Tíminn - 14.03.1940, Page 4

Tíminn - 14.03.1940, Page 4
120 TÍMIM, fimmtndaglnn 14. marz 1940 29. blaff Yfir landamærin 1. Um þessar mundir fara fram fundir í deildum KRON hér í bænum og eru þar kosnir fulltrúar á aðalfund félagsins, sem haldinn verður síðar í vetur. í einni deildinni gerðust þau tíðindi, að Brynjólfur Bjarnason og Sígfús Sigurhjartarson náðu ekki kosn- ingu, en þeir hafa áður verið fulltrúar á aðalfundum félagsins. Ástæðan fyrir þessu var ekki sú, að um væri að ræða neinn áróður fyrir því að fella þá frá kosningu, heldur er þetta bein afleið- ing af þeim almenna óvilja, sem skap- azt hefir gegn þessum mönnum fyrir störf þeirra í seinni tíð. 2. Það ætti heldur ekki að þurfa að undra neinn, þótt þessa óvilja gættl sérstaklega í KRON. Það er lífsnauð- syn fyrir hina vaxandi samvinnuhreyf- ingu í Reykjavík, sem hefir við ýmsa stórfellda byrjunarörðugleika að etja, að innan vébanda hennar skapist ekki pólitískar flokkadeilur. Þessir tveir menn hafa undanfarið reynt að koma af stað pólitískum deilum á aðalfund- rnn félagsins, en allmargir gætnari flokksbræður þeirra hafa séð hættuna, er af því gat leitt, og þess vegna snúizt á móti þeim. Það er því mjög eðlilegt, að þeir félagsmenn í KRON, sem ekki vilja láta aðalfundinn verða fyrst og fremst pólitískan fund, skuli ekki hafa viljað endurkjósa þá menn, sem gert hafa tilraun í þá átt á undanfömum árum. 3. Kommúnistar reyna að nota þetta tilefni til að koma af stað pólitískri sundrungu í KRON og hvetja flokks- menn sina til að gera fulltrúakosning- amar pólitískar. Ef að líkum lætur, ættu flokksmennimir ekki að vera orðnir margir eftir, en ýmsir, sem hafa fylgt kommúnistaforlngjunum áður fyrr, hafa lika sýnt þann þroska, að láta þá ekki fyrirskipa sér að vinna skaðræðisverk innan hinnar reykvísku samvinnuhreyfingar. Þess vegna má vænta þess, að þessi herferð kommún- istaforingjanna verði ekki áhrifameiri en annað fimbulfamb þeirra seinustu vikiunar. 4. Kommúnistablaðið ætti ekki að reyna að blekkja neinn með því, að það styðji málefni samvinnufélaganna. Allt slíkt mun verða árangurslaust. Blaðið hefir staðið fast við hlið heUd- salanna í helztu deilumálum miUi þeirra og kaupfélaganna. Það hefir haldið því hvað eftir annað fram, að innflutningshöftunum væri beitt hlut- drægt kaupfélögunum í vU. Á sama tíma hafa KEA, KRON og mörg önn- ur félög orðið að kaupa vörur i talsvert stórum stU af heildsölunum. Meðan forsprakkar kommúnistar berjast þannig með heildsölunum, ættu þeir ekki að vera með neitt samvinnu- smjaður á vörunum. 5. Málssókn J. J. á hendur blaöa- manni við heildsalablaðið er að byrja að hafa tilætluð áhrif, en því miður var skrifarinn búinn að gefa nokkuð meira efni til lögfræðilegrar athugunar upp úr páskum. Eigendur blaða sýna góðan vilja að láta gæta meira hófs um orðbragð heldur en áður tíðkaðist. Hinn gremjuþrungni blaðamaður velur sér nú Jón Sigurðsson og Washington að umtalsefni. Færi vel á, að eigendur Vísis bæðu menntamálaráð um ókeypis far handa þessum starfsmanni til Am- eríku, ef hann vildi endurfæðast og helgast framan við eteinhvelfinguna þar sem Washington er jarðsettur. x+y. Kaupendur Tímans Tilkynnið aígr. blaðsins tafar- Iaust ef vanskil verða á blaðinu. Mun hún gera allt, sem í hennar valdi stendur til þess að bæta úr þvf. Blöð, sem skilvisa kaup- endur vantar, munu verða send tafarlaust, séu þau ekki upp- gengin. Vinniif ötullega