Tíminn - 14.10.1939, Page 2

Tíminn - 14.10.1939, Page 2
474 TÍMIM, langardagiim 14. okt. 1939 119. blað Vantrú á málstaðinn Eitir Skúla Guðmundsson alþíngísm. Nkólarnir byrja Eftir Jón Emil Guðjónsson Luuqurdafíinn 14. oUt. Farísear ÞaS var háttalag fariseanna að þykjast allra manna réttlát- astir í breytni sinni. Til að sanna heiðarleika sinn beittu þeir m. a. þeirri aðferð, að ásaka aðra menn harðlega fyrir ýmiskonar óhæfuverk. Með slíkum ásökunum og for- dæmingu þessara afbrota þótt- ust þeir geta talið almenningi trú um, að þeir væru sjálfir saklausir af því, að hafa fram- ið þau. Sannleikurinn var hinsvegar sá, að þeir voru flestum mönn- um sekari í þeim efnum. Undanfarnar vikur hafa í- haldsblöðin látizt vera fylgj- andi miklum sparnaði á út- gjöldum ríkissjóðs, einkum launalækkunum. Jafpframt hafa þau haldið því fram, að flokkur þeirra hafi barizt fyrir útgjaldalækkunum á undan- förnum árum. Þetta sparnaðarh j al íhalds- blaðanna hefir þó alveg sér- staklega verið fólgið í því, að ásaka Framsóknarflokkinn fyrir vítaverða eyðslu í launa- greiðslum og mótstöðu gegn sparnaðarráðstöfunum. Um sannleiksgildi þessara á- sakana er réttast að láta verk- in sjálf tala. Forvígismenn Sjálfstæðis- flokksins hafa á undanförnum þingum ekki bent á ein einustu skynsamleg úrræði til sparnað- ar á útgjöldum ríkissjóðs. í þess stað hafa andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins orðið að fella hverja útgjaldatillöguna frá þeim á fætur annarri, eins og t. d. þá tillögu núv. fjármála- ráðherra, að framlagið til at- vinnubóta skyldi vera 500 þús. kr. hærra en það hefir verið. Ef gerður er samanburður á launagreiðslum ríkisstofnana og ýmissa hálfopinberra stofnana, sem stjórnað er af sumum for- vígismönnum Sjálfstæðismanna (Fisksölusamlaginu, Reykjavík- urbæ, Eimskipafélaginu o.s.frv.) verður niðurstaðan sú, að laun- in hjá ríkisstofnunum eru langtum lægri. Sú mótstaða, sem íhaldsblöðin telja að Framsóknarflokkurinn hafi veitt tillögum um útgjalda- lækkun hjá ríkissjóði, hefir ein- göngu falizt í því, að koma i veg fyrir ýmsar heimskulegar ráð- stafanir, sem sumir forvígis- menn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til að gerðar yrðu, — ráð- stafanir, sem hlutu ýmist að auka útgjöld ríkissjóðs eða minnka tekjur hans. Má þar nefna niðurlagningu á einka- sölum, Skipaútgerð ríkisins, skrifstofu ríkisspítalanna o. fl. Hins vegar hefir Framsóknar- flokkurinn jafnan verið fús til að styðja hverskonar hyggileg- an sparnað á útgjöldum ríkis- sjóðs, enda er auðvelt að rekja það, að þær breytingar á ríkis- rekstrinum, sem gerðar hafa verið til sparnaðar, hafa í lang- flestum tilfellum verið undan rifjum flokksins runnar. Flokk- urinn er fyrst og fremst studdur af framleiðendum og engir gera strangara tilkall til þess en þeir, að öllum útgjöldum til launa- stéttanna sé í hófi stillt. Flokk- urinn mun líka á næstu þingum gera tilraun til þess, að launa- greiðslur ríkissjóðs miðist við kjör framleiðslustéttanna. Það, sem hér hefir veTið rakið, sýnir greinilega, að með fram- angreindum skrifum sínum um fjármál ríkisins og launalækk- anir, feta íhaldsblöðin dyggilega í fótspor fariseanna. Launa- greiðslur eru hæstar hjá þeim stofnunum, sem flokksmenn þeirra ráða yfir. Flokksmenn þeirra hafa gengið lengra í því en nokkrir