Tíminn - 16.11.1939, Side 2
530
TÍMIBJIV, fimmtudagiim 16. nóv. 1939
133. Mað
r
‘gímtnrt
Fimmtudafiinn 16. nóv.
Stúdentafundurínn
um sjálfstæðísmálið
Það eru nú liðnar nokkrar
vikur síðan Hörður Bjarnason
húsameistari óskaði eftir að ég
flytti ræðu um sjálfstæðismál-
ið í stúdentafélaginu. Ég hefi
nú fengið þá ræðu birta hér í
blaðinu. Hún er rituð eftir
minni með nokkrum úrfelling-
um og nokkrum viðaukum.
Stúdentafélagið hafði haldið
fund um þetta mál í fyrra. Bene-
dikt Sveinsson bókavörðuf hafði
reifað íslenzka málstaðinn. Guð-
brandur Jónsson og annar mað-
ur, sem nú er látinn, höfðu stað-
ið á víglínu Staunings. Umræð-
urnar urðu ekki fjörugar. Menn
voru ekki farnir að hitna í mál-
inu. Stjórn stúdentafélagsins
vildi koma meiri hreyfingu á
málið. Nýir atburðir höfðu gerzt
í vor og sumar, sem sýndu, að
íslendingum hentaði ekki að
sofna á verðinum.
Fundur þessi var haldinn í
Oddfellowhúsinu. Salurinn var
nokkuð þéttskipaður. Sennilega
hafa fundarmenn verið eitthvað
á þriðja hundrað. Kunnugir
töldu þá aðsókn óvenjulega á
stúdentafundi. Fundarsóknin
sýndi að sjálfstæðismáliö var
hugstætt hinum ungu mönnum.
Reynslan sýndi líka að svo var.
Ég talaði í liðuga tvo tíma.
Það hefði vitanlega verið allt of
löng ræða um öll efni nema
þetta eina — frelsismál þjóðar-
innar. Unga kynslóðin á erfitt
með að fá vitneskju um sögu
síðustu mannscldra. Þess vegna
]'v: hirir ungu áheyrendur það
got-t v'ita þó að xæðan væri
nokkuð löng. Hún var um efni
sem ungt fólk veit ekki nógu
mikið um í ljósi sögunnar.
Þegar ég hafði talað tók Guð-
brandur Jónsson til máls, og hélt
því fram, að það væri um að
gera að sinna alls ekki sjálf-
stæöismálinu á meðan styrjöld-
in stæði yfir. Hann taldi að ís-
lendingar ættu alls ekki að hafa
nein utanríkismál, nema dæg-
urmálin. Hann flutti tillögu um
þetta efni, sem var jafn átak-
anlega dönsk eins og hún hefði
fundizt höggvin á legstein her-
mannanna frá Kópavogi.
Fundarmönnum féll ekki í
geð þessi tillaga. Nokkrir ungir
menn úr Sjálfstæðisflokknum,
sem töluðu, voru sýnilega al-
gerlega á gagnstæðri skoðun við
tillögumanninn. Þeir voru að
velta fyrir sér mismunandi að-
ferðum til að sýna vanþóknan
sína á framkomu tillögumanns.
Hann sá hvert stefndi og ætlaði
að bjarga sér úr voðanum með
því að taka tillöguna til baka.
Bened. Sveinsson tók tillöguna
upp, til að fá hana fellda. Og til-
lagan var, að við skyldum ekk-
ert gera í sambandsmálinu, ekki
segja upp samningnum og enga
skoðun hafa um frelsismálin,
heldur aðeins um síðustu augna-
blikin. Hún var felld meö sam-
hljóða atkvæðum allra í saln-
um. Það var leitað mótatkvæða.
Þau komu ekki fram. Tillögu-
maður var spurður, hvort hann
væri ekki með sínu eigin á-
hugamáli. Guðbrandur svaraði
með vandræðalegu glotti, að
hann væri aldrei með sínum
eigin tillögum.
Ég hygg, að þessi fundur hafi
verið glögg mynd af huga þjóð-
arinnar í sjálfstæðismálinu.
