, en 3 miljónum litra síð-
;astliðið ár.
Árið 1933 lagði stjórn Kaupfé-
lags Eyfirðinga drög að byggingu
nýrrar mjólkurstöðvar og var
framkvæmdin undirbúin á næstu
árum. Jónas Kristjánsson mjólk-
ursamlagsstjóri fékk á þeim ár-
um ýmsa sænska og danska
sérfræðinga sér til aðstoðar til
að ráðgast um fyrirkomulag og
útbúnað stöðvarinnar, en endan-
legar teikningar og útreikninga,
er húsið snertu, gerðu Þórir
Baldvinsson byggingameistari og
Steinn Steinsen bæjarstjóri.
Á byggingunni sjálfri var byrj-
að sumarið 1937 og lokið við að
ganga frá henni að öllu leyti 1
Síldaríðnaðurinn
verður stóraukinn
Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri
og Jón Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri eru nýkomnir úx
utanför á vegum ríkisstjórnar-
innar. Erindi þeirra stóðu í
sambandi við stækkun á síldar-
verksmiðjum ríkisins.
Árangurinn af för þeirra er
sá, að vissa er nú fengin fyrir
þvi, að á Raufarhöfn verði reist
ný síldarverksmiðja, sem vinni
úr 5 þúsund málum á sólar-
hring, en á Siglufirði verður ein
af verksmiðjum ríkisins stækk-
uð, sem nemur 2500 mála vinnslu
á sólarhring. Allir samningar,
sem að þessu lúta eru hinir hag-
kvæmustu, svo að af ber.
Lýður sá, sem haft hefir í
frammi uppvöðslusemi og brígsl-
yrði í garð manna í rikisstjórn-
inni í sambandi við hið svo-
nefnda Rauðkumál, mætti nú
sjá hvar hann er staddur. Eng-
inn skilur betur en ríkisstjórn-
in, að gagnlegasta aðgerðin, til
(Framh. á i. siOu)
sumar. Mun hún hafa kostað um
360 þúsund krónur með öllum
útbúnaði og vélum.
í byggingunni fer fram geril-
sneyðing mjólkur, smjörgerð,
ostagerð og skyrgerð. í húsinu
eru, auk verkstöðva, sem þeirri
vinnslu tilheyra, stórar geymslur
og kæliklefar, rannsóknarstofur,
viðgerðastofa, sölubúð, þar sem
mjólk og mjólkurvörur eru á
boðstólum, og skrifstofa.
Vélar samlagsins eru nýjar að
langsamlega mestu leyti, og af
vönduðustu gerð, sem völ var á.
Og samboðin hinu nýja húsi og
hinum nýju og fullkomnu vélum
er öll umgengni í mjólkursam-
laginu.
Fyrir nokkrum dögum fór
fram álitsgerð um mjólkurstöð-
ina, er Sigurður H. Pétursson
gerlafræðingur, Jóhann Þorkels-
son héraðslæknir á Akureyri og
Sigurður E. Hlíðar dýralæknir
framkvæmdu.
Viðtal við Sigurð H. Pétursson.
Tíminn hefir haft tal af Sig-
urði Péturssyni og spurt um álit
hans á hinni nýju mjólkur-
vinnslustöð Eyfirðinga.
— Þótt önnur mjólkurbú séu
(Framh. á 4. siðu)
í sumar hafa fimm flokkar manna
unnið að landmællngum hér á landi,
fjórir undir stjórn danskra manna og
einn undir stjórn íslendings, Ágústs
Böðvarssonar. Af aðstoðarmönnum
voru 8 íslendingar og 6 Danir. Er nú
sumarstarfinu lokið og þar með aðal-
landmælingastarfinu hér. Framvegis
verður aðeins unnið að að leiðrétta nýj-
ar útgófur uppdráttanna og setja á þá
ýms ný mannvirki, vegi , síma, nýbýli,
nýrækt o. s. frv., auk endurbóta á upp-
dráttum, sem er ábótavant, af svæðinu
milli Þrándarjökuls og Vatnajökuls. í
sumar var mælt landið umhverfis
Langjökul, allt norður í innsveitir
Húnavatnssýslu, vestur að Oki, suður
í fjalllendið sunnan Langjökuls, Kjal-
vegur og hluti af Hofsjökli. Ennfrem-
ur var mælt svæði suðvestur af
Vatnajökli, milli Tungnaár og Köldu-
kvislar. Þessi landflæmi voru samtals
8600 ferkílómetrar. Hver mælingamað-
ur mældi sem svaraði 17 ferkílómetrar
ó dag að meðaltali. Veðurfar var mjög
hagstætt í sumar og var hægt að starfa
sex daga af hverjum tíu, en aðeins
fjóra af hverjum tíu í fyrra sumar.