Igrir Tímann, ÚR BÆNPM Um daginn og veginn. Fyrst Kuusinen var skotinn eftir kröfu „félagans", og kölluð voru svik hans góðu ráðin, þá er það von að Brynjólfur, undirmaður hans, óttist nú að bregðlst sovétnáðin. Z. Félag ungra Framsóknarmanna heldur fund í Samvinnuskólanum kl. 8.30 í kvöld. Ólafur Bjömsson hagfræð- ingur flytur erindi: Vísindin og stjórn- málin, og Guðbrandur Magnússon tal- ar um Framsóknarflokkinn og Reykja- vík. Þess er vænzt, að ungir Fram- sóknarmenn fjölmenni á fundinn og mæti stundvislega. Leikfélagið sýnir Fjalla-Eyvind i kvöld kl 8. Fyrstu bækur Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins koma út í aprílmánuði. Ættu menn að hraða sér að gerast áskrifendur að bókum útgáfunnar. Skrifstofa hennar er í Austurstræti 9, sími 4809. Götunöfn í Rauðarárholti. Nefnd sú, er fjallar um nöfn á nýj- um götum í bænum, hefir lagt til við bygginganefnd Reykjavíkurbæjar, að öll nöfn á götum i Rauðarárholti endi á -holt. Leggja þeir til að breytt verði nafni á Háteigsvegi og heiti hann Brattholt, Þvergata skuli nefnd Þver- holt. Gatan samhliða Þvergötu að ofan er lagt til að nefnd sé Einholt, en Stór- holt og Meðalholt þar suður af. Sjálfstæðisvörn Finna. (Framh. af 1. siðu.) nýjan leik. Á þeim vettvangi munu Finnar heyja hina hetju- legu sjálfstæðisvörn áfram og þar munu hinir aðdáunarverðu eiginleikar finnsku þjóðarinnar ekki síður bera henni glæsilegan vitnisburð en á vígstöðvunum við Suomussalmi eða Summa. RÆÐA GUNTHERS. Sænski utanríkisráðherrann Gunther flutti ræðu um þessa at- burði í gærkveldi. Hann lýsti yfir þvi, að aðstaða Svía hefði versn- að, vegna samningsins. Annars virtist ræða hans mót- sagnakennd. Hánn sagði,að Sví- ar hefðu ekki hvatt Finna til undanlátssemi, en tók þó jafn- framt fram, að Svíar hefðu neit- að að leyfa herflutninga til Finnlands. / Hann sagði að Þjóðverjar hefðu ekki beitt Svía neinum hótunum, en tók fram litlu síð- ar, að herflutningar um Svíþjóð myndi hafa gert landið að víg- velli stórveldanna. Hann sagði, að Norðurlönd hefðu þá lent í styrjöld, þar sem ekki hefði að neinu leyti verið barizt um hagsmuni þeirra. Samkvæmt því virðist hann samþykkur þeirri skoðun þýzku valdhafanna, að úrslit styrjar- innar skipti smáþjóðirnar engu og Bandamenn berjist eingöngu vegna sjálfra sín. Hann lýsti yfir því, að Svíar myndu hljálpa Finnum við end- urreisnarstaríið. BANDALAG NORÐURLANDA. Tanner flutti aðra ræðu í gær- kveldi og lýsti yfir þvi, að bráð- lega myndi haldinn fundur af fulltrúum Norðmanna, Svía og Bætt innheimta (Framh. af 1. siðu.) seinasta þingi og virðist það sannarlega ekki benda til, að ríkissjóður sé í neinni fjárþröng, þegar hann ár eftir ár sleppir hendinni af allmiklum lögboðn- um tekjum. Það sjónarmið sumra þingmanná virðist lika lítt skiljanlegt, að meiri ívilnun eigi að veita peningamönnum en framleiðendum, og frekar eigi að hvetja menn til að leggja spari- fé sitt í banka en í framleiðslu- starfsemi. En sú verður vitan- lega afleiðingin, ef vaxtafé nýt- ur meiri skatthlunninda en áðrar eignir. Á seinasta þingi var reynt að fara þá miðlunarleið, að láta þetta frv. aöeins ná til verðbréfa, en undanþiggja innstæðurnar. Eins og skýrt er frá í áliti milli- þinganefndarinnar eru innstæð- urnar meginhluti þess vaxtar- fjár, sem sloppið hefir undan skattgreiðslu, og væri því aðal- málið alveg eins óleyst, þó þetta væri gert. Finna um hernaðarbandalag þessara