Tíminn - 14.10.1939, Qupperneq 3

Tíminn - 14.10.1939, Qupperneq 3
119. Mað TÍMIM, laugardaginn 14. okt. 1939 475 A N N Á L L Afmœll. Sigurður Steinþórsson kaup- félagsstjóri í Stykkishólmi átti fertugsafmæli 11. þessa mán- aðar. Hann er Mývetningur að ætt, frá Litlu-Strönd, bróðir Steingríms búnaðarmálastjóra og Þóris í Reykholti og þeirra bræðra. Sigurður stundaði ung- ur verzlunarnám í Samvinnu- skólanum á fyrstu árum skól- ans, varð að því loknu starfs- maður hjá kaupfélaginu í Húsavík, en gerðist litlu síðar kaupfélagsstjóri í Stykkishólmi. Þar hefir Sigurður verið atorku- samur forystumaður á sviði at- vinnumála og umbóta fyrir kauptúnið og héraðið. Undir hans stjórn hefir kaupfélagið vaxið mjög. Er það nú umfangs- mesta verzlun á Snæfellsnesi. Guðm. G. Hagalín rithöfund- ur varð fertugur 10. þ. m. Dánardægur. Sveinn Magnús Jónsson í Deildartungu í Borgarfirði, sonur Jóns bónda Hannessonar og Sigurbjargar, konu hans, Björnsdóttur, lézt 1. október síðastliðinn. Banamein hans var botnlangabólga. Veiktist hann mjög snögglega og voru eigi tök á að fá læknishjálp, er dygði, í tæka tíð, svo bráð var sóttin. Sveinn Magnús var að- eins sextán ára að aldri. HEIMILIÐ Orðsending til Tíiiiainaima. Tíminn biður Tímamenn, hvar sem er á landinu, að senda við og við fréttabréf úr byggðarlög- um sínum. Ekki hvað sízt væri kært að fá slík bréf úr byggð- arlögum, sem annars er sjaldan getið um í fréttaflutningi blaða og útvarps. í slíkum fréttabréfum getur verið gott að miða frásögnina við það, sem gæti orðið öðrum héruðum til fyrirmyndar og eftirbreytni. í öllum slíkum bréfum verður að skýra greinilega og ítarlega frá hverju einu, sem um er rit- að, og vanda alla frásögu, svo að hvergi skeiki þar réttu máli né um misskilning geti orðið að ræða, og ókunnugir geti gert sér það skýrt í hugarlund, sem ver- ið er að lýsa. Loks er mjög þýð- ingarmikið, að allar fréttir, sem bréfin herma frá, séu sem allra nýjastar. Hið sama gildir um dánarfregnir og afmælisfregnir, sem eru blaðinu sendar. Minni háttar fréttir, t. d. um samkomur og fundi, félagsaf- mæli og fleira, er lítils virði, þegar er um langt liðið, þótt fréttnæmt sé um það leyti, sem það gerist. Heitt kartöflusalat. % kg. hráar kartöflur, eða kartöfluleifar, iy2 desil. sjóðandi vatn, 45 gr. smjör eða margarín, 50 gr. laukur, iy2 matskeið edik, iy2 matskeið sykur, % teskeið salt, ofurlítill pipar. Venjulega eru notaðar leifar af soðnum kartöflum, sem hafa verið flysjaðar. Kartöflurnar eru skornar í sneiðar y2 cm á þykkt. Laukurinn skerist í sneiðar og setjist ofan í vatnið. Smjörið er brætt í potti, lauk- urinn og vatnið sett þar í, og soðinn þar til hann er meyr.Set kartöflurnar þar ofan í og hita þær í sósunni. Hrær gætilega í pottinum, svo að kartöflurnar molist ekki í sundur. Síðast er kryddið látið út í pottinn. Borið heitt á borð oftast með kvöld- eða morgunverði. Kartöfluflatbrauð. Kartöflur eru þvegnar vel og soðnar með hýðinu í saltinu, síðan saxaðar í söxunarvél eða marðar vel með hnalli. Rúgmjöl er sett í trog, kartöflurnar þar í og hnoðað deig, hæfilega stinnt í flatkökur. Deigið er þá haft svo lint, sem unnt er, að kökurnar detti ekki sundur. Bakist ljósbrúnt á heitri plötu. Kartöfluterta. 