Tíminn - 14.03.1940, Síða 2

Tíminn - 14.03.1940, Síða 2
118 TÍMEVIV, ffmmtwdagiim 14. marz 1940 29. blað Hvep er Karkur ? Svar 111 Kolka læknis og sá að sérstakur Bænda- flokkur gat aðeins dreift þeim kröftum, sem stóðu gegn vax- andi socialisma.“ Það er ekki úr vegi, að athuga þetta dálítið. Ég vil, sem Bænda- flokksmaður, efast um að lækn- irinn hafi rétt fyrir sér. Það mun ganga erfitt að telja okkur Bændaflokksmönnum trú um það, að Jón á Akri — jafn- vel þó að hann hafi það sér til ágætis að vera náfrændi okkar látna foringja — hafi verið glöggskyggnari eða víðsýnni en Jón sál. í Dal. Hverju hefir Jón á Akri áorkað fyrir bændur, með því að velja þá leið, er hann hef- ir farið? Jú, þeir sögðu okkur í nóvem- berbréfinu, að Jón á Akri hefði komið á þjóðstjórninni, sem er það fyrirkomulag, er við gjarn- an viljum hafa, svo framarlega að kaupmennirnir ráði ekki of miklu. Jón var víst einn af þess- um 9, en ekki gat hann þess sjálfur, í svari sínu til mín í 4. tbl. ísafoldar, að hann hefði verið eða, Sjálfstæðisflokkurinn sem flokkur, upphafsmaður að slíkri samvinnu. Við Bændaflokksmenn teljum socialismann óheillastefnu í framkvæmd þó að hugsjónin sé góð, en hvert er pund Jóns á Akri og Sjálfstæðisflokksins i þessum málum. Allir þekkja samvinnu komm- únista og Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, þar sem Sjálfstæð- ismenn kusu í fyrra kommún- ista fyrir formann verklýðsfé- lagsins, og til endurgjalds kusu kommúnistar Sjálfstæðismann í vetur. Hver er samvinnan á Norð- firði? Hver var samvinnan 1931, þegar Sj álfstæðisflokkurinn tók höndum saman við Alþýðuflokk- inn, til að taka af dreifbýlinu valdið yfir löggjöfinni. Nei, við vitum vel, að ef við eigum að vera í framkvæmd, trúir þeirri stefnu okkar, að vinna á móti of miklum áhrif- um socialisma, þá er það ekki með því að ganga í Sjálfstæðis- flokkinn. Sérstaklega nú, þegar hann er farinn að „gera sig sér- staklega til“ við verkalýðsfélögin í bæjunum. Jón á Akri hefir sagt okkur, að hann og Sjálfstæðisflokkur- inn væri á móti háum launum. En hver er útkoman? Útvarpið skýrir okkur frá því, að fjár- málaráðherrann, sem er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórninni, hafi í fjárlagafrumvarpi sínu gert ráð fyrir y2 milj. kr. launa- viðbótum fastlaunaðra starfs- manna, en samtímis lagt til, að 9/io úr miljón væri dregið frá landbúnaðinum. Kolka læknir telur kannske rétt fyrir bændur, að kyssa á vöndinn og starfa innan vé- banda flokks, sem ber ábyrgð á á slíku. Jón á Akri hefir haldið þvi fram, að laun ættu að miðast við verð innanlands afurða. Þessi skoðun á vel við okkur, og þó að henni hafi opinberlega verið hreyft fyrst af öðrum en Jóni — enda þótt tímaritið „Vaka“ ætlaði að stela hug- myndinni handa Jóni — þá höf- um við metið þetta við Jón. En það ótrúlega skeður. í vet- ur mun hafa verið borin fram þingsályktunartillaga, sem fól stjórninni að rannsaka þetta mál. Hvað skeður? Eg hefi sann- frétt, að hinn duglega og ágæta þingmann Austur-Húnvetninga vantaði við atkvæðagr eiðsluna, og tillagan er felld með