Tíminn - 30.01.1940, Blaðsíða 3
47
12. blað
A N N A l L
Dánardægnr.
Elísabet Þórunn Benónýs-
dóttir, húsfreyja að Fosskoti í
Núpsdal í Miðfirði, andaðist
þann 8. j anúarmánuðar síðast-
liðinn. Hún var fædd í Miðfirði
árið 1867. Hún giftist árið 1892
Jóni Jóassyni, úr Miðfirði. Bjó
hún í Fosskoti um 40 ára skeið,
um 30 ár með eiginmanni sín-
um, en hann dó seint á árinu
1930, og síðustu 10 árin með
tveim yngstu bömum sínum,
Jóni og Guðrúnu.
Elísabet heitin var merkis- og
dugnaðarkona, og sómi sinnar
stéttar, enda mikils virt af sam-
tíð sinni.
Tómas Kristjánsson, bóndi að
Höskuldsstöðum í Laxárdal, lézt
nýlega. Tómas heitinn var mað-
ur bráðgreindur og gegndi
mörgum trúnaðarstörfum í sveit
sinni. Hann hafði um langan
tíma þjáðst af sjúkdómi þeim,
er dró hann nú til dauða.
Árni Sigurffsson, bóndi í Kross-
gerði á Berufjarðarströnd, and-
aðist að Vífilsstaðahæli 20.
þessa mánaðar, 54 ára að aldri.
Hann gegndi ýmsum störfum
fyrir hrepp sinn, meðal annars
oddvitastarfi um nokkurt skeið.
Hjúskapur.
Hinn 10. desembermánaðar
síðastliðins voru tvenn hjón
gefin saman í Saurbæjarkirkju
á Rauðasandi. Voru það Jó-
hanna Breiðfjörð Þórarinsdóttir
Ijósmóðir á Naustabrekku og
Ingimundur Benjamín Halldórs-
son sama staðar og Sesselja
Kristín Halldórsdóttir Sveins-
sonar á Mábergi og Halldór
Kristinn Halldórsson í Kirkju-
hvammi. Er talið, að ekki hafi
verið gefin saman tvenn hjón í
Saurbæjarkirkju siðan 1875. Þá
giftist ívar Magnússon, afi
þeirra Ingimundar og Hall-
dórs, konu sinni, Rósu Benja-
mínsdóttur, sem enn er á lífi og
á heima í Kirkjuhvammi.
Fréttabréf til Tlmans.
Tíminn biffur Timamenn víffs-
vegar um land aff senda blaffinu
öffru hverju fréttabréf úr byggff-
arlögum sínum. Einkum er þaff
vel þegiff, aff í slíkum bréfum
sé greint frá athafnalffinu,
framkvæmdum ýmsum og nýj-
ungum. Öll fréttabréf þurfa
aff vera glögg og greinagóff og
skilmerkilega sagt frá öllu þvf,
er þau f jalia um, svo að ókunn-
ugir menn geti gert sér um þaff
skýra hugmynd.
Er Tímtnn hinn þakklátasti
öllum þeim mörgu, sem viff þess-
um tilmælum verffa. Jafnframt
er þeim, sem hingaff til hafa
staffiff f bréfasambandi viff blaff-
iff, þakkað fyrir þá hugulsemi.
Þankar
Jóns í Flóaimm.
(Framh. a/ 2. síSu)
maður hér í bænum, og hvað
haldið þið að han segi við mig.
nema þetta: Nú skal ég segja
þér tíðindi, lagsmaður, segir
hann við mig. Það er nú búið
að kjósa hvorki meira né minna
en þrjá ísafoldarmenn í stjórn
Dagsbrúnar. Það eru ekki nema
fimm menn í stjórninni, svo að
nú geta þessir þrír ísafoldar-
menn ráðið yfir félaginu og
gerðum þess allt næsta ár.
Nú jæja, loksins kom að því,
hugsaði ég. Og ég verð að segja,
að mér þykja þetta góðar frétt-
ir. Nú geta ísafoldarmenn breytt
Dagsbrúnartaxtanum, og þar
með öllu kaupgjaldi í landinu.
Það er nú á þeirra valdi að
lækka kaupið um þriðjung og
stórhjálpa þannig öllu atvinnu-
lífinu, og það sem betur fer, án
þess að verkamenn bíði þar
nokkurt tjón af, eftir því sem
ísafold hefir þrásinnis áður
sagt. Það er víst heldur engin
vanþörf að taka í taumana, því
að eftir þvi sem ég bezt veit,
var Dagsbrúnartaxtinn, sem
núna gildir, ákveðinn og undir-
skrifaður af Héðni Valdimars-
syni í apríl í fyrra, og það veit
ég, að engum ísafoldarmanni
myndi detta í hug að láta það
kaup standa, sem Héðinn hefir
sett. Reyndar hefi ég það fyrir
satt, að þingið hafi tekið sig til
og samþykkt dýrtíðaruppbót á
sjálft Héðins-kaupið, en mér
hefir sagt greindargóður Reyk-
víkingur, að allir ísafoldarmenn
í þinginu hafi verið á móti því,*)
enda hlaut það svo að vera.
