Tíminn - 18.06.1940, Page 1

Tíminn - 18.06.1940, Page 1
RITSTJÓRAR: GÍSLX GDÐMTJNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTOEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKTJRINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OO AUOLÝSINOASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. Síml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Símar 3848 og 3720. 24. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 18. júní 1940 Frá vígslu Háskólabyggíngarinnar 63. blað Líður að styrjaldarlokum? Frakkar örvænta um vörnina og hafa beðíð Þjóðverja fríðar Frá héraðs- skólunum Héraðsskólana 1 landinu sækja nú vetur hvern yfir 500 nemendur, piltar og stúlkur. Er dvalarkostnað- urinn, sem leiðir af sex mánaða skólavist, um eða innan við 400 krónur fyrir pilta, en 320—350 krónur fyrir stúlkur. Jafnframt eru í héraðsskólunum á ári hverju haldin námskeið, er fólk sækir hundruðum sam- an, bæði æskumenn og börn. Að Laugarvatni voru síðastlið- inn vetur um 170 nemendur og eru þá meðtaldir nemendur í- þróttaskólans, er að þessu sinni eru 6. Nam dvalarkostnaður pilta um 380 krónum allan vet- urinn, en stúlkna 325 krónum. Kostaði dagfæði kr. 1.57 fyrir pilta, en kr. 1.25 fyrir stúlkur, en kennslugjald og húsaleiga er 100 krónur fyrir hvern nem- anda. Skólinn starfar frá 1. október til marzloka. Ýms námskeið hafa verið í vor að Laugarvatni eftir að skólatíma lauk, svo sem venja er til. Seint í aprílmánuði hófst húsmæðranámskeið, er stóð yfir i sex vikur. Sóttu það 24 stúlkur. Greiðir hver stúlka 150 krónur fyrir kennslu, fæði og húsnæði allan tímann. Námskeiði þessu veitti forstöðu ungfrú Ingibjörg Jónsdóttir frá ísafirði, og ann- aðist kennsluna. Garðyrkju- námskeið var haldið um svipað leyti við handleiðslu RagnarsÁs- geirssonar ráðunauts og með styrk frá Búnaðarfélagi íslands, þannig, að nemendur þurfa ekki að greiða með sér. Nemendur voru að þessu sinni 12. Sund- og leikfiminámskeið fyrir börn hafa einnig verið haldin í vor, svo sem undanfarin ár. Kennarar úr Hafnarfirði voru eina viku með 50—60 börn. Leigðu þeir húsnæði fyrir sig og börnin, en konur kennaranna matreiddu og önnuðust hús- haldið. Er þetta í annað skipti, sem Hafnarfj arðarskóli heldur námskeið að Laugarvatni. Kennari úr Grindavík dvaldi í 10 daga að Laugarvatni með 16 börn og litlu síðar komu nær 60 börn úr Útskálaprestakalli. Börn þessi nutu öll kennslu í sundi og leikfimi og annast nemendur íþróttaskólans hana undir handleiðslu skólastjóra (Framh. á 4. síðu) Vígsla hinnar nýju háskólabyggingar fór fram með mikilli viðhöfn í gœr, á afmœlisáegi Jóns Sigurðssonar forseta. Eins og kunnugt er, hefir bygging þessi verið í smíðum í fjógur ár og hefir til hennar verið varið fé því, er happdrœtti háskólans hefir af sér gefið. Alls hefir byggingin kostað 1600 þús- und krónur, enda er hún með miklum glœsibrag. Einkum er heillandi fögur hin mikla forhöll byggingarinnar með lwolfþaki, skreyttu íslenzkum stein- tegundum, kapellan og hátíðasalurinn. Uppdrœtti að byggingunni gerði Guðjón Samúelsson prófessor. Meginþáttur háskólavígslunnar fór fram í liátíðasalnum og hófst klukkan liálf þrjú í gœr. Var þá sunginn fyrsti þáttur hátiðaljóða eftir Jakob Jóh. Smára. Rœður