Tíminn - 14.10.1939, Qupperneq 1

Tíminn - 14.10.1939, Qupperneq 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR ■ JÓNAS JÓNSSON. ÚTQEFANDl: PRAMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJ ÓRNARSKRIFSTOFVR: EDDUHÚSI. Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, IJndargötu 1 D. Simi 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Simar 3948 og 3720. 23. ártf. Rcykjavík, laugardagiim 14. okt. 1939 119. blað Rannsókn á feitmetísþörf þjóðarinnar Árlegga par! um 2400 smálestír feitmetis til viðbits Náttúrufræðirannsókna- nefnd ríkisins hefir unnið að yfirgripsmiklum athug- unum á feitmetisþörf þjóð- arinnar og aðstöðu hennar til að uppfylla hana, ef lang- varandi stríð og stríðsað- gerðir tálma feitmetisað- dráttum frá útlöndum. — Samhliða þessu hafa verið gerðar ýmsar rannsóknir og tilraunir, sem hníga að því að nota íslenzka feiti úr dýraríkinu til að viðhalda innlendum iðnaði, sem áður hefir byggzt á innfluttri plöntufeiti og feitiefnum. Talið er, að á íslandi noti hver maður til jafnaðar um 20 kíló- grömm af feitmeti til viðbits á ári hverju. Alls þarf þjóðin því um 2400 smálestir af viðbiti. Hingað til hefir þessari feitmet- isþörf verið fullnægt með inn- flutningi feitar og feitiefna til manneldis, er nemur 1100 smá- lestum. Þessi feitarinnflutning- ur er mestmegnis harðfeiti, kó- kos-feiti og hert hvalfeiti, en einnig hafa vexið fluttar inn um 200 smálestir af feitarolíu, sem notuð hefir verið manneldis. Til iðnaðar, einkum sápugerðar og framleiðslu á málningarvörum, Kosningar tíl stúd- dentaráðs íara iram í dag Kosningar til stúdentaráðs fara fram í alþingishúsinu í dag. Verður að þessu sinni kosið um þrjá lista, A-lista, er Félag frjálslyndra stúdenta stendur að, B-lista, sem settur er fram af Félagi róttækra stúdenta, og C-lista, er na2;istar og Sjálfstæð- ismenn í háskólanum tefla fram í sameiningu. Óvíst er, hver ,úr- slitin verða. Eiga um 260 stúd- entar atkvæðisrétt við þessar kosningar, en sennilega munu tæplega 200 neyta atkvæðisrétt- ar síns. Hinir fjórir efstu menn á A- listanum, lista Félags frjáls- lyndra stúdenta, eru Sigurður Ólason stud. med., Eiríkur Páls- son stud. jur., Benedikt S. Bjark lind stud. jur. og Björgvin Bjarnason stud. jur. í hinu fráfarandi stúdentaráði eru f jórir menn, sem kosnir voru í fyrrahaust af lista róttækra stúdenta, og fimm, er kosningu náðu af lista Fél. lýðræðissinn- aðra stúdenta, Vöku, er einnig var studdur af félagi „þjóðernis- sinna", samkvæmt opinberri yf irlýsingu. Félag frjálslyndra stúdenta var stofnað síðastliðið vor og þar með ráðin bót á óeðlilegu ástandi í félagsmálum stúdenta. Framsóknarmenn höfðu for- göngu um stofnun félagsins, en félaginu var ætlað að vera sam- eiginlegt starfssvið Framsóknar- manna, jafnaðarmanna og frjáls lyndra, lýðræðissinnaðra, ó- flokksbundinna stúdenta, sem áður voru tvískiptir, ýmist í fé- lagi róttækxa stúdenta eða Vöku Félag frjálslyndra stúdenta hefir gefið út myndarlegt blað fyrir stúdentaráðskosninguna, þar sem gerð er grein fyrir stofn- un félagsins og markmiði þess og viðfangsefnum. Ritnefnd þess skipa Benedikt