Tíminn - 19.12.1939, Blaðsíða 2
586
T1
EDI
\TV, lirlðjndaginn 19. des. 1939
147. blað
Austur um Raugárþing
Framkvæmdir
og skuldir
Eftir Eysteín Jónsson
Um daginn skrifaSi ég smá-
grein hér í blaðið, sem ég nefndi
„Nýjar tölur“.
Ég gat um það þar, að verið
gæti að mismunur á út- og inn-
flutningi yrði eitthvað meiri
reikningslega en undanfarið
hefði verið og varaði jafnframt
við því að draga af þessu fljót-
færnislegar ályktanir um minni
þörf á sparnaði en áður, o. s. frv.
Ég benti á í því sambandi,
gengislækkunina, sem breytt
hefði öllum tölum til hækkunar,
sem nota þarf í erlendum við-
skiptum, gjaldeyriserfiðleika
okkar undanfarið og enn í dag,
kröfur þær, sem nú koma hvað-
anæfa um borgun vara út í
hönd, sem áður hafa verið
keyptar með gjaldfresti og að
lokum það, sem ástæða er til
þess að benda enn rækilegar á:
Ef svo fer, að útflutningur okk-
ar í ár verður talsvert hærri en
innflutningur, þá á það að
verulegu leyti rót sína að rekja
til þess að verðhækkun hefir
komið á nokkuð af framleiðslu-
vörum okkar, sem framleiddar
hafa verið áður en stríðið byrj-
aði en erlendar vörur til þeirrar
framleiðslu hins vegar verið
keyptar meö lágu verði.
Því fer þess vegna alls
fjærri, að niðurstöður ársins
gerð, og hefði fyrr þuxft að hefj-
ast handa í þessu efni. Á síðast-
liðnum vetri var góður fiskafli
á smábáta á innanverðum
Faxaflóa og í haust mun einn-
ig hafa verið dágóður afli á þá
fáu báta, sem hafa gengið til
veiða héðan. Ástæða er til að
vænta þess, að fiskafli á íslenzk
skip aukist nokkuð, vegna þess
að meðan stríðið varir hljóta
veiðar útlendinga hér við land
að verða minni en áður.
Garðrækt hefir aukizt all-
mikið í bænum síðustu árin, en
þar eru þó verkefni fyrir fleiri.
Bæjarstjórnin ætti því að láta
vinna að því að undirbúa stór
landssvæði til garðræktar og
leigja síðan garðstæði með að-
gengilegum kjörum. Ennfrem-
ur að láta safna þara í vetur til
áburðarnotkunar í vox, svo að
garðræktin þurfi ekki að
stranda á áburðarskorti.
En jafnvel þó að bæjarstjórn-
in geri nauðsynlegar ráðstafanir
til að auka útgerð og ræktun í
bænum, eftir því sem ástæður
leyfa, getur vel svo farið, að það
reynist ekki fullnægjandi til
úrlausnar í atvinnumálunum.
gefi nokkra ástæðu til bjart-
sýni eða gefi tilefni til minni
varúðar í viðskiptamálum, en
mest hefir áður tíðkast. Þetta
verða menn umfram allt að
meta rétt.
Út frá þessu liggur beint við
að minna á það, að ýmsir fram-
leiðendur munu einmitt á þessu
ári fá talsvert hækkað verð fyrir
sumar afurðir, er þeir hafa
framleitt fyrir stríðið við mun
hagstæðari skilyrði en nú eru
orðin. Hjá þessum framleiðend-
um verður afkoman góð í ár,
en það gefur hins vegar enga
hugmynd um hvers þeir mega
vænta á meðan stríðið varir, og
þegar á að fara að framleiða
við allt önnur skilyrði, — hækk-
að verð á aðfluttum vörum og
sennilega verulega hækkað
kaupgjald. —
Hér við bætist að alveg á
sama hátt og þjóðarbúið getur
búizt við tapi á vörubirgð-
um, þegar verðfallið kemur, að
minnsta kosti samsvarandi
þeirri veröhækkun, sem nú hefir
orðið, þannig getur framleið-
andinn búizt við tapi á fram-
leiðsluvörum þegar stríðið hætt-
ir og verðið fellur.