Hinn mikli og óvenjulegi áhugi,
sem kom fram í fundarsalnum
og hinn einlægi vilji fundar-
manna að láta Guðbrand Jóns-
son vita að íslenzlci málstaður-
inn væri einráður á íslandi,
sýndu stefnu fundarmanna.
Ræður þeirra feðga, Benedikts
Sveinssonar og Bjarna Bene-
diktssonar prófessors og nokk-
urra stúdenta, sem töluðu, sýndu
að hlutfallið í sjálfstæðismálinu
er allt annað en Stauning hélt.
Hér eru nálega allir íslending-
ar. Það er undantekning ef
menn eru það ekki.
Það væri mikil og óverðskuld-
uð móðgun við Dani, að halda
því fram, að þeir hafi falið
Guðbrandi Jónssyni nokkra
málfærslu fyrir sig. Engum
skynsömum Dana myndi koma
Físklíélag Islands og fyrír
komulag þess
Eitir Kristján Jónsson frá Garðsstöðum
Sveinn Gunnarsson
frá Mællfellsá
[ í ágústblaði Ægis birtist grein eftir
Kristján Jónsson frá Garðstöðum, er-
indreka Fiskifélags íslands, um breytt
fyrirkomulag félagsins. Eru tillögur
hans hinar athyglisveröustu og ættu
þeir, sem ekki kaupa Ægi, að fá þetta
blað sent til að kynna sér þær. Eftir-
farandi grein Kristjáns er svar við
nokkrum athugasemdum, er tillögur
hans liafa sætt.]
Aðstandendum Farmanna- og
fiskimannasambandsins hefir
crðið undarlega hverft við, er
bornar voru brigður á það í
grein um breytt fyrirkomulag
Fiskifélags íslands í ágústblaði
Ægis, að samband þetta gæti
nokkuru sinni þjónað hagsmun-
um útgerðarmanna og fiski-
manna, og forystumönnum þess
ráðlagt að halda sig að mál-
efnum farmanna einna, og að
óráðlegt væri að halda tvö þing
um fiskveiðimálin.
Jafnan hefir verið talið, að
afturgöngur eða fylgjur létu til
sín heyra á undan komumanni,
áður en hann ber að garði. Nú
koma „andar næturinnar“ á
eftir honum. Má því gera ráð
fyrir að þetta séu sjálfstæðar
verur og engum áhangandi.
Enda mætti það undarlegt heita,
ef jafn mætur maður og Hall-
grímur Jónsson vélstjóri er,
ætti jafn ótútlegar fylgjur og
þær, er eftir honum renna í
Víkingnum. — Mér er ánægja
slík fásinna í hug. Hitt er ann-
að mál, að Guðbrandur vill vera
vinur Dana, þó að slík viðleitni
sé ekki líkleg til að bera árangur.
Stúdentafundurinn varð miklu
þýðingarmeiri fyrir komu Guð-
brands Jónssonar og tillögu
hans. Guðbrandur Jónsson var
eins og síðustu tákn þess hugs-
unarháttur, sem dafnaði hér
um langa stund, meðan þjóðin
lá undir kúgunarhæl Dana.
Guðbrandur Jónsson og mál-
staður hans voru í eðli sínu ó-
aðskiljanlegir, og einmitt áttu
sammerkt í því að geta vakið
hvern sæmilegan íslending til
fullrar og virkrar mótstöðu.
Stúdentafundurinn sýndi
hvert strauminn ber. Úrskurð-
ur hans er glöggt vitni um það,
að Stauning hefir, án þess að
vita það, hallað stórlega á ís-
lenzku þjóðina. Hún er fullkom-
lega vakandi um frelsismál sín.
Og meðferðin á tillögu Guð-
brands Jónssonar sýnir að þjóð-
in hefir enn sama hug í sjálf-
stæðismáli sínu eins og þegar
íslendingar ráku Una danska af
höndum sér. J. J.
að ræða þetta mál við vel metna
menn eins og hr. Hallgrím Jóns-
son. Skal ég leitast við að svara
grein hans nokkurum orðum.
Við erum báðir á sama máli
um að Fiskifélagið sé of dauft í
dálkinn að því er félagsmálum
sjómanna viðkemur, það nái of
lítið til sjómannastéttarinnar.
