Tíminn - 12.03.1940, Side 4
116
TÍMIM, lirið.fiidagiim 12. marz 1940
28. blað
Ylir landamæríii
1. Sú nýlunda varð í Stúdentafélag-
inu á Akureyri, að Brynleifur Tobias-
son kennari gekk af félagsfundi fyrir
skömmu, af því hann þoldi ekki um-
ræður, sem þar urðu um lýðræði og
mannréttindi. Brynleifur stendur þar
fyrir leynifélagi, sem er viðvaningsleg
eftirmynd af einræðisfélögum I útiönd-
um. Hann er æðstur maður í félaginu.
Þá kemur Svavar útibússtjóri, en þriðjl
virðingamaður er Jón Sveinsson fyrr-
um bæjarstjóri. Liðskostur er lítt vand-
aður í félaginu, og hafa einkum slæðzt
þangað unglingar, sem þykir sopinn
góður. Sprengingin á stúdentafundin-
um kom af því, að einn af fundar-
mönnum dró upp eintak af lögum
leynifélagsins og las þau upp, með við-
eigandi skýringum. Varð Brynleifi svo
mikið um, að upp skyldi komast um hið
hjákátlega brölt hans, að hann kvaðst
ekki vilja samneyta félögum sínum
lengur. Kann hann því allilla, að allur
aimenningur brosir góðlátlega að liðs-
safnaði hans, og þá ekki síður að for-
ingja liðsins.
2. Svo fór sem við mátti búast, að
Héöinn Valdemarsson gerði flokk úr
sínum 43 félagsmönnum. Byrja þeir
Þorsteinn Pétursson og Héðinn Valde.
marsson nú blaðaútgáfu, og er Ólafur
nokkur Einarsson ritstjóri. Þessar at-
hafnir Héðins eru síðustu pólitísku
andvörpin sem hann tekur, áður en
hann byrjar að helga krafta sína ein-
göngu olíuverzluninni, og hagnýtingu
gróðans af olíu, að sið auðugra manna.
x+y.
Á víðavangi.
(Framh. af 1. siSu.)
að sinna daglegum störfum,
vegna þess að mannfélagið telji
sér skylt að láta framhalds-
menntun þessa fólks í kurteisi og
almennum mannasiðum gerast
annarsstaðar en á venjulegum
vinnustöðvum þeirra.
* * *
Það er kunnugt að J. J. hefir
með ýmsum öðrum þingmönn-
um beitt sér fyrir því á und-
arförnum árum að bæta sam-
búð flokkanna, og koma meiri
festu og myndarskap í þing-
störfin heldur en áður var. Hin
réttláta skipting fjár til opin-
berra framkvæmda og fágaðri
vinnubrögð lýðræðisflokkanna
má að verulegu leyti rekja til
þeirrar viðleitni J. J., að þjóðin
sýni sig hæfa til að vera frjáls.
Allur almenningur hefir fagn-
að þessu. Einu verulegu
undantekningarnar frá þess-
ari reglu eru menn, sem rita
i blöð öfgaflokkanna og Árni
Jónsson. Postular ofbeldisflokk-
anna fá sennilega að leika nokk-
uð lausum hala með munnsöfn-
uð sinn, þar til aðhald hinna
nýju hegningarlaga fer að gera
þá að fágaðri mönnum um orð-
bragð og háttsemi. Ábyrgðar-
mönnum Vísis er mikill greiði
sýndur með því að gefa þeim
kost á að venja Árna Jónsson
á þá háttsemi, sem má gera til
blaðs sem annað af höfuðmál-
gögnum Sjálfstæðisflokksins.
Þessi kennsla mun að vísu kosta
eigendur blaðsins nokkur út-
gjöld. En menn eru orðnir vanir
því í höfuðatriðum að góð
kennsla kostar oftast talsverða
peninga. En árangurinn á líka
að verða sá, að íslenzku blöðin
læri þá nauðsynlegu list að
beita röksemdum, en ekki
gremjuorðum í umræðum um
þjóðmál.
<JR BÆWUM
Framsóknarfélag Reykjavíkur
heldur fund kl. 8% í kvöld i Sam-
vinnuskólanum. Verða gjaldeyris- og
verzlunarmálin til umræðu. Talar
fyrstur formaður gjaldeyrisnefndar, en
síðan má gera ráð fyrir að viðskipta-
málaráðherra o. fl. taki til máls. Vafa-
laust koma fram við umræðurnar
margar athyglisverðar upplýsingar,
enda eru verzlunarmálin nú þau mál,
er mest virðist velta á um framhald
stjómarsamvinnunnar. Þurfa Pram-
sóknarmenn að vita sem gerst um gang
þessarra mála og ættu því að fjöl-
menna á fundinn.
