Tíminn - 27.04.1940, Side 1

Tíminn - 27.04.1940, Side 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMADUR BLADSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 24. árg. Beykjavík, laugaradaginn 27. april 1940 46. blað Kaupgjald verzlunaríólks Framsóknarflokkurínn fylgír þeirrí stefnu að Alþíngí eígí ekki að skipta sér af kaup- gjaldsmálum, nema í brýnustu nauðsyn í blöðum íhaldsmanna og kommúnista hefir verið gerður mikill úlfaþytur út af því, að Framsóknarmenn í efri deild stöðvuðu fram- gang frv. til laga um greiðslu verðlagsuppbótar á laun starfsmanna í verzl- unum og skrifstofum. Frv. þetta var upphaflega flutt af Thor Thors. Aðalefni þess var að verzlunar- og skrifstofufólk skyldi njóta dýr- tíðaruppbótar á sama hátt og verkamenn. Hlaut frv. stuðning íhaldsmanna, j afnaðarmanna og kommúnista í neðri deild og var afgreitt til neðri deildar rétt fyrir þingslit. í efri deild fékk það einnig stuðning þessara flokka og var það þar til 2. umr. aeinasta þingdaginn. Þurfti af- brigði frá þingsköpum til þess að það mætti koma þann sama dag til 3. umræðu og var þeim synjað með 3:3 atkv., en til þess að afbrigði séu samþykkt þarf % atkvæða. Þeir þingmenn, sem synjuðu um afbrigði voru Jónas Jóns- son, '■Páll Zóphóníasson og Páll Hermannsson. Aðrir þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Sú venja er ekki notuð, að synja um afbrigði, nema um mál sé að ræða, er þingmenn telja sérstaklega varhugaverð. í báðum þingdeildum beittu Framsóknarmenn sér mjög ein- dregið gegn frv. í neðri deild töluðu einkum af hálfu flokks- ins Eysteinn Jónsson, Skúli Guð- mundsson og Sveinbjörn Högna- Dýr tíðasruppbót opín- berra sfarísmanna Meirihluti Alþingis sýndi mikla umhyggju fyrir hálauna- mönnunum. Næstseinasta starfsdag Al- þingis voru afgreidd frá sam- einuðu þingi lög um greiðslu verðlagsuppbótar á laun em- bættismanna og starfsmanna ríkisins og ríkisstofnana. Samkvæmt þessum lögum fá starfsmenn hins opinbera sömu dýrtíðaruppbót og verkamenn, þannig að til 1. fl. teljast laun allt að 270 kr. á mánuði, til 2. fl. laun frá 270—360 á mánuði og til 3. fl. laun yfir 360 kr. á mánuði. Taki sami maður laun fyrir fleiri en eitt starf skal reikna uppbótina af laununum samanlagt. Af mánaðarlaunum hærri en 650 kr. greiðist ein- ungis verðlagsbót af 650 kr., en ekki af því, sem er fram yfir. Lágmark launa og uppbótar í hærra launaflokki má ekki vera lægra en hámark launa í næsta flokki fyrir neðan. Mál þetta var fyrst til um- ræðu í efri deild. í neðri deild var gerð á því sú breyting, að enga verðlagsuppbót mætti greiða þeim, sem fengu yfir 8000 kr. í árslaun og að verðlagsupp- bótin mætti aldrei vera hærri en svo, að laun að henni við- bættri yrðu hærri en 8000 kr. Þessa breytingu felldi Ed.,er hún fékk málið aftur til meðferðar, en neðri deild samþykkti hana á ný. Var því málið að fara til sameinaðs þings. Þar báru þrír þingmenn, Magnús Jónsson, Er- lendur Þorsteinsson og Bergur Jónsson fram tillögu um að fella þetta ákvæði niður og breyta frv. í það horf, sem að framan (Framh. á 4. síOu.) son, en