Tíminn - 02.08.1940, Qupperneq 1

Tíminn - 02.08.1940, Qupperneq 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR : EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA QG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Simi 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Símar 3948 og 3720. 24. árg. Reykjavík, föstudgainn 2. ágúst 1940 76. blatS Stærsti soliisamningiirfiiii, sem íslendingar hafa gert ; _.. .... .. ......... ... Mynd þessi er af málverki, sem Frey- mó'öur Jóhannsson gerði af Sigurði Sigurðssyni búnaðarmálastjóra, að til- hlutun menntamálaráðs. Á öðrum stað í þessu tölublaði birtist grein eftir Jón- as Jónsson um Sigurð heitinn. Verð sauðljárafurða irá síðastlíðnu ári Tíminn hefir leitað fyrir sér og fengið upplýsingar um hið endanlega verð, sem kaupfélög landsins hafa greitt bændum fyrir ull og gærur, sem inn voru lagðar síðastliðið ár. Hins vegar hafa lokaákvarðanir um verð- jöfnun á kjöti eigi verið teknar ennþá. Verð það, sem kaupfélögin hafa greitt fyrir ullina, er nokkuð mismunandi eftir því, hvar er á landinu. Veldur því misjafn tilkostnaður hjá félög- unum og gæðamunur á ullinni, þótt fyrsta flokks vara sé. Yfir- leitt hafa bændur fengið 4 krón- ur og upp í 4,40 fyrir hvert kíló- gramm fyrsta flokks ullar, og mjög víða hefir verðið verið í kring um 4,20. Gæruverðið er einnig ofurlít- ið breytilegt. En langvíðast hafa kaupfélögin greitt bændum 3,20 fyrir hvert kílógramm og er þá með reiknuð uppbót sú, sem fékkst á áætlunarverð, þegar sala hafði farið fram. Sláturfélag Suðurlands greiddi einnig sínum meðlimum og við- skiptamönnum 3,20 fyrir kíló- gramm af gærum. Um kjötverðið er enn nokkuð á reiki, eins og áður er sagt, þar eð eigi hefir enn verið ákvarð- að, hversu fara skuli með verð- jöfnunargjaldið, sem greitt var áf kjöti, er selt var á innlendum markaði. Verð það, sem Sláturfélag Suðurlands hefir greitt fyrir fyrsta flokks dilkakjöt, nemur 1.14 fyrir hvert kílógramm. Ríkisstjórnin ákveður einkasölu á allri saltsíid Það er nú fullráðið, að ein- hvern næstu daga verður gengið frá samningi um sölu á 25 þús. smál. af síldarolíu og 25 þús. smál. af síldar- mjöli tii Bretlands. Verður það langstærsti sölusamn- ingurinn, sem enn hefir ver- ið gerður af íslendingum. Samkvæmt upplýsingum við- skiptamálaráðherra verður þessi samningur undirritaður mjög bráðlega. Samningsaðilar eru sildarverksmiðjurnar annars- vegar og breka stjórnin hins- vegar. íslenzka samninganefnd- in mun ganga frá samningum fyrir hönd síldarverksmiðjanna. Hafa þessir samningar tekizt fyrir forgöngu hennar og ríkis- stjórnarinnar. Um verðið er ekki hægt að segja að svo stöddu, þar sem þetta er einn þátturinn í heild- arsamningum við Breta. Til samanburðar fer hér á eftir yfirlit um heildarútflutn- ing síldarmjöls og síldarolíu undanfarin ár (talin í þús. smál.): Síldarolía Síldarmjöl 1936 . .. . . . 15.2 . .. .. . 12.4 1937 . .. . . . 21.4 . . . . . . 25.8 1938 ... . . . 21.5 . .. . . . 17.9 1939 ... .. . 17.4 . . . .. . 