Tíminn - 20.02.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.02.1940, Blaðsíða 3
20. blað TÍMEViV, ItrigjmlaginM 20. febr. 1940 79 m B Æ K U R Dvöl Pyrir nokkru síðan kom 3. hefti 7. árg. út og hefir þess ekki verið getið hér í blaðinu áður. En fyrir bókamenn í landinu eru jafnan nokkur tíð- indi þegar hvert hefti af þessu sérstæða tímariti kemur fyrir almenningssjónir. í því hefti eru nokkrar smásögur heims- þekktra höfunda, svo sem W. W. Jacobs, Maupassant, O’Henry, Coppree o. fl. Karl Strand ritar athyglisverða grein um aukið samband við Vesturheim, Þör- oddur frá Sandi verðlaunarit- gerð um sveitastúlkuna, Bald- ur Bjarnason um norska for- ustumanninn Martin Tranmæl. Kvæði eru eftir Guðmund Böð- varsson, KáraTryggvason, Helgu Halldórsdóttur, Richard Bech og Guðmund Inga. Og útvarpser- indi Bjarna Ásgeirssonar um tækifærisvísur. Ritdómar o. fl. læsilegt er í heftinu. 4. hefti 7. árg. er nýiega komið út. Það byrjar á frumsaminni sögu úr Reykj avíkurlífinu eftir Kolbein frá Strönd. Fékk hún verðlaun þau, er Dvöl hét í fyrra fyrir bezta frumsamda sögu, er henni bærist. Dómnefndina höfðu skipað Sigurður Nordal prófesgor og læknanemarnir Þórarinn Guðnason og Karl Strand. Kváðu þeir allir hafa verið sammála um, að þessi saga væri bezt samin af þeim fjölda sagna, er Dvöl bárust. Að vanda flytur þetta hefti allmargar þýddar smásögur eftir víðkunna höfunda, svo sem Oscar Wilde, Thomas Hardy, Albert Engström o. fl. Kvæði eru þarna eftir Gullberg, (en íslenzkað af Magnúsi Ásgeirs- syni), Guðmund Inga, Huldu, Sverri Áskelsson og „Amatör“. Greinar ýmislegs efnis eru eftir Sigurjón frá Þorgeirsstöðum, Leif Haraldsson, Guðm. Davíðs- son, sr. Pál Þorleifsson, Selmu Lagerlöf og Hlöðve Sigurðsson. Bókafregnir eftir nokkra höf- unda og loks taka menn ekki sízt eftir tækifærisvísunum, sem birtast þarna. 3. hefti Dvalar, þar sem birtist útvarpserindi Bjarna Ásgeirssonar, frá í vetur, ásamt mörgum tækifærisvísum, kvað ganga bæ frá bæ víða í sveitunum, einkum vegna lausa- vísnanna. Sannar þetta, sem vit- að var, að margir hafa ennþá á- nægju af vel kveðnum stökum. Það er margra manna mál, að Dvöl sé nú bezta og vinsælasta tímaritið, sem út kemur hér á landi og víst er um það, að ekki minnka vinsældir hennar við þetta hefti, sem er bæði fjöl- breytt og skemmtilegt. A N N Á L L Dánardægm*. Magnús Gíslasin bóndi á Saurum i Miðfirði, lézt snemma á yfirstandandi vetri. Var hann nálægt sjötugsaldri og hafði búið á Saurum alla sína búskap- artíð. Kona hans, Ingibjörg Guðmundsdóttir, er á lífi, og heldur áfram búskap með að- stoð tveggja uppkominna barna þeirra hjóna. Nýlega er látinn Páll Theó- dórs, bóndi á Sveðjustöðum í Miðfirði, á sextugsaldri. Hann var bróðir Péturs Theodórs, kaupfélagsstjóra á Blönduósi og þeirra systkina, sonur hjónanna Theodórs Ólafssonar, fyrrum verzlunarstjóra á Borðeyri og Arndísar Guðmundsdóttur. Páll heitinn var kvæntur Ástu Al- bertsdóttur, sem lifir mann sinn. Börn þeirra eru fimm, öll innan fermingaraldurs. Einyrkjabúskapurínn (Framh. af 2. slðu) Loks vil ég bera fram eftir- farandi liði, til athugunar þeim, er hafa þessi mál með höndum: 1) Kaupgjald í landinu mið- ist sem mest við afkomu fram- leiðslunnar. Útreikningar og ákvarðanir um þau efni færu fram með aðstoð Hagstofunnar og búreikningaskrifstofu ríkis- ins og samkvæmt reglum, er ráðuneytið lætur gera. 2) Húsaleigu sé, með opinberu eftirliti, stillt svo í hóf, sem auð- ið er. 3. Fátækrastyrkur sé sem mest veittur í nauðsynjavörum, er styrkþega vanhagar um. Ríkið sér um innkaup á þeim vörum. En sveitastj órnir og bæjastjórn- ir úthluta þeim, eftir reglum, sem settar eru með lögum eða reglugerð. 