Þessar mælingar hafa leitt I ljós,
að Langjökull og Hofsjökull eru mun
minni en gamlir uppdrættir sýna.
Er Langjökull 12 kilómetrar á breidd,
þar sem hann er mjóstur. Kjalvegur
er mun breiðari en talið var, 28 kiló-
metrar milli jökla, þar sem dalurinn er
þrengstur. Yfirmaður sumarstarfsins
heitir Bertelsen, sá sami og í fyrra
Þættir úr starfsemi
Rauða krossins
Rygging gufubaðstofa
undirbúln á Suðureyri
og í Reykjavík.
Tíminn hefir innt Gunnlaug
Einarsson lækni, formann Rauða
kross íslands, frétta af starfsemi
félagsskaparins og tjáði hann
blaðinu hversu nú horfir við um
ýmsa þætti félagsstarfseminnar.
í fyrxa haust gerðu forráða-
menn Rauða krossins allítarleg-
ar áætlanir um framtíðarstarfið.
Er nú verið að hrinda í fram-
kvæmd ýmsu, er þá var fyrir-
hugað. Meðal annars er fyrir at-
beina þess byrjað á framkvæmd-
um við byggingu gufubaðstofu
á Suðureyri við Súgandafjörð í
sambandi við barnaskólann þar.
Hefir ofn til gufubaðstofunnar
verið útvegaður frá Finnlandi og
mun koma hingað með næstu
skipaferðum, ef ekkert óvenju-
legt kemur fyrir.
Nú er einnig í undirbúningi
fyrir tilstilli félagsins, að komið
verði upp gufubaðstofu við sund-
höllina hér í Reykjavík. Hefir
fyrirmynda verið víða leitað,
einkum frá Svíþjóð, og er nú
verið að gera teikningu að þess-
ari gufubaðstofu. Hingað til hef-
ir gufubaðið í íþróttahúsi Jóns
Þorsteinssonar verið hið eina í
Reykjavík.
Munu forráðamenn Rauða
krossins hafa í huga, að láta
víðar til sín taka í þessum efn-
um í sjóþorpum og kauptúnum
á næstu árum, ef kringumstæð-
urnar leyfa.
Er það mikilvægt spor til auk-
ins hreinlætis að koma slíkum
stofnunum upp í sem allra flest-
um sjóþorpum.
Þá var og ráðgert i fyrra, að
stuðla að því, að hjúkrunarkon-
ur réðust til heilsuverndarnáms.
Hefir félagið fyrir skömmu kom-
ið einni hjúkrunarkonu til
heilsuverndarnáms í Englandi.
Þess er vænzt, að hún geti hald-
ið þvi áfram, þrátt fyrir styrj-
aldarástandið.
Loks tjáði Gunnlaugur blað-
inu, að líklega yrðu innan
skamms stofnaðar ungliða-
deildir í skólunum til eflingar
félagsskapnum og félagsstarfinu.
sumar. Á landmælingum hér var byrj—
að árið 1900 og þeim sinnt á hverju
sumri þar til 1914. 1919—20 var enn
unnið að mælingum og 1930 var á ný
hafizt handa. Hefir síðan verið unnið
að þeim sleitulaust. Síðasta áratug
hefir Geir Z. Zoega vegamálastjóri ver-
ið umboðsmaður ríkisstjórnarinnar
t t t
Tíminn hefir leitað upplýsinga hjá
skrifstofu mæðiveikivarnanna um
hversu varzlan hafi heppnazt í sumar
og gang veikinnar, eftir því, sem vitn-
eskja er fengin um þá hlið. Samkvæmt
þeim upplýsingum hefir eigi vitnazt um
að nokkur kind hafi komizt af svæði,
sem veikinnar hefir orðið vart á eða
grunur á að hún geti leynzt, á svæði,
þar sem öruggt þykir, að veikin sé eigi.
