Tíminn - 14.03.1940, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.03.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu I D. Siml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Stmar 3948 og 3720. RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. 24. árg. Reykjavík, fimmtudagmn 14. marz 1940 29. blað Bætt ínnheímta tekju- og eignaskatts ai vaxtaíé Aðalfuudur miðstjóruar Framsóknarflokksins ákvað að flokkurinn beitti sér fyrir löggjöf nm þetta mál og hefir nú verið lagt fram frum- varp í neðri deild. Hin hetjulega sj álfstæðisvörn Finna mun halda áfram þrátt fyrir ósigurinn Þeír urðu að gefast upp, því að Norður lönd víldu ekki leyfa herflutninga tíl Finnlands Tveir þingmenn Fram- sóknarflokksins í neðri deild, Skúli Guðmundsson og Steingrímur Steinþórs- son, flytja frv. til laga um innheimtu tekjuskatts og eignarskatts af vaxtafé. Er það að mestu leyti sam- hljóða frumvarpi um þetta efni, er samið var af milli- þinganefndinni í tolla- og skattamálum, en það frv. dagaði uppi á seinasta þingi. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að verulegur hluti vaxtaeigna hefir sloppið undan skattgreiðslu í ríkissjóð. Segir í áliti milliþinganefndarinnar „að hér sé um mikla fjárhæð að ræða, og þó margfalt hærri hvað viðkemur innstæðum í lánsstofnunum“ en verðbréf. Með frv. þessu er ætlazt til, að komið verði á því fyrirkomu- lagi, sem tryggi að greiddur sé svipaður tekju- og eignarskatt- ur af vaxtafé og öðrum eignum. Skulu þessir skattar innheimtir í einu lagi og nefnast vaxta- skattur. Er hér því ekki um nýjan skatt að ræða eins og ýmsir hafa haldið af nafninu, Adalíundur Mjólk urbús Flóamanna Á síðastl. ári óx mjólk- nrmagnið hjá búnnum á Snðurlandsundir- lendinu nm 1.9 milj. lítra. Aðalfundur Mjólkurbús Flóa- manna var haldinn að Þingborg 9. þ.m. Fundinn sóttu um 300 manns viða af Suðurlandsundir- lendinu. — Formaður mjólkur- bússtjómarinnar, Egill Thorar- ensen, lagði fram reikninga og útskýrði þá fyrir fundarmönn- um, og gaf auk þess allnákvæm- ar skýrslur um ýms atriði í rekstri búsins og um framleiðslu þess. Mjólkurmagn búsins var á ár- inu 8.328.137 kg., og er aukningin þá alls síðastl. ár 2.310.000 kg. En þess ber þó að gæta, að á árinu var mjólkurbú Ölvesinga S9,meinað mjólkurbúi Flóa- manna, og sé tekið tillit til þess mjólkurmagns, sem mjólkurbú Ölvesinga hafði árið 1938, þá nemur mjólkuraukningin á Suð- urlandsundirlendinu síðastliðið ár um 1.9 miljónum lítrum. Úr mjólkinni, sem til búsins barst, voru gerðar þessar vörur: Rjómi . um 200 smál. Skyr .. — 518 — Ostur . . — 223 — Smjör . . — 158 — Selt sem neyzlumjólk 1.310 þús. lítrar. Meðalfita búsins var 3.611% og meðalverð á kg. 22.586 au. Þar í er innifalið bæði flutning- ur, sem búið greiðir sjálft, og heimsendar vörur til bænda. Er þetta eilítið hærra verð en árið áður, vegna þess að meðalfitan var hærri, en útborgunarreglur hinar sömu. Á fundinum flutti sr. Svein- bjöm Högnason erindi um mjólkursöluna og mjólkurskipu- lagið á siðastliðnu ári, og fóru