í efri deild Hermann Jónasson og Jónas Jónsson. Aðalástæðurnar, sem Fram- sóknarflokkurinn færði gegn frumvarpinu, voru þessar: Það er margendurtekin yfir- lýsing stjórnmálaflokkanna, að Alþingi eigi ekki að hafa afskipti af kaupgjaldsmálum annarra en opinberra starfsmanna, nema í allra brýnustu nauðsyn. Eru op- inberir starfsmenn vitanlega sérstæðir i þessum efnum, þar sem ríkið er annar aðilinn. Þegar seinasta Alþingi ákvað dýrtíðaruppbót verkamanna.var þessi stefna mjög skýrlega áréttuð af fulltrúum allra þing- flokkanna. Þeir lýstu eindregið yfir því, að þeir kysu helzt að þingið þyrfti engin afskipti að hafa af þessum málum, en eins og ástatt væri yrði að grípa til þessara ráðstafana til að tryggj a vinnufriðinn við útflutnings- framleiðsluna og aðrar þær at- vinnugreinar, sem ekki mættu stöðvast. Með því að láta Alþingi hafa afskipti af kaupgj aldsmálum verzlunar- og skrifstofufólks hjá einkafyrirtækjum eða félögum væri algerlega brotið í bága við þá stefnu, að Alþingi ætti ekki að skipta sér af kaupgjaldsmál- um nema brýna nauðsyn bæri til. Engin skilríki hefðu verið lögð fram fyrir því, að kjör þessa fólks væru svo léleg, að Alþingi þyrfti að setja slík lög af þeirri ástæðu. Það virtist heldur ekki vera neinn verulegur ágreining- ur milli þessa fólks og atvinnu- rekénda; þvert á móti virtust atvinnurekendur hafa tekið kröfum þess mjög liðlega. Ef Al- þingi færi að skipta sér af kaup- gjaldi þessa fólks væru ekki lengur nein takmörk fyrir því, hversu langt afskipti þess af kaupgjaldsmálum ættu að ná. Það þætti þá elcki síður ástæða til að láta Alþingi skipta sér af kaupgjaldi vinnukvenna, kaupa- fólks o. s. frv., enda myndi það sýna sig, að slikar tillögur myndu fljótlega koma fram, ef þetta frv. yrði samþykkt. Þegar komið væri inn á þessa braut gæti þess orðið skammt að bíða, að samningarétturinn yrði smátt og smátt alveg tek- inn af atvinnurekendum og launþegum og þessir aðilar yrðu að sætta sig við lögboðið kaup- gjald, hvort þeim líkaði betur eða ver. Samningarétturinn, sem er einn hyrningarsteinn lýðræð- isins, væri þá úr sögunni. Þess- vegna yrði að gæta fyllstu var- úðar í þessum efnum og skapa ekki fordæmi, sem síðar meir gætu reynzt hættuleg, éf völdin kæmust í hendur kaupkröfu- manna eða þröngsýnna atvinnu- rekenda. Framsóknarflokkurinn legði þess vegna á það megin- áherzlu, að Alþingi hefði ekki afskipti af þessum málum, nema í brýnustu nauðsyn. Enginn af andstöðuflokkunum vildi að þessu sinni fallast á þessar röksemdir enda þótt þeir fyrir tæpum fjórum mánuðum síðan hefðu eindregið lýst yfir þessari stefnu. Svo mikil var keppni þeirra um að vinna sér hylli þessa fólks með stuðningn- um við kauphækkunarkröfur þess, að þeir létu sig engu skipta, þótt þeir yrðu að fótumtroða margyfirlýsta stefnu sína. Fram- sóknarflokkurinn lét sig hins- vegar meiru varða að fylgja þvi fram, sem hann taldi rétt, og láta þá kylfu ráða kasti um þaö, hvort það bakaði honum einhverra óvinsælda þeiiTa, sem jafnan horfa á málin frá þrengstu stundarhagsmunum, en líta ekki á afkomu heildar- innar