Hins vegar munu fáeinar kindur hafa
sloppið vestur yfir Þjórsá, af afréttum
Rangæinga, vegna þess að varzla var
ekki hafin strax og fé var rekið á afrétt
austan árinnar, og sáu varðmenn för
eftir fáeinar kindur, er komið höfðu
austan yfir, þegar þeir byrjuðu vörzl-
una. — Mjög er misjafnt, hve veikin
gerir mikið að í þeim sveitum, sem hún
er komin í. Austan fjalls mun hún yfir-
leitt ekki hafa verið mjög skæð í sumar
og haldizt vonum meira i skefjum, hvað
útbreiðslu viðkemur. — Úr öðrum
byggðarlögum hafa Tímanum borizt
fregnir um þungar búsifjar af völdum
veikinnar, bæði þar sem hún hefir
verið skamma hríð héraðslæg og ann-
ars staðar, þar sem hún hefir geisað
„Vér styrkjum þjóðir þær, er
verða fyrir árásum fasismans, í
baráttu þeirra fyrir sjálfstæði
og frelsi.“
Úr framsöguræðu Stalíns á 18.
þingi Kommúnistaflokks Sovét-
ríkjanna 10. marz 1939. Heimild:
Einkaskeyti frá Moskva birt í
Þjóðviljanum 15. marz 1939.
„Það þarf nú ekki að sanna
að utanríkispólitík Sovétríkj-
anna er algerlega friðelskandi
og beint gegn ágengninni. Það
vita árásarríkin bezt. Seint og
hikandi átta nokkur lýðræðis-
sinnuð stórveldi sig á þessum
einfalda sannleika. En í þeirri
samfyikingu friðarríkjanna, sem
í raun og sannleika vilja veita
ágengninni mótstöðu, eiga sov-
étríkin hvergi heima nema í
fylkingarbrjósti.“
Úr ræðu Molotoffs á þlngi Sovét-
ríkjanna 31. maí 1939. Heimild:
Einkaskeyti frá Moskva birt í
Þjóðviljanum 2. júní 1939.
„Stjórnir Sovétríkjanna og
um nokkur ár. Er jafnvel í sumum
sveitum vanséð, hversu mikið dregur úr
henni, þótt hún sé í fénu ár eftir ár.
t t t
Esja kom til Akureyrar um þrjúleytið
í gær. Stafalogn var og bjarta sólskin.
Mikill mannsöfnuður var á bryggjunni
til að fagna skipinu. Þótti skipið að
vonum hið glæsilegasta.
t t t
Næsta árbók Ferðafélags íslands
kemur út innan skamms. Hún er sér-
kennileg að því leyti, að hún fjallar um
fugla og fuglalíf hér á landi. Hefir
Magnús Björnsson fuglafræðingur rit-
að bókina. Hún verður prýðileg að öll-
um frágangi, meðal annars prýdd lit-
myndum af fuglum og eggjum þeirra.
Litirnir eru fjórir.
r r r
í sumar var um skeið unnið að vega-
gerð í Siglufjarðarskarði og var lokið
nær hálfs kílómetra löngum kafla í
fjallshlíðinni norðan við Skarðdal.
Var vegagerð þar víða æði seinleg og
kostnaðarsöm, þvi að aðstaða er óhæg,
brattlent og vatnsagi mikill í hlíðinni.