Þess vegna er ekki hægt að
reikna með þeim hagnaði, sem
fram kann að koma hjá fram-
Það getur j afnframt orðið nauð-
synlegt að veita einstaklingum
fjárhagslegan stuðning til þess
að flytja úr bænum til annarra
landshluta, ef þeir geta skapað
sér þar verkefni við framleiðslu-
störf og líkur benda til, að þeir
geti á þann hátt komizt af án
aðstoðar annarra í framtíðinni.
Það er sagt, að lengi geti vont
versnað. Og víst er það, að ef
nytsamlegur atvinnurekstur
í bænum heldur áfram að drag-
ast saman um leið og fólkinu
fjölgar, og ef engin stefnubreyt-
ing verður í stjórn bæjarmál-
anna, þá hljóta vandræðin enn
að aukast Þá halda skattarnir
áfram að þyngjast og skuldirn-
ar að vaxa, unz hvergi verður
hægt að fá fé að láni. Það má
því ekki dragast lengur að taka
nýja stefnu í atvinnumálum
höfuðstaðarins. Atvinnubóta-
fénu þarf að verja til þess að
styðja atvinnulausa menn tií
framleiðslustarfa í bænum eða
annars staðar þar, sem gagnleg
verkefni eru fyrir höndum, í
stað þess að veita því til arð-
lausra athafna eins og gert hef-
ir verið á liðnum árum.
leiðendum fyrstu mánuði ófrið-
arins og ef vel á að fara, má
hann engin áhrif hafa á ráð-
stafanir manna til innkaupa.
Umfram allt þyrfti hann að
ganga til þess að greiða niður
skuldir. Það má ekki byggja á
reynslu þessara mánaða neinar
framtíðarráðstafanir.
Enskur kaupsýslumaður, sem
hér hefir dvalizt um hríð og
kunnur er freðfiskmarkaði í
Englandi, hefir í blaðaviðtölum
varað við því að byggja á
reynslu síðustu mánaða stækk-
anir á frystihúsum landsmanna.
Mér þykir líklegt, að þessi
blaðaviðtöl eigi rót sína að
rekja til þess, að útlendingur
þessi hafi talið sig verða hér
varan við meiri bjartsýni og
löngun til útþenslu í þessum
efnum, en hann telur réttlæt-
anlegt eftir horfunum.
Þessi hætta er áreiðanlega
yfirvofandi.
Undanfarna áratugi hafa ver-
ið gífurlegar framfarir á íslandi
og til þeirra hefir verið notað
erlent fjármagn. Því fer alls
fjarri, sem sumir vilja halda
fram alla daga ársins, nema 1.
desember ár hvert, að þjóðin
hafi stöðugt verið að verða fá-
tækari og fátækari. Hitt er rétt,
að til þessara framfara hefir
verið notað töluvert erlent fjár-
magn, enda þótt erlendar
skuldir hafi að mestu staðið í
stað síðustu 4—5 árin, þrátt
fyrir meiri framfarir en nokkru
sinni fyrr.
Um þetta erlenda fjármagn
hefir margt verið ritað og rætt
öll þessi ár og margir hafa rétti-
lega bent á, að takmörk væru
fyrir því hve langt væri rétt að
ganga í því að efla hér framfarir
og atvinnufyrirtæki, með er-
lendum lánum.
Slíkt getur alltaf verið álita-
mál á venjulegum tímum.
Hitt á ekki að geta verið á-
litamál, að á ófriðartímum,
þegar allt verðlag verður marg-
fallt á við það, sem menn eiga
að venj ast, er ekkert hættulegra
en einmitt skuldasöfnun og er
vart hægt að hugsa sér, að svo
mikið verðmæti komi í staðinn
að slíkt ekki valdi óbætanlegu
tjóni.
