Tíminn - 16.01.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ébm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLADSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKN ARFLOKKURINN.
24. árg.
Reykjavík, þriðjndaglim 16. janúar 1940
RangSærslur íhaldsblaðanna um Sjárlögin
Sjálfstæðísflokkurmn bar ekki fram neín-
ar lækkunartillögur, sem hínir flokkarnir
hindruðu, og hann stöðvaði heldur engar
hækkunartillögur fyrir þeim
lllns vegar knúði Sjálfstæðisflokkurinn fram
ýms lagaákvæði, sem geta kostað ríkissjóð
mikil útgjöld.
Það hlýtur að vera eitt
helzta grundvallaratriði
stjórnarsamvinnu milli and-
stæðra flokka, að þeir skýri
rétt frá samningsmálunum
og afstöðu flokkanna til
þeirra. Ef einhver flokkur-
inn í stjórnarsamvinnunni
reynir að bæta aðstöðu sína
á kostnað samstarfsflokk-
anna með slíkum vinnu-
brögðum getur það hæglega
leitt til deilna, er reynst
geta stjórnarsamvinnunni
hættulegar.
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að íhaldsblöðin hafa
mjög deilt á Framsóknarflokk-
inn fyrir afgreiðslu fjátlaganna
á undanförnum þingum. Þau
hafa hrópað hástöfum um tildur
og allskonar óþarfa, er hæglega
mætti fella niður og lækka
þannig útgjöld fjárlaganna svo
millj. kr. skipti. Þessu skrafi
héldu þau áfram löngu eftir að
núverandi ríkisstjórn kom til
valda og allt fram að afgreiðslu
fjárlaganna á þingi í vetur.
Hinsvegar hefir það einkennt
Tílnefníng í Físki-
málanefnd og bjarg-
ráðanefnd
Jens Hólmgeirsson verður full-
trúi Framsóknarflokksins í
Bjargráðanefnd og Júlíus Guð-
mundsson í Fiskimálanefnd.
Á seinasta Alþingi var sam-
þykkt, að Fiskimálanefnd
skyldi skipuð þremur mönnum
í stað sjö manna nú. Jafnframt
var ákveðið, að þrír stærstu
þingflokkarnir skyldu tilnefna
einn mann í nefndina.
Miðstjórn Framsóknarflokks-
ins hefir ákveðið af sinni hálfu
að tilnefna Júlíus Guðmunds-
son útgerðarmann, sem fulltrúa
sinn í nefndina og Pálma Lofts-
son útgerðarstjóra sem vara-
mann hans. Hafa þelr báðir átt
sæti i nefndinni undanfarið og
Júlíus verið formaður hennar.
Þá var á seinasta Alþingi á-
kveðið að skipa þriggja manna
bjargráðanefnd, sem gerði til-
lögur um úthlutun atvinnubóta-
f j árins, f ólksflutninga milli
staða og önnur hliðstæð mál.
Einnig var gert ráð fyrir í lög-
unum, að nefndinni yrði falin
framkvæmd þessara mála eftir
nánari ákvörðun ríkisstjórnar-
innar. Nefndin skyldi valin á
sama hátt og Fiskimálanefnd.
Miðstjórn Framsóknarflokks-
ins hefir ákveðið að tilnefna
Jens Hólmgeirsson bæjarstjóra
á ísafirði sem fulltrúa sinn í
nefndina.
Alþýðuflokkurinn mun til-
nefna Kjartan Ólafsson í Hafn-
arfirði sem fulltrúa sinn í Bjarg-
ráðanefnd og Sjálfstæðisflokk-
urinn mun tilnefna Þorleif
Jónsson í Hafnarfirði í Fiski-
málanefndina. Ókunnugt er um
val annara manna í þessar
nefndir.
allar þessar umræður, að aldrei
hefir verið bent á nein ákveðin
útgjöld, sem Sjálfstæðisflokkur-
inn vildi fella niður, og hafa þó
Sjálfstæðismenn iðulega verið
krafðir sagna um það í blöðum,
á fundum og á þingi.
Afgreiðsla fjárlaganna í vetur
vakti af þessum ástæðum mikla
athygli. Menn bjuggust við, þar
sem Sjálfstæðisflokkurinn átti
fjármálaráðherrann, að nú
myndi verða hin margumtalaða
„stefnubreyting", sem íhalds-
blöðin hafa talað um. Einkum
mun meðal óbreyttra sjálfstæð-
ismanna hafa verið búist við
miklum umskiptum.
