Tíminn - 30.12.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMADUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
' RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR ;
^ EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
\ SÍMAR: 4373 og 2353.
\ AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Ilndargötu 1 D.
Síml 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA hJ.
Símar 3948 og 3720.
23. árg.
Reykjavík, laugardagimi 30. des. 1939
150. blað
Aístaða Framsóknarílokks-
íns tii lækkunar á nokkrum
iramiögum til landbúnaðar-
og samgöngumála
- Frá þríðju nmræðu fjáriagaima -
Þriðja umræða fjárlag-
anna hófst kl. 5 síðdegis síð-
astl. fimmtudag og stóð að
frádregnum stuttum fund-
arhléum til kl. sex aðfara-
nótt föstudagsins. í gær kl.
5—7 síðd. héldu umræðurn-
ar áfram og á næturfundi,
sem stóð frá kl. 23,30 í gær-
kveldi til kl. 5 í nótt. Var
umræðum um einstakar til-
lögur þá lokið. Atkvæða-
greiðsla um breytingartil-
lögurnar hefst síðdegis í dag
og munu fjárlögin senni-
lega verða afgreidd í nótt.
Það varð samkomulag milli
flokkanna að hafa engar eld-
húsdagsumræður í upphafi 3.
umr. eins og venja hefir verið og
snerust umræðurnar því aðal-
lega um einstakar breytingar-
tillögur.
Eysteinn Jónsson viðskipta-
málaráðherra flutti ræðu í upp-
hafi umræðanna, þar sem
hann gerði grein fyrir afstöðu
Framsóknarflokksins til þeirra
tillagna um lækkun á gjalda-
bálki fjárlaganna, sem fjárveit-
inganefnd hefði borið fram við
2. og 3. umræðu fjárlaganna.
Munu tillögur þessar alls nema
550 þús. kr. Sagðist ráðherr-
ann vilja taka það skýrt fram,
að Framsóknarflokkurinn áliti
þessar tillögur eingöngu rétt-
mætar, sökum styrjaldar-
ástandsins, og bæri því síður en
svo að líta þannig á, að um
stefnubreyting væri að ræða hjá
flokknum um framlög til land-
búnaðar- og samgöngumála,
þótt hann fylgdi þessum lækk-
unum eins og nú stæðu sakir.
Sæist þetta enn betur, ef athug-
að væri nánar, hverjar helztu
lækkanirnar væru, en þær væru
þessar (talið í krónum):
Til landhelgisgæzlu 100.000
Til strandferða 125.000
Til Byggingar- og land-
námssjóðs 75.000
Til verkfærakaupasjóðs 35.000
Til fiskveiðasjóðs 30.000
Ráðherrann sagði, að Fram-
sóknarflokkurinn áliti — alveg
eins og áður —, að á venjuleg-
um tímum megi ekki lækka
framlög til bygginga í sveitum
eða verkfærakaupasjóðs. Hann
kvaðst einnig vilja taka það
greinilega fram, að framlagið
til landhelgisgæzlunnar hefði
eingöngu verið lækkað með til-
liti til þess, að von er minni
átroðnings erlendra skipa í
landhelginni meðan styrjöldin
stendur yfir. Framlagið til
strandferða hefði einnig verið
Þingslilm
Alþingi mun ekki verða slitið
fyrr en eftir áramót. Hafði
verið gert ráð fyrir að hægt
yrði að ljúka því fyrir áramótin,
en fullkomið samkomulag mun
enn ekki fengið um kaupgjalds-
málið, en liklegt þykir að það
náist mjög fljótlega.
Annað mál, sem enn mun
heldur ekki alveg ráðið til lykta,
er samkomudagur næsta þings.
Önnur stórmál, sem þurft
hefir að afgreiða á þessu þingi,
hafa verið endanlega samþykkt,
og í dag mun sennilega verða
gengið endanlega frá afgreiðslu
fjárlaganna.
lækkað með tilliti til þess, að
nýja Esja verði mun ódýrari í
rekstri en gamla Esja var. Þann-
ig hefði ófriðarástandið bein-
línis skapað möguleika fyrir
mun lækkuðum framlögum til
þessara nauðsynjamála.
Þá vék ráðherrann að þeim
breytingartillögum einstakra
þingmanna, að heimila ríkis-
stjórninni ýms útgjöld, án þess
að ætla nokkuð fyrir þeim á
fjárlögum. Þetta væri mjög ó-
heilbrigð stefna, þar sem venja
væri að reyna að þröngva
stjórninni til að nota slíkar
heimildir og yxðu þessi út-
gjöld umframgreiðsla, sem
kæmi fram á fjáraukalögum.