Þetta á jafnt við hvern ein-
stakan sem heild, og því að-
eins verður framkvæmanlegt
að forða þjóðinni frá slíku, að
hver einstakur hafi þetta einn-
ig í huga.
Til þess að ná þessu marki,
verður að stöðva þær byggingar,
aukningar atvinnufyrirtækj a og
aðrar framkvæmdir, sem byggst
hafa á erlendu fjármagni og
dregið til sín mestan gjaldeyri.
í þessu er ekkert undanfæri
og það verður þá fremur að
vinna að þeim verkefnum, sem
geta gefið nokkra atvinnu án
þess að þyngja viðskiptin út á
við, ef ekki er hægt að koma
‘ígímmn
ÞriSjudaginn 19. des.
Atvmnumál
Reykjavíkur
Hér í blaðinu hefir nýlega
verið gerð nokkur grein fyrir
fjárhagsástæðum Reykjavíkur-
bæjar, eins og þær birtast í
reikningum kaupstaðarins, sem
fyrir skömmu er kominn fyrir
almenningssjónir. Hefir verið
bent á þá miklu skuldaaukn-
ingu, sem orðið hefir hjá bæn-
um að undanförnu, þrátt fyrir
sihækkandi álögur á bæjarbúa.
Ennfremur hafa verið leidd rök
að því, nú eins og oft áður, að
þessi skuldasöfnun og stöðugt
hækkandi útsvör stafa að veru-
legu leyti af því, að eigi hefir
verið gætt nauðsynlegs sparn-
aðar og hagsýni í rekstri bæj-
arins á liðnum árum. Umbóta-
tillögur Framsóknarflokksins í
fátækramálum og fleiri mál-
efnum bæjarins, hafa ekki feng-
ið áheyrn hjá bæjarstjórnar-
meirahlutanum, og enn verður
lítillar breytingar vart í því
efni, þrátt fyrir þá samvinnu,
sem hafin er milli flokka í stjórn
landsins.
Meiri hlutinn af því fé, sem
ríkið hefir veitt til atvinnubóta
að undanförnu, hefir farið til
þess að bæta úr atvinnuþörf
reykvískra verkamanna. Og
Reykjavíkurbær hefir varið
stórum fjárhæðum til atvinnu-
bóta árlega um langt skeið. Sá
galli hefir verið á ráðstöfun þess
fjár, aö því hefir ekki verið var-
ið til þess að skapa grundvöll
fyrir heilbrigðan atvinnurekst-
ur í bænum og styðja atvinnu-
lausa menn til sjálfsbjargar við
fi-amleiðslustörf. Á þessu þarf
að verða breyting, því að þá
fyrst er von um að einhvern-
tíma verði hægt að fella
niður atvinnubótaframlagið úr
gjaldareikningum ríkis og bæj-
arfélaga.
Það sem af er þessum vetri
hafa margir Reykvíkingar haft
atvinnu við hitaveituna. En
framkvæmd þess verks tekur
enda, og sú atvinna, sem það
fyrirtæki veitir verkamönnum
í bænum, verður þeim því
skammgóður vermir. Og þrátt
fyrir þá miklu vinnu, sem hita-
veitan skapar nú í bili, er mikið
atvinnuleysi í bænum og fjöldi
manna í atvinnubótavinnu.
Á undanförnum árum hafa
verið mjög miklar húsabygging-
ar í Reykjavík og fjöldi manna
haft atvinnu við þær fram-
kvæmdir. Síðan stríðið hófst,
hefir orðið mikil verðhækkun á
byggingarefni eins og fleiri vör-
um, og má því búast við að
byggingar stöðvist að mestu eða
öllu leyti á meðan styrjöldin
varir. Það mætti líka teljast
fullkomið glapræði að halda á-
fram að festa fjármagn í nýj-
um íbúðarhúsum í höfuðstaðn-
um, þar sem allir eru á einu
máli um að vanfundin séu verk-
efni fyrir allt það fólk, sem nú
þegar hefir tekið sér bólfestu
þar, og því bæði óþarft og óvit-
urlegt að greiða fyrir heimila-
fjölgun í bænum eins og nú
standa sakir. En afleiðingin af
óhjákvæmilegri stöðvun húsa-
bygginga í bænum verður sú, að
sá stóri hópur manna, sem hefir
unnið þar að húsagerð, verður
nú að leita sér verkefna á öðrum
stöðum eða öðrum sviðum.
