Tíminn - 02.08.1940, Síða 2

Tíminn - 02.08.1940, Síða 2
302 TÓISXTV. föstwdaginn 2. ágiist 1940 76. blað ‘gíminn Föstudafíinn 2. ágúst „Búhöldurístn** frá Múla! Árni frá Múla heldur áfram árásum á takmörkun innflutn- ingsins. Seinasta viðleitni hans í þess- um efnum er að líkja viöskipta- málaráðherra við búskussa í sveit. Góður búhöldur safni jafnan nægum birgðum til vetrarins, en búskussinn láti það ógert. Eysteinn Jónsson hafi tekið sér þann síðari til fyrirmyndar. Athugum þetta nokkuð nán- ara. Eysteinn Jónsson hefir gefið frjálsan innflutning á öllum mdkilvægustu nþúðsynj avörum til framleiðslu og neyzlu eins og t. d. kolum, olíu og kornvör- um. Jafnframt hefir E. J. látið takmarka innflutning á ónauð- synlegri vörum, svo að nægur gjaldeyri væri fyrir hendi til að kaupa nausynjavörurnar. Inn- flytjendur nauðsynjavara hafa einnig verið hvattir til að flytja sem mest af þeim inn í landið. Árangurinn er sá, að nú eru hér meiri kolabirgðir en nokkru sinni áður. Olíu- og benzín- birgðir eru ieins miklar og geymslurúm og flutningsmögu- leikar frekast leyfa. Af korn- vörum og öðrum nauðsynja- vörum munu 'yfirleitt vera til meiri birgðir en venjulega. Það má því hiklaust segja, að E. J. hefir gert allt, sem í hans valdi hefir staðið, til þess að tryggja innflutning nauðsynja- varanna. Þess verða menn að gæta, að það er ekki á valdi E. J. að á- kveða hversu vörubirgðirnar séu miklar. Eins og þessum málum er nú fyrir komið er það á valdi innflytjendanna. E. J. hefir hvorki vald til að fyrir- skipa þeim að kaupa eða láta ríkið annast innkaup. Sé á það litið, að áhættusamt er að kaupa inn mikið af vörum, þeg- ar verðlag er hátt og flutnings- kostnaður margfaldur, má það teljast mjög gott, hversu birgð- irnar eru miklar. Það má ekki sízt þakka framangreindum ráðstöfunum E. J. En hvað hefði Árni frá Múla gert í sporíum viðskflptamála- ráðherrans? Eftir skrifum hans að dæma myndi það hafa verið á þessa leið: Árni hefði gefið allan inn- flutning frjálsan. Kaupsýslu- mennirnir hefðu þá fyrst og fremst lagt áherzlu á, að tryggja sér innflutning ónauðsynlegu varanna, þar sem þær veita meiri verzlunargróða. Gjald- eyrinum hefði fyrst og fremst verið ráðstafað til að flytja þær inn í landið. Nauðsynjavörurn- ar hefðu orðið að sitja á hak- anum. Það hefðu orðið nægar birgðir af hinum ónauðsynlegri vörum — „kramvörum“,,eins og þær voru kallaðar í gamla daga — en skortur á nauðsynjavör- um. Ef um einhver mánað'amót hefði verið þannig ástatt, að verzlunarjöfnuðurinn hefði ver- ið hagstæðnr, myndi Árni hafa auglýst í blöðum og útvarpi: Nægur gjaldeyrir, nægur gjald- eyrir! Keppist nú við að koma „kram“vörum inn í landið! Lát- ið ekki einn eínasta eyri ónot- *áðan! Útrýmið þeirri fásinnu, að við eigum að leggja nokkuð fyrir svo að eitthvað verði upp á að hlaupa, ef ástandið versnar aftur! „Kram“varan er betri en sparnaður! Þetta myndu hafa orðið framkvæmdir Árna frá Múla í gjaldeyrismálunum, ef hann hefði verið yfir þau settur. — Munurinn á stefnu hans og Ey- steins Jónssonar er í stuttu máli þessi: Árni leggur aðaláherzl- una á innflutning „kram“var- anna, Eysteinn Jónsson á inn- flutning nauðsynjavaranna. — Árni vill láta hvern einasta handbæran eyri fara til inn- kaupa, á „kram“vörum, Eysteinn Jónssoa telur