auk þess fram allmiklar umræð- ur um ýms efni er mjólkurfram- leiðendur varða. Stóð fundurinn lengi dags og fór fram hið bezta. heldur er þetta aðeins ný leið til að . tryggja ínnheimtu skatts af eignum, sem áður hafa að mestu leyti sloppið undan skattgreiðslum. Vaxtaskatt skal innheimta þannig, að vaxtagreiðandi held- ur eftir vaxtaskattinum og greiðir hann til viðkomandi skattheimtumanns. Sú undan- þága er þó frá þessu, að lánstofnanir, sem annast inn- heimtu afborgana og vaxta af skuldabréfum þeirra aðila, sem skattskyldir eru, skulu halda eft- ir og standa skil á vaxtaskatti af umræddum bréfum í stað skuldunauta. Til vaxtafjár, sem vaxtaskatt- ur er greiddur af, skal telja: Innstæður hjá bönkum, spari- sjóðum og öðrum lánsstofnun- um. Opinber verðbréf s. s. banka- vaxtabréf, ríkisskuldabréf, skuldabréf bæjar- og sveitar- sjóða og önnur verðbréf útgefin af opinberum stofnunum og fyr- irtækjum. Skuldabréf, víxla og aðrar fjárkröfur, sem tryggðar eru með veði í fasteign að einhverju eða með tryggingarbréfi í fasteign. Um ákvörðun vaxtatekna af ofangreindum eignum fer eftir ákvæðum laga um tekjuskatt og eignarskatt. Afföll teljast til skatta. Vaxtaskattur skal nema 25% af hinni skattskyldu vaxta- hæð. Þetta mál var rætt á nýlokn- um aðalfundi miðstjórnar Fram- sóknarflokksins og var samþykkt „að Framsóknarflokkurinn legði áherzlu á, að löggjöf yrði sett til tryggingar innheimtu tekju- og eignarskatts af vaxtafé". Það gegndi satt að segja hreinustu furðu, hversu mikil tregða kom fram í þessu máli á (Framh. á 4. slöu.) mánuði, skilaði áliti sínu sjö manna neínd, er kosin var í íyrra og athuga skyldi hvaða verð mjólkursamlags- bændur í Eyjafirði þyrftu að fá fyrir hvern lítra mjólkur til þess að mjólkur- framleiðslan beri sig, og gera um það tillögur á hvem hátt væri unnt að lækka framleiðslukostnaðinn. Athug anir nefndarinnar voru að mestu mið- aðar við það ástand, er var þrjá fyrstu ársfjórðunga siðastliðins árs. Sam- kvæmt þeim athugunum er meðal- framleiðsluverð mjólkurinnar talið sem næst 21 eyri á hvern lítra. TUkostnað- ur við hverja kú álitinn vera 596 krón- ur og eru þar stærstir liðir fóðrun 290 krónur og hirðing 200 krónur. Afurða- tekjur, mjólk, áburður og sláturafurðir, nema sömu upphæð og er þá mjólkin reiknuð á 21 eyri. Að sjálfsögðu er framleiðslukostnaðurinn misjafnlega mikill og kemur margt til greina, svo sem fjármunir þeir, er lagðir hafa verið i byggingar, jörð og lausafé, gæði ábýlis, til dæmis aðstaða til heyöflim- ar og ræktunar, beitiland og samgöngu- skilyrði, vinnulaun, er greiða þarf, dugnaður og hagsýni húsbænda og vinnufólks, afurðageta búpenings og meðferð á honum, aðkeyptar vörur og verðlag á þeim, stærð búanna og tíð- arfarið. Vék nefndin að því sem dæm- um 1 áliti sínu, að ódýrara væri að afla fóðurs af véltækum túnum en þýfðum, vel hirtur áburður bæri meiri eftirtekju en illa hirtur o. s. frv. Nefndin telur Fá tíðindi munu hafa vakið jafnmikla og almenna gremju víðsvegar um heim en tilkynn- ingin um friðarsamning