S. Bjarklind stud. jur., Kári Sigurðsson stud. jur., og Magnús M'ár stud. theol. hafa auk þessa verið flutt inn 600 smálestir feitar eða feiti- efna. Af innlendu feitmeti hafa því nálægt 1300 smálestir verið hag- nýttax til viðbits innan lands. Nefndarmenn telja þó, að með meiri nýtni en tíðkazt hefir í þessum efnum og aukningu feit- metisframleiðslunnar megi afla mun meira af innlendu feitmeti til viðbits, ef svo mikil hindrun verður á innflutningi nauðsyn- legra hráefna til smjörlíkisgerð- ar, að sú starfsgrein falli niður eða rýrni stórlega. Áætla þeir, að smjörframleiðslan geti numið 1300 smálestum, miðað við 26 þúsund fullmjólkandi kýr, mör og tólg til viðbits, sem til fellst af 500 þúsundum slátur- fjár, um 350 smálestum og feiti úr 3000 sláturhrossum um 75 smálestum. Frá landbúnaðinum fást þannig 1725 smálestir við- bits. En hér er svo ráð fyrir gert, að smjörframleiðslan sé aukin eins og unnt er, nýrmör tekinn til viðbits úr öllum kjötkropp- um, nema því er til Englands fer, mör í slátur sparaðar og öll hrossafeiti nýtt sem bezt. En þætti ástæða til að gera víðtæk- ari ráðstafanir til þess að forða feitmetisskorti, mætti á næsta sumri auka feitmetisframleiðsl- una drjúgum með því að fyrir- skipa fráfærur í vissum lands- hlutum. Er talið, að um 150 smálestir fengist eftir 50 þúsund kvíaær. Einnig væri hugsanlegt að selja nokkurn hluta ný- mjólkur með minna fitumagni en nú er, og bæta þá fituskerð- ingu upp með lýsisnotkun. Ef fituskerðingin næmi einum hundraðshluta og tæki til helmings sölumjólkur, fengj- ust um 36 smálestir smjörs. Til viðbótar því feitmeti, er fæst frá landbúnaðinum, væri hægt að fá aðgengilega fljót- andi eða hálfharða feiti, svo (Framh. á 4. síðu) Birgðir af útgerðarvörum Fyrír atbeina ríkis- stjórnarínnar eru pær með mesta móti í októberhefti Ægis, blaði Fiskifélags íslands, er yfirlit um birgðir útgerðarvara um miðjan fyrra mánuð og virðist af því mega ráða, að birgðir ýmsra þessa vara hafa verið með mesta móti, þegar miðað er við þennan tíma árs. Hafði rík- isstjórn og gjaldeyrisnefnd líka gert sitt bezta til að greiða fyrir slíkum innflutningi og er þeim ráðstöfunum vitanlega haldið áfram. Fer hér á eftir stuttur út- dráttur úr yfirlitinu: Olía. Birgðirnar af hráolíu voru 3.550 smál., en meðalinn- flutningur þriggja undanfar- inna ára er 11.000 smál. Árs- neyzlan er nokkru minni, því alltaf hafa verið talsverðar birgðir um áramót. Þegar miðað er við þenna tíma árs voru birgð- irnar með allra mesta móti. Salt. Eftir þeim upplýsingum, sem fyrir liggja, vantar 40—45 þús. smál. til að fullnægja þörf ársins 1940. Fljótt á litið virðist þetta nokkuð mikið, en þess er að gæta, að á mörgum stöðum (t.d. í Vestmannaeyjum, á Akra nesi og sumum verstöðvum á Reykjanesi) veldur geymsluleysi því að flytja verður salt þangað næstum jafnóðum. Eins og sakir standa er líka allt í óvissu með saltfiskmarkaðinn og þess vegna varhugavert að draga að sér mjög mikið af salti, þar sem líka má telja fullvíst, að unnt verði að ná því á sama hátt og áður. Efni til vélsmíða og bátavið- gerða. Vélsmiðjurnar í Reykja- vík hafa tryggt sér