Gamli nágranni minn hérna er
eitthvað að brosa að mér fyrir
þetta og þykist vita betur. En
svo vitlaus er ég nú ekki, að
hægt sé að telja mér trú um, að
menn eins og Jón á Akri, Pétur
Ottesen og atvinnumálaráð-
herrann okkar, hann Ólafur
Thors, láti Héðins-taxtann og
háa kaupið haldast áfram eftir
að þeir og flokkurinn þeirra eru
búnir að fá yfirráðin í Dagsbrún.
Það er náttúrlega ekki von,
að þessu sé komið i lag strax á
fyrsta fundi. En svo mikið er
víst, að í sumar getum við bænd-
ur áreiðanlega fengið þriðjungi
ódýrara kaupafólk en áður, og
það væri skömm að þvi að nota
sér þetta ekki. Ég er búinn að
semja við kunningja minn um
að ráða til mín röskan mann
strax og ísafoldarmennirnir í
Dagsbrúnarstjórninni auglýsa
kauplækkunina í útvarpinu.
Hann má gjarnan koma upp úr
krossmessunni og vera fram á
*) Þetta er misskilningur hjá höf-
undi. Sjálfstœðisfl., eða ísafoldarmenn,
sem hann kallar, greiddi, eins og aðrir
fLkkar atkvœði með dýrtiðaruppbót
á verkakaup, svo sem skýrt hefir verið
frá 1 útvarpi og sjá má í þingtíðindum.
Ritstj.
niátt eimsins til að vinna fyrir
mennina. Hann segir:
Sjáið risastig heims!
Tröllabrot rafar og eims
selja rammleik og auð
hverrl mannaðri þjóð.
Eigum vér einir þol,
fyrir vílur og vol
til að varða og greipa
vorn arðlausa sjóð?
í upphafi íslandsljóða kemur
Einar Benediktsson fram sem
vökumaður allra íslendinga.
Hann heldur áfram starfi Jóns
Sigurðssonar og Benedikts
Sveinssonar í heimi listanna. En
það er honum ekki nóg. Hann
er ekki einungis þjóðernissinni,
heldur barn vélaaldarinnar.
Tröllamáttur raforku og eims
fylla hug hans. Hann tekur með
nokkrum hætti gulltrú vélaald-
arinnar og hann gerist postuli
þessara nýstárlegu trúarbragða,
án þess að sá þáttur í lífsskoð-
un hans dragi úr þjóðernis-
kennd hans eða hinni djúpu,
dularfullu þrá hans eftir sam-
runa við alheimssálina.
Einar Benediktsson varð
fyrstur sinna samlanda til að
skilja þá höfuðbreytingu, sem
hlaut að gerast á íslandi, þegar
þjóðin fékk að vinna frjáls í
sínu eigin landi. Hann vildi
leyfa eim og raforku að um-
mynda náttúrugæði íslands.
Hann vissi, að jafnframt því
yrði erlent - fjármagn að flytj-
ast inn í landið. Og honum
nægði ekki lítið. Hann vildi fá
miklar vélat og mikinn auð.
Honum þótti af miklu að taka
í nægtabúri landsins.
En um leið og Einar Bene-
diktsson kynnir vald auðmagns
og véla fyrir löndum sínum, sem
bjuggu dreifðir um byggðir
landsins í lágum býlum með ó-
girt tún, þá vissi skáldið, að
vélunum fylgdi ný stétt, verka-
mannastéttin. Þessi nýja stétt
kom ekki af blindri tilviljun inn
í skipulag auðmagnsins. Hún
var systit vélanna og fjár-
magnsins. Og skáldið vildi ekki
afskipta þessa systur og gerði
það heldur ekki. Hann orti í ís-
landsljóðum eina sígilda kvæðið,
sem verkamannastéttinni hefir
enn verið gefið á íslenzku:
Sjá, hin ungborna tíð
vekur storma og strið, ,
leggur stórhuga dóminn
á feðranna verk. —
Heimtar kotungum rétt —
og hin kúgaða stétt
hristir klafann og sér
hún er voldug og sterk.
Allt skal frjálst, allt skal jafnt,
réttan skerf sinn og skammt
á hvert skaparans barn,
allt frá vöggu að gröf.
Þetta boðorð knýr fram,
knýr menn brautina fram
undir blikandi merkjum
um lönd og um höf.