Víða þurfti og að sprengja. Vegurinn
er nú kominn að brúarstæði á svoköll-
uðu Þvergili og eru þaðan nær tveir
kílómetrar upp í skarðið Siglufjarðar-
megin. Vegavinnan í Siglufjarðarskarði
hófst I byrjun júlímánaðar og voru
unnin nokkuð yfir 1000 dagsverk. Auk
fjárveitingar úr rikissjóði, lögðu eln-
staklingar í Siglufirði nokkuð fram til
vegagerðarinnar.
Þýzkalands hafa gert með sér
eftirfarandi samning í því skyni
að tryggja frið milli landanna:
1. Báðir samningsaðilar skuld-
binda sigr til þess að ráðast ekki
hvor á annan, hvorki einir sér
né ásamt öðrum ríkjum.
2. Ef annar aðili verður fyrir
hernaðarárás af þriðja ríki, mun
hinn aðilinn á engran hátt styðja
ófriðarríkið.
3. Stjórnir begg'ja samnings-
ríkjanna munu framvegis hafa
samband sín á milli og ráðgast
um þau mál, er snerta sameigin-
lega hagsmuni.
4. Hvorugur samningsaðila
mun taka þátt í neinum ríkja-
samtökum er beint eða óbeint
er stefnt gegn hinu ríkinu.
5. Ef ágreiningsmál eða deilur
koma upp milli samningsaðilja,
munu báðir aðiljar leysa slík
mál eingöngu á friðsamlegan
hátt með vinsamlegum viðræð-
um, — eða ef þörf krefur, með
skipun nefndar til að leysa á-
greiningsmálin.
6. Samningurinn er gerður til
10 ára, og verði honum ekki sagt
upp ári áður en hann á að renna
út, framlengist hann sjálfkrafa
til næstu fimm ára.“
Hlutleysissáttmáli Rússlands og
Þýzkalands undirritaður 23. á-
gúst 1939. Heimild: Einkaskeyti
frá Moskva birt í Þjóðviljanum
25. ágúst 1939.
„Þar sem stjórnir Þýzkalands
og Sovétríkjanna hafa í dag
undirritað sáttmála, er leysir
endanlega öll viðfangsefni í
sambandi við hrun pólska ríkis-
ins og hafa með því lagt varan-
lega undirstöðu friðar í Austur-
Evrópu, lýsa þær yfir því sam-
eiginlega áliti, að það væri öll-
um þjóðum í hag, að styrjöld
þeirri, er nú stendur yfir milli
Þýzkalands annarsvegar og Eng-
lands og Frakklands hinsvegar,
verði hætt.
Þess vegna munu bæði ríkin
sameiginlega, — og ef þarf með
samkomulagi við vinveitt ríki,
stuðla að því, að þetta mark ná-
ist sem fyrst. En verði tilraunir
beggja ríkisstjórna árangurs-
lausar, þá er með því sýnt, að
England og Frakkland bera á-
byrgð á framhaldi styrjaldar-
innar — og haldi styrjöldin á-
fram, munu stjórnir Þýzkalands
og Sovétríkjanna ráðgast um
nauðsynlegar ráðstafanir."
Yfirlýsing undirrituð af Molotoff
og Ribbentrop í Moskva 28. sept.
1939. Heimild: Einkaskeyti frá
Moskva birt í Þjóðviljanum 30.
sept. 1939.
Þær tilvitnanir, sem birtar eru
hér að framan, þarfnast engra
skýringa. Þær sýna betur en
(Framh. á 4. síðuj
A. KROSSGÖTUM
Landmælingastarfið — Mæðiveikin. — Esja á Akureyri. — Árbók Ferðafé-
lagsins. — Vegarlagningin um Siglufjarðarskarð.
