Tíminn - 18.06.1940, Side 2
250
TlMKVN, liriðíndaginii 18. júní 1940
63. blað
‘gímtrot
Þriðjudaginn 18. júní
Héraðsskólar
- viimuskólar
Fyrir síðustu áramót lauk
Alþingi við mjög þýðingarmikla
umbót á héraðsskólalögum, og
mátti heita, að allt þingið, nema
skjátur kommúnista, stæðu
saman um þá breytingu. Hér-
aðsskólarnir eiga að vera vakn-
ingarstofnanir með mikilli
íþróttakennslu. En jafnframt
eiga þeir að vera vinnuskólar.
í þessum skólum eru nú
yfir 500 ungmenni á hverjum
vetri. Ef það tekst að búa þessu
fjölmennu fylkingu undir ís-
lenzkt landnámslíf og þrótt-
mikla framleiðslustarfsemi, þá
munu þess fljótlega sjást merki
í landinu.
Þrír þingmenn úr þeim
kjördæmum, sem standa sér-
staklega að héraðsmálum á
Laugarvatni, Reykholti og Laug-
um, voru sérstaklega hvata-
menn þessa máls. En því var
svo vel tekið af öðrum þing-
mönnum og af bændum hvar-
vetna um allt land, að einsætt
má kalla, að þessi hreyfing er
kærkomin þjóðinni. Því miður
urðu sumir af starfsmönnum
skólanna ekki allskostar ánægð-
ir með breytinguna. Þeir munu
hafa verið helzt til fastir við
fornar venjur, að í skólum væri
ekki hægt að kenna aðra gagn-
lega hluti, heldur en bókleg
fræði. Við nánari athugun munu
þeir laga sig eftir vilja þings og
þjóðar, eða fá sér önnur störf
sér geðfelldari.
Héraðsskólarnir hafa nú þeg-
ar gengið lengra í hagnýtum
vinnubrögðum en aðrir skólar.
Nemendur læra að þvo og
þurrka sinn eigin þvott, að bera
á borð, þvo gólf í skólastofum
og nemendaherbergjum, auk
smíðakennslu fyrir pilta og
saumakennslu fyrir stúlkur.
Þessi kennsla hefir borið
nokkurn árangur, og héraðs-
skólarnir hafa í þessu efni rutt
brautina. Nú er stefnt að því,
að þriðjungur námstímans
gangi til hagnýtrar vinnu-
kennslu. Stúlkur læra mat-
reiðslu, einfaldan saum, prjón,
framreiðslu, hirðing herbergja
og húsmuna. Piltar læra að
hreinsa og setja saman jarð-
yrkjuverkfæri, smíðar úr tré og
járni, steypa steina, og gera við
algenga hluti á heimilinu. Við-
hald skólabygginganna og hús-
munanna veröur æfingaskóli í
vinnubrögðum, hirtni og um-
gengni fyrir nemendur.
Til að koma- þessari breyt-
ingu á til fulls, þarf að auka við
vinnustofur og áhöld í héraðs-
skólunum, og það er ekki auð-
gert nú sem stendur. En miklu
má breyta nú þegar, fyrst og
fremst hugsunarhættinum.
Landið verður ekki byggt og
unga fólkið skapar sér ekki
framtíð nema með landnámi,
nema með því að vilja vinna,
kunna að vinna og hafa áhuga
fyrir að verða sjálfbjarga.
Löggjöfin um héraðsskólana
mælir svo fyrir, að reglugerðir
skulu samdar fyrir skólana nú
í sumar. Þar kemur fyrsta breyt-
ingin. Verkefni kennaranna
breytist. Skólastjórarnir við
héraðsskólana þurfa að vera vel
menntaðir bændur. Um þessar
mundir er Bjarni á Laugarvatni
að hlaða stíflugarða vegna til-
vonandi flæðiengja á skóla-
jörðinni. Skólastjórar og kenn-
arar við héraðsskólana þurfa að
vera fyrirmynd hinna ungu
manna, karla og kvenna, sem
eiga að byggja landið. Andleg
menning, 'verkleg menning og
félagsmenning þarf að fylgjast
að. Þannig hefir þjóðaruppeldið
verið, þar sem það er bezt, í
þúsund ár.
