Tíminn - 12.03.1940, Page 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKN ARFLOKKURINN.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFVR:
EDDUHÚSI, Ltndargötu 1 D.
SÍMAR: 4373 og 2353. )
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D.
Slmi 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA b.í.
Símar 3948 og 8720.
24. árg.
Reykjavík, þriðjndagiim 12. marz 1940
28. blað
Tiilögur fjárveitínganefndar
víð íjáriagafrumv. fyrír 1941
Nefndin hefir breytt frumvarpi fjármálaráð-
herrans til samræmis við núgildandi fjárlög
Framiög tíl landbúnaðaríns hækkuð aitur
Fjárveitinganefnd hefir Iinn hækkar um 550 þús. kr. frá
skilað tillögum sínum og ;Því, sem varáætlað í frumvarpi
, - .5 ifjarmálaráðherra, en utgjalda-
aliti um fjarlagafrumvarpið ,bálkurinn hækkar um 633 þús.
fyrir árið 1941. Hefir nefnd- jkr. Hækkunartillögur nefndar-
in lokið þessu starfi sínu álinnar við útgjaldabálkinn nema
hálfum mánuði og mun hún alls ^015 Þús- kr-> en lækkunar-
sjaldan hafa þurft jafn
skamman tíma til þessa
starfs.
í áliti sínu segiT nefndin, að
eins og nú standa sakir sé í raun
og veru engu hægt aö spá um
framtíðina og allar áætlanir geti
því reynzt fallvaltar. Við af-
greiðslu fjárlaganna sé ekki
hægt að miða við annað en nú-
verandi ástand. Alþingi hafi fyr-
ir rúmum tveimur mánuðum
lokið við afgreiðslu fjárlaga fyr-
ir yfirstandandi ár og lagt í það
mikla vinnu. Síðan hafi engar
breytingar orðið. Þyki nefndinni
því réttast að „fjárlagafrum-
varpið verði hvað snertir hinar
tölulegu niðurstöður afgreitt í
svipuðu formi og fjárlög þau,
sem nú gilda“. Eins og kunnugt
er, vék fjármálaráðherra all-
mikið frá þeim í frumvarpi sínu
og hefir því starf nefndarinnar
aðallega verið í því fólgið, að
breyta frumvatpi fjármálaráð-
herra til samræmis við núgild-
andi fjárlög.
„En hitt er aftur á móti alveg
sjálfsögð öryggisráðstöfun", seg-
ir í nefndarálitinu, „sökun óviss-
unnar um tekjuöflunarmögu-
leika ríkissjóðsins á næsta fjár-
hagsári, að láta ríkisstjórnina
hafa miklum mun rýmri heim-
ildir en hún hefir í núgildandi
fjárlögum til að láta greiðslu úr
ríkissjóði niður falla, ef tekjurn-
ar bregðast". Leggur nefndin því
til, að rikisstjórninni verði
heimilað „að lækka útgjöld rík-
issjóðs, sem eru ekki bundin í
öðrum lögum en fjárlögum, eftir
jöfnum hlutföllum um allt að
35%, ef hún telur sýnilegt, að
áhrif styrj aldarinnar verði þess
valdandi, að tekjur ríkissjóðs
lækki verulega“. í frv. fjármála-
ráðherra og núgildandi fjárlög-
um hefir stjórnin heimild til að
lækka þessi útgjöld um 20%.
Heildarniðurstaðan af breyt-
ingartillögum fjárveitingar-
nefndar er sú, að tekjubálkur-
A I 1> i n gi :
Ný þíngmál
Steingrímur Steinþórsson og
Jón Pálmason hafa lagt fram í
neðri deild frv. til laga um bú-
fjársjúkdóma og varnir gegn
þeim. Frv. er samið af milli-
þinganefndinni í tilraunamálum
landbúnaðarins og hefir Ásgeir
Einarsson dýralæknir unnið að
því í nefndinni. í frv. eru dregin
saman öll eldri lagaákvæði um
þessi mál og þeim komið í fast
kerfi undir yfirumsjón þriggja
manna nefndar, sem í eru for-
stöðumaður sjúkdómadeildar
rannsóknarstofu atvinnuveg-
anna, dýralæknirinn í Reykja-
vik og fulltrúi frá Búnaðarfélagi
íslands.
