Tíminn - 10.02.1940, Page 4

Tíminn - 10.02.1940, Page 4
64 TÍMIM, laugardagtnn 10. febrúar 1940 16. blað Ylir landamæriu 1. Vilmundur Jónsson og Sigurður Einarsson hafa nú forgöngu um pen- ingagjafir handa kommúnistum til að styðja útbreiðslustarfsemi þeirra. Á hver slíkur leiðtogi að safna eða gefa 100 krónur. Þetta minnir á héranefnd- arálit Guðmundar Hannessonar. Hann samdi langa greinargerð um skaðseml héra á íslandi, en lagði að síðustu til að hérar yrðu fluttir inn. 2. Alþýðublaðið birti í sama tölu- blaði árás á Sjálfstæðismenn í Hafn- arfirði fyrir að vinna með kommúnist- um i verklýðssamböndum, og forustu- grein eftir tilmælum Vilmundar Jóns- sonar, þar sem látin var í ljós mikil beiskja yfir því, að rithöfundar komm- únista fengju ekki nógu mikil framlög úr ríkissjóði til starfsemi sinnar. 3. Hvenær skyldi Alþýðuflokkurinn skilja, að dekur þeirra við kommún- ista sviftir þá almennri tiltrú og gerir þá hlægilega í augum allra, en mest í augum kommúnista, sem fyrirlíta sér- staklega menn, sem þykjast vera and- stæðingar, en þora ekki að vera það. x+y. Lestrarfélög og bókasöfn (Framh. af 1. síðu.) veittur. Þó hefir þeim þótt súrt í broti, sem synjað hefir verið vegna þess, að sýsl,ubó!kasafn var starfrækt á sama stað. Að vissu leyti má telja það eðlilegt, að ekki séu starfandi tvö bókasöfn hlið við hlið, en þó óréttmætt að synja styrk- beiðnum frá bókasöfnum, sem svo eru sett, séu sýslubókasöfn- in einkum ætluð til upp- fyllingar hreppsbókasöfnum, til dæmis að því er tekur til er- lendra bóka. Erlendar fréttír (Framh. af 1. slðu.) ham í Englandi um miðja þessa viku. Atburður þessi hefir vakið mikla gremju í írlandi og hafa írskir þjóðernissinnar hótað að mótmæla honum með auknum hermdarverkum. Þjóðverjar auka nú stöðugt loftárásir á skip við Englands- strendur og telja sér iðulega verða vel ágengt. Er sýnilegt á ýmsum enskum ummælum, að Bretum stendur stuggur af þess- ari hernaðaraðferð Þjóðverja. Enskum tundurspilli tókst ný- lega að sökkva tveimur þýzkum kafbátum í senn. Alls hefir ver- ið sökkt milli 40—50 þýzkum kafbátum síðan styrjöldin hófst. SUNDHOLLIN TILKYNNIRs Framvegis geta konur fengið kerlaug i Sundhöllinni. Verð 1 króna. Betra að tryggja sér tíma fyr- irfram í síma 4059, svo komizt verði hjá bið. * * S Það eru nokkur lestr- I f Vfll arfélög ennþá, er ekki eiga Dvöl alla frá byrj- un. Tæplega getur þó eitt lestrarfélag haft vinsælli bækur í safni sínu, heldur en Dvöl. jj R BÆNUM Um daginn og veginn. Yfir Kiljans krónufækkun kommar gráta rauðum tárum, og eftir skáldsins litillækkun liggur Þjóðviljinn í sárum. En Kiljan þarf ei lengi að leita að lífeyri, sem rétt er valinn. Draga mun af skerf tll skeyta i skáldalaun, hans mikli Stalin. z. Afmælisfagnaður vegna 10 ára starfs P. XJ. F. í Reykja- vík fór fram að Hótel Borg I gærkvöldi. Sóttu hófið nær 300 manns. Hófst það með sameiginlegri kaffidrykkju. Jó- hannes G. Helgason setti samkomuna með alllangri ræðu. En auk hans fluttu ræður Jónas Jónsson, formaður