Einn af leiðtogum kommún-
ista, Halldór Kiljan Laxness,
hefir sýnt óánægjumerki yfir
því, ef hætt verði að kenna út-
Iend tungumál í héraðsskólum
öðrum en þeim, sem eru vel að
sér í móðurmálinu. Ef til vill
óttast hann og flokksbræður
hans, að unga kynslóðin verði
svo vel að sér í móðurmálinu,
að hún láti sér ekki vel líka þá
málspillingu, sem stafar af
bókaútgáfu þessara austanvéra.
Og víst mun það von þeirra, sem
I Mrólfnr Sjartaon I
Föstudaginn 14. júní s. 1. and-
aðist á Landspítalarfúm eftir
hættulegan holskurð einn hinn
kunnasti af yngri bændum í
Suður-ÞingeyjarsýSlu, Þórólfur
Sigurðsson frá Baldursheimi.
Hann var þá rúmlega 54 ára að
aldri.
Baldursheimur er ein hin
stærsta og bezta jörð í Mývatns-
sveit. Þar bjuggu um langa
stund merkishj ónin Sigurður
Jónsson og Sólveig Péturs-
dóttir. Koma þar saman tvær
þrekmiklar ættir úr Mývatns-
sveit og Bárðardal.
Hjónin í Baldursheimi voru
atorku- og ráðdeildarsöm og
bjuggu við góð efni. Var Bald-
ursheimur þá þegar meðal
kunnustu myndarheimila í hér-
aðinu. Sigurður bóndi andaðist
þegar Þórólfur var að ná full-
orðinsaldri. Gerðist Þórólfur þá
fyrirvinna hjá móður sinni.
Hefir sú skipan haldizt enn, að
þau mæðgin hafa staðið fyrir
búskap í Baldursheimi og það
þó að Þórólfur hafi hin síðari
ár löngum verið fjarvistum. Þór-
ólfur gekk ungur í gagnfræða-
skólann á Akureyri, og sýndi
þar bæði dugnað og gáfur. Hann
var með stærri mönnum, og vel
styrkur, þrekmaður til líkama og
sálar, ótrauður til átaka, djarfur
og þolinn. Kom það jafnt fram
í vetrarferðum á Mývatnsöræf-
um, við líkamlega vinnu og and-
leg störf.
Hugur Þórólfs hneigðist á
þann veg, sem háttað hafði verið
hinum kunnu samvinnuleiðtog-
um Þingeyinga, Gautlandafegð-
um, Jóni og Pétri, Jóni í Múla og
Sigurði í Yztafelli. Þeir vildu
vera bændur og búa myndarbúi
í sveit, en jafnframt hafa mörg
járn 1 eldi í félagsmálum og
koma fram þar, sem á reyndi,
fyrir stytt sína og hérað.
Þórólfur vakti með réttu ó-
venjulega eftirtekt frá því hann
var á unga aldri. Hann var at-
haínamikill heima fyrir, girti
Baldursheimsland, byggði vand-
að steinhús á ættaróðalinu og
flest peningshús. Á sumum fjár-
húsum og hlöðum steypti hann
þökin og var það nýlunda á
standa að uppeldisumbótum í
landinu, að samfara aukinni
vinnukunnáttu og vinnugleði
geti tekizt í þessum myndarlegu
skólum að mynda skjólvegg móti
kæruleysi margra vanmenntaðra
manna, sem á undangengum ár-
um hafa reynt að gera móður-
málið að einskonar útibúi frá
fjarlægum þjóðtungum.
J. J.
Þórólfur Sigurðsson.
þeirri tíð og jafnvel enn. í þess-
um byggingarmálum sýndi Þór-
ólfur þrek sitt, bæði í úrræðum
við framkvæmdirnir og sjálfu
starfinu, svo sem við að draga
steinlím og efnivið á sleðum frá
Húsavík og upp í Baldursheim
í miklum snjó og vetrarhörkum.