Pálmi Hannesson, Bjarni
Bjarnason og Pétur Ottesen
flytja frv. til laga um tekjuöflun
handa íþróttasjóði. Er ætlast til
að hún verði með þeim hætti,
að lagt verði iy2% skattur á
heildsöluverð áfengis og tóbaks,
og að íþróttanefnd ríkisins verði
heimilað að reka veðmálastarf-
semi í sambandi við íþróttakapp-
leiki. Tekjur af fyrri liðnum
einum eru áætlaðar röskar 100
þús. kr.
tillögur 382 þús. kr.
Hækkunartillögurnar
gjaldabálkinn skipast í
riðum þannig:
við
aöalat-
Samgöngumál ...... 260 þús. kr.
Kirkju- og kennslu-
mál ............. 51 — —
Verkl. framkvæmdir 666 — —
Eignabreytingar ... 30 — —
Aðrar hækkanir ... 9 — —
Hækkunin til samgöngumála
liggur aðallega í því, að framlag
til flestra nýrra akvega er aúkið
nokkuð og bætt við nokkrum
nýjum vegum eins og t. d. 15 þús.
kr. til Siglufjarðarskarðsvegar.
Þá er ákveðið að verja 65 þús.
kr. til Suðurlandsbrautar af
benzínskatti og 100 þús. kr. af
atvinnubótafénu, en í frv. fjár-
málaráðherra átti alveg að fella
niður framlagið til Suðurlands-
brautar. Framlag til Austur-
landsvegar af bensínskatti er
hækkað um 12 þús. kr. og lagt
til að verja 10 þús. kr. af benzín-
skatti til Þorskafjarðarheiðar-
vegar, en ekki var ætlast til í frv.
fjármálaráðherra að fé yrði var-
ið til þessa vegar. Þá er bætt
við nokkrum nýjum liðum til
hafnargerðar eins og t. d. 25 þús.
kr. til Þorlákshafnar, 18 þús. kr.
til Dalvíkur, 5 þús. kr. til Hnífs-
dals, 5 þús. kr. til Ólafsfjarðar
og 2500 kr. til Kópaskers.
Hækkunin til kirkju- og
kennslumála er aðallega fólgin
í nýju framlagi til stofnkostn-
aðar héraðsskóla 20 þús. kr., Ak-
ureyrarkirkju 5 þús. kr., Snorra
garðs 4 þús. kr., Laugalands-
skóla (stofnkostn.) 3 þús. kr., og
íþróttasjóðs 30 þús. kr. Hinsveg-
(Framh. á 4. siðu.)
Þeim raunum, sem Finnlandsstyrjöldin bakar finnskum börnum, verður e kki með orðum lýst. Borgarbörnin hafa
verið rifin frá heimilum sínum og iðulega frá foreldrunum, og flutt til afskekktra staða, þar sem aðbúnaður er
eðlilega mjög ófullkominn og kosturinn þröngur. Iðulega hafa rússneskar flugvélar reynt að gera árásir á slíka
ávalarstaði barna. Finnska stjórnin hefir undanfarið unnið að því af miklu kappi, að flytja börn til annarra
landa, og hefir það mál hvarvetna hlotið góðar undirtektir. Þegar hafa nolckur hundruð barna verið flutt til
Norðurlanda, og i þessum mánuði verða 10 þús. börn flutt til Svíþjóðar. — Hér á myndinni sést hópur finnskra
barna, sem verið er að flytja í slíka útlegð.
Samníngar Fínna og Rússa
Óttast Rússar afskiptí Bandamanna, sem hafa
lofað Finnum aukinni lijálp?
Undanfarna daga hafa stað-
ið yfir samningaviðræöur milli
fulltrúa Rússa og Finna í Mosk-
va. Fregnir um þessa atburöi
eru enn mjög á huldu, en það,
sem hefir verið látið uppskátt,
er á þessa leið:
Þann 22. febr. siðastl. sneri
sendiherra Rússa í London,
Maisky, sér til Halifax lávarðar
og fór þess á leit við hann að
enska stjórnin legði fyrir Finna
friðarskilmála Rússa. Enska
stjórnin athugaði friðarskilmál-
ana síðan í samráði við sendi-
herra Finna í London og gaf
Maisky það svar, að hún vildi
ekki h£fa nein afskipti af þessu
máli, þar sem hún teldi skil-
málana vansæmandi fyrir Finna
og ósamrýmanlega sjálfstæði
þeirra.
Eftir að Rússar höfðu fengið
þessi svör virðast þeir hafa snú-
iö sér til sænsku stjórnarinnar
með svipaða málaleitun eða
sænska stjórnin verið áður búin
að hreyfa þessu máli við þá.