eða afleiðingarnar. Sextugur Einhvern síðasta daginn, sem Alþingi starfaði, var einn af þingmönnum Sjálfstæðismanna í Efri deild á ferli með lista, þar sem þingbræðrum Páls Hermannssonar var gefinn kostur á að taka þátt í ofurlít- illi afmælisgjöf til bóndans á Eiðum. Tilefnið var það, að Páll Hermannsson átti sextugsaf- mæli næsta sunnudag. Þessum hugulsama Sjálfstæð- ismanni varð fljótt og vel til um undirtektir við erindi hans. En það var táknrænt um vin- sældir Páls Hermannssonar, að sá pólitíski andstæðingur, sem hér hafði forustu vegna afmæl- ismálanna, hafði þrásinnis átt í pólitískum hernaði við Fram- sóknarmenn í Norður-Múla- sýslu. Æfisaga Páls Hermannssonar er kunn flestum íslendingum. Hann er einn af hinum fáu bændum, sem enn eiga sæti á Alþingi, og einn af skörulegustu og beztu ræðumönnum þings- ins. Hann er fæddur og uppalinn á Héraði, fór um tvítugt í Möðruvallaskólann, stundaði þar nám í tvo vetur, lauk þar góðu prófi. Fór þá aftur heim til átthaganna, festi ráð sitt, setti bú og gerðist gildur bóndi. Páll er yfirlætislaus og fúsari til friðarmála en ádeilu. Ekki sótt- ist hann eftir vegtyllum og mannaforráðum en Héraðsbúar fundu að mikið munaði um mannsliðið, þar sem hann kom. Hlóðust skjótt á hann margs- konar trúnaðarstörf í sveit, sýslu, búnaðarsambandi og kaupfélagi. Og þau trúnaðar- störf, sem honum hafa verið fengin, vilja menn ekki taka af honum, til að fela þau varð- veizlu annarra. Nokkru eftir að almennur skóli var reistur á Eiðum fyrir forgöngu þeirra Sveins Ólafs- sonar og Þorsteins M. Jónsson- Nýr, brezkur aSalræðisniaður kom til Reykjavíkur í vikunni. Heitir hann Mr. Francis Michie Shephard, 47 ára gamall. Hann hefir áður verið í utan- ríkismálaþjónustu Breta í Buenos Ayres, Hamborg, San Francisco og Lima og verið sendisveitarfulltrúi í E1 Salvador og tvívegis á Haiti. Einnig var hann um skeið í Barcelona meðan borgarastyrjöld geisaði á Spáni og eftir það ræðismaður í Dresden. Síðastliðið sumar var hann í Danzig og eru marg. ar skýrslur frá honum í hinni „bláu bók“ ensku stjórnarinnar um styrjald- arupptökin. Mr. John Bowering er verið hefir brezkur aðalræðismaður í Reykja- vík mun taka við aðalræðismannsstarfi í Sviss. r t f Náttúrurannsóknanefnd ríkisins hef- ir ákveðið að láta rannsaka mjög ítar- lega í vor alla lifnaðarhætti æðarfugls- ins hér við land. Hefir dr. Finnur Guð. mundsson verið ráðinn til þessa starfs. í viðtali við tíðlndamann Tímans hefir Finnur greint svo frá hinum fyrirhug- uðu rannsóknum: — Ég hefl ákveöið, | Síra Jón Fmnsson | Jón Finnsson, fyrrum sóknar- prestur í Djúpavogi, lézt síð- astliðinn sunnudag að heimili sonar síns, Eysteins Jónssonar viðskiptamálaráðherra. Þessa merka manns mun verða nánar getið hér í blað- inu síðar. ar, flutti Páll Hermannsson byggð sína þangað, og hefiT bú- ið þar síðan. Hann hefir kennt sögu og félagsfræði i skólanum og segjast nemendur muna vel og lengi þau atriði, sem hann festir þeim í minni. En hin síð- ari ár hefir Páll átt setu á Al- þingi eða í nefndum mikinn hiuta vetrar flest ár, og hefir hann