Tíminn - 09.11.1939, Side 2
518
TÍMIM, fiiaimtMdagiim 9. nóv. 1939
130. Mað
nýtt landnám
Er ekki ætlazi tíl að við
hlýðum landslög’unum ?
‘gímtnrt
Fimmtudayinn 9. nóv.
Konan með gas-
grimuna
Síðustu dagana í ágúst í sum-
ar var ungur íslenzkur náms-
maður staddux í Parísarborg.
Hann hafði búið um nokkra
mánuði í frönsku heimili til að
læra málið og kynnast borg-
inni. Hann var nú að kveðja og
fara heim til íslands, því að ó-
friðurinn var fyrirsjáanlegur.
Konan, sem átti húsið, þar sem
hann hafði búið, hafði verið á-
gæt húsmóðir meðan hann
dvaldi þar, en þegar íslending-
urinn var að fara, lét hún hann
sjá, að hún kviði fyrir einstæð-
ingsskapnum í húsinu, þegar
allir gestir væru farnir. Hún
bað hann að sitja nokkur
augnablik áður en hann færi,
til þess að hún gæti sagt hon-
um þátt úr æfisögu sinni. Hún
sagðist hafa verið nýlega gift,
þegar að heimsstyrjöldin fyrri
skall á 1914. Maðurinn hennar
fór í stríðið og hún sá hann
aldrei framar. Þau hjónin áttu
lítinn dreng og hún hefir alið
hann upp. Hann hefir verið hin
eina stoð og huggun hennar. Nú
var hann kallaður í stríðið.
Hann var farinn af stað til víg-
stöðvanna. Móðirin sagðist vita,
að hún sæi hann aldrei aftur,
frekaf en manninn sinn. Hún
tók ofan úr hillu ofurlítinn hlut
og lagði á borðið fyrir framan
sig. Það var gasgríma. Hún
sagði, að stjórnin hefði sent sér
þetta, það fengju allir gasgrim-
ur, því að það væri búizt við því,
að eitt af því fyrsta, sem gerð-
ist í styrjöldinni, yrði það, að
óvinirnir mundu ausa eiturgasi
yfir borgina. Hún sagði, að það
væri álitið, að menn gætu lifað í
tvo klukkutíma í gaseitruðu
lofti, ef þeir hefðu þessa grímu.
En hún sagði, að það reyndi ekki
á með sig, því að hún myndi
yfirleitt ekki geta lifað meira
en stundarfjórðung, ef að hún
yrði að byrgja andlitið eins og
verður að vera með grímunni.
Henni fannst einhver hugsvöl-
un að því að segja þessum út-
lenda gesti, sem var að kveðja,
frá raunum sínum. Hún tók gas-
grímuna, lagði hana á borðið,
faldi höfuð sitt í henni og grét.
íslendingurinn fór. áleiðis
heim með lestinni þá um kvöld-
ið. Hann veit ekki fremur en
móðirin, hvort sonur ekkjunnar
muni nokkurntíma koma heim
aftur. íslendingnum var Ijóst,
að þessi litli atburður, sem
gerðist í því húsi, þar sem hann
var að kveðja, gerðist í raun og
veru í miljónum af heimilum í
Frakklandi, Englandi og Þýzka-
landi og í öllum stríðslöndum,
þar sem eiginmennirnir og upp-
komnir synir hverfa frá ástvin-
um sínum heima, út í þann hild-
arleik, sem nú stendur yfir.
Engir vita hverjir aftur koma,
og þeir verða margir, sem víg-
vellirnir geyma í skauti sínu.
Þegar ég heyrði þessa sögu
hér heima í íslenzka höfuð-
staðnum fyrir nokkrum dögum,
fannst mér þetta átakanlegt.
Mér fannst, að það ætti að segja
frá þessu atviki opinberlega,
vegna þess, að okkur hér heima
á íslandi, sem lifum í friði og
vonum að svo verði framvegis,
finnst í raun og veru að kjör
okkar séu í raun og veru miklu
erfiðari heldur en að þau eru.