A víðavangi
Mönnum, sem mikið ferðast
um landið, blöskrar hversu mik-
ið af landinu er fallið í hendur
hinum mikla ræningja, upp-
blæstrinum. Og enn er það að
blása upp! Afréttarlöndin ganga
úr sér ár frá ári, ef ekkert er
gert til þess að hjálpa gróðrinum
í stríði því, sem hann á sífellt
í við vaxandi tölu búfénaðar,
samhliða eyðingaröflunum, svo
sem sandfoki, holklaka og ó-
hollustu öskufallsins, þegar eld-
fjöllin senda honum slíkar
kveðjur. En eftir því sem afrétt-
irnir rýrna, þrengir að í heima-
högum. Eyðingarhættan flyzt
niður í byggðirnar ef ekki er
verið vel á verði. Öflugasta
brjóstvörn gróðurfarsins og
stórskotalið hans, trjágróðurinn,
er að mestu eyddur. En þá er
fótgönguliðinu, heiða- og engja-
gróðri hætt, svo sem dæmin
sanna, t. d. í Rangárvallahreppi,
þar sem 80 jarðir eru fallnar í
eyði svo vitað sé, og aðallega
fyrir uppblástur. Æði mikill
hluti af þessum mikla bæja-
fjölda lagðist af á einu vori, þeg-
ar sandbyljirnir efndu til einnar
hinnar mestu stórorustu, gnauð-
uðu á gróðrinum dag eftir dag
og viku eftir viku, og það svo
harkalega að ekki aðeins gras-
svörðurinn heldur einnig búfén-
aðurinn hrundi niður í þessari
hrikalegu viðureign.
Það er ekki af því að Kjölur
og Kaldidalur séu svo hálendir
aö ekki er þar meiri gróður en
raun ber vitni. Það er fyrir upp-
blástur! Sama máli gegnir um
Sprengisand og Austuröræfi.
Árnar, og þá ekki sízt Þverárnar,
bjarga miklu, og þeim munu að
þakka slitur þau og óasar í eyði-
mörkunum, sém enn halda velli.
Sandgræðsla er hafin í byggðum.
Æfistarf Gunnlaugs Kristmunds
sonar er einn hinn stærsti við-
burður og framtíðarvon. Krafta-
verk girðinganna hans og mel-
sáningin er þjóðinni eitt öflug-
asta fyrirheitið um að hún geti
orðið langlíf í landinu. Þar
fann Hannes Hafstein auðnu-
drjúgan starfsmann. En hér
þarf að herða sókn. Og í þeirri
sókn þarf þegar að gefa ör-
æfunum, afréttunum gaum.
Þar þarf líka að skapa frið
með girðingum á völdum svæð-
um. Og stórskotaliðið þarf að
endurreisa. Friða það, sem enn
er ófallið, friða allar skógarleif-
ar og rækta nýja skóga. En þeir
gætu ekki sízt átt griðland i
sandgræðslugirðingum Gunn-
laugs Kristmundssonar. Nú þarf
að safna fleiru en melfræi. Það
þarf árlega að safna sem mestu
af innlenda birkifræinu og
reynifræinu, sem til fellst og búa
svo um, að það geti fest rætur í
friðuðum reit. Óefað gætu skjól-
belti af víði og fleiri harðgerð-
um trjá- og runntegunda lagt
sitt lið. Við eigum mikið af fólki,
sem ekki veit hvað það á að
vinna sér til matar. Þetta fólk
mundi opna augun fyrir hinum
fjölmörgu úrræðum, sem fyrir
hendi eru í okkar lítt númda
landi, ef það í tæka tíð yrði
vanið af ránskap iðjuleysisins
með því að ynna af hendi þegn-
skaparvinnu við landvarnar-
störf, sandgræðslu og skóg-
græðslu.
* * *
Og meðal annarra orða! Við
óttumst að örtröðin á okkar
auðugu fiskislóðum ætli að sínu
leyti að leiða til áþekkrar út-
reiðar á nytjafiskunum, eins og
landsmenn sjálfir og búfénaður
þeirra er búinn að vinna á
nytjagróðri afréttanna og skóg-
gróðri byggðanna. Við höfum í
angist okkar hrópað á friðun
Faxaflóa. Nú verðum við um
sinn einir um hituna. Erlendir
botnvörpungar hafa nú öðrum
hnöppum að hneppa. Nú skulum
við láta á sjá að okkur sé alvará.
Við skulum sýna trú okkar í
verkinu. Við skulum þegar í stað
friða Faxaflóa fyrir botnvörpu
(Framh. á 4. siOu)