18.6 Það er því talsvert meira en meðalútflutningur undanfar- inna ára, er tekizt hefir að selja til Bretlands samkvæmt framangreindum samningi. En vegna þess hve veiðin hefir verið mikil, mun framleiðslan á síldarmjöli og síldarolíu bráð- lega vera orðin eins mikil og búið er að selja. Þar sem ekki er um sölu að ræða á þessum vörum annars- staðar en í Bretlandi meðan styrjöldin stendur, mun verða haldið áfram samningaumleit- unum um meiri sölu þangað. Er enn vitanlega alveg óvíst hvern- ig það tekst. Ríkisstjórnin hefir ákveðið einkasölu á allri saltsíld, en undanfarið hefir aðeins verið einkasala á matjessíld og létt verkaðri Faxasíld. Byggist þessi ákvörðun á því, að ríkisstjórnin hefir ákveðið að tryggja síldarsaltendum greiðslu á 40 þús. tn. saltsíldar og nem- ur ábyrgðarupphæðin 42 kr. á hverja tn. Taldi stjórnin sér ekki fært að takast þessa á- byrgð á hendur, nema einka- sala væri á síldinni. Ef ríkisstjórnin hefði ekki gripið til þessara ráðstafana myndi hafa orðið sáralítil síld- arsöltun, því enn er ekki tryggð sala á meiru en 25 þús. tn., sem eiga að fara til Bandaríkjanna. Hefði það valdið stórtjóni fyrir eigendur reknetabáta og land- verkafólk. Veiðileyfin til sölt- unar verða eingöngu bundin við reknetabáta. Enn er alveg óvíst með sölu þeirrar saltsíldar, sem ríkið hef- ir ábyrgzt greiðslu á. Er haldið áfram að leitast fyrir um sölu- möguleika í Ameríku og einnig er fylgzt með möguleikum fyrir sölu síldar til Svíþjóðar, Finn- lands og Rússlands. Flokkshátíðin vlð Þjórsárbrú. Héraðshátíð Framsókn- armanna á Suðurlandi verður haldin að Þjórsár- túni á sunnudaginn kem- ur eins og áður hefir verið tilkynnt. Samkoma þessi verður áreiðanlega fjölsótt úr báðum sýslum, Rangár- vallasýslu og Árnessýslu, ef veður verður viðunandi. Mynd þessi er af Guðlaugi Jónssyni, afgreiðslumanni hjá Kaupfélagi Skaft- fellinga, og börnum hans, fimmtán að tölu. Myndin var tekin á siðastliðnu vori, er ein dóttir Guðlaugs var fermd. — Guðlaugur er œttaður frá Kerl- ingardal í Mýrdal, en hefir að segja má átt allan sinn búskap heimili i Vík, reyndar að mestu sem þurrabúðarmaður, en síðari árin hefir hann starfað sem fastur afgreiðslumaður hjá Kaupfélagi Skaftfellinga í Vik. — Konu sína, Guðlaugu Jakobsdóttur frá Fagraddl, 'missti hann fyrir fáum árum, en þá var að vísu allmargt af hinum stóra barnahóp nokkurn veg- inn uppkomið, en þó nokkur í óinegð. Sumt bama þeirra elst upp annars staðar, en öll voru þau heima hjá föður sínum við þetta tœkifœri. Má þetta þykja óvenju myndarlegur barnahópur, en foreldrarnir hafa einnig verið hin atorkusömustu og œðruðust livergi, þótt oft vœri erfitt. Nýtur Guðlaugur Jónsson góðra vinsælda meðal allra, er til hans þekkja. Verður engín götulýsmgf í Reykjavík í vetur? Engar ákvarðanír hafa enn verið teknar Það hefir verið til athug- unar undanfarið, að hafa enga götulýsingu í Reykja- vík í vetur. Hefir herstjórn Breta hér ráðlagt eindregið til þess að höfð yrði alger myrkvun. í viðtali, sem lögreglustjóri átti við blöðin síðastliðinn þriðjudag, gerði hann ákveðið Sumarslátrunmbyrj- ar ínnan skamms Lömbin virðast í smærra lagi í Reykjavík mun slátrun dilka sennilega hefjast í lok næstu