Ný iðnaðarfyrirtæki hafa ris-
ið upp í bænum á síðustu ár-
um og veitt mörgum atvinnu
Vafalaust verður eitthvað af
þeim að draga saman seglin
vegna styrjaldarinnar, og því ó-
sennilegt að á því sviði geti
orðið um atvinnuaukningu að
ræða fyrst um sinn. Má teljast
gott ef allt það fólk, sem nú
vinnur að framleiðslu iðnaðar-
varnings getur framvegis haldið
þeirri atvinnu, og mjög hæpið
að svo vel takist.
Fregnir hafa borizt um, að
bæjarstjórn Reykjavíkur hafi
nýlega kosið nefnd manna til
að athuga ástæður fyrir hnign-
un útgerðarinnar í bænum. Mun
Valtýr Stefánsson ritstjóri hafa
komið þeirri hreyfingu af stað.
Er ástæða til að fagna þessu,
ef afleiðing slíkrar athugunar
verður sú, að yfirvöld bæjarins
reyna að stuðla að aukinni út-
Halldór Kristjángson;
Eitt af því, sem heyrir mennt-
uninni til, er að þekkja þjóð
sína. Til þess að menn geti átt-
að sig á hinum mörgu og sund-
urleitu dagskrármálum líðandi
stundar er þeim nauðsyn að
þekkja og skilja þjóð sína og
þjóðarhagi. Því er þeim nauð-
syn að standa í nánu sambandi
við starfandi alþýðu, — búa við
lifandi tengsl við daglega vel-
ferðarviðleitni og lífsbaráttu
þjóðar sinnar. Meirihluti þjóð-
arinnar er auðvitað alltaf virk-
ur þátttakandi 1 því starfi, en
flestum er þar markaður þröng-
ur bás, svo að hætt er við að
sjónarsvið þeirra verði um of
takmarkað, nema andleg sam-
bönd séu því betri. Það er hægt
að segja margar sögur um það
skilningsleysi, sem af þessu staf-
ar, og eru þær ýmist um stofu-
lærdóma fræðimanna og em-
bættlinga, sem eru einangraðir
frá hinu raunverulega þjóðlífi,
eða þá um skammsýni alþýðu-
mannsins, sem er allur á sínu
þrönga starfssviði og sannar
því málsháttinn gamla, að
heimskt sé heimaalið barn. Hún
er góð þjóðsagan um drottning-
una dönsku, sem sagði eitthvert
árið þegar harðindi og mann-
fellir voru á íslandi: „Því í ó-
sköpunum borðar fólkið ekki
brauð og smjör, heldur en að
deyja úr hungri“.
Það er gott að fá tækifæri til
þess að ferðast um land sitt í
næði á annarra kostnað. Það
tækifæri bauðst mér þegar mín-
ir góðu vinir, séra Eiríkur á
Núpi og Daníel Ágústínusson,
föluðu mig til að heimsækja
sunnlenzk ungmennafélög fyrir
U.M.F.Í. Ég veit, að það er alveg
sérstaklega skemmtilegt að ferð-
ast í þeim erindum, því að sá,
sem það gerir, hlýtur að hitta
fólk, sem stendur framarlega í
félagslegri menningu. Slíkt
ferðalag gefur tækifæri til að
kynnast áhugasömustu æsku-
mönnum sveitanna, lífsskoðun
þeirra og draumum. Að ferðast
svona, er að komast í samband
við þá, sem menning sveitanna
má vænta sér mestrar liðveizlu
af.
Þetta, sem ég skrifa nú, verður
hvorki skýrsla né ferðasaga. Það
verður aðeins drepið á nokkur
atriði, sem eru ofarlega í huga
ferðamannsins.