Það,sem mestu menningarþjóðir
heimsins búa nú við, eru í raun
og veru þær hörmungar, sem
mestar verða skapaðar hér á
jörðunni. Það er sízt að furða
þó að mikið vonleysi hvíli yfir
hugum manna í stríðslöndun-
um. En hér á íslandi eru erfið-
leikarnir enn sem komið er ekki
aðrir en þeir, að þjóðin þarf að
lifa að miklu leyti af því, sem
landið gefur af sér, bæði sjáv-
arútvegurinn og landbúnaður-
inn, og iðnaðinum, að því leyti,
sem hann ummyndar þessar
vörur. Okkar lítilfjörlega stríð
er að jafna gæðum landsins
milli þeirra, sem hér búa, að fá
alla til að vinna gagnlega vinnu
með einhverju móti, og reyna
að gera börnum landsins sem
mest úr því, sem að landið gef-
ur af sér.
Mér fyrnist ekki sorgarsaga
Heffum
i.
Það mál, sem nú er mest um
talað hér í Reykjavík —- fyrir
utan stríðið — er það, að hér sé
allt of margt fólk í bænum, og
hver ráð séu til þess að sporna
við þessu sífellda aðstreymi
hingað til bæjarins.
Heyrt hefi ég menn nefna
það ráð, að banna fólki alger-
lega að flytja hingað, nema það
annaðhvort hafi vissa, fasta at-
vinnu, eða eigi einhverja á-
kveðna fjárupphæð, t. d. 15—
20 þús. kr. En þótt þessi leið
yrði farin, sem að vísu er sjálf-
sagt, þá er það ekki nóg. Fólkið
þa'rf að flytja burt úr bænum.
Það mundi veita tvennskonar
hagnað. Fyrst það, að fólkinu,
sem flytti burtu, mundi líða
betur, ef það gæti komið sér
sæmilega fyrir í sveit, og ann-
að, að það væri þó lífvænlegra
fyrir það, sem eftir yrði, eftir
konunnar, er býr í glæsilegustu
borg veraldarinnar, en er svo
þjáð af erfiðleikum þeim, sem
steðja að stórþjóðunum, að hún
hefir misst allt, sem henni er
kærast í lífinu, og það eina, sem
henni er boðið, er gríma, sem á
að geta lengt líf hennar í tvær
stundir, ef hún er umlukt af
eiturlofti. Mér finnst, að ís-
lenzku konurnar, sem vafalaust
finna til margskonar óþæginda
nú þegar af stríðsástandinu úti
í löndum og sem vafalaust eiga
eftir, eins og allir aðrir íbúar
íslands, að finna til meiri ó-
þæginda hér á eftir, ættu að
setja sig í spor þeirra kvenna
úti í stóru löndunum, sem geta
hvenær sem er, búizt við, að
sprengikúlum rigni á heimili
sitt, að eiturgas falli eins og
þungt ský yfir landið og eyði
öllu lifandi, auk þess, sem að
eldur og sprengingar eyða hin-
um sýnilegu verkum mannanna
frá mörg hundruð ára menn-
ingarstarfi.
Mér þykir ekki ólíklegt, að
þegar konurnar á íslandi hug-
leiða að hve miklu leyti þær eru
enn sem komið er gæfubörn,
þótt þær búi í afskekktu landi,
þá verði skynsamlegri saman-
burður um þetta efni hentugri
til að gera íslenzku konunni geð-
feilt að leggja á sig þau lítil-
fjörlegu óþægindi, sem styrjöld-
in kann að baka íslenzku þjóð-
inni. Það skiptir miklu máli, að
íslenzkar konur leggi fram alla
krafta sína við að framkvæma
þau bjargráð, sem nauðsynlegt
verður að gera hér á landi, til að
bjarga þjóðarheildinni yfir
vandatíma styrjaldarinnar.
Hlutverk íslenzku kvennanna
verður ætíð létt að vinna í sam-
anburði við lífsþraut kvenna
stríðslandanna. J. J.
V.
Ég vil nefna fáein dæmi úr
skiptum Dana og íslendinga
síðan um aldamót, sem sýna
hve fjarstætt það er Dönum, að
skilja sjálfstæðis- og þjóðern-
iskröfur íslendinga.