því minna getað sinnt kennslu heldur en hann sjálfur og nemenduT hefðu óskað eftir. Sumarið 1925, eftir stjórn- málafund á Egilsstöðum, varð tíðrætt um milli þeirra Páls Hermannssonar og Þorsteins Jónssonar á Reyðarfirði hvor þeirra vildi gefa kost á sér fyrir Framsóknarflokkinn til þing- mennsku í Norður-Múlasýslu. Hafði þingflokkur Framsóknar- manna beðið þá að koma sér saman um, hvor þeirra skyldi ganga út i styr félagsmálanna. Töldu báðir tormerki á, að þeir gætu sinnt málinu, en þó kom þar um siðir, að Páll tók að sér að leysa vanda flokksins. Vann Páll mikinn kosningasigur í ættbyggð sinni vorið 1927, og hefir unnið allar kosninga- glímur síðan þá. Hörðust var sóknin 1934, þegar Framsóknar- flokkuiinn var klofinn, en þó kom það ekki að sök. Bændur í Norður-Múlasýslu vildu alls ekki skipta um stefnu í landsmálum eða þingfulltrúa. Páll Hermannsson er í einu leiðtogi Héraðsbænda og sam- vinnu- og Framsóknarmanna í Múlasýslum. í hinni löngu og hörðu umbótabaráttu Fram- sóknarmanna hefir hann verið í einu framsýnn og traustur í starfinu. Hafa þeir Páll á Eiðum og Sveinn í Firði átt mikinn og varanlegan þátt í því að grunn- múra fylgi framsækinnar bændastefnu á Austurlandi. Vinir Páls Hermannssonar og samherjar munu á þessum timamótum senda honum hug- heilar kveðjur og árnaðaróskir. Þeir munu óska þess, að hann megi enn um langa stund eiga sæti á Alþingi við hlið forseta efri deildar, og að á þingi megi fjölga til stórra muna slíkum fulltrúum fyrir bændastétt landsins. J. J. að gegna rannsóknarstarfinu að Bæ í Hrútafirði. Þar eru skilyrði öll hentug. Mun ég dveljast þar í allt í vor, maí- mánuð og júnímánuð og nokkuð fram í júlímánuð, og fylgjast með lífi æðarfuglsins allan varptímann. — Lifnaðarhættir æðarfuglsins hafa aldr- ei verið rannsakaðir til neinnar hlítar, hvorki hérlendis né erlendis. Rann- sóknir sem þær, er nú eru fyrirhugað- ar, hafa fyrst og fremst fræðilegt gildi, og þær eru einnig nauðsynlegar og al- veg óhjákvæmilegur grundvöllur til að byggja á þær ráðstafanir, er kunna að verða gerðar til eflingar æðarvarpl í landinu. Rannsóknarefnið er umfangs- mikið. Meðal annars þarf að fá úr því leyst, hvaða áhrif mismunandi eggja- taka hefir, hvaða áhrif mismunandi dúntaka, áður en fuglinn er búinn að leiða út, hefir, hverjar eru orsakir kald- eggja, hve mikið af ungum kemst á legg og hvað verður þeim helzt að fjör- tjóni.hvaða áhrif veðráttan hefir á varp og dúnmagn, hver er fæða fuglsins o. s. frv. Margt af þessu er mjög á huldu og hefir aldrei verið rannsakað til neinnar hlítar. Finnur mun liverfa STYRJÖLDIN í NOREGI Á vígstöðvunum austanfjalls í Noregi virðist Þjóðverjum hafa veitt betur undanfarna daga og hafa þeir sótt fram bæði í Guö- brandsdalnum og Eystridalnum. Bandamenn telja, að þeir hafi nú stöðvað sókn Þjóðverja á báðum þessum stöðvum. Þá telja Bandamenn sig hafa bætt að- stöðu sína i styrjöldinni á þann hátt, að þeir hafi komið sér upp flugvöllum, en Þjóðverjar hafa notið þess mjög í styrjöld- inni undanfarið, að þeir hafa getað beitt flugher sínum miklu meira en