Móbergshellarnir í Rangár-
vallasýslu eru sérstæð fyrirbæri
í húsagerð íslendinga, og vekja
eftirtekt aðkomumannsins. Það
eru neðanjarðarhvelfingar.gerð-
ar af mannahöndum. Sumstað-
ar er móbergið svo lint, að vasa-
hnífur gengur í það upp að
hjöltum, ef þrýstingsfast er ýtt
á það, en annarsstaðar er rétt
að oddurinn markar spor með
sama átaki. Venjulega er bratt
i þessa hella, og eru þá hlaðnir
kampar við útganginn og þakið
yfir. Niður í þá hella, sem ég
kom í, voru 7—9 þrep og sum-
staðar í hærra lagi. Sumir hell-
arnir eru hafðir fyrir fjárhús,
en aðrir fyrir hlöður og sum-
staðar hagar svo vel til, að inn-
angengt er milli tveggja hella
úr fjárhúsi í hlöðu. Loftgöt eru
á þökum hellanna. Það eru
kringlótt göt höggvin í móbergs-
helluna og síðan er hlaðinn
sívalur strompur gegnum jarð-
veginn og dálítið upp fyrir, svo
að engin hætta sé á að fenni
fyrir öll göt.
Sumir þessir hellar eru all-
mikil mannvirki. í Hellnatúni
kom ég í einn um 15 metra lang-
an, og þó hefir næstum helm-
ingur af honum verið brotinn
niður og járnþak sett yfir. Sá
hluti er nú hlaða. Það þótti ó-
þægilegt að láta hey í hellinn
eins og hann var og því var ráð-
izt í þennan tilkostnað. í Hellna-
túni fannst nýlega langur hell-
ir. Hestur var í mestu makind-
um á beit rétt við bæinn, og rak
þá einn fótinn niður um stromp
á helli.
Hellarnir þykja hlý fjárhús og
ódýrir eru þeir í viðhaldi, en
óþægilegt þykir að flytja taðið
út úr þeim. Sumstaðar hefir þó
verið ráðin bót á því, á þann
hátt, að grafa sundur brekkuna
fram undan þeim, svo að kerru
verði ekið inn. Slíkir hellar eru
til 1 Ási. En sumstaðar hagar illa
til að koma þeim endurbótum
við.
í Þórnúpslandi er hellir, sem
B Æ K U R
Fegrun og snyrting.
152 bls. Verð 6.75 ób„
8.50 í bandi.
í haust kom út í íslenzkri þýð-
ingu Kristínar Ólafsdóttur
læknis bók, er nefnist Fegrun
og snyrting. Nafnið bendir til
hvert sé efni hennar.
Bók þessari er skipt í tvo að-
alhluta, og er í fyrra hluta henn-
ar lýst ýmsum fegrunaraðgerð-
um, sem tíðkanlegar eru, helztu
fegurðarlyfjum og notkun
þeirra, áhrifum mataræðis,
loftslags o. s. frv., og skilgreind-
ir stuttlega eiginleikar hárs,
nagla og húðar o. s. frv.
í síðara hluta bókarinnar er
dvalið við tilgreinda kvilla og
gerð grein fyrir helztu ráðum
við þeim. Eru margir þeirra mjög
algengir, munu margir verða til
þess að freista að ráða bót á
þeim með aðstoð þessarar bókaT.
Enginn dómur skal lagður á
læknisfræðilegt gildi bókarinn-
ar, en benda má á; að hún er
rituð af kunnum vísindamanni
og þýdd af lækni.
Meðal þeirra kvilla, sem fjall-
að er um, eru blóðrásartruflanir
í húðinni, húökvillar, sem eiga
rót sína að rekja til sýkla, svita-
truflanir, litartruflanir í húð og
hári, misvöxtur í húðþekjunni,
húðæxli, ör, fæðingarblettir,
mönnum að starfi við þau fram-
leiðslutæki, sem við höfum.