fluttu þar dr. Alexander Jóhannesson rektor, Hermann Jónasson forsœtisráðherra og Sigurður Nordal prófessor, er skýrði frá því, að heim- spekideildin hefði kjörið Guðjón Samúelsson prófessor doktor philosophie honoris causa í virðingarskyni og þakklcetis fyrir starf hans í háskólans þágu. Var þá sungin annar þáttur hátíðaljóðanna. Þessu nœst fluttu fulltrúar erlendra ríkja ávörp á latínu. Loks flutti rektor háskólans, Alexander Jóhannesson, rœðu á latínu. En kapella háskólans hlaut vígslu á sunnudaginn, að viðstöddum mörgum kennimönnum, forráðamönnum háskólans, forsœtisráðherra og fleirum. Er myndin, sem birtist í blaðinu í dag, frá kapelluvigslunni. Fyrir altari stendur biskup íslands, herra Sigurgeir Sigurðsson, en til vinstri handar honum Magnús Jónsson prófessor og Ásmundur Guðmundsson prófessor. Vinstra megin við altarishomið stendur fyrverandi biskup Jón Helgason. Síðdegis í gœr var háskólábyggingin öllum álmenningi til sýnis. Komu Reykvíkingar þúsundum saman að skoða þessa glœsilegu byggingu og var lengst af svo mikill mannfjöldi þarna suður frá, að allir gangar og salir voru troðfullir af fólki og stundum stór fólksþyrping fyrir dyrum úti. Þar syðra voru stúdentar til leiðbeiningar fólkinu, sem kom til að skoða salarkynnin. Hér verður ekki rakin saga háskólabyggingarinnar eða aðdraganda hennar, né lýst þýðingu slíks menntaseturs fyrir þjóðlífið. Formaður Framsóknar- flokksins, Jónas Jónsson, sem sjálfur á meginþátt í því að byggingin hefir verið reist, skrifar um þessar mundir neðanmálsgreinar í Tímann, þar sem í senn er lýst baráttunni fyrir þessu málefni og átökum þeim, sem um það hafa orðið, og gerð grein fyrir hugsjónum, sem vákað hafa fyrir hinuvi beztu mönnum í sámbandi við háskólann. Síðan á föstudagsmorgun, að Parísarborg féll í hendur þýzk- urn hersveitum, hafa miklir og örlagaríkir atburðir gerzt í Frakklandi, bæði á vígvöllunum, þar sem franski herinn hefir goldið gífurlegt afhroð af völd- um hins þýzka, og í viðræðusöl- um stj órnmálamannanna og valdamannanna, þar sem fjallað hefir verið um örlög og sögu Frakklands og ef til vill Vestur- álfu allrar. Hina fjóra síðustu daga hafa Þjóðverjar ávallt verið í sókn. Fyrstu dægrin eftir hernám Par- ísarborgar voru hernaðartil- kynningarnar að vísu lítt sögu- legar, enda var París einskonar áfangi í hinni ógurlegu sókn Þjóðverja suður eftir Frakklandi. En nú upp úr helginni harðnaði sóknin enn og hafa Frakkar eigi staðizt við, enda fer það saman, að Þj óðverj ar tefla fram ógrynni liðs, sem hefir gnægð hergagna og farartækja og haldið óstjórn- legri sigurvímu. Hafa þýzkar hersveitir brotizt nær þvert í gegn um Frakkland alla leið austur til svissnesku landamærin og slitið öllu sam- bandi milli Maginotvarnarvirkj - anna og þess hers, sem þar var, og meginhers Frakka, sem hörf- að hefir undan. í hinni grimmi- legu sókn hinna síðustu daga hafa Þjóðverjar tekið hverja borgina á fætur annarri með örstuttu millibili, meðal annars Verdun í Norður-Frakklandi, sem mjög var barizt um á heims- styrjaldarárunum, St. Dizier 60 km. sunnar, Langres 85 km. þar suður af, Dijon röskum 60 km. þar fyrir sunnan, alls rösklega 260 km. suður af Sedan, þar sem þýzki herinn brauzt fyrst inn í Frakkland. En