Tíminn - 18.06.1940, Qupperneq 3

Tíminn - 18.06.1940, Qupperneq 3
63. blað TÍWIM, brið|ndagiim 18. júní 1940 251 A N IV Á L L Afmæli. Guðrún Guðmundsdóttir á Hömrum í Reykholtsdal varð 70 ára í gær. ÍMargir vinir jhennar munu jhafa minnzt |Guðrúnar í gær jmeð þökk og jvirðingu,og ósk- jað þess að æfi- jkvöldið verði jsólskini vafið og blómum stráð. Hún er ein af þeim íslenzku konum, sem hafa unnið starf sitt í kyrþey, gróðursett fræ- korn ljóss og friðar í sálir þeirra sem hún hefir umgengizt, hún er fróð og minnug, góður hag- yrðingur. Getið er hennar í sögu Borgarfj arðar sem slíks. Hún er vorsins barn og yrkir sín Ijóð við vinnu sína, í þeim anda, svo sem þessar stökur sínar: Lækir falla bergs af brún, brjóta mjallar þakið. Kátir spjalla og rista rún um rinda, hjalla, engi og tún. Dropinn iðinn eyðir stein, elfan niðar silfurhrein, fuglar kveða á grænni grein, glóey friðar kalin mein. Guðrún er ein þeirra kvenna, sem allir hljóta að muna, sem kynnzt hafa. Kunnugur. Dánardægnr. Nýlega er látinn merkisbónd- inn Vigfús V. Erlendsson í Hrís- nesi á Barðaströnd. Vigfús var dugnaðarmaður og vel metinn af öllum, sem til þekktu. Hann var á mörgum sviðum meðal fremstu bænda í sinni sveit og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Vigfús var einn af allra beztu flokksmönnum Framsóknar- flokksins á Barðaströnd og mik- ill áhugamaður um öll fram- faramál og landsmál yfirleitt, enda ágætlega greindur og at- hugull. Við fráfall hans má með sanni segja, að „skarð sé fyrir skildi“ á Barðaströnd, og á hverjum þeim vettvangi, sem Vigfús heitinn starfaði á, þvi að það rúm, er hann skipaði, var vel setið. Hreinaj’ lérefístnsknr kaupir Prentsmiðjan Edda Lindargötu 1 D. Tutfugu ára þegnskaparstar! Þjóðsagnaríftun Benjamíns Sígvaldasonar í seinni tið er það meir og meir farið að tíðkast, að menn vilja ekkert verk vinna, án þess að hljóta þegar fyllstu greiðslu fyrir. Það verður stöðugt sjald- gæfara, að menn vinni stö'rfin einungis vegna þeirra sjálfra — vegna þess að þau bíða úrlausn- ar. Þess vegna virðist mér, að það verðskuldi umgetningar, að einn samsýslungi minn á um þessar mundir 20 ára starfsafmæli, sem þjóðsagnaritari, en það verk hefir hann unnið algerlega á eigin kostnað, án alls fjárhags- legs styrks eða hagnaðar, ein- ungis af áhuga fyrir málefninu sjálfu. Þessi maður er Benjamín Sigvaldason frá Gilsbakka í Öxarfirði. Tvo síðustu áratugi hefir hann unnið af hinu mesta kappi að þessu áhugamáli sínu og lagt í það afarmikið stárf. Fyrst og fremst hefir hann safn- að og skrásett sagnir í heim- kynnum sínum í Norður-Þing- eyjarsýslu, en þar var áður ó- kannað land á þessu sviði. Hefir honum þannig tekizt að varð- veita frá glötun merkar sagnir og miklum fróðleik um þjóðlíf og þjóðhætti í þessu byggðarlagi á síðari öldum. í fornsögum vor- um mun Norður-Þingeyjarsýsla vera það af byggðarlögum landsins, sem einna sjaldnast er getið. Þar eru svo að segja eng- ir fornfrægir sögustaðir. Ekki er þó ástæða til að ætla, að þar hafi ekki gerzt frásagnarverðir atburðir eins og víða annars staðar á landinu, en annað- hvort hafa þeir aldrei verið skrásettir eða handritin glat- azt. — íbúum Norður-Þingeyj- arsýslu hefir oft fundizt hún tómleg, þessi þögn, þessi