Tíminn - 07.12.1939, Blaðsíða 4
568
TÍMI!\]\, flmmtndagiim 7. dcs. 1939
142. blað
Yfiir landamærín
1. Enginn skyldi halda, að það væri
formaður Sjómannafélagís Reykjavík-
ur, sem skrifað hefir langloku þá um
hlutaútgerðarfélög, er birtist í Alþýðu-
blaðinu í gær. Það ætti að mega að
ætla, að maður í slíkri stöðu hefði
þann metnað fyrir sjómennina, að
hann vildi láta þá eiga skipin, sem
þeir sækja á auðinn í djúp hafsins,
en vildi ekki láta þá stöðugt vera
þræla annarra. En svo hátt hugsar
Sigurjón Ólafsson ekki, og aðalástæð-
an til þess virðist sú, að sjómenn geta
ekki verið í kröfufélagi eftir að þeir
eru sjálfir orðnir sínir eigin atvinnu-
rekendur! Það er formennskan í sjó-
mannafélaginu, sem er þyngri á met-
um hjá Sigurjóni, en sú hugsjón, að
sjómenn verði sínir eigin húsbændur
og þurfi ekki að þjóna Kveldúlfi, Alli-
ance og öðrum vel þekktum íhalds-
fyrirtækjum.
2. Svo langt gengur Sigurjón í fjand-
skap sínum gegn því, að sjómenn eign-
ist skipin sjálfir, að hann reynir að
lofa á allan hátt núverandi þjónsað-
stöðu sjómannsins. Hann segir, að þeir
sjómenn, sem vinni hjá öðrum en
sjálfum sér, hafi miklu hærra kaup
og virðist þetta lýsa heldur litlu áliti
Sigurjóns á þeim mönnum, sem hafa
treyst honum til formannsstarfa. Hann
segir, að nú geti sjómenn „valið um
skipsrúm og skipstjórnarmenn", en eft-
ir að þeir eigi skipið sjálfir séu þeir
æfilangt bundnir við sömu fleytuna!
Hvað segja atvinnulausu sjómennirn-
ir um þetta? Geta þeir valið um
skipsrúm og skipstjórnarmenn? En
eftir þessu að dæma verður þess tæp-
lega langt að bíða að Sigurjón fer
að syngja hástöfum: Ó, þú ágæta í-
haldsskipulag! Megi þú vara að eilífu,
svo að sjómennirnir verði ætíð annarra
þrælar og þurfi að vera í kaupkröfu-
félagi! Ó, þú ágæti Kveldúlfur! Megi
þú lifa og dafna um alla ókomna
framtíð.svo að sjómennina hendi aldrei
sú skyssa, að halda að þeir geti sjálf-
ir tryggt sér réttlátari hlutdeild i arð-
inum en þá, sem miðluð er af Thors-
bræðrum og öðrum höfðinglyndum
stóratvinnurekendum!
3. Sigurjón reynir að lokum að gera
hlutarútgerðarfrv. að grýlu og segir að
því sé „stefnt gegn frjálsræði verka-
lýðsins“. Þetta er hið hreinasta lodd-
arabragð hjá Sigurjóni, því að hlutar-
útgerðarlögin eiga ekki að þvinga neinn
til að ganga í hlutarútgerðarfélög.
Hinsvegar er það auðskilin hræðsla
hjá Sigurjóni að sjómenn muni frekar
kjósa að vera i sjálfsbjargarfélagi, sem
gerir þá eigendur og stjórnendur at-
vinnufyrirtækjanna, en vera í kaup-
kröfufélagi og þurfa að eiga í stöðug-
um deilum við atvinnurékendur. Sjó-
menn vilja frekar vera frjálsir menn
en þrælar. Liðveizla Sigurjóns við í-
haldsskipulagið getur kannske dugað
þvi um stund, en þeir tímar munu
samt koma, að skipin verða eign sjó-
mannanna og það setur allra sízt á
þeim mönnum, sem telja sig alþýðu-
vini, að reyna að spyrna á móti því.
4. Hin mikla andúð, sem risið hefir
gegn Moskvastjórninni, hefir haft þau
áhrif, að íslenzku kommúnistaforingj-
arnir þora ekki að láta fögnuð sinn
áberandi í ljósi yfir Pinnlandsstríðinu
og reyna að tala um það sem allra
minnst. í þess stað reyna þeir að
gömlum vanda að villa á sér heimild-
ir og þykjast bera hagsmuni verka-
manna fyrir brjósti og rausa fram og
aftur um þau mál. En þessi gríma
mun ekki koma þeim að notum. Þjóð-
in hefir lært að þekkja þá til fulls
og framar mun þeim því ekki heppn-
ast að villa á sér heimildir. x+y.