þjóða. Er talið að Finnar hafi for- gönguna um þetta og gera þeir það vafalaust til þess, að halda sér sem mest frá samskiptum við Rússland. KUUSINEN DREPINN. Brezka útvarpið skýrir frá því, að formaður leppstjórnarinnar í Terijoki, Kuusinen, hafi ný- lega verið dæmdur til dauða og skotinn. Var honum gefið að sök að hafa gefið Stalin rangar upplýsingar um fylgi kommún- ista í Finnlandi. En Kuusinen hafði mjög hvatt til styrjaldar- innar og sagt, að bylting myndi hefjast í Flnnlandi, jafnskjótt og innrásin byrjaði. Kuusinen var yfirmaður kom- múnistaflokkanna á Norður- löndum. Manner, sem var formaður finnsku byltingarstjórnarinnar 1918, var fyrir nokkrum árum tekinn af lífi í Rússlandi. AFSTAÐ BANDAMANNA. Tanner lýsti yfir því í báðum ræðum sínum, að Bandamenn hefðu aldrei reynt að hafa nein áhrif á ákvarðanir Finna. Daladier forsætisráðherra Frakka flutti ræðu á þriðjudag- inn. Skýrði hann frá því, að Bandamenn hefðu fyrir hálfum mánuði lofað Finnum að senda her til Finnlands, ef þeir bæðu um það, og hefðu þeir haft 50 þús. manna her tilbúinn til slíkr- ar farar og myndu þeir hafa sent hann strax og beiðni Finna hefði borizt þeim. Hinsvegar hefðu þeir ekki viljað senda her til Finnlands, nema slík beiðni hefði komið, því að Svíþjóð og Noregur hefðu þá verið skyldug, sem þjóðabandalagsríki til að leyfa herflutningana. Finnar hefðu aldrei sent slíka beiðni og þessvegna ekkert orðið af þess- um herflutningum. 190 Margaret Pedler: að kveðja þig núna,“ sagði hann og bar ótt á — „núna, þegar þú ert mín af lík- ama og sál, Elizabet —!“ Aftur urðu þau á valdi tilfinninganna, hvort um sig, algerlega óvitandi um allt annað en nærveru hins. Að lokum lét hann hana lausa, hægt og seinlega og hún vék sér úr faðmi hans, en ríðaði við, því að ákefðin í at- lotum hans hafði stigið henni til höfuðs. Maitland greip hana aftur og vafði henni fastar að sér en nokkru sinni fyr. „Kona! — Þú ert dýrmætari en allt annað í veröldinni. Framar skal ekkert, enginn megna að taka þig frá mér, ég sver það!“ Hún hristi höfuðið og hann fann silkimjúkt hárið strjúkast við vanga sinn. „Það gæti heldur enginn, svaraði hún, „vegna þess, Blair minn, að ég færi ekki.“ XIV. „Farlama vesalingur — Útidyrahurðinni á Brownleaves var skellt aftur, hvatlega og heyranlega af kátínu. Colin hafði staðið í setustof- unni og starað í eldinn. Þegar hann heyrði hurðarskellinn hreyfði hann sig ósjálfrátt, að vísu mjög lítið. Það var Laun þess liöna 191 samskonar hreyfing og verður, þegar maður stælir alla vöðva til þess að búa sig undir væntanlegan og vanalegan sársauka. Svo haltraði hann hægt út að glugganum, eins og hann væri knúinn gegn vilja sínum, og horfði á eftir þeim Maitland og Elizabet. Þau gengu brott, hlið við hlið, masandi og hlæjandi. Jane var að koma frá hænsnunum og veifuðu þau glaðlega til hennar áður en þau hurfu fyrir bugðu á veginum. Þegar Jane nálgaðist húsið, sá hún hið einmana andlit innan við setu- stofugluggann. Henni hnykkti við og hún greip andann á lofti. Þetta andlit sýndi henni svo greinilega, að það, sem hún hafði mest óttast, var þegar komið fram. Morgunsólin skein á gluggann og skær birtan sýndi ljóslega og miskunn- arlaust hvem einasta svipdrátt í and- liti Colins. Jane fannst hjartað hætta að slá í brjósti séx, þegar hún sá kvala- drættina um munninn og hyldjúpa þjáninguna i augunum. Hún hafði stöðugt verið að spyrja sjálfa sig hverjar tilfinningar Colins væru í raun og veru, síðan Elizabet kom frá Lane Edge svo geislandi af ham- ingju, að leyndarmál hennar var sýni- legt, áður en hún sagði það með orðum. En Colin hafði þá tekizt að sýna svo mikið jafnvægi, að það varð ekki á Leihfélag ttegkjjavíhur „Fjalla-Eyvíndur" Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. * * V Eignist, meðan þess er kostur, stærsta og skemmtUegasta safnið, sem til er á islenzku af úrvalsskáld- sögum.