atkvæðum Sjálfstæðismanna og Alþýðu- flokksmanna, gegn atkv. Bænda- flokksmanna og Framsóknar- manna. Skyldu flokkarnir hafa haldið Jóni utan dyra þingsins þetta augnablik? Nei, Jón á Akri væri áreiðanlega víðsýnni, ef hann segði sig úr Sjálfstæðis- flokknum og gengi í Bænda- flokkinn, heldur en að láta hafa sig til þess eins, að tala um há laun og óhófslifnað, og gera rætnar og vafasamar athuga- semdir við starfrækslu þeirra stofnana, er stjórnað er af póli- tískum andstæðingum hans. Halda þeir Kolka læknir og þingmaðurinn hans, að við Bændaflokksmenn teljum okkur bezt komna innan vébanda þessa flokks, sem lætur blöð sin æsa fólk upp yfir 20% hækkun á framleiðsluvörum okkar, þegar allt, sem við þurfum að kaupa, hefir hækkað margfalt meir, sumt yfir 100%. Við bændur höf- um ekkert gagn af því, þótt slík- ur flokkur hafi menn úr okkar stétt, eins og t. d. Jón á Akri, til þess eins, að tala um að öll laun eigi að lækka, að menn eigi að lifa ódýrar o. s. frv. í þeirri von, að slíkt hjal verði til þess að við gefum þeim flokki atkvæði. Við vitum, að þetta er einn þátturinn í loddaraleik ákveð- ins flokks, til að villa bændum sýn. Jón á Akri á þingmennsku sína að þakka þessum skrípa- látum, og fær, með öllum bitl- ingum, dálitla þóknun fyrir sinn þátt í leiknum. Vitanlega leiðist okkur, sveitungum Jóns, að jafn glöggskyggn maður og hann tel- ur sjálfan sig vera, skuli ekki gera sér ljóst, hvert skrípahlut- verk hann leikur, á meðan hann starfar á þennan hátt. Kolka ynni þarft verk, ef hann vildi gera sínum góða þingmanni ljóst, hversu mikið regindjúp er staðfest á milli orða hans og at- hafna. Kolka læknir þykist hafa skömm á matarpólitík og stétt- arflokkum. Þrátt fyrir skömm hans á mat- arpólitík, hefir honum einhvern- veginn tekizt að verða — að ég held — tekjuhæsti maðurinn í (Framh. á 4. síðu.) Fimtudaginn 14. marz Fímmtíu þús. króna áríegur skaðí Vorið 1932 urðu stjórnarskipti á íslandi og að ýmsu leyti stefnubreyting. Fáum dögum eftir að nýja stjórnin var tekin við völdum breytti hún samn- ingi Alþingis frá 1923 um að tekjur af skemmtanaskatti skyldu renna til að byggja þjóð- leikhús. Eftir hinum nýju á- kvörðunum var fé það, er tekið var með samningsrofi frá þjóð- leikhúsbyggingunni, gert að al- mennum eyðslueyri ríkissjóðs, og hefir verið það síðan. Þegar þetta hervirki var fram- ið stóð byggingin tilbúin að yfirgerð. En það var eftir að ljúka við allan innri umbúnað. Þó fé sjóðsins hefði ekki verið tekið herfangi á þennan hátt myndi ríkissjóður ekki hafa ver- ið sýnilega ver settur. Þjóðleik- húsið myndi þá fyrir löngu vera tilbúið og örðinn þýðingarmik- ill liður í menningu þjóðarinn- ar. Það er að vísu aðeins skemmti- legt aukaatriði, að þjóðleikhús- byggingin er eitt hið mesta og auk þess fegursta hús, sem reist hefir verið á íslandi. Ef það væri fullgert og notað, myndu tekjur þess nema a. m. k. 50 þús. krónum á ári. Herfang ríkissjóðs árlega, frá leikhúsinu, er um 100 þús. kr. Skaði þjóðarinnar við að ljúka ekki húsinu er 50 þús. kr. ár- lega, auk alls hins óbeina tjóns og minnkunnar, sem