Fram- sóknarflokksins, Þórarinn Þórarinsson, formaður Sambands ungra Framsókn- armanna, Kristjón Kristjónsson, for- maður Framsóknarfélags Reykjavikur, Hermann Jónasson forsætlsráðherra, Halldór Eggert Sigurðsson frá Staðar- felli, er mælti fyrir minni kvenna, Ey- steinn Jónsson viðskiptamálaráðherra, Daníel Ágústínusson erindreki, er mælti fyrir minni Framsóknarflokks- ins, og Valdemar Jóhannsson kennari, er mælti fyrir minni ættjarðarinnar. Þórarinn Guðnason stud. med. las upp stutta verðlaunasögu eftir Kolbein frá Strönd. Milli ræðanna voru sungin nokkur lög. Nokkur skeyti og heillaóskir bárust. Voru þau frá Gisla Guðmunds- syni ritstjóra, fyrsta formanni félags- ins, F. U. F. 1 Vestmannaeyjum, F. U. F. í Siglufirði, Framsóknarfélagi Siglu- fjarðar, F. U. F. á Akureyri, Fram- sóknarfélagi Akureyrar, ungum Fram- sóknarmönnum á Laugarvatni, Bjarna Bjamasyni skólastjóra á Laugarvatnl, þátttakendum í þjóðmálanámskeiði ungra Framsóknarmanna og F. U. F. í Ölfusi, sem einnig sendi blómkörfu stóra og forkunnar fagra. Þakkarskeyti fyrir brautryðjendastarf í þágu félags- samtaka ungra Framsóknarmanna var sent Gísla Guðmundssyni. Klukkan rösklega 11 var staðið upp frá borðum og hófst þá dans, er var stiginn til kl. 3% um nóttina. í hléi söng K.Í.B.S.- kvartettinn nokkur lög, meðal annars söng ungra Framsóknarmanna, við hylli áheyrenda. Að öllu leyti fór af- mælisfagnaður þessi hið bezta fram. Hallbjörg Bjarnadóttir söng tizkulög i Gamla Bíó siðastl. þriðjudaeskvöld. Hlaut hún ágætar viðtökur áheyrenda. Hallbjörg hefir sungið á ýmsum stöðum í Danmörku og í útvarp þar. í gærkvöldi efndi Hall- björg aftur til söngskemmtunar eftir venjulegan sýningartíma í Gamla Bíó. Var húsfyllir og skemmti fólk sér hið bezta. Þrjátíu ára starfsafmæli. Páll Sigurðsson, prentarl í Eddu, á í dag 30 ára starfsafmæli. Hann lærði prentiðn í Gutenberg, en hefir alls starfað i þrem prentsmiðjum hér á landi, lengst af f Acta, en nú hin síð- ustu misseri i Eddu. Um skeið vann hann í prentsmiðju 1 Danmörku. Fulltrúaráðsfundur verður í Edduhúsinu næstkomandi þriðjudagskvöld og hefst klukkan 8,30. Leikfélag Reykjavíkur biður blaðið að vekja athygli á því, að félagið hefir tvær sýningar á morg- un. „Dauðinn nýtur lífsins" verður sýndur kl. 3%, en „Fjalla-Eyvindur“ verður sýndur kl. 8. — Vegna mikillar aðsóknar að báðum þessum leikritum verður ekki svarað i síma fyrsta klukkutímann eftir að sala aðgöngu- miða hefst. Finnlandskvöldið f Grindavík. í frásögn, sem birtist hér í blaðinu á dögunum, um Finnlandskvöldið í Grindavík, hefir láðzt að geta sköru- legs erindis, er séra Brynjólfur Magn- ússon flutti. Um undirbúning skemmt- unarinnar sá Hlöðver Einarsson f Garðshúsum. Hreinar léreftstnskur kaupir Prentsmiðjan Edda Lindargötu 1D. Islenzk „Nóbelsverðlaun“ (Framh. af 2. síðu) sonar. í raun og veru var það ekkert undarlegt. Hjálmar í Bólu lýsti fjölmenn- ustu sveit í Skagafirði á þessa leið: „Eru þar flestir aumingjar, en illgjarnir þeir, sem betur mega.