hráefni, sem talið er að endast munu til venjulegra aðgerða á skipavél- um og járnskipum fram yfir næstu vertíð. Einnig er hér tals- vert timbur til báta og skipa- viðgerða og er ekki talið sérlega erfitt að ná timbri til viðbótar og hafa nokkrir gert ráðstafanir til þess. Svipað mun mega segja um flestar skipasmíða- og við- (Framh. á 4. síöui Lettland undirokað Nokkrir pættir úr sögu Lettlcndínga Samningur milli Rússlands og' Lettlands um gagnkvæmt hern- aðarbandalag hefir nýlega ver- . ið undirritaður. Samkvæmt' honum fá Rússar að hafa flota- ! og flughafnir í tveimur helztu bæjum Lettlands, Libau og Wendau, og allmikið setulið á báðum stöðunum. Þeir mega einnig reisa strandvirki á ströndum Lettlands, þar sem þeim þóknast. Með þessum samningum má segja, að sjálfstæði Lettlend- inga sé raunverulega lokið. Rússar hafa hér eftir nægilega öflugt herlið í landinu til að geta sagt stjórn Lettlands fyrir verkum. Til að koma þessu á- formi sínu í framkvæmd hafa þeir beitt svipaðri aðferð og Hitler, þegar hann innlimaði Tékkóslóvakíu í þýzka ríkið. Hitler lét kalla Hacha forseta á fund sinn og neyddi hann með hótun um vopnaða árás, til að samþykkja afarkostina. Stalin lét kalla utanríkisráð- herra Lettlands á fund sinn og neyddi hann með samskonar hótunum til að fallast á samn- inginn, sem Rússar höfðu tilbú- inn fyrirfram. Meðan ráðherr- ann var í Moskva, var ógrynni rússnesks liðs við landamæri Lettlands og þannig sýnt, að fullkomin alvara væri á bak við hótunina. Lettar eru af hinum svo- nefnda baltiska þætti indo-ev- ropiska kynstofnsins, og eru því annarrar ættar en Finnar og Estlendingar. Hins vegar eru Lettar skyldir Litháum og hin- um gömlu Austur-Prússum. Mál þeirra er talið eitt elzta Evrópumálið og er mjög líkt sanskrít. Lettar hafa alla tíð verið mjög þjóðlegir og fast- heldnir í háttum sínum og því haft mikinn mótstöðuþrótt gegn erlendri kúgun. Má gleggst marka það á því, hversu vel þeir hafa varðveitt mál sitt. Þegar þeir komu til Lettlands, voru þar fyrir kynbálkar af finnsk- um ættum, Lífar og Kúrar, en þeir hafa fyrir alllöngu blandað blóði sínu við Letta, en fylkin, sem voru þarna á miðöldum, Karlis Ulmanis, einvaldi Lettlands. Lífland og Kúrland, drógu nafn sitt af þeim. Fyrir 1200 árum byrjuðu Þjóðverjar að leggja leiðir sín- ar til Lettlands og náðu yfir- ráðum landsins fljótlega í sín- ar hendur. Réðu þeir þar mestu í röskar þrjár aldir og komst megnið af jarðeignunum í eigu lýzkra aðalsmanna, sem beittu Letta hinni mestu kúgun. Um skeið réðu Svíar og Pólverjar yfir landinu eða nokkrum hlut- um þess. Eftir viðureignina við Karl XII. náðu Rússar yfirráð- um á landinu og héldu þeim fram til 1917. Eins og gefur að skilja, nutu Lettar lítils frelsis á þessum timum. Einkum voru þeir beitt ir miklu ofríki af hálfu þýzku jarðeigendanna, sem héldu eignum sínum, þótt landið kæmist undir yfirráð Rússa. Á 19. öldinni beittu rússnesku yf- irvöldin Letta mikilli harðýðgi og gerðu þrálátar tilraunir til að útrýma lettneskri tungu. Þessar tilraunir Rússa áttu ekki sízt þátt í því, að ýta und- ir þjóðernisvakningu Letta og fór hún stöðugt