Tíminn - 14.10.1939, Page 4

Tíminn - 14.10.1939, Page 4
476 Yfir landamærin 1. Áml frá Múla ræðlr í Vísi á fimmtudaginn um ágreininginn í Sjálf- stæðisflokknum á síðastl. vori og segir að hann hafi eingöngu staðið um geng- ismálið. Prásögn Vísis á sínum tíma og útvarpsræða Ólafs Thors í maí- mánuði síðastliðnum virðast þó frekar benda til þess, að ágreiningur hafi öllu melra verið um það, hvort flokkurinn ætti að taka þátt í stjómarsamvinnu með Framsóknarflokknum og Alþýðu- flokknum. Kannske vill Árni leyna þessu, því að ýmislegt bendir til að átt- menningarnir séu enn svipaðs sinnis og á síðastl. vori, og sitji því á svikráð- um við stjórnarsamvinnuna. A. m. k. benda verzlunarskrif Vísis til þess. 2. Það virðist vera íslenzkur þjóðar- löstur, að ef einhverjum manni tekst að búa til sæmilega ferskeytlu, heldur hann slg vera orðinn stórskáld og vill gefa út ljóðabók. Þetta gildir að vísu ekki fyrir alla, en mjög marga. Þor- bergur Þórðarson er fæddur með þess- um ósköpum. Hann fékk talsvert lof fyrir eina bók (Bréf til Láru), en síðan hefir hann ekki skrifað neitt, sem athygli hefir vakið. En þetta hól fyrir þessa einu bók hefir stigið honum svo mjög til höfuðs, að hann heldur sig einhvern spámann og stórvitring, sem almenningur taki ákaflega hátíðlega. Hann talar um „siðfræði sína“ eins og eitthvert óbrigðult siðalögmál, þykist hafa kveðið niður fasismann á íslandi með einhverri blaðagrein, sem senni- lega enginn annar en hann man eftir, og segist vita það af andakukli, að andstæðingar hans munu ekki eiga neinu láni að fagna í öðru lífi (samanb. grein hans í kommúnistablaðinu á mánudaginn). Þykir rétt að segja Þor- bergi þann sannleika strax, að í aug- um þjóðarinnar er hann gersamlega þýðingarlaus maður, sem hefir ekkert annað til brunns að bera en laglega stílgáfu, sem hann misnotar til að reyna að koma dönskuslettum inn í málið, og að kjaftæði hans um „sið- fræði Þorbergs Þórðarsonar" verður aðeins til að gera hann ennþá lítils- verðari í augum siðaðra manna, þar sem hún virðist byggjast á því að lát- ast vera á móti ofbeldi en vegsama jafnframt einn viðurstyggilegasta of- beldisverknað sögunnar. 3. Vísir birtir í gær frásögn frá ræðu- höldum Ólafs Thors á Varðarfundi á fimmtudagskvöld. Eftir þessari frásögn að dæma virðist svo sem ráðherrann hafi ausið á fundinum órökstuddum svívirðingum á fjarstadda samstarfs- menn og samstarfsfiokka. Samkvæmt beztu heimildum er frásögn þessi svo fjarri sanni, að fullkomin fölsun verður að teljast. Sýnir þetta, að Kristján . Guðlaugsson og Árni frá Múla vita vel að þvættingur þeirra og rógur er að engu metinn og gera því tilraun til þess að hafa ummæli sín eftir öðrum, í því skyni að menn ljái því fremur eyru. x+y. tR BÆXUM Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11, séra Bjami Jónsson, altarisganga, kl. 2, barnaguðs- þjónusta, séra Friðrik Hallgrímsson. í fríkirkjunni ki. 2, séra Árni Sigurðsson. í Laugarnesskóla kl. 5, séra Garðar Svavarsson. — í Skerjafjarðarskóla, barnaguðsþjónusta kl. 10. Umferðarslys. Um miðjan daginn í gær varð 8 ára gömul telpa, Unnur Björnsdóttir, Ný- lendugötu 19, undir bifreið í Banka- stræti og meiddist talsvert á höfði. Hlutavelta Ármanns. Glímufélagið Ármann heldur hluta- veltu í íshúsinu við slökkvistöðina kl. 4.30 á morgun. Þess er að vænta, að bæjarbúar sýni skilning á hinni fjöl- breyttu starfsemi félagsins til eflingar líkamsmenntunar, með þvi að sækja vel hlutaveltuna. Þúsundir manna hafa undanfarin ár eflt heilbrigði sína og þrótt