Yfir álfur og lönd
tengir bróðernið bönd,
yfir brimið og ísinn
nær kærleikans hönd;
einnig hér undir eyðingu,
áþján og neyð
blunda áranna kröfur
við heiði og strönd.
En þegar Einar Benediktsson
TÍMIM, þriðjndagiim 30. jamiar 1940
BREFSKOLI
Ef nœgileg þ'attaka fcest, verbur etarfrmhtur brkfsholi i Rtykjavik op er
cetlun/n ao hann n'ai tU sem f/ostra tandjmonna, sem 'ahuga hafa fgnr Jjh/fj-
manntun. ■■■ ~Oll kcnnsla fer fram br'eftega eins og tlikast I samskonar
áhbtum erlen'ctts. --- Fyrirhugaó er a& sk'olinn tahi til starfa strax og
ncvgiteg þattckc er tryggb. - Fyrst um sinn veróur kennt i eftirtðtdum
greinum •• 1. Jtosr&frcrbi. 2. Eé/ijfrceíi. J. ftafmagnsfrcsði. 4 Útvorpsfrceói. S.Bbkfcsre/a.
Alla kennslu onnast vonir kennarar. .. Hver hennsluflokkur vertur 20
stundir, er somsvcra um 40 venjutegum kennslustundum. /Xcnnslugjald
kr.50- i hverjum flokki, er greióa mb / tvennu /ogi fyrjrfram.
Vcentcnlegir þ'attckendur riti n'ófn og heiml/isfong b. seii/ þennon og munu þeir
þ'a 06tG.it allor frekort upp/ýsinpar
NA ÍNI___________________________________________
MEiniUSrANQ'
Jón ‘fí B/arnason
Dif/. Ing. verkfreetingur.
bnmtöuNN - fíEYKJA m
POITH'OLF 255
Jón Gouti
Ct.lng. rafmagnsfrtetingun
'V
Aðalfundur Míðstjórnar
Framsóknarílokksíns
Aðalfundur Míðstjórnar Framsókn-
arflokksíns 1940 hefst í Reykjavík
míðvikudaginn 14. febr. kl. 1,30
síðdegis.
Jónas Jónsson Eysteinn Jónsson
formaður ritari.
Húðir og skinn.
Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HÚÐIR
og SKINN, sem falla til á lieimilum þelrra, ættu þeir
aff biffja KAUPFÉLAG sitt aff koma þessum vörum
í verff. — SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur
NAUTGRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKINN,
LAMBSKINN og SELSKINN tU útlanda OG KAUPIR
ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. — NAUTGRIPA-
HÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKINN er bezt að
salta, en gera verffur þaff strax að lokinnl slátrun.
Fláningu verffur aff vanda sem bezt og þvo óhreinindi
og blóff af skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áður
en saltaff er. Góff og hreinleg meffferff, á þessum vörum
sem öffrum, borgar sig. —
Til auglýsenda.
Tíminn er gefinn út í fleiri eintökum
en nokkurt annað blað á íslandi. Gildi
almennra auglýsinga er í hlutfalli við
þann fjölda manna, er les þœr. Tíminn er
öruggasta boðleiðin til flestra neytend-
anna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna
vörur sínar sem flestum, auglýsa þœr
þess vegna í Tímanum
Skrífstofum vorum og vörugeymslu
verður lokað frá hádegi mánudagínn 29.
þ.m.til mánaðarloka sökum vörutalningar
Raftækjaeinkasala ríkísins.
jólaföstu, ef þíð verður jörð. Ég
ætla að ræsa fram mýrina fyrir
sunnan túnið og reyna að setja
á með fleira móti af lömbum í
haust. Ég er viss um að mjög
margir álíta þetta alveg rétta
hafði gefið keisaranum hvað
keisarans er, með því að mála
með sterkum litum þau fram-
tíðarlönd, þar sem máttur vél-
anna hafði beygt náttúrugæðin
undir vald mannanna, þá átti
hann eftir sitt dýpsta hugðar-
mál. Þriðji og síðasti kafli ís-
landsljóðanna hefst með þess-
um ljóðlínum:
Ég ann þínum mætti í orði þungu,
ég ann þínum lelk í hálfum svörum,
grætandi mál á grátins tungu,
gleðlmál i ljúfum kjörum.
Ég elska þig, málið undurfríða,
og undrandi krýp að lindum þínum.
Ég hlýði á óminn bitra, blíða,
brimhljóð af sálaröldum mínum.
