Tíminn - 20.01.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.01.1940, Blaðsíða 3
8. blað TÍMmN, laHgardagiim 20. janúar 1940 31 DÆGRADVÖL FERSKEYTLUR. íslendlngar hafa löngum veriö ljóö- elsklr og hneigðir til skáldskapar. Ekki sizt hafa ferskeytlurnar verið í háveg- um hafðar meðal alþýðu manna. Snjallar stökur hafa gengið mann frá manni, farið sveit úr sveit, lifað á vör- um fólksins kynslóð eftir kynslóð. Nú á dögum fellur skáldhneigð íslendinga í fleiri farvegu en áður var, og veldi ferskeytlunnar virðist af þeim orsökum hafa dvínað nokkuð upp á síðkastið. Mörg meiriháttar ljóðskáld þjóðarinnar hafa lika á seinustu árum afrækt þenn- an þátt ljóðagerðarinnar, og þeir, sem minni eru fyrir sér, hafa margir hverj- ir þrætt í slóðir þeirra. En samt ann alþýða manna, að minnsta kosti í sumum byggðum landsins, ferskeytl- unni líkt og áður, og enn flýgur það, sem vel er gert af þessu tagi, á létt- um vængjum um landið. Tíminn birtir hér nokkrar ferskeytl- ur, eins og þær eru til beztar og snjall- astar á íslenzkri tungu. í þessum fer- skeytium mörgmn hverjum, endur- speglast undarlega mikið af sögu þjóð- arinnar og lífsbaráttu fólksins, þess von og trú og þrá, þess sorg og kvíði, líkt og Stephan G. Steptiansson segir í eftirfarandi visu: Hlustir þú og sé þér sögð samankveðna bagan, þér er upp í lófa lögð: landið, þjóðin, sagan. Sjálfur rækir Stephan G. einn þátt þessa göfuga hlutverks stökmmar í þessari vísu: Stundin harma sú var sár sundur armlög slíta. Hrund af hvarmi höfug tár hrundu á barminn hvita. Magnús Stefánsson í Hafnarfirði, sem kunnastur er undir skáldheitinu Örn Arnarson, lýsir á ógleymanlegan hátt starfsvettvangi sjómannsins: Syngur klóin, kveður röng, kyngisjóar heyja þing, klingir glóhærð kólguþröng kring um mjóan súðbyrðlng. Andstæða þessarar vísu Magnúsar um hamfarir sjávarins umhverfis veik- byggðan bát fiskimannsins er þessi heita og lífsglaða vísa Guðmundar heitins Guðmundssonar: - Syngið strengir, svellið, titrið, syngið lengi, hljómið snjallt! Blóm á engi, brosið, glitrið, blómsveig tengið lífið allt. öuðmundur Friðjónsson á Sandi lýs- lr þannig ferðum fuglsins um loftsins vegu: Laus við svima flýgur frjáls fugl með hvimi skyggnu, lætur brima um brjóst og háls bláa himinlygnu, í þessari visu dregur Guðmundur Friðjónsson fram, á hve órjúfandl hátt íslendingar eru tengdir sænum, I bliðu og striðu: Þar til hinzti dagur dvín, djörfum huga, gljúpri sál Rán og Ægir syngja sin Sólarljóð og Hávamál. Svo mun æ verða, svo hefir ávallt verið. Sigurður Helgason bóndi á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi, sem var ungur maður í byrjun 19. aldar, orti þessa frábæru vísu um skip sitt við upphaf sjóferðar: Byrinn ýtir beint úr vör. Boðinn spýtir hrönnum. Skeiðin þýtur eins og ör undir nitján mönnum. Fáir hafa lýst íslenzku vetrarfjúki og hryssingskulda öllu betur heldur en Jón Magnússon gerir í þessari vísu: Kaldar hærur kemba fjöll, kylja hlær