Tíminn - 30.04.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.04.1940, Blaðsíða 3
47. blað TfMEVN, þrigjjndaginn 30. aprfl 19401 187 ÍÞRÓTTIR Meistarakeppni í badminton. Meistarakeppni í badminton stendur yfir þessa daga. Hófst hún síðastliðinn föstudag í húsi í. R. við Túngötu. Fór þann dag fram meistarakeppni í I. og II. flokki karla. Þetta er í fyrsta skipti, sem meistarakeppni í badminton er háð hér á landi. Þátttöku í I. flokkskeppni til- kynntu 7 af 9, sem rétt áttu til þess, og mættu allir til leiks. Fór fyrsti kappleikur mótsins fram milli Kjartans Hjaltested og Friðriks Sigurbjörnssonar og var mjög harður, sjálfsagt harð- asti leikur, sem hér hefir sést. Stóð hríðin í nær 50 mjnútur. Beittu keppendur aðallega stór- um höggum. Var lengi leiks van- séð hvor sigra myndi og skipt- ust þeir mjög á í sókninni. Var Kjartan tíðast í sókn í fyrstu lotu, en Friðrik í annarri, en í þriðju lotu lék á ýmsu um vígs- gengi; bó var Friðrik oftar í vörn. Leikslok urðu þau, að Kjartan vann með 2:1. Næsta leik háðu Jón Jóhannesson og Ingólfur Ásmundsson. Var það léttur og fjörugur leikur og hin smærri högg áberandi í viður- eign þeirra. Jón sigraði með 2:0. Þriðja leik mótsins háðu Magn- ús Davíðsson og Guðjón Einars- son. Var sú viðureign stutt og leikurinn ójafn og sigraði Magn- ús með 2:0. Fjórða viðureignin fór fram milli Magnúsar Davíðs- sonar og Jóns Helgasonar, óvæginn leikur. Bar Magnús sigur úr býtum með 2:1. Fimmta leikinn háðu Jón Jó- hannesson og Kjartan Hjalte- sted. Var það fremur rólegur leikur, eftir því sem-við hefði mátt búast, en skemmtilegur og vel leikinn. Jón sigraði með 2:0. Var þá eftir úrslitaleikurinn til meistaratignar í I. fl. karla, er Jón Jóhannsson og Magnús Da- víðsson skyldu heyja. Þeim leik var frestað og verður hann væntanlega háður næstkomandi sunnudag, ásamt úrslitaleikjum í ýmsum öðrum badminton- flokkum. Dómarar við kappleiki þessa voru Unnur Briem og Páll And- résson. Þátttöku í meistarakeppni II. flokks karla tiikynntu aðeins þrír: Guðmundur Ásgrímsson, Bergþór Þorvaldsson og Skúli Sigurz. Fyrsta leikinn áttu Guð- mundur og Bergþór að heyja, en Bergþór mætti eigi til leiks og var Guðmundi dæmdur vinning ur án viðureignar. Hinn eini leikur, sem háður var í II. flokks keppninni, var þvi úr- slitaleikurinn milli Skúla og Guðmundar. Sigraði Skúli með 2:0 og vann þar með meistara- tign í II. flokki karla. B Æ K U R Dýravemdarinn. Aprílhefti Dýraverndarans er komið út. Fyrsta greinin. í því eru nokkur heilræði til manna í umgengni þeirra við dýr. Miða þessar ráðleggingar einkum að því að skýra fyrir fólki, hvernig vekja á samúð og mannlund barna og unglinga gagnvart dýrum. Það er mála sannast, að enn mun næsta víða vera pottur brotinn hér 1 landi um sam- skipti manna við dýr, þótt mikið hafi áunnizt síðasta mannsald- ur. Hugvekjur af þessu tagi eiga þess vegna erindi til margra og ærið brýnt til sumra. Aðrar greinar í ritinu skrifa Jón Pálsson, Guðmundur Böð- varsson, Páll Guðmundsson á Hjálmsstöðum, Helga Þ. Smári og Ólafur Friðriksson. Smá- kvæði er eftir Pétur Beinteins- son frá Grafardal. Síra Jón Finnsson (Framh. af 2. síðuj Mikið af gæfu sinni og vin- sældum átti séra Jón eflaust því að þakka, að hann var góður maður og réttsýnn, sem aldrei vildi vísvitandi halla réttu máli né gat séð að nokkurs manns hlutur væri fyrir borð borinn, hvort sem í hlut átti fátækur eða ríkur, vesæll eða voldugur. Séra Jón Finnsson var með- almaður á hæð og í þreknara lagi, svipaður