frá Dijon suður til Miðjarðarhafs við ósa Rhone, er um 420 km. Jafnhliða þessu hafa Þjóð- verjar gert hatramlegar árásir á sjálf Maginot-varnarvirkin og rofið víggirðingar Frakka á mörgum stöðum, meðal annars sunnan við Saarbrúcken, og náð sínar hendur ýmsum virkjum og tekið fanga og vopnabirgðir. Sunnan við París hafa Þjóð- verjar einnig farið sigurför. Hafa þeir rutt sér þar leið yfir Signu og eru komnir til Fon- taineblau. Loks hafa harðvítugir bardag- ar átt sér stað vestan við París, sunnan við Signuósa, þar sem Þjóðverjar eiga við óþreyttar hersveitir frá Englandi, ásamt frönsku liði. Þar hefir sóknin verið Þjóðverjum örðugust. Afleiðingar þessara gífurlegu hrakfara franska hersins hefir orðið sú, að Reynaud, forsætis- ráðherra Frakka, baðst lausnar í fyrrinótt fyrir sig og ráðuneyti sitt. Hafði Frakklandsstjórn borizt fyrir tveim dögum svar Roosevelts Bandaríkjaforseta við hjálparbeiðni Reynauds, þess efnis, að Bandaríkin vildu láta Bandamönnum í té öll hergögn, sem unnt væri að láta af hendi, en það stæði ekki í valdi ríkisstj órnarinnar heldur þjóðþingsins, að ákveða hvort herlið skyldi sent til Frakklands. Þegar Reynaud hafði lagt nið- ur völd, myndaði Petain mar- skálkur undir eins nýja stjórn, sem skipuð er æðstu yfirmönn- um hersins, Weygand yfirhers- höfðingja og Darlan flotafor- ingja, meðal annars. Enginn hinna þekktu stjórnmála- manna Frakka, Bonnet, Fian- din, Leon Blum, Laval né Rey- naud, eiga sæti í henni. Fyrsta ákvörðun hinnar nýju ríkisstjórnar var að snúa sér til valdhafa Þýzkalands, leita fyrir sér um friðarkosti. í gær morgun ávarpaði Petain mar (Framh. á 4. síðu) A. KROSSaÖTTJM Úr Öræfum. - Grassprettan norðanlands. — Garnaveikin. - Laugarvatni. — Ný gerð miðstöðvareldavéla. Skólabúið að Páll Þorsteinsson kennari á Hnappa- völlum í Öræfum ritar Tímanum: — Síðastliðinn vetur var afar snjóléttur hér. Á útmánuðum gerði langvarandi þurrkatíð og kulda og hélzt svo fram um sumarmál. í fyrstu sumarviku brá til hlýinda og vætutíðar, svo að jörð tók að gróa. Er grasvöxtur í fullu með- allagi. Þrátt fyrir snjóléttan vetur var nær öllu búfé gefið fóður sem endra- nær, enda er landrými litið og á flest- um bæjum sveitarinnar lítið treyst á vetrarbeit. Svo sem kimnugt er, hefir vélbáturinn Skaftfellingur verið not- aður til flutninga við suðurströndina, og meðal annars til Öræfa, um meira en tvo tugi ára. Kom hann hingað að minnsta kosti tvisvar á sumri hverju, og stundum til að sækja sláturafurðir á haustin, En síðastliðinn vetur var Skaftfellingur seldur. í stað Skaftfell- ings kom nú flutningaskipið Hermóður með farm hingað 14. maímánaðar. Var vörunum skipað upp samdægurs, og heppnaðist vel. Hélt skipið síðan til Hornafjarðar. t t t Kristján Karlsson skólastjóri að Hólum í Hjaltadal hefir tjáð Tímanum að útlit um grassprettu sé sæmilegt þar nyrðra, þrátt fyrir kuldatíð lengi framan af. Mun svo og vera víðast annars staðar norðan lands. í fyrra var um þetta leyti byrjað að slá tún allvíða í Eyjafirði, að minnsta kosti í Öngulsstaða- og Hrafnagilshreppum, og ef til vill víðar. t t r Eins og kunnugt er, hefir garna- veiki verið í sauðfé bænda á allmörg- um bæjum í grennd við Hóla í Hjalta- dal. Er það þó einkum á bæjum