Þórólfur sýndi búmennsku sína
í því að hann hélt búinu Bald-
ursheimi í fullri stærð, þrátt fyr-
ir mikinn tilkostnað meðan
hann var að húsa og bæta jörð-
ina.
Baldursheimur var nokkurt
verksvið, en ekki nægilegt fyrir
Þórólf Sigurðsson. Hann varð
snemma einn af helztu leiðtog-
um ungmennafélaganna í sýsl-
unni og gerðist þar aðalmaður í
fjársöfnun til að byggja Lauga-
skóla. Var hann síðan í bygging-
arnefnd og stjórn skólans meðan
mestar voru framkvæmdir. Um
þetta leyti var hann kosinn í
stjórn Kaupfélags Þingeyinga og
lét þar mikið til sín taka. Þá
gekkst hann fyrir stofnun tíma-
ritsins „Réttur“ og var ritstjóri
þess um nokkur ár. Vakti fyrir
honum, að timaritið yrði mál-
gagn fyrir frjálslyndar hag-
fræðistefnur og ekki sízt kenn-
ingar Henry George um land-
skatt. Hafði Þórólfur á upp-
vaxtarárunum notað mikið fé-
lagsmálabókasafn Þingeyinga á
Húsavík, og sáust þess glögg
merki í lífsskoðun hans.
Allar líkur bentu til, að Þórólf-
ur í Baldursheimi myndi taka
við félagsmálaforustu í Þingeyj-
arsýslu og í málefnum sam-
vinnubænda. Hann var einn af
stofnendum Tímans og Fram-
sóknarflokksins og munaði mik-
ið um stuðning hans. Hann
var síðar raunverulega ritstjóri
Tímans mánuðum saman, þeg-
ar Tryggvi Þórhallsson var önn-
JÓ3VAS féNSSON:
Þjóðskólí - launamannaskólí
FRAMHALD
Með þessum breytingum var
leitazt við að unglingar úr öll-
um landshlutum og öllum stétt-
um ættu kost á skólagöngu,
eftir hneigð og þörfum. Akur-
eyrarskólinn myndaði hollt
mótvægi gegn Reykjavíkurskóla.
Þar voru Skálholt og Hólar end-
urbornir. Annars vegar var
Reykj avíkurskólinn, sem mætti
aðstreyminu úr þéttbýlinu við
Faxaflóa. Hins vegar Akureyri,
þar sem mættist æska dreifbýl-
is og kauptúna af Norður-,
Austur- og jafnvel Vesturlandi.
Þar átti að vera meginleið til
framhaldsnáms fyrir þroskaða,
fátæka menn, sem unnu fyrir
sér. Með reglugerðarbreytingu
menntaskólans var gert kleyft
fyrir unga menn að komast úr
hinum nýju æskumannaskólum
í lærdómsdeild, án þess að
skólaskipun ungmennaskólanna
hefði verið sveigð út af eðlilegri
leið þeirra vegna. Fulltrúar
launastéttanna hafa áður fyrr
deilt á mig fyrir þessar fram-
kvæmdir, fyrir að leggja meiri
stund á að byggja héraðsskólana
og húsmæðraskóla sveitanna
heldur en háskólann. En til þess
lágu góð rök og glögg. Héraðs-
skólarnir og húsmæðraskólarn-
ir áttu fáa að nema Framsókn-
armenn. Meðan við höfðum
valdaaðstöðu, urðum við að
hrinda þeirri framkvæmd af
stað, ella var hún ekki gerð.