Hér í blaðinu hefir verið gerð
itarleg grein fyrir afgreiðslu
fjárlaganna í vetur og helstu
niðurstöðum í þeim efnum. Tím-
inn telur þess ekki þörf að ræða
þær niðurstöður neitt ítarlegar
að svo stöddu, en hann ráðlegg-
ur lesendum sínum til að bera
þær saman við ummæli flokk-
anna um þessi mál á undan-
förnum árum, og getur þá hver
og einn dregið ályktanir sínar af
því.
Hins vegar hafa hvað eftir
annað birzt þær frásagnir um
þessi mál í íhaldsblöðunum, að
ekki verður hjá því komizt, að
svara þeim mjög harðlega. Það
er eins og blöðunum finnist, að
ýmsum óbreyttum mönnum
Sjálfstæðisflokksins muni finn-
ast lítið samræmi milli af-
greiðslu fjárlaganna og skrifa
íhaldsblaðanna um þessi mál
á undanfömum árum, og þess-
vegna þurfi að gefa einhverjar
(Framh. á 4. síOu.)
I
Einar
Benediktsson
Þjóðskáldið Einar Benedikts-
son lézt að heimili sínu, Her-
dfsarvík, 12. þ. m. Banamein
hans var heilablóðfall.
Hann átti 75 ára afmæli á
síðastliðnu liausti.
Hans mun verða nánar getið
hér í blaðinu innan skamms.
Annað þjóðmála-
námskeið S. U. F.
Þjóðmálanámskeið, sem er
haldið á vegum Sambands
ungra Framsóknarmanna, hófst
hér í bænum síðastliðinn sunnu-
dag. Mun námskeiðið standa
um mánaðartíma.
Þátttakendur munu verða um
tuttugu, allir utan af landi.
Stjórnandi námskeiðsins er
Daníel Ágústínusson erindreki
Framsóknarflokksins.
Þetta er í annað sinn, sem S.
U. F. efnir til þjóðmálanám-
skeiðs. Fyrsta námskeiðið var
haldið hér síðastl. vetur og þótti
þá takast mjög vel.
F innlandsstyrj öldin
og Bandamenn
Bandamenn úttast Rússa ekki lengur.
Victor Vinde, fréttaritari Göte-
borgs Handels- och Sjöfarts-
Tidning í París, hefir nýlega
skrifað blaði sínu fxéttabréf
þaðan, um afstöðu Banda-
manna til Finnlandsstyrjaldar-
innar. Verða nokkur atriði
þess lauslega rakin hér á eftir.
Fyrst í stað virtist Finnlands-
styrjöldin ekki vekja mikla at-
hygli Bandamanna. Þeir álitu
að vörn Finna myndi verða von-
laus og þess vegna væri ekki
rétt að hafa nein þau afskipti
af Finnlandsstyrjöldinni, er
styggðu Rússa og ýttu þannig
undir samvinnu þeirra við Þjóð-
verja. í augum þeirra var Rúss-
land þá enn geysilega voldugt
herveldi.
Sú reynsla, sem fengin var af
hervörnum og mótstöðuþrótti
smáþjóðanna undanfarið, hafði
mjög veikt traust Bandamanna
til þeirra. Abessinía, Albania,
Austurríki, Pólland, Tékkosló-
vakía — hrun allra þessara
ríkja hafði almennt skapað þá
trú, að smáríkin væru einskis
megandi í viðskiptum sínum við
stórveldin og hervarnir þeirra
væru í raun og veru gagnslaus-
ar.
Nú er þessi skoðun algerlega
breytt. Hin hreystilega og aðdá-
unarverða vörn Finna hefir
sýnt, að smáríkin geta haft
mikla þýðingu í hernaði og það
geti jafnvel riðið baggamun-
inn að hafa þau fyrir banda-
menn. Verði hér eftir ráðizt á
smáríkin — annaðhvort af
Rússlandi eða Þýzkalandi —
mun viðhorf Bandamanna til
þeirrar árásar verða allt ann-
að en t. d. til Finnlands i upp-
hafi styrjaldarinnar. Þeim mun
þá verða ljóst, að það getur
verið allt annað en vonlaust til-
tæki að koma þessari smáþjóð
til hjálpar. Einmitt slík hjálp
getur ráðið úrslitum í styrjöld
sjálfra stórveldanna.
Hin hreystilega vörn Finna
hefir þannig orðið til þess að
vekja á ný trúna á mótstöðu-
þrótt og varnargetu smáþjóð-
anna. Þótt svo kunni að fara,
_A_ KROSSGÖTUM
Aflakóngar.
botnvörpu. -
- Haustvertíð á verstöðvunum á Vesturlandi. — Góður afli í
Kartöflugeymsla í Borgarnesi. — Árshátíðir Framsóknarmanna.