leiðir af meðferð málsins. íslenzka þjóðin ætlar að vera frjáls þjóð. Hún er það ekki enn, en hún getur orðið það. Þegar þjóðin fékk byrjun að sjálffor- ræði fylgdu frá gömlu hús- bændunum í Reykjavík til al- mennra nota: Einn skóli úr timbri, fangelsi úr steini og kirkja úr steini, sem var við- unandi fyrir lítið þorp, en held- ur ekki meira. Síðan íslendingar fengu ráð yfir fjármálum sínum 1874, hafa þeir orðið að byggja landið að nýju. Þúsundir heimila hafa verið reist og nokkuð af bygg- ingum til almennra þarfa. Þó er miklu meira óunnið í þessu efni. Skulu nefnd nokkur dæmi, og aðeins um sameiginlegar þarfir í höfuðstaðnum. Bærinn á ekkert ráðhús, og hefir hin aumustu húsakynni fyrir bæjarstjórn og starfsfólk sitt. Bærinn á ekkert sjúkrahús, ekkert samkomuhús, engan skóla nema fyrir börn. Hæstiréttur er húslaus og unir illa við. Ríkis- stjórnin er í gamla fangelsinu fi'á tíð einvaldsins. Það hús er að flestu leyti óhæft og óvið- unandi fyrir stjórn landsins, og setur tilfinnanlegan kotungs- blæ á aðstöðu landstjórnarinn- ar, bæði í augum innlendra og útlendra manna. Auk þess vant- ar hús fyrir margar af skrifstof- um landsins, sem ættu að vera í stjórnarráðsbyggingunni. Arnar- hváll er þar eina úrbótin, þó að sú bygging væri löstuð í fyrstu, af mönnum, sem ekki skilja, að frjáls þjóð getur ekki lifað og látið eins og væri hún í öllu undirlægja erlendra húsbænda. Stórbyggingar sínar getur þjóðin tæplega látið reisa, nema nota til þess sérstaka tekju- stofna. Háskólinn hefir verið byggður fyrir happdrættisfé. Þegar því er lokið, er aðkallandi að byggja stjórnarráðshús, sem sæmir frjálsri þjóð. Á eftir því ætti að koma þinghús, en nú- verandi þinghús verða dómhöll landsins, bæði fyrir hæstarétt og lægri dómstóla, sem heima eiga í bænum. Skemmtanaskatturinn var góð byrjun, samhliða happdrættinu, til að leysa vandann með nokkr- ar þær byggingar, sem eiga að setja svip á höfuðborgina og sýna, að þjóðin treystir nokkuð á mátt sinn. Fyrstu verkefni skemmtanaskattsins eru þau að gera kleift að ljúka við þjóð- leikhúsið og byggja dómkirkju landsins á Skólavörðuhæðinni. Kaþólskir menn hafa á hinn prýðilegasta hátt skorað þjóð- kirkjuna á hólm, er þeir reistu sína fögru kirkju á Landakots- túni. Þeirri áskorun geta lúth- erskir menn ekki svarað nema á einn veg með því að gera enn meiri og enn fegurri kirkju á hæstu hæðinni í borginnl. Á fjárlögum yfirstandandi árs er stjórninni gefin heimild til að láta fullgera nokkurn hluta af þjóðleikhúsinu, án þess að spilla hinum eiginlega tilgangi þess, og koma þar fyrir forngripasafn- inu. Þar með væri safnið úr allri hugsanlegri eldshættu, en nú getur þessi dýri fjársjóðir orðið að engu á Landsbókasafnsloft- inu á fáum mínútum. Vonandi verður þetta framkvæmt í sum- ar og það því fremur sem allt of margir byggingamenn munu verða iðjulausir í sumar. En vegna dýrtíðar verður ekki hægt að gera meira við húsið meðan stríðið stendur. En það er hægt að gera annað, og það verður að gera annað. Það verð- ur að hætta að ræna leikhúsið sjóði sínum. Það er nógu