Byggingum gagnfræðaskólanna
í bæjunum og háskólabyggingu
gátum við hrundið áleiðis svo að
segja hvenær sem var, eftir að
grunnurinn var reistur, af því að
þar höfðu aðrir flokkar nægi-
lega sterka hagsmunahvöt til að
styðja málið, hvenær sem Fram-
sóknarmenn beittu áhrifum sín-
um um forustuna. Hefir öll
þessi ráðagerð lánazt eins og til
var ætlazt. Nú eru komin ágæt
gagnfræðaskólahús í Hafnar-
firði og ísafirði, samkvæmt lög-
unum frá 1930. Vestmannaey-
ingar og Siglfirðingar búa við
góðan húsakost. Reykjavík og
Akureyri myndu nú vera að
byggj a yfir sína skóla, ef ekki
væri stríðið. Og loks er há-
skólabyggingin að verða fullger.
Báðir menntaskólarnir hafa
fært út kvíar á myndarlegan
hátt með sveitasetrum sínum.
Ég hygg, að það væTi ósann-
gjarnt að búast við, að meira
hefði verið framkvæmt í þessum
efnum síðan skriður komst á,
1927, að geTa æskuhugsjón Jóns
Sigurðssonar um þjóðskóla að
veruleika í lífi íslendinga. Það
er að vísu hvergi nærri fullbúið
verk enn. Hitt munu allir viður-
kenna, sem hugsa af viti um
málið, að mörg skref hafa verið
stigin á þessum vegi á undan-
gengnum tólf árum.
Skömmu eftir að Framsóknar-
um kafinn á þingi. Hann var
alla æfi öruggur stuðningsmað-
ur Framsóknarflokksins, og átti
mikinn þátt í að koma á núver-
andi skipulagi í flokknum eftir
fráhvarf Jóns Jónssonar og
hans félaga. Hann var mið-
stjórnarmaður Þingeyinga í
Framsóknarflokknum til dauða-
dags. Honum var fremur ógeð-
felld stjórnarsamvinna Fram-
sóknarmanna við gamla and-
stæðinga. En það sem flokks-
bræður hans afréðu á löglegan
hátt vildi hann hlíta meðan sú
skipun héldist, en geðfelldara
var honum samstarf við þá
menn, er hann taldi frjálslynda
og þó lýðræðissinnaða.
Þórólfi Sigurðssyni hafði
gengið allt til vegs og frama,
þar til heimsstríðinu lauk.Mörg-
um samsýslungum og samherj-
um hans þótti hann að vísu um-
svifamikill og láta ærið margt
til sín taka. En menn fundu, að
hann bjó yfir mikilli orku og
góðum vilja. Fjör hans og þrek
bar langt af því, sem fólk átti
að venjast um menn á hans
aldri. Flestir, sem þekktu hann,
óskuðu, að hann fengi að njóta
orku sinnar og áhuga til al-
mannagagns.
Haustið 1919 fer hann utan til
Englands og dvaldi þar fram á
vor. Þá réðist hann í að kaupa
nokkuð af vörum, eftir umtali í
stjórn Kaupfélags Þingeyinga,
enda var hann einn í stjórn fé-
lagsins. Þegar vörurnar komu
um vorið, var verðfallið dunið á
og kreppuhugur í mörgum
manni, sem verið hafði bjart-
sýnn um haustið. Urðu nú vöru-
kaupin honum til vandræða.
Kaupfélagið tók sumt af vörun-
um, en sumt ekki. Varð áþessum
kaupum allmikið tjón, eins og á
flestu, sem þá var keypt frá út-
löndum. Ekkert var auðveldara
fyrir Þórólf en að verða gjald-
þrota, láta lánardrottna tapa,
sleppa sjálfur. Óhappið myndi
gleymast. Koma síðan fram á
sjónarsviðið að nýju og láta sem
ekki hefði í skorizt, Þetta er
hin venjulega leið venjulegra
manna. En þessa braut vildi Þór-
ólfur ekki fara. í augum hans
var það ófyrirgefanlegur bleyði-
skapur að flýja af hólmi, er á
reyndi. Hann hafði gert kaup
sín í góðri trú. Hann tók nú á
sig tapið, tók lán, færði til skuld-
ir, vann bæði vetur og sumar
til að greiða tapið. Hann hafði
lokið því erfiða verki nokkrum
missirum áður en hann andað-
ist.