hyggilegra að leggja fyrir, ef unnt er, og spara þá heldur innflutning „kram“- vörunnar. Þjóðin mun áreiðanlega eiga Tvennskonar frelsi Hvað meína ungír Sjálfstæðísmenn með frelsísskrafinu? Siguvðuv Siguvðsson fyrv. búnaðarmálasijóra I. Það hefir þótt mjög álitlegt til vinsælda á síðari árum að fara fögrum o'rðum um frelsið. Stjórnmálaflokkar hafa keppzt um, að lofa fólkinu meira frelsi og í nafni frelsisins hefir verið reynt að fá framgengt hinum ólíklegustu áformum. Einn íslenzkur stjórnmála- flokkurinn hefir öðrum fremur þótzt berjast fyrir frelsi ein- staklinganna. Hann hefir talið stefnu sína grundvallast á því, að einstaklingarnir ættu að hafa sem mest frjálsræði og víð- ast athafnasvið. í Morgunblaðinu hafa undan- farið birzt erindi eftir unga Sjálfstæðismenn, sem þeir hafa flutt á flokkssamkomum hér og þar. Aðalefni þessara erinda er yfdrleitt það sama hjá þeim öllum. Þeir heita unga fólkinu því, að Sjálfstæðisflokkurinn muni í framtíðinni berjast fyrir meira frelsi til handa ein- staklingunum, rýmra athafna- sviði fyrir þá, aukinni frjálsri samkeppni. í þessum erindum er líka að jafnaði beint þeim örvum gegn ungum Framsóknarmönnum, að þeir séu andstæðir frelsisbar- áttu úngra Sjálfstæðismanna. Mér finnst því hlýða, að frelsis- skraf þetta sé tekið til nokk- urrar athugunar. II. í hinni frægu frelsisyfirlýs- ingu frönsku þjóðarsamkom- unnar 1789, er frelsið skilgreint á þessa leið: Frelsið er réttur einstaklingsins til að gera allt það, sem ekki skaðar aðra. í beinu samræmi við þetta má segja, að til sé tvennskonar frelsi: Neikvætt frelsi og já- kvætt frelsi. Neikvætt frelsi er það, að láta einstaklinginn hafa svo mikið athafnafrelsi, afe hann geti á einn eða annan hátt und- irokað og þröngvað kosti margra annara eirrstakUnga. Af slíku frjálsræði leiðir venjulega yfir- drottnun og kúgun og þessvegna auðvelt með að dæma um það, hver stefnan sé meira i samræmi við hyggindi búhöldanna. Árni má áreiðanlega skrifa langar greinar um búskaparlag og lengi titla andstæðinga sína búskussa áður en hann fær nokkurn mann til að líta á sig eins og „búhöldinn" frá Múla! er það nefnt neikvætt frelsi. Jákvætt frelsi er það, að einstaklingnum er veitt vernd, sem tryggir honum að hann verði ekki fyrir ójöfnuði og yf- irgangi þeirra, sem annars gætu haft aðstöðu til að und- iroka hann. Þessi vernd veitir honum aðstöðu til að njóta frelsis, en leggur honum jafn- framt þá skyldu á herðar að misnota það ekki gagnvart öðrum. í einu hagfræðisriti er nei- kvætt og jákvætt frelsi skil- greint með eftirfarandi dæmi: Hugsum okkur bókasafn, sem ætlað er til afnota fyrir al- menning. Samkvæmt hinu nei- kvæða frelsi hefði hver og einn leyfi til að taka þaðan eins mikið af bókum og hann getur. Afleiðingin myndi verða sú, að fáir einstaklingar tækju allar bækurnar, en hinir fengu ekki neitt. Samkvæmt hinu jákvæða frelsi eru settar ákveðnar regl- ur, sem tryggja það, að fáir ein- staklingar geti ekki fengið of- margar bækur á' kostnað ann- arra. Sama takmörkunin er látin ná til allra. Hið neikvæða frelsi er fólgið í því að veita einstaklingnum sem allra rýmst athafnasvið. Hið jákvæða frelsi er fólgið í því, að setja frelsi einstakling- anna ýmsar takmarkanir, er verja hina óáleitnari og at- kvæðaminni einstaklinga