algjöra auðn, sem ríkir, að þvi er snertir vitneskju um líf fólksins, sem til forna lifði í hinum fögru byggðum þessa héraðs. Ef til vill hefir það verið þessi söknuður, sem fyrir tuttugu árum opnaði augu hins unga Norður-Þingey- ings fyrir því, að á sömu leið mátti ekki fara um þá frásagn- arverðu atburði, sem á síðustu öldum höfðu gerzt í byggðunum umhverfis hann. Benjamín tak- markaði sig þó ekki til lengdar við átthaga sína í þessu efni, heldur færði fljótt út kvíarnar. í sama tilgangi hefir hann ferð- azt víðsvegar um land og safn- að sönnum sögnum um atburði, þjóðhætti og sérkennilega menn. Ekki get ég til fullnustu dæmt um sagnfræðilegt og menning- arsögulegt gildi þess, sem Benja- mín hefir skrásett. Sannast sagt mun það vera nokkuð misjafnt í því tilliti eins og títt er um skrásetningu manna, sem eru ó- sérmenntaðir á þessu sviði. Án efa mun mikið af þeim kynstr- um þjóðlegra sagna, sem nú eru svo mjög í tízku í útvarpi og blöðum, verða léttvægt fundið á sagnfræðilegum mælikvarða framtíðarinnar. En B. S. hefir m. a. það fram yfir suma aðra, sem fást við þjóðsagnaritun, að hann veit, að hann vantar þessa sérmenntun og starfar sam- kvæmt því. Hann leggur mjög mikla áherzlu á að segja sem sannast frá og láta fljóta með sem ýtarlegastar upplýsingar, er gefa hugmyndir um daglegt líf fólks og þjóðarhætti. — Benja- min telur mjög mikilvægt, að athuga með eigin augum stað- ina, þar sem sögur hans hafa gerzt, til þess að geta gengið úr skugga um, hvort ýms atriði frásagnarinnar koma heim við staðhættina. í því skyni hefir hann oft farið í langar ferðir. Ber þetta glöggt vitni um vand- virkni hans og virðingu fyrir starfinu. — Annars hefir Benja- mín aflað sér mikilla upplýsinga í sambandi við þetta starf sitt með bréfaskiptum við menn víðsvegar um land og við íslend- inga vestan hafs. Nú er þjóðfræðasafn Benja- míns orðið afar mikið að vöxt- um. Gizkað á, að það mundi reynast hátt á annað þúsund arkir. Er það því sennilega eitt hið stærsta sinnar tegundir í eins manns eigu hér á landi. Enn hefir ekki mikið af þessu safni verið prentað, enda lítil áherzla á það lögð af hálfu Benjamíns. Tel ég það hiklaust bera vott um, að hann hafi réttan skilning á hlutverki sínu. Á síðari árum tel ég, að of mikið hafi verið að því gjört, að prenta misjafnan samtíning af þessu tagi. (Útvarpshlustendur hafa líka fengið sitt). — Aðeins það bezta á að birta, en leggja meg- ináherzluna á að safna og skrá- setja í góðum handritum. Slík handritasöfn eru dýrmætar námur, sem sérmenntaðir sagn- fræðingar framtíðarinnar eiga svo að vinna úr. Samkvæmt þessari skoðun, vinnur Benja- mín. Þótt það, sem birzt hefir frá hendi B. S., sé ekki mikið að vöxtum (þrjár bækur og nokkr- ar greinar í blöðum og tímarit- um), ber það þó glöggt vitni um að hann er gæddur þeim eðlis- gáfum og þeirri alúð og natni, sem til þess þarf að leysa þetta verk vel af hendi. — Má þó fullyrða, að sumt af því óprent- aða tekur hinu fram, sem birzt hefir. í byggingunni yrði ætlað hús- rúm fyrir kennarafræðslu lands- ins. Ekkert sýndi betur, hve litið af flokkshyggindum kom fram í aðgerðum minum í þessu máli, heldur en sú staðreynd, sem nú skal greina. Ég hafði frv. þetta ekki tilbúið í þingbyrjun 