Tíminn - 27.04.1940, Qupperneq 3

Tíminn - 27.04.1940, Qupperneq 3
46. blað TÍMINN, langardaginn 27. apríl 1940 183 V A W N A L L Dánardægur. Laugardaginn 20. þ. m. andað- ist að Landakotsspítala Jón Þorvarðsson frá Stað í Súg- andafirði. Jón var fæddur 20. ágúst 1903. Foreldrar hans voru hjón- in Anna Stefánsdóttir og Þor- varður Brynjólfsson prestur að Stað. Dvaldi hann öll uppvaxt- arár sín í foreldrahúsum og hlaut þar uppeldi, sem reyndist honum og systkinum hans gott veganesti. Hugur hans hneigð- ist mest að verklegum störfum og fór hann til náms á Hvann- eyri, en varð að hætta því, sök- um augnveiki. Eftir að faðir hans lézt, 1925, stóð hann fyrir heimilinu með móður sinni, fyrst að Stað og síðan á Suður- eyri, þangað til' systkini hans voru komin á legg og móðirin fluttist til Reykjavíkur. Dvaldi hann síðan lengstum í Súganda- firði. Fyrir nokkrum árum kenndi hann sjúkdóms þess, sem varð banamein hans, og átti oft við mikil veikindi að striða. Seinasta ár æfinnar varð hann að liggja rúmfastur á sjúkra- húsum. Jón lét aldrei mikið á sér bera og hann lætur ekki eftir sig nein stórvirki, sem munu geyma nafn hans meðal ókunn- ugra. En í hugum kunningja sinna og vina skilur hann raunverulega eftir stórvirki, sem hann reisti með breytni sinni og starfi. Um hann var það ekki ofsagt, að hann væri drengur góður. Hann var trúr vinum sin- um, einlægur og hreinskilinn í framkomu og vildi aldrei gera neitt á hluta nokkurs manns. Hann var iðjumaður mikill og vildi helzt aldrei láta sér falla verk úr hendi. Fyrir slíka menn eru langvinn veikindi enn meiri raun en ella. Hann var sér- stakur reglumaður, hagsýnn og sparsamur, og var áhugasamur um bindindismál. Menn, sem breyta og starfa eins og Jón gerði, vinna vissu- lega stórvirki, — stórvirki, sem eru fólgin í því að gefa öðrum eftirbreytnisvert fordæmi, og skilja eftir hugljúfar minning- ar í hugum samferðamann- anna. Við, vinir Jóns, söknum hans, en það er okkur huggun, að við trúum því, að hann muni halda áfram að starfa eins og hann gerði í þessu lífi, og við eigum eftir að hitta hann aftur á ó- kunna landinu handan við gröf og dauða. P. K. GLIMLEGT SIJMAR! Gefjun - Iðunn. verksmiðjjziútsalan, Aðdlstrœti Reykfavík L-i'-'i in ;i i i Gledilegft suxnar! komulagi og notast að líkindum að fullu. Fastur grútur er ágætis á- burður í brotið land, sem ætlað er til grasræktar. Við grænfóð- urhafraræktun má telja allgott áburðarmagn um 2 smálestir á dagsláttuna og til grasræktar ein til hálf önnur smálest. Grútnum þarf að dreifa jafnt yfir flögin og skal herfa hann eða plægja niður, helzt strax eftir dreifinguna. Ef grútur er notaður til yfirbreiðslu á gras- lendi verður að gera það með varfærni, því undan honum vill brenna, einkum í þurrkatíð. Blóðvatn er bezt að hagnýta sem lagaráburð til yfirbreiðslu á graslendi, og ber jafnan, að minnsta kosti sé það notað fleiri ár í röð á sama blettinn, að nota superfosfat samhliða því. 3. Fiskiðnaðarvörur til áburðar. Flestar þær mjöltegundir, sem framleiddar eru úr fiski, hafa áburðargildi. En á venjulegum tímum hefir verðlag þessara efna verið þannig, að ekki hefir komið til mála að nota þau samanborið við tilbúinn áburð. í smærri stíl hefir þó jafnan fallið eitthvað til af þessum vörutegundum það gallaðar að fóðurgildi, að þær hafa verið seldar því verði, að réttmætt getur talizt að nota þær til á- burðar. Þær efnagreiningar, sem gjörðar hafa verið á þessum mjöltegundum, sýna, að