Hann virðist furða sig á því, að
ég sem einn af trúnaðarmönn-
um félagsins, skuli kveða upp
úr með þenna sannleik, sem
öllum er kunnur. Sumir eru að
vísu svo skapi farnir, að þeir
geta aldrei kannast við ávant-
anir félaga eða fyrirtækja, sem
þeir eru riðnir við eða starfa
hjá, jafnvel þótt slíkar ávant-
anir hafi gerzt fyrir breytta rás
viðburðanna, og engan sé þá
um að saka, en ég tel þann
sjálfbyrgingshugsunarhátt, sem
tálmar eðlilegri gagnrýni, skað-
legan. Öðrum er og ekki kunn-
ugra um ávantanir slíkra alls-
herjarfélaga sem Fiskifélagsins
en þeim, sem starfa í þjónustu
þeirra. Ég tel því bendingar um
þetta koma úr réttri átt, en ekki
úr hörðustu átt, eins og H. J.
segir.
Mér þykir vélstjórinn taka
ærið djúpt í árinni, er hann
kveður mig senda samtökum
sjómannastéttarinnar „illgirn-
islegar hnútur“. Á hann þar víst
við það, er ég taldi Farmanna-
og fiskimannasambandið eiga
sárlítið erindi á vettvang fisk-
veiðimálanna, vegna þess fyrst
og fremst, að ég tel hagsmuna-
mál þeirra lítt skyld áhuga-
efnum fiskimannanna. Þetta
stend ég enn við. Hvernig dettur
Hallgrími í hug, að þetta sam-
band hafi eða geti öðlazt skil-
yrði til stuðnings við fiskimenn
landsins og fiskveiðimálin á
við Fiskifélagið, með þvi vald-
sviði og fjárráðum, sem það nú
hefir, hvað þá ef það fær mun
meiri fjárráð og öðlast stórum
aukið valdsvið. Forráðamenn
þessa sambands hafa ekki þau
gögn í höndum, sem til þess
þarf, hversu góðan vilja, sem
þeir hafa. Ekki geta þeir lagt
jafn góð gögn á borðið, þegar
tillögur skal gera um síldveiði-
málefni, fisksölumálin, trygg-
ingarlöggjöf fiskibáta og fiski-
manna, jöfnunarsjóði aflahluta,
landhelgisgæzluna, hraðfrysti-
húsamálið, verðlagið á útgerð-
arvörum, skoðun fiskiskipanna,
svo nefnd séu nokkur mál, sem
Fiskifélagið og fisklþingin
hafa til meðferðar haft. Mál
þessi er jafnan búið að ræða og
gera ályktanir um í fiskideild-
um og fjórðungsþingum, áður
en þau koma fyrir fiskiþingið.
Með þetta í huga, tel ég það til
engra bóta, þótt forkólfar far-
manna, ásamt nokkurum fiski-
skipstjórum og vélstjórum úr
höfuðstaðnum og nági’enni
hans, taki að halda þing um
fiskveiðimálin. Segja má líka,
að fiskiþingið sé að hefð viður-
kennd allsherj ar samkoma
fiskimálefnanna, og það er
aldrei til neinna bóta, að fara
inn á svið málefna, þar sem
aðrir hafa tekið sér varðstöðu.
Koma þar engin mannanöfn til
greina. Það er ekki óáþekkt og
að ætla sér að hafa tvær
hreppsnefndir í sama sveitarfé-
lagi eða tvær bæjarstjórnir í
sama kaupstað.
Hins vegar skal það afdrátt-
arlaust viðurkennt, að far-
mennirnir geta verið mikilsverð
stoð þegar ræða skal og gera
tillögur um ýms mál sjómanna
og hafa þar meiri þekkingu og
reynslu til brunns aö bera en
fiskimenn yfirleitt, að togara-
sjómönnum undanskildum. —
Við þetta heygarðshornið eiga
þeir tvímælalaust að halda sér,
og gefa gagnlegar bendingar
um allt, er sjófarendum yfir-
leitt má að gagni koma. En far-
mennirnir geta ekki verið for-
svarsmenn fiskimanna né út-
vegsmanna landsins, allra sízt
á smærri bátunum í afskekkt-
um verstöðvum.