“ Mér kemur ekki til hugar, að lýsingin hafi verið rétt. Ég spyr: Var ekki von, að bændum í Akrahreppi sviði? Nú tekur eng- inn málstað þeirra, en flestar fermdar manneskjur í landinu kunna napuryrði Hjálmars utan að. Listin er lífseig, en hið stund- lega hverfult sem hjól. IV. Og svo getur hver sem er sett sig í spor stjórnmálamannanna, á Alþingi eða annarsstaðar, sem á hverju ári úthluta fjár- upphæðum af almannafé allt frá 5000 krónum niður í 400 kr. til margra tuga af „andans mönnum", þar sem sumir eru á takmörkum verðleikanna vegna þess, sem þeim var af „guði léð“, en aðrir hafa á því árinu eða öðru beitt listargáfu sinni á þann hátt, sem mörgum mis- líkar. Ár eftir ár koma til greina nýir menn með laglegt en lítið pund, og ár eftir ár endurtekur sig gagnrýnin um það, hvort þetta eða hitt af verkum hinna stærri spámanna kunni að hafa gert hann óverðugan eða lítt verðugan í það skiptið. Það er víst vandséð þarna, hvort ósælla sé að gefa eða þiggja. Sjálfur vildi ég vera laus við hvort- tveggja. En hvað þýðir að mæðast um slíkt, myndi margur spyrja. Við íslendingar erum svo fámennir og tungu okkar skilja svo fáir, að andleg verk .geta hér ekki borið sig fjárhagslega.þannig að þeir, er þau stunda, hafi lífs- viðurværi af. Þjóðinni ber lika að heiðra þá og viðurkenna, sem með gáfum sínum halda vak- andi andlegu lífi í landinu og auðga það að nýjum verðmæt- um. Hvorttveggja er þetta satt, og það kemur heldur ekki til mála að fella niður opinber fjár- framlög 1 þessu skyni. En nú ætla ég að leyfa mér að gera tillögu um, að tekin verði upp ný aðferð. Sú aðferð er að tryggja tvennt: Að hina opin- beru viðurkenningu fái aðeins þeir, sem eítthvað verulegt hafa til brunns að bera umfram aðra menn — og að viðurkenning hinna raunverulegu hæfileika- manna sé ekki „ár og síð og alla tíð“ háð dægurþrasinu og dutl- ungum þess. Allir kannast við Nobelsverð- launin. Þau eru veitt ár hvert örfáum mönnum í veröldinni, sem skarað hafa fram úr í bók- menntum, friðarmálum og nokkrum tilteknum vísinda- greinum. Nóbelsverðlaunin eru 160 þúsundir sænskra króna, og það er heldur ekki ætlast til, að sami maður fái þau nema einu sinni á æfinni. En það dettur heldur engum í hug, að Nobels- 134 Margaret Pedler: Laun þess liðna 135 var barn, og hún er alin upp hér í þorp- inu hjá ömmu sinni, Granny gömlu Rídgway. Þú hlýtur að kannast við hana, hún á verzlunina við endann á aðal- götunni. Fyrir tveimur árum, þegar Poppy var orðin 17 ára og gat farið að verða ömmu sinni að einhverju liði, stalst hún til London með málara, sem hafði dvalið hér um tíma og fengið hana til að vera fyrirmynd að nokkrum mál- verkum. Þetta er öll hennar saga.“ „Ó, giftust þau?“ „Ég held nú síður. Menn ganga sj aldan að eiga Poppyur heimsins, þó að þær verði á vegi þeirra." „Vesalingurinn!“ Augu Elizabetar urðu angurvær. „Það hlýtur að vera erf- itt að vera jafn fögur og hún, en halda samt áfram að vera góð. Heldurðu það ekki?