aðrir, að gera tillögur um útgjaldahækkanir hjá ríkis- sjóði á undanförnum þingum. Engin viðleitni hefir enn verið sýnd til launalækkunar eða annars sparnaðar hjá Reykja- víkurbæ, Fisksölusamlaginu og Eimskipafélaginu. Það er því ekkert annað en sama sektartil- finningin og hjá fariseum, er knýr íhaldsblöðin til að deila á aðra fyrir það, sem foringjar þeirra eru sekari um en aðrir. Það er sama viðleitnin og hjá Stundum getur greindum mönnum sézt yfir einfalda hluti. Glöggt dæmi þess er grein í dagblaðinu Vísi 9. þ. m., sem mun vera skrifuð af Árna frá Múla. Tilefni þeirrar grein- ar er það, sem ritað hefir verið í Tímann um úthlutun inn- flutningsleyfa fyrir erlendum vörum, sem eru háðar inn- flutningstakmörkunum. Sam- vinnumenn halda því fram, að meðan óhjákvæmilegt er að takmarka innflutning á al- gengum verzlunarvörum, sé rétt að skipta þeim vöruinn- flutningi á milli kaupmanna og kaupfélaga eftir svonefndri höfðatölureglu, þ. e. eftir því, hve margir af landsmönnum vilja hafa samvinnufélagsskap um viðskiptin, og hve margir kjósa að skipta við kaup- mannaverzlanir. Af þessu dreg- ur Árni þá ályktun, að nauð- synjar til framleiðslunnar, sem innflutningshöftin ná að engu eða litlu leyti til, svo sem veið- arfæri, salt, olía, landbúnaðar- verkfæri o. fl., eigi að skiptast jafnt milli allra landsmanna! Blöð Sjálfstæðismanna hafa ætíð flutt þjóðinni þann boð- skap, að kaupmannaverzlun væri landsmönnum hagstæðari en samvinnuverzlun. Tímaritið „Frjáls verzlun", sem kaup- menn í Reykjavík halda úti, virðist hafa það eina hlutverk að boða þessa sönnu trú og færa lesendum sínum heim fariseum til að reyna að hylja syndir sínar og látast vera sak- lausir sjálfir. Skýrari yfirlýsingu um þenn- an fariseahátt er heldur ekki hægt að hugsa sér en það, að maðurinn, sem er látinn gala hæst um nauðsyn launasparn- aðar, hefir í mörg ár fengið há laun hjá Fisksölusamlaginu, þótt aðalstarf hans sé raunar að skrifa svívirðingargreinar í íhaldsblöðin. Það kann vel að vera að ein- hverjir glepjist á þessum fari- seaháttum íhaldsblaðanna. En hitt er þó líklegra, að þeir séu langtum fleiri, sem sjá í gegnum grímuna og vita af hverju þessu læti stafa, Mönnum finnst það líka yfirleitt, að nú sé meiri þörf fyrir föst tök á málum en orða- gjálfur. íhaldsblöðin mega því vita vel, að stefna ihalds- manna í fjármálum verður dæmd eftir því, hvort þeir sýna nokkra viðleitni til sparnaðar hjá þeim fyrirtækjum, sem þeir ráða yfir, og bera fram hyggi- legar tillögur um sparnað ríkis- útgjaldanna, en ekki eftir þeirri stælingu af vinnubrögð- um farisea, sem einkennt hefir skrif íhaldsblaðanna undan- farnar vikur. Ágúst Steingrímsson: U ni Þeir, sem muna tíma vatns- og skólpburðarins, gömlu þurr- salernin eða jafnvel salernis- leysið, kunna eflaust að meta framfarir þær, sem fólgnar eru í almennri notkun vatnssalerna og vatnsleiðslna. Hvað hreinlæti og heilbrigði snertir, eru tæki þessi ómetan- leg, og mörg sporin hefir og vatnsleiðslan sparað húsfreyj - unni. En þrátt fyrir hina miklu kosti hreinlætistækjanna, verður vinningurinn samt vafasamur, ef ekki er séð fyrir afveitu skolpsins á viðunandi hátt. Ljótir og óheilnæmir voru skolpskurðimir i gamla daga, þegar helt var úr skólpfötunni við húshornið, og ekki er það betra nú þegar salernisfrá- rennslið bætist