Skömmu eftir aldamótin kom
leiðandi mönnum í Danmörku
í hug að hafa sýningu fyrir hjá-
lendur sínar, en svo nefndu þeir
Vesturheimseyjar, Grænland og
ísland. Þeir hugsuðu að láta
íslendinga koma fram á þess-
ari sýningu, sem hliðstæður
negra frá St. Thomas og Eski-
móa frá Grænlandi. íslenzkir
stúdentar risu með hörku gegn
þessum ófarnaði og eyðilögðu,
eftir því sem unnt var, þessa
sókn á hendur íslandi. Um sama
leyti orti Einar Renediktsson
hið þróttmikla kvæði „Strand-
siglingin". Þar lýsir hann rétt,
en með sterkri tilfinningu,
ókurteisi og ruddaskap yfir-
manns á dönsku strandferða-
skipi við ísland, og hversu
„landinn" beygði sig fyrir of-
beldinu. Þessum ótrúlega
ruddaskap hélt áfram, þar til
ísland eignaðist sín eigin
strandferðaskip og millilanda-
skip, með íslenzkri áhöfn. Að
því leyti, sem Danir taka nú
þátt í siglingum við ísland, er
framkoma þeirra yfirleitt prúð-
mannleg og sanngjörn. Nú eru
því sem færra yrði um þá at-
vinnu, sem hér væri um að
ræða.
Það er þá aðallega tvennt
sem þyrfti að gera. Það fyrst,
að banna aðflutning til bæjar-
ins, og annað, að veita nokkurs-
konar „útflutningsverðlaun“ til
þeirra, sem vildu flytja burt úr
bænum og leita sér framtíðar-
möguleika í sveitum landsins,
sem bíða eftir mannshöndinni,
til að breyta óræktarmóum í
grasgefin tún, sem gætu svo
fætt og klætt fjölda fólks, og
losað það við þá miklu raun, að
rangla dag eftir dag á götum
borganna í atvinnuleit, sem
oftast bregzt. Það mundi bægja
mörgum unglingnum frá því að
lenda í vondum félagsskap, og
það kannske svo vondum, að
þeir bíði þess aldrei bætur, eins
og hér eru dæmi til deginum
ljósari.
II.
En þá kemur spurningin:
Hvernig á að koma fólkinu burt
úr bænum? Ekki þýðir að vísa
fjölskyldufólki upp i sveit til
þess að það verði þar vinnu-
fólk hjá bændum. Nei, það þarf
að geta myndað sér þar sjálft
framtíðarheimili, þar sem það
gæti unað vel og alið upp börn
sín. En hver ráð verða til þess?
Almenningur er févana, en til
þess að geta stofnsett heimili
í sveit, þarf alltaf talsvert fé. —
Nýbýlalögin þarf að endurskoða
og endurbæta, á þann hátt, að
flestir, sem vildu, gætu fengið
sér býli það ódýrt, að þeir þyrftu
ekki að kikna undir að borga
lága vexti af því fé, sem í býl-
ið yrði lagi. — En þó býlið
fengizt, þá vantar bústofninn.
Og þá kem ég að því, sem ég
kalla, að veita mönnum „út-
flutningsverðlaun“. Það þarf að
veita mönnum ódýr lán til bú-
stofnskaupa. Ekki mjög há, en
með góðum kjörum.
Nú er einmitt stundin komin
til þess að byrja útlán úr bú-
stofnslánadeild búnaðarbank-
ans. Bústofnslán ætti ekki að
vera hærra en 2500—3000 kr.,
og móti þeirri upphæð þyrfti
lántakandi að eiga svipaða upp-
hæð eða hafa ráð á. Bú upp á
5—6 þús. kr., er nóg til að
framfleyta meðalfjölskyldu, ef
hagsýni og dugnaður er sam-
fara.
Gæta þyrfti þess vandlega að
veita ekki slík lán nema efni-
legum mönnum, sem af ein-
huga vildu flytja í sveitina.