Hallgrímur Jónsson kveðst
hafa lesið Ægi og segist hafa
fylgst nokkuö með störfum
Fiskifélagsins nú um 20 ára
skeið. Hann er líka æfifélagi
Fiskifélagsins.
Ýmsum þeim, er á fiskiþingi
hafa verið undanfarið, þar á
meðal undirrituðum, hefir þótt
leitt að hafa ekki meðal sín full-
trúa frá hinni myndarlegu far-
mannastétt landsins. — Hafi
farmönnum þótt á vanta um
stuðning við starf þeirra og á-
hugamál hjá Fiskifélaginu, var
þeim innan handar með nokk-
urum samtökum að koma full-
trúa sínum, einum eða fleirum
á fiskiþing. Þetta hafa þeir
látið ógert, en kjósa nú að
draga til samstarfs við sig
nokkur stéttafélög meðal fiski-
manna stærri bæjanna, og
þykjast þar með ætla aö gera
sig að forsvarsmönnum allrar
sjómannastéttar landsins. —
Margir hlutlausir menn, sem á
þetta hafa minnst við mig, telja
þetta fjarstæðu.
H. J. segir Farmannasam-
bandið hafa viljað gerast með-
útgefandi Ægis, og jafnframt
boðizt til að efla kaupendatölu
ritsins. Það er rétt, að þrír
nafngreindir menn, var Hall-
grírnur einn þeirra, komu að
máli við allsherjarneínd síð-
asta fiskiþings. Þeir töluðu fyrst
um að fá Ægi keyptan. Það kom
vitanlega ekki til mála. Þá var
(Framh. á 3. síðu)
Sveinn var fæddur á Stóru
Ökrum 1858 og lézt 1937, 79 ára.
Faðir hans var Gunnar, sem
lengst bjó í Syðra Vallholti,
Gunnarsson á Skíðastöðum í
Laxárdal, Gunnarssonar sama
staðar, Guðmundssonar frá
Hvalnesi. Voru þessir forfeður
Sveins orðlagöir atorkumenn og
allir í röð fremstu bænda á sín-
um tíma 1 Skagafirði.
Eftir því, sem Sveini sagðist
frá sjálfum, var hann nokkuð
brellinn í æsku og áttu þeir feðg-
ar lítt skap saman, enda fór
Sveinn úr föðurgarði um ferm-
ingu og réði sig í vinnuniennsku.
Var hann svo ýmist vinnumaður
eða í lausamennsku þangað til
hann giftist, rétt tvítugur, Mar-
gréti Árnadóttur, Sigurðssonar
frá Starrastöðum. Móðir Mar-
grétar var Steinunn Arnórsdóttir
prests Árnasonar að Bergsstöð-
um. Margrét var dugleg með af-
brigðum og mesta gæðakona.
Bjuggu þau Sveinn og Margrét
fyrst í Borgarey, en fluttu þaðan
að Bakka í Hólmi. Frá Bakka
fluttu þau að Mælifellsá. Keypti
Sveinn þá jörð og bjó þar síðan
meðan hann stundaði búskap í
Skagafirði.
Þau Sveinn og Margrét eign-
uðust 15 börn. Tvö dóu ung, en
13 náðu fullorðinsaldri. Eru 9
þeirra enn á lífi. Öll hafa þau
getið sér hið bezta orð fyrir
dugnað og mannkosti.
Mælifellsá er stór jörð, en erf-
ið. Sveinn bætti jörðina mikiö
og rak þar um langt skeið mik-
inn búskap. Þegar börnin kom-
ust til fullorðinsára, byggði hann
þeim hluta af jörðinni, og dró
saman bú sitt að sama skapi.
Afhenti hann börnum sínum að
lokum alla jörðina og flutti burt
úr Skagafirði árið 1909.
Eftir því sem ég bezt veit, lét
hann konu sinni og börnum eftir
eigur sínar allar. Hann var þá
kominn yfir fimmtugt og mjög
farinn að tapa heilsu. Mörgum
kom þessi ráðabreytni Sveins á
óvart, því að hjónaband hans og
heimilislíf var alla tíð hið á-
nægjulegasta. Á unglingsárum
mínum var ég mjög kunnugur á
heimili Sveins á Mælifellsá og
á þaðan ekkert nema góðar end-
urminningar.
