Tíminn - 14.03.1940, Side 3

Tíminn - 14.03.1940, Side 3
29. Mað M, fimmtndagiiin 14. marz 1940 119 A N N Á L L 11 Æ K U R Dánarmiimmg. Helgi Marteinsson á Skjald- vararfossi, fæddur á Siglunesi 25. ágúst 1897, dó hinn 16. nóvem- ber síöastliðinn. Helgi var sonur Marteins Erlendssonar Runólfs- sonar prests á Brjánslæk, 1822— 1834. Helgi missti foreldra sína ung- ur. Fór þá til bróður síns, Þórð- ar Marteinssonar, sem þá var giftur og farinn að halda heim- ili. Helgi var lengi hjá þeim hjónum, fyrst sem unglingur, og seinna sem aðalstoð þess heim- ilis. Bróðir hans missti heilsuna á unga aldri, fékk slag og lézt nokkru seinna. Þórður bróðir hans og Ingibjörg, kona hans, áttu mörg börn og voru börnin flest í ómegð, þegar þau misstu föður sinn. Tók þá Helgi við allri umsjón á heimilinu út á við, var til sjós á vorin og hagn- aðist vel, því að hann var af- bragðs fiskimaður. Hann heyjaði fyrir skepnunum á sumrin, reri að haustinu til að afla að heim- ilinu vetrarforða, og hirti svo búpeninginn að vetrinum. Yfir- leitt sá Helgi um heimilið eins og bezti húsfaðir hefði getað gert, enda hafði Helgi alla hæfi- leika til þess. Hann var sérstakt prúðmenni í allri umgengni, bæði á heimili og utan þess, og dugnaðarmaður til sjós og lands. Búhyggjumaður var hann mik- ill og afbragðs skepnuhirðir. Meðan börnin voru í ómegð og ekkjan átti erfiðast framdrátt- ar, lagði Helgi sig allan fram um að sjá heimilinu sem bezt borg- ið í einu og öllu, og hefði sann- arlega ekki getað það betur, þó hann hefði verið að því beinlínis fyrir sjálfan sig. Helgi var með vinsælustu mönnum hjá öllum, sem einhver kynni höfðu af honum. Hann var glaður í öllum félagsskap og skemmtinn í viðtali. Enda var Helgi vel skýr maður og hafði mikið lesið, miðað við þann tíma, sem líkur voru til að hann hefði getað sinnt slíku, sökum marg- háttaðra anna á öðrum sviðum. Þegar Helgi var búinn að koma upp börnum ekkjunnar, með hennar góðu aðstoð, sá hann að heimilið þurfti sín ekki lengur með,því jörðin var lítil og gatþar af leiðandi ekki framfleytt mikl- um pening. Fór Helgi þá í burtu og var í ýmsum stöðum, sem kaupamaður að sumrinu og skepnuhirðir að vetrinum, en átti þó lögheimili hjá systir sinni, Friðgerði á Skjaldvarar- fossi, og á því heimili dvaldi Helgi að öllu leyti tvö síðustu árin, sem hann lifði, án þess að geta nokkuð gert. Helgi fékk Skíðahandbók. íþróttasamband íslands hefir nýlega gefið út handbók fyrir skíðamenn, er hefir að geyma leikreglur og leiðbeiningar ýms- ar þeim til handa, samdar af skíðaráði Reykjavíkur. Hafa for- maður þess, Steinþór Sigurðs- son magister, og ritari, Einar Pálsson verkfræðingur, aðallega unnið að samningu bókarinnar. En reglurnar, sem þar eru sett- ar í samráði við skíðareglur al- þjóðasambandsins og norska skíðasambandsins, sniðnar að ís- lenzkum staðháttum. Leikreglunum er skipt í þrjá kafla og eru í hinum fyrsta ýms ákvæði, um löggilding dómara og skipun, mótmæli og kærur, kosningar og brottrekstur úr leik, verðlaun og úrslit. Annar kaflinn er um skipun starfs- manna við leikmót, auglýsingu móta, tilkynningar um þátttöku, flokkaskiptingu, röð keppenda, leikskrár, skýrslur o. s. frv. í þriðja kafla eru settar reglur um einstakar greinar skíða- keppni, skíðagöngu, stökk, svig, brun, stórsvig, tvíkeppni í göngu