Líklegast yrði þetta mest menn,
sem hafa flutt úr sveitunum,
sem sæktu um þessi lán, enda
bera þeir sig verst undan at-
vinnuleysinu hér. Þeir sakna
sveitanna, starfsins þar og hins
gróandi lífs, og það sannast á-
íslendingar orðnir jafningjar í
þessum takmarkaða leik, og þá
er komið það viðhorf, sem Dan-
ir beita við allar frjálsar þjóðir.
í samningunum 1918 var tek-
ið fram, að Danir skyldu hafa
gæzluskip hér við land meðan
þeir ættu rétt á aö veiða í ís-
lenzkri landhelgi. Jafnframt
skyldi íslendingum heimilt að
taka þátt í gæzlunni. Þegar
Vestmannaeyingar höfðu eign-
azt Þór sem björgunarskip,
buðu þeir ríkisstjórninni það á
leigu til gæzlu um síldveiða-
tímann að sumrinu til. Stjórnin
tók þessu boði 1922 og sendi Þór
norður. Stjórn Dana vildi þá að
Þór væri eins og „doría“ frá
móðurskipi þeirra. íslendingar
vildu að sitt skip væri jafn
rétthátt skipi Dana. Urðu um
þetta átök milli Dana og ís-
lendinga í nokkur ár. En þegar
Danir sáu, að íslendingar stóðu
fast á rétti sínum, tóku þeir
sanngjaxnlega á málunum, og
eftir fáein ár voru við ísland
tvennskonar gæzluskip, íslenzk
og dönsk, hliðsett og jafn rétt-
há undir íslenzku ríkisstjórn-
inni.
Síðast vil ég nefna skinn-
handritin góðu. Þau voru flutt
úr landi til Danmerkur, þegar
Kaupmannahöfn var líka höf-
uðborg íslands, og háskóli Dana
æðsta menntastofnun íslend-
Nú hin seinni áx hefir verið
gefið út nokkuð mikið af lögum,
er grípa inn í starfsemi manna
að ýmsu leyti. Má vel vera að
þau flest, eða öll, séu gagnleg
og nauðsynleg, hver á sína vísu,
en nokkur þessara laga hafa, á
sumum stöðum að minnsta
kosti, að engu verið höfð, hjá
þeim, sem ætlað er að hlýða
þeim, og hafa not af þeim; sum
þeirra kannske eitthvað fyrst
eftir að þau voru gefin út, en
sum líka aldrei.
Vil ég minnast á nokkur þessi
lög, sem viðkoma okkur bænd-
um, af því að ég tel líka að þau
lög, sem hér verða gerð að um-
þreifanlega á mörgum þeirra,
að enginn veit hvað átt hefir
fyrr en misst hefir.
III.
Nú stendur svo á, að rikið á
margar jarðir; væri sjálfsagt
að skipta þeim, svo að sem
flestir gætu búið á hverri jörð
og fengið strax afnot af rækt-
uðu landi.
Til búnaðarbankans falla ár-
lega jarðir, sem oft gengur illa
að selja. Þessar jarðir ætti rík-
ið að eignast og skipta svo upp
á milli manna. Þá eru einnig
márgar góðar jarðir, sem komn-
ar eru í eyði, en vel byggilegar,
ef að þeim væri hlynnt. Og svo
síðast stofnun nýbýla á órækt-
uðu landi, sem ég tel þó það
erfiðasta og langlakast að eiga
við, nema undir sérstökum skil-
yrðum, t. d. að hægt sé að ná
til ódýrs engjaheyskapar, að
minnsta kosti til að byrja með.
Því nú má búast við, að erfitt
verði með útlend áburðarkaup,
en á því byggist, að miklu leyti,
ræktun á ónumdu landi.
Ég lít svo á, að þetta mál sé
það stærsta nauðsynjamál, sem
nú liggur fyrir íslenzku þjóð-
inni, og jafnframt það mál, sem
ekki þolir neina bið, þar sem
bæirnir, eins og áður er sagt,
eru að offyllast af fólki, en
sveitirnar að tæmast, þar sem
þó er nóg af lífsmöguleikum.
Það þarf því að hefjast handa
nú þegar. Nýtt landnám þarf
aö hefjast strax á næsta vori.