Félag ungra Framsóknarmanna
heldur fund í Samvinnuskólanum á
fimmtudagskvöldið. Ólafur Björnsson
hagfræðingur flytur erindi um vísindi
og stjórnmál. Guðbrandur Magnússon
forstjóri hefur umræður um Pram-
sóknarflokkinn og Reykjavík. Ungir
Framsóknarmenn eru hvattir til að
fjölmenna á fundinn.
Tónlistafélagið
gengst fyrir íslenzkum tónleikum í
kvöld. Mun þá karlakórinn Kátir félag-
ar, stjórnandi Hallur Þorleifsson,
syngja lög eftir unga, íslenzka tónlaga-
höfunda, en Hljómsveit Reykjavíkur
leika tvær svítur, aðra eftir Árna
Björnsson, hina eftir Karl O. Runólfs-
son.
Skaftfellingamót
var haldið að Hótel Borg sl. mið-
vikudagskvöld, að viðstöddu miklu fjöl-
menni. — Jóhannes G. Helgason setti
mótið og stjórnaði því. Gísli Sveinsson
sýslumaður flutti langa ræðu fyrir
minni Skaftafellssýslu og mætra Skaft-
fellinga. Hann minntist sérstaklega
tveggja nýlátinna ágætismanna, þeirra
Bjarna heitings Runólfssonar í Hólmi
og Þorbergs heitins Þorleifssonar frá
Hólum. Magnús Jónsson frá Vík las
frumsamið ijóð, er hann nefndi Skaft-
fellingaljóð, sem síðan var sungið. Jón
Kjartansson flutti minni íslands.
Sveinbjörn Högnason mælti fyrir minni
átthagaútlagans. Guðbrandur Jónsson
talaði um uppruna manna. Stefán
Runólfsson las upp frumsamið kvæði.
Einnig barst mótinu kvæði frá Stefáni
Hannessyni í Litla-Hvammi. Páll Þor-
gilsson skemmti með gamansögnum.
Frímann Helgason ræddi um stofnun
Skaftfellingafélags í Reykjavík og gáfu
sig fjölmargir fram sem óskuðu að
verða stofnendur þess. Kjartan Sigur-
jónsson frá Vík söng einsöng, nokkur
lög eftir föður sinn. Ennfremur söng
K.Í.B.S.-kvartettinn nokkur lög.
Kolbeinn sá,
er stökum safnar í dægradvöl Tím-
ans, vill leiðrétta það, að vísa Þorsteins
Jakobssonar frá Hreðavatni í síðasta
laugardagsblaði hefir brenglazt í með-
förum. Rétt hljóðar hún svo:
Þá ég lá við gljáargjá,
gráa sá ég hjá mér á
snjáinn frá sér flá með tá,
fá og smá i stráin ná.
landi eða að Svíþjóð og Noreg-
ur Uragist inn í styxjöldina.
í Finnlandi virðist þessum at-
burðum tekið með venjulegri ró.
Bæði í blöðunum og manna á
meðal virðist sú skoðun ríkjandi,
að betra sé að berjast en að gef-
ast upp með vansæmd. Þrátt
fyrir samningaumleitanirnar
hefir styrjöldin haldið áfram
með sama kappi og áður og Rúss-
ar hafa ekki dregið úr loftárás-
um sínum. Engar breytingar
hafa þó orðið, sem máli skipta.
Finnar halda enn nokkrum hluta
Viborgar, en Rússar hafa náð
nokkrum eyjum í Viborgarflóa
og dálitlum hluta af strand-
lengju fyrir vestan flóa.
Það vekur mikla athygli, að
svo virðist sem Rússar hafi átt
upptök þessara samningaum-
leitana. Er það einkum skýrt á
þá leið, að þeim sé orðið ljóst,
að rauði herinn sé miklu lélegri
en þeir héldu áður og óttist þeir
því aukna íhlutun Bandamanna.
Sú skoðun virðist almenn, að
Bandamenn muni senda her til
Finnlands, ef samningar náðst
ekki. Er mikið um það rætt,
hvort Svíar og Norðmenn muni
hindra slíka herflutninga með
vopnavaldi, en þeir hafa hótað
því til þessa. Fyrsta afleiðingin
af slíkum mótþróa Norðurlanda-
þjóðanna gegn aukinni hjálp
Bandamanna við Finna myndi
sennilega verða sú, að þeir settu
hafnbann bæði á Noreg og Sví-
þjóð og myndi þessum ríkjum
þá þykja þröngt fyrir dyrum.