Þórólfur Sigurðsson fékk
harða dóma fyrir þessa giftulitlu
verzlun. Hitt hirtu menn síður
um að vita,og enn síður að halda
á.lofti, að hann fórnaði mann-
dómsárum sínum til að borga
skuldir sínar og sýndi þar meira
þrek og fórnfýsi en kunnugt er
um nokkurn af samtíðarmönn-
stjórnin tók við haustið 1927,
byrjaði ég að kynna mér bygg-
ingarmál háskólans, því að það
var einn þáttur í uppeldi og
menningarmáli þjóðarinar. Þar
vaT allt í fullkominni ró. Þingið
hafði ekki hreyft málinu. Þing-
málafundir og frambjóðendur
höfðu ekki minnst á það. Ég
leitaði fyrir mér um aðgerðir
þeirra mörgu og vel lærðu
manna, sem verið höfðu
kennslumálaráðherrar frá 1911
til 1927 til að sjá þeirra afstöðu.
Þar var Kristján Jónsson dóm-
stjóri, Hannes Hafstein, Sigurð-
ur Eggerz tveim sinnum, Jón
Magnússon tveim sinnum og
loks Magnús Guðmundsson eitt
ár. En við gaumgæfilega athug-
un kom það í ljós, að þeir höfðu
alls ekkert gert til að hrinda
byggingarmáli háskólans áleiðis.
Þetta mátti heitaþví merkilegra,
þar sem nálega allir starfsmenn
háskólans voru meira eða minna
nánir samflokksmenn þessara
stjórnmálamanna. Það hefði
þess vegna átt að vera hæg
heimatökin fyrir valdamenn
háskólans og valdamenn lands-
ins, að hreyfa þessu máli, ef
þeir hefðu haft hug á því.
Þessi mikla ró margra merkra
forráðamanna er skiljanleg, ef
þess er gætt, að háskólinn var
ekki og er ekki ein lífræn heild.
Hann hefir enga fasta, ákveðna
forustu eins og tíðkast svo mjög
um háskóla í Ameríku og síðar
mun vikið að. Hver deild starfar
út af fyrir sig. Hver kennari
vann að sínu ákveðna verki, án
mikilla athugana um hag stofn-
unarinnar. Kvað mjög að þessu
um hans, sem lent hefir í hlið-
stæðum erfiðleikum.
Eins og vænta mátti breytti
þessi atburður aðstöðu hans til
stórra muna. Dugnaði hans og
þreki var nú einbeitt til að
ryðja nýjar brautir. Hann var að
jafnaði á sumrin heima í Bald-
ursheimi með móður sinni og
hélt þar við rausnarlegu búi. En
þegar haustaði hvarf hann
löngum tíl Reykjavíkur og var
þá um margra ára skeið starfs-
maður við þingið, en stundum í
þjónustu Framsóknarflokksins
eða Tímans. Síðustu árin var
hann skrifstofustjóri nýbýla-
sjóðs. Þórólfur festi ekki ráð
sitt fyr en hann hafði goldið
skuldirnar eftir Englandsferð-
ina. Þá giftist hann frændkonu
sinni Hólmfríði Hemmert,
dótturdóttur séra Arnljóts á
Sauðanesi. Áttu þau einn dreng
á öðru ári.
Það mun vafalaust jafnan
verða nokkuð erfitt að skilja
þau rök, sem lágu til þess, að
Þórólfur gerði veturinn 1920 þau
vörukaup, sem urðu ætíð síðan
fjötur um fót hans, og öruggur
skotspónn óvildar- og öfundar-
manna. Einu ári fyrr, 1919, hefði
að líkindum orðið gróði að
þessari verzlun og hún þótt vera
búhnykkur. Einu ári síðar var
kreppan og verðfallið dunið yfir
og engum gat dottið í hug að.
kaupa svo mikið sem vasahníf, í
von um auðvelda sölu. En vet-
urinn og vorið 1920 var svo að
segja annarhver maður á íslandi
í happdrættisskapi. Haustið áð-
ur fóru sterkríkir menn á höf-
uðið, af því að þeir gátu selt
þúsundir af síldartunnum á 95
kr. hverja, en vildu fá eitt
hundrað. Síðan féll markaður-
inn, varan varð óseljanleg og
borin í sjóinn erlendis.