á vöxt og þeir voru séra Þórarinn gamli á Hofi og séra Þorsteinn í Eydölum og fleiri frændur þeirra í Hellis- fjarðarætt. Hann var á yngri árum hinn mesti gleðimaður og hrókur alls fagnaðar í sam- kvæmum og á mannamótum, heimilisprúður friðsemdarmað- ur og sættir manna, góður og glaðvær heim að sækja, frjáls- lyndur í skoðunum, bæði á mönnum og málefnum. Lýk ég svo þessum minningar- orðum um minn gamla vin og margra ára samverkamann með orðum úr þeirri bók, sem séra Jón mun hafa haft mestar mæt- ur á allra veraldlegra bóka: „Láti guð honum raun lofi betri.“ Ó. Th. Meistarakeppni í I. og II. flokki kvenna var háð í gær- kvöldi. Höfðu tilkynnt þátttöku sína 7 af 8 konum, sem máttu keppa í I. flokki, og 3, sem i II. flokki eru. Verður síðar sagt frá úrslitum þeirra kappleikja. Á morgun fer væntanlega fram tvímenningskeppni í bað- minton, en óvíst enn um þátt- tökuna. Verður sú keppni þrenns konar, tvímennings- keppni karla, tvímennings- keppni kvenna og hjúakeppni. vagna fyrst og fremst, en á þeirri bifreiðaöld, sem nú ríkir, hefir notkunin á þessu sviði einnig þorrið að mun. Þá er næst að athuga, hvort hægt sé að nota íslenzka hestinn til þess að draga j arðvinnsluverkf ærin. Erlendis eru það eingöngu smábænd- urnir, er nota smáa hesta, og þeir vilja gjarnan nota íslenzku hestana, því að þeir eru nægju- samir og þrautseigir, en flestir kvarta um að þeir séu of litlir, og í öðru lagi of erfiðir í notkun, sem einatt mun stafa af því, að tamningin hefir verið lakari en skyldi. Til þess að hægt sé að búast við því, að í framtíðinni verði markaður fyriT íslenzka hesta erlendis, verður því að kosta kapps um að skapa stærri hesta, og einnig gera aðrar ráð- stafanir til þess að bæta þá, og það því fremur, að t. d. í Dan- mörku, þar sem helzt mætti bú- ast við, að markaður yrði fyrir hestana okkar, er nú unnið af kappi að því að rækta smá- hesta við hæfi smábændanna, hesta, sem eru um 150 cm. að hæð. Hvort það muni svara kostnaði að temja hrossin að meira eða minna leyti, áður en þau eru seld á erlendum mark- aði, skal ég ósagt láta, en senni- lega verður að prófa slíkt á komandi árum. Dráttarpróf. Þegar um það er að Tæða, bæði hjá okkur heima fyrir, og hinum, sem ef til vill kaupa íslenzka hesta, að not- kunin er aðallega í þágu jarð- vinnslunnar eða heyvinnu, er eðlilegt að um það sé spurt, hverjum hæfileikum hesturinn sé búinn til þessara starfa. Á undanförnum árum hefir íslenzkri hrossarækt verið stefnt allt aðrar götur, og eftir mínum dómi villigötur, svo að varla er við að búast, að hægt sé að gera sér grein fyrir eins og sakir standa, hvar eigi að be'ra niður, ef farið verður að dæmi Finna, — og annarra er í fótspor þeirra feta — sú leið, að velja undaneldisdýrin eftir því, hverju þau afkasta við svo- nefnd dráttarpróf. Finnar hafa fremstir allra beitt sér fyrir prófum þessum, og hafa senn lokið við að prófa allar hrossa- ættir um landið þvert og endi- langt. Fyrst í stað að minnsta kosti láta þeir sig útlitið litlu skipta, en það er atriði, sem flestir aðrir leggja mesta rækt við. Kynbótastarfsemi. Starf það og fjármagn, sem á liðnum ár- um hefir gengið til hrossarækt- arinnar, hefir mest hnigið í þá átt að kynbæta stofninn. Kyn- bótastarfseminni er hægt að haga margvíslega, og að sjálf- sögöu má um það deila hver leið er bezt, til þess að sýnilegur á- rangur náist sem fyrst. Fyrst af öllu verður þó aö gera sér grein fyrir hvar mark það liggur, sem stefnt er að. Þetta atriði hefir án efa verið glöggt, og aldrei verið þoku hulið, þeim sem að hrossaræktinni hafa unnið. En að í framtiðinni verður tekin önnur stefna í hrossarækt en verið hefir, það er víst, enda er þess full þörf. Þó er ekki svo að skilja, að rífa beri niður það sem gert hefir verið. Öðru nær! Of- Nmáiolnyerð á eftirtöldum tegundum af vindlum má eigi vera hærra en hér segir: Manikin ..... 