við. Því er ekki nóg að draga skolpleiðsluna út fyrir húsgrunninn og hleypa straumnum þar út á völlinn, eða í opinn eða illa byrgðan skurð. Þetta getur gengið þegar jarð- vegurinn er grófur sandur eða gljúpt hraun, en þar sem um moldarjarðveg er að ræða, er slíkt með öllu ótækt. Þar sem brunnar eru í grennd, er slíkt sanninn um kosti kaupmanna- verzlana. í nýútkomnu hefti af þessu tímariti, er skráð, að það muni ljóst verða, að kaup- mannastéttin íslenzka hafi „til að bera glöggskyggni, skjótleik og úrræðasemi í framkvæmd- um og heiðarleik, drenglyndi og þegnskap í viðskiptum". Vel myndi þjóð vorri farnast, ef allir landsmenn hefðu þessa góðu kosti í ríkum mæli. Það skal ekki dregið í efa, að í hópi íslenzkra kaupmanna séu margir hæfileikamenn og drengir góðir. Ekki verður held- ur að því fundið, þó að þeir noti blöð og tímarit til að færa landsmönnum vitneskju um kosti stéttarinnar. En af skrif- um kaupmannanna og málsvara þeirra um verzlunarmálin, virð- ist þó svo sem þá skorti sjálfa þá trú á eigin málstað, sem kennimenn þurfa að hafa, til þess að von sé um góðan á- rangur af flutningi orðsins. Ef þeir hefðu sjálfir bjargfasta sannfæringu fyrir því, að kaup- mannaverzlun væri betri en kaupfélagsverzlun, myndu þeir geta á það fallizt, að kaup- endur erlendrar vöru mættu ráða þvi, hvort þeir skipta við kaupmenn eða kaupfélög, því að sýnilegir yfirburðir kaup- mannanna myndu vísa rétta leið öllum þeim, sem vilja ná hagkvæmum viðskiptum. Krafa kaupmannastéttarinnar um að verzluninni sé haldið í sömu skorðum og fyrir 8—10 árum, getur ekki verið sprottin af öðru en ótta við það, að mikill hluti þjóðarinnar óski ekki að skipta við kaupmenn, þrátt fyrir þeirra mörgu, góðu kosti. Engir hafa talað og skrifað meira um einstaklingsfrelsi í þessu landi heldur en Sjálf- stæðismenn, þ. á m. kaupmenn- irnir. Við flest tækifæri hafa þeir vitnað um ást sína á frels- inu. O'g þegar kaupmennirnir hefja útgáfu tímarits, þá gefa þeir því heitið: „Frjáls verzl- un“. Það er því mjög undarlegt, að þessir ágætu unnendur frels- isins berjast nú af öllum mætti : gegn því, að fólkið í landinu hafi frjálsræði til að ákveða hvort það skiptir við kaupmenn eða kaupfélög. Af hverju getur þetta stafað? Hafa einhverjar aðrar hvatir orðið frelsishug- sjóninni yfirsterkari? Æskilegt væri að Árni frá Múla, eða ein- hver annar ritfær maður, gæfi skýringar á þessu dularfulla fyrirbrigði. En að óreyndu verður því ekki trúað, að Sjálfstæðismenn leggi svo mikla áherzlu á að svipta landsmenn öllu frelsi í viðskiptaefnum, að þeir neiti að öðrum kosti áframhaldandi þátttöku í stjórn landsins. Skúli Guðmundsson. rotþró stórhættulegt heilbrigði manna. Þar sem ekki er skólpveitu- kerfi eins og í bæjum, eða vatnsmikið straumvatn til að fleyta skolpinu frá híbýlunum, eru því aðrar aðgerðir um af- veitu skolpsins nauðsynlegar, og skal leitast við að gera grein fyrir þeim hér. í stærri bæjum hérlendis eru víðast skolpveitukerfi, og þar sem öll kauptún okkar liggja við sjó, er skolpinu veitt á haf út. Þar sem veitur þessar eru í lagi, eru þær fullviðunanlegar hvað heilbrigði snertir. Ókosturinn er, hversu mikil áburðarverðmæti fara á þann hátt til spillis. í smærri þorpum og í landsbyggð- inni er aftur erfiðara um af- veitu skólpsins. Þar sem skolpið óhreinsað inniheldur ýmis