í nýútkomnu tölublaði Ægis er skýrt
frá nokkrum fiskimönnum, er sótt
hafa sjó á opnum bátum og skarað
fram úr um aflabrögð síðastliðið ár.
Samkvæmt heimildum Ægis, hefir
enginn einn maður aflað jafn mikið á
því ári sem Karl Pálsson í Flatey á
Skjálfanda. Reri Karl einn á báti
sínum, en hafði mann I landl við að-
gerð og söltun. Karl byrjaði róðra
síðari hluta marzmánaðar og hætti
um miðjan nóvembermánuð. Afli hans
þetta átta mánaða skeið nam 107 skip-
pundum. Langmest fiskaði hann á
handfærí, en hafði þó í ígripum 12
—15 línustokka. Fyrri hluta sumars var
þó sjósóknin stopul vegna beituskorts,
en gæftir hins vegar góðar. í Þórshöfn
á Langanesi sótti maður að nafni Ottó
Þorsteinsson til fiskjar á hreyfilbát,
einn síns liðs. Hann reri stöku sinnum
til fiskjar i marz- og aprilmánuði, en
byrjaði fyrst sjósókn fyrir alvöru í
júnímánuði. Afli hans nam samtals
70 skippundum og gerði hann þó sjálf-
ur að afla sínum að öllu leyti og hafði
jafnframt fleiri störf með höndum.
Aflabrögð þessara manna eru góð með
afbrigðum, en sérstaklega mun þó ár-
angurinn af starfi þeirra ánægjulegur,
ef litið er til hlutfallsins milli tilkostn-
aðar við útgerðina og verðmætis aflans.
r r r
Sjómenn á Vestfjörðum hafa yflrleitt
aflað heldur vel í haust. í Amarfirði
hefir verið hin bezta haustvertíð og
hafa fiskimenn fengið um 700 krónur
til hlutar á smábáta. í Dýrafirði hefir
afli verið dágóður. Flateyringar hafa
aflað allvel og sjómenn fengið 700—
800 krónur í hlut á þeim bátum, sem
gengið hafa. í Súgandafirði hefir verið
rýrust vertíð. Hefir afli þar verið treg-
ur. í Hnífsdal hefir vel aflazt, hæstu
hlutir um 800 krónur. í Bolungarvík
hafa fiskimenn borið meira úr býtum
í ár heldur en verið hefir um langt
árabil; hæstu hlutir um 1000 krónur.
Úr ísafjarðarkaupstað hefir verið mikil
fiskisókn í haust, en aflafengur ekki að
sama skapi mikill. Hinir stærri vél-
bátar reru flestir með 100 lóðir og var
afli þeirra að jafnaði 1500—2500 kgr.
í róðri, og allt upp í 4000—5000 kgr.
Rétt fyrir áramótin var ágætur afli
og fengu þá sumir stærstu bátarnir
8000—10000 kgr. í legu. Smærri bát-
arnir hafa 80—90 lóðir, en afli hefir
að jafnaði ekki verið meiri en 1000—
1500 kgr. Hlutir sjómanna eru þó dá-
góðir, því að gæftir voru góöar og
aflinn selst jafnóðum í togara. Hæstu
hlutimir 900—1000 krónur. í Gjögri
hefir í haust verið ágætur afli, en
þaðan sækja sjó aðeins 4 eða 5 smá-
bátar. Steingrímsfirðingar fengu góðan
afla á djúpmiðum í nóvembermánuði
og fyrri hluta desembermánaðar, en
fyrir áramótin var þar mjög lítill afli.
í sjálfum firðinum hefir afli verið
lítill. í verstöðvum á Snæfellsnesi var
misjafn afli, tregur undir Jökli, en
Stykkishólmsbátar öfluðu dável, eink-
um á Höskuldseyjarmiðum. Frá Stykk-
ishólmi sækja sjó 6 hreyfilbátar og
einn lítill þilbátur.
r r r
Vélbáturinn Ágústa úr Vestmarina-
eyjum, sem stundar veiðar með botn-
vörpu, fékk svo mikinn afla á tveim-
ur dögum undir'lok desembermánaðar,
að hásetahlutir námu 300 krónum.
r r r
í Borgarnesi var í haust stofnað fé-
lag, sem hefir það markmið, að bæta
úr vandræðum með geysmlustað fyrir
kartöflubirgðir þorpsbúa. Standa 43
menn að þessum félagsskap, Ýtti það
meðal annars undir í þessu efni, að
kartöfluuppskera var afar ríkuleg í
þorpinu í haust og margir í þröng um
viðhlítandi geymslur fyrir uppskeru
sína. Var þegar í haust hafizt handa
um byggingu geymsluhúss. Er það
skáli, 15 metra langur og 5.60 metra
breiður, hlaðinn úr torfi og grjóti. —
Þakið úr járni, en tyrft á járnið.