mikil minnkun og nógu mikill skaði, að hafa tekið sjóðinn hernámi frá 1932 til 1940, þó að þá verði staðar numið. Þegar kemur að því að fram- lengja niðurrifssöguna frá 1932, og nú í þinglokin má vænta þess, að gerð verði stefnubreyting, og það því fremur, sem núverandi fjármálaráðherra var fyrsti flutningsmaður þjóðleikhús- frumvarpsins 1923 og hefir átt sæti í stjórn leikhússjóðsins síð- an þá. Skemmtanaskattinn ætti nú að leggja í sjóð, eins og gert var frá 1923 og þangað til 1929. Ind- riði heitinn Einarsson geymdi þann sjóð eins og sjáaldur augna sinna. Þegar stríðinu lýkur er sjóðurinn .til, og hægt að ljúka við húsið. Þá fer það að gefa af sér að minnsta kosti 50 þús. kr. árlega. Um leið og þeirri bygg- ingu er lokið, ætti tekjustofn- inn að hverfa til dómkirkju- byggingarinnar á Skólavörðu- hæð. Þj óðleikhúsið myndi verða not- að sem kvikmyndahús 4—5 sinn- um í viku, en endranær fyrir sjónleiki, söngskemmtanir og fjölsótta fyrirlestra. Fyrri hluta dags mætti kenna þar 800 börn- um í einu margskonar fræði með myndum og fyrirlestrum, og létta á bæ og landi útgjöldum við dýrari og gagnminni kennslu. Af og til myndu koma góðir leikarar frá útlöndum og leika hér gestaleik. Við það myndi þjóðin geta kynnzt beztu leiklist, sem völ er á í nábúalöndunum. En ég hygg, að í sambandi við þjóðleikhúsiö megi og eigi að byrja stórfellda fræðslu- og skemmtistarfsemi, sem verður að hefjast sem fyrst. Ég álít, að leikhúsið eigi að vera „móður- skip“ fyrir kvikmyndasýningar hvarvetna í dreifbýli hér á landi. (Framh. á 3. síðu) Frederíc Sondern: FRAMHALD. Sumar hinna hlutlausu þjóða hafa ekki farið eins skynsamlega að ráði sínu og Ítalía. Einkum hefir það viljað brenna við, að skipaeigendur í Hollandi og á Norðurlöndum hafa reynt að lauma inn vörum umfram það magn, er þessum löndum var skammtað, sem ætlaðar voru Þýzkalandi. En það er fáum hent að leika á Bretann. Flestir skip- stjórar hlutlausu þjóðanna koma við í einhverri hinna þriggja bannvörueftirlitsstöðva í Eng- landi, áður en þeir hætta sér inn til meginlandsins. Skipunum eru fengin sérstök flögg, sem gefa til kynna, að skoðun hafi farið fram í þeim, og eru þau þá frjáls ferða sinna fram hjá brezkum og frönskum herskipum. Eftir- litsskipin eru á víð og dreif á öllum skipaleiðum og þau stöðva öll skip frá hlutlausum þjóðum, sem verða á vegi þeirra. Ráðu- neytið tekur mjög hart á skipum, sem reyna að laumast hjá bann- vörueftirlitinu. Þegar næst í slík skip, eru þau látin liggja dögunum saman í eftirlitshöfn- unum, án þess að litið sé við þvi að skoða þau. Flestir skipstjór- arnir á slíkum skipum hafa orð- ið að reyna það, að það er afar Kolka læknir hefir í 6. tbl. ísafoldar þ. á. sent frá sér rit- smíð eina, í tilefni af bréfi minu til Jóns alþm. á Akri, er birtist í 3. tbl. Tímans þ. á. í grein þessari er fengið svar við aðalatriði bréfs míns frá 2. jan., og vil ég með linum þess- um vekja athygli á svarinu. Kolka segir, að ástæðan til bréfs þeirra félaga hafi verið: „að Tíminn hefði í haust ympr- að á því, að til samvinnuslita gæti komið í þjóðstjórninni.