Bandamenn. Norðan við Þrándheim hafa Þjóðverjar a. m. k. í bili stöðv- að sókn Bandamanna. Aðalfregnritari Reutersfrétta- stofunnar í Noregi hefir nýlega birt yfirlitsgrein um Noregs- styrjöldina. Telur hann aðstöðu Bandamanna mjög örðuga. Sé það geysilegum erfiðleikum bundið að koma herliði til hjálp- ar Norðmönnum austanfjalls. Aðstaða Þjóðverja sé stórum betri og takist þeim aö ná járn- brautunum milli Þrándheims og Oslóar sé lítt hugsandi fyrir Bandamenn að hrekja þá úr Suður-Noregi, nema með ærn- um liðsafla og fyrirhöfn og ger- eyðingu á helztu borgum lands- ins. Gefur fregnritarinn í skyn, að bezt myndi þá fyrir Banda- menn að hugsa fyrst um sinn aðallega um Norður-Noreg. tryggja sér yfirráð Narvíkur- brautarinnar og halda uppi sí- felldum flugárásum á bækistöðv ar Þjóðverja í Suður-Noregi. Aðalstyrjöldinni þar yrði þá frestað þangað til að Banda- menn væru búnir að undirbúa sig til fullnustu og þýzki inn- rásarherinn orðinn þreyttur og vistalítill, sökum hafnbannsins og_ stöðugs smáskæruhernaðar. í blöðum Bandamanna er lokið miklu lofsorði á framkomu Norðmanna, sem sýnir stöðugt vaxandi mótstöðuþrótt, óbilandi hugrekki og frábært úthald. Þykir framkoma norskra her- manna enn aðdáunarverðari fyrir þá sök, að langt er orðið síðan að þjóðin átti í styrjöld. Hákon konungur hefir nú við- urkennt norsku stjórnarnefnd- ina í Oslo. En konungur hefir skýrt tekið fram, að nefndina megi ekki skoða sem ríkisstjórn og hún skuli engin afskipti hafa af utanríkismálum og hermál- um. Nefndin sé aðeins bráða- birgðaráðstöfun meðan Þjóð- verjar hafa einhver yfirráð í Noregi. Nefndin sjálf hefir einn- ig lýst yfir því, að hún líti ekki á sig sem ríkisstjórn. norður tll þessara rannsókna mjög bráðlega. ( ; t Alþingi var slitið síðastliðinn mið- vikudag. Hafði það þá staðið í 70 daga. AUs samþykkti það 61 lög og 17 þings- ályktunartillögur, en borin voru fram 91 frumvarp og 22 þingsályktanir. Rétt fyrir þingslitin fóru fram kosningar í sameinuðu þingi á stjóm síldarverk- smiðju ríkisins, síldarútvegsnefnd og endurskoðendum landsreikninganna. í stjórn sildarverksmiðjanna voru endur- kosnir Þormóður Eyjólfsson, Þorsteinn M. Jónsson, Finnur Jónsson, Sveinn Benediktsson og Jón Þórðarson. Endur- skoðendur landsreikninganna voru endurkosnir Jörundur Brynjólfsson, Sigurjón A. Ólafsson og Jón Pálmason. í sildarútvegsnefnd voru kosnir Bjöm ICristjánsson á Kópaskeri, Finnur Jóns- son og Sigurður Kristjánsson á Siglu- firði. Tveir fulltrúar í nefndina eru kosnir af öðmm aðilum. Bjöm Kristj- ánsson hefir ekkl áður átt sæti í nefnd- inni. Var hann kosinn 1 stað Jakobs Frímannssonar, sem skoraðist undan endurkosningu. Á víðavangi Samkv. samkomulagi stjórn- arflokkanna í verzlunarmál- unum kaus þingið þriggja manna nefnd til að athuga þessi mál og gera tillögur um, hvern- ig þeim yrði bezt fyrir komið. Hlutu kosningu í nefndina: Ey- steinn Jónsson viðskiptamála- ráðherra, Kjartan Ólafsson bæj- arfulltrúi og Björn Ólafsson stórkaupmaður. ' Hefir Fram- sóknarflokkurinn sýnt það með valinu á sínum fulltrúa, að hon- um er