vaxandi á 19. (Framh. á 4. síðu) Aðrar fréttir. A. Smásöluverð í Reykjavík. — Verðlagning gripa samkvæmt verðlagsskrám. — Síldarolía til fernisframleiðslu. — Fyrsta starfsár niðursuðuverksmiðju S. í. F. í nýkomnum hagtíðindum er greinar- gerð um smásöluverð á nokkrum helztu matvörutegundum, eldsneyti og ljós- meti í Reykjavík í byrjun ágústmán- aðar og byrjun septembermánaðar i sumar. Það magn af matvörum þessum, sem árið 1914 kostaði kr. 846.34, kostaði 1. ágúst í kr. 1766.62, en lækkaði til muna í ágústmánuði og kostaði íbyrjun septembermánaðar kr. 1670.92. í fyrra, í byrjun septembermánaðar, kostuðu þessar vörur kr. 1676.26, og sýnir þetta að verðlækkun á matvörum hefir átt sér stað í Reykjavík frá því 1 fyrra, miðað við byrjun septembermánaðar bæði árin. Eldsneyti og ljósmeti, sem 1914 kostaði kr. 97.40, kostaði í fyrra kr. 181.90, en kr. 183.10 í september- byrjun í ár. Matvörutegundir þær, sem voru í hærra verði í septemberbyrjun í ár heldur en í fyrra, svo að verulegu næmi, voru sykur, kjöt og slátur. Mun lægri nú en þá voru hins vegar brauð og garðávextir. Svipað verð var á korn. vörum, kaffi, smjöri og feiti, mjólk, osti og eggjum og fiski. t t t Verðlagsskrár fyrir 1939—1940 eru prentaðar í síðustu hagtíðindum. Sam- kvæmt þeim hefir verðlag á fríðum peningi verið skráð mjög svipað og síðastliðið ár, ofurlítið hærra á kúm og hestum, en örlítið lægra á sauðfén- aði og nemur breytingin broti úr krónu. Hæst eru kýrnar verðlagðar í Eyja- fjarðarsýslu á kr. 273.21, í Vestmanna- eyjum á kr. 265.00 og kr. 261.25 í Árnes- sýslu, en 250 krónur og þar yfir í ísa- fjarðarsýslu, Gullbringu- og Kjósar- sýslu, Borgarfjarðarsýslu og Stranda- sýslu. Lægst eru kýrnar virtar í Austur- Skaftafellssýslu, á 197 krónur. í Vestur- Skaftafellssýslu eru þær virtar á 200 krónur, í Dalasýslu á kr. 202.22, í Suð- ur-Múlasýslu kr. 205.33 og í Snæfells- nessýslu á kr. 207.50. Ær eru hæstar verðlagðar í Þingeyjarsýslu á kr. 35.50, en á kr. 35.29 í Eyjafjarðarsýslu, 34.17 í Norður-Múlasýslu og 34.00 í Stranda- sýslu. Lægst eru ær verðsettar í Rang- árvallasýslu, á kr. 19.45, en 21.43 í Vest- ur-Skaftafellssýslu, 21.50 í Austur- Skaftafellssýslu, 23 krónur í Vest- mannaeyjum og 25.13 í Árnessýslu. Á- burðarhestar eru hæst verðsettir í EyjafjarðarsýSlu, á kr. 241.43. í Þing eyjarsýslu eru þeir verðlagðir á kr. 228.88, í Strandasýslu á 192.86 og í Húnavatnssýslu á 190.71. Lægst eru þeir verðlagðir í Dalasýslu, kr. 137.78, en í Rangárvallasýslu á kr. 145.91 og í Snæ- fellsnessýslu á kr. 146.67. Meðalalin allra landaura hefir síðan 1914 orðið hæst árið 1920—21, kr. 1.95. Nú er hún kr. 1.03 og hefir hún eigi verið hærri síðustu átta árin, að undanskildu í fyrra, að hún var kr. 1.12. Árið 1914—15 var hún kr. 0.60, en á tveim síðustu áratugunum hefir hún orðið lægst 1933 —34, kr. 0.81. t t t Eins og frá var skýrt í T^manum fyrir nokkru síðan hafa að undan- förnu verið gerðar ýmsar tilraunir með að nota síldarolíu við málningar- vinnslu. Tíðindamaður Tímans hefir spurt Gisla Þorkelsson, efnafræðing í málningarverksmiðjunni Hörpu, um þessar tilraunir og árangur þeirra