Það mætti ekki vera minna en
150—200 fjölskyldur, sem flyttu
úr Reykjavík á næsta vori og
stofnsettu sér heimili út um
sveitir landsins.
Vona ég fastlega, að allir
góðir menn sjái nauðsyn þessa.
Vænti ég þess, að það Alþing,
sem nú bráðlega á að koma
saman, sýni stórhug sinn í því
að leggja þessu nauðsynjamáli
góðan og öruggan stuðning.
B. H. B.
inga. Ekkert hefði verið eðli-
legra, en að Danir hefðu skilað
þessum algerlega íslenzku lista-
verkum, þegar ísland eignaðist
höfuðborg og háskóla. Allra
helzt var ástæða til að afhenda
handritin til íslands nú í hina
nýju háskólabyggingu, þar sem
þau eru miklu betur geymd en
í Danmörku. En fram að þessu
hafa Danir þverneitað með öllu
að skila íslendingum þessum
merkilega menningarfjársjóði.
Vel mega Danir þó vita það, að
svo mikill er réttur íslendinga
til þessara handrita, að þeir eru
ekki líklegir til að láta niður
falla kröfuna um, að þeim verði
skilað úr fóstri til móðurhús-
anna.
VI.
Þó að Danir sæktust eftir að
ná samningum við íslendinga
vorið 1918, kom enn fram hin
sama tregða og fyrr. Engu var
sleppt, sem unnt var að halda.
Það var látið heita svo, að kon-
ungurinn væri sameiginlegur
frá því Gamli sáttmáli var gerð-
ur, án þess að meta hvort sá
samningur hafði verið vel hald-
inn gagnvart íslandi. í aldar-
fjórðung skyldi vera sameigin-
legur þegnréttur milli Dana og
íslendinga. Allan þann tíma
stóðu Dönum opin öll gæði
landsins á borð við íslandinga
sjálfa, þar á meðal full not af
landhelginni. Auk þess skyldu
Danir fara með utanríkismálin
og annast fyrir sitt leyti strand-
gæzlu við ísland. Hæstiréttur
Dana skyldi vera æðsti dómstóll
íslendinga, þar til þjóðin eign-
aðist sinn eigin hæstarétt. ís-
talsefni, séu okkur gagnleg og
nauðsynleg, yfirleitt, og að við
ættum því, þó ekki væri nema
þess vegna, að halda þau og
virða.
í búfjárræktarlögum frá 8.
sept. 1931 er bannað að láta
naut 8 mánaða gömul og grað-
hesta iy2 árs að aldxi, ganga
laus utan öruggrar vörzlu, og
varðar brot á þessu sektum, og
að auki greiðsla skaðabóta, ef
tjón hlýzt af.
Fyrst eftir að lög þessi voru
sett, var þeim eitthvað hlýtt
hér, en nú er svo komið, að ég
sé ekki, að lög þessi séu að neinu
höfð, og trúað gæti ég, að óvíða
séu nú til löglega valdar naut-
gripa- og hrossakynbótanefndir
þær, sem lögin mæla fyrir um
að starfa skuli í hreppunum.
Víst er um það, að naut, sem
hér eru til, 8 mánaða gömul og
eldri, hafa víðast fengið að
ganga laus og fara um á aðra
bæi með heimiliskúnum, en
látin þó inn á nóttunni, ef þau
þá koma með heim að kvöldi.
Og fullorðnir, óvaldir graðhest-
ar ganga hér óhindraðir yfir
árið, bæði í afrétti og heima-
högum, er því ómögulegt að
koma við kynbótum, né að halda
mertryppum frá, nema geymd
séu í öruggri girðingu, og geta
þó gamlir hestar brotizt inn
um grindur í hliði, séu þær ekki
því sterkari, og gert þar skaða.
Þá eru það lögin um sauð-
fjárbaðanir frá þinginu 1937,
sem að nokkru leyti grípa inn í
útrýmingarlögin frá 1935.