Rússa og Finna, er lesinn var í þýzkum og rússneskum útvarpsstöðvum nokkru fyrir miðnætti síðastl. þriðj udagskvöld. Svo ósvífnir og ósanngjarnir þóttu skilmálarn- ir, sem Finnar urðu að sam- þykkja. FriðarsamnmgarniT voru und- irritaðir í Moslcva þá um kvöldið af fulltrúum Finna, sem voru Ryti forsætisráðherra, Paasikivi ráðherra, Walden hershöfðingi og Voinomaa professor, og full- trúum Rússa, rem voru Molotoff forsætisráðherra.Sdanoff æðsta- ráðsfulltrúi, og Vassilevski her- fylkisforingi. Áður hafði meiri- hluti finnsku stjórnarinnar sam- þykkt skilmálana, en síðan voru þeir staðfestir af finnska þing- inu. Skilmálarnir eru í aðalatrið- um þessir: Rússar fái allt Kyrjálaeiðið, að meðtalinni Viborg og Viborg- arflóa og eyjum í flóanum. Rússar fái allar eyjar í Kyrj- álabotni, sem hafa hernaðarlega þýðingu m. a. Björkö og Hog- landseyjar. Rússar fái alla strandlengjuna, sem Finnar áttu við Ladoga- vatn, ásamt allbreiðu lands- svæði þar sem eru nokkrir fjöl- mennir bæir. Rússar fái finnska hlutann af Fiskimannaskaganum við Pets- amo, en hann hefir talsverða hernaðarlega þýðingu. Rússar fái Hangöskagann leigðan til 30 ára fyriT 8 milj. marka leigu á ári. Megi þeir hafa þar flotastöð. Rússar fái gialdfrjálsa flutn- inga yfir Finnland til Noregs og Svíþjóðar og megi leggja járn- brautir í því augnamiði. afurðunum 1 mat, þar eð fæðiskostn- aður verði á þann hátt lægri en ella. t t t Tímanum hafa verið skrifaðar eft- irfarandi fregnir af starfsemi ung- mennafélagsins á Barðaströnd: Að til- hlutun ungmennafélagsins var í vor kennt sund í hlaðinni sundlaug. Er hún í svokölluðum Mórudal í Kross- landi. Nemendur voru 10. Sundkennari Guðmundur Friðgeir Guðmundsson frá Skjaldvararfossi. í þessari sundlaug hefir verið kennt sund í áratug sam- fleytt, að einu ári undanskildu. Styrkur heíir verið veittur úr sýslusjóði til sundkennslunnar, 100—150 krónur á ári. í ráði er að steypa sundlaug í Laugar- nesi við Hagavaðal. Þar er heit upp- spretta; þykir þar aðstaða góð til sund- laugarbyggingar. Var fyrir nokkrum ár- um myndaður sundlaugarsjóður Barð- strendinga með frjálsum samskotum hreppsbúa. Sjóðurinn er enn félítill, en væntanlega hefir hann þau áhrif, að sundlaug verði byggð á þessum stað. Að upphæð er laugarsjóðurlnn nú inn 270 krónur. — Aðalfundur ungmenna- félagsins var haldinn í lok janúarmán. uðar og var þar ákveðið að skipta fé- laginu í staxfsdeildir til þess að efla fjör í starfsemi þess. Núverandi for- maður þess er Guðmundur Friðgeir á Skjaldvararfossi, er kosinn var á aðal- fundinum í stað Vigfúsar V. Erlends- sonar, er baðst undan endurkosningu. Finnar fái að halda Petsamo gegn því að hafa þar engan her. Rússar og Finnar geri með sér nýj an verzlunarsamning. Vopnahlé hefjist á hádegi þriðjudaginn 13. marz og verði herirnir að íullu komnir til hinna nýju landmæra 26. marz. Skilmálar þessir eru á margan hátt strangari en kröfur þær, sem Rússar gerffu í haust. Þó hafa Rússar falliff frá kröfunni um Petsamo. Þeir hafa heldur ekki neytt Finna til