viku. Freðkjöt er nú allt uppselt. Hins vegar er enn á boðstólum ofurlítið af salt- kjöti. Einnig hefir verið til nóg af nýju og góðu nautakjöti og kálfakjöti til-að fullnægja dag- legri neyzluþörf bæjarbúa, hvað nýtt kjöt snertir. Á Akureyri mun vera lítils- háttar byrjað að slátra, og ann- ars staðar á landinu hefst slátr- (Framh. á 4. síðu) A. Fyrsta jarðborun eftir gufu. — Ráðstafanir til að tryggja gæði síldarafurð- anna. — Bókaútgáfa Menningarsjóðs. — Flugskýlið við Skerjafjörð brennur. Fyrir skömmu síðan er lokið við hina fyrstu borun eftir heitri gufu, sem gerð hefir verið hérlendis. Var hún unnin að Fagrahvammi í Ölfusi og hafði lengi verið ráðgerð af þeim feðgum, Sigurði heitnum búnaðarmálastjóra og Ingimar syni hans. En hingað til hefir vantað bor til framkvæmdanna. Nú lánaði náttúrurannsóknanefnd ríkisins jarð- bor sinn til verksins, og sá fram- kvæmdastjóri hennar, Steinþór Sig- urðsson magister, um borunina. Borað var austast og neðst í hverasvæði í Hveragerði, á bökkum Varmár, í gegn um 73 feta þykka klöpp, síðan kísillög og leirlög. Tók borholan brátt að gjósa og gaus með því skemmra millibili, sem dýpra var grafið. Loks myndaðist samfelldur gufustrókur, sem stendur æ upp úr holunni. Alls var borað 105 feta djúp hola. í haust mun fyrirhugað að halda þessum borunum áfram. Gísli Halldórsson verkfræðingur gerði mæl- ingar á gufuþrýstingnum og munu þær hinar fyrstu, sem hér hafa verið gerðar. Yfirþrýstingur í holunni var þegar holunni var lokað, samsvarandi 10 metra vatnshæð eða með öðrum orðum 1 kg. á hvern fersentimetra. Þegar opnað var fyrir holuna lækkaði þrýst- ingurinn og það því meir sem meir var opnað. Gufumagnið jókst hins vegar eftir því sem meir var opnað. Við 7% metra vatnshæðarþrýsting var gufu- magnið þannig um 17 rúmmetrar á klt., en við 5 metra 43 rúmmetrar. Við 2,5 m. var gufuframleiðslan 80 rúm- metrar og loks við mjög lítinn yfir- þrýsting 158 rúmmetrar á klt., Gufu- magnið er þannig breytilegt frá 10—100 kg. á klt. eftir því hve óskað' er eftir háum gufuþrýstingi. Þar sem gufan streymir út úr pípunni fullopinni er hraðinn um 22 metra á sekúndu. Árið 1933 mældi Gísli 28,4 m. gufuhraða á sekúndu i gufuhverniun í Innstadal í Hengli. Var gufuafkast hans þá ein smálest á klt. — en jókst síðar upp í 5 smálestir. — Borholan er 4 sentimetrar í þvermál og kostnaðurinn við borun- ina vart yfir 500 krónur. Gísli Hall- dórsson hefir látið svo um mælt við Timann, að vonandi verði þess ekki langt að bíða, að fyrsta jarðgufuraf- stöðin geti tekið til starfa hér á landi, þótt ekki væri nema til lýsingar og hitunar á einhverju sveitaheimili. í Ítalíu hafa verið boraðar 150—600 m. djúpar og 40—50 cm. víðar holur, sem úr fást 200 smálestir af gufu á klst. Vegna þess, að svo mikill landburður hefir verið af síld, að skipin hafa orðið að liggja í höfn dögum saman áður en þau geta fengið afgreiðslu og síldin því verið farin að skemmast er hún kom til vinnslu, hefir verið gripið til sér- stakra ráðstafana. Hefir síldveiðiskip- unum verið bannað að halda til veiða að nýju fyrr en fjórum sólarhringum eftir að