Sveinn var um'margt ein-
kennilegur maður og merkilegur.
Var það álit margra, serri voru
honum lítt kunnugir, að Sveinn
væri ekki ætíð með öllu sjálfráð-
ur orða sinna og æðis. En þeir,
sem þekktu hann betur, vissu,
að þrátt fyrir gáska hans og
kátlega framkomu og tilsvör, bjó
hann yfir miklum hyggindum
og talsvert óvanalegum gáfum.
Þótt Sveinn væri góður bóndi,
var hann öllu þekktari fyrir
verzlunarbrölt sitt. Hann byrj-
aði á hestakaupum innan við
fermingu. Og hann hélt verzlun-
arbraskinu áfram allan sinn bú-
skap; keypti sauðfé, hesta, kýr
og jarðir og seldi aftur jafn-
harðan. Ekki held ég að hann
hafi grætt á þessu, en heldur
ekki tapað. Og aldrei heyrði ég
illt orð um Svein í sambandi við
kaupskaparbrask hans, og sleppa
þó fáir óskemmdir frá slíkurn
viðskiptum. Var Sveinn vinsæll,
og átti ekki í erjum við menn,
nema fyrstu búskaparár sín í
Borgarey. Nágranni hans var þá
Friörik Stefánsson, alþingismaö-
ur í Húsey. Lentu þeir í illvígu
landaþrætumáli og bar Sveinn
þar sigur af hólmi. Var Sveinn
kappsfullur rnjög og uröu fáir
til að leita á hann eftir þetta.
Eftir að Sveinn fór að minnka
við sig búskapinn á Mælifellsá,
mun honurn hafa leiðzt aðgerða-
leysið. Lítt hafði hann verið til
mennta settur í æsku. Skrifaði
hann þó góða rithönd og var létt
um að skrifa. Enginn var hann
bókamaöur; las þó ýmislegt, en
allt í molum. Nú tók hann sér
fyrir hendur að semja skáldsögu.
Mikilvirkur var hann við rit-
störfin, því að bókinni lauk hann
á sex vikum. Ekki mun þessi
skáldsaga hafa haft mikið bók-
menntagildi, enda seldist hún
illa, en tilgangur Sveins mun þó
hafa verið sá, að hafa eitthvað
upp úr ritstörfunum. Sá hann,
að við svo búið mátti ekki
standa. Tók sig þvi upp að hausti
til í bóksöluleiðangur. Ferðaðist
hann allan veturinn um Vestur-
land og Suðurland, og hvert ein-
tak af bókinni seldi hann að lok-
um. Mörgurn árum seinna skrif-
aði Sveinn aðra bók, sem hann
kallaði Veraldarsögu. Er það að
nokkru leyti æfisaga hans sjálfs.
Margir kaflar í bók þessari eru
vel skrifaðir og skemmtilegir, og
bera vott um að með Sveini hafi
búið miklir rithöfundarhæfi-
leikar, ef lífskjör hans hefðu
gefið honum tækifæri til að hlúa
að þeim og þroska þá. Eru til
eftir Svein ágætar lausavísur, þó
að hann vandaði að jafnaði ekki
frágang á lausavísum, sem hann
kastaði fram.
Eins og áður er sagt, flutti
Sveinn alfarinn úr Skagafirði
1909. Hafðist hann við í Dala-
sýslu og Borgarfirði um allmörg
ár, mest í lausamennsku. —
Græddist honum enn dálítið fé.
Árið 1917 flutti hann til Reykja-
víkur og keypti litlu síðar Sölu-
turninn. Verzlaði hann í Turn-
inum í allmörg ár og fénaðist vel.
Var þó fjarri því, að Sveinn væri
fégjarn maður. Einu sinni, með-
an hann verzlaði í Turninum,
(Framh. á 3. siðu)
SjáHstæðísmálið og iáninn
Utdráttur úr ræðu Jónasar Jónssonar á stú-
dentafundi í Oddfellowhúsínu í nóvember 1939
NIÐURLAG
XII.