og stökki, tvíkeppni í bruni og svigi, boðgöngu og göngu um ókunnar slóðir. Loks eru ýmsar leiðbeiningar og athugasemdir. Ordsendingf til blindra manna. Alþingi hefir á þessu ári veitt 10 viðtæki til handa fátækum blindum mönnum. Umsóknir sendist á tilskildum eyðublöðum fyrir 15. maí næstkomandi til stjórnar Blindravinafélags íslands. Læknisvottorð um orsakir blindunnar óskast. Eldri umsóknir þurfa ávalt að endurnýjast. Stjórn Blindravinafélags íslands. þrisvar slag og dó skömmu eftir það síðasta. Heimilið, sem Helgi dvaldi lengst á og starfaði mest, heitir Fit á Barðaströnd. Eitt af börn- um ekkjunnar fékk mænuveiki á unga aldri, og er svo fatlað af- leiðingum veikinnar, að litlar líkur eru fyrir, að það geti unn- ið fyrir sér. Þennan pilt arf- leiddi Helgi að eignum sínum. Ber það vott, ásamt ýmsu fleiru, hvaða umhyggju hann bar allt- af fyrir því heimili, jafnt eftir að hann fór þaðan eins og er hann dvaldi þar að öllu leyti. Helgi var einstakur reglumað ur í orðsins fyllstu merkingu, og sparsemdarmaður, ábyggilegur í öllum viðskiptum, trúr og skyldurækinn í hvívetna. Gamall sveitungi. SkriSstoIa Bókaútgáfu Menningarsjóðs, Austurstræti 9, Opin daglega kl. 10—7. Sími 4809 Hreinar léreftstiisknr kaupir Prentsmlðjan Edda Lindargötu 1D. ráðuneytið álítur vera óvinveitt, að birgja sig af olíu eða kolum á nokkrum þessara staða. í síðustu styrjöld höfðu Bandamenn það lagið á, að gera aðeins þeim hlutlausu skipum auðvelt að fá eldsneyti, sem voru í siglingum, er mátti verða mál- stað þeirra að gagni. Skipaeig- enduT gátu því aðeins fengið kol til þarfa sinna, að þeir féllust á, að tvær af hverjum þremur ferðum skipa þeirra væru í sam- ræmi við óskir brezku og frönsku stjórnarinnar. Þeir gátu sjálfir valið ákvörðunarstað þriðju ferðarinnar, svo framarlega, sem hann var ekki Þýzkaland. Þetta kerfi hefir ekki ennþá verið tek- ið upp aftur. En eflaust verður gripið til þess, ef hinum ótak- markaða kafbáta- og tundur- duflahernaði heldur áfram. „Allsherjar skipaleiga“ (cen- tral chartering) er annað ráð, sem gripið er til, til þess að fá hlutlausu þjóðirnar til þess að leigja Bretum skip sín. Allskon- ar pólitískri og fjárhagslegri þvingun er fyrst beitt gagnvart t. d. hollensku stjórninni, í því skyni að öðlast hagkvæm leigukjör á hollenzkum skipum. í stað þess eru boðnar tilslak- anir á hafnbannsreglunum, eða sérstaklega hagkvæmur við- skiptasamningur.Ef þetta bregst, þá eru enn til tvær áhrifamiklar þvingunaraðferðir, sem þó eru báðar fyllilega löglegar. Annað- hvort er gripið til „skip fyrir skip“ reglunnar, og er þá engu hollenzku skipi leyft að fara með farm úr höfnum Bandamanna, fyrr en annað er komið I stað þess með farm, eða látið koma til kasta „eignarnámreglunnar' (right of angary). Þessi hugvits samlega regla var vakin á ný til lífsins og framkvæmd af gamla hafnbannsráðuneytinu brezka 1917. Þessi regla heimilar landi að gera upptæk skip og farma, hvaða erlendrar þjóðar sem er, ef þau eru innan landhelgi þess. Reglan mælir svo fyrir, að eig- endunum skuli bætt sanngjarn lega tap það, sem þeir verða fyrir. En eins og skiljanlegt er, velja hlutlausu þjóðirnar þann kostinn, að gera hagkvæma verzlunarsamninga um áfram- haldandi viðskipti, heldur en að eiga á hættu að kaupför þeirra verði tekin eignarnámi gegn