4) Þessar vcrur séu undan- þegnar tolli og innanlandsálagn- ingu. Geymsla þeirra og úthlut- un sé aðallega á kostnað bæja- og sveitasjóða. 5) Styrkþega ber að endur- greiða styrkinn, ef hagur hans batnar svo, að honum sé það fært. Kr. Guðlaugsson. Hreínar léreStstuskur kaupir Prentsmiðjan Edda, Lindargötu 1 D« stöðum. Siðar bóndi að Landa- mótsseli og Þóroddsstað. Dáinn 1933. 6. Grímur Friðriksson, Hriflu, hálfbróðir Jónasar Jónssonar alþm. Síðar bóndi að Rauðá. Dá- inn 1938. V. Fél. „Gaman og alvara“ varð fljótt vinsælt'og mikilvirkt. Það var öllu framar æskumannafé- lag, og þegar ungmennafélag reis hér upp síðar, tók það nafn þess og stefnu. Gamanið var sett fyrr í nafnið, og ekki látið sitja á hakanum fyrir alvörunni. Á hverjum vetri hélt félagið að minnsta kosti einn stóran skemmtifund, þar sem flestir sveitarmenn, eldri og yngri, vöktu saman mánalifanda skammdegisnótt við gleði og fagnað. Þar var sungið og stundum kveðin kvæði og snjallar stök- ur. Þar voru sýndar þjóðlegar í- þróttir, svo sem glímur, stökk og reiptog. Margar stuttar ræður voru haldnar. Þó var dansinn aðalskemmtunin en sj aldan dansað lengi í senn, heldur öðr- um skemmtunum skotið inn á milli. Suma veturna voru sýndir sjónleikir. Auk þessara stóru skemmti- funda, þar sem allir voru vel- komnir, hélt félagið árlega marga umræðufundi fyrir með- limi sína. Þar æfðust menn vel í því að setja fram skoðanir sín- ar og halda íundarsköp. Um- ræðuefnin voru æði mörg, og mátti heita að félagið léti sér ekkert óviðkomandi, sem sveit- ina varðaði. En einkennilegt fyrir þetta félag eru hinar miklu framkvæmdir. Fundarmálin voru vanalega afgreidd með á- lyktunum, sem síðar voru fram- kvæmdar með festu og dugnaði. Skulu hér taldar nokkrar verk- legar framkvæmdir. 1. Sparisjóðsstofnunin var fyrsta framkvæmdin, og mun hans ýtarlega getið síðar. 2. Á fyrsta ári bundust félags- menn samtökum um að efla fjárrækt og bæta heyásetning. Ákvæði voru sett um vissar lág- marksheybirgðir handa hverri búfjártegund, mismunandi fyrir ýmsa bæi. Kosnir voru menn, sem fóru um þrisvar á vetri, skoðuðu hey og vógu allt sauðfé á heimilum félagsmanna. Vigtarskýrslur þessar og ásetn- ingsskýrslur eru geymdar 1 gjörðabók félagsins. Er mjög merkilegt að félagsmenn tóku upp þær starfsaðferðir, sem fóð- urbirgðafélögin notuðu löngu síðar. Enginn vafi er á því, að þessi starfsemi hleypti kappi í menn um kynbætur og bættan viðgerning. 3. Félagsmenn héldu margs- konar skýrslur, vísi til búreikn- inga. Helzt má nefna „gjafa- töflur“, skrár yfir fóðureyðslu handa hverri tegund búpenings, „vinnutöflur“, einkum við hey- skap, sem sýndu hve mikið af heyi fékkst á hvert dagsverk.Af- urða-„töflur“, einkum um mjólk kúa og ásauða, voru einnig færðar. 