íslendingar höfðu eignazt
fána, þar sem andstæðingar
sérstaks þjóðfána höfðu lagt
síðustu hönd á afgreiðslu máls-
ins á íslandi, en konungur
Dana lögfest þjóðernistáknið
handa íslendingum. Þeir, sem
stóðu að þessu verki, munu hafa
vonazt eftir að saga þess
gleymdist, og að íslenzka þjóð-
in myndi um ókomnar aldir
gleyma því, að þjóðfáni skap-
ast eins og listaverk, þegar öld-
ur heitra tilfinninga hrífa
menn úr þreytandi deyfð mála-
miðlana hversdagslifsins.
Samningurinn 1918 var einn
af þessum gagnlegu bráða-
birgðar sættagerðum, sem fylla
hversdagslífið. Þjóðin skyldi enn
í aldarfjórðung vera í miklu
nánari tengslum við Dani, held-
ur en þeir menn vildu vera láta,
sem haustið 1908 höfðu gefið
Skúla Thoroddsen og Birni
Jónssyni hinn vasklega kosn-
ingasigur til að mótmæla því að
íslendingar játuðu nokkurn-
tíma, að land þeirra ætti að
vera í veldi Danakonungs. Menn
hugguðu sig við það sumarið
1918, að eftir aldarfjórðung
gæti þjóðin orðið frjáls, eins og
hún hafði verið í nálega fjórar
aldir, fyrir mörgum öldum.
Það var farið að líða mikið á
þennan samningstíma, þegar
það kom í ljós, að áhrifamiklir
menn í Danmörku mundu eft-
ir, að ísland hafði verið stjórn-
arfarslega innlimað i Danmörk
í nokkuð margar aldir. Hátíð-
legur atburður varð til að kynna
íslendingum, að enn lifði eftir
í þessum gömlu glæðum.
Fyrir nálega ári síðan, 1. des-
ember, voru liðin 20 ár síðan
fullveldi íslands var viður-
kennt. Þessa afmælis var líka
minnst í Danmörku. Meðal ann-
ars héldu tveir merkir menn
ræður í danska útvarpið, sem
var endurvarpað í íslenzka út-
varpinu, og heyrðist allvel hér
á landi. Stauning forsætisráð-
herra Dana hélt aðra ræðuna,
en Sveinn Björnsson sepdiherra
hina. Báðar voru ræðurnar
efnismiklar og skörulega flutt-
ar. Það vakti sérstaklega eftir-
tekt, hve vel forsætisráðhera
Dana hafði viðað að sér efni um
framfarabaráttu íslands síðustu
tuttugu árin. Á íslandi nutu
menn þó ekki þessarrar ræðu
fyllilega, fyrr en í vor sem leið,
þegar ráðherrann kom í heim-
sókn til Reykjavíkur og lét ræð-
una koma á íslenzku í Mbl. Þá
kom í ljós, að innan um mikið
af velvild og góðlátri nábúavið-
urkenningu var ein málsgrein,
sem kom eins og aftu’rganga
frá liðnum hörmungaröldum.
Ráðherrann sagði þar, að kon-
ungurinn væri sameiginlegur
fyrir Danmörku og ísland, en
af því leiddi aftur það, að utan-
ríkispólitíkin yrði sameiginleg
fyrir bæði löndin.
Hér kom hinn danski ráð-
herra með stórlega mikla nýj-
ung, svo að segja i fangið á ís-
lendingum. ísland var að vísu
orðið fullvalda, kallað sjálf-
stætt ríki, en þó átti það að
vera eilíflega með sameigin-
lega utanríkispólitik með Dön-
um, af því að konungur Dana,
með dönsku að móðurmáli og
Danmörku sem föðurland, kom
stutta ferð til íslands, fimmta
hvert ár, og gegndi konungs-
störfum fyrir íslendinga, við
hliðina á megin lífsstarfi sínu,
að vera æðsti yfirmaður sinnar
eigin þjóðar.
íslendingar höfðu litið allt
öðruvísi á frelsismál sitt. Þeir
höfðu talið alveg sjálfsagt, að
ísland yrði að hafa sína eigin
utanríkispólitík, og til þess
hafði þjóðin ákveðið að taka ut-
anríkismálin í sínar hendur, þó
að það væri þung fjárhags-
byrði. Alþing hafði tveim sinn-
um með níu ára millibili fest
þetta heit. Allir flokkar í Al-
þingi höfðu staðið saman um
þetta mál og þessa ákvörðun.