skaðleg efni, eyðileggur það vatnslitla læki og lítil stöðuvötn, þannig, að fisk- ur þrífst þar ekki, og menn og skepnur, sem drekka af slíku vatni, geta beðið tjón á heilsu sinni. Auk þess spillir það loft- inu, einkum í hitum. Alvarlega ætti að varast að veita skolpi nálægt brunni, og útrennsli skolppípunnar verður Framhaldsskólarnir hefja yf- irleitt starfsemi sína í þessum mánuði eða í byrjun hins næsta. Sumarannirnar eru liðnar. Náms- og skólatíminn fer í hönd. Unga fólkið hópast saman á menntasetrunum víðsvegar um landið. Allir skólar munu vera fullsóttir, og sumir verða að vísa mörgum umsækjendum frá. Til hvers sækir þetta unga fólk skólana? Og hvers virði er því dvölin þar? Mörgum kann að þykja fyrri spurningin óþörf. Henni má þó svara að minnsta kosti á þrjá vegu. Sumt æskufólk sækir skólana fyrst og fremst til að njóta lífsins í hinum glaða jafnaldrahópi samskólans. Nám- ið er aðeins aukaatriöi. Aðrir nemendur koma eingöngu í skól- ann til að geta tekið þar próf. Námið er þeim áhugaefni, af því að það veitir þeim stimpil skólamennskunnar og jafn- framt sérstaka atvinnumögu- leika. — Loks eru þeir nemend- ur, sem í skólunum dvelja vegna raunverulegrar menntaþrár. Þeir eru fróðleiksfúsir og ötulir. Skólavistin er þeim ekki neitt lokatakmark á námsbrautinni. Hún er fyrst og fremst öflun nauðsynlegrar færni til að geta numið af sjálfdáðum og verið jafnframt betur búnir í baráttu hins daglega lífs. Það er hlut- verk skólanna að haga svo starfi sínu, að viðhorf sem flestra nemendanna sé eitthvað á þessa leið. Og þess ber að vænta, að slíkir nemendur séu langfjöl- mennastir í hópi íslenzkra náms- manna. Við þá á skólastarfsem- in almennt að miðast. Ef hún fullnægir þeim ekki, þá er eitt- hvað athugavert við námshætti og vinnubrögð. Við íslendingar höfum varið miklu fé og orðið að heyja ötula baráttu til að reisa menntastofn- anir okkar og vekja skilning al- þjóðar á gildi þeirra og nauðsyn. Nú munu flestir sammála um að meta þá baráttu mikils. Unga kynslóðin er fús til skólavistar. Allir hljóta að fagna því, hversu vel hefir tekizt að bæta henni aðstööuna. Fremur er deilt um, hvernig skólarnir geti orðið æskunni að sem mestu liði. Allt skólastarf ber fyrst og fremst að meta eftir árangri, en ekki eftir glæsilegri skólasókn eöa skóla- byggingum, þótt slíkt skipti auð- vitað miklu máli út af fyrir sig. — Við höfurn byggt flesta skól- ana okkar á tiltölulega mjög skömmum tíma. Þar höfum við orðið að fara það í einum á- fanga, sem nágrannaþjóðirnar hafa getað farið í mörgum, af því að þær byrjuðu fyrr og geta byggt á langri reynslu og eigin athugunum. Þær eiga sína mót- uðu skólamenningu. Okkar er í deiglunni. Við höfum stu.ðzt við erlendar fyrirmyndir. — Á síð- ustu árum hefir þó mátt eygja ætíð að leggja neðan við botn vatnsbóls. Það er vitanlegt að taugaveiki og ýmsa aðra næma kvilla, má oft rekja til brunnanna, og í Svíþjóð hafa menn t. d. gildar ástæður til að ætla, að hinn skæði lömunarveikisfaraldur, sem undanfarin ár hefir geisað þar í landi, standi í sambandi við slæman frágang á skólp- veitum og illa gerðum brunnum. Á þessu sést að í sveitum, eða annars staðar, þar sem skilyrði eru slæm til beinnar afveitu, er hreinsun skolpsins nauðsynleg, en til þessa er rotþróin ætluð, og skal einni þeirra lýst hér. Þró sú, sem