það full alvara að tryggja hinar æskilegustu framkvæmdir lessara mála, þar sem hann vel- ur þann mann, sem er þeim langsamlega kunnugastur og mestu hefir áorkað til að tryggja hagsmuni landsins á þessum vettvangi. Þeim mun furðulegra er það, að kaupmannablaðið Vísir ræðst heiptarlega á til- nefningu Eysteins Jónssonar í nefndina. Segir blaðið, „að það megi undur heita, hve ógiftu- samlega Framsóknarflokknum hefir tekizt við skipun fulltrúa í nefndina, með þvi að vitað sé að Eysteinn Jónsson hefir verið óþarfastur hagsmunamálum kaupmanna, af þeim mönnum, sem um þau mál hafa fjallað.“ (Vísir 24. apríl). Gefa þessi um- mæli til kynna, að hjá órólegri deild íhaldsins sé ekki mikill á- hugi fyrir friðsamlegri lausn þessara mála, þar sem málgagn hennar byrjar að deila á suma nefndarmennina áður en nefnd- in er farin að starfa! Og eitt- hvað myndu ihaldsblöðin fárast um fjandskap við stjórnarsam- vinnuna, ef Tíminn viðhefði svipuð ummæli um Ólaf Thors eða Jakob Möller. * * * Eitt af fyrstu verkum ríkis- stjórnarinnar eftir að Alþingi hafði samþykkt að taka utan- ríkismálin aö öllu leyti úr hönd- um Dana var að leita eftir viður- kenningu hjá stjórnum Bret- lands og Bandaríkjanna á opin- berum sendimönnum frá ís- lenzka ríkinu. Stjórnir beggja þessara landa hafa nú tjáð, að þeim væri það ánægja að við- urkenna fulltrúa frá íslenzka ríkinu og í svari brezku stjórn- arinnar er sagt, að hún hafi í hyggju að útnefna sendiherra á íslandi og muni láta vita um það innan skamms. Það er af- ráðið, að fyrst um sinn verður Vilhjálmur Þór aðalræðismaður í Bandaríkjunum með diplo- matisku umboði, og Pétur Bene- diktsson Charge d’ Affaires í London. * * * Vafalaust mun afstaða sein- asta Alþingis í launamálunum vekja mikla athygli. Meirihluti Alþingis veitir hálaunamönnum ríkisins stórfellda dýrtíðarupp- bót og samþykkir að dýrtíðar- uppbót opinberra starfsmanna skuli ekki falla niður, þótt tekj- ur ríkisins bregðist og skera verði niður verklegar fram- kvæmdir. Meirihluti Alþingis reynir einnig að brjóta niður þá viðurkenndu stefnu, að þingið eigi ekki nema í ítrustu nauðsyn að skipta sér af kaup- gjaldsmáli, vegna þess að ýms- um þingmönnum finnst það á- litlegt til fylgis að hækka kaup verzlunar- og skrifstofufólks. — Það er vitanlega æskilegt að geta hækkað kaup, en á hitt ber þó frekar að líta, hvort kaup- hækkun er kleif og hvort hún verður ekki til þess aff auka mis- mun lífskjaranna í landinu. Á þessu tvennu síðastnefnda virð- ist meirahluta þingmanna hafa brostið nægan skilning, því að annars hefðu þeir ekki veitt há- launamönnum dýrtíðaruppbót á sama tíma og þeir heimila nið- urskurð verklegra framkvæmda og fyrirsjáanlegt er að atvinnu- leysið muni vaxa í landinu. Þeim hefir eigi verið svo ljóst sem skyldi, að verklegar fram- kvæmdir og atvinna handa fólk- inu í landinu ætti að sitja í fyr- irrúmi fyrir dýrtíðaruppbót handa vel launuðum embættis- mönnum. Á. KROSSGÖTTJM Nýr brezkur ræðismaður. — Rannsókn á lifnaðarháttum æðarfuglsins. — Þinglausnir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.