Samniagar Fixtna
og Rússa
(Framh. af 1. síðu.)
kemur þar fram sá ótti, að
sænska stjórnin reyni eftir
megni að hvetja Finna til að
fallast á kröfur Rússa, enda þótt
það sé gagnstætt vilja meira-
hluta sænsku þjóðarinnar. í
þýzkum blöðum er lítið annað
sagt um þessi mál en að Banda-
menn vilji fyrir hvern mun út-
víkka styrjöldina við Þjóðverja
og færa hana til Norðurlanda.
Norðurlandablóðin mótmæla því,
að stjórnir þeirra landa hvetji
Finna til vansæmandi undan-
látssemi við Rússa, en glögglega
kemur þar fraan sú von, að'
samningar megi takast, enda
segja blöðin að ekki sé nema
um tvennt að gera: Frið í Finn-
Till. fjárveáfínefxtdar
(Framh. af 1. siðu.)
ar ev fellt niður framlagið til
Í.S.Í. og íþróttafélaga, sem nema
um helming þeirrar upphæðar,
er íþróttasjóður fær.
Hækkanir á verklegum fram-
kvæmdum eru aðallega fólgnar
í því, að framlög til landbúnað-
arins eru færð til samræmis við
það, sem áætlað er í núgildandi
fjárlögum, en eins og kunnugt er
lækkaði fjármálaráðherra sum
þeirra stórlega. Þó gerir nefndin
ráð fyrir að framlagið vegna
jarðræktarlaganna verði áætlað
nokkru lægra en í fjárlögum
þessa árs, en 150 þús. kr. hærra
en í frv. fjármálaráðherra.
Framlög til endurbyggingasjóðs,
nýbýlasjóðs og byggingar- og
landnámssjóðs áætlar nefndin
hin sömu og í núgildandi fjár-
lögum. Kostnaðinn við fjárpest-
irnar áætlar hún 655 þús. kr. eða
150 þús. kr. hærri en gert var ráð
fyrir í frv. fjármálaráðherra.
Framlög til frystihúsa, sem fjár-
málaráðherra felldi niður, áætl-
ar hún 30 þús. kr. í stað 36 þús.
kr. í núgildandi fjárlögum.
Framlag til fyrirhleðslu vatns-
falla í Rangárvallasýslu, en fjár-
málaráðherra felldi það niður,
áætlar hún 52.500 þús. kr. eða
sama og í núgildandi fjárlögum.
Stærstu sparnaðartillögur
nefndarinnar er að áætla dýr-
tíðaruppbót til embættismanna
350 þús. kr. í stað þess að fjár-
málaráðherra áætlaði hana 500
þús. kr.
Allir nefndarmennirnir skrifa
undir álit nefndarinnar fyrir-
varalaust.
Dvöl
Eignist, meðan þess er
kostur, stærsta og
skemmtilegasta safnið,
sem til er á íslenzku af úrvalsskáld-
sögum.— Eignist Dvöl!
„FOUDSON“!
Óska eftir vinnu við að keyra
dráttarvél á næstkomandi vori,
er vanur keyrslu „Fordson“-
dráttarvéla. Nánari upplýsingar
gef ég undirritaður.
Jón Gunnarsson,
Hofi Dýrafirði.
Mreiitar
léreftettiskur
kaupir
Prentsmiðjan Edda
Lindargötu 1 D.
186
M argaret Pedler:
Laun þess liöna
181
allshugar fegin þeirri töf á hinum ó-
hj ákvæmilega aðskilnaði.
Þau gengu afar hægt heim á leið og
fáir munu efast um hinn falslausa un-
að þeirrar samverustundar. Þetta kem-
ur að jafnaði aðeins einu sinni fyrir
hvern mann, þessi djúpi, sæli friður
eftir hinn unna sigur, þegar öllum
þrepskjöldum er rutt úr vegi, þegar
duldar vonir, ótti og efasemdir, sem
hafa ásótt báða aðila, eru eina örstund
upphafin í ofurvaldi hinnar ný-viður-
kenndu ástar, sem ekkert skyggir á,
enginn efi, ekkert hik.
Löngu síðar, þegar að syrti og ekkert
var sýnilegt fram undan annað en ójafn
og hrjúfur vegur skyldunnar, minntist
Elizabet þessarar gullnu stundar, og sú
minning var henni heilög.