í æfingatímum félagsins. Allar æfingar fara nú fram í fullkomnasta íþróttahúsi landsins, sem stenzt allan samanburð slíkra húsa erlendis. Leikfélag Reykjavíkur sýnir á morgun sjónleikinn „Brim- hljóð", eftir Loft Guðmundsson. , Rannsókn á feitmetis- þörf þjóðarinnar. (Framh. af 1. síðu) allmiklu nemur, til íblöndunar. Hefir nefndin gert ráð fyrir, ef til þess þyrfti að grípa, væri hægt að fá um 200 smálestir af þorskalýsis-„stearini“ og 150 smálestir af góðri hvalfeiti. Þannig má afla á ári hverju um 2075 smálesta af feitmeti, nothæfu til viðbits, án þess að grípa til þeirra varúðarráðstaf- ana, sem drepið var á, fráfærna og skerðingu á fitumagni sölu- mjólkur. Til þess að þetta nægði þjóðinni til viðbits yrði að draga úr notkuninni, sem svaraði 15 hundraðshlutum frá því, er á- ætlað er, að hún sé nú. Yrði ár- leg neyzla 17,3 kílógrömm á mann. Ætti að vera auðvelt fyr- ir fólk að draga við sig sem þvi nemur. En auk þess má einnig á það líta, að nú er allmikið af smjöri, smjörliki og tólg notað brætt út á fisk eða til að steikja kjöt og fisk, en til þeirra hluta mætti bjargast við fljótandi feiti, sem ekki er hörgull á. Samkvæmt greinargerð nefnd- T] lúll langardaglim 14. okt. 1939 iskonar iðnaðar, svo sem sápu- gerðar og málningariðju. Hefir Ásgeir Þorsteinsson verkfræö- ingur sinnt þessum verkefnum fyrir náttúrufræðirannsóknar- nefndina, auk þess sem unnið hefir verið að lausn samskonax viðfangsefna í rannsóknarstofu atvinnudeildar háskólans. Loks hafa iðnfyrirtæki, sem hér eiga hlut að máli, fengizt við til- raunir á þessu sviði. Þessar til- raunir virðast þegar hafa borið nokkurn árangur, til dæmis hvað snertir framleiðslu á fer- nis, en á endanlegum niður- stöðum þessara rannsókna og tilrauna veltur, hvort ráðizt verður í að kaupa eimingartæki, sem enn eigi eru til hér á landi, svo að unnt sé að fullhreinsa lýsi svo nokkru nemi. Til eru hér í Reykjavík tæki til þess að ná sýru og lit úr lýsi, en eim- ingartækin, sem talað hefir ver- ið um að kaupa, ef rannsóknir sýna, að það sé hyggilegt, eru ætluð til þess að ná af þvi bragði og þef. Þau kostuðu í septemberbyrjun um 1200 ster- lingspund. Eins og sakir standa munu smjörlíkisverksmiðjurnar vera allvel birgar að hráefnum, svo að ekki þurfi að óttast bráðan viðbitsskort. Jafnvel þótt ekki verði hægt um hríð að viða að meiri hráefnabirgðum en orðið er, munu þær geta haldið áfram eðlilegri og óhindraðri starf- rækslu nokkuð fram yfir nýár, að minnsta kosti. Hins vegar er allur varinn góður í þessum efnum, bæði viðbúnaður og rannsóknarstarfsemi af hálfu stjórnarvaldanna og starfsliðs þeirra og sparleg meðhöndlun almennings á feitmeti. Af mör og tólg mun þar á móti vera minna til en flest undanfarin haust, að minnsta kosti í Reykjavík. Stafar það af því, að slátrað hefir verið í færra lagi að þessu sinni og fólk birgt sig um venju fram að slátri, svo að mörnotkun til sláturgerðar hefir orðið mikil í bænum. Á krossgötnm. (Framh. af 1. síSu) „Brimhljóð“ sjónleikur í 4 þáttum eftir Loft Guðmundsson. Sýning á morgnn kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. S iUPAUTC E RÐ ■ mnisiw sTj M.s. Esja austur um land miðvikudaginn 18. þ. m. kl. 9 s. d. Pantaðir farseðlar óskast sóttir og flutningi skilað á þriðjudag. Birgðir af útgerðarvörum. (Framh. aj 1. síðu) gerðastöðvarnar utan Reykja- víkur, nema í Vestmannaeyjum og á ísafirði, en talið er líklegt að hægt verði að ráða bót á erf- iðleikum þeirra. . Sjófatnaður. Sjóklæðagerð ís- lands hefir allmikið fyrirliggj- andi