Gangur er eftir endilöngum skálan-
um, en stíur til beggja handa, 30 alls.
r r r
Framsóknarmenn á Akureyri héldu
árshátíð sína síðastliðið laugardags-
kvöld í samkomuhúsi bæjarins. Sóttu
liana á fjórða hundrað manns, og fór
hún fram með kaffidrykkju, ræðu-
höldum, söng og dansi. Til samkom-
unnar var efnt af Framsóknarfélagi
Akureyrar og Félagi ungra Framsókn-
armanna á Akureyri í sameiningu. —
Á laugardaginn halda Framsóknar-
menn í Vestmannaeyjum árshátíð sína.
Wallenius hershöfðingi,
sem stjórnar vörn Finna í Norður-
Finnlandi (m. a. við Salla og Salmus-
salmi), yfirheyrir rússneska fanga. —
Wallenius er sá hershöfðingi Finna,
sem oftast er nefndur í herfréttum
frá Finnlandi.
að þetta verði ekki nægilegt til
að hjálpa þeim sjálfum, er
meira en líklegt að það geti
orðið síðar meir öðrum smá-
þjóðum til bjargar, ef á þær
verður ráðizt. (Það er ekki ó-
sennilegt, að V. Vinde hafi hér
Svíþjóð einkum í huga, því að
hann gefur í skyn, að Banda-
menn myndu koma henni til
hjálpar, ef á hana yrði ráðizt).
Finnlandsstyrj öldin h e f i r
jafnframt haft þau áhrif, að
Bandamenn óttast Rússa langt-
um minna en áður. Þeim hafði
áður staðið stuggur af þeirri til-
hugsun, að Rússar og Þjóðverj-
ar gerðu með sér hernaðar-
bandalag. Frammistaða rúss-
neska hersins á finnsku víg-
stöðvunum er á þá leið, að þessi
tilhugsun skelfir ekki Banda-
menn lengur og mun það gera
þá enn einbeittari hér eftir.
Bandamönnum mun það yfir-
leitt ljóst, að eftir því, sem ó-
farir Rússa verða meiri í Finn-
landi, hlýtur hlutur Þjóðverja
óbeint að versna. Bezta spilið,
sem Hitler hafði á hendinni,
var bandalagið við Rússa. Aukn-
ar ófarir Rússa myndu sanna,
að þetta bandalag væri ekki
mikils virði og myndi það
skapa vonbrigði meðal þýzku
(Framh. á 4. síðu.)
Aðrar fréttir.
Á vígstöðvunum í Finnlandi
hafa litlar breytingar orðið sein-
ustu daga, en Rússum mun þó
hafa veitt öllu betur á Salla-
vígstöðvunum, þar sem þeir
sækja fram til Torneá. Hafa þeir
þar 40 þús. manna her og er að-
staða Finna talin viðsjárverð. —
Veður hefir verið stillt og bjart
undanfarna daga og hafa Rúss-
ar því haldið uppi látlausum á-
rásum á finnskar borgir, en tjón
þó ekki orðið mikið að sama
skapi. Talið er að Rússar hafi
sent daglega um 300—400 flug-
vélar í þessar árásarferðir. —
Á Kyrjálanesi er talið að Rúss-
ar hafi nú um 400 þús. manna
her og 2000 fallbyssur. — Rússar
eru farnir að taka upp ýmsar
hernaðaraðferðir Finna, m. sc.
klæða þeir orðið liðsmenn sína
hvítum búningum.
Rússastjórn hefir sent stjórn-
um Noregs og Svíþjóðar mót-
mæli fyrir hlutleysisbrot í Finn-
landsstyrjöldinni. í svari beggja
stjórnanna er það tekið fram,
að þessi ríki séu hlutlaus, en
hins vegar leggi þau ekki þær
hömlur á frelsi þegna sinna, að
þeim sé ekki leyfilegt að sýna
Finnum samúð sína. Rússastj órn
segir, að svörin séu ófullnægj-
(Framh. á 4. síðu.)