Þingmenn ættu að kappkosta að
láta öll slík útgjöld vera á fjár-
lögum, svo að þau gætu gefið
sem réttasta mynd af hinum
raunverulegu útgjöldum á fjár-
lagaárinu. Þeirri stefnu hefði
verið framfylgt á undanförnum
árum og skoraði hann á þing-
menn að hverfa ekki frá henni.
Ef menn vildu beita sér fyrir
auknum útgjöldum yrðu þeir að
þora að horfast i augu við þá
staðreynd, að hafa þau á fjár-
lögum, enda þótt það hækkaði
útgjaldabálk þeirra.
Hermann Jónasson landbún-
aðarráðherra áréttaði í umræð-
unum þau ummæli viðskipta-
málaráðherra, að lækkunin á
framlaginu til Byggingar- og
landnámssjóðs og verkfæra-
kaupasjóðs væri aðeins miðað
við styrjaldarástandið. Bæði
þyrfti að spara sem mest allt
erlent efni og það væri heldur
ekki ráðlegt að hvetja menn til
að ráðast i slíkar framkvæmd-
ir meðan verðlagið væri jafn
óhagstætt og nú.
Þá mælti landbúnaðarráð-
herra fyrir tillögu, sem hann
(Framh. á 4. síðu.)
,Verndarí smáþjóðanna( að verkí
Rússneskar hernaðarflugvélar hlaðnar sprengjum á leið til Finnlands.
Rússnesku flugmennirnir hafa fullnœgt fyrírskipunum yfirmanna sinna. Hrundar byggingar í Helsingfors
hvernig rússneska stórveldiö „verndar smáþjóðirnar og vottar þeim vináttu sína."
syna
A. ikiir.ossoötttim:
Kartöflurækt Hornfirðinga. — Áskoranirnar um að hætta áfengissölu. — Ný
félög. — Brottvikning kommúnista úr félagssamtökum. — Meiðyrðamál. —
Friðrik Sigurjónsson að Fornustekk-
um I Hornafirði er á ferð hér í bœn-
um um þessar mundir. í viðtali við
Tímann hefir hann sagt nokkuð frá
kartoflurækt Hornfirðinga, sem er víð-
kunn orðin. Kartöfluuppskeran var i
mesta lagi í haust, og lltið um kart-
öflusjúkdóma í sumar þar um slóðir.
Á fáeinum bæjum í Nesjum var kart-
öíluuppskeran á þriðja hundrað tunn-
ur, en allflestir bændur fengu 100—200
tunnur af kartöflum upp úr garðlönd-
um sínum. Meginhluti þessarar miklu
uppskeru er enn óselt, enda er burt-
flutningur uppskerunnar talsverðum
örðugleikum bundinn. Góðar kartöflu-
geymslur hafa víða verið gerðar í
grennd við garðlöndin, þar sem kart-
öflunum er komið fyrir til geymslu,
eftir því sem þörf krefur. Kartöflu-
ræktin er nú orðin sú grein búskap-
arins hjá mörgum bændum á þessum
slóðum, sem mestar tekjur veitir, og
lyftir hvað mest undir margvíslegar
verklegar framkvæmdir í Hornafirði.