Vðrar frétttr.
(Framh. af 1. siöu)
slæmrar þjálfunar. Sagt er aö
vélbyssuskyttur úr rússnesku
leynilögreglunni skjóti úr
launsátri á þá rússneska her-
menn, sem flýja.
Samúð með Finnum og aðdá-
un yfir hetjulegri vörn þeirra
fer hvarvetna vaxandi. Það er
tlS BÆMIIM
Félag ungra Framsóknarmanna
í Reykjavik heldur fund i Sam-
bandshúsinu uppi á þriðjudagskvöldið.
Fundurinn hefst klukkan 8,30. Rætt
verður um starfsemi kommúnista-
flokksins.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir Sherlock Holmes á morgun og
skal athygli vakin á því, að félagið
selur að þessari sýningu nokkra miða
á kr. 1.50.
Efiing norrænnar samvinnu.
Margir menn hafa undanfama daga
óskað eftir að gerast félagsmenn Nor-
ræna félagsins, til þess að sýna með
því hug sinn til samheldni Norður-
landaþjóðanna og um leið andúð á
þeim öflum, sem reyna nú að eyði-
leggja hana og vilja hinar menntuðu
norrænu þjóöir feigar.
Pétur Jakobsson,
Kárastíg 12, biöur þess getið, að hann
sé höfundur vísanna um Þurukver, er
nýlega birtust í blaðinu.
Gestir í bænum.
Bergur Guðjónsson bóndi á Smiðju-
hóli á Mýrum, Halldór Kristjánsson á
Kirkjubóli við Önundarfjörð.
Fínnlandsdagur
(Framh. a/ 1. siöu)
Árna Kristjánssonar píanóleik-
ara.
Klukkan 4 syngja þeir Pétur
Jónsson óperusöngvari og Árni
Jónsson frá Múla tvísöng að
Hótel Borg og þeir Jakob Haf-
stein og Ágúst Bjarnason Glunt-
arne á Hótel ísland meðan
menntaskólastúlkur selja á báð-
um stöðunum merki.
Klukkan 5 hefst svo skemmt-
un í Nýja bíó, sem hefst með því,
að form. Rauða kross íslands.
Gunnl. Einarsson læknir, flytur
ávarp. Því næst syngur karla-
kórinn Fóstbræður. Þá les Guðm.
G. Hagalín skáld upp kvæði, sem
hann hefir ort í tilefni atburð-
anna í Finnlandi, og loks leikur
Björn Ólafsson einleik á fiðlu,
og er þar með dagskránni lokið.
Þess er vænzt að bæjarbúar
bregðist vel við og taki nú
myndarlegan þátt í hreyfingu
þeirri, er skapazt hefir um
Norðurlönd öll til hjálpar og að-
stoðar hinum bágstöddu frænd-
um vorum, Finnum.
viðurkennt að ítalir og Bretar
hafi nýlega sent þeim talsvert
af flugvélum. í mörgum lönd-
um fer fram fjársöfnun til
styrktar þeim og gengur hún
mjög vel. Fjölmörg blöð í
Bandaríkjunum heimta að
Finnum verði veitt bein hjálp
og stjórnmálasambandinu slitið
við Rússa.
Svíar hafa kvatt aukið lið til
vopna og hafa nú alls 150 þús.
manns undir vopnum. Mikið af
þessu liði hefir verið sent til
finnsku landamæranna. Þá
hafa Svíar aukið tundurdufia-
lagnir með ströndum fram.
Talið er að Per Albin Hanson
forsætisráðherra vinni að
myndun þjóðstjórnar og verði
Sandler sennilega ekki utanrík-
ismálaráðherra áfram.