yfir- gangi og yfirdrottnun hinna. Flest lög, sem sett hafa verið, fela í sér meiri eða minni tak- mörkun á hinu neikvæða frelsi. Þau leggja ýms bönd á einstakl- ingana, hindra þá í því aff sýna öffrum ýmsan yfirgang, en vernda þá jafnframt fyrir þess- um yfirgangi annarra. Það er einmitt eitt aðalhlut- verk 'ríkisvaldsins að tryggja einstaklingunum þessa vernd laganna. Þessvegna þýðir aukið jákvætt frelsi venjulega aukn- ingu ríkisvaldsins. Öll barátta, sem með réttu lagi getur talizt frelsisbarátta, hefir verið fólgin í því, að auka hið jákvæða frelsi, en tak- marka hið neikvæða frelsi. Sú barátta, sem stefnir að því, að auka hið neikvæða frelsi, er vissulega engin frelsisbar- átta. Hún er þvert á móti bar- átta fyrir kúgun og yfirgangi — barátta fyrir fáa einstakl- inga, sem vilja drottna og hagnast á kostnað alls fjöldans. Til þess að geta öðlazt skiln- ing á þessum málum verða rnenn að gera sér þessar stað- reyndir fullkomlega ljósar. III. Hvort er það heldur fyrir hið neikvæða frelsi eða hið jákvæða frelsi, sem ungir Sjálfstæðis- menn vilja berjast? Það er nær undantekningar- laust fyrir hið neikvæða frelsi. Þeir vilja láta hið neikvæða frelsi ríkja í stóratvinnurekstr- inum. Fáir menn megi hafa handa á milli mest allt veltufé þjóðarinnar, tapa því og láta skeltinn lenda á þjóðarheild- inni, ef illa lætur, en hagnast á því og raka miklum auðæfum í eigin vasa, ef vel gengur. Fáir menn eigi stóratvinnufyrir- tækin og ráði yfir þeim og tryggi sér á þann hátt rífleg- an arð af striti hinna mörgu vinnuþega. Þeir vilja láta hið neikvæöa frelsi ríkja í verzluninni. Fáir menn hafi ótakmarkað frelsi til að selja neytendum vörur með þeirri álagningu, er þeim þókn- ast að ákveða. Kaupfélög hverfi úr sögunni, því að þau draga úr frelsi hinna fáu einstaklinga til að græða á fjöldanum. Verð- lagseftirlit eigi heldur ekki neinn rétt á sér, þar sem það dregur einnig úr þessum gróða- möguleikum. Þannig mætti lengi telja. Stefna ungra Sjálfstæðis- manna er viðhald og aukning hins neikvæða frelsis— frelsis stóratvinnurekenda og stór- kaupmanna til að hagnast á almenningi og beita hann yfir- gangi og arðráni. Hér mætist stefna ungra Sjálfstæðismanna og ungra Framsóknarmanna á vegamót- um. Ungir Sjálfstæðismenn segja: Við eigum að fylgja veginum, sem leiðir til meira neikvæðs frelsis. Ungir Fram- sóknarmenn segja: Við viljum fara veginn, sem leiðir til meira jákvæös frelsis. Ungir Framsóknarmenn segja: Við fögnum yfir því, hversu mikið hið jákvæða frelsi hefir aukizt seinustu áratug- ina. Það hefir aukizt fyrir at- beina samvinnufélaganna, sem hafa útrýmt margskonar rang- indum úr verzluninni og veitt neytendum stórkostlega vernd gegn arðráni og yfirgangi á því sviði. Það hefir aukizt fyrir til- verknað Alþingis, sem hefir sett ýms lög, er takmarka frelsi manna til að beita aðra ofríki. En okkur er þó eigi að síður ljóst, að það nær enn alltof skammt. Við viljum auka það meira. Við vitum, að það kostar nýjar takmarkanir á hinu nei- kvæða frelsi — takmarkanir á einhverju því frelsi, sem ein- staklingarnir hafa nú til aff Yfir blómskrýddri, sólvermdri sveit leikur sumarsins ilmþrunc/ni blœr. Hátt á gullteig hins gráandi túns rís hinn glœsti og ramgjörSi bœr. Nú er heillandi sumarprúö sveit undir sólheiði brosandi