Á þingi umdæmlsstúkunnar nr. 1,
sem haldið var i Reykjavík í nóvem-
bermánuði 1 haust, var ákveðið að leita
eftir undirskriftum kjósenda í kaup-
stöðum og kauptúnum i Suðurlands-
umdæminu um áskorun til þings og
stjórnar um að loka áfengisútsölum
meðan stríðið stendur. Undirskrifta-
söfnun þessari er nú lokið. Fór hún
fram í Reykjavík, Hafnarfirði, Vest-
mannaeyjum, Borgarnesi, Akranesi,
Keflavík, Garði, Sandgerði, Grindavík,
Eyrarbakka, Stokkseyri og Vík í Mýr-
dal; auk þess á ísafirði, Siglufirði, Ak-
ureyri og Seyðisfirði. Samkvæmt heim-
ildum umdæmisstúkunnar, mun láta
nærri, að um 90% af þeim mönnum,
er náðst hefir til, hafi ritað undir á-
skorunina. Alls eru undirslcriftirnar
21—22 þúsund. í Reykjavik undirrituðu
um 13000 manns áskorunina, í Hafnar-
firði 1531, Vestmannaeyjum 1395, ísa-
fjarðarkaupstað 1100, Siglufirði 1100,
Akureyri 2016, Seyðisfirði 258, Akra-
nesi 520, Keflavík 426, Garðl 144, Sand-
gerði 115, Grindavík 211, Stokkseyri
191, Vík í Mýrdal 122. Hafa því um
80% allra kjósenda í ísafjarðarkaup-
stað og Siglufirði midirritað áskorun-
ina, og 70% kjósenda i Vestmanna-
eyjum og á Akureyri
t f t
Nýlega hafa Eyfirðingar, sem bú-
settir eru hér í bænum, stofnað með
sér félagsskap, sem m. a. á að beita
sér fyrir útgáfu héraðssögu í sam-
vinnunni við héraðsbúa. í stjórn fé-
lagsins voru kosnir: Aðalsteinn Krist-
insson forstjóri, Barði Guðmundsson
þjóðskjalavörður, Ingólfur Davíðsson
náttúrufræðingur, Stefán Jóh. Stef-
ánsson ráðherra og Valdimar Stefáns-
son fulltrúi. — Þá hafa Snæfell-
ingar hér í bænum stofnað með sér
hliðstæðan félagsskap. Stjórn hans
skipa: Ásgeir Ásgeirsson fulltrúi, frú
Ingunn Árnadóttir, Lúðvík Kristjáns-
son lcennari, Óli Ólason kaupmaður og
Sigurður Ólason lögfræðingur.
r r r
Fyrir nokkru síðan samþykkti
Siglufjarðardeild norræna félagsins, að
félagsmenn hennar skrifuðu undir
samúðarávarpið til Finna, sem stjórn
íslandsdeildar norræna félagsins
gekkst fyrir að þeim var sent. Tveir
kommúnistar í félaginu, Aðalbjörn
Pétursson og Otto Jörgensen, reyndu
að hindra þessa samþykkt með dag-
skrártillögu, sem var stíluö í mjög
óvingjarnlegum tón til Finna, en gaf
til kynna samúð með Rússum. Dag-
skrártillagan var felld með öllum at-
kvæðum gegn tveimur. Síðar hefir
verið haldinn fundur í Siglufjarðar-
deildinni og samþykkt að vísa þess-
um tveimur mönnum úr félaginu fyrir
afstöðu þeirra til Finnlandsmálanna.
— Stjórn Friðarvinafélagsins í Reykja-
vík, en hana skipa Guölaugur Rosin-
kranz yfirkennari, Aðalsteinn Sig-
mundsson og Aðalbjörg Sigurðardótt-
ir, hefir einnig samþykkt að víkja
Einari Olgeirssyni úr félaginu, 6ökum
afstöðu hans i þessu máll.
r r r
Nýlega er fallinn dómur í tveimur
meiðyrðamálum, sem Þormóður Eyj-
oólfsson höfðaði gegn Þóroddi Guð-
mundssyni, aðalmanni kommúnista á
Siglufirði. Birtust þessi ummæli í blaði
kommúnista á Siglufirði. Var Þórodd-
ur dæmdur samtals í 650 kr. sekt
og málskostnað.
Erlendar fréttir
t Finnlandsstyrjöldlnni hefir
það gerzt markverðast seinustu
dagana, að tveim finnskum
skíðamannaflokkum (um 250
manns í hverjum flokki) hefir
tekizt að komast til Murmansk-
járnbrautarinnar og eyðileggja
hana á talsverðu svæði. Þykir
þetta einstakt afrek, þar sem
þeir hafa orðið að ferðast á bak
við víglínu Rússa og varast að
lenda í orustu við þá. Eru skíða-
menn Finna allir hvítklæddir
og er því erfitt að sjá þá í
mikilli fjarlægð. Munu þessar
skemmdir á járnbrautinni
valda Rússum miklum erfiðleik-
um, þar sem þeir þurfa að flytja
mikið eftir járnbrautinni, m. a.
til hersins á nyrztu vígstöðvun-
um. — Á vígstöðvunum sjálfum
hafa hvergi orðið neinar breyt-
ingar seinustu dagana. Talið er
að Rússar hafi aukið herlið á
öllum vígstöðvum og tefli nú
fram hraustustu hersveitum
sínum, Kósökkum og Síberíu-
hersveitum, sem eru vanar
kuldum. Einkum hafa þeir
aukið liðsafla sinn á Kyrjála
nesinu.. Þá hafa þeir sent mikið
af flugvélum til bækistöðva
sinna í Estlandi.