4. Félagið hélt út rituðu sveitarblaði, sem gekk um alla sveitina. Stundum var félagið i samhandi við. lestrarfélagið með sveitarblaðið. . 5. Félagið réo til sín búfræð- ing sum vorin, sem fór um með vinnuflokk og vann að jarðabót- um hjá bændum. 6.,Rétt fyrir aldamótin ákváðu félagsmenn að stofna kynbóta- bú. Þetta er ein af þeim fáu fundarályktunum, sem eigi voru framkvæmdar.. Kynbótaféð var að vísu tiltekið, beztu ærnar úr hverju búi, en félagsmenn höfðu féð heima að búum sínum. .7. Árið 1894 var á félagsfundi stofnað hlutafélag, sem keypti prjónavél. Vél þessi er ein hin fyrsta, sem kom hésr um slóðir og lengi eina prjónavélin í sveitinni. Voru prjónuð á hana ógrynnin öll. Vélin er ennþá nothæf. 8. Félagið styrkti á ýmsan hátt ýms önnur félög í sveitinni, og ræddu félagsmenn um það á fundum sínum, hvernig efla mætti t. d. lesfélagið, búnaðar- félagið og kaupfélagið. 9. Félagið ræddi á fundum sínum bæði almenn sveitarmál og landsmál og oftast þar til þeir gátu orðið sammála og unnið að málinu sem einn mað- ur. Eitt af þeim sveitarmálum, sem þeir beittu sér fyrir og náði framgangi, var stofnun korn- forðabúrs. Annars má segja að verkefn- in væru æði sundurleit. Eitt sinn fékk smábóndi einn, sem ekk-i var í félaginu, ekki úttekið hjá kaupmanni vegna smáskuldar. Á einum félagsfundi var skotiö saman og skuldin greidd. 10. Eitt á stefnuskrá félags- ins var það, að félagsmenn skyldu bæta byggingar. Á flest- um bæjum félagsmanna var byggt fyrir aldamótin, víðast timburhús, sem flest eru enn við líði, meir en fjötutiu ára gömul. Það var venja, að nágrannar unnu hver hjá öðrum við bygg- ingar, þó gegn lágu kaupi. Ann- ars komst sú venja á á fyrstu árum „Gamans og alvöru“, að menn styrktu þau heimili með vinnu, sem urðu fyrir veikind- um og ætíð án endurgjalds. Ég man t. d., að unnið var alveg endurgjaldslaust á stóru túni á heimili, þar sem allt fólkið lá í taugaveiki (vorið 1894). Allt frá 1890 og fram að sumrinu í sum- ar hefir það verið venja, að ungt fólk hefir skotið saman vinnu og heyjað fyrir þá einyrkja, sem verið hafa frá verkum um slátt- inn. Það er lj óst af framansögðu, að félagið „Gaman og alvara“, sem stofnað var 1889, var sér- stætt og á undan sínum tíma. Samheldni var ágæt, ekki aðeins meðal félagsmanna, heldur hafði félagið róttæk áhrif á allt sveitarlífið. Mest eru mér þó í barnsminni hinir stóru „skemmtifundir" félagsins. Þá tæmdust bæirnir, börnin voru tekin með vegna þess, að enginn fullorðinn vildi vera heima. Þessir fundir urðu okkur börn- unum stærsti viðburður ársins. En mest og bezt man ég eftir síðasta „stóra fundinum“, 1898. Þá sá ég sjónleik í fyrsta sinni. En þessum fundi fylgdi dimmur skuggi. Einn félagsmanna og fundarmanna, sem verið hafði einn meðal hinna glöðu, drukknaði skammt frá heimili sínu kvöldið eftir. Þetta varð til þess, að félagið boðaði ekki til skemmtifunda næstu vetur. En þegar dofnaði yfir „gamninu“, dró einnig þrótt úr alvörunni og félagið sofnaði. VI. Þess er áður getið, að Sigurð- ur í Yztafelli hóf unglinga- kennslu þjóðhátíðarárið, en sú kennsla féll niður um aldamót- in. Sveitarmenn undu því illa, að unglingar ættu engan fræðslu- kost heima fyrir. Árið 1905 var Ljósavatnsskólinn stofnaður. Aðalforgöngumennirnir