dags. — Eins og sjáandinn liana í lofsöngvum leit þess hins langþráða, umbœtta hags. Fagur dalur og skógi skrýdd hlíð, eins og skáldiö sá forðum sitt land. Sett í gróöurhöft eyöingar öfl, sem liér erja í mela og sand. Út sig gengur í laufgrœnan lund œskan lífsglöö i sóláttarhlé við sinn bœ, þegar lwíld fœst og friösœlu-stund. Þar á fegurð sín lieilögu vé. Fagra draumsýn hins dáðvakta manns, hún, sem dáendur lands tókú í arf, allt frá Vísa-Gísla, sem vann fyrsta vormannsins umbótastarf. Mun þaö skýborgaloftsýn á leið, er oss lokkar — svo spurðum vér. Þessa mynd, sem í liugsœis hillingum beið, fékkstu liöndlað, og jarðfest hún er. — Heilsar Norðurland nýrri öld. Hefja nýherjar sigurvœnt stríð. Inn í vökumanns vitund þá ber eins og vornið á leysingatið. Guði þekk mundi þjónustugjörö, sem var þreytt viö lians musterishlið þar sem fegurstan lund, alinn íslenzkri jörð, grœddir ungur, og samherja lið. Göfugt lífsstarf þér land þitt fékk; fól þér leiðsögn hins unga manns, frægan gjöra sem skyldi sinn garð, hefja gengi og liróður vors lands. beita hverja affra arffráni og yfirgangi. Okkur er það vel ljóst, að skipulag, sem veitir einstaklingum tækifæri til að arðræna og kúga hvem annan, hefir í sér falinn ódrepandi neista sundrungarinnar. Það getur ekki skapað samhuga og samvirka þjóð. Það leiðir til stöðugrar baráttu milli ein- staklinga, stétta og annarra hagsmunaheilda. Þessvegna viljum við láta samvinnu koma í stað samkeppni, láta hið já- kvæða frelsi, sem veitir ein- staklingnum vernd gegn ofriki, koma í stað hins neikvæða frelsis, sem veitir einstaklingn- um aðstöðu til að beita ofríki. í þessum málum er því mikið djúp á milli skoðana ungra Framsóknarmanna og ungra Sjálfstæðismanna. Hitt verður svo athugað síðar, hvort frjálsa samkeppnin hefir reynzt sér- staklega vel til þess fallin, að leysa viðfangsefni yfirstand- andi tíma. Þ. Þ. Og af guðsnáð var sáðmaður sá, er þá settist að Hóla-stól, kynti áhugans eld, vakti athafnaþrá, lyfti anda mót degi og sól. Þá var unnið í ást og trú. Farið eldi nýtt framtíðarland. Hafin rannsókn og rœktað og prýtt; fléttuð reipi úr kvikum sand. Þú varst foringinn áhugaör; glœddir útþrá og baráttumóð. Veittir forustu bœnda fyrstu för til að frœðast um land og þjóð. Ncest var leiksviðið landið allt. Fyrir lífsglaðan stórhug og trú mundi hugþekk og hœfileg raun stórfellt hlutverk, sem bauðst þér nú. Þú sást efni og ráð til alls, bjargráð ónotuð, þúsundföld. Yfir ísland þá hófst milli fjöru og fjalls ný og furðuleg rœktunaröld. Svo var ísland þá numið á ný; fagnað nýaldar vonbjörtum dag. Vigði guðsblessun gróðurlönd frið, nýjan grundvöll að farsœldar liag. Fyrir sjáandans síunga hug nýjar sýnir og óskaráð bar. Þú hófst alþjóð úr kyrð á það framkvœmdaflug, aldrei fyrri sem þekkt liér var. Fjalls og dals, þú hinn djarfhuga son, nú er dagur þinn runninn í sœ. Ást og trú þín á sólvermdri sveit vaka í sumarsins ilmliöfga blœ. Hugstór leiðtogi, áhuga-ör, þú vannst ódáins sigurkrans. Stýrðir íslenzka bóndans fastsóttu för til hins fyrirheitna lands. — Til Þurii í Garði út af vísnadeilunum um Þurukver. Ekki það ég er að lá, en undrað þó mig getur, hversu fast' þeir ýtast á um þig Þurutetur. Því þó þú eflaust eigir glóð enn í hugans leynum, hélt ég varla að fimmtug fljóö