1930. Snemma á þinginu lagðist ég í kvefi og hálsbólgu og lá næstu daga. Þá sendu fáeinir góðkunn- ingjar mínir mér sendingu svip- aða þeirri, sem Skúti á Skútu- stöðum fekk af og til frá sínum samtíðarmönnum. Var tilætlun- in sú, að ég skyldi ekki kemba hærurnar. í hópi þeirra manna, sem stóðu sérstaklega að þeim myrkraverkum, sem hér hefir verið skýrt frá, voru nokkrir af starfsmönnum háskólans. Éf ég hefði litið á umbót há- skólans sem velgerning við þá- verandi starfsmenn hans, þá hefði, frá venjulegu flokkspóli- tísku sjónarmiði, verið ástæða til að láta hendur fallast í skaut við framkomu þá, sem ég hafðf orðið fyrir frá hálfu nokkurra af forráðamönnum þessarar stofnunar. En því fór fjarri að ég liti þannig á. Ég leit þá svo á, að við háskólann væru starf- andi nokkrir mjög vel færir og virðulegir menn og nokkrir mjög lítið hæfir menn. Til hinna ó- fullkomnu, þröngsýnu og van- menntuðu manna við stofnunina var ekki sanngjarnt að gera neinar manndómskröfur. Frá mínu sjónarmiði var fjarstæða að taka nokkurt tillit til slíkra manna eða gerða þeirra í sam- bandi við lausn alþjóðarmáls, sem á aö hafa þýðingu fyrir þá, sem búa í landinu um margar næstu aldir. Ég bar þess vegna fram frv. um háskólabygging- una og grundvöll hins nýja skipulags, þegar ég kom á fætur eftir hina umtöluðu legu. Ræða mín um að byggja yfir kenn- endur háskólans var hin fyrsta, sem ég flutti eftir að hafa mót- tekið og ráðstafað á viðunandi hátt gagnvart framtíðinni upp- vakningi þeim, sem gerður var út mín vegna af sumum starfs- mönnum þessarar stofnunar og nokkrum öðrum stallbræðrum þeirra. Málið var ekki útrætt á þingi 1930. Ég bar það aftur fram árið eftir en þá kom þingrofið og stöðvaðist frv. aftur af þeim or- sökum. En á þingi 1932 bar ég málið fram í þriðja sinn og var það þá samþykkt. Sóknin i þessu máli var ein- göngu frá þinginu og í þing- inu frá Framsóknarmönnum eins og raunar var eðlilegt af forsögu þess. Þegar hér var komið sögunni hafði samþykkt byggingarfrum- varpsins strax djúptæk áhrif, sem leiddi af kröfunni um land- gjöf frá Reykjavíkurbæ. Skipu- lagsnefnd hafði ætlað háskólan- um lóð við Skólavörðutorgið sunnan og austanvert. Samskot höfðu þá verið undanfarið ár um framlag í stúdentagarð og þótti eðlilegt að hann væri hjá háskólanum. Þegar hér var kom- ið sögu var búið að leggja allt að 20 þús. kr. í að sprengja fyrir grunni stúdentagarðs. Sam- kvæmt þessari ráðagerð hefði háskólinn haft til sinna þarfa tvö hús, annað með nokkrum kennslustofum, hitt takmörkuð nemendaheimavist. Þessi hús hefðu verið aðkreppt af götum og torgi á alla vegu. Ef síðar ætti að bæta byggingum við há- skólann hefðu þær orðið að vera annars staðar í bænum.Þessi til- högun var fullkomlega í anda þeirra, sem litu á háskólann eins og launamannaverksmiðju. Meira þurfti ekki með vegna þeirra hugsjóna. Tillögu minni um landgjafir frá hálfu bæjarins var að von- um tekið miður vel af mörgum þeim mönnum, sem fylgdu launamannastefnunni, og þeir voru margir í Reykjavik. En svo vel vildi til, að valdamesti mað- ur í bænum, Knútur Zimsen borgarstjóri, tók þessu máli vel og með miklum skilningi. Ég ætlaði ekki að blanda mér í hvaða land Reykjavík gæfi há- skólanum. Það gat verið væn spilda