“ „Ég held að þú hafir enga ástæðu til þess að vorkenna Poppy Ridgway,“ svar- aði Colin samúðarlaust. „Hún veit full- vel hvernig hún á að sjá um sig. Hún kom fjrrirvaralaust aftur og settist upp hjá ömmu sinni, þegar hún hafði hag af því að koma aftur til Waincliff, af því að Maitland vildi fá hana sem fyrir- mynd. Gamla konan varð síður en svo fegin. Hún sagði Jane í fyrradag, að hún hefði alltaf lifað „óaðfinnanlega“ sjálf, og það væri leiðinlegt, að nágrann- arnir þyrftu að líta niður á hana fyrir það, að Poppy hefði sett blett á fjöl- skylduna.“ Colin brosti tvíeggjuðu brosl um leið og hann hélt áfram: „Þetta er enn eitt dæmi um óréttlæti lífsins.“ Elizabet þagði um stund, af því að hún skyldi ástæðu Colins fyrir þessari síðustu athugasemd. Svo sagði hún með hægð: „Ég veit hvað þú átt við, Colin. En á- vallt eru til raunabætur... „Raunabætur-------þó, þó!“ „Já, mér er alvara,“ hélt Elizabet á- fram. „Það er til dæmis mikil raunabót fyrir þig, hvað þú hefir mikið yndi af hljómlist og ert fær á því sviði.“ „Alveg óhemju mikil,“ svaraði hann biturt. „Þegar allt annað, — hið eina, sem verulegu máli skiptir, er manni meinað.“ Elizabet leit undrandi á hann: „Hið eina?“ Colin kinkaði kolli. „Já. Sumir menn eru frjálsir að því að biðja um það sem þeir óska eftir. Það er ég ekki.“ „Biðja um hvað?“ spurði Elizabet undrandi. Hún átti aldrei gott með að skilja Colin, þegar hann var í þessu skapi. Colin stóð upp og tók að ganga um gólf óþreyjufullur. „Biðja einhverja konu að bera með Leikfélafj lleykjjavikur DAUÐINN NÝTUR LÍFSINS Sýning á morgun kl. 3 y2. LÆKKAÐ VERÐ. „Fjalla-Eyvíndur” Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar að báðum sýn- ingunum verða seldir frá kl. 4 til 7 i dag og eftir kl. 1 á morg- un. — Ath. Vegna hinnar miklu að- sóknar að báðum þessum leik- ritum verður ekki svarað i síma fyrsta klukkutímann eftir að salan hefst. verðlaunamaður sé neitt miðl- ungsmenni. Allir vita, að hann er afburðamaður. Nafn hans flýgur út um heiminn og veitir honum frægð og auð og ný skil- yrði til starfa. Ég vil stinga upp á þvi, að við íslendingar komum okkur upp „Nobelsverðlaunum" í smáum stíl. Nú er úthlutað á hverju ári t .d. 80 þús. kr. til nál. 69 manna, og hver þeirra fær sinn skammt ár eftir ár eins og bókhaldari á skrifstofu. Ég sting upp á að verja þeim 80 þúsundum til að verðlauna 2—3 menn ár hvert, og að enginn fái þessa viður- kenningu nema einu sinni. Setj- um svo að íslenzku „Nóbels- verðlaunin" væru 25 þúsund krónur. Þá væri hægt að veita ein bókmenntaverðlaun ár hvert, ein listaverðlaun og ein verð- laun fyrir vísindaafrek (t. d. í íslenzkri náttúrufræði eða á sviði atvinnulífsins), og kostn- aður jrrði þó heldur minni en nú. Það má vel vera.að ástæða þætti til að færa þetta eitthvað á milli og hafa e. t. v. bókmenntaverð- launin fleiri fyrst í stað, t. d. tvö sum árin, en úthluta þá ekki alltaf hinum. Einstaka ár gæti svo farið, að engum verðlaunum yrði úthlutað. En þetta er i stuttu máli hin nýja leið. Og nú geta menn farið að bollaleggja með sjálfum sér, hverjir myndu fá íslenzku „Nóbelsverðlaunin" á þessu ári eða