fengi kveykt í neinum. — Knútur Þorsteinsson frá Úlfsstöðum. TIL JÓNASAR í ÁSSELI. Svar viff vísum hans til Þuru í Garffi. Mjög nú hafa menn á Fróni mörgum steini að Þuru beint. Líkt og völskur valda tjóni vandfýsnin þar fer ei leynt. Hennar litla ljóðaglingur lasta þeir með kvæða mergð. En það er skömm að Þingeyingur í þeirra flokki beri sverð. E. Ben. SIGURÐUR JÓNSSON, Arnarvatni. JÓNAS JÓNSSONi Sigurður Sigurðsson irá Draflastððum i. Fyrir nokkrum missirum lét menntamálaráð gera fyrstu al- myndina, sem hið íslenzka þjóðfélag hefir látið mála af manni í lifanda lífi. Erlendis er það alsiða, að slíkar myndir eru gerðar af merkismönnum, til að hjálpa síðari kynslóðum að skilja afburðamenn sína. Mynd þessi var af Sigurði Sig- urðssyni frá Draflastöðum, en þótt hann væri þá hátt á sjö- tugsaldri. sáust ekki á honum ellimörk. Hann var sællegur og hress eins og væri hann þá að byrja lífsstarfið. Og málaranum tókst að láta endurspeglast í svip hans og framkomu það ó- venjulega þrek og karlmanns- kjark, sem einkenndi þennan áhrifamikla brautryðjanda í íslenzkum landbúnaði. En skömmu eftir að lokið var við þessa mynd, veiktist Sig- urður Sigurðsson hastarléga og lá þungt haldinn í meira en missiri. Fram að þeim tíma hafði hann verið stálhraustur og naumast þekkt til veikinda. En í hinni hörðu sókn dauðans fjaraði lífsþrótturinn út smátt og smátt. En sjúklingurinn hélt þó andlegu fjöri og áhuga ó- skertum fram á dánardægur. Sigurður Sigurðsson var fæddur og upp alinn í Fnjóska- dal, svo að segja á næstu bæj- um við þá jörð, þar sem annar mikill afreksmaður bjó mynd- arlegu búi, samtíða foreldrum Sigurðar á Draflastöðum. — Tryggvi Gunnarsson átti heima á Hallgeirsstöðum, norðanvert við Ljósavatrtgskarð, en Sigurð- ur búnaðarmálastjóri óx upp á Draflastööum vestanvert í dalnum. Fnjóská aðskildi heim- ili þessara tveggja brautryðj- enda. Sigurður Sigurðsson vandist mikilli vinnu og miklum mynd- arskap á heimili foreldra sinna. Allir Fnjóskdælir voru sam- vinnumenn, og Sigurður var deildarstjóri i kaupfélagi sam- sveitunga sinna meðan hann .var heima í föðurgarði. Auk þess hneigðist hugur hans að garðrækt, þó að sú iðja væri annars alls ekki stunduð í Fnjóskadal á þeím árum. En í landi Draflastaða var lítil, heit uppspretta. Sigurður tók sér fyrir hendur að gera kartöflu- garð við þessa laug og tryggja uppskeruna með því að nota jarðhitann. Hann hirti þennan ga/rð eins og sjáaldur augna sinna, og þegar garðurinn var sprottinn, bar nokkuð mikið á þessum fullræktaða bletti á milli blásinna mela í berum hlíðum Fnjóskadlas. II. Enginn einstakur matjurtar garður á íslandi hefir fram að þessu fengið jafnmikla sögu- lega þýðingu í búnaðarþróun landsmanna eins og þessi litli reitur á Draflastöðum, því að það var hann, sem varð orsök þess, að hið íslenzka mannfé- lag uppgötvaði mesta ræktun- arfrömuð undangenginnar kyn- slóðar. Sigurður Sigurðsson var orð- inn nálega hálfþrítugur þegar sá atburður gerðist, sem breytti honum úr bónda í Fnjóskadal í leiðtoga bænda í landinu. Hann hafði þá lítið farið að heiman, og ekki fengið neina vakningu í þá átt að stunda langt og kostnaðarsamt nám utanlands. En þegar hér er komið sögu, vill svo til að mesti framfaramaður þeirrar aldar, Páll Briem amtmaður á Akur- eyri, fer um