endurgjaldi, sem seint og síðar meir kann að verða greitt. Bann- vörueftirliti Bandamanna hefir orðið svo vel ágengt, að þeir halda því fram að hafa gert upptækar vörur fyrir Þjóðverja fyrstu 15 vikur stríðsins, sem svara til tíu hundraðshluta af venjulegum ársinnflutningi Þýzkalands. Þetta eru 870.000 smálestir af vörum, sem nægja til að fylla 116.500 járnbrautar- vagna. Bretland eitt hefir gert upptækt benzín (126.000.000 lítra), sem nægir til að fylla hvern einasta benzíngeymi allra ökutækja í Stóra-Bretlandi og írlandi, baðmull til þess að fx-amleiða 12.000.000 hleðslur af 6 þumlunga howitzer fallbyssu- kúlum, húðir til að framleiða 5,000,000 pör af stígvélum. Þar að auki ber þess að gæta, að það sem E'ngland hefir gert upptækt, er aðeins nokkur hluti þess, sem JORÐ TIL SÖLU. Jörðin Hraun í Hofshreppi í Skagafj arðarsýslu er til sölu. Laus til ábúðar á næstu fardögum. Vel byggt. Sanngjarnt verð. Góðir greiðsluskilmálar. Upplýsingar bjá Kreppulánasjóðf. Posthólf Tímans, Mlðstjórnar Framsóknarflokkslns og Sambands ungra Framsóknarmanna verður framvegis 1044 en ekki 961 eins og að undanförnu. Þýzkaland hefir misst af inn- flutningi sínum, því að mikill hluti af vörum þeim, sem Þjóð- verjar eru vanir að flytja inn, hefir aldrei verið sendur af stað af ótta við, að þær yrðu gerðar upptækar. En ein smuga var eftir, sem fylla þyrfti upp í. Enda þótt Holland, Belgía, Norðurlöndin og Ítalía séu undir ströngu eftir- liti viðskiptastríðsmálaráðu- neytisins, þá eru Balkanríkin ekki eins leiðtöm og eru erfið- ari viöfangs. Mikill hluti út- flutningsins frá Júgoslavíu og Rúmeníu af korni, olíu, blýi, kop- ar og hráaluminium hefir farið til Þýzkalands, og Þýzkaland hefir greitt við móttöku í er- lendum gjaldeyri, sem því hafði aðallega áskotnast við að flytja út vörur til Suður-Ameríku. í fyrstu reyndi ráðuneytið að úti- loka Þjóðverja frá þessari verzl- un með því að greiða Jugoslöv- um og Rúmenum hærra verð fyrir framleiðsluvörur sínar. En það var afar kostnaðarsamt að yfirbjóða hina örvæntingarfullu Þjóðverja, og fjármálasérfræð- ingarnir í London höfðu annað áform á prjónunum: Fullkomna stöðvun á öllum útflutningi frá Þýzkalandi, til þess að koma í veg fyrir að Þjóðverjar gætu safnað erlendum gjaldeyri. Það var þó ekki fyrr en Þýzkaland hóf hið ótakmarkaða tundur- duflastríð, að brezka stjórnin áleit sig hafa nægilega afsökun til þess að gefa út hina ströngu og víðtæku tilskipun um „tvö- falt“ hafnbann á Þýzkaland. Með hinu „tvöfalda“ hafnbanni verð- ur Þýzkalandi gert ókleift að greiða út í hönd, jafnvel vörur innfluttar frá hlutlausu þjóð- unum, sem leyfðar eru sam- kvæmt brezku skömtuninni. Þetta mun þó ekki hafa nein veruleg áhrif á viðskipti Þýzka- lands við Norðurlöndin, Holland og Belgíu, enda er sú verzlun að mestu leyti byggð á jafnvirðis- kaupum, sem nálgast hreina vöruskiptaverzlun, en aftur á móti ætti þetta að draga stór- lega úr hinum þýðingarmiklu innkaupum Þýzkalands í Rúm- eníu og Júgoslavíu, sem fara fram gegn staðgreiðslu. Útflutningsbannið var sann- kallað reiðarslag fyrir hlutlausu þjóðirnar. Holland horfir fram á algert hrun siglinga sinna, þar eð næstum því 75% af vörum þeim, sem hollenzk skip flytja frá Evrópu, eru þýzkar vörur, sem sendar eru um Rotterdam. England hefir samt sem áður snúizt