200 gr. hveiti, gróft eða fint, 200 gr. smjör eða smjörlíki, 200 gr. kartöflur. Smjörið er hnoðað upp úr köldu vatni og þerrað, síðan er það mulið saman við mélið. Kartöflurnar soðnar og saxaðar tvisvar. Allt hnoðað saman og deigið látið biða á svölum stað V4 úr klukkustund. Deigið flatt út, skorið undan diski og bakað lj ósbrúnt. Milli tertulaganna skal setja rabarbara- eða berjasultu. Enn- fremur má skreyta tertuna með rjóma, sé vel til hennar vandað. J. S. L. fJtiölnyerð á rafmagnspernm. Algengnstu gerðir. Á enda þróarinnar er út- rennslið og er T-löguð pípa, sem veitir því burtu. Er önnur álma pípunnar látin ganga 30 cm. niður fyrir yfirborð vatnsins. Tveim 3" pípum sé komið fyrir í þaki þriðja klefans til loftræst- ingar, þannig, að önnur nái að innri brún þaksins, en hin um 10 cm. frá yfirborði vatnsins. Báðar pípurnar komi um 10 cm. upp fytir jörð og séu á þeim hettur til að fyrirbyggja grjót- og rusl- kast niður um þær. í þaki þróarinnar séu hreins- unarop, þrjú að tölu, eitt yfir hverju hólfi, 40X60 cm., með þéttum tréhlerum yfir. í skolpinu eru aðallega kolhy- dröt (sterkja og cellulosa), fita og eggjahvíta ásamt fosforssýru, köfnunarefni og kalí, sem mikið er af í saurnum. Óhreinindi þessi koma að mestu órotnuð í þróna, en þar ræðst að þeim fjöldi óskaðlegra bakteríutegunda, sem ásamt geri og lofti breyta óhreinindunum í ýms efni, sem sumpart falla til botns, sumpart fljóta uppi, sum- part gufa upp og nokkur hluti þeirra leysist upp í vatni því, er að síðustu fer úr þrónni. í fitugildrunni og fyrsta hólfi þróarinnar myndast lag af hin- um fljótandi efnum, sem hindra uppgufun og þar með slæma lykt. Beygjurnar á pípunum koma í veg fyrir hreyfingu á yfirborðinu, en það er nauðsyn- legt, svo himnurnar rofni ekki. Þessar himnur eða lög geta orðið allt að y5 af vatnsdýpinu, og skal þá fleyta þeim burt. Þegar ný rotþró er tekin til notkunar, þarf að hella í hana nokkrum lítrum af vökva úr annarri rotþró, þar sem gerlastarfsemin er í gangi og „srnitta" þar með vatnið. Nota má til þess rotnaðar gorkúlur, sem gera sama gagn. Rennuvatni og skolvatni við stórþvotta skal ekki veita í þróna. Frárennslisvatnið skal helzt nýta til áburðar, en séu ekki möguleikar til þessa, skal veita því í byrgðan skurð, svo langan, að öruggt sé að það síist í gegn um veggi hans og botn, en velli ekki upp á yfirborðið. Sjálfvirk dreifing frárennslis- vatnsins um ræktað land fer fram á þann hátt, að vatninu er veitt 1 lokræsi með litlum halla, 1,5%«,. Botn holræsisins skal vera 50 cm. í jörð. Séu ræsin fleiri en eitt, sé millibil þeirra 3 m. — Reynslan hefir sýnt, að heppileg lengd ræsanna sé um 15 m. á mann, og reynist áburðarmagnið eftir mann vera nægilegt fyrir 50 m." landsvæði. Hárpípukraftur sogar vökvann um jarðveginn og til jurtarót anna. Þar sem vatnið hefir að jafn aði herbergishita er ekki hætta á skemmdum vegna frosta, enda hefir þessi aðferð gefizt vel á Þýzkar (Osram) Sænskar (Luma) 25 Dlm. eða iiiinni kr. 1.25 kr. 1.20 40 — - 1.55 - 1.40 65 — - 2.00 - 1.75 100 — - 2.50 - 2.25 100 Watt - 3.50 125 Dlm. - 3.45 150 — - 3.75 Raftækjaeinkasala ríkísins. THE WORLD'S GOOD NEWS will come to your home every day through THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR An Ifiternational Daily Newspaper It records for you the world’s clean, constructive doings. The Monitor does not exploit crime or sensation; neither does it ignore them, but deals correctively with them Features for busy men and all the íamily. íncluding the Weekly Magazine Section. The Christian Sclence Publishing Society One, Norway Street, Boston. Massachusetts Please enter my subscrip<-ion to The Christlan Science Monitor for a period of 1 year $12.00 6 months $6.00 3 months $3.00 1 month $1.00 Wednesday issue. ^ncluding Magazlne Section: 1 year $2.60. 