Vegurinn heim var jafnvel breyttur,
hafði öðlazt nýja fegurð, nýtt aðdrátt-
arafl. Elizabetu fannst þorpið fallegra
en venjulega, er þau gengu gegn um
það, hún brosti við öllu og öllum, og
henni sýndust þeir af þorpsbúum, sem
hún kannaðist við og þau mættu, svip-
betri, laglegri og ánægjulegri en hún
hefði áður tekið eftir. Hún gerði sér
ekki grein fyrir því, að von og gleði eru
jafn smitandi og hryggð og ógeð, og
þegar hamingjan skín í svip manns
sjálfs, má heita fullvíst, að þeir, sem
maður mætir, veita geislum hennar við-
töku og endurvarpa þeim.
Elizabet sá þó eitt andlit, sem ekki
smitaðist af brosi hennar. Poppy var á
leiðinni til búðar ömmu sinnar við götu-
endann. Hún var berhöfðuð og vindur-
inn hristi rauðbrúnt, fallegt hárið.
Poppy nam staðar og horfði á þau Mait-
land og Elizabet með áköfum leitandi
grunsemdaraugum, eins og ungt og ó-
tamið dýr. Andlit hennar var mjög
fölt, en varirnar dökkrauðar.
„Halló, Poppy,“ sagði Elizabet bros-
andi og rétti fram hendina vingjam-
lega.
En Poppy virtist ekki sjá hönd henn-
ar. Hún var búin að skoða andlít El-
izabetar og horfði nú á andlit manns-
ins, sem gekk við hlið hennar. Augna-
ráð hennar var óstjórnlega fast, eins og
hún vildi, með valdi, lesa hans leynd-
ustu hugsanir. Svo sagði hún lágt og
hratt „gott kvöld“, og hvarf út í rökkr-
ið. —
„Ætlar þú að koma inn?“ spurði El-
izabet, er þau voru komin að hliðinu
að Bravnleaves.
„Nei, ekki í kvöld. Ég ætla að fylgja
þér heim að húsinu og svo ætla ég að
láta þig um að segja Jane hvað „skeð“
hafi,“ svaraði Maitland og brosti í-
bygginn.
GuSubaðsloSa
(Framh. af 2. síðu.)
stöðum, að fólk á sjötugs og átt-
ræðisaldri, sem þjáðst hefir af
gigt og ýmsum kvillum hefir sótt
lækningu meina sinna í gufu-
baðstofurnar. Sú grannþjóð okk-
ar, sem hefir lengsta og sam-
felldasta reynslu í þessum efn-
um, eru Finnar. Hjá þeim hefir
sú venja haldizt öldum saman,
að hver fjölskylda hefði aðgang
að gufubaði og talið það jafn
nauðsynlegt og sjálfsagt sem
mat og klæðnað.
Er engum vafa bundið, að
íþróttaafrek Finna og sú skerpa
og þol, sem einkennt hefir þjóð-
ina á rætur sínar að rekja til
gufubaðanna, enda er það sam-
eiginlegt álit lækna þar í landi.
Og þau glæsilegu afrek, sem
Finnar sýna nú, er þeir eiga föð-
urland sitt að verja fyrir villi-
mennskunni úr austri, má að
sumu leyti þakka þeirri hörku og
þoli, sem heit böð og kalt lofts-
lag hafa í sameiningu skapað.
Svo það mun ekki of mælt að
sigrar Finna séu að verulegu
leyti gufubaðstofum þeirra að
þakka.
Við íslendingar gerum ekki
ráð fyrir að komast í neitt svip-
aða aðstöðu og Finnar eru nú í,
en það er önnur barátta, sem
við heyjum og munum heyja
framvegis. Það er baráttan við
ýmsa landlæga sjúkdóma,
berklaveiki, taugaveiklun o. fl.
Viðnámsþrótt þjóðarinnar gegn
slíkum óvinum veitir sannarlega
ekki af að auka og eru gufubað-
stofurnar þar þýðingarmikill
þáttur. Væri full ástæða að at-
huga, hvort ekki ætti af hálfu
þess opinbera að hvetja ung-
mennafélögin og einstakar sveit-
ir til að hefjast þar almennari
framkvæmda en orðið er og
styrkja þær ekki síður en skóla
og leikfimihús.
Til forna voru gufubaðstofur
mikið notaðar, svo sem hið al-
genga orð baðstofa ber vott um.
En þegar skógar eyddust og
harðæri þjakaði að, lögðust böð-
in niður og baðstofurnar voru
teknar til íbúðar. Með byggingu
héraðsskóla á heitum stöðum
hafa gufuböðin aftur verið tek
in upp, orðið vinsæl og eftirsótt.