Fjórða grein laganna frá 1937
skipar fyrir um strangt eftirlit
með heilbrigði fjárins og um
lækningar á kláöasjúku og
grunuðu fé. Eiga hreppsnefndir
að kjósa eftirlitsmenn, er skoði
allt sauðfé og kynni sér heil-
brigði þess. í greininni standa
þessi orð: „Verði eftirlitsmaður
var einhvers sjúkdóms, sem lík-
legt þykir að geti verið fjár-
kláði eða annar hættulegur
sjúkdómur, skal dýralækni
þegar gert aðvart“.
Samkvæmt þessum orðum
eiga eftirlitsmennirnir að at-
huga féð meira og nákvæmar
en viðkomandi fjárkláðanum
einum, sbr. orðin: „eða annar
hættulegur sjúkdómur“.
Það getur verið miklu hættu-
legri sjúkdómur en fjárkláðinn,
sem menn þurfa að varast hér,
eins og t. d. garnaveikina og
mæðiveikina, þar sem hún er
ekki. Það er því afar áríðandi,
að mínu áliti, að eftirlitsmenn
þessir séu ráðnir í hreppunum
og vel vald.ir, eftir því sem kost-
ur er á um menn til þessa.
Þær upplýsingar virtust liggja
lendingar biðu ekki nema eitt
ár eftir því sjálfstæðismerki og
þrem árum síðar byrjuðu þeir
íslenzka strandgæzlu með Þór,
eins og fyr er frá sagt.
Danir sýndu tregðu sína meö
því að erfiða íslendingum að
segja samningunum upp eftir
1940. Þá þurfa 75% af öllum
kjósendum að sækja þá at-
kvæðagreiðslu og 75% af þeim
sem koma á kjörstað, að greiða
atkvæði með málefnaskilnaði.
Tilgangur hinna framsýnu
Dana var auðsær. Það átti að
láta íslendinga sofna á verð-
inum og Dani að halda áfram
að eiga ísland með íslending-
um, og láta íslendinga lifa í
iskugga hinnar gömlu yfirþjóðar.
íslendingar sáu þó þessa
hættu. Þeir settu í' stjórnar-
skrána frá 1920, það ákvæði, að
menn, sem ílyttust inn í landið
yrðu að vera 5 ár án réttar á
íslandi, áður en þeir fengju at-
kvæðisrétt. Með þessu var fyrir-
girt skjót innrás í landiö. Auk
þess sáu menn strax, að um at-
kvæðagreiösluna gat komið
krókur á móti bragði. Atkvæða-
greiðslan gat verið opinber.
Hún gat staðiö yfir í viku eða
hálfan mánuð. Heimaatkvæði
gátu verið lögleg, eins og þau,
sem greidd voru á kjörstað. Með
þessum úrræðum mátti svara
kænskubragði Dana um hina
háu atkvæðatölu þeirra manna,
sem varð að ná, til að höggva
af íslendingum hlekki þá, sem
Hákon gamli lagði á þjóðina.
VII.
Eftir 1918 var íslendingum
fyrir sýslufundinum hér í vor,
að hreppsnefndirnar væru ekki
farnar að sinna þessu . rnáli.
Samþykkti því fundurinn á-
skorun til þeirra um að kjósa
eftirlitsmennina, þar sem það
væri ekki búið, og áminnti þær
um að stuðla að framkvæmd
laganna að öðru leyti.
Sláturfé, sem kom til Búðar-
dals í fyrrahaust, bar það með
sér, að fjárkláðinn væri nokk-
uð víða útbreiddur í hreppum
sýslunnar. Mun þó óvíða hafa
verið skipað fyrir um tvær bað-
anir, ef það hefir þá nokkurs-
staðar verið gert. Sýndi og líka
ullin, sem kom til Búðardals í
vor, að fjárkláðanum var þá
ekki með öllu útrýmt. Geta má
þó nærri, hversu vont það er
að hafa fjárkláðann í fénu sam-
hliða mæðiveikinni. Ekki styrkir
kláðinn mótstöðuafl kindar-
innar gegn öðrum sjúkdómum.