voru fjórir gamlir félagar „Gaman og alvöru“, þeir Kristján Sig- urðsson á Halldórsstöðum, Guð- laugur Ásmundsson í Fremsta- felli og Sigurður í Yztafelli, auk fyrsta kennara, séra Sig- tryggs Guðlaugssonar. Skóli þessi var frumlegt fyrirbrigði í fræðslumálum. Fyrirkomulagiö var um flest likt og síðar varð í héraðsskólunum. Fyrstu þrir skólastjórarnir voru þeir séra Sigtryggur Guðlaugsson, síðar skólastjóri á Núpi, Jónas Jóns- son frá Hriflu og Guðmundur Ólafsson, síðar kennari og skólastjóri að Laugarvatni. Allir þessir menn urðu síðar merki- legir frömuðir héraðsskólanna. Ljósavatnsskólinn stóð fram að stríðsárum. Hann var fyrsta báran í því ölduróti, sem hratt á stað héraðsskólanum á Laug- um, en frá Þingeyingum barst héraðsskólahreyfingin um allt land. VII. Nú voru stofnendur félagsins „Gaman og alvara" orðnir mið- aldra bændur, en ný æska vaxin upp. Það var fjöldi ungra manna og kvenna svo að segja á hverj- um bæ. Þetta unga fólk hafði mikla heimatryggð og ílutti lítið brott. Ljósavatnsskólinn var miðstöð þess, þótt nokkrir færu á búnaðarskóla og gagn- fræðaskóla og kæmu aftur með nýjan blæ. Þetta fólk hlaut að stofna sitt ungmennafélag. Og ungmenna- félagið „Gaman og alvara“ var endurvakið, nokkrum dögum áður en ungmennafélag Akur- eyrar var stofnað. Hinir gömlu félagar „Gamans og alvöru“ gengu flestir í nýja félagið. En þeir höfðu fullt frjálslyndi og víðsýni til þess að láta æskuna mestu ráða, og skipa allar trún- aðarstöður. Aðalstofnandi og fyrsti for- maður hins endurborna félags var Jónas Jónsson frá Hriflu. Með hans hendi er gerðabók fé- lagsins fyrsta árið. Hann samdi fyrsta lagafrumvarpið. En fljót- lega hvarf hann brott til meira náms og annara starfa. Félagið var í fyrstu alveg af heímarótum runnið. En hin nýju ungmennafélög, sem risu upp víðsvegar, mótuðu það í sinni mynd. Nýja félagið varð aldrei eins hluttækt og hið gamla. En það starfar enn með fullum þrótt. Fyrir frumkvæði frá þessu félagi var „Samband þing- eyskra ungmennafélaga“ stofn- að 1915 og „Gaman og alvara“ hefir jafnan verið eitt af þrótt- mestu sambandsfélögunum. Þess má geta, að Laugaskóli j hefir jafnan verið betur sóttur af félagssvæði „Gamans og al- vöru“ en úr nokkurri annarri sveit og félagið hefir jafnan lát- ið sér mjög annt um skólann. Annars hefir félagið starfað á líkan hátt og fjöldi annarra ungmennafélaga í landi. VII. Þess er áður getiö, aö fyrsta verk félagsins „Gamans og al- vöru“, 1889, var að stofna „sparisjóð Kinnunga. Hinn 1. nóv. það ár lagði Friðgeir Krist- jánsson, síðast bóndi á Þór- oddsstað, fram 250 krónur, er hann hafði safnað meðal félags- manna og var meginhluti þess frá fyrstu stofnendum. Á þeim fundi var kosin fyrsta stjórn sjóðsins og samdi hún fyrsta lagafrumvarpið. í stjórninni voru þá Friðgeir Kristjánsson, Geirfinnur Trausti Friðfinnsson og Sigurður Sigurðsson, síðar hreppstjóri að Halldórsstöðum og Landamóti. Varð Geirfinnur fyrsti formaður sjóðsins, en Sig- urður bókari. Hefir hann gegnt (Framh. á 4. síðu.) JORÐ TIL SOLU. Jörðin Fellsaxlarkot í Skilmannahreppi fæst til kaups og á- búffar í næstkomandi fardögum. Tún jarffarinnar gefur af sér um 150 hestburffi árlega, nokkr- ar útheyisslægjur. Góff ræktunarskilyrffi. Lax- og silungsveiffi. Samgönguskilyrði ágæt. Semja ber viff undirritaffan, sem gefur allar nánari upp- lýsingar. Stóra-Lambhaga 11. febrúar 1940. Signrðnr Signrðsson. Húðir og skinn. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HÚÐIR og SKINN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt aff koma þessum vörum í verff. — SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur NAUTGRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKINN, LAMBSKINN og SELSKINN til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. — NAUTGRIPA- HÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKINN er bezt aff salta, en gera verffur það strax aff lokinni slátrun. Fláningu verffur aff vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóff af skinnunum, bæffi úr holdrosa og hári, áffur en saltað er. Góff og hremleg meðferff, á þessum vörum sem öffrum, borgar sig. — 152 Margaret Pedler: hverjum sem hafa vill. Ég á afar hægt með að geta mér til um tilfinningar hennar. Ég veit sjálfur hvað það er að vera ekki neitt, — já, í raun og veru minna en ekki neitt,“ — bætti hann við með skyndilegri ákefð, — „og verða svo eitthvað aftur. Það hefir sitt sér- staka aðdrátarafl, manni finnst að mað- ur hafi knésett örlögin og maður er dá- lítið hreykinn af því.“ „En ég get ekki skilið hvernig þér hafið getað verið — verið ekki neitt,“ sagði Elzabet. „Sennilega ekki. En það var samt sem áður sú tíð að ég var ekki neitt.“ Mait- land talaði dálí.tið hranalega og Eliza- bet þagði. Hún kunni hálf ílla við sig. Henni fannst hann iðrast þess að hafa sagt svona mikið og herbúast gegn því að hún reyndi að hnýsast í það, sem hann hafði látið ósagt. Blóðið hljóp fram í kinnar henni við þessa hugsun og henni leið enn ver. Maitland hóf máls aftur á nýju umræðuefni, eins og hann hefði getið sér til um vanlíðan hennar og vildi koma henni til sjálfrar sín aftur: „Ég geri ráð fyrir að þér farið að stunda veiðarnar undir eins og öklinn er orðinn góður? Ég hefi heyrt sagt, að þær eigi að hefjast formleg eftir hálfan mánuð. Þér ríðið, er það ekki?“ Laun þess liðna 149 niður af þreytu en að trufla mig. Einu sinni kom það fyrir að ég mundi ekki eftir hvíldartímanum fyr en hún hné niður á snúningsborðið í yfirliði.“ „Snúningsborð? Hvað er það?“ „Það er kringlótt, snúanlegt borð, sem maður kemur fyrirmyndinni fyrir á. Það er öðruvísi með myndhöggvarann en málarann í þessu tilliti. Myndhöggvar- inn verður að geta séð fyrirmynd sína frá öllum hliðum.“ „Poppy hlýtur að vera afar undirgef- in, annað hvort við yður eða listina.“ Maitland hló. „Hún er ákaflega undirgefin við mig, ekki ósvipað og gerist með hunda. Ég dró hana einu sinni upp úr skítnum; gæti maður sagt,“ hélt hann áfram til skýringar. „Hún hafði verið fyrirmynd fyrir hvern sem var, og jafnframt ým- islegt annað, og hún var orðin dauð- leið á lífinu, þegar ég fann hana.“ „Hvar funduð þér hana?“ „Á Waterloo-brúnni, hún var í þann veginn að fremja sjálfsmorð". „Óh.“ Elizabet gat ekki varizt þvi að hana hryllti við þessu. Maitland leit á hana. „Yður finnst þetta hryllilegt?" „Nei, en, en mér finnst sjálfsmorð alltaf — alltaf hálf heigulslegt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.