Þaðan hafa svo aftur komið þau
áhrif, sem vakið hafa áhuga fyr
ir byggingu gufubaðstofa með
'kolaupphitun, þar sem jarðhiti
var ekki fyrir hendi. Takmarkið
á að vera að hver einasti íslend
ingur eigi þess kost að njóta
gufubaðs. Er það áreiðanlega
einhver þýðingarmesta heilsu
vernd, sem hægt er að skapa.
Hver ný gufubaðstofa er
áfangi að þessu takmarki. Fram
kvæmd Ungmennafélags Eyrar-
bakka ætti að vera hvatning til
ungmennafélaganna almennt,
sem hafa möguleika til að leysa
þetta verkefni, en eiga það ógert.
Er þar unnið þakklátt starf fyrir
líkamsmenningu þjóðarinnar,
heilsu hennar og hreysti.
D. Á.
Brezka viðskiptastríðs
ráðuneytið
(Framh. af 3. síðu.)
um vikum síðan og heimsótti
starfsbróður sinn Bocchini, for-
ingja ítölsku leynilögreglunnar,
í þeim tilgangi að fá þessum
mönnum vísað burtu. En Musso-
lini sagði blákalt nei. í þess stað
fá ítölsk skip skjóta afgreiðslu
í brezkum eftirlitshöfnum, elds-
neyti handa skipum sínum eft-
ir þörfum og síðast, en ekki sízt,
græðir Ítalía drjúgan skilding á
utanríkisverzlun sinni.
Framh.
*GAMLA BÍÓ“
Hótel
Imperíal
Amerísk stórmynd.
Aðalhlutv. leika:
ISA MIRANDA
og
RAY MILLAND.
Ennfremur:
DON-KÓS AKK ARNIR
heimsfrægu.
nýja BÍÓ ——
Ilefðarkonan
oíí kúreklnn
(TheCowboy and theLady)
Fyrstaflokks skemmtimynd
frá United Artists full af
fjöri og fyndni — þar að
auki prýðilega rómantisk.
Aðalhlutverkin leika:
Merle Oberon og
Gary Cooper.
Hnimæður!
Skyrið er nú með allra bezta mótl,
©g verðlð er ébreytt frá því sem verlð
hefir.
AlIIr vita, eða ættu að vita, að
bellsnfræðiagar telja skyr laolla og
géðii fæðu. ©g fróðir menn segja, að
það muni nú vera einhver sú ócflýrasta
fæðutegund, sem kér er völ á.
Þdr sem fliafa í hyggjju að fá sér
Heyskúflnr
á sláttuvélar sínar, fyrir næsta sumar — af hinni
nýju vinnusparandi vel þekktu gerð, sem nú eru
komnar víðsvegar um landið — ættu ekki að draga
að senda pantanir sínar sem fyrst, svo hægt sé að
afgreiða þær í tæka tíð. Pöntunum þurfa að fylgja
upplýsingar um — nafn vélarinnar — greiðulengd —
og hvaða ár vélin er keypt. Skúffurnar verða sendar
gegn póstkröfu.
Steindór Jóhannesson
Steandgötn 51, Akiireyri
JÖlfllI TIL SÖLL.
Jörðin Hraun i Hofshreppi í Skagafj arðarsýslu er til sölu.
Laus til ábúðar á næstu fardögum.
Vel byggt. Sanngjarnt verð. Góðir greiðsluskilmálar.
Upplýsingar Iijá Kreppulánasjóði.
Fyrstu bæknr
Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins
verflSa prentaflSar í aprílmánuflfi.
Umboðsmenn og aðrir, er safnað hafa áskrifendum,
eru beðnir að senda áskriftalistana hið allra bráð-
asta og eigi síðar en um næstu mánaðarmót.
Nú eru því síðustu forvöð að tryggja
sér þessar góðu og ódýru bækur.
Ran^æingamót
verður haldið í Oddfellowhöllinni föstudaginn 15. þessa mánaðar
og hefst klukkan 9 e. h.
FJÖLBREYTT SKEMMTISKRÁ.
Aðgöngumiðar fást á afgreiðslu B. S. R.
og í Kiddabúð, Garðastræti.
Til auglýsenda.
Tíminn er gefinn út í fleiri eintökum
en nokkurt annað blað á íslandi. Gildi
almennra auglýsinga er í hlutfalli við
þann fjölda manna, er les þær. Tíminn er
öruggasta boðleiðin til flestra neytend-
anna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna
vörur sínar sem flestum, auglýsa þœr
þess vegna í Tímanum