af sjóstökkum og efni í þá. Ennfremur hefir verið pantað talsvert efni. Telur hún sig geta tryggt nægan olíufatnað á næstu vertíð. Birgðir af sjóstíg- vélum eru taldar nægilegar j fram undir áramót, ef miðað er við venjulega notkun. Þá er von á sendingu frá Ameríku fljót- lega. Þaðan eru þau aöallega keypt og ætti því ekki að þurfa að óttast vöntun á þeim. Fiskilínur, taumar og önglar. Allmiklar birgðir eru fyrirliggj- andi af þessum vörum og auk þess búið að panta talsvert til viðbótar, sem talið er öruggt, að muni fást. Miðað við fyrri reynslu eru tryggðar ársbirgðir af þessum vörum. Vðrar fréttlr. (Framh. af 1. síðu) haldið áfram þangað til grund- völlur fyrir slíka friðarsamn- inga sé fenginn. Enska flotamálaráðuneytið tilkynnti að þremur þýzkum kafbátum hefði verið sökkt í gær. Mikla athygli hefir það vakið, að Þjóðverjar ásaka Breta fyrir að hafa látið Pólverja nota gas í styrjöldinni. Brezk yfirvöld mótmæla þessu harðlega. í þessu sambandi er þess minnst, að Hitlerstjórnin hefir oft borið ýmsar ásakanir á andstæðinga sína, sem þeir hafa talið rangar, áður en hún beitti þá svipuðum brögðum og hún ásakaði þá um. Ameríska verkalýssambandið, sem áður hefir lýst banni á þýzkum vörum, hefir nú eínnig lýst banni á rússneskum vörum. arinnar nemur framleiðsla hval- lýsis hér á landi um 500 smá- lestum á ári, þorskalýsis 3500— 4000 smálestum og síldarlýsis um 20 þúsund smálestum. En vitanlega eru þessar tölur marg- víslegum breytingum undirorpn- ar frá ári til árs. Hvallýsið og síldarlýsið er eins og nú standa sakir allt flutt út óunnið, að öðru leyti en því, er tekur til venjulegrar hreinsunar. Til kaldhreinsunar á þorskalýsi eru til hér á landi góð og mikilvirk tæki og í ráði, að Vestmanna- eyingar komi upp kaldhreins- unarstöð í vetur. Framleiðsla þorskalýsis-„stearins“ hefir ver- ið um 175 smálestir, en þess er að vænta, að hún aukizt. Um þessar mundir er unnið að því af miklu kappi, að rann- saka hvort unnt sé með tiltölu- lega litlum tilkostnaði að gera íslenzkar lýsistegundir nothæf- ar til smjörlíkisvinnslu og ým- ið er verið lítill, og er það að vonum, þar eð svo skammt er um liðið síðan verksmiðjan tók til starfa. Til Þýzka- lands hefir þó verið sent dálítið af vörum, sem líkuðu vel, en nú hafa þau viðskipti stöðvazt. Ofurlítil hefir einn- ig verið selt til Englands og frá Vestur- heimi hefir verksmiðjan fengið allríf- legar pantanir. Á innlendum markaði hafa gaffalbitar, sjólax og fiskbollur selzt bezt. í verksmiðjunni hafa um eða yfir 20 manns unnið að staðaldri. Nú er verið að færa út kvíarnar og koma upp reykhúsi, þar sem reykja á sildarflök. Gizkað er á, að í þessu nýja reykhúsi verði hægt að fullreykja sem nemur síld úr 100 tunnum á sólar- hring, þegar allur útbúnaður þess er kominn í kring. Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir f LANDSSMIÐJUNNI. Þorskanet og botnvörpur. Netagerð Vestmannaeyinga átti 9. þ. m. 6000 net fullgerð og 20 smál. af efni. Á leiðinni eru 10 smál. af efni og búið að panta 25 smál. í Ítalíu til viðbótar. Ef það næst eru nægar birgðir til vertíðarloka 1940. — Hampiðjan hefir fyrirliggjandi birgðir af botnvörpugarni, botnvörpum, bindigarni og óunnum hampi, sem munu endast til marzloka 1940, miðað við reynslu þessa árs. Unnið er að útvegun frekari birgða. Verulegar birgðir eru fyrir- liggjandi af efni í fiskkassa og lýsistunnur og er taliö, að ekki þurfi að óttast skort á þess- um vörum. Sama mun mega segja um striga (hessian) í fisk- umbúðir. Lettland undírokað 