mjög mikill mismunur er á efnainni- haldi sýnishornanna, hvað við- kemur þeim tveimur jurtanær- andi efnum, fosfórsýru og köfn- unarefni. Geta því neðanskráð- ar tölur, sem eru teknar eftir hérlendum rannsóknum, aðeins skoðazt sem bending um efna- innihaldið. Verðmætu næring- arefnin eru talin í kg. í smálest: Hlutfalls- Köfn- Fos- tala fyrir unar- fór- notagildi efni sýra köfn.efnis Flskimjöl 8.80 13.60 82 Síldarmjöl 7.85 6.45 80 Hvalmjöl 6.21 12.76 86 Lifrarmjöl 8.25 1.76 84 Samkvæmt tilraunum er notagildi köfnunarefnisins um 20% lægra en í saltpétri, og þegar upp er gefið efnainnihald mjölsins verður við samanburð á verðlagi verðmætu efnanna í mjöltegundunum og tilbúnum áburði að taka tillit til þessa og má það ekki nema meir en 80% miðað við verð þeirra í tilbún- um áburði, sé að ræða um not- kun þess hér sunnan lands, en í þurrviðrasamari héruðum landsins má vart reikna með meira notagildi en 50—60%. Notagildi þessara lífrænu á- burðarefna fer mjög eftir veður- fari þannig, að notagildi þess reynist meira í hlýjum og rök- um sumrum, heldur en í kulda og þurrkatíð. Efnin hagnýtast betur við að komast ofan í jarðveginn heldur en til yfir- breiðslu á graslendi. Vegna þess að þau eru frekar seinvirk, þarf að bera þau snemma á að vorinu, helzt í aprllmánuði á auða og þiða jörð. Eftir þeirri reynslu, sem fengin er um fiski- mjöl og síldarmjöl til áburðar, virðist, að því fínna sem mjölið er, því fljótari áburðarverk- anir hafi það og hér sunnan- lands hefir fiskimjölssalli gef- izt allvel sem áburður. Það má reikna með, miðað við notagildi köfnunarefnisins, að Gleðílegt sumar Víðtækjaverzlun ríkísíns. Bííreíðaeínkasala ríkisíns. Gleðilegt Humar! Samband ísl. samvínnufélaga. ........................... o : Menn ^reinir á um gildi og tilverurétt einstakra greina hins innlenda ' | o iðnaðar. Um eitt hljóta þó allir að vera á einu máli: o að sú iðjustarfsemi, sem notar innlend hráefni til J. framleiðslu sinnar, sé ÞJÓÐÞRIFA FYRIRTÆKI. o Verksmíðjur vorar á Akureyrí Gefjun Ojg Iðuim, eru einna stærsta skrefið, sem stigið hefir verið í þá (• átt, að gera framleiðsluvörur landsmanna nothæfar ° . fyrir almenning. ;; Geljun (• vinnur úr ull fjölmargar tegundir af bandi og dúkum til fata á karla, konur og börn og strafrækir sauma- ,, stofu á Akureyri og í Reykjavík* ♦ I ð u n n 1 * er skinnaverksmiðj a. Hún framleiðir úr húðum, skinn- ,, um og gærum margskonar leðurvörur, s. s. leður til «1 skógerðar, fataskinn, hanskaskinn, töskuskinn, loð- ,! sútaðar gærur o. m. fl. J; Starfrækir f jölbreytta skógerð og hanskagerð. ;i í Reykjavík hafa verksmíðjurn- ;; ar verzlun og saumastofu við ' • Aðalstrætx. GLEDILEGT SIJMAR! Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Reykhús. — Frystíhús. Skinnaverksmiðfjan Iðunn. IGLEÐILEGT SEMAR! Klteðaverksmiðfan Gefjun. ______^________________ IVIðursnðnverksmiðja. — Bjúguagcrð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls- konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Egg fra Eggjasölnsamlagi Reykjavíkur. það þurfi allt að því þrjá sekki af mjöltegundum þessum móti einum sekk af saltpétri og ætti jafnframt því að vera nokkurn- veginn séð fyrir fosfórsýruþörf- inni, þegar um notkun fiski- mjöls og hvalmjöls er að ræða, en með síldarmjöli og lifrarmjöli þarf að gefa superfosfat. Jafnvel með því verðlagi, sem nú er á tilbúnum áburði, þarf verðlag þessara tegunda áburð- ar að vera mjög lágt, svo unnt sé að nota það