því næsta og hverjir myndu hafa fengið þau á síðustu árum eða öldinni sem leið. Nú má kannske segja, að það sé eftir að ráða fram úr því, hverjir eiga að veita verðlaunin. En ég er ekki hræddur um, að það yrði erfitt. Tryggingin felst í aðferðinni. Það er hægt að veita lítt verðugum manni 400 kr. eða kannske 1000 kr. verð- laun, jafnvel ár eftir ár, án þess að verulegur þjóðarbrestur verði, en menn skirrast við að veita 25 þúsund króna verðlaun hverjum sem vera skal. Þar er ekki ráðrúm fyrir miðlun og hrossakaup í smáum stíl heldur rétt eða rangt í stórmáli fyrir opnum tjöldum. Hitt væri auð- vitað hugsanlegt, að dragast kynni að veita einhverjum hæfi- leikamanni vegna stundarat- vika. En þau myndu áreiðanlega koma fyrr eða síðar, og það skiptir aðalatriði, enda ætti yf- irleitt ekki að veita þau mönn- um á mjög ungum aldri. Ég verð líka að segja, að meir finnst mér það vera við hæfi skálda og lista- manna að þiggja þetta stór- mannlega viðurkenning frá þjóð sinni einu sinni á æfinni, svo sem eins og lítið æfintýri, heldur en að njóta hlunninda með því sniði, sem nú er. Upphæðirnar, sem hér eru til- greindar, eru aúðvitað aðeins nefndar sem skýringardæmi. En tillöguna afhendi ég hér með öllum þeim, sem um þessi mál hugsa. Má vera, að öðrum komi í hug annað fyrirkomulag nýtt og betra, og bæri því að fagna, ef svo væri. Þetta kemur auð- vitað ekki í veg fyrir, að menn- ingarsjóður geti keypt myndir handa safni ríkisins, gefið út góðar bækur eða borið kostnað af ferðalögum til náttúrufræði- rannsókna. Til þess ver hann sínu fé eins og áður og því má ekki blanda saman við ríkis- framlag það til „skálda, rithöf- unda, vísindamanna og lista- manna", sem talað hefir verið um hér að framan. En hvað eiga verðlaunin að heita? Ég myndi leggja til, að þau yrðu nefnd Jóns Sigurðs- sonar verfflaunin og, að þéim yrði úthlutað 17. júní ár hvert. P.t. Vífilsstöðum 7. feþr. 1940 Gfsli Guðmundsson QAMl.A bÍ6-°— Veiðameim í Norðurhöfum (Spawn of the North). Stórfengleg amerisk kvik- mynd, er gerist meðal lax- veiðimanna í hinu fagra og hrikalega Alaska. Aðalhlutverkin leika: HENRI FONDA, DOROTHY LAMOUR og GEORGE RAFT. 'NÝJA BÍÓ- Pygmalíon Hið dásamlega leikrit eftir enska stórskáldið Bernard Shaw, sem ensk stórmynd, hefir tekizt svo vel, að hún er talin merkisviðburður í sögu kvikmyndalistarinn- ar. — Aðalhlutv. leika: LESLIE HOWARD og WENDY HILLER. 6óð kanp - AtTÍnna Veitingahús á bezta stað í Borgarnesi fæst keypt. í því eru sjö herberki auk anddyris, eldhúss, geymsluskúrs og kjallara. Eitt herbergjanna er veitingasalur, þar sem 60—80 manns rúmast i einu við veitingaborð og annað er sölubúð. Tækifæriskaup, m. a. fyrir þá, sem vilja skapa sér sjálfstæða atvinnu. Eignaskipti geta komið til greina. Samið við VIGFÚS GUÐMUNDSSON, simi 3948, Reykjavík. verffur aff Hótel Borg þriffjudagskvöldið 13. febr. Hefst meff borff- haldi kl. hálf átta. — Ræffuhöld, söngur og dans. Skoraff er á Skagfirffinga og aðra vini Skagafjarðar að fjöl- menna á mótiff. Affgöngumiðar