í Hjaltadal, sem hennar hefir gætt. Síðastliðið haust og fram eftir vetri gætti hennar nokkuð, en síðari hluta vetrar og í vor hefir hennar eigi orðið vart. Lítil von er þó til þess, að hún sé kulnuð út og þykir hitt trúlegra, að hún leynist, þótt hvergi hafi á henni borið síðustu mánuðina. t t t í skólabúinu á Laugarvatni eru nú 20 kýr, 14 kvígur í uppeldi og margt ungviði og um 100 sauðfjár. En vegna mæðiveikinnar gengur treglega að fjölga fénu. Allmikil ræktun er einnig á skólajörðinni. í vor var sáð kartöfl- um í tvær dagsláttur lands. í fyrra komu 200 tminur af kartöflum upp úr þeim reit. Korni, byggi og höfrum, var sáð í einn hektara lands og höfrum til grænfóðurs í annað eins. í vor var lokið smíði og umbúnaði gróðurhúss, sem er um 200 fermetrar að stærð. Er húsið mjög vandað og fallegt og í því ræktaðir tómatar einvörðungu. Pálmi Einarsson mældi í ár fyrir flóðgörðum og áveitu og er þegar búið að hlaða um 800 metra langa flóðgarða og grafa um 800 metra langa áveituskurði og uppþurrkunarskurði. Allt skólp og þess háttar frá skólanum, er leitt í áveit- una. Með áveitufyrirtæki þessu breyt- ast margir hektarar þjóttumýra í á- veituland. Allur rekstur búsins er á ábyrgð skólastofnunarinnar. t t r í síðastliðinni viku var ný gerð mið. stöðvareldavéla blaðamönnum til sýnis 1 húsakynnum Búnaðarbankans. Hefir Jóhann Fr. Kristjánsson bygginga- meistari látið smíða eldavél þessa. Eldavél þessi er í senn ætluð til eld- unar og miðstöðvarupphitunar. Vatns kassi lykur um mikinn hluta eldstóar- innar. Jafnframt er reykurinn frá eld- inum notaður til að hita vatnshylki á leið sinni frá eldstó til reykháfs. Gert er ráð fyrir að hita megi upp 6—7 her. bergi með þessari eldavél og tilheyr- andi útbúnaði. Eldavélin er að mestu leyti úr smíðajárni, en vatnskassinn við eldstóna úr stáli, blönduðu kopar. Samkvæmt tilraunum, er gerðar hafa verið, er eldavélin 4 mínútur að hita 2 lítra vatns í suðumark. Eldavél þessi er talin nær þriðjungi sparneytnari en aðrar eldavélar svipaðrar stærðar. — Hún kosta 550—750 krónur. Aðalfundur Kvennabaudsins í Vesfur-Húna- vatnssýslu Viðreisn ullariðjunnar eitt megín viðfangsefni Kvennabandið í Vestur-Húna- vatnssýslu hélt aðalfund sinn á Illugastöðum á Vatnsnesi júnímánaðar. Þó að Vatnsnes sé afskekkt og illa í hérað sett til opinberra fundarhalda, kom í ljós, að konur fýsti að koma þangað og létu ekki á sig fá þó staðurinn væri ekki á hinum fjölförnustu leiðum. Sóttu fund- inn nær 60 konur. Síðastliðið vor tók Kvenna' bandið að sér að gangast fyrir auknum ullariðnaði í héraðinu. Var markmið þess, að efla svo ullariðnað heimilanna, að þau, auk þess að fullnægja eigin þörfum, hefðu prjónles og tó- vöru til sölu. Síðastliðinn vetur var allvíða unnið talsvert af allskonar þel- bandi, sokkum og peysum til sölu. Seldist ullarvarningur þessi allur við svo góðu verði, að sæmilegur hagnaður var að fyrir þær konur, sem tóskapnum sinntu. Það kom glögglega fram á fundinum, að áhugi kvenna á slíkri heimaiðju hafði stórum aukizt og margar hafa í hyggju að gefa sig að slíkum vinnu- brögðum í framtíðinni, eftir því sem föng eru frekast til, sökum annarra heimilisanna. Nokkrar konur höfðu tekið með sér á fundinn ýmsa haglega gerða