6. hlað
W i
A víðavangi
Rannsóknarnefnd ríkisins hef-
ir að tilhlutun viðskiptamála-
ráðherra látið prenta leiðarvísir
um það, hvernig hægt sé að
spara kolakyndingu, án þess að
hiti í húsunum minnki. Er talið,
að hægt sé að spara kolaeyðsl-
una um 20%, ef fylgt er ráðum
leiðarvísisins, án þess að hitinn
minnki neitt að ráði. Mun það
tilætlunin, að leiðarvisir þessi
komi sem fyrst í hendur kola-
notenda og ber að vænta þess,
að menn geri sér far um að
fylgja ráðum hans. Er það hin
fyllsta nauðsyn, að menn geri
sitt ítrasta til að sýna hagsýni
og sparnað í notkun allra áð-
fluttra vara, ekki sízt þeirra,
sem eru eins dýrar og erfiðar í
flutningum og kolin.
Nefnd sú, sem haft hefir fá-
tækramál Reykjavíkur til at-
hugunar að tilhlutun bæjar-
ráðs, hefir gert það að tillögu
sinni, að hingað verði keyptir
10 stórir vélbátar og hjálpi bæj-
arfélagið sjómönnum til að eign-
ast þá. Er þetta tillaga, sem
sj álfsagt er að athuga til fulln-
ustu. Hitt er öllum ljóst, að nú
er hinn óhagstæðasti tími til
slíkra kaupa, þar sem skip hafa
mjög hækkað í verði, sökum
stríðsins. Hefði þeirri stefnu
verið haldið áfram, sem byrjuð
var á fyrir nokkrum árum, aö
reyna að auka vélbátaflota bæj -
arins, myndi nú ekki þurfa að
kaupa báta fyrir afarverð á hin-
um óhagstæðustu tímum. En
þessi viðleitni stöðvaðist, þegar
Jón Þorláksson féll frá og Pétur
Halldórsson varð borgarstjóri.
Hann hafði hvorki skilning á
þessu máli eða minnsta áhuga
fyrir því.
í æfisögu Eldeyjar-Hjalta,
sem er sennilega bezta íslenzka
bókin á síðasta ári, er skemmti-
leg frásögn um það, þegar Jón
Þorláksson varð borgarstjóri
Reykjavíkur. Allir bæjarfulltrú-
ar íhaldsins, nema Hjalti, höfðu
komið sér saman um, að velja
borgarstjórann úr hópi algerlega
gagnslausra manna. Þeir höfðu
heldur ekki fram að færa kröfur
um nein ný mál, sem hinn nýi
borgarstjóri ætti að beita sér
fyrir. Hjalti setti þau skilyrði,
að nýi borgarstjórinn yrði að
vera duglegur maður og hann
ætti að beita sér fyrir Sogsvirkj -
uninni og. eflingu útgerðarinnar
í bænum. Yrði þessum kröfum
ekki fullnægt, ætlaði hann að
kjósa borgarstjóraefni andstæð-
inganna. Hjalta var hótað, ógn-
að og lofað, en hann lét ekki af
þessari stefnu. íhaldið varð að
lokum að láta undan, Jón Þor-
láksson varð að gefa kost á sér.
sem borgSrátjóri, og hann sam-
þykkti skilyrði Hjalta fyrir kosn-
ingunni. Árangurinn af því, að
Jón varö borgarstjóri, er fram-
kvæmd Sogsvirkjunarinnar og
undirbúníngur sá, að aukningu
vélbátaútvegsins, er gerður var í
borgarstj óratíð hans.
Þegar Jón Þorláksson andað-
ist og velja átti nýjan borgar-
stjóra, var enginn Hjalti í bæj-
arstjórnarmeirihlutanum. Hon-
um var varpað fyrir borð, sökum
þess að hann hafði gert Jón
Þorláksson að borgarstjóra! Nú
var hægt aö velja samkvæmt
þeirri reglu, að borgarstj órinn
mætti vera gagnslaus maður. í
stytztu máli má gera samanburð
á Jóni og eftirmanni hans á
þennan hátt: Jón áleit sig ekki
of mikinn mann til að þiggja
hjáip ríkisins við útvegun Sogs-
lánsins og að hafa Sigurð Jón-
asson sér til aðstoðar. Eftirmað-
urinn áleit sig of stóran til að
þiggja hliðstæða aðstoð við út-
vegun hitaveitulánsins. Árang-
urinn geta menn fundið með
samanburðinum á þessum tveim
lánum.