“ Þarna er fengið svar við því, af hverju umrætt bréf var sent út. Þeir félagar játa hér með, að umrætt bréf hafi verið hugsað og sent út, sem kosningabeita fyrir okkur bændaflokksmenn í Austur-Húnavatnssýslu. Kolka sjálfur hefir í nóvem- berbréfinu lýst skoðun þeirra félaga á mönnum, er gleypa slík- ar flugur, og ég verð að játa, að ég er stórmóðgaður við Kolka og þingmanninn, að þeir skuli skoða okkur, er þeir senda bréf- ið, slíka manntegund. Vegna hins ágæta héraðslækn- is, og drenglynda þingmanns, sem áróðurinn er hafinn fyrir, er líklega rétt að reyna að trúa því, að það sé einskær tilviljun að bréfið er samið og sent út, af þeim félögum, einmitt á þess- um tíma. Læknirinn og þingmaðurinn, sem vita, að hin bleika hönd mun bráðlega höggva stórt og þýðingarmikið skarð í fylkingu okkar, senda bréf þetta sjálf- sagt ekki út á þessum tíma af þeirri ástæðu einni, enda þótt búast mætti við, að< einmitt á þessum tímamótum værum við ráðvilltir. Nei, slíkt er bara ein- kenniieg tilviljun. En þá er annað athyglisvert í málinu. Kolka læknir og þing- maðurinn hans telja mig flokks- svikara — líklega af því að ég fékk bréf mitt birt í Tímanum, fyrir milligöngu góðra manna.— í grein sinni fræðir læknirinn okkur á því — auðvitað sem læknir — að ekkert hafi flýtt eins foringj amissi okkar, eins og það, að þeir menn, sem upp- haflega stóðu 1 fylkingu okkar, hefðu brugðizt trausti hans. — Þeim mönnum líkir læknirinn við þrælinn Kark. Ég get nú upplýst héraðslæknir okkar Húnvetninga um það, að ég var ekki í tölu þeirra manna, og missir því Karks nafnið marks hjá lækninum og skáldinu í þetta sinn. En ég vil í allri vin^ semd benda læninum á, hver er hans hlutur í þessu máli. Læknirinn gerir sér tlðrætt erfitt að lauma nokkru undan, meðan skoðun fer fram. „Það er áreiðanlegt, að þessir Bretar sjá lengra en nefi sínu“, sagði gram- ur sænskur skipstjóri við mig fyrir nokkru síðan. Þetta er þó ekki allskostar rétt, heldur er hér merkileg og afar víðtæk njósnarstarfsemi að verki, sem Leith-Ross hefir einnig stofnað til. í Róm, New York, Rio de Janeiro, Tokio og reyndar hvar sem er á hnettin- um, starfa brezk verzlunarsam- bönd, sem upplýsingastöðvar. Brezkur bankastjóri í Rio frétt- ir hjá kunningja sínum, að Þýzkaland hafi keypt nautshúð- ir, sem sendast eigi yfir Holland. Hann skýrir ræðismanni sínum frá vitneskju sinni. Ræðismað- urinn kemst á snoðir um það, með hjálp aðstoðarmanna sinna, sem fylgjast vel með öllu, sem fer fram niðri við höfnina, með hvaða skipi húðirnar verða flutt- ar til Evrópu. Stríðsmálaráðu- neytinu í London er gefin bend- ing loftleiðis, og þegar hollenzki skipstjórinn heldur inn í höfn- ina í Weymouth til skoðunar, rekur hann í rogastanz yfir því, að brezki eftirlitsforinginn veit nákvæmlega, hvar hann á að leita að húðunum. um það, að hann hafi komið til vor Húnvetninga af einskærri ræktarsemi og föðurlandsást, skoði okkar hérað sem fóstru sína. Hann hefir lýst réttilega hversu mikils virði foringi okk- ar var okkar héraði. — Leiðin- legt hvað sú viðurkenning kom seint