við dranga. Fjúki slær um íreðinn völl frostið særir vanga. En ávallt linnir vetri og vorið fer að. Þorsteinn Erlingsson bar fram sumar- draum sinn og sumarósk í þessari vísu: Sóley kær, úr sævi skjótt sunnan skæra líður. Sé þér blær um bjarta nótt bæði vær og þýður. Þetta er aðeins lítið og fábreytt sýn- ishorn af hinum beztu ferskeytlum ís- lendinga. Þær eru til hundruðum sam- an á borð við þessar, margar alkimnar, sumar litið þekktar, og verða seint nógsamlega dáðar. Hve timabær eru ekki orð Þorsteins Erlingssonar, er hann mæltl í senn til fósturjarðarinnar og til sona hennar og dætra: Og sittu heil með hópinn þinn og hnipptu við þeim imgu. Þeir ættu að hirða arfinn sinn, sem erfa þessa tungu. Kolbeinn. Skák. Drottningarbragð. Skák þessa tefldu J. Capablanca, skákmeistari Cuba- ir*anna, og G. Stáhlberg, skákmeistari Sfía, á skákmótinu í Buenos Aires. Capabianca tefldl hvitu, en Stáhlberg svörtu: 1. d2—d4 Rg8—Í8 2. c2—c4 e7—e0 3. Rbl—c3 d7—d5 4. Rgl—f3 c7—C0 5. Bcl—g5 h7—h8 6. Bgöxfö Dd8 x f 0 7. Ddl—b3 Rb8—d7 8. e2—e4 d5xe4 9. Rc3xe4 Df8—f5 10. Bfl—d3 Rd7—Í6 11. Re4xf6t Df5xf6 12. 0—0 Bf8—d6 13. Hfl—el 0—0 14. c4—c5 Bd6—c7 15. Bd3—e4 Hf8—d8 16. Hal—dl Ha8—b8 17. Rf3—e5 Bc8—d7 18. Be4—c2 Bd7—e8 19. Db3—d3 gl—g6 20. Re5—g4 Df6—g5 21. Dd3—f3 Kg8—g7 22. g2—g3 h6—h5 23. Rg4—e5 Dg5—Í6 24. Df3—a3 Df6—e7! 25. Da3—c3 Bc7xe5 20. d4xe5 Hd8—d5! 27. b2—b4 h5—h4 28. a2—a3 h4xg3 29. h2xg3 b7—b6 30. c5xb8 Hb8xb6 Jafntefll. gekk með band fyrir augum, þar sem állur þorri utanþingsmanna. var fullkomlega sjáandi. All- margir af nánustu kunningjumi Árna Jónssonar, svo sem Magn- ús Gíslason skrifstofustjóri,. virðast hafa fylgzt jafn lítið með eins og hann. Fyrir ókunn- ugleika sinn urðu þessir menn. leikfang í höndum Vilmundar Jónssonar landlæknis og banda- manna hans, kommúnistanna. XII. • | VM/Xi (XVJ XXUilUlll U UXU. Xi u pcii x au Áróðursaðferð kommúnteta i í/ísu ekki að taka það fram, að bókmenntum er sú, að tajta sto sem tíu einkenni um þann mann, sem á &ð dæma til héð- ungar seinni tíma, og láta þiau vera meira eða minna rétt, en bæta siðan inn í jafnmörgum eða fleiri algerlega uppspunn- um, sem eiga að sanna spillingu óg eymd þess andstæðings kom- múnismans, sem í það sinn er hafður að skotspæni. Ef slíkt skáld ætlaði að gera Vilmund Jónsson varanlegan í bók- menntunum, myndi lýsing hans' vera á þessa leið: Fæddur á Austurlandi, færi til náms í Akureyrarskólann, yrði læknir á ísafirði, gengist fyrir sjúkra- húsbyggingu, gerðist verka- mannaforkólfur, léti sér vaxa Leninskegg, kæmist um stund á þing og fengi fínt embætti í Reykjavík. Engum, sem fyrir hitti þvílíka sögupersónu í nýj- um róman, kæmi annað til hugar en að þar væri tiltölulega sannsöguleg lýsing af núver- andi landlækni. . En. ef inn í þessa sögu væri bætt nokkrum .atriðum allt ann- ars eðlis, svo sem þvi, að þessi ágæti læknir hleypti úr byssu út um glugga í átt til gesta sinna, eða að hann gæfi sjúkum mönnum hvítt