50 stk. kassi Kr. 24.00 E1 Roi Tan Panetelas ... 50 — — — 34.80 „ — — Cremo . 50 — — — 29.20 „ — — Golfers . 50 — — — 15.00 Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið veTa 3% hærra vegna flutningskostnaðar. Tóbakseínkasala ríkisins. Húðir og skinn. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HÚÐIR og SKINN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum í verð. — SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur NAUTGRIPAHÚÐIR, IIROSSHÚÐIR, KÁLFSKINN, LAMBSKINN og SELSKINN tfl útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. — NAUTGRIPA- HÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKINN er bezt að salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áður en saltað er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum , sem öðrum, borgar sig. — »»»»»»»»»»»»»»»»iiiiii»»»»»»»»»»»S lltborguD tekjuafgangs frá árinu 1939 er byrjun. Útborgunar- tími alla vírka daga ncma laugardaga 1 Reykjavík á skrifstofunni . . kl. 4—5 I Hafnarfirði Strandg. 38... . kl. 3—3 I Eeflavík oj* Sandgerði allan daginn. Tekjisafgangiurinn nemur 7 % eins og í fyrra og skiptist samkvæmt fyrirmælum félagslag- anna og samþykkt síðasta aðalfundar á sama bátt. Til brúðargjafa: Kristall, handunninn. Keramik Schramberger, heimsfrægur kunst Keramik. K. Eínarsson & Björnsson. Leígugarðar bæjarins. Þeir, sem í fyrra fengu matjurtagarða á leigu hjá bænum og enn hafa ekki látið vita hvort þeir óska eftir að nota þá í sumar, eru hérmeð áminntir um að gera það fyrir 8. maí n. k., annars verða garðarnir leigðir öðrum. Skrifstofan er opin daglega kl. iy2—3. Bæjarverkfræðingur. an á það sem búið er að hlaða, verður að byggja, en þegar nýr ráðunautur tekur við störfum, mega menn búast við nýjum starfsaðferðum. Ég þykist þess fullviss, að ekki sýnist öllum á sama veg um nýjar starfsað- ferðir, og ég veit að andstöðu mun að mæta á ýmsum stöðum, en ég heiti á alla þá, sem unna íslenzkri hrossarækt, að aðstoða mann þann, sem tekur við ráðu- nautsstörfum, því einn maður megnar allt of lítið í sliku þjóð- þrifamáli. Hrossasýningarnar, sem aðrar búfjársýningar, eiga að sýna mönnum hver er mun- ur á því bezta og hinu, sem lak- ara er. Á sýningunum er jafnan að mestu dæmt eftir útliti, en því miður er gagnsemi og gott útlit, samrýmt sjaldnar en skyldi. Hingað til hafa bæði stóðhestar og hryssur hlotið verðlaun á sýningunum. Verið getur að í framtíðinni verði að- eins hryssum veitt verðlaun, en stóðhestarnir verði eign kyn- bótabúa, og síðan leigðir eða seldir hrossaræktarfélögunum, og sé kynbótabúið (eða búin) eign ríkisins. Er engin ástæða til að verðlauna stóðhestana, en í stað þess má náttúrlega finna annan mælikvarða til þess að mæla þá við, en þetta verður til dæmis gert með af- kvæmarannsóknum, og dómum, sem á þeim verða byggðir. Kynbótabú eða kynbótastöðv- ar eru ekki nauðsynlegar, en þær reynast öðrum gagnlegar, og því þá ekki íslendingum einnig? Vér höfum löngum haft (Framh. á 4. siðu.J Hreinar léreftstusknr kaupir Prentsmiðjan Edda Lindargötu 1 D. Orðsending Srá skömmtunarskrifstofu ríkisins. Skömmtunarskrifstofu ríkisins hafa, frá stjóm