í Flóru, Sölutuminum og hjá Eymundsen. Stjórnln. Eínar Benediktsson (Framh. af 3. siðu) Féð, sem greiðist í þvílík hluta- félög, eyðist í stofnkostnað, eða tilraunir sem misheppnast. ' Svo er frá sagt í Egils sögu, að eitt sinn er Egill hafði bjargað dönskum manni úr áþján í þeim löndum, sem nú eru kölluð Eystrasaltsríki, tók hann mann- inn með sér til Danmerkur og hafði af honum sem kunnugum manni spurnir um það, hvar væru féföng stór í landinu, þvi þangað vildi víkingurinn snúa hernaði sinum. Einar Benedikts- son varð fyrir sitt leyti að hafa auga á því, er hann var að leit- ast eftir aðstöðu til að fá fé í fyrirtæki sín, hvar væri ekki að- eins stór féföng heldur einnig vilji til að leggja fjármuni í ný gróðafyrirtæki í lítt þekktu landi. Einar Benediktsson stofnaði og tók þótt í mörgum hlutafé- lögum um dagana. Hann átti sjálfur meginþátt í að afla þeim fjár. Hann var ótrúlega fundvís á það hvar hreyfanlegt fjár- magn var fyrir. Menn, sem fylgdust nokkuð með fjárafla- starfsemi hans vissu að ríkir menn úr mörgum stéttum keyptu hlutabréf í fyrirtækj- um, sem hann mælti með. Þar voru vísindamenn, allskonar fé- sýslumenn, aðmírálar, herfor- ingjar og lávarðar. Hvaðan kom íslenzku þjóð- skáldi máttur til að hreyfa á þann hátt hjól fjármálanna í framandi löndum? Eingöngu yf- irburðir hans. Maðurinn var hinn gervilegasti og höfðing- legasti í allri framgöngu, stór- gáfaður, fjölmenntaður, fynd- inn, gagnrýninn og markviss. Enginn íslendingur stóð honum framar í þeirri gestrisni og kurteisi, sem bræðir hugi manna. Enginn var kaldari og sárbeitt- ari í svörum og framkomu þeg- ar það átti við. í veizlum með tilhaldsmönnum snerust hugir gestanna um hann. Menn urðu að horfa á og hlusta á þennan yfirburðamann, sem sýndist vita allt og geta allt. Sú saga er sögð um Einar Benediktsson, að eitt sinn þurfti hann að ná skyndilega fundi forstjóra í heimskunnu fyrirtæki í London. Sá maður segir, að hann sinni ekki erindum nema frá mönn- um, sem hafi kynningarbréf. Einar Benediktsson svarar á augabragði: Sumir menn þurfa kynningarbréf, en aðrir þurfa þess ekki. Forstjórinn varð hrif- inn af svarinu og manninum, og veitti honum viðtalið strax og góð málalok. Öðru sinni var Einar Benediktsson á ferð með íslenzkum verkfræðingi með járnbraut frá Oslo til Kaup- Ss. Bergenhus fer í dag kl. 6 síðdegis til ísa- fjarffar, Siglufjarffar og Akur- eyrar. Þaffan sömu leiff til baka. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Tryggvagötu. — Sími 3025. 91 Goðafoss tt fer á mánudagskvöld 12 febrúar vestur og norffur og hingaff aftur. 1 Viðskipta- kvittanir ber að leggja Iwn fyrir 15. febrúar. ^ökaupíélaqiá mannahafnar. í lestinni hittu þeir enskan ferðamann, sem kom úr langferð með konu og fleiri vandamönnum. Einar Benediktsson brá á tal við Eng- lendinginn og heillaði hann svo með skáldlegu fjöri og andríki, að ferðamaðurinn gleymdi um langa stund að sinna konu sinni og vapdafólki þeirra. Frh. J. J. .

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.