Skýrði hann blaðinu svo frá: — Hér í verksmiðjunni hafa undanfarin ár ver- ið gerðar tilraunir um að nota síldar- olíu í ýmsar málningarvörur. Nú hinar síðustu vikur hefir þannig fernis ein- göngu verið framleiddur úr síldarolíu að uppistöðuefni og hefir sú framleiðsla verið seld allt frá stríðsbyrjun. Jafn- framt því, sem þetta sparar innkaup á erlendum hráefnum, kemur síldarolía í stað efna, sem ill fáanleg eru eins og sakir standa. Ekki verður annað séð en að hin nýja framieiðsla líki ágæt- lega og engar kvartanir hafa verk- smiðjunni borizt. Er þegar orðið all mikið sem notað er af síldarolíu til þessara hluta. Að undanförnu hefir það æ færzt í vöxt erlendis, að fiskiolíur séu notaðar til málningariðju. Hafa Ameríkumenn og Þjóðverjar að mörgu leyti verið forystumenn 1 þeim efnum. t r r Niðursuðuverksmiðja Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda tók sem kunnugt er til starfa í byrjun október- mánaðar í fyrra. Hefir hún því starfað í eitt ár. í verksmiðjunni eru nú framleiddar um 40 tegundir af niður- suðuvörum, og eru 5 þeirra úr græn- meti. Þar eru tilreiddar tvær tegundir af niðursuðuvörum, sem hvergi er að fá annars staðar, sem sé karfi í hlaupi og niðursoðin murta. Útflutningur á niðursuðuvörunum hefir enn sem kom- (Framh. á 4. síðu) Samningar Finna og Rússa standa enn yfir og hefir ekkert verið gert uppskátt um við ræðuefnið. í tilkynningir, sem finnska stjórnin sendi út í gær, er sagt að ástandið sé mjög alvarlegt, en látin í ljós sú von, að Rússar skilji afstöðu Finna. — Um 300 þús. manna finnsk ur her hefir verið sendur til landamæranna, og búið er að flytja um þriðjung íbúanna frá Helsingfors. — Sendiherrar Svía, Dana og Norðmanna í Moskva hafa farið á fund Molo toffs og borið fram þær óskir ríkisstjórna sinna, að sjálfstæði Finna verði ekki skert. Gustaf Svíakonungur hefir boðið Danakonungi, Noregskon- ungi og Finnlandsforseta, á- samt utanríkisráðherrum þess ara landa, til fundar í Stokk- hólmi á miðvikudaginn. — Roosevelt forseti hefir sent Kalinin, forseta Sovét-Rúss- lands, persónulega orðsendingu um þessi mál. — Samúð með Finnum fer mjög vaxandi um allan heim og eru þeir sérstak lega ánægðir yfir stuðningi hinna Norðurlandaþjóðanna. Chamberlain og Daladier hafa nú báðir flutt ræður til að svara hinum svonefndu „friðar“-til- lögum Hitlers og hafa þeir hafn að þeim afdráttarlaust. Segja þeir, að Bretar og Frakkar gangi ekki til friðarsamninga, . sem hvíli á þeim grundvelli að und- irokun Pólverja og Tékka sé við- urkennd, og engin trygging sé fyrir varanlegum friði, en það verði ekki meðan Hitler fari með völd í Þýzkalandi, því að reynsl- an hafi sýnt að hann haldi ekki neina samninga. Tilgangur Frakka og Breta með styrjöld- inni sé að koma á varanlegum friði, og þess vegna verði henni (Framh. á 4. síðu) Á víðavangi Mjög kunnur sunnlenzkur bóndi, Ágúst Helgason í Birt- ingaholti, hefir vakið athygli Tímans á því, hve kornyrkja sé góður undirbúningur að gras- rækt. Hann hefir bent á, hve frjóvgandi og bætandi áhrif það hefir á jarðveginn og fyrir gras- ræktina síðar meir, ef korn er ræktað í nýbrotnu landi