að gera við sig hernaffarbandalag eins og hin Eystrasaltsríkin. Þá hafa þeir a. m. k. í bili hætt viff þann ásetning sinn, að knýja fram kommúnistiskt stjórnarfyrir- komulag í Finnlandi eins og þeir ætluðu sér á síðastl. hausti, er þeir stofnuðu leppstjórnina í Terijoki. Það vekur sérstaka athygli, að Rússar tryggja sér gjaldfrjálsa flutninga til Noregs og Svíþjóff- ar og ráðgera aff bæta samgöng- ur á þessum leiffum. Góffar sam- göngur eru vitanlega undirstaffa herflutninga. Margir óttast að Rússar kunni að gera óbilgjarnar kröfur til Finna í sambandi við viðskipta- samningana. Samkvæmt samningnum hættu öll vopnaviðskipti á hádegi í gær. RÆÐA TANNERS. Það féll í hlut Tanners utan- ríkismálaráðherra, að skýra finnsku þjóðinni frá þessum hörmulegu tíðindum. Gerði hann það í útvarpsræðu í gærmorgun, þar sem hann skýrði jafnframt frá ástæðunum fyrir því, að Finnar neyddust til að ganga að afarkostum. Okkur var nauðugur einn kost- ur að semja við Rússa, sagði hann. Við höfum barizt einir og Óvenjuleg fáir menn hafa í vetur farið burt af Barðaströnd til þess að leita sér atvinnu, aðeins tveir til Vest- mannaeyja. Undanfarin ár tvö eða þrjú hefir verið góður aflafengur á Patreks- firði vor og haust. Hafa menn haft þar 600—1000 krónur hlut á vorvertíð þessi ár, en margir, sem farið hafa suður á land í atvlnnuleit hafa kom- ið tll baka með tvær hendur tómar. Af þessum sökum sækjast allir þeir, sem að heiman geta farið, eftir skiprúmi á Patreksfirði. Munu flestir, sem fara til vinnu utan sveitar i ár, fara til fiski- róðra á Patreksfirði á vori komanda. Verða fleiri bátar gerðir þaðan út næstu vertlð en undanfarin ár. Aðrir hyggja á að leita eftir vegavinnu, þegar hún byrjar I vor, þvi að ýmsir eiga þess ekki kost að komast að á báta, þar eða fleiri vilja komast þar að, en unnt er að taka á móti. t r r í lok febrúarmánaðar siðastl. hafði Flóra, smjörlíklsgerð Kaupfélags Ey- firðinga á Akureyri, starfað um tíu ára skeið. Hefir smjörlíkisgerðin sífellt verið að eflast þennan áratug, sem hún hefir verið starfrækt. En auk smjör- líkisframleiðslunnar, hafa margskonar efnagerðarvörur verið búnar til í húsa- kynnum smjörlíkisgerðarinnar. Hefir til dæmis undanfarin ár verið búið þar til mjög mikið af saft og mauki úr berjum, er kaupfélagið hefir keypt í þessu skyni. Á síðastliðnu sumri var bygging keypt til viðbótar húsakynnum smjörlíkisgerðarinnar fyrir efnagerðina. vörn okkar hefir tekizt betur, en við gerðum okkur vonir um og hefir vakið aðdáun á finnsku þjóðinni víða um heim. Við gerðum okkur aldrei vonir um að geta varizt einir til lengdar og treystum því á hjálp vin- veittra þjóða, er við hófum styrjöldina. Þessi hjálp hefir brugðizt. Við höfum þrábeðið Norðurlörídin um hernaðarlega hjálp, en alltaf fengið afsvar. Bandamenn buðust fyrir nokkTu til að senda okkur fjölmennt herlið og það hefir verið reiðu- búið seinustu vikurnar til að fara til Finnlands. En sá ljóður var á þessu, að þessi her gat ekki komizt til Finnlands, nema Norðmenn og Svíar leyfðu