290 William MoLeod Reine: — Þangað, sagði hann og benti til hnígandí sólar. — Þar mun hægara að fela sig fyrir Oakland, ef hann fer að leita okkar. Við mýrarjaðarinn héldu þau niður skarð, sem lá frá einni lægðinni í aðra milli hæðanna. XXXII. KAFLI. — Þreytt? spurði Taylor. Molly hæddist að spurningunni. — Ekki vitund, svaraði hún. — Ég gæti haldið áfram að eilífu, en svo bætti hún við, — ef ég væri ekki í þessum reið- stígvélum. Taylor sá, að hreyfingar hennar studdu þessa athugasemd, þótt þær væru enn léttar og fjaðurmagnaðar. Hann leit á fætur henni. — Stígvélin meiða þig. — Svolítið, svaraði hún. — Við stönzum hérna í lægðlnni, sagði hann. — Við getum hvort sem er ekki ratað í myrkrlnu. — Nei. — Það err þegar orðið kalt, við skulum kveikja eld. — Er það óhætt? — Sennilega er enginn í námunda við okkur núna. Þau fundu kalvið í skóginum rétt hjá og drógu hann þangað, sem þau höfðu Flóttamaðurinn frá. Texas 291 ákveðið að setjast að og brátt logaði eldurinn glatt. Stjörnurnar komu upp, óteljandi margar, afar skærar en fjarlægar. Molly spurði Taylor hvort hann hefði pípu og vildi reykja. — Ég hefi ekki einu sinni vindling, svaraði hann. — Það hefi ég þó. Hún kveikti fyrst í vindling hans og síðan í slnum og skýldi með lófanum, svo vindurinn slökkti ekki á eldspýt- unni. Molly herti upp hugann og bar fram spurningu: — Þú ert í raun og veru Webb Bar- nett, er það ekki? — Jú, sagði hann blátt áfram. — Ég var sannfærð um það, andvarp- aði hún. — Og hjálpaðir mér samt sem áður, svaraði hann lágt. Hún hóf hendurnar í örvæntingu: — Ég skil þetta ekki. Ég get ekki séð hvernig maður eins og þú gæti,--------- gæti----- — Ég gerði það ekki. — Þú--------þú rændir ekki bankann, sagði hún og stóð á öndinni. — Nei. Molly fann til ósegjanlegrar gleði. Henni flaug ekki í hug að rengja hann. (Framh. af 1. síðu) öldinni. Árið 1905 gerðu Lettar uppreisn í Windau og settu á stofn sérstakt lýðveldi. Léku þeir ýmsa þýzka jarðeigendur hart í þessari viðureign, en uppreisnin var fljótlega barin niður. Á heimsstyrjaldarárun- um lá víglína Þjóðverja og Rússa um mitt Lettland um all- langt skeið og urðu Lettar þá að þola hinar mestu raunir. Þeir voru fluttir úr landinu í stórum stíl og verksmiðjur og flestar verklegar framkvæmdir voru eyðilagðar. Samkvæmt friðarsamningum Rússa og Þjóðverja í Brest-Litovsk átti mestur hluti Lettlands að heyra undir yfirráð Þjóðverja og var það draumur Hindenburgs að gera landið að heimkynnum þýzkra hermanna. Ósigur Þjóð- verja kollvarpaði þessum fyrir- ætlunum og 18. nóv. 1918 til- kynntu Lettar stofnun lett- nesks lýðveldis. í næstum tvö ár geisaði styrjöld í landinu, þar sem Lettar urðu ýmist að berj- ast gegn þýzkum hersveitum, sem höfðu orðið eftir í landinu, eða rússneskum kommúnista- hersveitum. Bretar og Frakkar hjálpuðu Lettum um hergögn í þessari viðureign. í ágúst 1920 höfðu Lettar rekið kommúnista af höndum sér og var þá sam- inn friður milli þeirra og Rússa. 119. blað ■GAMLA BÍÓ* Olympíu- leikarnir 1936 Hin heimsfræga kvikmynd LENI RIEFENSTAHL Fyrri hlutinn: „Hátíð þjóðanna“ sýndur í kvöld. NÝJA BÍÓ- Æskudagar Amerísk tal- og söngva- mynd um æskugleði og æskuþrá. Aðalhlutverkið leikur og syngur hin óviðjafnanlega DEANNA DURBIN. Aðrir leikarar eru: j MELVYN DOUGLAS, Í JACKIE COOPER o. fl. Glímuíélagið Ármann heldur Hlni aveltu í íshúsinu við Slökkvistöðina á morgun og hefst hún kl. 4.30 síðd. — Matarforði til vetrarins. — — Skrautbundið ritsafn. — TEBORÐ — PÓLERAÐ BORÐ — MÁLVERK — SVEFNPOKI — SKÍÐI — DÍVAN og ennfremur margt annarra ágætra, eigulegra muna. kr. 500,00 — í peningum greitt út á hlutaveltunni. — Lítið í sýningarglugga Jóns Björnssonar & Co., Bankastræti 11. Engin núll. — Happdrætti. - Dynjandi músik aUan daginn. Inngangur 50 aura. Drátturinn 50 aura. Hlé mUli 7 og 8. Reykvíkingar! Allir á hlutaveltu Ármanns. Hefi flutt lækningastofu mína í AUSTURSTRÆTI 4 (2. hæð), inngangur frá Veltusundi. Sími 3232. — Viðtalstími kl. 1—3. Þórður Þórðarson læknir. Athygli skal vakin á bráóabirgðalögum frá 6. okt 1939 um verðlag. í 1. gr. þeirra laga segir: Bannað er að hœkUa hundraðshluta álagn- ingar á vörum fravn gfir það, seni tíðkaðist í viðkomandi vöruflokkum fgrir 1. sept. s. I. nema með sérstöku legfi verðlagsnefndar. Viðskiptamálaráðuneytið. í janúar 1921 var sjálfstæði Lettlands viðurkennt af stór- veldunum. Geysilegt verkefni beið hins nýja ríkis, þar sem aldalöng á- þján og ógnir langvinnrar styrj- aldar höfðu þrengt kostum þjóðarinnar. Eitt mikilvægasta verkefnið var skipting jarðeign- anna. Meira en helmingur þeirra allra var þá í eigu þýzkra aðalsmanna. Stóru jarðeigend- urnir fengu að halda 90—100 ha., en hinu var skipt milli bændanna og afhent þeim til eignar gegn mjög aðgengilegum kjörum. Skógar, vatnsafl og námuréttindi urðu eign ríkis- ins. Ríkið á nú 82% af öllum skógum landsins. Bæði á sviði landbúnaðarins og fleiri atvinnugreina hafa orðið stórfelldar framfarir í Lettlandi síðan þjóðin fékk fullt frelsi og gegnir mestu furðu, hversu vel endurreisnin hefir tekizt, þegar miðað er við hina örðugu aðstæður þjóðarinnar, er hún heimti frelsið. Hafa Lettar líka jafnan haft á sér gott orð fyrir úthald og atorkusemi. Landbúnaðurinn er aðalat- vinnuvegurinn og lifa um 70% þjóöarinnar á honum. Helztu viðskiptalöndin eru England og Þýzkaland. Alþýðumenntun er í mjög góðu lagi í Finnlandi og standa Lettar frændum sínum Lithau- um, mun framar í þeim efnum. íþróttir eru mikið iðkaðar, eink- um kappganga og glíma, og hafa Lettar oft unnið glæsilega sigra á alþjóðamótum í þessum í- þróttagreinum. Lettland er 66 þús. ferkm. að stærð og eru aðeins 15% af yfirborði þess óræktanleg. íbú- ar landsins eru tæpar 2 milj. og eru Lettar sjálfir um 75% þeirra, Rússar 10%, Gyðingar 5%, Þjóðverjar 4% og Hvit- Rússar 2%. Meiri hluti Lettlend- inga og Estlendinga eru mót- mælendatrúar. Lettland var upphaflega lýð- veldi, en flokkaskiptingin komst fljótlega í mikið óefni og voru því stjórnarskipti tíð og mikil ringulreið á stjórnmálalífinu. Árið 1930 voru t. d. starfandi 27 stjórnmálaflokkar í landinu. Þetta ástand var til þess, að Karlis Ulmanis, formaður bændaflokksins, tók sér einræð- isvald nokkru eftir að hann var forsætisráðherra 1934. Naut hann til þess aðstoðar hersins, en bæði íhaldsmenn og sócial- istar undirbjuggu þá byltingu. Hefir Ulmanis raunverulega haft einræðisvald síðan. Ulmanis, sem er fæddur 1877, var helzti foringi Letta í sjálf- stæðisbaráttunni og fyrsti for- sætisráðherra landsins eftir að það var sjálfstætt. Hann var forsætisráðherra frá 1918—21. Hann stundaði á uppvaxtarár- um sínum landbúnaðarnám í Sviss, tók mikinn þátt í sjálf- stæðishreyfingunni, er hann kom heim frá náminu, og var einn forsprakki uppreisnarinn- ar 1905. Varð hann þá landflótta og dvaldi í Ameríku 1907—13. Eftir heimkomuna þaðan gaf hann út ýms landbúnaðarrit og vann ötullega fyrir sjálfstæðis- málið. Hann var helzti forystu- maður þjóðarinnar í innan- landsstyrjöldinni 1918—20.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.