Sama vorið og Þórólfur kom
heim frá Englandi, var svo mik-
ill hugur í mörgum af þekkt-
ustu leiðtogum kaupfélaganna,
að á Sambandsfundi var mik-
ill meiri hluti fulltrúanna stað-
ráðinn í að heimta, að Sam-
bandið keypti vöruskip þá þegar.
Hallgrímur Kristinsson sagði, að
verðfall væri yfirvofandi, og að
á einu gufuskipi myndi Sam-
bandið tapa mörg hundruð þús-
undum á skömmum tíma.
Kvaðst Hallgrímur þá fyrirvara-
laust ganga úr þjónustu Sam-
bandsins, ef meiri hluti fundar-
manna segði sér að gera þann
hlut, sem vel gæti eyðilagt Sam-
bandið og alla framtíð þess.
Fundarmenn beygðu sig fyrir
þessari hörðu mótstöðu forstjór-
ans, en trúðu því, að þeir hefðu
á réttu að standa. Sannleikur-
inn var sá, að hin sífellda verð-
hækkun var raunverulega búin
að gera þjóðina ölvaða í fjár-
málaaðgerðir. Alþingi 1919 veitti
óreyndum kandidat í hagfræði
12 þúsund kr. til framhalds-
innra hirðuleysi, þegar einn af
álitlegustu fræðimönnum há-
skólans var í þann veginn að
hverfa af landi burt fyrir
nokkru, vegna þess að launa-
kjör hans voru ekki viðunandi.
Þá varð Framsóknarflokkurinn
að fylkja liði til að bjarga mál-
um háskólans, en sá flokkur,
sem hafði á sínum vegum ná-
lega alla kennara háskólans
beitti sér með mikilli hörku
gegn því að þessi fróði maður
gæti haldizt við í landinu. Þó
var vitað, að ýmsir aðrir starfs-
bræður hans við háskólann
höfðu hálfu hærri laun en hann,
svo að frá þeirra sjónarmiði
var launauppbót hans ekki án
fordæma.
Eftir að ég hafði athugað
gögn málsins, komst ég að þeirri
niðurstöðu, að lítillar forustu
væri að vænta um viðreisn há-
skólans nú á grundvelli Jóns
Sigurðssonar, nema með því, að
Framsóknarflokkurinn tæki for-
ustu í málinu. Ástæðan til und-
angengins athafnaleysis var
sýnilega sú, að launamenn
landsins litu á háskólann eins
og nokkurskonar verksmiðju
fyrir sig og sína, óviðkomandi
þjóðfélaginu í heild, og almenn-
um þjóðarhagsmunum. Frá því
sjónarmiði skipti litlu, þó að
nemendur yrðu að hafa fordyri
þinghússins sem sinn samkomu-
og raunverulega hátíðasal og
annan aðbúnað eftir því. Ef
ungir menn gátu komizt gegn
um launamannanám þar, og síð-
an skapað sér álitlega atvinnu
kostaða af almannafé, helst í
náms, án þess nokkur skilyrði
eða forsjá væri við höfð, hversu
þessi óvanalegi styrkur yrði
þjóðinni að notum.
Sú bjartsýni, sem kom Þórólfi
til að kaupa inn fyrir félag sitt
þennan vetur, var sameiginleg
fyrir meira hluta þjóðarinnar.
En þessi hneigð kom að sama
skapi sterkaraTram í athöfnum
Þórólfs en annara manna, sem
hann var að eðlisfari djarfari
og hugstærri en allur þorri sam-
tíðarmannanna. Og þegar að því
kom að taka afleiðingum mis-
stiginna spora, var hann líka
þrekmeiri, fórnfúsari og drengi-
legri en allur þorri veikbyggð-
ari manna.