hon- um yfirför. En ríkisstjórnir þess- ara þjóða hafa neitað afdrátt- arlaust að leyfa slíka flutninga. Við gátum því ekki vænzt neinn- ar hjálpar. Okkur einum var of- vaxið að halda styrjöldinni áfram. Við gátum því ekki ann- að en samið. Samningamenn okkar reyndu hið ítrasta til að fá Rússa til að slaka á kröfum sín- um, en frekari tilslakanir feng- ust ekki. VÖRN FINNA AÐ ÞROTUM KOMIN. Það er talið, að vörn Finna hafi verið mjög að þrotum kom- in og vonlaust hafi verið fyrir þá að halda henni áfram, nema þeim hefði borizt skyndileg hjálp. Þeir gátu alls haft 350—400 þús. manns undir vopnum. Af þessu herliði gátu þeir ekki haft meira en 100 þús. manns til varnar á Kyrjálaeiði. Hitt liðið varð að vera á öðrum vígstöðv- um eða gegna landvörnum ann- arsstaðar. Talið er, að á Kyrjála- vígstöðvunum einum hafi um 15 þús. hermenn fallið seinustu vikurnar. Enn fleiri hermenn hafa særzt og mannfall einn- ig verið nokkurt á öðrum víg- stöðvum. í Viborg voru nokkrar finnskar hersveitir afkróaðar og var vonlítið um undankomu. Hin nýja virkjaröð fyrir vestan Viborg var miklu lengri og ó- fullkomnari en Mannerheimlín- an á Kyrjálaeiðinu, og nú var samt orðið mun fámennara lið til varnar á þessum slóðum. Vörnin var því vonlitil, enda er talið, að Mannerheim yfirhers- höfðingi hafi hvatt til friðar- samninga. Enda þótt Finnar gætu ekki varizt einsamlir lengur, verður vörn þeirra að teljast einhver hin aðdáunarverðasta í allri sögunni. Á fjórða mánuð hefir hinn finnski her varizt marg- földu ofurefli, og þótt mannfall hans sé mikið er það mörgum sinnum meira hjá andstæðing- unum. Þá þjóð, sem er fær um að leysa slíkt afrek af höndum, mun aldrei verða hægt að beygja til fullkomins ósjálfstæðis. Ýmsir kunna að álasa Finn- um fyrir að hafa ekki gengið strax að kröfum Rússa og kom- ist þannig hjá miklu tjóni og mannfalli. En menn verða að gæta þess, að Finnar hófu varn- arstríðið í fullu trausti þess, að þeir myndu fá næga hjálp. Blöð á Norðurlöndum höfðu lika rætt þannig um finnsk-rússnesku samningaviðræðurnar að Finn- ar höfðu fullan rétt til að treysta á þessa hjálp. En sú aðstoð brást, sem Finnar höfðu einkum treyst á, eins og glöggt kom fram i ræðu Tanners. FRAMTÍÐ FINNLANDS. Margir munu þeirrar skoðun- ar, að sjálfstæði Finnlands sé lokið með þessum samningi. Þessi ályktun ætti fullan rétt á sér, ef hér ætti ekki óvenju- leg þj.óð hlut að máli. Finnar halda enn fullu sjálfs- forræði um innanríkis- og utan- Á víðavangi í þingbyrjun flutti Jónas Jónsson tillögu í sameinuðu úngi þess efnis, „að skora á ríkisstjórnina að leita sam- komulags við bæjarstjórn Reykjavíkur um að bærinn leggi fram ókeypis hita og rafmagn til daglegra afnota í hinu nýja húsi háskólans.