Félags mat- vörukaupmanna hér í bænum borizt kvartanir um það, að verzl- anir verði fyrri óþægindum vegna þess, að nokkuð beri á, að fólk sækist eftir að fá afgreiddar skömmtunarvörur, einkum kaffi og sykur, án þess að þurfa samtímis að skila reitum af skömmt- unarseðlum. Skömmtunarskrifstofan væntir þess, að almenningur, sem yfirleitt hefir brugðizt mjög vel við matvælaskömmtuninni, sem öðrum styrjaldarráðstöfunum, skilji það, að verzlanir geta ekki orðið við fyrnefndum beiðnum, þar sem slíkar afgreiðslur eru með öllu bannaðar, samkvæmt reglugerð 9. sept. s. 1. um sölu og úthlutun á nokkrum matvörutegundum, og varða brot á fyrir- mælum reglugerðarinnar sektum allt að 10 þúsund krónum. Skömmtunarskriístoia ríkisins. Dvöl Reynið einn árgang af þessu vinsæla tímariti, t. d. 3. árg. í honum eru 29 hefti með 59 stuttum skáldsög- um auk annars lesmáls. Sendið 5 kr., þá fáið þið burðargjaldsfrtt þennan árg. til baka. Líka sendur gegn póst- kröfu um allt land. Adr.: Dvöl Reykja- vík. Eopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. Kaupendur Tímans Tilkynnið afgr. blaðsins tafar- laust ef vanskil verða á blaðinu. Mun hún gera allt, sem í hennar valdi stendur til þess að bæta úr því. Blöð, sem skilvísa kaup- endur vantar, munu verða send tafarlaust, séu þau ekki upp- gengin. 260 Margaret PecUer: Laun þess liðna 257 alsmerki alstaðar með sér, ef maður mætti svo segja, talaði fágað mál eins og menntamaður, og hefði átt að fá Viktoríu-krossinn fremur tvisvar en einu sinni, ef mönnum væri yfirleitt launað að verðleikum í þessum heimi. Hann virtist ekki hafa hugmynd um hvað ótti var, en ef svo hefir verið, þá var honum áreiðanlega innilega sama hvort hann varð fyrir kúlu eða ekki.“ „Hvað lá svo að baki þessu?“ spurði Candy. „Ég gæti bezt trúað, að mann- garmurinn hefði tapað öllum eigum sínum í veðmálum, orðið ástfanginn af eiginkonu bezta vinar síns, eða eitt- hvað svoleiðis?“ Sutherland hristi höfuðið. „Hvorugu þessu var til að dreifa. Samt bar hann fremur þungan hug til kvenna, svo ég geri ráð fyrir, að hann hafi átt þeim eitthvað grátt að gjalda. Flestir hermannanna urðu bráðskotnir í laglegustu hjúkrunarkonunni minni, en hún hafði engin áhrif á hann.“ „Hver var þá orsökin?“ „Fangelsi," sagði Sutherland lágt. „Hann hafði verið í tugthúsinu." Candy varð sýnilega undrandi. „Fyrir hvað? Fyrir fölsun? Það er al- gengast um slika menn.“ „Nei. Það vaT einhver hversdagslegur þjófnaður. Ég komst að þessu öllu þeg- hann sýndi engin merki þess, að hann ætlaði að taka í hana. Hún kippti að sér hendinni, kafrjóð í andliti. „Þú vilt ekki einu sinni taka í hendina á mér?“ Hann hristi höfuðið. „Ég tek í hönd þína opinberlega, — þegar venjur kurteisinnar krefjast þess, — en ekki endranær." Meðan hann sagði þetta tók hann upp loðkápuna, sem hún hafði hent á stól, og bjóst til að hjálpa henni í hana. „Ég held, að við höfum ekkert meira að ræða hvort við annað,“ hélt hann á- fram. „Nú vitum við hvar við stöndum, hvort gagnvart öðru.“ Fjóla fór í kápuna ósjálfrátt. „Þú ert ákaflega ófús að fyrirgefa," sagði hún lágt. „Jæja, er það,“ svaraði hann áherzlu- laust. „Sennilega harðnar maður á því að vera fótum troðinn um tíma.“ Hann var jafn ískaldur og ósnortinn meðan hann fylgdi Fjólu til dyranna og opnaði hurðina fyrir hana. Hún hvarf hljóðlega út í myrkur vetrarnætur- innar. XIX. KAFLI. Eftir matinn. Verið þið nú ekki of lengi að segja hvor öðrum misjafnar sögur,“ sagði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.