frá lækninum og þing- manninum. Eg vil biðja læknirinn að at- huga eftirfarandi: Hann er búinn að lýsa hinum örlagaríku afleiðingum, er lið- hlaup óbreyttu hermannanna geta haft á foringjana. En sjálf- ur býr hann út og stjórnar hin- um lævísasta kosningaáróðri, er nokkru sinni hefir verið beitt að okkur Bændaflokksmönnum í Austur-Húnavatnssýslu í því trausti, að það verði til að við yfirgefum okkar foringja, og þennan áróður hefja þeir félag- ar einmitt á þessum tíma. Ég legg það því óhikað undir dóm lesenda minna, hver betur geymir Karks-nafnið, héraðs- læknir Húnvetninga, sem er svo smekklegur að hefja áróður, til að draga fylgið frá foringja okk- ar, þegar hann liggur fársjúkur, eða ég, sem af nokkrum vilja, en lítilli getu, reyni að fletta grím- unni af flugumönnunum, sem með flærð og meiningarlausu smjaðri eru að reyna að draga mig og samherja mína í sinn dilk, og frá okkar foringja. Ég veit um skoðun margra flokksbræðra minna, og þeirra skoðun er sú, að tilræði þetta sé mun verra en þó ég fái bréf mín birt í Tímanum, en ekki í Fram- sókn, sem því miður er ekki eins útbreidd. Úr þvi ég á annað borð er far- inn að svara Kolka lækni, er rétt að vekja athygli á nokkrum öðrum atriðum í grein hans. Kolka segir um viðhorf sitt til Bændaflokksins: „Ég hefi andúð á honum, eins og öðrum stéttarflokkum, og þeirra matarpólitík. Jón heit- inn í Stóradal skoðaði ég sem þröngsýnan afturhaldsmann." Þarna kemur læknirinn tildyr- anna eins og hann er klæddur, og fyrir það getur maður borið virðingu fyrir honum. En Adam var ekki lengi í Paradís. Lækn- irinn veit, að sitt verkefni á að vera, að veiða Bændaflokkssál- irnar í „allra stétta flokkinn“, og hann heldur, að þetta henti ekki vel, þessvegna steypir hann fljótt yfir sig sauðargærunni aft- ur og segir nokkru síðar í grein sinni: „Nafni hans og náfrændi, Jón á Akri, var það glöggskyggnari, Njósnadeild brezka viðskipta- stríðsráðuneytisins hefir þegar fengið svo mikla æfingu í starfi sínu, að hún leyfir oft hlutlaus- um skipum, sem vitað er um að flytji ófriðarbannvöru, að fara óáreittum ferða sinna, þar til þau nálgast eftirlitshöfn þá, sem þægilegast er að skipa í land þeim hluta farmsins, er gera skal upptækan, í það og það skiptið. Hollenzku skipi, sem var að flytja kaffi til Þýzkalands, var þannig leyft að komast alla leið á móts við Downs, áður en það var stöðvað. Þetta var gert sök- um þess, að það var hentugra að flytja kaffið þaðan til Lond- on, heldur en frá suðurströnd Englands. Eftirlitsskipið fór því næst með hollenzka skipið til hafnar, sem hafði þannig — óafvitandi — flutt vörur endur- gjaldslaust fyrir brezku stjórn- ina. Ófriðarbannvörueftirlitinu er einnig mikil aðstoð í „svarta listanum", sem Leith-Ross hef- ir útbúið af mikilli nákvæmni. Það má hérumbil ganga að því vísu, að vörur, sem sendar eru einhverju af fyrirtækjum þeim, er standa á þessum lista, eigi að fara til Þýzkalands, og þessar vörur eru því gerðar upptækar á augabragði. Að vísu er „hlut- lausu“ skipstjórunum í lófa lag- ið að skjóta máli sínu til skipa- tökudómstóls, til