duft, sem flytti þá skjótt inn 1 annan heim, eða að læknirinn hefði þá hneigð að stinga í vasa sína silfurskeið um, þar sem hann væri í boði hjá fólki, sem hefði þvílikan borðbúnað, þá fer málið að vandast, og það myndi land- lækni finnast sjálfum, ef svo væri að honum búið. Nú þarf að engum, sem til þekkir, kemur jtil hugar að bera á Vilmund fónsson slíkar siðferðilegar jffirsjónir, hvorki í sambandi vtð byssur, hvítt duft eða silfur- skeiðar. En i bókmenntum kom- múnista eru jafn tilefnislausar álygar um samtíðarmenn Vil mundar Jónssonar og Árna í Múla, og vafalaust gætu þeir orðið þvílíkar söguhetjur, ekki síður en aðrir, ef þessi hin breiðu spjót byltingarstefnunn- ar verða viðurkennd sem lög- mæt vopn á íslandi. Ég vona, að flestir sæmilegir mgnn verði mér samdóma um að hver sá maður, sem verður fyrir þessum gashernaði svo- kallaðra bókmennta, er ekki betur settur heldur en saklaus maður, sem er ofsóttur fyrir að vera vitni í gæzluvarðhaldi Umgjörðin í skáldsögunni á að einkenna manninn, sem á að eyðileggja. Siðan er bætt inn í nógu miklu af tilbúnum mann- lýtum, til að ná tilgangi hins pólitiska áróðursmanns, sem notar slík vopn. Vilmundur Jónsson mun telja skáldskap eins og þann sem hér er lýst, frambærilegan, meðan sóknin snýr að pólitísk- um andstæðingum. Það sáust engin merki til að honum mis- líkaði aðferð flokksblaðs hans í gæzluvarðhaldsmálinu. Honum mun í vetur hafa þótt sérstak- lega skemmtilegt að hafa Árna Jónsson og Magnús Gíslason undir sinni umsjón, til að verja lá kommúnista, sem vegið höfðu að samherjum og velgerða- mönnum þessara austfirzku stjórnmálamanna. Síðan Vil- mundur Jónsson fór frá ísafirði virðist hann vera líkt settur og Káinn, þegar hann hafði enga jörð til að ganga á, en svifur í lausu lofti, önnum kafinn við ungæðisleg verkefni, bæði þá rjónustu við kommúnista, sem hér hefir verið lýst og við að hindra, að Hafnfirðingar fái veg að ræktarlandi í Krísuvík og Siglfirðingar samgöngur við Skagafjörð. í þessu sviflétta at- hafnaleysi varð hann í vetur, af. innri þörf, einhver helzti bandamaður þeirra sjö skálda, „grenjaskyttanna“ og Einars Olgeirssonar. En um Árna í Múla skal þvi einu bætt við, að mjög hefði mátt þrengja að Jóni Jónssyni í Múla, til þess að hann hefði kysst á sverð þeirra, sem gert hefðu sig líklega til að vinna náttvíg á samherjum hans og vinum, Klemensi Jóns- syni og Hannesi Hafstein. Ég hefi orðið var við, mér til nokkurrar ánægju, að skýring- ar þær, sem ég hefi gefið um þetta mál hafa orðið ýmsum góðum mönnum til nokkurs fróðleiks. Mér er kunnugt um, að ekki allfáir þeirra manna, sem rituðu undir leiðbeininguna til Alþingis, sjá nú, að þeir hafa haft á röngu að standa og myndu nú miklu heldurviljavera i hópi þeirra mörgu, sem neituðu öllu tillæti um framgöngu vegna kommúnista. Ég hefi ennfremur hitt ýmsa gegna menn, sem ekki vissu hvílíka vansæmd „grenja- skytturnar" hafa gert sjálfum sér og Alþingi, og þeim þykir eðlilegt, að