Öll manndómsár Einars Bene-
diktssonar voru tengd þessum
tveim viðfangsefnum: Gull-
trúnni og móðurmálinu. Annars
vegar var barátta hans í at-
hafnalífinu. Hins vegar skáld-
skapur hans. Það má segja, að
þessi verkefni hafi verið nokk-
uð ólík. Einar Benediktsson
fann það sjálfur og lýsti því
oft átakanlega í skýrum skáld-
legum myndum, að hann ætti
byggð í tveimur heimum. Hann
eyddi mestu af orku sinni 1 bar-
áttu athafnalífsins, án þess að
af því yrði sýnilegur árangur í
sambandi við persónulegar
framkvæmdir hans. Allt öðru
máli er að gegna um sonarást
hans til móðurmálsins. Tungan
var honum gjafmild móðir. Við
yl hennar og orku vann hann
alla sína sigra og varanlegu
frægð.
Framh. J. J.
stefnu hjá ísafoldarmönnunum
að lækka kaupið, burtséð frá
pólitík að öðru leyti. Nú bíð ég
bara eftir að heyra frá þeim i
ísafold eða útvarpinu. —
Jón úr Flóanum.
VORNÁMSKEIÐ.
Húsmæðraskólinn á Hallormsstað heldur, eins og að undan-
fömu, námskeið frá 8. maí til 18. júní næstkomandi í þessum
námsgrelnum:
Dvöl
í henni er m.a. stœrsta
og merkasta safn, sem
til er á íslenzku, af
stuttum úrvalsskáldsögum heimsbók-
menntanna. Geti einhver sannað að
það sé ekkl rétt, þá er honum heitið
háum verðlaunum. — Dvöl frá byrjun
lækkar aldrel f verði.
KJólasaum, vefnaðl, Matreiðslu, garðyrkju.
Námskeiðskostnaður var s. 1. vor kr. 90.00, nema á garðyrkju-
námskeiðinu, þar vinna nemendur fyrir fæði sínu, en greiða
kr. 15.00 I skólagjald.
Hallormsstað 19. janúar 1940.
Sigrún P. Blöndal.
124 Margaret Pedler:
það um aff bifreiðin væri höfð tilbúin
undir eins, eins og honum væri óljúft
að dvelja lengur við þetta umræðu-
efni. Svo báru karlmennirnir Elizabet
út í bifreiðina og Maitland bjó um
hana með mikilli nærgætni, sem var
í algerri mótsögn við hið kuldalega við-
mót hans. Innan skamms voru þau
komin af stað. Þau fóru framhjá þeim
hluta hússins, sem áður hafði minnt
Elizabet á hlöðu. Nú sá hún að þetta
var ekki hluti af sjálfu íbúðarhúsinu,
eins og hún hafði haldið, heldur sjálf-
stæð bygging, en lágur gangur lá frá
öðrum enda hennar til íbúðarhússins.
Á hinum endanum voru stórar trédyr
út í garðinn.
„Hvaða bygging er þetta?“ spurði
Elizabet.
„Þetta er höfuðástæðan fyrir því aff
ég keypti Lone Edge. Ég geri ráð fyrir
að fyrri eigandinn hafi byggt þetta til
þess að vera afsíðis með tilraunir sinar,
ég hefi heyrt sagt. að hann hafi verið
efnafræðingur. Fyrir mig er þetta ein-
hver sú bezta vinnustofa, sem ég gæti
kosið mér.“
„Þér starfið þá töluvert mikið?“
spurði Elizabet.
Um varir Maitlands lék skrítið bros.
Það virðist vera svo, að íbúarnir 1 þessu
héraði kunni engin skil á Blair Mait-
Laun þess liðna 121
halda?“ sagði hún hvatlega og jafnvel
dálítiff hranalega.
„Nei, þú mátt fara heim, Poppy. En þú
kemur hingað á morgun klukkan tíu,
viltu gera það?“ Þetta var í raun og
veru ótvíræð skipun, borin fram 1 fullri
vissu um að henni yrði hlýtt.
Blóðið hljóp fram í kinnar Poppy, og
snöggvast brá fyrir undarlegum loga í
ljósbrúnum augunum. Svo snerist hún
á hæli og gekk hratt fram að dyrunum.
„Jæja, ég er farin,“ sagði hún blátt
áfram.
VIII. KAFLI.
Undiralda.
Poppy hraðaði sér ákaflega út úr stof-
unni, og munaði minnstu að hún rækist
á frú Morris, sem var að koma inn með
vínið, um leið og hún þaut fram hjá
henni.
„Ja, hérna,“ sagði frá Morris um leið
og hún lagði frá sér bakkann. „Mér
finnst nú, að ungfrú Ridgway veitti ekki
af því, að henni væru kenndir manna-
siðir.“
Maitland var búinn að binda um fót
Elizabetar og leit ánægður á verk sitt.
Svo leit hann upp og horfði brosandi á
ráðskonuna.
„Er hún ekki nógu hæversk, Morris?“
spurði hann.