Varð niðurstaðan sú, að sænska
stjórnin tók að sér þá milligöngu,
er enska stjórnin hafði hafnað.
Finnska stjórnin mun hafa tal-
ið skilmála Rússa mjög óað-
gengilega, en þó ekki álitið rétt
aö hundsa þá alveg. Eftir nokkra
athugun var það ráð tekið, að
finnsk sendinefnd skyldi fara til
Moskva og kynna sér til fulln-
ustu, hver væri raunverulegur
vilji Rússa. Tók Ryti forsætis-
ráðherra að séi' formennsku
nefndarinnar, en í henni eru
m. a. Paasikivi, aðalsamninga-
maður Finna í haust, Walden
ÝÝ KROSSGÖTTJM
Af Barðaströnd.
Fjárpestin í Borgarfirði. — Aflabrögð síðastliðna viku.
Flugvöllur í Reykjavík.
Vigfús V. Erlendsson bóndi 1 Hrísnesi
á Barðaströnd hefir ritað Tímanum
svolátandi yfirlit um árferði og skepnu-
höld þar um byggðir árið 1939 og fram
til þessa: — Næstliðinn vetur var yfir-
leitt með hinum betri, en samt gáfust
hey víða að mestu upp. Skepnur gengu
undan með bezta móti og voru höld
ágæt. Voraði snemma. Vorvinna byrj-
aði sumstaðar eftir miðjan aprílmánuð.
Gróður kom snemma, var áframhald-
andi sprettutíð, svo að víða var orðið
slægt á túnum í 9. viku sumars.
Lambahöld voru góð og fór fé snemma
úr ullu. Sláttur byrjaði víðast hálfum
mánuði fyrr en að venju. Spretta var
í betra lagi og nýting heyja hin albezta,
er elztu menn muna. Háarspretta var
í mesta lagi og stafaði það af þvf
hvort tveggja, að snemma var sleginn
fyrri sláttur og tíð var hagstæð til
sprettu. Hitar voru oft miklir með
logni dögum saman. Haustið var gott;
hét ekki að froststirðningur kæmi fram
yfir veturnætur, en fremur var vinda-
samt. Mátti kalla, að sama tíð héld-
ist til miðs desembermánaðar. Þá gerði
frost, er hélzt flesta daga, og föl á
jörðu og byrjuðu þá sumir að hýsa fé
sitt. Einnig tóku margir hesta í hús
um svipað leyti. Um 20. desembermán-
aðar gerði allmikinn snjó og var hag-
skarpt um tíma. Hinn 22. desember var
yfirleitt tekið að géfa fé. í úthreppum
sýslunnar var jarðlaust um hálfs mán-
aðar skeið, en fjörubeit næg, þar sem
til hennar náðist. Á gamlársdag gerði
hláku, en á nýársdag var norðaustan
stórviðri með allmiklu frosti. Linaði þó
brátt, var jörð komin upp eftir fjóra
daga. Varð þá þíða svo góð, að jörð
varð alauð og hélzt svo mánuðinn til
enda.
Úr Borgarfirði hefir blaðið haft þær
fregnir, að fjárpestin geri mikinn usla
þar í héraðinu. Á sumum bæjum þar
sem veikin hefir verið viðloðandi í 4
—5 ár, hefir hún verið hlutfallslega
skaðvænni í vetur heldur en nokkru
sinni áður. Líta menn að vonum með
miklum ugg til þess, hve veikin virðist
magnast. Sumir telja, að orsökin til
þessa sé sú, að nokkru leyti að minnsta
kosti, að bændur hafi hin síðustu
missiri eigi verið jafn gætnir sem áður
að lóga sýktum kindum eða taka þær
úr heilbrigða fénu jafnskjótt og á
þeim sér merki sýkingar. Þess vegna
hafl sýkt og heilbrigt fé gengið meira
saman en áður og það leitt af sér meiri
sýkingu en áður hefir átt sér stað, og
síðan hrun í fjárstofninum. Þótt margt
fé hafi þegar drepizt víða á bæjum, er
samt fleira, er skrimtir enn, þótt sjúkt
sé. Hins vegar eru engar líkur til, að
kindur, sem orðnar eru veikar um
þetta leyti vetrar, lifi tii hausts, og
má því telja handvíst, að fjárpestinni
linni ekki neitt hið næsta missiri, og
að hún verði enn búin að höggva mikið
skarð í búfjárstofn Borgfirðinga næsta
haust.