6 issues 25o Name_____________________________________________ Address ..._ HÚSMÆÐUR! Sample Copy on Requett Athafnir og æfinftýri (Framh. af 2. síðu) þeirra og sýslunnar, að þá elti vélaeftirlitsmaðurinn hann eins og rakki og hann mjög illa van- inn. Fundir þeir, sem hann heimtaði á Patreksfirði og Bíldudal, sönnuðu þetta bezt. Þegar byrjað var að ræða um málefnin og gera grein fyrir stjórnmálaviðburðunum og við- horfi þeirra, kemur vélaeftir- litsmaðurinn með stóryrðavaðal fullan af rangfærslum og endi- leysum. Sagan um happdrættið og þjóðstjórnina er þegar landskunn. Margt álíka gáfu- legt er haft í flimtingum hér heima. Sem dæmi má geta um það, að þegar hann minntist á gengismálið og þjóðstjórnarað- dragandann, sagði hann alltaf, svona vildum við áttmenning- arnir fara að því Útkoman er þá hjá honum sú, að hann og átta þingmenn Sj álfstæðisflokksins séu átta!! Hann hefði þó mátt muna eftir vísunni: Jólasveinar einn og átta. Og að jólasveinarnir voru níu. Þannig hleypti hann skyn- samlegum umræðum út í hlægi- legar furðusögur og skvaldur, sem geta átt við á götum úti eða í leikhúsum, þar sem fólk kemur saman til skemmtunar, en ekki þar sem ræða á vanda- söm málefni. Þessi framkoma er dæmd á þann veg, að véla- eftirlitsmaðurinn viti ekkert í málunum og sé að gera tilraun til að skýla nekt sinni með þess- ari framkomu. Við hér vestra erum dálítið undrandi yfir, að hann skuli sækjast eftir að mæta alþingis- manninum, nema þegar hann nauðsynlega þarf, jafn herfileg- um hrakförum og hann sætir. Og fyrir okkur Framsóknar- menn er gott eitt um þetta að segja, því „gengisfall“ hans vex að sama skapi og hann tranar sér oftar fram á almennum vettvangi. Þeir, sem fylgt hafa Sjálfstæðisflokknum að málum, eru mjög hissa á, að flokkurinn skuli ekki senda þeim frambjóð- anda, sem kann að ræða mál- efnin með rökum, og kemur fram með fullri smekkvisi. En það ætti að vera lágmarkskrafa til allra þeirra, sem vilja fara með umboð fjöldans, að kunna slíka hluti. Stóryrðaglamur og æfintýramennska eru ekki haldgóð á hinum pólitíska vett- vangi og hefna sín fyrr eða síð- ar. Fólkið heimtar rök í mála- Kaupendur Tímans Tilkynnið afgr. blaðsins tafar- laust ef vanskil verða á blaðinu. Mun hún gera allt, sem í hennar valdi stendur til þess að bæta úr því. Blöð, sem skilvísa kaup- endur vantar, munu verða send tafarlaust, séu þau ekki upp- gengin. færslu og heilbrigðar athafnir. Þess vegna mun það aldrei sætta sig við frambjóðanda til þings, sem man ekki, að hann féll í síðustu kosningum og einn og átta eru 9. í næsta kafla skal vikið að vélaeftirlitsmanninum og Bíldu- dal. Framhald. Nú er rétti tímiim Cj-iJj.- er mjólkin kostameiri og næringar- OjdlUdll ríkari en síðari hlnta sumars. Og K\AVot heí*r M»jólkin hér reynzt auðugri /i.llirt/1 af c-hætiefni en einmitt nú. Þannig hafa rannsóknir þær, sem gerðar voru í þessu skyni í síðastliðnum septembermánuði, sýnt, að ef iniðað er við að neytt sé eins lítra á dag er mjólkin þá nægilega auðug af þessu bætiefni til þess að menn geti fengið allri C-bætiefnaþörf siimi fullnægt í mjólkinni einni. Þá munu það þykja góðar fréttir, að við rannsóknir þær, sem gerðar hafa verið mánaðarlega, allt frá síðastliðnum áramótum, hefir það komið í Ijós, að gerilsneyðingin (í Stassanovél) rýrir ekki finnanlega C-fjörvismagn mjólkurinnar. Sýnishorn af sömu mjólk á nndan og eftir stassaniser- ingu sýndu sama C-fjörvismagn eftir gerilsneyðinguna og fyrir hana. Mjólkursamsalan. Garnir. Eins og að undanförnu eru vel verkaðar garnir úr heimaslátruðu fé keyptar í Garna- stöðinni í Reykjavík. Greiðsla