Það hefir ekki verið talið með
tölum og verður seint mælt eða
vegið til hlítar, hve mikið af
erfiðleikum síðustu áratuga á
rætur sínar að rekja til þeirr-
ar skuldasöfnunar, sem hér varð
á stríðsárunum síðustu og verð-
bólguárunum eftir stríðið.
Það verður að gera allt, sem
í mannlegu valdi stendur, til
þess að fyrirbyggja það, að sú
saga endurtaki sig.
Mér skylst, að það sé að sama
skapi óskynsamlegt að byggja
nýjar framkvæmdir, og ég tala
nú ekki um eyðslu, á lántökum
og skuldasöfnun á verðbólgu-
tímum og hitt hitt getur óneit-
anlega vérið skynsamlegt, að
byggja vel arðbærar fram-
kvæmdir á lántökum á hentug-
um tímum, a. m. k. að einhverju
leyti.
Hver króna, sem nú er hægt
að spara frá vörukaupum hefir
tvöfalt, jafnvel margfalt gildi
fyrir þjóðarbúið vegna verð-
hækkunarinnar, sem nú er orð-
in, en að sama skapi er skulda-
aukning hættuleg eins og nú er
komið verðlagi. Alveg nákvæm-
lega sama er að segja um hag
hvers einstaklings — og því má
ekki gleyma.
Eysteinn Jónsson.
þjóðminjavörður hefir tekið í
sína umsjá. Þar er talið að
menn hafi búið, og eldhúsið er
afhellir frá aðalhellinum.
Enginn veit um aldur þessara
rnannvirkja, en trúlegt þætti
mér, að margur myndarbóndi í
öðrum landshlutum kysi sér mó-
bergshól til að grafa í geymslu
fyrir garðávexti. Til slíkra hluta
virðast svona hellar vera hinir
ákjósanlegustu.
Landslagið sunnlenzka er
öðruvísi en Vestfirðingurinn á
að venjast. Það er dálítið nýstár-
legt fyrir þann, sem kemur úr
þröngum fjalladal að sjá út yfir
flatneskjuna, sem ekkert rís
upp yfir nema húsin. Það er rétt,
sem aðfluttur bóndi í Flóa sagði,
að ef maður settist á hækjur,
sæist bæjarröðin við himinn að
bera.Og Landeyjar eru engu síð-
ur flatar en Flóinn. En hitt er
satt, að fjallasýn er fögur syðra
ef skyggni er gott, en það er of-
sjaldan. Úr öllum lágsveitunum
blasir við augu fallegur fjalla-
hringur, en sumstaðar, þegar
kemur upp í sveitirnar, er lands-
lag orðið svo öldótt og smáhæð-
ótt að ekki sér til fjalla, — að-
eins lágir ásar í kring. Þar eru
bæir, sem minna að umhverfi á
þingeyska heiðabæi, lágir, boga-
dregnir ásar, hlýlegt landslag og
mjúkt en ekki stórbrotið og
tígið.
Það, sem mér fannst merki-
legast í Holtum, var hin mikla
ást manna á minningu Jóns Ól-
afssonar bankastjóra, — hylli
þeirra og trúnaður í því sam-
bandi. Ég liélt mig hafa þekkt
menn, sem væru öruggir fylgis-
A N N A L L
Afmæli.
Systkinin Jón Gauti Pétursson
bóndi á Gautlöndum og Hólm-
fríður Pétursdóttir húsfreyja á
Arnarvatni í Mývatnssveit áttu
fimmtugsafmæli 17. des. þ. á.
Þau eru tvíburar, börn Péturs
Jónssonar alþm. og síðar ráð-
herra, og konu hans Þóru Jóns-
dóttur. Pétur bjó á Gautlönd-
um hátt á fjórða tug ára.
Á uppvaxtarárum þeirra syst-
kina voru Gautlönd miðstöð
samvinnustarfsins í Þingeyjar-
sýslu. Þeir merkilegu menn, Pét-
ur Jónsson, Benedikt á Auðnum
og Sigurður á Yztafelli komu
þar löngum saman og unnu að
stjórnarstörfum Kaupfélags
Þingeyinga, og öðrum marghátt-
uðum menningarmálum héraðs-
búa. Framgjörnum og gáfuðum
unglingum var þar hollur upp-
vaxtarstaður.