“ Tillaga þessi var til umræðu síðastl. þriðju- dag. Tveir þingmenn, Héðinn Valdimarsson og Garðar Þor- steinsson, andmæltu henni, en að umræðunni lokinni var hún samþykkt með yfirgnæfandi meirahluta atkvæða. * * * Tillaga þessi virðist mjög sanngjörn. Reykj avíkurbær hef- ir mikinn hag af því, að háskól- inn skuli vera i bænum. Allir starfsmenn við háskólann eru dví búsettir þar og greiða skatta til bæjarins. Dvöl stúdenta hér skapar líka óbeint auknar tekj- ur. Auk þess hefir bærinn marg- vislegan annan ávinning af há- skólanum. Það er því sjálfsögð krafa að bærinn veiti honum nokkur hlunnindi, enda njóta háskólar víða ýmsra hlunninda frá hlutaðeigandi bæjarfélögum. Þessi tvenn hlunnindi, rafmagn- ið og heita vatnið, getur bærinn líka útvegað háskólanum sér að kostnaðarlausu eftir að hita- veitan er fullgerð. Reykjavíkur- bær ætti því að telja það sóma sinn, að veita háskólanum þessa aðstoð og létta þannig undir með rekstri hans. * * * Jónas Jónsson flutti einnig í þingbyrjun þingsályktunartil- lögu um notkun þjóðfánans. Hefir hennar verið áður getið hér í blaðinu. Tillagan var flutt í efri deild og hefir deildin nú samþykkt hana. Samkvæmt því mun ríkisstjórnin láta afla upp- lýsinga um notkun þjóðfána í öðrum löndum og láta semja löggjöf um það efni. Hér heima hefir þjóðfánanum verið alltof lítil virðing sýnd og m. a. hefir einn stjórnmálaflokkurinn reynt að nota hann sem flokksfána. Væntanlega verður þetta til þess, að misnotkun þjóðfánans verði hætt og honum búinn verðskuldaður sess i hugum þjóðarinnar sem tákn sameig- inlegs frelsis hennar og sjálf- stæðis. ríkismál sín. Þeir hafa því enn ekki þurft að gera eins niður- lægjandi samning og hin Eystra- saltsríkin, sem urðu að ganga í hernaðarbandalag við Rússa. Þetta sjálfræði munu þeir nota til þessa að reyna að styrkja tengslin við önnur lönd en Rúss- land og jafnvel ganga í hernað- arbandalag við Norðurlönd. Þannig munu þeir reyna að verja sig gegn aukinni rúss- neskri íhlutun og áhrifum. Þótt mótspyrna gegn Rússlandi sé vonlítil munu þeir áreiðanlega frekar grípa til vopna en láta kúga sig frekara en orðið er. Hin hreystilega vörn þeirra nú hefir kennt Rússum að bera virðingu fyrir hinum finnsku vopnum. Sú andúð, sem slík árás Rússa á Finna myndi skapa, hlýtur líka að teljast varhugaverð frá sjón- armiði Rússa, er ekki vilja stöð- ugt æsa álit umheimsins gegn sér, Hinsvegar má telja víst, að Rússar muni reyna að brjóta niður frelsi og sjálfstæði Finna með því að styrkja kommúnist- iskan áróður í landinu. Þeir munu eftir megni reyna að veikja sjálfstæði Finna innan frá. Á þeim vígstöðvum mun sjálfstæðisbarátta Finna verða háð á næstunni. í slíkri baráttu hafa Finnar mikla þjálfun frá yfirráðatímum Rússa á 19. öld. Sú þrautseiga barátta, er Finnar háðu þá gegn rússneskum þvingunum og á- róðri, sem var beitt til að lama frelsiskennd og sjálfstæðisþrá þjóðarinnar, mun nú hefjast á (Framh. á 4. síöu.) _A_ ZEŒ^OSSO-ÖTTTIM: Kostnaðarverð mjólkur í Eyjafirði. — Frá ungmennafélagi Barðstrendinga. Af Barðaströnd. — Smjörlíkisgerðin Flóra á Akureyri 10 ára. Á ársfundi mjólkursamlags K. E. A., : það einnig þýðingarmikið atriði, að á sem haldinn var snemma í febrúar- hverju heimili sé sem minnst keypt að af matvörum, en búið sem mest að bús-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.