við móttöku. Meðferð garnanna. Þegar görnin er rakin, er náð I báða endana (slitið frá vinstr- inni og langanum) og görnin rakin tvöföld ofan í ílát með vatni í. Þá er gorið strokið úr görninni (tvöfaldri, jafnþættri) og hún um leið gerð upp í hespum um eitt fet á lengd og brugðið utan um (eitt bragð), með báðum endunum eða lykkjunni. Síðan er salti nuddað inn í hverja hespu og vel undir bragðið. Þá eru garnirn- ar lagðar niður í Iagarhelt ílát og saltað vel í hvert lag. Ef ekki myndast svo mikill pækill, að fljóti yfir lagið, þá verður að láta vel sterkan pækil á garnirnar (24 gráðu). Þegar garnirnar eru sendar, má taka þær úr lagarhelda ílát- inu og senda I kassa. Sliinar garnir. Garnirnar má helzt ekki slíta. Þær garnir, sem slitna og eru í tvennu eða þrennu lagi, má hirða og láta spottana (2 eða 3) í sömu hespuna. Þær garnir, sem eru slitnar meira en í þrennt, eru ónýtar. Garnastöðin. - Sími 4241. 292 William McLeod Raine: Flóttamaðurinn frá Texas 289 landsvæðum með mun lægri meðalhita en ísland. Sementsmagn í þró fyrir 1—6 manns er nálægt því 5 y2 tn. og járn um 50 kg. Við stækkun, sem svarar 5 manns, eykst sem- entsmagnið um nálægt % tn. Þeir, sem áhuga hafa um byggingu þróar sem þessarar, geta snúið sér til teiknistofu landbúnaðarins og fengið þar upplýsingar og uppdrætti, end- urgjaldslaust.^ Á. Steingrlmsson. Hvernig gat hún hafa trúað þessu á hann? Það var auðsjáanlega ómögu- legt, vegna þess að hann var-----eins og hann var. — Það voru þá aðeins misgrip, hróp- aði hún. — Einhver hélt að það værir þú, en svo var það annar? Hann hristi höfuðið. — Nei, það er ekki svo einfalt. Ég var þar og særðist í bardaganum. — En-------hvers vegna sagðir þú ekki löggæzlumönnunum að þú værir ekki einn af ræningjunum? Hvers vegna reyndir þú að ílýja? Ef þú hefðir verið kyrr og reynt að skýra málið--- — Það gat ég einmitt ekki. Ég hjálp- aði einum ræningjanna að komast undan og á það horfði að minnsta kosti tylft manna. — Hjálpaðir einum þeirra að komast undan, endurtók hún. — Hvers vegna? — Það er það eina, sem ég get ekki sagt frá. Ég þekkti hann, hann var vin- ur minn. Ég get jafnvel ekki sagt þér meira. — Hvernig hjálpaðir þú honum? — Ég kom honum um hliðardyr út úr bankanum og út í vagninn minn. Ég nam staðar í stað þess að fylgja honum, og ætlaði að skýra frá því, að ég væri ekki einn ræningjanna, en þá skutu sex menn á mig, ég særðist og sá að ég Hún beið ekki eftir svari hans, heldur lagði af stað. Það var ánægjulegt að horfa á reglu- bundnar hreyfingar grannra fótleggj- anna og léttar hreyfingar hins mjúka líkama. Hún var jafn léttstíg og liðug og antilópurnar á sléttunum í Arizona. Þegar hún teygði upp hendina til þess að ná taki í klettinum og lyfti hökunni — líkaminn í dásamlegu jafnvægi, frá fingurgómnum, sem nam við klettinn, að tánni, sem hún spyrnti við, — þá var hún tákn hins fullkomlega yndis- þokka. Hann hafði verið háður töfrum henn- ar síðan varir þeirra mættust í fyrsta kossinum. Þetta hafði fyllt hann brenn- andi ógæfukennd, um leið og það fyllti hann gleði, vegna þess að hann var það, sem hann var-------glataður maður. Hún hafði í raun og veru alltaf ver- ið honum nálæg síðan, hvort sem hann faldi sig einhversstaðar, eða var á reiki undir berum himni. Hann hafði heyrt rödd hennar, lága og fjarlæga, eins og hljóma kirkjuklukknanna gegn um þok- una snemma morguns. Þau komu upp á brúnina. í norðri voru nokkrar stórar og ávalar hæðir. í suðri og vestri var landið ójafnara og ósléttara.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.