með hagnaði, en taka má þó tillit til, að fosfór- sýruverkanirnar eru einnig nokkurs virði, og má reikna þær fyrir hver 100 kg. í fiskimjöl- inu til jafns við 75 kg„ hval- mjölinu 70 kg. og síldarmjölinu 35 kg. af superfosfati. Kosti fiskimjöl og hvalmjöl meira en 26 krónur og síldarmjöl eða síldarmjölssalli yfir 20 krónur hver 100 kg„ getur ekki komið til mála að kaupa það sem áburð á komandi vori. 4. Sæþörungar. Sæþörungar eru alhliða áburð- ur, er innihalda öll þrjú jurta- nærandi efnin, köfnunarefni, fosforsýru og kalí. Af sæþör- ungum rekur mjög mikið við strendur landsins og ef flutn- ingsaðstaða er sæmileg úr fjör- unum, er oft hægt að hagnýta hann til áburðar. Sæþörunga má nota nýja til áburðar í nýræktarland til und- irburðar undir þökur og í garða. Þó er betra að þarinn sé fyrst fluttur undan flæði og látlnn rigna, ef honum er ekið í garðana stuttu áður en vinnsla garðanna fer fram. Klórsam- bönd, sem í honum eru, þurfa (Framh. á 4. síðu.J Kaupendur Tímans Tllkynniff afgr. blaffsins tafar- laust ef vanskil verffa á blaðinu. Mun hún gera allt, sem í hennar valdi stendur til þess aff bæta úr þvi. Blöff, sem skilvísa kaup- endur vantar, munu verffa send tafarlaust, séu þau ekkl upp- gengin. GLEÐILEGT SLMAR! Kaffibœtisverksmiðjan Freyja. 256 Margaret Pedler: timann aftur. Og — og þegar allt kem- ur til alls, þá getur liðni tíminn ekkl gert Blair Maitland neitt.“ Hún þagnaði og horfði í andlit hon- um með sínu áhrifamesta augnaráði, meðan hún beið eftir svari. Þegar hann virtist ekki ætla að svara, þá greip hún í handlegg hans og hrópaði í blindri, taumlausri ákefð: „Segðu mér hvað þú ætlar að gera! Kveldu mig ekki svona! .... Ó, í guðs- nafni segffu eitthvað!" Maitland losaði tak hennar á hand- legg sér hæglátlega, en án þess að svip- ur hans mýktist hið minnsta. „Þú bakar þér alveg ástæðulausa geðshræringu,“ sagði hann að lokum kuldalega. „Ég ætla hreint og beint ekki að gera nokkurn skapaðan hlut. Karlmenn gefa ekkert, til þess að taka það aftur. Ég gaf þér frelsið, fyrir ell- efu árum síðan. Ég ætla alls ekki að taka það aftur.“ „Er þér alvara? Get ég treyst því?“ „Mér er alvara." Fjóla gekk eitt skref aftur á bak og stóð dálitla stund alveg hreyfingarlaus. Svo leið titrandi léttisandvarp af vörum hennar. „Það — það er fallega gert af þér, Vod,“ sagði hún skjálfrödduð. „Þakka þér fyrir.“ Hún rétti fram hendina, en Laun þess liðna 253 Fjóla fölnaði. . „Noel — “ „Blair, ef þér er sama.“ „Nú, jæja,“ sagði hún óþolinmóð, — Blair þá, ef þú vilt það heldur. Þú ætlar að þegja, er það ekki? Ó! Þú gætir ekki verið svo miskunnarlaus að leggja líf mitt í rústir núna, eftir öll þessi ár, eftir allt það, sem þú hefir fyrir mig gert áður.“ ,;Þú gleymir, að ég hélt að ég væri ástfanginn af þér.“ „Þú varst ástfanginn," sagði hún áköf. „Þú elskaðir mig einu sinni. Þú getur ekki neitað því.“ Maitland virtist hugsa sig um. „Ef til vill hefi ég gert það endur fyrir löngu,“ svaraði hann áhugalaust. „Ég elskaði að minnsta kosti þá konu, sem ég hélt mig finna i þér.“ „En — en núna? Ertu orðin alveg til- finningarlaus?“ „Gagnvart þér?“ Hann horfði á hana stálhörðum, köldum augum. „Já, gersamlega?“ Hún kveinkaði sér, eins og undan höggi. Engin kona þolir að heyra mann, sem einu sinni hefir elskað hana, segja að honum sé orðið gersamlega sama um hana. Hún þollr það að minnsta kosti - ekki, ef það er sagt með þessari tilfinn-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.