Churchill flotamálaráðherra
tilkynnti í gær, að skipatjón
Breta í styrjöldinni næmi orðið
340 þús. smál., en á sama tíma
hefðu þeir tekið skip af Þjóð-
Jón Pálmason
iær ámínningu
(Framh. af 1. síöu) '
launagreiðslur hjá vegamála-
stjóra fór 37% fram úr áætlun
fjáriaga. Um hið fyrra segir yf-
irskoðunarmaðurinn Jón Pálma-
son, þar sem aðeins er um 3%
að ræða:
„Launahækkunar virðist ekki
hafa verið nein þörf, og þarf að
fyrirbyggja, að framkvæmdin á
á því sviði sé ekki gagnstæð
vilja Alþingis. Athugasemdinni
er því skotið til gerða Alþingis.“
En í síðara tilfellinu, þar sem
umframgreiðslan er 37%, segir
sami yfirskoðunarmaður:
„Athugasemdin miðar við þá
kröfu, að fjárlög séu haldin að
mestu, og er til athugunar fram-
vegis.“
M.ö.o., þeim starfsmanninum,
sem fer 3% fram úr áætlun með
stofnun sína, honum er sagt, að
fjárlög séu til þess að þau séu
haldin og vísað til aðgerða Al-
þingis að refsa honum á við-
eigandi hátt. En hinum starfs-
manninum, sem fer 37% fram
yíir fjárveitingu, honum er sagt,
að athugasemdin við fjárreiðu
hans sé aðeins til að benda á,
að fjárlögin séu haldin að mestu,
og það skuli hann athuga fram-
vegis. En að Alþing eigi að
veita honum aðhald eins og hin-
um fyrri, sem fór 3% fram yfir
fjárlög, það er fellt niður með
öllu. — Nú er enginn annar
munur á þessum greiðslum sjá-
anlegur en sá, að annarsvegar
er pólitískuT andstæðingur yfir-
skoðunarmannsins, Jóns Pálma-
sonar, og syndgar um 3% á
greiðslum sínum. Hinsvegar er
pólitískur skoðanabróðir hans
og syndgar 37% á sínum greiðsl-
um. En það virðist valda þessum
mismunandi athugasemdum. Sá
fyrri fær skýrt tilkynnt: lögin í
gildi og dómur Alþingis um brot-
ið. Hinn síðari: Lögin í gildi að
mestu, og þarf því ekki dómur
um það að ganga. Svo mikinn
mun gerir þetta í augum yfir-
skoðunarmannsins, hver pólitísk
trú embættismannsins er, að
samherji hans má synda 34%
fram yfir andstæðing hans, og
verða þó sýkn saka, en andstæð-
ingurinn ákærður.
Af slíku má nefna miklu
fleira. Skal aðeins bent á eftir-
farandi:
Umframgreiðslur fjögra skól-
anna hafa veriö í heild:
Menntaskólans í Reykjavík 16%
Menntaskólans á Akureyri 14—
Kennaraskólans í Reykjavík 27—
Stýrimannaskólans : Rvík 30—
Þetta fer yfirskoðunarmaður
þannig með, að menntaskólinn
í Reykjavík er einn tekinn úr og
á hann bent í þessum efnum, þó
að hann sé næstlægstur um um-
framgreiðslur, og verður ekki
verjum, keypt og leigt skip, sem
væru samtals 280 þús. smál.
Raunveruiegt tap væri því 60
þús. smál.„ en í stríðsbyrjun
hefði verzlunarfloti Breta verið
21 rnilj. smál. í styrjöldinni
hefði Þjóðverjum tekizt að
sökkva sem svaraði */uo af því
vörumagni, er flutt hefði verið
til Bretlands.
46 Margaret Pedler:
nema draumana um það, sem hefði get-
að orðið. Sumar konur áttu börn.----------
Jane ypti öxlum.
„Ég vildi það sjálf líka,“ sagði hún
lágt. „En úr því að svo er ekki, vilt þú
þá ekki lána mér þ í n a Elizabet um
tíma? Láttu hana koma og dvelja dá-
lítið hjá mér, Candy.“
Frayne var innilega fagnandi yfir því,
að Elizabet var nú laus við skólanámið,
og fannst, að hann gæti ómögulega
misst hana þá. En þetta ársgamla boð,
sem hafði verið borið fram á slíku
augnabliki, virtist núna falla vel sam-
an við nauðsyn hins yfirstandandi
tíma.
„Jane hefir ekki séð þig síðan þú
varst svolítill angi, eitthvað fjögurra
ára,“ sagði hann og horfði athugandi á
dóttur sína. „Fimmtán ár. Guð minn
góður, það er heil eilífð! Hvernig skyldi
hún annars halda að þú sért?“
„Þú ert búinn að fastákveða, að ég
fari til Jane,“ sagði Elizabet næstum
glaðlega.
„Nei, góða mín! Ekki ef þú ert á móti
því, að minnsta kosti,“ sagði hann
hratt. „í því tilfelli myndum við auð-
vit'að reyna eitthvað annað.“
Elizabet hristi höfuðið.