— Eignist Dvöll ".".•"..•GAMLiA BÍÓ—T*—'—'* Leynilega giftnr (Say it in French!) Bráðskemmtileg amerísk gamanmynd, gexð eftir leikriti hins fræga franska leikritahöfundar Jacques Deval. Aðalhlutyerkið leikur hin fagra, franska leikkona OLYMPE BRADNA og RAY MILLAND. Sýnd kl. 9. Alþýðusýning kl. 7: HOTEL IMPERIAL Síðasta sinn. ~~ NÝJA BtÓ Heföarkonan oj* kúrekinn (TheCowboy and theLady) Fyrstaflokks skemmtimynd frá United Artists full af fjöri og fyndni — þax að auki prýðilega rómantisk. Aðalhlutverkin leika: Merle Oberon og Gary Cooper. Hver er Karkur? (Framh. af 2. síðu.) þessu héraði, og hann reynir að verja tekjur sínar eftir beztu föngum fyrir álögum, sbr. bréf hans til hreppsnefnda héraðsins s. 1. vetur. Þessi skrif manns eins og Kolka læknis, ættu einmitt sér- staklega að sýna okkur, hvers- kyns menn það eru, sem fyrst og fremst berja sér á brjóst og segja: Við viljum enga stétta- flokka og matarpólitík. Við vilj- um, að hver uni glaður við sitt. Við viljum ekki hefta einstakl- ingsframtakið. Bóndinn á að lifa við ilminn úr dalagrundinni, og una glaður við sitt, en ekki að mynda neitt varnarvandalag fyrir sína stétt. Svona tala mennirnir, sem hafa hreiðrað um sig á kostnað annarra, og leiguþjónar þeirra. Ég leyfi mér aftur á móti, að líta á þessa menn, er með þessu hjali vilja halda okkur bændum sem tvístruðum sauð- um og atkvæðafénaði, sér til framdráttar á einn eða annan hátt, sem andlega jafninga Karks þræls. — Ekki sízt þegar þessir menn eru fæddir og upp- aldir í sveit, og þykjast af ein- skærri ást til sveitar sinnar, hafa látið hana njóta sinna miklu hæfileika. Náttúrlega fyrir ekki neitt. Þeir félagarnir Kolka og þing- maðurinn er hræddur um, að ég sé orðinn Framsóknarmaður. Afstaða min til Framsóknar- flokksins er þessi: Ég er gamall Framsóknarmaður og gekk úr þeim flokki vegna trausts á Jóni sál. í Stóradal, og af því að ég hélt á tímabili, að Framsóknar- flokurinn væri að hætta að vera milliflokkur, bakhjallur land- búnaðarins. Mér er Ijóst af síðustu tímum, að Framsóknarflokkurinn vill vera milliflokkur, sem ber klæði á vopn. Mér er ljóst, að, að Bændaflokknum slepptum, þá er Framsóknarflokkurinn sá flokk- ur, er við bændur getum bezt treyst, og mér er ljóst, að sú stjórnarsamvinna, sem við Bændaflokksmenn teljum heil- brigða, er til orðin fyrir for- göngu Framsóknarflokksins, og svo bezt að Sjálfstæðisflokkur- inn komist ekki í hreinan meiri- hluta. Okkur Bændaflokksmönnum, sem erum einlægir samvinnu- menn, og það erum við flestir, er ljóst, að við getum aldrei starfað innan vébanda flokks eins og Sjálfstæðisflokksins, er fær allt sitt fé til flokksstarf- semi sinnar frá okkar harðvít- ugu keppinautum. Fáir láta fé sitt fyrir ekki neitt. Hag okkar samvinnubænda virðist óneitanlega betur borgið með forsjá Framsóknarflokks- ins en Sjálfstæðisflokksins, ef ekki er um annað að velja, og má benda á afstöðu blaða þeirra flokka til afurðaverðs okkar bænda og verzlunarmálanna, nú