þingmenn telji sér minnkun að því að vera stöðugt í aðstöðu hinna réttlausu í greninu. Þó eru hinir flestir, sem hafa sannfærzt um, að út- deiling 49 manna, sem settir eru til að ráða fram úr fjárhags- og atvinnumálum, á svokölluðu listamannafé, getur ekki orðið annað en skipulagslaust handa- hóf. Hafa um það verið nefnd nokkur óhrekjanleg dæmi. En að lokum kemur svo við- horfið til kommúnista. Alþingi hefir nú lýst yfir og sýnt í verki, að það vill ekki samneyta full- trúum þessa flokks á þingi. Þjóðin öll hefir með Finnlands- gjöfunum sýnt, að hún stendur með þinginu í þessu efni. Állir sæmilegir menn í landinu virð- ast nú samhuga um það, að byltingaráróður hér á landi, undir erlendri forustu sé hættulegur frelsi og framtlð þjóðarinnar. En þeir menn eru gálausir, sem viðurkenna þessi sannindi, en vilja halda opinni lang hættulegustu áróðursleið bylt- ingarsinnanna, en það er skáld- skapur og bókagerð, ft-amkvæmd af mönnum, sem óska og vona, að íslendingar geti komizt aft- ur undir kúgunarhæl framandi þjóðar. íslenzk lög og þjóðskipulag veita mönnum, jafnvel þeim sem vilja leggja þjóðarhofið í rústir, margvisleg réttindi. Ein af þeim réttindum eru það, að þessir menn geti haldið sinni trú fyrir sig, meðan þeir skaða ekki aðra. Sömuleiðis mun.þykja eðlilegt, að kommúnistar geti á eigin ábyrgð séð sínum trúar- bræðrum fyrif þeim skáldskap og öðrum bókakosti, sem þeim hæfir. En hitt má þykja furðu- leg kenning, að það unga og veika þjóðfélag, sem íslending- ar hafa verið að reisa síðan 1874, þurfi að hafa á óhreyfan- legum landssjóðslaunum þá menn, sem nota meginorku sína til að gera að engu allt þjóðnýtt og þjóðbætandi starf landa sinna. í móðurlandi kommúnismans eru þeir menn, sem þar vinna, móti þjóðskipulaginu, umsvifa- laust drepnir, oft að undan- gengnum nokkrum þjáningum. Hér á íslandi er engri slíkri harðneskju beitt. En eins og aðrir þættir þjóðlífsins, verður samfélag kommúnista að geta (Framh. á 4. siðu.J „Já, þetta er hinn rétti kaiiiilmur”, sagði Gunna, þegar Maja opnaði „FRE YJU“~kaiiibætispakkann ,Ég skal scgja þér þaö, að nii fánm við gott kaffi, því að nú höfum við „Freyju“-kaffibætinn. Ég er nú búin að reyna aU- ar hinar tegundirnar og hefi sánnfærzt um, að úr „Freyju“- kaffibæti fæst langbezta kaffið.“ Takið eftir, hvað stúlkurnar segja, að með því að nota „Freyju“-kaffibæti fáið þið bezta kaffið. — Kaupið því „Freyju“-kaffi- bæti. Hann fæst hjá öllum kaupfélögum og mörgum kaupmönnum á landinu. Til auglýsenda! Tíminn er gefinn út 1 fleirl eintöknm en nokk- urt annað blað á íslandl. Gildl almennra auglýs- lnga er í hlutfalli við þann fjölda manna er les þœr. Tíminn er öruggasta boðlelðin til flestra neyt- endanna i landinu. — Þeir, sem vllja kynna vör- ur sínar sem flestum auglýsa þser þessvegna í Timanum Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. Auglýsin^ vegna garnaveikinnar (paratuberculosis) Sauðfjáreigendum á þeim svæðum, sem