„Þú þarft þess ekki. Ég held bara, að
Laun þess liðna 47
mig langi til þess að heimsækja Jane
þína.“
Frayne varp öndinni léttara.
„Þá er það ákveðið," byrjaði hann
aftur.
„Ekki alveg,“ greip hún fram í hlæj-
andi. „Ég er fús til þess að fara og dvelja
hjá Jane, en þú verður fyrst að komast
eftir því, hvort hún vill mig ennþá. Ég
skal segja þér það, þú óraunsæi faðir,
að nú er liðið ár síðan hún bauð þér að
taka mig, og þú getur ekki tekið munn-
legu boði eftiT svo langan tíma! Og svo
er nú það, að ég get ekki almennilega
sezt fyrirvaralaust upp hjá Jane, ef þið
Fjóla ætlið að ferðast í marga mánuði,
eða finnst þér það?“
„Jú, það getur þú. Það er einmitt
hennar hugsun, að við myndum senni-
lega halda áfram að ferðast, eftir að þú
kæmir frá skólanum, og þú gætir dvalið
nokkra mánuði hjá henni á Brownleaves,
en þar búa þau, hún og Colin. Vissir þú
ekki að hún á bróðir, sem heitir Colin?
Hann varð illa úti í stríðinu, veslingur-
inn. Hann er farlama og dálítið erfiður
stundum, að ég held, en finnst þér það
nokkuð gera til?“
„Nei, ég set það ekki fyrir mig,“ svar-
aði hún, og bætti svo við, eins og út í
loftið: „Þú ert stundum dálítið erfiður
tsafjarðardjúpsvegur
(Framh. af 2. siöu)
um vinnubrögðum, á Alþingi og
ríkisstjórn.
Hitt er nánast aukaatriði, sem
þó má vel hafa til hliðsjónar, að
Austur-Barðstrendingar hafa
um langan aldur haft veruleg
viðskipti og samgöngur við ísa-
fjarðardjúp, þrátt fyrir ýmsa
örðugleika. Vegur um Þorska-
fjarðarheiði mundi þannig verða
þeim til hins mesta hagræðis.
Um Strandasýslu gegnir mjög
öðru máli. Veldur því hvort
tveggja, að samskipti þeirra við
Djúpverja eru að eðlilegum
hætti minni og aðstaða þeirra
er gerólík, þar sem samgöngur
á sjó eru þar í góðu horfi. Hitt
er kunnara en frá þurfi að
segja, að Austur-Barðstrending-
ar búa við hinar erfiðustu sam-
göngur á sjó.
IV.
Þegar Hermann Jónasson for-
sætisráðherra lýsti myndun
þjóðstjórnarinnar, lét hann svo
um mælt: „Ef félagsheildir,
stéttir eða einstaklingar, sem
standa að baki ráðherrum í
ríkisstjórninni, sýna ásælni í því
að fá dreginn sinn taum eitt fet
framar því, sem réttlátt er,
samanborið við aðra, og framar
því, sem alþjóðarheill leyfir, og
látið verður undan þeirri ásælni,
þá mun samstarfið, að mínu
áliti sem forsætisráðherra, mis-
takast.“ Auk þess lét hann svo
ummælt, að til samstarfsins
væri stofnaö, til þess að stjórnin
væri nægilega sterk til þess að
framkvæma hvert mál eingöngu
frá sjónarmiðí almenns réttlætis
og alþjóðarheilla. Því skal ekki
trúað að óreyndu, að þetta mál
verði þar nein undantekning.
En verði það afgreitt frá sjón-
armiði réttlætis og alþjóðar-
heilla, er aðeins um eina leið að
ræða: Þorskafjarðarheiði.
Grímur Arnórsson.
•GAMLA BÍÓ*™—0-"*—
Ef ég
væri konnngnr.
Stórfengleg og spennandi
söguleg amerísk kvikmynd
um einhvern frægasta æv-
intýramann veraldarsög-
unnar, franska skáldið
Francois Villon.
Aðalhlutv. leika:
RONALD COLMAN,
FRANCES DEE og
BASIL RATHBONE.
Börn innan 12 ára fá
ekki aðgang.
1 NÝJA BlÓ-
Beztu þakkir mr.
Moto.
Amerísk kvikmynd frá Fox
er sýnir nýjustu klæki og
skörungsskap hins snjalla
leynilögreglumanns mr.
Moto. — Aðalhlutverkið,
mr. Moto, leikur
PETER LORRE.