sunnan við Skólavörðu- torg, eða annars staðar. En til öryggis var sett í háskólabygg- ingarlögin, að kennslumálaráðu- neytið yrði að samþykkja stað- inn. Knútur Zimsen hefir að lík- indum aldrei verið hrifinn af hinu svokallaða háborgarskipu- lagi við Skólavörðutorg. Hann lagði til að bærinn gæfi land vestur við væntanlegan skemmtigarð í Vatnsmýrinni. Zimsen hætti skömmu síðar við borgarstjórn sökum heilsu- brests, en áður en hann lét af embætti hafði hann tryggt að háskólinn fengi hið tilskilda Þjóðsagnaritun er í eðli sínu merkur þáttur í ritstörfum sam- tíðar vorrar, enda þótt mikið af því, sem skráð er, og nefnt þessu nafni, sé einkis nýtt. En það er gott verk og hollt þjóðlífinu, að hver kynslóð haldi sem mestum tengslum við fortíðina, við þær kynslóðir, sem hún er sjálf framhald af. Þau gelgjuskeiðseinkenni, sem nú á tímum koma mjög átakan- lega í ljós í þjóðlífi voru, stafa aö verulegu leyti af því, að tengslin við fortíðina hafa rofn- að svo hastarlega. — Hin þjóð- legu fræði hafa hér hlutverk að vinna. Þótt B. S. hafi nú þegar feng- izt við þjóðsagnaritun í 20 ár, er hann enn á bezta aldri og á vonandi eftir að bæta miklum fróðleik í safn sitt. Munu verk hans þykja merkileg, þegar stundir líða og varðveita nafn hans um langa framtíð. Kristján Friðriksson. Skrifstofa Framsóknarflokksins í Reykjavík er á Lindargötu 1 D Framsóknarmenn utan af landi, sem koma til Reykja- víkur, ættu alltaí að koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið því við. Það er nauðsynlegt fyrir flokks- starfsemina, og skrifstof- unni er mjög mikils virði að hafa samband við sem flesta flokksmenn utan af landl. Framsóknarmenn! Munið að koma á flokksskrifstofuna á Lindargötu 1 D. land,á stærð við meðaltún í sveit milli Melsvegarins og Vatnsmýr- arinnar. Síðar varð að vísu mik- il tregða frá hálfu annarra valdamanna í bænum að standa við þessa ákvörðun Zimsens. En þó kom þar að lokum, að það var gert. Er nú tryggt, að háskólinn byggir ekki meira á næstu öld- um en hann hefir land til, auk skemmtigarða, trjálunda o. s. frv. Forráðamenn stúdentagarðs- ins sáu, að, þeir gátu tæplega haldið áfram að byggja sitt hús við Skólavörðutorg úr því að há- skólinn átti að koma vestur við Melaveg. Fluttu þeir sig nú þangað og varð að engu fram- lag þeirra í grunninn við Skóla- vörðuna. Þetta var að vísu nokk- ur fórn. En enginn talaði um það, því að nú fundu allir, að svo mikið hafði áunnizt fyrir fram- tíð háskólans, þar sem mynd- ast gat heilt hverfi af sam- stæðum byggingum á prýði- legum stað, þar sem áður hafði staðið til boða að hafa tvö hús umlukt að mestu af almennri byggð. Það mun mega segja, að flutningur stúdentagarðsins úr óhentugu þröngbýli, þangað sem hann er nú, hafi verið fyrsti vottur um að þjóðskólastefnan væri ekki með öllu cjauð og gleymd. Adalfundur \ Skógræktarfélags íslands verður haldinn að Laug-arvatni pann 29. júní 1940 kl. 4 e. h. — Dagskrá samkv. félagslögum. Stjórnin. Tilkynnin irá Póst- og Símamálastjórnínní. Að gefnu tilefni skal hér með vakin athygli á því, að samkvæmt lögum nr. 82,14. nóv.1917, er stranglega bann- að að setjaá stofn eða starfrækja hverskonar radiosendi- tæki, hvort heldur er til sendinga skeyta, tals, útvarps eða