Vera má, að hreppsnefndun-
um finnist þær hafa nokkra af-
sökun fyrir því, að þær ekki
kjósa eftirlitsmennina á meðan
að óskipaðir eru eftirlitsmenn
þeir, er síðar í málsgr. 4. gr.
laganna frá 1937 ræðir um. Þar
segir svo: „Eftirlitsmenn, sem
ræðir um í 3. gr. laga nr. 90, 3.
maí 1935, skuiu hafa glöggar
gætur á því, að hreppsnefndir
og bæjarstjórnir hafi nægilegt
eftirlit með því, að sauðfjárbað-
anir fari fram, svo að sem
fyll&tum notum komi. Hrepps-
nefndum og bæjarstjórnum ber
að gefa þessum eftirlitsmönn-
um skýrslur um fjárkláða, sem
vart hefir orðið í umdæmi
þeirra“.
Eftir þessu lagaboði á að
vera til maður, sem hefir y’fir-
eftirlit um þetta allt saman, og
eftir 3. gr. þeirra laga, sem hér
er vitnað í, á landbúnaðarráð-
herra að skipa þenna mann,
einn í hverju sýslu- og bæjar-
félagi, eftir ábendingu viðkom-
andi sýslunefnda og bæjar-
stjórna. Sýslunefndin hér hafði
á sínum tíma bent á mann til
þessa, en landbúnaðarráðherra
aldrei skipað hann, og virðist
hér því vera urn lagabrot að
ræða, og það þýðingarmikið.
Það er gengið fram hjá fyrir-
mælum, sem eru viðkomandi
því atriði, er aðal framkvæmd
laganna verður að byggjast á.
Það getur verið, að líta megi
svo á, að eftir útrýmingarlög-
unum frá 1935 þurfi eftirlits-
maður þessi ekki að vera til fyr
en ákveðið hefir verið að láta
þar fara fram böðun til útrým-
ingar fjárkláðanum. Þau lög
virðast mér ónákvæm og hroð-
virknislega samin, en eftir
lögum frá 1937 verður maður-
inn að vera til. Síðari málsgr. 4.
gr. þeirra laga gerir ákveðið ráð
fyrir þvi, og öll framkvæmd
þeirra laga verður raunverulega
að byggjast á skyldurækni þessa
(Framh. á 3. síöu)
mikið í mun að sýna sem glögg-
legast, að þeir væru fullvalda
þjóð. Utanríkismálin voru
samningslega falin Dönum. En
ísland hafði leyfi til að hafa
sendiherra hjá Dönum. Þetta
leyfi var nota,ð tiltölulega fljótt.
Sendiherra var skipaður í Dan-
mörku, og Danir sendu sendi-
herra til íslands. Að skoðun
danskra ríkisréttarfræðinga
voru þessir tveir sendiherrar
ekki alveg „fullvalda“. Danir
létu sinn sendiherra heyra undir
forsætisráðherra sinn, en ekki
utanríkisráðherra, og það tók
íslenzka sendiherrann í Kaup-
mannahöfn töluverðan tíma að
koma valdamönnum landsins á
þá skoðun, að hann ætti að
koma fram í sveit sendiherra,
en ekki með Sjálandsbiskupi
og hæstarétti Dana, En sökum
mjög mikillar lægni frá hálfu
Sveins Björnssonar, tókst hon-
um að gera mun meira úr sínu
embætti, heldur en málefni
stóðu til.
Skömmu eftir að Sveirin
Björnsson fór til Kaupmanna-
hafnar sendu íslendingar verzl-
unarfulltrúa til Miöjaröarha-fs-
landanna. Síðar var hann
tengdur við sendisveit Dana í
Madrid, og eftir að styrjöld
hófst þar í landi, viö dönsku
sendisveitina í Berlín. Hefir dr.
Helgi P. Briem gegnt starfi í
þessum tveim ríkjum um nokk-
ur ár. Á sama hátt var Vil-
hjálmur Finsen tengdur við
sendisveitina í Oslo. Og eftir að
núverandi styrjöld hófst, var
Vilhjálmur Þór gerður að verzl-
unarfulltrúa landsins í New
SjálÍstæðísmálíð og íáninn
*
Utdráttur úr ræðu Jónasar Jónssonar á stú-
dentafundí í Oddfellowhúsínu í nóvember 1939