Minning Þórólfs Sigurðssonar
mun lengi lifa í ættbyggð hans
og héraði. Baldursheimur mun
um ókomnar aldir bera varan-
leg merki um þrek og stórhug
þess unga manns, sem byggði
og bætti jörðina fyrir alda og
óborna. Mesta bygging héraðs-
ins, Laugaskóli, myndi hvergi
nærri vera jafn mikil og reisu-
leg, ef ekki hefði notið forustu
Þórólfs Sigurðssonar við að
fylkja æsku héraðsins til stuðn-
ings því málefni. En fyrir utan
hin varanlegu störf munu sam-
sýslungar Þórólfs í Baldurs-
heimi lengi minnast hins þrek-
mikla, unga manns, sem sýndist
borinn til að halda áfram starfi
hinna frjálslyndu bændahöfð-
ingja í Þingeyjarsýslu.
En nú er þessi maður fallinn í
valinn á þeim degi, þegar sorti
ægilegrar heimsstyrjaldar
myrkvar vorsólina. Honum lán-
aðist ekki að njóta krafta sinna
nema að nokkru leyti. Hann var
of stórhuga, of djarfur og of
mikill drengskaparmaður í mót-
gangi til að geta árekstralaust
komizt leiðar sinnar eftir troðn-
um brautum samtlðarinnar.
Þegar Stephan G. Stephansson
yrkir um hin sterku og hávöxnu
grenitré vestur við Klettafjöll,
er hann að lýsa þrekmönnum
eins og Þórólfi í Baldursheimi:
„Bognar aldrei — brotnar í
bylnum stóra seinast“.
J. J.
— ----------——■
Tll anglýsenda!
Tíminn ei geflnn út 1
fleiri eintökum en nokk-
urt annað blaö á íslandi.
Gildi almenni'a auglýs-
inga er 1 hlutfalli við
þann fjölda manna er les
þær. Tíminn er öruggasta
boðleiðin til flestra neyt-
endanna í landinu. —
Þeir, sem vilja kynna vör-
ur sinar sem flestum
auglýsa þær þessvegna i
Timanum
------------------■
Reykjavík, þá var hugsjón þeirra
fullnægt.
V.
Ég afréð að freista að þoka
máli háskólans nokkuð áfram í
því skyni, að þessi stofnun
kæmist í lífrænt samband við
þjóðarhagsmunina. En öll innri
breyting á starfi háskólans var
óhugsandi meðan hann bjó við
hin ömurlegu ytri skilyrði. Áður
en nokkur von gat verið um
breytingu til bóta, varð að
breyta húsakynnunum, um-
hverfinu, aðstöðunni, síðan
kennslunni, heimilisbragnum og
viðhorfi til þjóðarheildarinnar.
Ég ritaði bréf til stjórnar há-
skólans og óskaði eftir skriflegri
vitneskju um það, hve mikið
húsrúm hver deild teldi sig
þurfa. Þegar þessi vitneskja var
fengin, fékk ég húsameistara
ríkisins, Guðjón Samúelsson, til
að athuga, hversu hægt væri að
bæta úr frumþörf háskólans í
einni byggingu, þar sem svo væri
haldið á málum, að jafnan
mætti bæta við síðar meir, eftir
því sem þörf háskólans yrði
meiri. Ég gerði síðan frumvarp
um háskólabygginguna. Það var
hliðstætt löggjöfinni um Eiða-
skólann og margar fleiri fram-
kvæmdir, þar sem ákveðið var,
að ríkið skyldi byggja tiltekna
byggingu þegar fé væri veitt til
þess. Stærð byggingarinnar var
miðuð við að fulinægja hófleg-
um kröfum kennsludeildanna,
með þeim byggingarkostnaði,
sem þá var. Tvenn ný skilyrði
voru sett, að Reykjavík legði
háskólanum til mjög stóra lóð,
sem nægði til frambúðar, og að