hér um ræðir, á að vera það fullkomin, að hún skili vatninu sem næst skaðlausu að hreinsuninni lokinni. Nokkur kostnaður er að sjálfsögðu við byggingu slíkrar þróar, en þar sem hún skilar miklu af góðum áburði, ætti hún að bera sig fljótlega, ekki hvað sízt nú, þeg- ar fyrirsjáanlegur er hörgull á aðkeyptum áburðarefnum, og vil ég í því sambandi vísa til erindis Pálma Einarssonar ráðunautar, flutt í útvarp 23. sept, er fjallaði um áburðarnýtingu. Hvatti hann þar til að hagnýta salernisáburð- inn sem bezt. Myndin sýnir rotþró með svo- kallaðri „fitugildru". Fitugildran er brunnur, steyptur eða gerður úr víðum steinsteypupípum. Inn ýms ný vormörk í skólastarf- semi okkar. Aukning íþrótta- náms, vinnukennslu og sjálf- stæðra starfshátta bendir ein- dregið í þá átt. — Þessi vormörk — þessi nýja stefna í skólamál- um okkar, þarf aðeins að verða enn skýrari. í stuttu máli má segja, að starfsemi hinna almennu fram- haldsskóla — og að sumu leyti einnig barnaskólanna — þurfi að verða raunhæfari. Hún þarf að vera meira í samræmi við hina almennu lífsbaráttu. Yfirleitt er kennslan nú ofmikið einskorðuð við bóklegt nám. Skólarnir eiga fyrst og fremst að kenna þau grundvallaratriði, sem sjálfs- námið byggist á. Þeir eiga að leggja meiri rækt við móður- málsnámið,sérstaklega stílleikni og ræðumennsku. — Æskan verður að nenna að brjóta erfið viðfangsefni til mergjar. Vak- andi og íhugul þarf hún að yf- irgefa skólann. — Kennslan fyr- ir þroskaðri nemendur má gjarna vera mikið í fyrirlestr- um. Með því gefast tækifæri til að læra að vinna úr þeim. Slík kunnátta er nauðsynleg, meðal annars vegna starfsemi útvarps- ins. Allt bóklegt nám þarf að vera hfrænt starf, en ekki að- eins viðtaka utanaðlærðra hug- mynda. Líkamsrækt og verklegt nám eiga líka að vera megin- þættir skólastarfseminnar. Nem- andinn yfirgefur þá ekki skóla sinn einungis ríkari af bóklegri þekkingu. Hann er jafnframt betur fær en ella til að reynast liðtækur í starfslífi hins fulltíða manns. Hann þarf að kunna til almennra verka og vita hvað erfiðisvinna er, hafa lært að meta hana, sem undirstöðu þjóð- félagsframleiðslunnar. Skólinn á líka að innræta nemandanum daglega líkamsrækt — ekki að búa hann sérstaklega undir að vinna svokölluð íþróttaafrek eða að setja met, heldur kenna hon- um varanlega heilsuvernd. Góður skóli er bæði náms- og uppeldisstofnun. Með því að ein- blína ekki á bóklega námið gefst betur tækifæri til að vera einn- ig hið síðarnefnda. í skólastarf- seminni er reynt að benda nem- andanum á veginn til vaxandi þroska og farsælla lífs. Á þeim vegi er hvergi neitt mark, sem á er letrað: Hingað og ekki lengra. — Það er heldur ekki hægt að setja því takmörk, hverju starfsfús og framgjörn æska getur áorkað. Okkar litla þjóðfélag hefir ver- ið furöu mikilvirkt við að bæta aöstöðu æskulýðsins til hvers- konar námsiðkana. Við hljótum að vænta þess, að árangurinn komi fram í auknum lífsþrótti, mikilli færni og heilbrigðu við- horfi þeirrar kynslóðar, sem nú vex upp í landinu. um vegg þessa brunns liggur skolpleiðslan frá húsinu, og er stútur hennar beygður þannig, að opið komi um 30 cm. undir vatnsborðið. Andspænis þessu skolpinntaki er frárennslið til rotþróarinnar, en fyrir framan þann stút er þétt tréloka, sem gengur 50 cm. niður fyrir yfir- borð vatnsins í brunninum. Á