Aukamynd:
Bláa fljotið.
Stórmerkileg fræðimynd
frá Kína.
Elni í jólakjólinn
Komið tímanlega
iV/'H.
jlM
^ökaupíélaqiá
Hinar vinsælu, stórfróðlegu bækur
Þorsteins Þ. Þorsteinssonar
Vestmenn og Æfintýrið írá
íslandi til Brasilíu
fást nú aftur hjá bóksölum.
önnur ástæða fundin en sú, að
forstöðumaður þessa skóla er
þm. Framsóknarflokksins og því
andstæðingur yfirskoðunar-
mannsins, en hinir forstöðu-
mennirnir munu vera skyldari
yfirskoðunarmanninum í skoð-
unum, og því er þeim sleppt við
athugasemd.
Þá hneykslast yfirskoðunar-
maður mjög á rekstrarhalla
tveggja tveggja ríkisbúa, eins og
áður er nefnt, og nemur sam-
tals um 6500 kr., en hann minn-
ist ekki einu orði á rekstrarhalla
rannsóknarstofu háskólans, sem
er 20675 kr., og er hún þó talin
selja allt til bænda með sæmi-
lega háu verði, sem þeir þurfa
að fá hjá henni og ekki gert
ráð fyrir neinurn halla i fjár-
lögum. Hér verður ekki séð önn-
ur ástæða hjá yfirskoðunar-
manninum en sú sama og áður,
að annarsvegar er samherji
hans, en hinsvegar andstæð-
ingur.
Þannig má rekja áfram fyrir
þann, sem kynnt hefir sér vinnu-
brögð, sem ósæmileg verða að
teljast hjá slíkum starfsmanni.
Er þess að vænta, að Alþingi
víti slíkt og gefi endurskoðend-
um sínum aðhald um að vinna
verk sín með meiri vandvirkni,
ábyrgðartilfinningu og óhlut-
drægni en þessi vinnubTögð yf-
irskoðunarmanns, Jóns Pálma-
sonar, bera með sér að þessu
sinni.“
Þar á meðaí nokkur eintök handbundin í vönduðu bandi.
Einkar hentugar til jólagjafa.
Bókin um frú Curie hefir á örskömmum tíma verið þ ý d d á
fjöldamörg tungumál, og alls staðar verið talin meðal beztu
bóka ársins.
Nú er bókín komin út á íslenzku í ágsetri pýð-
ingu efitir firú Kristínu Ölafisdóttur lækni,
Frú Curie var ein þeirra fáu manneskja, sem
offraði öllu lífi sínu til þess að bæta hag mann-
kynsins. — Hún starfaði við hlið manns síns,
meðan honum entist aldur til, og að honum látn-
um, með þeim árangri, að miljónir manna hafa
fengið bót meina sinna. Og á ókomnum tímum
munu þeir margfaldast, sem blessa minningu
hennar.
Menn eru ekki að jafnaði vanir því að vera fljót-
ir að skilja mikilmenni og viðurkenna þau. Þó
fékk frú Curie tvisvar verðlaun Nobels, og er hún
eina manneskjan, sem þann heiður hefir hlotið.
Það er óhætt að mæla með þessari bók til jóla-
gjafa og við önnur tækifæri. — Hún er svo
skemmtilega rituð og vel þýdd, að óblandin á-
nægja er að lesa hana. Enskur ritdómari sagði
um bókina: „Æfi frú Curie er svo fögur fyrir-
mynd, að frásögnin um hana vekur og glæðir það
bezta í hverjum manni.“ — Dr. Símon Jóh. Á-
gústsson sagði: „Þetta er ógleymanleg bók um
eitt hið göfugasta mikilmenni, sem nokkru sinni
hefir Iifað.“ — Kristinn Björnsson læknir segir:
„Þetta er að minni hyggju merkasta bókin, sem
þýdd hefir verið á íslenzku á þessu ári; hún er
hrífandi og skemmtileg aflestrar og hún skilur
eftir hjá lesandanum, að lestrinum loknum, hvöt
til starfs og dáða.“
Bókin fæst hjá öllum bóksölum.
BÓKAVERZLUN ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU
Athygli skal vakin á því, að vegna pappírsleysis var u p p 1 a g af bókunum María Antoinetta og
Frú Curie mjög lítið, svo að þeir, sem hefðu hugsað sér að gefa þær í j ó 1 a g j ö f, ættu að hafa
fyrra fallið á að kaupa þær.