annarra merkaj, án þess að hafa áður fengið leyfisbréf til þess frá póst- og símamálastjórninni. Liggja strangar refsingar við broti gegn þessum fyrirmælum. Jafnframt er hér með skorað á alla íslendinga að gera póst- og símamálastjórninni þegar i stað aðvart, er þeir fá grun um að slík óleyfileg starfsemi eigi sér stað. Póst- og símamálastjórnin, 14. júní 1940. Eftirtaldar vörur höfum við venjulega ftil sölus Frosið kindakjöt af dilkum - sauðum - ám. Nýftft og frosið nauftakjöt Svínakjöt, Úrvals saltkjöt, Ágætt hangikjöt, Smjör, Ostar, Smjörlíkl, Egg, Harðfisk, Fjallagrös Samband ísl. samvínnufélaga. Jarðnæðí. sem heppilegt væri fyrir sumarheimili, óskast til kaups. Þarf að uppfylla sem flest eftirfarandi skilyrði: 1. Að hafa greiða samgöngumöguleika við Reykjavík. 2. Að ráða yfir jarðhita. 3. Að hafa veiðiréttindi í á eða vatni. Tibloð merkt „SUMARHEIMILI“, sendist í Pósthólf 323, Reykjavik, með ýtarlegum upplýsingum fyrir 1. júli næstkomandi. 324 Margaret Pedler: Laun þess li&na 321 byggð væri upp af þeim rústum---------- Hún átti ekkert val. Tvær ljóðlínur, sem hún hafði lært í æsku, læddust nú fram úr myrkrum hugsans: „Æði þessa dags, það undirbjó í gær örvæntingu morgundagsins, helþögn eða sigur.“ Hún mundi ekki hvaðan þessar ljóð- línur voru, en skildi til fullnustu hinn helþunga og sára sannleika, er þær höfðu að geyma. Elizabet hafði ekki hugmynd um hvort liðið höfðu mínútur eða klukku- stundir áður en hún tók eftir því, að Blair horfði á hana. Andlit hans bar ljós merki hinna þyngstu sálarkvala. „Nú hlýtur þú að skilja mig,“ sagði hann loðmæltur. „Já,“ svaraði hún. Röddin var hrjúf og óþjál, eins og hún væri ósjálfrátt knúð upp úr þurrum hálsinum. „Já, — ég skil. — Það er Fjóla.“ Hún rétti út hendina eins og hún væri að banda honum taurtu. „Viltu fara, ó, viltu fara, Blair?“ sagði hún. Svo hélt hún áfram með hálfgerðum hryllingi: „Ég get ekki þolað það, ef þú ferð ekki — fljótt!" Hann starði á hana og augnaráðið lýsti ólýsanlegum sársauka. Hann færði Blair. Ég held að hann myndi að minnsta kosti leyfa okkur að eigast. Ef hann vissi allan sannleikann og sagan kæm- ist á gang aftur, þá er mér sem ég heyri hann segja: „Það vill svo til, að ég veit, að hann er saklaus.“ Og hann myndi segja þetta á þann hátt, að menn myndu trúa honum. Hann er ákaflega sann- færandi, þegar hann er sannfærður sjálfur.. Og allir, sem þekktu Frayne- stoltið, myndu vita, að hann hefði aldrei gefið þér dóttur sína nema að hann vissi þig saklausan. Ætt hans er svo gömul, svo vel þekkt og virt, að það, sem hann segir er talið mikils virði. Ég veit, að það er óviðkunnanlegt af mér að segja þetta, en það er satt. Það sem hann segir, það er látið standa.“ Hún þagnaði snöggvast, en hélt svo biðjandi áfram: „Blair, má ég segja honum það?“ „Nei, þú getur það ekki. Trúðu mér, það er algerlega ómögulegt." „En hversvegna? Segðu mér einhverja ástæðu fyrir því! Candy myndi halda því leyndu, ég er sannfærður um það. Trúir þú því ekki?“ Hún hækkaði rödd- ina. „Ég er viss um það.“ „Hver er þá ástæðan, ef þú ert sann- færður um það? Þú verður að segja mér það, Blair. Ég krefst þess! Þögn þín er ekki sanngjörn gagnvart mér, eins

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.