f t t
Síðastliðna viku voru góðar gæftir
frá verstöðvunum suðvestan lands. Var
víðast róið sex daga vikunnar, en alls
staðar fjóra eða fimm. Afli hefir einnig
glæðzt talsvert víðast, og var yfirleitt
betri síðari hluta vikunnar heldur en
hinn fyrri. Fengu margir bátar góðan
afla.
r t t
Á síðasta fundi bæjarráðs Reykja-
víkur var samþykkt að fallast á tillögur
skipulagsnefndar bæjarins um flugvall-
arstæði við Reykjavík. Leggur nefndin
til, að flugvellinum verði ætlaður stað-
ur sunnan við Vatnsmýri og út að
Skerjafirðl. Taldi nefndin stað þennan
hinn ákjósanlegasta til flugvallar, af
svæðum þeim, er völ var á, en einnig
hafði hún kynnt sér aðstöðu til að gera
flugvöll i Bessastaðanesi, Kringlumýri,
Sandskeiði, Kapelluhrauni, við Hólm
og á Ártúnsmelum við Elliðaár. Heild-
arstærð hins fyrirhugaða flugvallar er
í tillögum skipulagsnefndar tæplega 67
hektarar. Er fyrst um sinn gert ráð
fyrir fjórum rennibrautum á flugvell-
inum, 40 metra breiðum og 500—700
metra löngum. Síðar mætti stækka
völlinn. Kostnaður við flugvallargerð-
ina hefir verið lauslega áætlaður 125
þúsund krónur, en viðbótarkostnaður
síðar, ef flugvöllurinn verður endur-
bættur, 175 þúsund krónur.
hershöfðingi, sem er fulltrúi
hersins, og Voinmaa, sem er full-
trúi jafnaðarmanna. Sænska
stjórnin annaðist milligöngu um
það, að Rússar tækju á móti
nefndinni.
Finnska samninganefndin
kom til Moskva á föstudaginn
og hefir dvalið þar síðan. Ekk-
ert hefir verið gert uppskátt um
það, hverjar kröfur Rússa muni
vera, við hvaöa stjórnmálamenn
Rússa nefndin hefir rætt eða
hvar viðræðurnar hafa farið
fram. Ýmsar fregnir herma þó,
að samningafundirnir hafi ver-
ið haldnir í sænska sendiherra-
bústaðnum í Moskva.
Finnska stjórnin hefir ákveð-
ið, að leggja hinar endanlegu
tillögur Rússa fyrir þjóðþingið,
og svara engu fyrr en það hefir
lýst yfir skoðun sinni. Er talið
að finnska sendinefndin muni
sennilega halda heimleiðis í dag.
Það hefir vakið mikla athygli,
að Chamberlain forsætisráð-
herra lýsti yfir því í enska þing-
inu í gær, að Bandamenn væru
reiðubúnir að veita Finnum alla
þá aðstoð, sem í þeirra valdi
stæði, og myndi hún veitt strax
og Finnar bæðu um hana. Fram
til þessa, sagði Chamberlain,
hafa Finnar eklci beðið um þessa
hjálp.
Atburðir þessir hafa að von-
um vakið mikla athygli og um-
tal um allan heim. í blöðum
Bandamanna kemur það skýrt
fram, að þau telja óhyggilegt
fyrir Finna að gera vansæmandi
samninga og að Bandamönnum
beri að veita þeim alla aðstoð,
sem þeir geti veitt. Jafnframt
(Framh. á 4. síðu.)
Aðrar fréttir.
Ribbentrop fór til Rómaborg-
ar nú um helgina og ræddi m. a.
við Mussolini og páfann. ítölsk
blöð ræða lítið um þetta feröa
lag, en lýstu yfir um líkt leyti,
að ítalir myndu halda fast- við
hlutleysi sitt. Þykir því sýnilegt
að för Ribbentrops hafi ekki
borið mikinn árangur.
Samkcmulag náðist milli Breta
og ítala á laugardaginn um kola-
skipin, sem Bretar höfðu flutt
til eftirlitshafna sinna. Varð
niðurstaðan sú, að Bretar
slepptu skipunum, en ítalir lof
uðu að hætta að sækja þýzk kol
sjóleiðina.
Svinhufvud fyrv.Finnlandsfor
seti hefir dvalið í Berlín undan-
farna daga ,en er nú farinn til
Rómaborgar. í Berlín ræddi
hann ekki við neina þekkta
stjórnmálamenn. Óvíst er hvort
Svinhufvud ferðast í erindum
stjórnarinnar, en för hans vek
ur samt mikla athygli.