vel við mótmælum þeim, sem Norðurlöndin, Japan, Hol- land og Belgía hafa borið fram, vegna þessara ráðstafana og enn sem komið er, hefir banni þessu ekki verið fylgt út í yztu æsar. Líklegt þykir, að England muni nota þessa ráðstöfun til þess að þjarma að Þýzkalandi.en þó ekki svo mikið, að hlutlausu þjóðirn- ar verði óðar og uppvægar og snúist á móti Bretum. England hefir sýnt afar mikla varfærni í viðskiptum sínum við einu hlutlausu þjóðina, sem nokkurs má sín, Ítalíu. England og Frakkland greiða svo hátt verð fyrir ítalskan skófatnað og vefn- aðarvörur og ítalskar vélar, að Mussolini hefir látið tilleiðast að draga mjög úr verzlun Ítalíu við Þýzkalana. Flest hin hlutlausu löndin eiga einskis annars úr- kostar. Öll deilumál, sem risið hafa milli Washington og London, hafa verið jöfnuð með lipurð og lægni af Kennedy sendiherra, Roosevelt forseta og utanríkis- málaráðuneyti Bandaríkjanna. Lítið hefir verið látið kvisast út um þessi mál, af ótta við að (Framh. á 4. sUSu.) Eitirtaldar vörur höfum við venjulega til sölu: Frosið kindakjöt aí dilkum - sauðum - ám. Nýtt ogfrosið nautakjöt Svínakjöt, Úrvals saltkjöt, Ágætt hangikjöt, Siaijör, Ostar, Siujörlíki, Mör, Tólg, Svið, Lifur, Egg, llarðfisk, Fjallagrös Ct Fimmtíu pús. króna árlegur skaðí (Framh. af 2. síðu.) ísland þarf að halda við di'eif- býli sínu. íslenzka þjóðin glatar sjálfri sér, ef hún glatar dreif- býlinu. En dreifbýlið má ekki vera gleðivana. Kvikmyndir eru vinsælasta skemmtun samtíðar- innar. Kvikmyndir þurfa að verða skemmtun fólksins í dreif- býlinu og geta verið það. Þjóð- leikhúsið á að nota gróða sinn af kvikmyndastarfsemi í Reykja- vík til a ðstanda straum af því að sýna farandmyndir í öllum samkomuhúsum í byggðum og smáþorpum landsins, sem vant- ar nú þessa vinsælu nútíma- skemmtun. Hver byggð og hvert smákaup- tún á íslandi hefir leiksvið í samkomuhúsum sínum. Þjóðin þráir leikmennt og reynir að fullnægja þeirri löngun, jafn- vel undir erfiðustu skilyrðum. Víða eru samkomuhúsin tiltak- anlega myndarleg, nema í höf- uðstaðixum. Þar er aðal sam- komuhúsið timbui'hj allur, sem var byggður með miklum mynd- arskap fyrir 40 árum, þegar Reykjavík var ekki stæiTi en Hafnarfjörður er nú. Þetta leik- hús höfuðstaðarins getur brunn- ið með mikið af leikhúsgestum hvenær sem er. Sérhyggja Reykvíkinga er svo mikil, að þeir byggja sér „villur“ fyrir 5—6 miljónir árlega. En þeir skemmta sér í smáhýsi frá aldamótum, sem er tiltakanlega minna og verra hér heldur en þekkist í nokkrum smákaupstað á landinu. En í miðjum bænum stendur þjóðleikhúsið hálfgert. Það getur ekki brunnið, og það getur ekki verið neitt annað en samkomuhús. Síðan 1932 hefir þetta fyrirtæki verið rænt öll- um tekjum sínum og svipt skil- yrðum til að fá 50 þús. kr. fyrir þau not af húsinu sínu, sem |,e|,. eigi gn*iildir eöa framlongdir fyrir lok- bæinn vantar mest. * ” Vonandi verður Alþingi ,nú sammála um að undirbúa ekki nýjan Keflavíkurbruna í Iðnó, heldur að hætta ranglæti en byrja réttlæti, ljúka leikhús- byggingunni og gera hana að miðstöð heilbrigðrar gleði fyrir alla þjóðina. J .J. AnglýsiðS í Tímannm! Börn í sveit að sumarlagí. Þau sveitaheimili, er vilja á n. k. sumri taka til dvalar heil- brigð kaupstaðarbörn á aldrinum 9—14 ára, geta sent skrifstofu Rauða Kross íslands í