Jón Gauti Pétursson er einn
fjölmenntaðasti og þroskaðasti
bóndi þessa lands. Að líkindum
er hann fróðastur núlifandi
manna um sögu samvinnu-
hreyfingarinnar hér á landi allt
frá upphafi hennar og til þessa
dags. Þegar Kaupfélag Þingey-
inga var 50 ára, ritaði hann að
tilhlutan félagsstjórnarinnar
„Drög til sögu K. Þ.“, ítarlegt
og merkilegt heimildarrit, sem
geymt er í skjalasafni félagsins.
í blöðum og tímaritum hafa
birtzt frá hans hendi ýmsar rit-
gerðir um viðskiptamál og hag-
fræðileg efni, sem vakið hafa
(Framh. á 3. slðu)
hárlos, naglasjúkdómar, offita
og fleira. Flestir munu finna í
bókinni einhverjar þær ráð-
leggingar, sem mættu þeim að
haldi koma, ef vel reynast.
Blik, blað gagnfræða-
skólans í Vestmanna-
eyjum.
Gagnfræðaskólinn í Vest-
manneyjum hefir um undanfar-
in ár gefið út málgagn, Blik.
Þrátt fyrir erfiða aðstöðu hefir
tekizt með góðri samvinnu kenn-
ara og nemenda, að gera það
vel úr garði. Blik kom út 1. des.
sem að vanda. Hermann Guð-
mundsson ritar í tilefni dagsins.
Þorsteinn Þ. Víglundsson ritar
grein, er nefnist „Andlit í skóg-
inum“. Segir þar frá skemmti-
för skólans s. 1. vor í Þjórsár-
dal. Lýsir hann einnig skoðun-
um sínum i bindindis- og æsku-
lýðsmálum. í blaðinu er einnig
kvæði eftir Loft Guðmundsson,
þýdd smásaga, grein um þjóð-
ernislega samvinnu íslendinga
eftir Helga Sæmundsson og
einnig ýmsar greinar eftir nem-
endur skólans.
menn, en þetta fannst mér taka
öllu fram. Jón Ólafsson var
fæddur I Sumarliðabæ í Holt-
um, og hún er fallegt og háleitt
æfintýri í vitund Holtamanna,
sagan um piltinn, sem fór seytj-
án ára gamall úr föðurhúsum
með aleigu sína, eina krónu í
vasanum, vissi ekki hvað við
tæki, en með dugnaði og hag-
sýni hófst til mikilla efna og
mikilla valda. Ég vil ekki van-
meta þá menn, sem kunna að
græða fé, og sízt ef þeir hafa þá
fjölhæfni og dugnað, að skara
fram úr, sem hásetar, skipstjór-
ar og framkvæmdastjórar. Við
þurfum dugandi starfsmenn á
öllum sviðum, menn, sem kunna
að vinna, kunna að stjórna at-
vinnurekstri og kunna að meta
peninga. En þó að við dáumst að
dæmi þeirra manna, sem hefj-
ast úr fátækt og umkomuleysi
til valda og ríkidæmis, þá standa
hinir jafnan nær hjarta mínu,
sem áttu þess kost að græða fé,
en urðu aldrei ríkir, af því að
þeir kusu fremur að þjóna guði
en mammoni.
Jón Ólafsson var alltaf Holta-
maður. Þó að hann væri æðsti
maður eins stærsta atvinnufyr-
irtækis á landinu, og banka-
stjóri, var hann alla æfi tengd-
ur órjúfandi böndum við Holtin,
þar sem hann ólst upp. Og hann
notaði aðstöðu sína oft til þess
að hjálpa sínum gömlu sveitung-
um. Þeir áttu jafnan hauk í
horni, þar sem hann var. Og það
er vonlegt, að það grípi um
hjartataugar Holtamanna, að
legsteinninn á leiði Jóns Ólafs-
sonar er grágrýtissteinn austan