á síðustu tímum. Þrátt fyrir þetta er ég einn af þeim, sem mun stuðla að því, að við höldum flokk okkar saman fyrst um sinn a. m. k., hvað sem öllum bónorðsbréfum líður, og við næstu kosningar munum við leggjast þar á sveifina, sem við teljum hugsjónum okkar og hagsmunum bezt borgið. Ég þakka nú Tímanum fyrir að hafa léð mér rúm í dálkum sínum, og vona, að mitt flokks- blað líti ekki á það sem móðgun við sig, þótt ég hafi ekki leitað til þess, af ástæðum, sem ég hefi áður greint. Læt svo mál þessi útrædd á þessum vettvangi. Ritað 1. marz 1940. Bændaflokksmaður í Austur-Húnavatnssýslu. T ílkynnín Ráðimeytið vill hér með vekja athygli inn- flytjenda og annarra hlutaðeigandi á því, að það hefir látið þýða á nokknr erlend tungumál fyrirmæli tollskrárlaganna um innkaupsreikn- inga og önnur skjöl um vörur innfluttar hingað til lands, en eftir tollskrárlögunum liggja við- urlög við því, ef ekki er fullnsegt þessum fyrir- mælum. Hlutaðeigendur geta snúið sér tU tollskrif- stofanna til að fá þýðingarnar af umræddum fyrirmælum. Fjármálaráðuneytið, 12. marz 1940. F. h. r. Magnús Gíslason (sign.) Einar Bjarnason (Sign.) Yordagar III. bindið í ritgerðasafni Jónasar Jónssonar, kom út i vetur. Bókina er enn hægt að fá með áskriftarverði, 5 krónur óbundna, en 7,50 í bandi. Pöntun má senda til Bókaútgáfu S.U. F„ pósthólf 961, Reykjavík, eða hringja í sima 2353. — Fylgi greiðsla pöntun, verður bókin send burðargjaldsfrítt, en ella gegn póstkröfu. Hafi einhverjir af umboðsmönnum bókaútgáfunnar enn eigi sent á- skriftarlista sína, eru þeir áminnir um að gera það, sem allra bráðast. — Tilgangslaust er að biðja um Merka samtíðaTmenn, þar eð upplag þeirrar bókar er með öllu þrotið. Sennilega verða Vordagar einnig á þrotum um þetta leyti næsta ár. Skömmtunarskrífstofa ríkísins er flutt í Tryggvagötu 28 (IIL hæð) Brezka víöskípta- striðsráöuneytiö (Framh. af 3. síOu.) slettzt gæti upp á vináttuna milli Breta og Bandaríkja- manna. Brezka utanríkismála- ráðuneytið, sem er fullkunnugt um hinar viðkvæmu tilfinning- ar almennings í Bandaríkjun- um, hefir lagt ríkt á við við- skiptastríðsráðuneytið að sýna mestu varfærni í viðskiptum sínum við amerísk skip. Samt sem áður var búið að taka 62 amerísk skip til skoðunar í eft- irlitshöfnum Bandamanna þann 25. nóv. síðastl. Sum þeirra voru höfð í haldi í meira en 3 vikur og voru ekki látin laus fyrr en utanríkismálaráðuneyti Banda- ríkjanna hafði sent kröftug mótmæli. Póstur og vörur, er sendast skyldi til Þýzkalands um hlutlaus lönd, hefir verið gert upptækt. Síðan amerísku hlutleysislögin gengu í gildi, snemma í nóvember síðastl., hefir slíkum atburðum fækkað mjög. Skip BandaTíkjanna koma nú aðeins við í Gibraltar, Haifa og Aden. „Guð hegni Englendingum og fjármagni þeirra. Þeir ætla að svelta okkur aftur, eins og í stríðinu síðasta. Ef vér töpum styrjöldinni gegn Bretlandi, þá er orsökin sú, að enn sem fyrr verða hermennirnir að fá í sig og á, og ennþá er það England, sem hefir aðgang að forðabúr- um Evrópu.“ Þetta sagði yfir- maður í fjármáladeild þýzka herforingjaráðsins við mig fyr- ir ári síðan. Þýzku foringjarnir hafa lítið álit á baráttuafli brezka hersins, en þeir óttast mjög hið ógurlega vald á sviði fjármála og viðskipta, sem Eng- land hefir öðlast af reynslu margra undangenginna manns- aldra. Þessi ótti er nú að verða að veruleika.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.