þau voru tæmd. Liggja skipin því nú tóm, þar til um hægist, í stað þess að áður biðu þau með fullfermi síidar. Með þessum ráðstöfunum vinnst það, að sildin kemur nýrri til bræðslu. Fyrir nokkru síðan var byrjað að senda út um land þrjár fyrstu bækur hins stóra útgáfufyrirtækis Menningar- sjóðs- og Þjóðvinafélagsins. Um miðja næstu viku verða þessar bækur bornar til áskrifenda 1 Reykjavík. Bækur þess- ar eru Sultur eftir Knut Hamsun, Viktoría drottning eftir Lytton Stracky og Markmið og leiðir eftir Aldous Huxley. Síðar er von á fjórum bókum. Hefir útkoma bókanna nokkuð dregizt vegna vandkvæða á pappírsútvegun til þessa umfangsmikla fyrirtækis. Upp- lag bókanna er á 13. þúsund og þvi hið langstærsta, sem dæmi eru um á ís-- laodi. Umboðsmenn útgáfufyrirtækisins eru um 150, og hafa þeir langflestir starfað í þágu þess, án launa eða þóknunar. Má gleggst á þessu marka hinar miklu vinsældir, sem þessi út- gáfustarfsemi hefir unnið sér. Það ber einnig ljós merki, hversu mikil þörf hefir verið fyrir þessa starfsemi. t t t Flugskýlið við Shellvíkina brann til kaldra kola í dag. Slökkviliðið var kvatt á vettvang um ellefuleytið. Var skýlið þá mjög brunnið, svo að eigi varð að- gert. Nýja flugvélin íslenzka var inni, en henni tókst að bjarga. Hins vegar brann ýmislegt dót, er tilheyrði ensku setuliði, sem þarna hafði bækistöð. ráð fyrir, að engin götulýsing yrði hér eftir 15. ágúst og hús- eigendur létu birgja glugga svo vel, að engin birta sæist út. Þetta er þó ekki endanlega afráðið enn, en lögreglustjóri hefir talið réttara, að gera fólki viðvart um, að til þessa ráðs kynni að verða gripið. Ástæðan fyrir slíkum ráðstöf unum er ótti við loftárás. Myrkvun bæja erlendis þykir þó nú orðið ekki veita teljandi ör- yggi, en þar eru flugmenn hins- vegar kunnugri leiðum en hér. Að fróðra manna dómi er mjög lítil hætta á loftárás hér um hávetur og gæti því verið at- hugandi, að láta myrkvunina aðeins ná yfir haustið og síðari hluta vetrar, ef hún þá verður nokkur. Gegn því öryggi, sem myrkv- un kann að veita og teljast verður mjög vafasamt, koma ýmsir ókostir. Það getur stefnt ró og reglu í bænum í mikla tvísýnu, nema lögreglan verði þeim mun meira aukin, og það hefir talsverðan kostnað í för með sér fyrir þá, sem ekki eiga fullnægjandi gluggatjöld. Endanlegar ákvarðanir í þessu máli fara vitanlega eftir því hvort fróðustu menn telja það öryggi, sem myrkvun kann að veita, svo þýðingar- mikið, að það réttlæti hana. Verði færð nægileg rök fyrir því munu menn áreiðanlega sætta sig við þau óþægindi, er af henni munu leiða. Sé þetta ör- yggi hinsvegar lítið eða ekkert, á myrkvunin vitanlega engan rétt á sér. Þessvegna ætti það að vera fyrsta atriðið í þessu máli, 'að hlutaðeigandi aðilar skýrðu það fyrir almenningi og gerðu ekki neinar stórfelldár ráðstafanir, án fullkomins rök- stuðnings. Ef til myrkvunar kemur þarf vitanlega að athuga það sér- staklega, hverjir eigi að bera kostnaðinn, sem af henni leiðir. Ankiii löggæzla. í viðtali því, sem lögreglu- stjóri átti við blöðin síðastliðinn (Framh. á 4. siðuj A víðavangi SYKURSKAMMTURINN. Eins