Reykjavík beiðni þar um. Beiðninni verður að fylgja umsögn héraðslæknis,, eða heilsu- verndarstöðvar, ef slík stöð starfar í héraðinu, um heilbrigði við- komandi heimilis. Þá geta og forráðamenn barna í Reykjavík, er æskja að koma börnurn á ofangreindum aldri til sumardvalar á heilbrigð- um sveitaheimilum, á sama hátt snúið sér til skrifstofu Rauða Krossins. Beiðninni fylgi heilbrigðisvottorð frá Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík. Skrifstofa Hauða Kross íslauds, Reykjavík Bankarmr verða lokaðir laugardagmn fyr- ir páska. Athygli skal vakin á því, að víxlar, sem falla í gjalddaga firiðjndaginn 19. marz verða afsagliir miHvikndaginn 20. marz, séu unartíma bankanna þann dag. Reykjavík, 12. marz 1940, LANDSBANKI ÍSLANDS. ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS H.F. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS. 192 Margaret Pedler: Laun þess liðna 189 nokkurn hátt ráðið af framkomu hans, hvort trúlofun Elizabetar hrærði til- finningar hans sjálfs eða ekki. Hann hafði óskað henni til hamingju blíðlega og innilega, en þó með ofurlítið beisk- glettnislegri athugasemd, eins og hefði mátt vænta af bróður við systur sína, sem væri mun yngri og honum þætti mjög vænt um. Síðan hafði hann ávalt og eðlilega dregið sig í hlé, þegar Mait- land kom í heimsókn, eða til þess að sækja Elizabet til veiða eða ökuferða. En nú var tjaldið dregið frá. Maður- inn, sem við gluggann stóð, hélt sig ó- hultan fyrir augum annarra. Hann leið miklar hugarkvalir og þær sýndu sig ljóslega í andlitinu. Jane fann að hún hafði óvart séð það sem enginn átti að sjá, hafði komið nakinni sál að óvörum. Hún skauzt á bak við allstóran runna og gekk þaðan í hvarfi eftir mjóum stíg, stóran krók, til þess að komast ó- séð heim að húsinu. Colin skyldi aldrei vita, að hún hefði séð hann — svona. Einu sinni nam hún staðar og néri saman höndunum í örvæntingu. „Guð minn góður!“ hvíslaði hún. „Bara að hann hefði ekki þurft að bera þessa byrði í ofanálag, það er óréttlátt!" Langt inni í hug hennar blakti veik- byggð og flóttaleg von. Ennþá var trú- lofun Elizabetar haldið leyndri, eftir stjúpmóður mína,“ bætti hún glettnis- lega við. „Hún verður áreiðanlega traustasti liðsmaður þinn í baráttunni fyrir því að vilja hraða giftingunni." „Hvers vegna? Semur ykkur ekki?“ „Auðvitað semur okkur. En það er líka jafn auðvitað, að hún vill ekki eiga eig- inmanninn með stjúpdótturinni. Það myndi víst engin venjuleg kona vilja. Mér væri til dæmis ekki eins illa við neitt og það, að þú ættir dóttur eða eitt- hvað annað álíka! .... Meðal annara orða, hélt hún áfram: „Þú hefir aldrei minnst á neina ættingja, svo að ég muni eftir. Áttu alls enga?“ Rökkrið huldi hörkusvipinn, sem kom á andlit Maitlands við þessa spurningu, svo að Elizabet varð einskis vör.“ „Nei, enga,“ svaraði hann blátt áfram. „Það var ágætt,“ sagði Elizabet. „Candy segir alltaf að ættingjar séu handjárn náttúrunnar," bætti hún brosandi við. „Það er ekki svo fráleitt hjá honum,“ svaraði Blair. „Þeir reynast að minnsta kosti sjaldan fljótir til hjálpar þegar á liggur.“ Nú voru þau komín heim undir húsið og námu staðar í hvarfi við runna nokkura. Maitland faðmaði Elizabet að sér. „Ég vildi sannarlega að ég þyrfti ekki

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.