Fnjóskadal og sér tilsýndar hinn vel hirta garð í landi Draflastaða. Amtmanni þótti furðu sæta, að slíkur garður skyldi vera til á einum bæ í byggð, þar sem garðrækt var annars ekki sinnt. Hann spurðist fyrir um hver gert hefði garðinn og fékk að vita, að það var bóndasonur á Draflastöðum, sem varla hafði enn hleypt heimdraganum. Amtmaðurinn hafði sérstakan áhuga á því að leita að dugandi mannsefnum til að taka þátt í framfarabaráttu landsins. Hon- um þótti sennilegt, að hér kynni að vera að vaxa upp álit- legur ræktunarmaður, og ' hon- um þótti vant slíkra manna. Páll Briem kyntist Sigurði á Draflastöðum og styrktist við það í trú sinni á hæfileika hans. Upp frá því mátti heita að amtmaður væri fósturfaðir Sig- urðar. Páll Briem kom þessum hálfþrítuga sveitapilti beint inn í ágætan búnaðarskóla í Noregi. Eftir tvö ár kom Sigurð- ur þaðan með mikla þekkingu í búfræði Norðmanna og tals- verða æfingu í skógrækt. En amtmanni var ekki nóg, að skjólstæðingur hans fengi þessa skólagöngu. Hann víldi fá. Sigurði Sigurðssyni mörg og erfið verkefni og búa hann undir þau. Þess vegna hvatti hann Sigurð til að halda áfram námi í landbúnaðarháskóla Dana. Amtmaður fór í þessu skyni sérstaka ferð frá Akur- eyri til Reykjavíkur til að út- vega Sigurði námsstyrk og tókst það. Eftir tveggja ára nám í Danmörku kom Sigurður heim og giftist heitmey sinni, Þóru Sigurðardóttur frá Fornastöð- um í Fnjóskadal. Hún var góð og gáfuð merkiskona. / III. Nú hófst þýöingarmikið samstarf milli Sigurðar Sig- urðssonar og Páls Briem. Amt- maðurinn hafði með höndum yfirumsjón búnaðarskólans á Hólum í Hjaltadal. Hann var óánægður með skólann. Að- sóknin var lítil, og ungir menn höfðu ekki trú á því að tveggja ára dvöl á búnaðarskóla við venjuleg heimilisstörf á sumrin og bóknám á vetrum, væri sér- staklega þýðingarmikið. Amt- rnaður kunni illa þessari deyfð og var staðráðinn í að reyna að bæta Hólaskóla, og það svo •að um munaði. Og hann treysti Sigurði Sigurðssyni öðrum bet- ur til þess verks. Samhliða þeirri breytingu, sem nú var gerð á Hólum, und- irbjuggu þeir Páll Briem, Sig- urður Sigurðsson og Stefán Stefánsson skólameistari stofn- un Ræktunarfélags Norður- lands og tilraunastöð þess sunnan við Akureyrarbæ. Með þessum tvennum aðgerðum var vakinn mikill fTamfarahugur í búnaðarmálum Norðlendinga. Breytingin á Hólaskóla var í því fólgin, aö skólinn var gerð- ur að bóklegum vetrarskóla og búið í fyrstu leigt óviðkomandi manni. Á vorin var ætlazt til að piltar gætu fengið verklega æfingu nokkrar vikur i gróðr- arstöðinni á Akureyri. Tilraun þessi var að sumu leyti veruleg afturför, en að öðru leyti all- mikil framför. Nú urðu menn búfræðingar með bókfræði- námi. Nemendur fengu enga kennslu í hirðingu búpenings og ekki heldur æfingu við heyskap eða venjuleg störf á sveita- heimilum. Allmikið af náms- efninu var erlent og námsbæk- ur á erlendum tungum, sem margir nemendur skildu ekki tll verulegs gagns . Vankunnátta búfræðinganna í verklegum efnum varð þeim oft til álits- hnekkis, og kennslan hafði ekki fært þá verulega nær því að geta með góðum árangri stund- að íslenzkan einyrkjabúskap, en það lá þá, eins og nú, fyrir öllum þorra bændaefnanna. En breytingunni fylgdu líka

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.