og auglýst er á öðrum stað í blaðinu hefir viðskipta- málaráðuneytið ákveðið að veita nýjan aukaskammt af sykri, sem ætlaður er til sultu- og saftgerðar. Nemur þessi aukaskammtur 2 y2 kg. á mann og hafa þá verið veitt 4y2 kg. á mann í þessu skyni eða sem svarar 22 kg. á fimm manna fjölskyldu. Verður það að telj- ast nægjanlegt, þar sem gera má lika ráð fyrir, að flestir hafi sparað sykurinn, sem úthlutað- ur er beint til neyzlu, og eigi þannig nokkra viðbót til saft- og sultugerðar. Er neyzlu- skammturinn það ríflegur, að slíkur sparnaður ætti að vera næsta auðveldur, ef menn vildu nokkuð á sig leggja. Það er held- ur engu tapað frá heilsufræði- legu sjónarmiði, þótt menn legðu á sig slíkan sparnað, og sykrinum áreiðanlega margfalt betur varið með því að nota hann til saft- og sultugerðar en til venjulegrar neyzlu. SKORTUR SJÁLFSAFNEITUNAR. í sambandi við sykurskömmt- unina hafa birzt hin furðuleg- ustu skrif í blöðum íhalds- manna. Það hefir jafnvel verið lagt til að afnema skömmtun- ina. Það eru vitanlega alltaf til einhverjir, sem eiga erfitt með að sýna sjálfsafneitun, hversu smávægileg sem hún er. Trú lýðskruminu og kjósendadekr- inu reyna blöð íhaldsmanna að koma sér í mjúkinn við þetta fólk með þvi að taka undir óá- nægjunöldur þess um skömmt- unina! Þau vita þó vel, að syk- urskammturinn sparar nokkur hundruð þús. kr. í erlendum gjaldeyri og þar sem sykurinn er aðallega keyptur í Ameríku hefir þessi upphæð mikið að segja. Það er erfitt að fá nægan frjálsan gjaldeyi'i til að full- nægj a Ameríkuviðskiptunum og ef þessari fjárhæð yrði varið til sykurkaupa þar myndi það draga úr öðrum nauðsynlegri innflutningi þaðan. Það væri því vissulega þjóðhollara af í- haldsblöðunum að reyna að leiða hinu óánægða fólki fyrir sjónir nauðsyn þessa sparnað- ar og benda því m. a. á, hversu lítilfjörleg þessi sjálfsafneitun er í samanburði við það, sem fólk í mörgum öðrum löndum verður að spara við sig af miklu nauðsynlegri vörum. Það veit enginn nema við þurfum einn- ig að gera slikt innan tíðar og er því bezt að vera undir allt búinn. Geta nú ekki íhaldsblöð- in einu sinni lagt lýðskrumið á hilluna og reynt að skírskota til skynseminnar i stað þess að reyna að gera sér mat úr á- stæðulausri og óréttmætri óá- nægju? AFENGIÐ. í sambandi við sykurmálið hefir verið reynt að verja kröf- una um afnám skömmtunar-’ innar með því, að leyfður sé innflutningur áfengis og á- fengisneyzlan vinni þó meira tjón en sykurneyzlan. Þetta er að vissu leyti laukrétt. Áfeng- isneyzlan er þjóðarskömm, ekki aðeins á þessum tímum heldur alltaf. Það á með öllum ráðum að herða baráttuna fyrir út- rýmingu áfengisnautnarinnar og það á ekki að horfa í það, þótt það kosti róttækar ráð- stafanir. En áfengissalan — meðan hún helzt — á ekki að verða til þess að menn fylgi reglunni, að ein vitleysan eigi að bjóða annari heim. Þess- vegna á ekki áfengisinnflutn- ingurinn að vera til að ýta undir sykurinnflutninginn eða annan óþarfan innflutning. Við eigum að halda því, sem rétt er, og reyna að bæta við það.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.