Á víðavangi
Landi úr Vesturheimi, sem
dvalið hefir hér um stund, spyr
undrandi í einu dagblaðinu um
merka bók með formála eftir
merkan mann,hversvegna henn-
ar sé ekki getið í blöðum, sem
almenningur les. Höfundur bók-
arinnar og sá, sem formálann
ski'ifaði.voru báðir merkir menn.
En bókin er gefin út af fólki,
sem hallast að ofbeldisfram-
kvæmdum, og mönnum, sem láta
sér líka að fá frá útlendum
valdamönnum stórfé til frétta-
flutnings. Hinn spuruli landi
ætti að vita, að mikill meirihluti
þjóðarinnar vill ekki kaupa
bækur, sem korna út á vegum
fyrirtækja, sem hafa velviljað
viðhorf til ofbeldisframkvæmda.
Þetta mun smásaman kenna
snjöilum rithöfundum að gefa
ekki út bækur hjá forleggjurum,
sem bakað hafa sér þessa teg-
und af traustleysi.
* * &
Tíminn hefir gagnrýnt tvær
hastarlegar villukenningar, sem
dáðar voru í heildsalablaðinu
Vísi. Annars vegar hældi blaðið
með sterkum orðum þeirri til-
raun núverandi fjármálaráð-
herra að draga á fjárlögum fyr-
ir 1941 stórkostlega úr framlög-
um ríkissjóðs til eflingar land-
búnaði. Litlu seinna byrjaði
sama blað að flytja þá villu-
kenningu, að Jón Sigurðsson
myndi hafa verið andvígur sam-
vinnustefnunni og samvinnu-
mönnum, ef hans hefði nú not-
ið við. Gagnrýni Tímans hefir
haft góð áhrif um bæði þessi
mál. Alþingi er sama sem búið
að þurrka út árásina á bænda-
stéttina, eins og Tíminn gerði
ráð fyrir. Og Jón Sigurðsson
svaraði fyrir sig, svo sem les-
endum þessa blaðs er kunnugt.
báðum þessum málum var ó-
sigurinn fyrir andstæðinga Tím-
ans alveg ótvíræður. í annan
stað er ekki kunnugt um neina
aðila nema aðstandendur Vísi,
sem afsakaði frumhlaupið gegn
bændastéttinni. Og tilvitnunin i
ritgerð Jóns Sigurðssonar frá
1872 sannaði, að hann stóð með
fullum áhuga og öruggum fyrir-
bænum með verzlunarsamtökum
fólksins móti kaupmönnunum.
Ósigur þessara þekkingarlitlu
manna, sem höfðu ætlað sér að
geta notað nafn og minningu
Jóns Sigurðssonar móti sam-
vinnufélögunum er svo mikill,
að það munu líða mörg ár þang-
að til nokkrum prangara dettur
hug að nefna hina miklu
frelsishetju í sambandi við á-
rásir á verzlunarsamtök al-
mennings.
* * *
Starfsmaður við Vísi, að nafni
Arni Jónsson, tók sér svo nærri
ósigur þess máJstaðar, sem hann
vinnur fyrir, að í stað þess að
beita rökum eins og þeir menn
gera, sem rita í Tímann, fléttaði
hann saman að hætti lund-
stirðra manna, sem litla æfingu
hafa við að sinna almennum
málum, stóryrði og gremjuorð
um J. J., sem hafði átt nokkurn
þátt í að hnekkja hinum við-
yaningslega áróðri Vísis móti
bændastéttinni og til hneisu fyr-
ir Jón Sigurðsson forseta.
* * *
J. J. gerði nú húsbændum
Árna Jónssonar það vinarbragð
að stefna manni þessum fyrir
hin staðlausu gremjuorð hans.
Þetta er „eins og aðvörun rétt
fyrir slys“, því að eftir nokkrar
vikur ganga nýju hegningarlög-
in í gildi, og sú hegning, sem
þar er lögð við því að kasta fram
hrakyrðum og sleggjudómum
um menn, er þar svo þung, að í
stað þess að húsbændur Árna
Jónssonar verða nú að borga
allverulegar sektir í ríkissjóð fyr-
ir kunnáttuleysi hans við að
rita um almenn mál, þá má bú-
ast við að bæði forkólfar of-
beldisflokkanna og fleiri, sem
ekki kunna til ritstarfa, verði
eftir 1. júlí iðulega hindraðir frá
(Framh. á 4. siðu.)
\