þess að mót- mæla þar ólöglegri töku skipa sinna. En bannvörulistinn er svo víðtækur, þar sem hann skil- greinir „vörur, sem hægt er að nota eða breyta þannig, að þær séu nothæfar til hergagnagerð- ar,“ að lítil von er fyrir skip- stjórann að fá þar nokkru áork- að. Allar þær vörur, sem bann- vörueftirlitið gerir upptækar, eru seldar og andvirðið látið í sjóð, sem verður skipt upp á milli skipshafna brezka flotans, að striðinu loknu. Sjóliðsforingjarnir í bann- vörueftirlitinu eru ekki öfunds- verðir af starfi sínu. Það út- heimtir afar mikla lipurð og kænsku, að koma í veg fyrir að gremja hollenzku og Norður- landaskipstj óranna snúist ekki upp í uppreisn og að þeir bjóði eftirlitinu byrginn. „Ég held skipi mínu úr höfn og ef þið skjótið það í kaf, þá lendið þið í styrjöld við Svíþjóð," heyrði ég sænskan skipstjóra hreyta út úr sér fyrir skömmu. Til allrar hamingju flæktist skipið í vír- um og köðlum, þegar sænski skipstjórinn, risavaxinn náungi og rauður í framan af vonzku, reyndi að komast á brott. Eftir- litshafnirnar eru alltaf yfir- fullar af skipum. Firðritarnir, sem eru í sambandi við ráðu- neytið í London, eru önnum kafnir allan sólarhringinn við að senda farmskýrslur, sem því næst eru færðar inn í innflutn- ingsskömmtunarbækur ráðu- neytisins. Eins til tveggja daga töf er því óhjákvæmileg, jafn- vel fyrir skip, sem hafa hreint mjöl í pokanum. Það hefir verið lagt ríkt á við eftirlits-sjóliðs- foringjana að enda hverja ein- ustu setningu, sem þeir segja við „hlutlausu” skipstjórana, með „herra minn“ og biðja afsökun- ar á hverju sem er. Viðskiptastríðsráðuneytið hef- ir annað verkefni með höndum, sem er engu þýðingarminna en hafnbannið á Þýzkaland. Það er að fá hlutlaus skip til þess að halda áfram siglingum sínum til Bretlands, þrátt fyrir ótta eig- enda þeirra á tunduTduflum og tundurskeytum. Því að því fer fjarri, að England geti flutt að sér allar lífsnauðsynjar sínar á sínum eigin skipum. Neyta verð- ur bragða við þau hlutlausu skip, sem treg eru til að sigla til Englands. „Eldsneytiseftirlit", „allsherj ar-skipaleiga“ (central chartering) og „rétturinn til að taka skip eignarnámi“ (right of angary) eru hin opinberu heiti aðferða þeirra, sem venjulega kemur hlutlausu þjóðunum til þess að kalla: „Skjótið ekki. Ég skal koma.“ Bretland og Frakkland ráða til samans öllum aðal kolahöfn- um í Evrópu og Mið-Austur- löndum, og ennfremur helztu kolageymslum á öllum helztu siglingarleiðum heimsins. Á að- alleiðinni milli Norður-Evrópu og Austur-Asíu, sem liggur í gegnum Suezskurðinn — frá Gibraltar til Hongkong, — eru 20 eldsneytisstöðvar, og eru, 15 þeirra í eign Bandamanna. Á leiðinni suður með Afríku eru birgðahafnirnar þessar: Lissa- bon, Madeira, Canarieyjar, St. Vincent eyjan, Dakar, Freetown, Lagos, Waldis Bay, Capetown. Allir þessir staðir fá eldsneytis- birgðir sínar annaðhvort frá Bretum eða Frökkum. Það mun reynast hér um bil ómögulegt fyrir skip, sem viðskiptastríðs- Starísemi brezka víð- skiptastríðsráðuneytisins

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.