Stöðugar fregnir berast um
vaxandi óánægju i rússneska
hernum á vígstöðvunum í
Finnlandi og reynir rússneska
leynilögreglan að halda henni í
skefjum með ofbeldi. Hefir það
komið fyrir, að hún hefir látið
skjóta á rússneska hermenn,
Gleðilcgt nýár
liminn
A vídavangi
1 áliti fjárveitinganefndar er
nokkuð rætt almennt um vega-
málin. M. a. segir þar: „Nefndin
leggur áherzlu á, að ríkisstjórnin
láti beita ákvæðisvinnuskipu-
laginu alls staðar þar, sem því
verður við komið við almennar
framkvæmdir, og að til grund-
vallar við ákvörðun dagsverks-
ins sé byggt á afkasti dugandi
meðalmanna við vinnu.“ Til að
sanna, svo að ekki verði um
deilt, þýðingu ákvæðisvinnunn-
ar, lætur nefndin fylgja álitinu
skýrslu frá húsameistara ríkis-
ins um framkvæmdir, sem hann
hefir haft umsjón með á tíma-
bilinu 1921—1939. Sýnir skýrslan,
að ákvæðisvinnufyrirkomulagið
við ýmsar byggingar hefir iðu-
lega sparað ríkissjóði verulegt fé
á þessum tíma.
4= * *
Þá segir ennfremur í áliti
nefndarinnar um þessi mál: „Þá
hefir sá siður verið upp tekinn
á nokkrum stöðum við opinbera
vinnu í sveitum, að vinna ekki
nema nokkurn hluta laugar-
dagsins, þó að greitt sé fullt kaup
fyrir þann dag, og auk þess að
flytja verkamennina í bifreiðum
á landsins kostnað, án þess að
þau ferðalög væru viðkomandi
vinnunni. Fólk í sveit, sem vinn-
ur fullkomna erfiðisvinnu laug-
ardagana, eins og aðra daga,
finnur enga eðlilega skýringu á
þessum hlunnindum hjá ríkis-
sjóði, og þessi nýbreytni á þátt
í að skapa áónægju hjá mörgu
fólki, sem annars vill eða getur
unnið að framleiðslu i sveit. Ef
haldið er áfram flutningum í
bifreiðum á landsins kostnað um
helgar á sumu því fólki, sem
starfar að nauðsynlegri vinnu,
eru ekki mörg skref yfir í það
ástand, að sjómenn vilji að fiski-
flotanum sé siglt i höfn síðari
hluta laugardags, svo að yflr-
menn og hásetar geti tekið sér
hvild í kaupstöðunum yfir
sunnudaginn. Dýrleiki á benzíni
mun væntanlega, með fleiri or-
sökum, leiða til, að sunnudags-
flutningur á landsins kostnað
falli niður.“
* * *
Ein tillaga fjárveitinganefnd-
ar er á þá leið,að varið verði 1000
kr. til málfegrunar, og segir um
þetta í áliti nefndarinnar: „Er
tilætlun nefndarinnar, að
kennslumálaráðherra velji hæf-
an mann eða menn til að velja
úr hinum fegursta framburði á
íslandi, og skapa úr þvi fullkom-
ið framburðarkerfi, sem lands-
menn læra slðan með kennslu
i útvarpinu. í stórum og ríkum
löndum eru þjóðleikhúsin sá
staður, þar sem tungan á að vera
töluð bezt og með mestum
hreinleik. Hér mun útvarpið
hinn rétti staður til að kenna
góða meðferð málsins. Hefir út-
varpið eitt haft aðstöðu til um-
bóta í þeim efnum, en hér er
ráðgerð lítil byrjun á miklu
verki.“
sem voru á flótta, úr flugvélum.
Óánægjan stafar einkum af
slæmum aðbúnaði og matvæla-
skorti, en auk þess eru margir
hermennirnir hættir að trúa því,
sem þeim hefir verið sagt, að
Finnar hafi byrjað styrjöldina.
Til að láta sem minnstar frétt-
ir berast út um óánægjuna, hafa
Rússar tekið upp strangt eftir-
lit með skeytasendingum. Þá
hefir verið bannað að hlusta á
erlendar útvarpsstöðvar. Einn-
ig hafa verið höfð mannaskipti
í yfirstjórn rússneska hersins.
(Framh. á 4. síðu.)