En nú kom þessi nýi boðskap-
ur frá Danmörku, og hann var
tilkynntur af voldugasta stjórn-
málamanninum í sambands-
landinu í útvarpi á tveim
tungumálum, og síðan á ís-
lenzku í aðalblaði mannflesta
stjórnmálaflokks íslands. Enn
átti ísland að fá að lúta dönsk-
um vilja, þrátt fyrir allt full-
veldi. Konungurinn, sem átti
Danmörku að föður- og móður-
landi, átti að vera bandið, sem
tengdi fortíð við framtíð. Kon-
ungurinn átti að vera sá ósýni-
legi þráður, sem flutti stefnu
íslendinga í utanríkismálum á
annarlegan vettvang. Ræða
Sveins Björnssonar var góð, svo
sem vænta mátti af honum. ís-
lendingar veittu því þó eftirtekt,
að hann lagði undarlega mikla
áherzlu á að ræða um konungs-
sambandið, sem þó var eigin-
lega ekki til umræðu á þessari
hátíð. Seinna þóttust menn
vita, að hann hefðí ekki veitt
eftirtekt kjarnaatriðinu í ræðu
Staunings, því að það mátti
kalla beina embættisskyldu
hans, sem sendiherra íslands í
Kaupmannahöfn, að»mótmæla
þeirri skoðun, sem , þar kom
fram. ,
XIII. .
Nú leið veturinn eftir að
hinir fagnaðarríku atburðir í
sambandi við fullveldisafmælið
höfðu gerzt. Það var komið vor.
Þung. ský hvíldu yfir Norður-
álfunni. Dökk blika var á lofti
yfir hinum voldugustu ríkjum
álfunnar. Það lagðist í marga,
að nú væri að byrja síðasta
friðarsumarið, áður en hið
mikla óveður nýrrar heims-
styrjaldar færi yíir löndin.
Leiðtogar norrænu frænd-
þjóðanna fundu á sér, að nú
voru seinustu forvöð að heim-
sækja ,,sögueyjuna“. Sumarið
1939 var í hugum íslendinga
tengt við óvenjulega .árgæzku,
og óvenjulegaw straum mætra
manna frá hinum stærri ríkjum
Norðurálfunnar, sem kom nú í
heimsókn til íslendinga.
Þessi mikla gestakoma nor-
rænna höfuðsmanna hingað til
lands var að flestu leyti á-
nægjuleg. Það var vitað, að
margar hátíðlegar ræður yrðu
haldnar við þetta tækifæri, og
minnst á vaxandi gengi íslenzku
þjóðarinnar. En með þessum
fögnuði leyndist léttur skuggi.
ísland hafði vanhagað um
nokkurt lán til að hita nálega
þriðjunginn af öllum íslenzk-
um heimilum með hveravatni.
Ekkert fyrirtæki á landinu
sýndist hafa öruggari fjárhags-
grundvöll. Það var leitað um
lán til fyrirtækisins til hinna
ríku frændþjóða. Þær neituðu
lengi vel, en að lokum veittu
danskir fésýslumenn lánið, með
styttri lánstíma og verri kjörum
heldur en ísland hefir nokk-
urntíma orðið að beygja sig
fyrir, síðan einokunarkaup-
mennirnir réðu fjármálum
landsins. En íslendingum lá á
að fá þetta lánsfé. Þeim fór
eins og Rómverjum, er þeir
beygðu sig, þegar þungi sverðs-
ins kom á metaskálina.
Fyrstur af hinum norrænu
merkismönnum, sem hingað
komu, var Christmas Möller,
foringi danskra íhaldsmanna.
Næstur kom Stauning forsætis-
ráðherra Dana með tilvonandi
eftirmann sinn úr Alþýðu-
flolcknum danska. Margt var
fyrir fleira góðra gesta úr öll-
um hinum nálægari ríkjum
Norðurlanda, ísland var í há-
tíðabúningi meðan gestirnir