muni, sem þær höfðu unn- ið til sölu eða heimilisnotkunar. Mátti þar líta vefnað, prjón- les og hekl, allt úr íslenzkri ull. Var þetta allt í senn til skemmt- unar, fróðleiks og uppörvunar. Síðastliðið ár réðu kvenna- samtökin í Vestur-Húnavatns- sýslu hjúkrunarkonu til að ann- (Framh. á 4. siðu) Á víðavangi LANDNÁMIÐ. Fáar þjóðir eiga hlutfallslega jafn stórt land og við. Upphaf- lega voru það heldur ekki marg- ir menn, sem skiptu á milli sín hinu svokallaða byggilega land- rými. Að þessari upphaflegu skiptingu hefir verið búið fram til þessa í sveitunum, að miklu leyti. Sumar jarðir hér eru að landrými eins og hálfar og heil- ar sveitir í þéttbýlum löndum. Hefir þetta að sjálfsögðu mótað búskaparlagið. Búfjárhjarð- irnar skiptu lengst af sjálfar með sér landsnytjum. Til skamms tíma var túnið jafnvel ógirt. Og nú eru hinar landmiklu jarðir orðnar erfiðari en áður, siðan vinnukrafturinn hækkaði í verði og fólki fækkaði í sveit- unum. GIRÐINGAR. Plógurinn, kerran, sláttuvélin, saumavélin, skilvindan og fleiri áþekk tæki hafa bætt upp fólks- fækkunina. En eitt mikilvirk- asta og gagnlegasta úrræðið til viðbótar til þess að bjargast fá- liðaður við landbúnað, eru girð- ingarnar. Túngirðing, engja- girðing en ekki sízt fullkomn- ar hagagirðingar, þar sem mál- nytufénaði og öðrum búfénaði væri úthlutað afmörkuðu landi og við hæfi. Með þessu móti mundu aukast afurðir af búfén- aði, vinna sparast og landgæði nýtast miklu betur en þar sem hinn ,villti‘ búfénaður getur ætt eins og logi yfir akur. Allur fén- aður gæti að skaðlausu gengið betur að mat sínum en tíðkast hefir, þar sem lönd öll eru lítt varin. TORFGARÐAR. Varanlegustu girðingar eru vel gerðir torfgarðar eða grjótgarð- ar. En gripheldir verða þeir með því að bæta ofan á þá hæfilega mörgum gaddavírsstrengjum. í mýrlendi kemur skurður við slíka garða að tvöföldu gagni, eykur á vörnina og orkar til landþurrkunar. Meðan stríðið stendur og allt aðkeypt efni til húsabóta og girðinga er í óeðli- lega háu verði, ættu bændur, sem þess ættu kost, að taka til íhugunar, hvort ekki væri hagkvæmast að snúast við girðingaframkvæmdum með garðhleðslum og skurðagerð eftir því sem til hagar. En allar slikar framkvæmdir miða að því að þoka áfram því landnámi, sem framkvæma þarf á hverri jörð. Haganlegar girðingar gjöra allt í.senn, að spara vinnu við búfénað, draga úr vanhöldum, auka slægjurnar, drýgja beit- ina — í einu orði gera fleiri skepnum og fleira fólki líft á landinu! Sandstemnmn í Hólabyrdu Kristján Karlsson skólastj. œtlar ad reisa úr honum byggingar Svo sem margir vita, er Hóla- kirkja í Hjaltadal byggð úr rauð- steini úr Hólabyrðu.Er það sand- steinn, laus í sér, svo að tálga má með hníf eða saga með sög, og léttur, svo að hann hefir eigi nema hálfa þyngd móts við steina úr blágrýti, sömu stærðar. Kristján Karlsson, skólastjóri bændaskólans að Hólum, hefir mikinn hug að nýta sandstein- inn í Hólabyrðu til bygginga. Hefir hann athugað vandlega um aðstöðuna til þess og látið losa allmikið af grjóti og hyggst að flytja heim á sleðum þegar vetrar. Eru sandsteinslögin all- viða sprungin og hefir grjótið verið losað með þeim hætti, að (Framh. á 4. siðu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.