botn þessa brunns setjast stærri föst efni, svo sem beinflísar, mold, eggjaskurn o. fl. en við yf- irborðið fita og önnur léttari efni. Á fitugildrunni er hleri úr tré og er fitan og botngruggið hreinsað eftir hendinni. Fitu- gildra getur staðið nálægt húsi, en lok hennar verður að vera vel þétt. Rotþróin ætti að standa 15— ATHAFNIR OG ÆFINTÝRI Hugleiðingar Barðsirendíngs i. Megin hluti Barðastrandar- sýslu er sundur skorinn af há- um fjöllum og djúpum fjörð- um. Fólkið býr í sveit og í þorp- um. Rær á sjóinn og stundar landbúnað eða hvorttveggja. Lífsskilyrðin eru víða erfið og krefjast dug og þrautseigju. Samgöngur eru torveldar, einkum að vetri til, þegar snjó- ar eru miklir. Sökum landshátta hlýtur vegakerfinu að miða hægt áfram. Bílfær vegur er nú kominn að Kinnarstöðum í Reykhólasveit og út frá Pat- reksfirði þokar vegunum nokk- uð áfram, bæði til Bíldudals og austur á Barðaströnd. Má gera ráð fyrir, að sá fyrrnefndi taki ekki ýkja langan tíma úr þessu. Þá er vegur kominn frá Hval- skeri við Patreksfjörð og á Rauðasand, erfiður og dýr veg- ur, en til mikils gagns fyrir alla Rauðsendinga. Brýr eru komnar á stærstu árnar í miðri sýslunni. Voru það þýðingar- miklar samgöngubætur. Sími liggur eftir allri sýslunni með nokkrum álmum. Er ekki mjög langt síðan enginn sími var á milli Króksfjarðarness og Pat- reksfjarðar. Eru þetta feikna þægindi fyrir jafn strjálbýlar og afskekktar sveitir sem á Barðaströnd eru. Allt þetta og miklu meira hef- ir unnizt fyrir ötula og farsæla forystu Bergs Jónssonar al- þingismanns, undanfarin 8 ár. En mörg aðkallandi verkefni bíða enn í samgöngumálunum, enda ekki óeðlilegt, þar sem sýslan var um langan tíma vanrækt og fullkomlega íhaldi og kyrrstöðu undirorpin í einu og öllu. Á það ber að líta, að erfiðleik- arnir í samgöngubótunum eru miklir, svo að þær verða fremur togandi. Við höfum fagnað þeim framförum, er hafa orðið, og vonum að þeim megi miða drjúgt áfram. — Það er og al- mennt vilji fólksins. Margir eru því undrandi yfir því, hversu mikið kapp Gísli Jónsson vélaeftirlitsmaður í Reykjavík leggur á sýsluna, vit- andi hina vondu fortíð síns flokks annars vegar og óskir og þarfir Barðstrendinga hins vegar. Athugandi þessar andstæður mætti ætla að maðurinn væri hlédrægur, en það ber annað við. Framhleypni hans og grunnfærni i pólitískum efnum er umtals- og hláturefni um endilanga sýsluna. Nýjasta dæmið er, þegar Bergur Jóns- son alþm. kom vestur á áliðnu sumri til hressingar eftir lang- varandi veikindi og til að ræða viði kjósendur um málefni fio/jbrJ 30 m. frá húsi, og skal yfirborð vatnsins liggja lægra en botn vatnsbóls, sé það í grennd. Eins og myndin sýnir er þrónni skipt í þrjú hólf. Fyrsta skilrúm- ið er þannig, að úr því er tekið op, sem er 30 cm. á breidd og nær yfir þróna þvera, en neðri brún opsins er 30 cm. frá botni. Annað skilrúmið nær ekki al- veg upp að þaki þróarinnar. Efri brún þessa skilrúms endar í hvössum hrygg og skal þess vandlega gætt að hann sé bæði beinn og láréttur, því yfir hann á vatnið að, fara í sem þynnstum og jöfnustum straumi. Ytri hlið þessa skilrúms sé gerð hrjúf í þeim tilgangi að auka yfirborð hennar og lofthreinsa (viðra) þar með hinn þunna vatns- straum sem bezt. J. E. G. (Framh. á 3. síöuj

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.