garnaveikinnar hefir orðið vart eða grunur leikur á, að hún geti verið, og sem hugsa til búferlaflutninga á þessu ári, skal bent á, að líkur eru fyrri því, að þeim verði flestum bannað að flytja fé sitt með sér. Aðeins verða fjárflutningar leyfðir, þar sem eigi verður talin nokkur hætta á, að þeir geti útbreitt garnaveikina. Þeir fjáreigendur á téðum svæðum, sem telja sig þurfa að flytja sauðfé sitt búferlum eða selja það til lífs burtu af heim- ili sínu, á þessu ári, skulu þegar tilkynna það undirrituðum og skýra fyrir honum allar ástæður. Verður þeim þá tilkynnt, hvort þeim verði leyft að flytja féð, og er nauðsynlegt allra hluta vegna, að hægt sé að taka slíkar ákvarðanir sem fyrst. Reykjavík, 18. janúar 1940. F. h. Mæðiveikinefndar. Halldór Pálsson. 108 Margaret PecUer: Laun þess liðna 105 ar. Hún gekk rakleitt að Sutherland með framréttar hendur. „Það er sann- arlega gott að þú ert kominn aftur.“ „Og mér þykir gott að fá að sjá þig aftur,“ svaraði hann og fól hendur hennar 1 sínum og hélt þeim þar nokk- ur andartök. „Mér heyrist á öllum, að þú hafir ekki komið fyrr en ætlazt var til," sagði Co- lin. „Helmingur héraðsbúa vár fyrir löngu farinn að heimta það hástöfum að þú kæmir aftur.“ „Auðvitað,“ sagði Jane og kinkaði kolli framan í Sutherland. „Þú heyrir á þessu, að við komumst ekki af án þín, ekki einu sinni um stundar sakir.“ „En þið verðið að leyfa vesalings manninum að njóta hvíldar öðru hvoru,“ sagði Colin í spaugi. „Hvað er annars I fréttum, Jack? Mér er sagt, að þú sért búinn aö heimsækja sum sjúklingana þína, svo aö þú hlýtur að hafa heyrt sagt frá hinu og þessu. Ætlar þú að drekka tedreggjarnar, Jane, eða fá þér saklaus- an og kristilegan skammt af whisky og sóda, eins og hann litli bróðir þinn?“ „Hvorugt," svaraði Jane. „Sara er að hita nýtt te. Sko, þarna kemur hún með það.“ Þau sátu og spjölluðu saman svo sem hálfa stund, skiptust á fréttum óg hnýttu fundið beina en hála braut út úr leið- indunum. Hún hafði gripið hina ímynd- uðu hamingju opnum örmum, aðeins til þess, að sjá hana springa i höndum sér eins og sápukúlu. „Já, það held ég,“ svaraði Elizabet. Finnst yður að hún gæti komizt hjá að láta sér þykja vænt um Abbey,“ bætti hún við áköf. „Þér hafið þá komið þar?“ „Já, Jane fór þangað með mig á dög- unum. Það er dásamlegt að hugsa til þess, sem framtíðarheimilis." „Það er nokkru stærra en Brown- leaves,“ sagði Sutherland brosandi. Elizabet brosti einnig. „Já, en mér mun alltaf þykja vænt um að ég kom fyrst til Brownleaves. Ég hefði aldrei kynnst Jane á sama hátt, ef ég hefði ekki búið undir sama þaki og hún.“ „Jane er sannarlega þess virði að maður veiti henni athygli, eða finnst yður það ekki?“ Hann talaði þessi orð alvarlega, en hægt og áherzlulaust. Samt var eitt- hvað I rödd hans, sem vakti athygli Elizabetar, eitthvað, sem benti á dulda ákefð. Hún leit á hann. „Jane er dásamleg,“ sagði hún blátt áfram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.