í tvö eða þrjú ár, áður en grasfræi er sáð í það og það gert að túni. Vist er það athugandi fyrir margan bónda, hvort það sé ekki skynsamleg aðferð að plægja einhvern móablett, eða jafnvel lúfnakraga í túninu sjálfu, og sá í hann korni, breyta síðan akurstæðinu í tún eftir hæfilega langan tíma og efna sér siðan til nýs akurs. Nú á stríðstímun- um, þegar hörgull verður á korni og kornvaran áreiðanlega rán- dýr, væri líka hyggilegt að geta stuðzt við heimaræktað korn til hænsnafóðurs og fleira. * * * Á sama hátt og gömul akur- stæði þykja mjög grasgefin, þeg- ar í þau hefir verið sáð grasfræi og þeim breytt í túnjörð, eru garðstæði mjög ákjósanleg til túnræktar. Þegar útþensla er í garðræktinni, eins og verða hlýtur hér á landi á næstu árum, iá er líklegt, að oft sé hentugt að nota garðræktina eins og nokkurs konar millistig, breyta óræktarlandi eða túnþýfi í kart- öflugarða, kartöflugörðunum síðan í tún eftir fá ár. Brjóta svo nýtt land handa kartöflun- um til að mylda og frjóvga og búa í haginn fyrir túnjurtirnar. * * * Gildur bóndi á Suðurlandi, Magnús Finnbogason í Reynis- dal í Mýrdal, hefri skrifað Tím- anum bréf, þar sem hann skýrir m. a. frá því, að margt fólk sé um þessar mundir að fara úr sveit sinni og nágranna- sveitunum til vetrarvistar í Reykjavík, bæði fólk, sem búsett sé þar eystra, og aðrir, sem verið hafi þar í kaupavinnu yfir sumartímann. Þó myndi á sveitabæj um þar um slóðir vants vinnufólks, ef kostur væri að fá það; ekki sízt væri hægt að koma unglingum þar í vetrarvistir. Þessi tíðindi eru síður en svo einstæð. Svipað á sér stað í því nær hverri sveit landsins. En engu að síður er það allrar at- hygli vert, að það er ekki hægt að fá fólk til vistar, þar sem nóg starf býðst og meira er til að gera heldur en séð verður fram úr, jafnhliða því, sem hundruð og jafnvel þúsundir manna flykkjast í atvinnuleit á staði eins og til dæmis Reykjavík, þar sem atvinnuleysið er að ríða bæjarfélaginu að fullu og fyrir- sjáanlegt, að þúsundir af því fólki, sem þar er, geta ekki feng- ið þar neitt að gera á næstunni. Þó augljóst hafi verið, hvílíkt öfugstreymi slíkir fólksflutning- ar hafa verið á undanförnum ár- um, keyrir þó um þverbak nú. Til viðbótar atvinnuleysi undan- genginna ára bætast nú í þann hóp mikill fjöldi manna, sem sinnt hafa verzlunarstörfum, en hafa þar ekkert að gera, þegar vöruviðskiptin þverra, fjöldi fólks, sem unnið hafa í verk- smiðjum, sem ekki geta lengur viðað að sér efnivörum til iðju sinnar, fjöldi manna, sem unnið hefir við ýmsar framkvæmdir, er nú stöðvast vegna viðskipta- og siglingateppunnar og verðbólg- unnar, fjöldi bifreiðastjóra, sem ekki er hægt að láta hafa ben- zín til aksturs o. s. frv. Það er því greinilegt, að í stað þess að fólk kemur nú hópum saman til Reykjavíkur og annarra kaup- staða, þegar vetur heldur í garð, verður knýjandi nauðsyn á að sjá fjölda fólks, sem hingað til hefir haft atvinnu sína í kaup- stöðum, fyrir vistum úti í sveit- um landsins, þar sem nóg er svigrúm til starfa og mögulegt að afla flestra höfuðlífsnauð- synja.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.